Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2013 Júní

27.06.2013 23:26

Nýtt upplýsingarit Heilbrigðsstofnunar Suðurlands

Bæklingur HSu

 

Nýtt upplýsingarit Heilbrigðsstofnunar Suðurlands

 

Út er komið upplýsingarit um starfssemi HSu, hlutverk stofnunarinnar og helstu þjónustu sem í boði er.  Bæklingurinn inniheldur einnig upplýsingar um hvar þjónustu HSu er að finna og opnunartíma heilsugæslustöðvanna og síma.  Upplýsingarnar um opnunartíma og síma eru einnig á ensku og pólsku.  Bæklingurinn mun liggja frammi á öllum heilsugæslustöðvum HSu og vera aðgengilegur á vefnum.

 

Bæklingurinn var gerður fyrir HSu að kostnaðarlausu. Það var fyrirtækið Borgarímynd sem sá um útgáfuna.  Fyrirtækið sá um að safna auglýsingum, taka ljósmyndirnar sem prýða bæklinginn, setja saman texta og alla útlitshönnun.  Allt í góðu samstarfi við HSu.  Prentsmiðjan Litróf sá um prentunina.

 

Bæklinginn má skoða hér

 

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

27.06.2013 20:24

Íslenski safnadagurinn 2013 verður 7. júlí

Þann 7. júlí næstkomandi verður íslenski safnadagurinn haldinn hátíðlegur.

Félag íslenskra safna og safnmanna hefur tekið að sér umsjón með safnadeginum og sameiginlegri kynningu. Ráðinn hefur verið verkefnastjóri safnadagsins sem er Björg Erlingsdóttir.Markmið safnadagsins er að undirstrika mikilvægi safnastarfs í íslensku samfélagi. Söfn starfa í þágu almennings og hafa það að leiðarljósi að auka lífsgæði manna með varðveislu og miðlun á menningar- og  náttúruarfi Íslands.

Söfn um allt land taka þátt og bjóða uppá ýmsa viðburði í tilefni dagsins.

Fylgist með á facebook síðu safnadagsins: 

www.facebook.com/safnadagurinn.safnmenn

Byggðasafn Árnesinga í Húsinu á Eyrarbakka tekur þátt í safnadeginum og verður ókeypis inn þann 7. júlí sem og í Sjóminjsafnið.

Kvenfélag Eyrarbakka var í Húsinu á dögunum og skoðaði sýninguna Ljósan á Bakkanum undir leiðsögn Lýðs Pálssonar forstöðumanns.
 

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

27.06.2013 10:48

Selfoss fetar í fótspor Eyrarbakka með vefmyndavél

 

 

Live image

 

Selfoss fetar í fótspor Eyrarbakka með vefmyndavél

 

Vefmyndavél hefur verið sett upp á Ráðhúsi Árborgar á Selfossi þar sem fylgjast má með beinni útsendingu yfir hringtorgið og Ölfusárbrú, Selfosskirkja, Tryggvaskáli og Ingólfsfjall sjást einnig úr myndavélinni.

 

Selfoss fetar með þessu í pótspor Eyrarbakka þar sem vefmyndavél hefur verið í miðbæ Eyrarbakka á Rauða-húsinu í nokkur ár.

 

Skoða má vefmyndavélina á Selfossi í beinni útsendingu - Hér má sjá útsýni úr myndavélinni. 

 

27.06.2013 07:58

Jónsmessuhátíðin - Frá brennu við Eyrarbakkabryggju

Staðarsómar.

 

Jónsmessuhátíðin -

Frá brennu við Eyrarbakkabryggju

 

Jónsmessuhátíðinni á Eyrarbakka, laugardaginn 22. júní 2013, lauk með Jónsmessubrenna í fjörunni vestan við Eyrarbakkaþorp. 

Listfræðingurinn Eyrún Óskarsdóttir frá Hjallatúni flutti stutt ávarp.  

Hið frábæra Bakkaband hélt svo uppi fjörinu.

Gríðarlegur fjöldi fólks kom og tók þátt í Jónsmessubrennunni.

 

Menningar-Staður var á staðnum og færði til myndar.

Myndaalbúm er komið hér á Menningar-Stað

Smella á þessa slóð hér: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/249136/

 

Hér eru nokkrar myndir:

 

 


 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður
 

26.06.2013 17:55

Eyrarbakki í beinni útsendingu

Eyrarbakki

 

 

Eyrarbakki í beinni útsendingu

 

Vefmyndavélin á Rauða-húsinu

 

 

Skráð af Menningar-Staður

26.06.2013 09:20

Jónsmessuhátíðin 22. júní 2013 - Söguganga á Eyrarbakka

 

 

Jónsmessuhátíðin 22. júní 2013 - Söguganga á Eyrarbakka

Eyrarbakki á tímum Þórdísar ljósmóður

 

Söguganga var um Eyrarbakka laugardaginn 22. júní á Jónsmessuhátíðinni þar sem hugað var að sögu húsa og sagt frá mannlífi á þeim tíma þegar Þórdís Símonardóttir var ljósmóðir á Bakkanum.

 

Lagt af stað frá Húsinu þar sem stendur sýning um ævi og störf Þórdísar, og fetað var í fótspor hennar í göngunni.

Magnús Karel Hannesson leiddi gönguna sem var gríðarlega fjölmenn.
 


Menningar-Staður var á staðnum og færði til myndar.

Myndaalbúm er komið hér á Menningar-Stað.
Smella á þessa slóð hér: http://menningarstadur.123.is/PhotoAlbums/249121/

 

Hér má sjá nokkrar myndir úr safninu:

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

26.06.2013 05:57

Þórir Haraldsson: - Landsmót UMFÍ, - tímaskekkja eða spennandi viðburður?

 

 

Þórir Haraldsson: - Landsmót UMFÍ, – tímaskekkja eða spennandi viðburður?

 

Landsmót UMFÍ hafa nú verið haldin í yfir 100 ár, hið fyrsta á Akureyri árið 1909. Þegar litið er til sögu mótanna þá hafa þau auðvitað vaxið að umfangi, keppendum og keppnisgreinum hefur fjölgað. Margir segja að hápunktur Landsmóta UMFÍ hafi verið á Laugarvatni 1965 þegar einmuna veðurblíða lék við um 20 þúsund mótsgesti. Aðrir sem yngri eru minnast síðari móta, eins og mótsins á Akureyri 1981 og Húsavík 1987 sem tókust mjög vel. Síðasta landsmót á Akureyri 2009 tókst afar vel og náðist aftur upp sú einstaka samheldni og stemning sem einkennt hefur landsmótin í gegnum tíðina, sem ekki skein eins sterkt í gegn á mótinu 2007 í Kópavogi þar sem stærð og skemmtanir voru meira áberandi. Akureyrarmótið var hið fyrsta eftir efnahagshrun og var ánægjulegt fyrir gamalgróna ungmennafélaga að sjá fyrirsagnir í fjölmiðlum sem lýstu mótinu á þann hátt að „hið gamla góða Ísland hefði fundist í geymslum UMFÍ“. Á Akureyri gerðist líka sá einstaki atburður að Íþróttabandalag vann Landsmót UMFÍ í fyrsta sinn. Annars á íþróttafólkið sitt uppáhaldsmót sem markast af árangri þess og félagsskap sem uppúr stendur þegar litið er til baka yfir farsælan keppnisferil.

Ég hef starfað innan ungmennafélagshreyfingarinnar í um 35 ár og í stjórnunarstörfum í yfir 30 ár. Á þessum tíma hef ég ítrekað heyrt úrtöluraddir sem telja Landsmót UMFÍ vera tímaskekkju, nátttröll sem ekki eigi sér tilverurétt, sé gamaldags og úrelt.

Við því er að mínu mati einfalt svar; á meðan ungmennafélögin, íþróttafélögin, en aðallega íþróttafólkið sjálft hefur áhuga og vilja til að taka þátt í Landsmóti UMFÍ, þá á það rétt á sér. Það er staðreynd að Landsmót UMFÍ hafa í meira en heila öld skapað sér sérstöðu meðal íþróttaviðburða á Íslandi og sú sérstaða er mjög jákvæð. Fjöldi og fjölbreytni keppnisgreina er einstök, þátttakan hefur verið mjög góð og okkar helsta afreksfólk hefur kappkostað að mæta til leiks. Þá hefur andinn innan og utan vallar verið einstakur þar sem tekist er á af hörku en heiðarleika í keppni en keppendur og gestir hafa notið samveru og félagsskapar utan keppni með íþróttafólki úr ólíkum keppnisgreinum. Starfsíþróttir setja skemmtilegan svip á mótið en þar er einbeitingin engu síðri en í hinum hefðbundnu greinum. Þessir þættir hafa orðið til þess að mótin hafa hlotið viðurnefnið „Íslensku ólympíuleikarnir“ og eru einn af hápunktum íþróttastarfsins.

Nú er enn eitt landsmótið framundan; á Selfossi 4.-7. júlí þar sem hörð og skemmtileg íþróttakeppni verður aðalskemmtiefni mótsins. Að þessu sinni verður keppt í 25 íþróttagreinum í stigakeppni mótsins og þar af er opin skráning fyrir almenning í þremur greinum, þ.e. 10 km götuhlaupi, pútti og boccia. Á Selfossi eru aðstæður allar til fyrirmyndar, öll íþróttaaðstaða jafnast á við það besta sem til er hérlendis, aðbúnaður keppenda, starfsfólks og gesta til fyrirmyndar. Til viðbótar verður boðið upp á sýningar og vandaða dagskrá þar sem meðal annars ólympíufarar og þjálfarar á heimsmælikvarða halda fyrirlestra. Þannig munu m.a. Selfyssingarnir Þórir Hergeirsson, þjálfari ólympíu- og heimsmeistara Norðmanna í handknattleik kvenna, og Vésteinn Hafsteinsson, þjálfari ólympíumeistara í kringlukasti, halda opna fyrirlestra.

Mótshald sem þetta er býsna umfangsmikið og njóta heimamenn reynslunnar af því að hafa haldið vel heppnað Unglingalandsmót UMFÍ á Selfossi í fyrra. Mikill fjöldi sjálfboðaliða, flestir úr ungmenna- og íþróttafélögum á Suðurlandi, annast alla framkvæmd íþróttakeppninnar og þjónustu við gesti. Við þurfum yfir 600 sjálfboðaliða við störf um helgina á Selfossi sem munu skila yfir 7.000 vinnustundum við framkvæmd mótsins. Við sem samfélag erum rík þegar við eigum svona mikinn fjölda fólks sem er tilbúið til að gefa tíma sinn til að gera hátíð sem þessa að veruleika.

Og hvað segir svo íþróttafólkið sjálft, – mun það mæta til leiks? Nú er vitað að margir landsliðsmenn í frjálsíþróttum munu taka þátt, þ.ám. hlaupadrottningin Aníta Hinriksdóttir, Íslandsmethafinn í langstökki, Hafdís Sigurðardóttir, ólympíufarinn Ásdís Hjálmsdóttir og nýkjörinn þingmaður, Haraldur Einarsson. Vitað er að Njarðvíkingar og Keflvíkingar brýna sitt lið til keppni með afrekslið sín í körfuknattleik fremst í flokki, Reykvíkingar með Fjölni í broddi fylkingar með sitt öfluga íþróttalið, Þingeyingar safna liði og Akureyringar, sigurvegarar síðasta landsmóts, láta væntanlega ekki sitt eftir liggja. Þá er ótalin sú vakning sem er í hinum dreifðari byggðum þar sem keppnisandi og landsmótsstemning er vakin og mun skila sér á Selfoss. Heimamenn úr HSK ætla sér stóra hluti og sigur á heimavelli og leggja talsvert undir.

Ég vænti þess að íþróttafólkið svari sjálft með góðri mætingu, harðri en heiðarlegri keppni, að þeim þyki Landsmót UMFÍ engin tímaskekkja heldur spennandi viðburður sem þróast hefur í takt við tímann og vert er að taka þátt í.

Á Selfossi tökum við á móti gestum með bros á vör!

Verið velkomin á Landsmót UMFÍ.

Höfundur er er formaður landsmótsnefndar á Selfossi, fv. formaður Umf. Vöku og Umf. Selfoss og fv.varaformaður UMFÍ.

 

Morgunblaðið miðvikudagurinn 26. júní 2013.

Þórir Haraldsson var á Jónsmessubrennu við Eyrarbakkabryggju um síðustu helgi eins og hér hefur verið fært til myndar.

 

Skráð af Menningar-Staður

25.06.2013 21:26

Jónsmessuhátíðin - Heimboð í Nýjabæ

Arnfríður Einarsdóttir og Stefán Hermannsson í Nýjabæ á Eyrarbakka.

 

 

Jónsmessuhátíðin - Heimboð í Nýjabæ

 

Þau Stefán Hermannsson og Arnfríður Einarsdóttir í Nýjabæ,  Eyrargötu 8B  á  Eyrarbakka,  tóku á móti gestum í nýuppgerðu íbúðarhúsi sínu á laugardeginum 22. júní á Jónsmessuhátíðinni. Fjöldi fólks kom í Nýjabæ og skrifuðu rúmlega 150 manns í gestabókina.

Nýibær sem byggður var um aldamótin 1900 - og hefur bæði hýst prentsmiðju og pöntunarfélag og nú ýmislegt handverk.

 

Menningar-Staður rétt skrapp inn og færði Nýjabæjarfólk til myndar.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

25.06.2013 11:25

Gamlar myndir rúlla í Sjóminjasafninu á Eyrarbakka

Í forsal Sjóminjasafnsins á Eyrarbakka rúlla nú gamlar athafnalífs- og bátamyndir á skjá.

 

Skjárinn er gjöf   Mána ÁR 70 ehf.  á Eyrarbakka  til Sjóminjasafnsins.

 

Þessari rúllandi ljósmyndasýningu í Sjóminjasafninu var hleypt af stokkunum laugardaginn 22. júní 2013 á Jónsmessuhátíðinni.

 

Gestir Sjóminjasafnsins voru ánægðir með ljósmyndasýninguna rúllandi

og Menningar-Staður færði nokkra þeirra til myndar.

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

25.06.2013 07:14

Göngustígurinn frá Slippnum að Stað

10. fundur Hverfisráðs Eyrarbakka var haldinn í Blátúni á Eyrarbakka þann 30. apríl 2013 kl. 20.

 

Mætt eru:

Arnar Freyr Ólafsson formaður,

Gísli Gíslason,

Guðlaug Einarsdóttir,

Ívar Örn Gíslason

og Siggeir Ingólfsson.

 

Meðal atriða sem rædd voru á fundinu var:

 

b.      Ábending um að bera þurfi möl í göngustíg á sjóvarnargarði frá Slippnum og vestur úr, enda hefur það ekki verið gert síðan árið 2002 og er nú orðinn illfær krákustígur.

 

 

Þessari þörfu framkvæmd var lokið nú fyrir Jónsmessuhátíðina

eins og hér má sjá á mynd:

 

 

 

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður