Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2013 Júní

04.06.2013 12:09

15 hundategundir bannaðar í Árborg

 

Depill, hinn magnaði fjárhundur Hrútavinafélagsins Örvars,

var fyrsti hundurinn með lögformlega skráningu og lögheimili í Stokkseyrarhreppi hinum forna.

Depill var með númerið - 1 - sem Grétar Zóphoníasson veitti honum forðum daga.

Minnismerki um Depil var reist á heiðursstað að honum föllnum.

 

15 hundategundir bannaðar í Árborg

 

Samkvæmt nýrri samþykkt bæjarstjórnar Árborgar um hundahald í Svf.Árborgar eru 15 hundategundir bannaðar í sveitarfélaginu.

 

Fyrir hönd Sveitarfélagsins Árborgar fer tækni- og veitusvið sveitarfélagsins með málefni hunda og hundahalds í umboði bæjarstjórnar og fer eftirlitsmaður með eftirlit með hundahaldi í sveitarfélaginu í umboði og undir eftirliti Heilbrigðisnefndar Suðurlands.

Hundahald er heimilað í Sveitarfélaginu Árborg, þ.m.t. á lögbýlum, að fengnu leyfi og uppfylltum þeim skilyrðum, sem sett eru í nýju samþykktinni.

Ekki er heimilt að hafa fleiri en þrjá hunda á sama heimili í þéttbýli og í skipulögðum búgarðabyggðum.

Umsókn um leyfi til hundahalds skal senda tækni- og veitusviði Sveitarfélagsins Árborgar, innan mánaðar frá því að hundur er tekinn inn á heimili, enda hafi samþykkis skv. 5. gr. verið aflað ef við á.  Hvolpa, sem vistaðir eru á skráningarstað móður, er þó heimilt að halda án skráningar, þar til þeir verða 4 mánaða. Við skráningu hunds skal greiða skráningargjald skv. gjaldskrá. Við útgáfu leyfis fær leyfishafi afhenta merkta plötu, sbr. 13. gr. og eintak af samþykkt um hundahald í Sveitarfélaginu Árborg. Leyfi til hundahalds einskorðast við tiltekinn hund. Leyfið er persónubundið, óframseljanlegt og bundið við heimili umsækjanda, enda er það ófrávíkjanlegt skilyrði að hundur sé skráður þar og haldinn.

Leyfi til hundahalds má veita að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:

a. Umsækjandi skal vera lögráða og hafa lögheimili í sveitarfélaginu.

b. Að fyrir liggi samþykki sameigenda vegna fjöleignarhúss þar sem það á við, sbr. 5. gr.

c. Að hundurinn sé örmerktur, sbr. 13. gr.

d. Við mat umsóknar getur hundaeftirlitsmaður leitað umsagnar lögreglu og annarra yfirvalda um umsækjanda og þá hagi hans sem þýðingu geta haft.

Hafi umsækjandi ítrekað eða gróflega gerst brotlegur við samþykkt þessa, fyrri samþykktir sama efnis eða lög um dýravernd, er heimilt að hafna umsókn hans.

 

Bannaðar hundategundir

Óheimilt er að halda hunda af eftirtöldum tegundum:

a. Pit Bull Terrier/Staffordshire Bull Terrier b. Fila Brasileiro c. Toso Inu d. Dogo Argentino e. Amerískur bulldog f. Amerískur staffordshire (amstaff) g. Boer boel

h. Miðasískur ovtjarka i. Anatolískur fjárhundur (kangal) j. Kákasískur ovtjarka k. Sarplaninac l. Suðurrússneskur ovtjarka m. Tornjak n. Blendinga af ofangreindum tegundum

o. Blendinga af úlfum og hundum

 

www. dfs.is greinir frá.

 

 

Depill var á sinni tíð í góðu og nánu sambandi við hundafangara Árborgar.

Hann var eins og á við um suma nýbúa enn -"Misskilinn vitlaust"

 

Skráð af Menningar-Staður eftir söguupplýsingum sem Hrútavinafélagið Örvar hefur gjört kunnugt.

 

 

04.06.2013 10:24

Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri - SKÓLASLIT

04. júní  2013  

 

Skólaslit kl. 17.00 á Stað á Eyrarbakka.

Rúta fer frá skólanum á Stokkseyri kl. 16.45 og til baka að loknum skólaslitum.

 

Með kveðju  

Starfsmenn Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri.

 

 

Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

04.06.2013 07:19

Merkir Íslendingar - Steinþór Gestsson

Steinþór Gestsson

 

Steinþór fæddist á Hæli í Gnúpverjahreppi 31. maí 1913 og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Gestur Einarsson, bóndi á Hæli, og k.h., Margrét Gísladóttir húsfreyja.

Bróðir Gests var Eiríkur alþm.. Systir Gests var Ingigerður, móðir Helgu, móður Ingimundar arkitekts og Benedikts hrl., föður Bjarna fjármálaráðherra. Önnur systir Gests var Ragnhildur, móðuramma Páls Lýðssonar, en þriðja systir Gests var Sigríður, móðir Einars Sturlusonar óperusöngvara. Móðir Gests Einarssonar var Steinunn, systir Guðrúnar, móður Guðnýjar, móður Brynjólfs Bjarnasonar, heimspekings og fyrrv. menntamálaráðherra, en systir Guðnýjar var Torfhildur, langamma Davíðs Oddssonar Morgunblaðsritstjóra.

Margrét var dóttir Gísla, b. á Ásum í Eystrihreppi Einarssonar, af Urriðafossætt. Móðir Gísla var Guðrún, systir Ófeigs, langafi Tryggva Ófeigssonar útgerðarmanns. Guðrún var dóttir Ófeigs ríka á Fjalli á Skeiðum Vigfússonar. Móðir Margrétar var Margrét ljósmóðir Þormóðssonar af Finsenætt.

Eiginkona Steinþórs var Steinunn Matthíasdóttir húsfreyja, systir Haraldar, menntaskólakennara á Laugarvatni. Þau Steinþór og Steinunn eignuðust fimm börn.

Steinþór lauk gagnfræðaprófi frá MA 1933, var bóndi á Hæli 1937-76, alþm. Suðurlandskjördæmis fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1967-78 og 1979, sat í stjórn Framkvæmdastofnunar og í stjórn Áburðarverksmiðju ríkisins, sat í hreppsnefnd Gnúpverjahrepps 1938-74, var oddviti 1946-74, sat lengi í sýslunefnd og var endurskoðandi reikninga sveitarsjóða Árnessýslu í tuttugu ár.

Steinþór var tvívegis formaður Ungmennafélagsins Gnúpverja, formaður hestamannafélagsins Smára og formaður Landssambands hestamannafélaga 1951-63. Hann sat í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins, var í stjórn Búnaðarfélags Íslands og ritstjóri Suðurlands 1979.

Steinþór lést 4. september 2005.

 

Morgunblaðið þriðjudagurinn 3. júní 2013

 

Hér skráð af Menningar-Staður

04.06.2013 06:46

Mynd dagsins

Mynd dagsins á Menningar-Stað

 

Sýslumaðurinn og Yfir-Strandvörðurinn sem einnig er Staðarhaldari á Stað.

Ólafur Helgi Kjartansson og Siggeir Ingólfsson.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

03.06.2013 15:04

31,5 milljón til 28 verkefna til eflingar atvinnulífs og nýsköpunar á Suðurlandi

Í apríl síðast liðnum auglýstu Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) eftir umsóknum um styrki til eflingar atvinnulífs og nýsköpunar á Suðurlandi. Um var að ræða fjármuni til styrkveitinga úr Vaxtarsamningi Suðurlands, Sóknaráætlun Suðurlands og fjármagn sameiginlegum sjóðum sveitarfélaganna sem áður var úthlutað af Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands. Þessar styrkveitingar hafa nú verið sameinaðar hjá SASS með sameiginlegum úthlutunum tvisvar á ári. Á stjórnarfundum SASS og Vaxtarsamnings Suðurlands, sem haldnir voru á dögunum, var ákvarðað um styrkveitingar fyrri hluta þessa árs.

SASS bárust alls 89 umsóknir að þessu sinni og hafa þær aldrei verið fleiri á þessu sviði. Samþykkt var að veita 28 verkefnum styrk að upphæð samtals 31.450.000, kr.

 

Þetta kemur fram á heimasíðu SASS, www.sass.is

 

467. fundur stjórnar SASS

haldinn að Austurvegi 56 Selfossi fimmtudaginn 30. maí 2013, kl. 12.30

 Mætt:  Gunnar Þorgeirsson, Haukur Guðni Kristjánsson,  Aðalsteinn Sveinsson (varamaður Sigríðar Láru Ásbergsdóttur), Sandra Hafþórsdóttir, Jóhannes Gissurarson, Unnur Þormóðsdóttir, Helgi Haraldsson, Reynir Arnarson , Þorvarður Hjaltason framkvæmdastjóri og Þórður F. Sigurðsson ráðgjafi sem ritaði fundargerð.

Gunnlaugur Grettisson og varamaður hans boðuðu forföll.

 Fundargerð var færð í tölvu.

 Dagskrá

 1.                  Tillaga verkefnisstjórnar SASS og VSS um úthlutun styrkja.

Tillagan samþykkt óbreytt.  Samkvæmt henni eru styrkirnir alls 28  og nemur heildarupphæð þeirra kr. 31.450.000.  Alls bárust 89 umsóknir.  Stjórn Vaxtarsamnings Suðurlands hefur samþykkt tillöguna fyrir sitt leyti sbr. framlagða fundargerð dagsett 29. maí 2013

 

Verkefni: Styrkþegi: Upphæð:
Uppbygging innviða og markaðssókn perlumölsverksmiðjunnar á Stokksnesi Litlahorn ehf. 3.500
Uppbygging fuglatengdrar ferðamennsku á Suðurlandi Óstofnaður klasi – Guðríður Ester Geirsdóttir 2.500
Ferðamálaklasi í Flóahreppi Óstofnaður klasi – Iðunn Ír Ásgeirsdóttir 2.500
Uppbygging alþjóðlegs rannsóknartengds framhaldsnáms á Selfossi í jarðsjálftavísindum Rannsóknarmiðstöð í jarðskjálftaverkfræði 2.500
Markaðssókn á humarsoði til Danmerkur Mathúsið ehf. 2.000
Markaðssókn Aqua Icelander, þjálfunarbúnaðs fyrir hesta, á markaði erlendis Formax Paralamp ehf. 2.000
Markaðssókn sjávar- og grænmetisrétta á erlenda markaði Grímur Kokkur ehf. 2.000
Klasasamstarf ferðamála í Hveragerði Ferðamálasamtök Hveragerðis 1.500
Samstarf um moltugerð fyrir lífræna bændur á suðurlandi Sólheimar ses 1.500
Uppbygging, merkingar og markaðssókn – Gamla laugin og Hverahólminn á Flúðum Björn Kjartansson 1.000
Þróun og markaðssókn alþjóðlegs sumarnáms Íslenski bærinn 1.000
Markaðssókn inn á stór-Reykjarvíkur svæðið Millibör ehf. 1.000
Uppbygging sjálfbærrar rekstrareiningar Kötlu Jarðvangs Katla jarðvangur ses 1.000
Icelandic Horse Expo – kau Háskólafélag Suðurlands 1.000
Kortlagning og útgáfa á sölustöðum staðbundinna matvæla í héraði Ríki Vatnajökuls 600
Icelandic HorseWorld – visitor center Ice events ehf. 500
Markaðssetning afþreyingar allt árið um kring – hestasýningar o.fl. Kálfholt hestaferðir ehf. 500
Markaðssetning hestasýninga Hestval ehf. 500
Markaðssetning afurða frá Efstadal Efstidalur 500
Markaðssókn leiðsagnar um nýjar gönguleiðir Iceguide ehf. 500
Markaðssetning heilsutengdrar ferðaþjónustu Lára Marteinsdóttir 500
Markaðssetning matarminjagripa Friðheimar ehf. 500
Framleiðsla á repjuolíu til manneldis – vöruþróun og markaðsmál Hjalti Egilsson 500
Markaðsgreining sjávarafurða Hafnarnes VER hf. 500
Jöklaís – sælgæti úr sveitinni – vöruhönnun og markaðsmál Jón Kristinn Jónsson og Sigurlaug Gissurardóttir 450
Hámörkun aflaverðmæta smábáta Sólsker ehf. 300
Vöruþróun á geitaafurðum frá Lækjarhúsum í suðursveit Laufey Guðmundsdóttir 300
Getur kortlagning auðlinda/segla í Kötlu Jarðvangi eflt ferðaþjónustu, nýsköpun og vöruþróun á jarðvangssvæðinu? Guðlaug Ósk Svansdóttir 300

Góð kynning var á styrkveitingunum að þessu sinni og voru meðal annars haldnir 9 kynningarfundir víðsvegar um landshlutann. Greinilegt er að mikil eftirspurn er eftir fé til ýmissa þarfa verkefna til uppbyggingar í atvinnulífi á Suðurlandi. Það er von samtakanna að úthlutanir þessar beri tilætlaðan árangur, um eflingu atvinnulífs, nýsköpunar og fjölgun starfa á Suðurlandi – með tíð og tíma. Stuðningur SASS er þó ekki einvörðungu bundinn við styrkveitingar, því ráðgjöf á vegum SASS stendur öllum til boða. Í sumum tilvikum ráðgjöf sá stuðningur sem skilar mestum árangri. Öllum umsækjendum verður boðið viðtal hjá ráðgjöfum SASS í framhaldi, um stöðu og framtíð þeirra verkefna og um mögulega aðkomu SASS að þeim framfara verkefnum.

 

 

Séð af Kambabrún og yfir Hveragerði.

 

 

Stórhöfði.

 

 

 

Í Flóanum

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

03.06.2013 07:33

Fylkisþingmenn frá Vestfold í Noregi í heimsókn á Eyrarbakka og Stokkseyri

Hópur fylkisþingmanna frá Vestfoldfylki í Noregi er í heimsókn þessa helgi á Íslandi eða frá 31. maí – 3. júní.

Í gær, sunnudaginn 2. júní - Sjómannadaginn, fóru þau um Suðurland og luku dagsferðinni á Eyrarbakka og Stokkseyri.

 

Samverustund var í garðinum að Ránargrund á Eyrarbakka hjá Jónu Guðrúnu Haraldsdóttur og Birni Inga Bjarnasyni. Síðan var farið að Félagsheimilinu Stað og notið útsýnis af sjóvarnargarðinum. Svo var drukkið hátíðarkaffi hjá Björgunarseitinni Björg í Félagsheimilinu Stað en gríðarlegt fjölmenni sótti kaffið sem var af bestu gerð.

Þá var haldið á Stokkseyri til Elfars Guðna Þórðarsonar, listmálara í Svartakletti í Menningarverstöðinni Hólmaröst. Skoðuð sýning Elfars sem nú stendur uppi og síðan farið að verkinu magnaða -Brennið þið vitar-


Norðmennirnir voru mjög ánægðir með heimsóknina í strandþorpin og höfðu á orði að gaman væri að Elfar Guðni kæmi með málverkasýningu til Vestfold í Noregi.

 

Inga Rún Björnsdóttir færði heimsókn Norðmanna til myndar.

Myndasafn er komið hér á Menningar-Stað í myndaalbúm.

Smella á þessa slóð:   http://menningarstadur.123.is/photoalbums/248099/

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

02.06.2013 07:09

Nonni Hákon bróðir fórst en ég fékk ekki skrámu allt stríðið

Strandferðaskipið Hekla sem fórst þann 29. júní 1941.

 

 - Nonni Hákon bróðir fórst en ég fékk ekki skrámu allt stríðið -

Jón Hákon Magnússon í Norðurkoti á Eyrarbakka skrifar í Sjómannadagsblaðið 2013

 

Það er oft óskiljanlegt hvernig skipsskaði getur haft tilviljanakennd og örlagarík áhrif á hlutskipti einstaklinga sem líta ekki dagsins ljós fyrr en eftir að hinn sorglegi atburður er kominn á spjöld sjómannasögunnar. Eitt dæmi um slíkt var þegar þýskur kafbátur sökkti eimskipinu Heklu með tundurskeyti 29. júní árið 1941 þar sem það var á siglingu frá Reykjavík til Halifax á Nova Scotia til að sækja matvörur. Fólskuleg árás sjóhers nasista á Hekluna, sem sigldi undir fána hlutlausrar þjóðar sem hafði hvergi nálægt heimsstyrjöldinni komið, var vægast sagt glæpsamlegt athæfi.

 

Með Heklunni fórust 14 íslenskir sjómenn en sex komust við illan leik á fleka sem kanadískt herskip fann á reki í ölduróti Norður-Atlantshafsins nokkrum dögum eftir að skipið sökk. Vegna stríðsins gat herskipið ekki tilkynnt mannbjörgina fyrr en það kom til hafnar. Hernaðaryfirvöld sendu tilkynningu til Íslands um örlög Heklunnar 16. júlí, eða rúmlega tveimur vikum eftir árásina. Útgerðin og fjölskyldur áhafnarinnar voru þá þegar farnar að hafa áhyggjur af skipinu sem ekkert hafði heyrst frá. Þess má geta að talið er að yfir 400 íslenskir sjómenn hafi farist í hamförum seinni heimsstyrjaldarinnar. Nokkrum skipum var sökkt af kafbátum, en önnur urðu fyrir loftárásum herflugvéla nasista.

Kafbáturinn sökkti skipinu með tundurskeyti sem sprengdi það í loft upp með þeim afleiðingum að það sökk á aðeins tveimur og hálfri mínútu. Annar björgunarbáturinn sundraðist en hinn komst aldrei á flott en þeir sem lifðu komust á björgunarflekann.

 

Einar Oddur Kristjánsson skipstjóri, Kristján Bjarnason 1. stýrimaður og Jón Hákon Kristjánsson 2. stýrimaður voru meðal þeirra sem fórust í þessari lúalegu árás þýska kafbátsins. Þeir sem komust af telja að yfirmennirnir hafi lokast inni í brúnni. Það sem er athyglisvert við þessa þrjá yfirmenn er að nöfn þeirra voru fljótlega endurnýjuð á þremur nýfæddum sveinbörnum. Einar Oddur heitinn Kristjánsson, alþingismaður, var skírður í höfuðið á skipstjóranum en þeir voru báðir fæddir og uppaldir Önfirðingar. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, fékk nafn föðurbróður síns, bróður Lofts Bjarnasonar útgerðarmanns. Jón Hákon Magnússon, fyrrum sjónvarpsfréttamaður, fékk einnig nafn föðurbróður síns. Svava Sveinsdóttir móðir hans sagði að Jón Hákon stýrimaður hefði vitjað nafns síns. Hann hafi komið til hennar í draumi ásamt sjóblautum skipshundinum og gefið í skyn að hann vildi að nafn sitt lifði áfram. Það sem er auk þess athyglisvert er að Jón heitinn Hákon var fæddur 13. september 1911 en nafni hans 12. september 1941, sama ár og Heklan hvarf í djúp Norður-Atlantshafsins.

 

Örlög sjómanna eru oft ofar skilningi landkrabba. Heklan var í eigu Kveldúlfs hf. sem átti einning eimskipið Kötlu. Jón Hákon var í fríi þennan örlagaríka júnímánuð en hann var munstraður á Kötluna. Útgerðin bað hann að fara þess einu ferð á Heklunni sem afleysingarstýrimaður. Jón Hákon fór þá til móður sinnar, Þorbjargar Guðmundsdóttur frá Haukadal í Dýrafirði, til að ræða þessa ósk Kveldúlfsmanna. Hún brást illa við, taldi þetta vera feigðarflan og lagðist gegn því að sonurinn færi með Heklunni. Jón Hákon fór þá til föður síns, Kristjáns Ásgeirssonar, fyrrum faktors á Flateyri, sem taldi rétt að Jón yrði við ósk útgerðarinnar og það gerði útslagið.

 

Í tímaritinu Víkingi frá þessum styrjaldartíma er þessi magnaða lýsing á hættunum sem fylgja slíkum siglingum: „Enn er höggið stórt skarð í hóp íslenskrar sjómannastéttar. Lengi trúðu menn því, meðan allt gekk vel, að hætta sjómanna væri ekki eins mikil og af væri látið. Svo komu hinar hörmulegu staðreyndir, þegar fyrstu árásirnar hófust. Þegar Ameríku siglingar byrjuðu töldu menn þær hættu minni og sumar hættulausar. Nú hafa hinar kaldranlegu staðreyndir talað aftur. Hver einasti sjómaður sem leggur hér frá landi, leggur sig beint í yfirvofandi lífshættu, þess ætti þjóðin vel að minnast. Sorgin sækir nú heim sjómannaheimili, þar sem fyrirvinnan er hrifin burt og ástvinirnir kom aldrei aftur.“

 

Að lokum má geta þess að bróðir Jóns Hákonar, stýrimanns, Steinarr heitinn Kristjánsson skipstjóri, sigldi öll stríðsárin með fisk til Bretlands og bjargaði fjölda sjómanna úr sökkvandi skipum. Steinarr sagði oft: „Nonni Hákon bróðir fórst en ég fékk ekki eina skrámu allt stríðið.“ Þannig ræður oft kylfa kasti.

.

 

Jón Hákon Magnússon.

Sjómannadagsblaðið 2013

.

 

Önfirðingurinn Jón Hákon Magnússon framan við Húsið á Eyarrbakka. Hann og eiginkonan Áslaug Harðardóttir eiga húsið Norðurkot á Eyarrbakka þar sem dvelja oft. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

 

Hér á myndinni eru Önfirðingarnir tveir sem bera nöfn þeirra sem fórust; Jón Hákon Magnusson og Einar Oddur Kristjánsson.

F.v.: Jón Hákon Magnússon, Albert Jónsson, sendiherra, Einar Oddur Kristjánsson (dáinn 14. júlí 2007) og Hannes Sigurðsson, útgerðarmaður í Þorlákshöfn. Myndin er tekin á samkomu árið 2006 þegar Illugi Gunnarsson, núverandi mennta- og menningarmálaráðherra, lýsti því yfir að hann gæfi kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík.    Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

Skráð af Menningar-Staður

01.06.2013 17:18

Fylkisþingmemm frá Vestfold í Noregi í heimsókn

 

 

Framan við Ráðherrabústaðinn - sem er frægasti brottflutti Önfirðingurinn. Ljósm.: Guðmundur Jón Sigurðsson.

 

01. 06. 2013 kl. 17:03 - Fylkisþingmemm frá Vestfold í Noregi í heimsókn

 

Hópur fylkisþingmanna frá Vestfoldfylki í Noregi er í heimsókn þessa helgi á Íslandi eða frá 31. maí – 3. júní. Dvelja þau í Reykjavík og fara síðan um Suðurland á morgun sunnudaginn 2. júní – Sjómannadaginn.

Komið verður á Eyrarbakka og drukkið Sjómannadagskaffi í Félagsheimilinu Stað og síðan farið í Menningarverstöðina Hólmaröst á Stokkseyri í heimsókn til Elfars Guðna þórðarsonar, listmálara, í Svartaklett. 

Önfirðingafélagið hefur komið að skipulagi þessarar heimsóknar Norðmannanna.  Þetta enn einn hluti samstarfs við Vestfoldsvæðið sem byggir sögulegri  tengingu við Önundarfjörð vegna hvalveiðistöðvar Hans Ellefsen á Sólbakka  1889 – 1901.

Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðberra bauð hópnum ásamt nokkrum Önfirðingum til móttöku í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í gærkvöldi.  Naut hann aðstaðar Sigumundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisrtáðherra, sem einnig var í Ráðherrabústaðnum.

Fararstjóri hjá Norðmönnum er Kári Pettersen frá Stokke, vinabæ Flateyrar í Vestfold

 

Guðmundur Jón Sigurðsson færði kvöldið til myndar.

Smella á þessa slóð:  http://menningarstadur.123.is/photoalbums/247993/

 

Nokkrar myndir eru úr safninu hér.

.

.

.

 
.
 
.

.

.
.
Skráð af Menningr-Staður

 

01.06.2013 05:18

Fuglaskoðun í Flóa 1. júní

Í dag, laugardaginn 1. juní,  mun Fuglavernd bjóða upp á fuglaskoðun í Fuglafriðlandinu í Flóa, vestan og ofan við Eyrarbakka.

Hjálmar A. Jónsson mun leiða okkur um svæðið en fuglaskoðunin hefst klukkan 16:30 við fuglaskoðunarskýlið sem er við bílastæðið í Friðlandinu.

Votlendisfuglar einkenna svæðið og eru bein tengsl við nálæg fuglarík svæði eins og fjöruna, Ölfusárós og Ölfusforir.

Fuglalífið er sérstaklega auðugt og tegundaríkt á varptíma en nærri 25 tegundir verpa þar að staðaldri.

Mikilvægt er að vera vel skóaður og muna eftir sjónaukanum og gaman að taka með handbók um fugla.

Allir velkomnir.

 

 

Flói

 

Skráð af Menningar-Staður