Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2013 Júní

30.06.2013 22:16

Mynd dagsins

 

 

Mynd dagsins

hér á Menningar-Stað

er af Sólvöllumdvalarheimili aldraðra að Eyrargötu 26 á Eyrarbakka.

 

 

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

30.06.2013 10:03

Eyrarbakkaflatir að morgni 30. júní 2013

Eyrarbakkaflatir að morgni 30. júní 2013

 

Eyrarbakkablíða eins og best gerist


Bíltúr á Bakkann væri besta ráð

 

 

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

30.06.2013 07:06

Kiriyama Family á heimaslóð 6. júlí 2013

Hljómsveitin Kiriyama Family,  sem skipuð er meðlimum frá Eyrarbakka, Stokkseyri og Selfossi, kemu fram í fyrsta sinn á heimaslóð við Ströndina er þeir koma fram á 100 ára afmælishátíð Björns Inga Bjarnasonar í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka laugardaginn 6. júlí n.k.

Þar verður fagnað 60 ára lífaldri Björns Ingi Bjarnasonar og 40 árum í forystuhlutverki í félags- og menningarmálum. 100 ára afmælishátíð sem Menningarnefnd Hrútavinafélagsins Örvars skipuleggur. 

 

Hljómsveitina Kiriyama Family skipa:

Bassi Ólafsson á Selfossi,

Guðmundur Geir Jónsson á Selfossi,

Jóhann Vignir Vilbergsson á Eyrarbakka,

Karl Magnús Bjarnarson á Stokkseyri

og Víðir Björnsson á Eyrarbakka.

 

Kiriyama Famaly gáfu út sínn fyrsta hljómdisk á síðasta ári. Lagið Weekends náði gríðarlegum vinsældum og sat samtals 19 vikur á vinsældalista RÁSAR 2 sem er met. Þar af nokkrar vikur í efsta sætinu.

Hér má sjá myndband með laginu Weekends
http://www.youtube.com/watch?v=yeLJAlhS5YI


Hér má sjá mynd band með laginu Heal.  http://www.youtube.com/watch?v=UBsMPpU3ko0

 

Myndaalbúm frá útgáfuhátíð Kiriyama Family, sem haldin var í troðfullum Leikhúskjallaranum í Reykjavík þann 14. júni 2012, er komið inn hér á Menningar-Stað.

Smella á þessa slóð hér: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/249305/

 

Nokkrar myndir hér.

 

 

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

29.06.2013 21:19

Ingvar Magnússon á Menningar-Stað í morgun

Ingvar Magnússon.

 

Ingvar Magnússon á Menningar-Stað í morgun

Meðal þeirra sem litu við á Menningar-Stað, Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka, í morgun, var Ingvar Magnússon á Sæbergi á Eyrarbakka.

Ingvar er lipur með myndavélina og færði hann nokkra til myndar sem voru á staðnum.

Þá var hann í lokin sjálfur færður til myndar eftir kaffi og spjall sem öllumn stendur til boða sem lita við.Nokkrar myndir hér:

 

 

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður.

29.06.2013 07:32

Framkvæmdir við gangstéttir á Eyrarbakka

 

Framkvæmdir við gangstéttir á Eyrarbakka

 

Síðari hluta sumars 2012 fóru fram mikilsverðar umbætur á gangstéttum á hluta Eyrargötu á Eyrarbakka á vegum Sveitarfélagsins Árborgar.

Götuljós voru endurnýjuð með lægri staurum og halógen-lýsingu.

Gangstéttir voru teknar upp og lagðar að nýju – breiðari og lægri með minni hellum og engum gangstéttarkanti.

Allt tekur þetta betur mið að umhverfi sínu en það sem fyrir var og fellur vel að hinni gömlu götumynd á Bakkanum, sem er einstök á landsvísu.

Fyrir utan fegurðaraukann eru nýju gangstéttirnar betri yfirferðar fyrir alla en þó sérstaklega fólk með barnavagna og loksins geta þeir sem þurfa að komast ferða sinna á hjólastól farið um hluta þorpsins án vandkvæða.

 

Um 30 ár eru síðan húseigendur á Eyrarbakka hófu að gera gömlu húsin í þorpinu upp í anda húsaverndar.

Þess hefur lengi verið beðið að sveitarfélagið kæmi með framlag á móti til að styrkja þá heildarmynd sem unnið hefur verið að því að skapa. Á síðasta áratug höfum við séð hve miklu máli slíkar framkvæmdir í götum, gangstéttum og lýsingu skipta fyrir allt umhverfið – bæði í Keflavík og Stykkishólmi.

Sveitarfélagið Árborg hefur nú bæst í þennan hóp framsækinna sveitarfélaga með þessari mikilvægu framkvæmd á Eyrarbakka. Hafi allir þeir sem að stóðu miklar þakkir fyrir.

Við bíðum spennt eftir framhaldi á næsta sumri.

 

Magnús Karel Hannesson skrifaði á  -www.eyrarbakki.is- eftir framkvæmdir í fyrra.

 

Austurhluti Eyrargötu að kvöldi til eftir framkvæmdirnar 2012 – ný gangstétt og ný götulýsing. Ljósmynd: MKH

 

Framkvæmdir við næssta áfanga í endurgerð gangstétta á Eyrarbakka standa nú yfir.

Í gær var verktakinn að störfum við Ásheima að Eyrargötu 36 og var þá m.a. fjarlægður garðveggur til þess að fá pláss fyrir nýju gangstéttina.

 

Menningar-Staður var á staðnum og færði til myndar:

 

 

 

 

 

 

Skráðaf Menningar-Staður

 

28.06.2013 20:04

Framkvæmdir við útsýnispallinn á Stað

Í Húsasmiðjunni á Selfossi þegar gengið var frá viðpskiptum með efni í útsýnispallinn við Félagsheimilið Stað á Eyrarbakka. Seljendur og kaupandi gríðarlega sáttir. F.v.: Árni Benediktsson, Siggeir Ingólfsson og Ólafur Ragnarsson.

 

Framkvæmdir við útsýnispallinn á Stað 

 

Gengið hefur verið frá efnisþætti við Húsasmiðjuna á Selfossi vegna framkvæmda við útsýnispall við Félagsheimilið Stað á Eyrarbakka og ramp til þess að auðvelda hreyfihömluðum að komast á pallinn og njóta hins frábæra útsýnis sem er af sjóvarnagarðinum.

VIð bestu skilyrði er það yfir Atlatshafið og allt til Suðurpólsins enda ekkert land í beinni línu frá Stað og suður þangað.

 

Strax var hafist handa við mælingar á vettvangi við Stað og það gerðu þeir Þórður Grétar Árnason húsasmíðameistari og Siggeir Ingólfsson húsasmíðameistari og staðarhaldari á Stað.

 

Myndir frá upphafinu í morgun eru komnar í myndaalbúm hér á Menningar-Stað og verður þessari góðu og nauðsynlegu framkvæmd fylgt efir mér með myndum og frásögnum.

Myndirnar má sjá á  þessari slóð hér:  http://menningarstadur.123.is/PhotoAlbums/249239/

 

Nokkrar myndir hér:

 

 

 

 

 

Og  Atlantshafið  sagði OK


Skráð af: Menningar-Staður

 

 

 

28.06.2013 18:13

Mannlíf að morgni 28. júní 2013 á Mennningar-Stað

 

 

Mannlíf að morgni 28. júní 2013 á Mennningar-Stað

 

Töluverð umferð gesta og gangandi kom við á Menningar-Stað - Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka í morgun.

 

Menningar-Staður var á staðnum og færði til myndar.

Myndaalbúm er komið í safnið hér á Menningar-Stað.

 

Smella á þessa slóð hér:  http://menningarstadur.123.is/PhotoAlbums/249235/

 

Nokkrar myndir hér:

 

 

 

 

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

28.06.2013 11:16

Vitringafundur í Veturbúðinni á Eyrarbakka

Vitringarnir komu saman til morgunfundar í Vesturbúðinni á Eyrarbakka í morgun samkvæmt venju..

 

Menningar-Staður færði þessa til myndar.

 

F.v.: Reynir Jóhannsson, Siggeir Ingólfsson, Rúnar Eiríksson og Hilmar Andrésson.

 

 

 

Frá Eyrarbakka í morgun.

 

Frá Eyrarbakka í morgun.

 

Eyrarbakki

 

 

Eyrarbakki í beinni útsendingu

 

Vefmyndavélin á Rauða-húsinu

Skráð af Menningar-Staður

 

 

 

28.06.2013 07:23

FRAMKVÆMDASJÓÐUR FERÐAMANNASTAÐA

FRAMKVÆMDASJÓÐUR FERÐAMANNASTAÐA

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða tók til starfa 8. ágúst 2011 en sjóðurinn er í vörslu Ferðamálastofu sem annast rekstur hans. Markmið og hlutverk sjóðsins er að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun ferðamannastaða í opinberri eigu eða umsjón um land allt. Þá skal með fjármagni úr sjóðnum leitast við að tryggja öryggi ferðamanna og vernda náttúru landsins. Einnig er sjóðnum ætlað að fjölga viðkomustöðum ferðafólks til að draga úr álagi á fjölsótta ferðamannastaði. Framkvæmdasjóðurinn er fjármagnaður með 3/5 hluta gistináttaskatts.

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir umsóknum um styrki, 2-3 sinnum á ári til uppbyggingar ferðamannastaða, í samræmi við markmið sjóðsins hér að ofan.

 

ÚTHLUTAÐIR STYRKIR FRAMKVÆMDASJÓÐS

Úthlutaðir styrkir úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

 

Fjöldi styrkja

Upphæð samtals

1. úthlutun - febrúar 2012  30  75.000.000.-
2. úthlutun - janúar 2013  44  150.000.000.-
3. úthlutun - mars 2013  5  146.750.000.-
4. úthlutun - apríl 2013 75 278.800.000.-

 

Meðal styrkja uthlutað í apríl 2013:

57. Sveitarfélagið Árborg – Endurbygging Þuríðarbúðar, Stokkseyri

1.175.000 kr. styrkur til viðhalds og lagfæringa á 19. aldar verbúð, Þuríðarbúð á Stokkseyri. Markmið 

styrkveitingar er að vernda og viðhalda merkum menningarminjum á eftirsóttum ferðamannastað á 
Suðurlandi og miðla upplýsingum um horfna starfshætti í sjávarútvegi. Styrkurinn er liður í 
uppbyggingu á sögutengdri ferðaþjónustu á Suðurlandi. 


58. Sveitarfélagið Árborg – Krían við Eyrarbakka. Umhverfishönnun og skipulag
1.150.000 kr. styrkur til deiliskipulagsvinnu og landslagshönnunar við listaverkið Kríuna á 
Eyrarbakka. Markmið styrkveitingar er að bæta ásýnd og aðkomu að svæðinu og aðgengi fyrir alla. 
Styrkurinn er til undirbúnings undir framkvæmdir á svæðinu og liður í uppbyggingu á s.k. Fjörustíg á 
milli Eyrarbakka og Stokkseyrar.

59. Sveitarfélagið Árborg – Húsið á Eyrarbakka og Eyrarbakkakirkja. Skipulag og hönnun
3.150.000 kr. styrkur til deiliskipulagsvinnu og landslagshönnunar við Húsið á Eyrarbakka og 
Eyrarbakkakirkju. Markmið styrkveitingar er að bæta ásýnd og umhverfi staðarins og aðgengi fyrir 
alla, vernda merkar menningarminjar og auka þjónustu við gesti. Styrkurinn er liður í uppbyggingu á 
sögutengdri ferðaþjónustu á Suðurlandi.

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

 

28.06.2013 06:15

Merkir Íslendingar - Sveinbjörn Sveinbjörnsson

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Sveinbjörn Sveinbjörnsson

 

Merkir Íslendingar - Sveinbjörn Sveinbjörnsson

 

Sveinbjörn tónskáld fæddist á Nesi við Seltjörn 28. júní 1847 en ólst upp í Reykjavík frá fjögurra ára aldri. Hann var sonur Þórðar Sveinbjörnssonar, háyfirdómara við Landsyfirréttinn, og s.k.h., Kirstínar Katrínar Knudsen. Systir Kirstínar var Guðrún, kona Péturs Guðjohnsen, dómorganista og kórstjóra, en meðal afkomenda þeirra eru tónskáldin Jórunn Viðar og Emil Thoroddsen.

Sveinbjörn lauk stúdensprófi frá Latínuskólanum og útskrifaðist úr Prestaskólanum 21 árs. Hann hafði lært á píanó hjá frú Ástríði Melsted, og lært söngfræði hjá Pétri Guðjohnsen, og var staðráðinn í að ryðja sér braut erlendis sem píanóleikari og tónskáld. Hann var því í tónlistarnámi í Kaupmannahöfn í tvö ár, og síðan hjá Reinecke, yfirkennara Tónlistarskólans í Leipzig, frægum hljómsveitarstjóra.

Sveinbjörn var lengst af hátt launaður píanókennari og virt tónskáld í Edinborg. Hann kom tvisvar í heimsókn til Íslands, 1907 og 1914, flutti svo loks heim 1922, er Alþingi hafði veitt honum heiðurslaun og hugðist alkominn, en flutti fljótlega til Kaupmannahafnar og bjó þar til æviloka.

Eiginkona Sveinbjörns var skozk, Elenor Christie, vel menntuð, glæsileg og mun yngri en hann og eignuðust þau tvö börn, Þórð lækni í Kanada, og Helen kennara.

Sveinbjörn var ljóðrænt tónskáld rómantísku stefnunnar undir áhrifum frá Mendelssohn og Gade. Bestu sönglög hans eru almennt talin með því fremsta í safni íslenskra sönglaga, en meginhluti tónverka hans hefur verið Íslendingum framandi. Af stærri verkum hans er Konungskantatan þekktust, samin í tilefni af komu Friðriks VIII til Íslands 1907.

Matthías Jochumsson hafði sjálfur beðið Sveinbjörn að semja lag við hátíðarljóðið „Ó, guð vors lands“ og það var lengi eina lagið sem hann samdi við íslenskt ljóð. Á því varð þó breyting og hann átti eftir að semja fjölda sönglaga við íslensk ljóð.

Sveinbjörn lést í Kaupmannahöfn 23. febrúar 1927 og hvílir í Hólavallagarði, örfáa metra frá Jóni forseta.

 

Morgunblaðið föstudagurinn 28. júní 2013.

 

 

Skráð af Menningar-Staður