Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2013 Júní

25.06.2013 06:24

Eftir Ástu Stefánsdóttur: - Skundum á landsmót

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Ásta Stefánsdóttir.

 

Eftir Ástu Stefánsdóttur: - Skundum á landsmót

 

Dagana 4. til 7. júlí nk. verður 27. Landsmót UMFÍ haldið á Selfossi. Í fyrrasumar var Unglingalandsmót UMFÍ haldið í bænum og var það í alla staði mjög vel heppnað. Mótshaldarar horfa því með björtum augum til landsmótsins sem senn gengur í garð og leggja sig fram um að undirbúningur allur verði sem bestur, þannig að allt gangi upp þegar gestir mæta.

Íþróttaaðstaða sem byggð hefur verið upp á Selfossi er með því besta sem gerist á landinu. Sundlaug, íþróttahús og íþróttavellir eru miðsvæðis í bænum og mynda skemmtilega umgjörð um mót þar sem keppt er í mörgum greinum. Stutt er í önnur keppnissvæði, golfvöll, mótókrossbraut og keppnissvæði hestamanna. Sveitarfélagið Árborg hefur lagt verulega fjármuni í uppbyggingu íþróttamannvirkja á liðnum árum og hefur sannast að þeim peningum hafi verið vel varið. Ánægja íbúa og gesta hefur verið mikil með hina góðu aðstöðu sem hefur verið sköpuð og íþróttastarfið hefur blómstrað.

Keppt verður í fjölmörgum íþróttagreinum á landsmótinu. Gert er ráð fyrir um tvö þúsund keppendum á svæðið, þar á meðal fjölda afreksmanna í öllum íþróttagreinum og búist við fjörugri og spennandi keppni. Það mun ekki væsa um keppendur og aðstandendur þeirra, enda vel búið tjaldsvæði skammt frá helstu keppnisstöðum, auk þess sem keppendum býðst að venju að gista í skólastofum, óski þeir þess. Afþreying verður í boði fyrir keppendur og aðra gesti víðsvegar um bæinn. Á Selfossi er fjölbreytt þjónusta í boði, hvort heldur er í verslunum, matsölustöðum, gistingu eða öðru. Á Eyrarbakka og Stokkseyri er úrval safna og afþreyingar og kjörið að skreppa þangað á milli dagskrárliða eða að keppni lokinni.

Fjöldi sjálfboðaliða mun starfa við mótið að venju og koma félagar í íþróttafélögunum á Suðurlandi myndarlega að framkvæmd og undirbúningi mótsins. Starf sjálfboðaliða að íþróttamálum verður seint nægilega þakkað, en án þess væri mótahald af þessari stærðargráðu illgerlegt.

Af hálfu Sveitarfélagsins Árborgar hvet ég íþróttafólk til að mæta til keppni á 27. Landsmóti UMFÍ um leið og ég býð gesti og keppendur velkomna og óska keppendum góðs gengis á mótinu.

 

Höfundur er framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar.

Morgunblaðið þriðjudagurinn 25. júní 2013

 

Ásta Stefánsdóttir var í fjörunni við Eyrarbakkabryggju laugardagsdkvöldið 22. júní sl. á Jónsmessubrennu.

Hér er hún með Guðmundi Gesti Þórissyni á Stokkseyri.

 

Skráð af Menningar-Staður.

 

 

24.06.2013 22:18

Mynd dagsins

Mynd dagsins hér á Menningar-Stað

er úr fjörunni við Eyrarbakkabryggju hjá Jónsmessubrennu 

laugardagskvöldið 22. júní 2013.

 

Fleiri myndir síðar.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

24.06.2013 20:41

Eyrarbakki í beinni útsendingu

Eyrarbakki

 

 

Eyrarbakki í beinni útsendingu

 

Vefmyndavélin á Rauða-húsinu

 

 

Skráð af Menningar-Staður

24.06.2013 15:14

Jónsmessuhátíðin 2013 - Skataheimilið að Háeyrarvöllum 14 opið

 

Jónsmessuhátíðin 2013 -

Skataheimilið að Háeyrarvöllum 14 opið

 

Að Háeyrarvöllum 14 á Eyrarbakka hjá Hafdísi Óladóttur og Jóhannesi Bjarnasyni var gamla skátaheimið opið laugardaginn 22. júní 2013 með myndum og munum frá skátastarfinu á Bakkanum á síðari hluta síðustu aldar.

 

Menningar-Staður var á staðnum og færði þetta til myndar.

 

 

 

 

Skráð af menningar-Staður

24.06.2013 11:02

Jónsmessuhátíðin 2013 - Tónleikar og bútasaumssýning að Túngötu 28 á Eyrarbakka

 

Jónsmessuhátíðin 2013 -

Tónleikar og bútasaumssýning að Túngötu 28 á Eyrarbakka

 

Erlingur Bjarnason & Co. bauð upp á tónleika á palli í Simbakoti - Túngötu 28.

Eygerður Þórisdóttir sýndi bútasaumsverk sín í Simbakoti – Túngötu 28

 

Menningar-Staður leit við og færði til myndar.

 

Myndaalbúm er komið hér á Menningar-Stað.

 

Smella á þessa slóð hér: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/249047/

 

Nokkrar myndir hér:

 

 

 

 

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

24.06.2013 07:19

24. júní - Jónsmessa

Jónsmessa, messa Jóhannesar skírara, er 24. júní. Hún leysti af hólmi forna sólhvarfahátíð í Róm, og virðist einnig á Norðurlöndum hafa komið í stað slíkrar veislu. Suður í Evrópu var Jónsmessan talin miðsumarsnótt og var mikil alþýðuhátíð með brennum, dansi og svokölluðum nornamessum.

 

Hérlendis var hátíðahald mun minna en í grannlöndunum. Kann að hafa ráðið nokkru að á þjóðveldisöld lenti dagurinn á miðjum alþingistímanum.

Á fyrra hluta 20. aldar byrjuðu nokkur félög að halda útihátíð á Jónsmessu en nánd við þjóðhátíðardaginn 17. júní hefur dregið úr slíku tilstandi eftir 1944.

Jónsmessunótt, aðfaranótt 24. júní, er þó ein af fjórum mögnuðustu nóttum ársins, og fylgir ýmis þjóðtrú, meðal annars að kýr tali og selir fari úr hömum sínum. Þessa nótt á einnig að vera gott að leita töfragrasa og náttúrusteina, og Jónsmessudöggin þykir heilnæm til lækninga ef menn velta sér í henni allsberir.

Jónsmessa var ekki numin úr tölu helgidaga fyrr en 1770.


Heimild: Saga daganna eftir Árna Björnsson, 1996

 

Eyrbekkingar hafa haldið Jónsmessuhátíð í hálfan annan áratug.

Gríðarlegur fjöldi fólks var í Eyrarbakkafjöru við brennu og söng laugardagskvöldið 22. júní s.l.

 

Bakkabandið.

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

23.06.2013 23:21

Mynd dagsins

Mynd dagsins á Menningar-Stað var tekin í gær, 22. júní 2013, í Sjóminjasafninu á Eyrarbakka.

 

Ólafur Ragnarsson við áraskipið Farsæl.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

23.06.2013 20:04

Gestir og gangandi að morgni 23. júní 2013 í og við Félagsheimilið Stað * Menningar-Stað

Gestir og gangandi að morgni 23. júní 2013

í og við Félagsheimilið Stað * Menningar-Stað

 

Fjöldi gesta og gangandi kom í morgun í Félagsheimilið Stað á Eyrarbakka.

Flestir komu inn og allir fóru upp á sjóvarnagarðinn og margir voru myndaðir mað Atlantshafið í bakgrunni.
 

Menningar-Staður færði til staðar

Myndaalbúm komið á Menningar-Stað.

Smella á þessa slóð hér:http://menningarstadur.123.is/photoalbums/249010/

 

Nokkrar myndir hér:

 

 

 

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

23.06.2013 18:13

100 ára afmælishátíð

Björn Ingi Bjarnason.

 

100 ára afmælishátíð

 

Menningarvitinn Björn Ingi Bjarnason á Eyrarbakka fyllir 60 lífárin hinn 7. júlí n.k.  Auk þess hefur hann  verið í félagsmálaforystu í  40 ár. Fyrst á Flateyri á sinni gömlu heimaslóð til 1984, síðan í Hafnarfirði  og svo í þorpunum Stokkseyri og Eyrarbakka og víðar á Suðurlandi frá 1999.

Vegna þessara 100 ára boða Hrútavinafélagið Örvar og fleiri samstarfsmenn Björns Inga til afmælissamkomu laugardagskvöldið 6. júlí n.k. í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka, þar sem þessum áföngum verður fagnað í tali og tónum.

Fram koma m.a. hljómsveitirnar; Æfing og Siggi Björns frá Flateyri, Granít frá Vík í Mýrdal og Kiriyama Family frá Eyrarbakka, Stokkseyri og Selfossi.

Á borðum verður þjóðleg  kjötsúpa með öllu tilheyrandi að hætti Hrútavina ásamt límonaði og lageröli. Síðan verður dansleikur með hljómsveitinni Granít fram á nótt.

Veislustjórar verða Guðmundur Jón Sigurðsson og Hendrik Tausen sem átt hafa margþætta félagsmálasamleið með afmlisbarninu í þessi 40 ár.

Afmælisbarnið afþakkar allar gjafir en framlög í Menningarsjóð Hrútavina er kr. 2.500 sem aðgangseyrir.

 

Væntanlegir hátíðargestir  vinsamlegast tilkynni þátttöku fyrir 2. júlí á netfangiðbibari@simnet.is eða í síma 897-0542

 

 

 Menningarnefnd Hrútavinafélagsins Örvars   

 

 

Veislustjórarnir Guðmundur Jón Sigurðsson og Hendrik Tausen. Hér staddir á Tálknafirði á dögunum í félagslegri upprifjunarferð sem farin var um alla Vestfirði.

Veislustjórarnir Guðmundur Jón Sigurðsson og Hendrik Tausen í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka á dögunum í vettvangskönnun og stefnumótunarferð.

23.06.2013 13:07

Flaggað á Menningar-Stað

 

 

Siggeir Ingólfsson  flaggar við Félagsheimilið Stað á Eyrarbakka snemm  morguns.

Veðurblíðan á Bakkanum í dag er eins og best gerist.

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður