Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2013 Júní

23.06.2013 08:03

Menningarmarkaður og vöfflukaffi á Stað í dag

 

Menningarmarkaður og vöfflukaffi á Stað í dag 23. júní 2013

 

Seinni dagur Menningarmarkaðarins í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka þessa helgina verður í dag

sunnudaginn 23. júní 2013 kl. 13 - 18.

 

Þá verður einnig vöfflukaffi fyrir gesti og gangandi og er það til styrktar efniskaupum í fyrirhuguðum framkvæmdum við útsýnispall af sjóvarnagarðinum við Stað og fullkomnu aðgengi þar fyrir hreyfihamlaða.

 

Gríðarleg stemmning og fjöldi fólks kom í Félagsmeimilið Stað í gær.

Allir hjartanlega velkomnir.

 

Frá stemmningunni á Stað í gær:

 

 

Formaður Íþrótta- og menningarnefndar Árborgar, Kjartan Björnsson, kom á Menningarmarkaðinn og fékk sér að sjálfsögðu vöfflu og kaffi.

 

 

Vöfflugengið á Stað stóð sig frábærlaga í gær.

 

 

Staðarhaldarinn á Stað, Siggeir Ingólfsson, hafði í mörgu að snúast í gær. Hér gleðst hann með sínu fólki.

 
Skráð af: Menningar-Staður

 

23.06.2013 00:37

Eyrarbakki í beinni útsendingu

Eyrarbakki

 

Eyrarbakki í beinni útsendingu

 

Vefmyndavélin á Rauða-húsinu

 

 

Skráð af Menningar-Staður

23.06.2013 00:13

Bók Vigfúsar Markússonar um bátana á Eyrarbakka komin út

 

Bók Vigfúsar Markússonar um bátana á Eyrarbakka kom út í gær

 

Í tilefni af útgáfu bókarinnar í gær, þann 22. júní 2013, buðu Vigfús Markússon og Elínbjörg Ingólfsdóttir til útgáfuteitis með fiskisúpu af bestu gerð á pallinn og í garðinum við Garðshorn á Eyrarbakka.

 

Menningar-Staður var á staðnum og færði til myndar.

 

Tvö myndasöfn frá útgáfuteitinu hafa verið sett inn á Menningar-Stað:

 

Fyrra safnið er á þessari slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/248971/

Seinna safnið er á þessari slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/248972/

 

Hér eru nokkara myndir:

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skráð af menningar-Staður

 

 

 

 

22.06.2013 15:31

Jónsmessumarkaður á Stað á Eyrarbakka 22. - og 23. júní 2013

 

Gríðarleg stemmning er á Menningarmarkaðnum í

Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka.

 

Menningar-Staður var til staðar og færði til myndar.

Myndaalbúm er komið hér á Menningar-Stað sem sýnir stemmninguna fyrir stundu.
Smella hér: http://menningarstadur.123.is/PhotoAlbums/248949/

 

Nokkrar myndir hér:

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

22.06.2013 07:09

Örnefnakort afhjúpað við Gónhól á Eyrarbakka þann 28. júní 2008

 

Örnefnakort afhjúpað við Gónhól á Eyrarbakka þann 28. júní 2008

 

Á Jónsmessuhátíðinni þann 28. júní 2008 afhjúpaði  Vigfús Markússon, Jarlinn af Gónhól,  skilti með örnefnum í fjörunni framan við Eyrarbakka.

Skiltið er á sjógarðinum við hús Vigfúsar og fjölskyldu, Garðshorn, vestan Gónhóls.

 

Menningar-Staður var á staðnum og færði til myndar og hafa 44 myndir verið settar í albúm hér á Menningar-Stað.

Smella á þessa slóð hér: http://menningarstadur.123.is/PhotoAlbums/248937/

 

Hér má sjá nokkrar myndir úr safninu:

 

 

 

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

21.06.2013 21:03

Menningarmarkaður á Stað

 

JÓNSMESSUHÁTÍÐ  Á  EYRARBAKKA  22. JÚNÍ  2013

 

13:00-18:00 Menningarmarkaður á Stað

Í samkomuhúsinu Stað verður menningarmarkaður með margs konar handverki og hvers kyns alþýðu-afurðum.  Og standandi vöfflukaffi allan daginn. Upplýsingarmiðstöðin opin 9:00-20:00.

13:00-18:00 Gallerí Regínu Eyrargötu 36 – Ásheimum

Gallerí Regína verður opið á hefðbundinn hátt með spjalli á palli.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

21.06.2013 20:47

JÓNSMESSUHÁTÍÐ Á EYRARBAKKA 22. JÚNÍ 2013

 

JÓNSMESSUHÁTÍÐ  Á  EYRARBAKKA  22. JÚNÍ  2013

 

09:00

Fánar dregnir að hún

Eyrbekkingar flagga íslenska fánanum eða Bakkafánanum og ganga frá skreytingum í hverfalitunum.

10:30-17:00

Laugabúð í Sjónarhóli

Opið í Laugabúð – Fjölbreyttar Eyrarbakkavörur  – alltaf eitthvað nýtt í boði, m.a. rúgbrauðspeningar frá Lefolii kaupmanni. Bókamarkaður í kjallaranum með nýjum, gömlum bókum! Mikið úrval góðra bóka um fjölbreytt efni á hlægilegu verði.

11:00-18:00

Byggðasafn Árnesinga í Húsinu og Sjóminjasafnið á Eyrarbakka                  Ókeypis aðgangur.

Fjölbreyttar sýningar og sagan við hvert fótmál. Alltaf heitt á könnunni.

Í borðstofu er sýningin Ljósan á Bakkanum – um ævi og störf Þórdísar Símonardóttur ljósmóður á Eyrarbakka 1883–1926.

Í Assistentahúsinu er sýning helguð Árna Magnússyni (1663-1730) handritasafnara og til sýnis skinnhandrit.

Í forsal Sjóminjasafnsins rúlla gamlar bátamyndir á skjá. Skjárinn er gjöf Mána ÁR 70 ehf. til Sjóminjasafnsins á Eyrarbakka. Gamli slökkvibíllinn verður svo á rúntinum eftir hádegi.   

11:00

Unga kynslóðin skemmtir sér

Brúðubíllinn kemur í heimsókn að Sjóminjasafninu. Leikir, kassaklifur, hoppukastali og fleira og fleira. Krakkar – komið með góða skapið og endilega takið pabba og mömmu með í fjörið!

11:00-14:00

15:30-17:00

Bútasaumssýning Eyju

Eygerður Þórisdóttir sýnir bútasaumsverk sín í Simbakoti – Túngötu 28.

13:00-18:00

Menningarmarkaður á Stað

Í samkomuhúsinu Stað verður menningarmarkaður með margs konar handverki og hvers kyns alþýðu-afurðum.  Og standandi vöfflukaffi allan daginn. Upplýsingarmiðstöðin opin 9:00-20:00.

13:00-18:00

Gallerí Regínu Eyrargötu 36 - Ásheimum

Gallerí Regína verður opið á hefðbundinn hátt með spjalli á palli.

14:00

Afhending gjafar til byggðasafnsins

Skautbúningur sem Þórdís Símonardóttir saumaði upp úr 1880 verður afhentur safninu til eignar í borðstofu Hússins. 

14:00-16:00

Heimboð á Bakkanum

Sæmdarhjónin Þórey og Guðmundur á Sandi, Túngötu 68, bjóða gestum og gangandi í rabb og huggulegheit. Kannski verður rætt um veðurfar og uppskeruhorfur eða eitthvað allt annað – kemur í ljós!

Þau Stefán og Arnfríður í Nýjabæ, Eyrargötu 8B, taka á móti gestum í nýuppgerðu íbúðarhúsi sínu, sem byggt var um aldamótin 1900 - og hefur bæði hýst prentsmiðju og pöntunarfélag og nú ýmislegt handverk.

Að Háeyrarvöllum 14 hjá Hafdísi og Jóhannesi verður gamla skátaheimið opið með myndum og munum frá skátastarfinu á Bakkanum á síðari hluta síðustu aldar.

15:30

Tónleikar á palli

Erlingur Bjarnason & Co. býður upp á tónleika á palli eða bílskúr í Simbakoti - Túngötu 28.

16:00

Viltu koma í kýló?

Áfram halda menn að rifja upp gamla takta af Háeyrartúninu. Hugsanlega koma nýir kýlósnillingar fram!

16:30

Eyrarbakki á tímum Þórdísar ljósmóður

Söguganga um Eyrarbakka þar sem hugað verður að sögu húsa og sagt frá mannlífi á þeim tíma þegar Þórdís Símonardóttir var ljósmóðir á Bakkanum. Lagt af stað frá Húsinu þar sem stendur sýning um ævi og störf Þórdísar, en fetað verður í fótspor hennar í göngunni. Magnús Karel Hannesson leiðir gönguna.

20:15

Raddböndin þanin í Húsinu

Heimir Guðmundsson, sem fæddur er í Húsinu árið 1944, leiðir fjöldasöng í stássstofunni og spilar á elsta píanóið á Suðurlandi. Skólasöngvarnir og fleiri kvæði dregin fram og hver syngur með sínu nefi.

22:00

Jónsmessubrenna

Jónsmessubrenna í fjörunni vestan við Eyrarbakkaþorp.   Listfræðingurinn Eyrún Óskarsdóttir frá Hjallatúni flytur stutt ávarp.  Hið frábæra Bakkaband heldur svo uppi fjörinu meðan menn endast.

 

 

00:00

Rauða húsið

Opið í kjallaranum – Grétar í Sólvangi spilar og syngur.

 

Í Vesturbúð fæst margt af því sem hugurinn girnist, bæði til sálar og líkama.

Tjaldsvæðið vestan þorpsins, sem Björgunarsveitin Björg rekur, hefur verið stækkað – ÖLL ÞÆGINDI OG NÓG PLÁSS.

 

Jónsmessuhátíðin er styrkt af Sveitarfélaginu Árborg

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

21.06.2013 20:34

Tónleikar í Simbakoti á Jónsmessuhátíð

Á Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka bjóða hjónin í Simbakoti (Túngötu 28) til tónleika á pallinu eða í bílskúrnum (fer eftir veðri) að heimili sínu.

Fram koma óþekkt tónlistarfólk sem munu spila lög eftir sig og aðra en þetta fólk á það sameiginlegt að vera tengd þeim hjónum á einhvern hátt.

 

Laugardagurinnn 22. júní kl. 15:30

 

Simbakot að Túngötu 28 á Eyarrbakka.


Skráð af Menningar-Staður

21.06.2013 10:03

Landmót fornbílaklúbbs Íslands á Selfossi um helgina

 

Landmót fornbílaklúbbs Íslands á Selfossi um helgina

 

Landsmót fornbílaklúbbs Íslands er nú haldið í tíunda sinn í Gesthúsum á Selfossi.

Dagskrá mótsins er öll hin veglegasta en hún hefst föstudaginn 21.júní með hópakstri úr Reykjavík kl. 19:00 

Bílarnir keyra um Þrengsli og framhjá Eyrarbakka. 

Formleg setning er síðan um kl. 21:15 á mótssvæðinu.

Á laugardeginum er bílasýning milli 13:oo og 18:00 en einnig verða í gangi markaðir, myndasýning og kynning á bílum.

Dagskráin endar svo á sunnudeginum með bílaleikjum og þrautum um svæðið frá 13:00 – 16:30.

 

Nánari dagskrá mótsins má finna hér að neðan. Dagskra_Landsmots_FBI

 

 

Skráð af Menningar-Staður

21.06.2013 04:43

Eyrarbakki í beinni útsendingu

Eyrarbakki

 

Eyrarbakki í beinni útsendingu

 

Vefmyndavélin á Rauða-húsinu

 

Sólstöðumínúta er/var kl. 05:04 - 21. júní 2013

 

 

Skráð af Menningar-Staður