Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2013 Júní

21.06.2013 04:34

Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka

Eyrbekkingarnir Inga Lára Baldvinsdóttir og Margrét S. Kristinsdóttir.

 

Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka

 

Í fimmtánda sinn boða Eyrbekkingar sjálfa sig, nágranna og aðra gestkomandi á Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka laugardaginn 22. júní frá morgni til kvölds. Boðið er upp á fjölbreytta dagskrá fyrir unga sem aldna. Að morgni verður boðið upp á dagskrá fyrir unga fólkið við Sjóminjasafnið þar sem Brúðubíllinn kemur í heimsókn og farið verður í leiki. Eftir hádegi verður heimboð á Bakkanum. Hjónin Þórey og Guðmundur á Sandi, Túngötu 68, bjóða gestum og gangandi í rabb og huggulegheit. Kannski verður rætt um veðurfar og uppskeruhorfur eða eitthvað allt annað – kemur í ljós!

 

Þau Stefán og Arnfríður í Nýjabæ, Eyrargötu 8B, taka á móti gestum í nýuppgerðu íbúðarhúsi sínu, sem byggt var um aldamótin 1900 - og hefur bæði hýst prentsmiðju og pöntunarfélag og nú ýmislegt handverk. Að Háeyrarvöllum 14 hjá Hafdísi og Jóhannesi verður gamla skátaheimið opið með myndum og munum frá skátastarfinu á Bakkanum á síðari hluta síðustu aldar. Eygerður Þórisdóttir sýnir bútasaumsverk sín í Simbakoti – Túngötu 28 og sídegis býður Erlingur Bjarnason upp á pall- eða bílskúrstónleika á sama stað.

Í Húsinu á Eyrarbakka verða tvær nýjar sumarsýningar, önnur tileinkuð Árna Magnússyni handritasafnara og í borðstofu verður sýningin Ljósan á Bakkanum – um ævi og störf Þórdísar Símonardóttur ljósmóður á Eyrarbakka 1883–1926. Skautbúningur sem Þórdís Símonardóttir saumaði upp úr 1880 verður afhentur safninu til eignar í borðstofu Hússins. Í samkomuhúsinu Stað verður menningarmarkaður með margs konar handverki og hvers kyns alþýðuafurðum. Og standandi vöfflukaffi allan daginn.

Síðdegis verður farið í kýló á Garðstúninu. Eitthvert vinsælasta atriði Jónsmessuhátíðarinnar undanfarin ár, söngstund í stássstofu Hússins verður á sínum stað í byrjun kvölds. Heimir Guðmundsson leikur á elsta píanó á Suðurlandi undir almennan söng þar sem hver syngur með sínu nefi. Brennan í fjörunni vestan við Eyrarbakka hefur ætíð dregið til sín margmenni og ekki er von á neinu öðru að þessu sinni. Þar mun Eyrún Óskarsdóttir listfræðingur flytja stutt ávarp og síðan sér Bakkabandið um fjörið meðan menn endast.

Opið verður í Vesturbúð, Laugabúð og í Gallerí Regínu. Tjaldsvæðið vestan við Eyrarbakka er opið – þar er nóg pláss og öll þægindi.

 

Nákvæm dagskrá hér:

Smella á þessa slóð:http://menningarstadur.123.is/blog/2013/06/16/_________________________________________/

 

 

 

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

20.06.2013 17:33

Jónsmessumarkaður og vöfflukaffi á Stað 22. og 23. júní

 

Jónsmessumarkaður og vöfflukaffi á Stað 22. og 23. júní

Jónsmessumarkaður og vöfflukaffi á Stað 22. og 23. júní

 

Skráð af Menningar-Staður

20.06.2013 05:31

20. júní 1904 - Bifreiðaöld hófst á Íslandi

Bifreiðaöld hófst á Íslandi 20. júní 1904.

Ditlev Thomsen kaupmaður kom til Reykjavíkur með gufuskipinu Kong Tryggve og hafði meðferðis bifreið af tegundinni Cudel. Hún var reynd á götum bæjarins daginn eftir.

„Mikil nýjung,“ sagði í Ingólfi. „Þyrptist að múgur og margmenni til þess að sjá þetta furðuverk.“

Bifreiðin var seld úr landi árið eftir og önnur kom ekki fyrr en 1907

 

Morgfunblaðið fimmtudagurinn 20. júní 2013 - Dagar Íslands - Jónas Ragnarsson.

 

Sverrir Andrésson hagleiksmaður á Selfossi endurgerði Thomsens-bílinn og hefur  hann oft verið til sýnis á Eyrarbakka.

 

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

19.06.2013 20:12

19. júní 1915 - Kvenfélag Eyrarbakka heldur upp á kvenréttindadaginn

 

19. júní 1915

 

Kvenréttindadagurinn.

Konungur staðfesti breytingar á stjórnarskránni.

Konur fengu þá kosningarétt og kjörgengi til Alþingis, en fyrst í stað var miðað við 40 ára og eldri.

 

Konur úr Kvenfélagi Eyrarbakka héldu upp á kvenréttindagaginn 19. júní

með samkomuhaldi í dag.

Þær hittust í Húsinu á Eyrarbakka kl. 17:45  Skoðuðu sýninguna - Ljósan á Bakkanum- um Þórdísi Simonardóttur, ljósmóður á Eyrarbakka,  undir leiðsögn Lýðs Pálssonar, safnstjóra.  

Fordrykkur var í boði Kvenfélagsins

Í Húsinu var síðan skrafað, sungið og trallað en Heimir Guðmundsson lék undir á píanó.

Kl. 19:00 var farið yfir í Rauða-húsið og þar snæddur kvöldverður.

 

Kvenfélag Eyrarbakka  varð 125 ára í apríl sl. og fagnar afmælinu á ýmsan hátt á afmælisárinu.

Kvenfélag Eyrarbakka er kjölfestufélag á margan hátt í mannlífi og menningu Eyrarbakka og hinna góðu verka félagsins nýtur samfélagið á ýmsan hátt sem aldrei verður fullþakkað.

 

Menningar-Staður var í Húsinu og myndaði upphaf dagskrárinnar og eru myndir komnar í myndaalbúm hér á Menningar-Stað.

Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/248862/

 

Nokkrar myndir hér:

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skráð af menningar-Staður

19.06.2013 11:59

Vitringafundur í Vesturbúðinni

Vitringafundur var í Vesturbúðinni á Eyrarbakka í morgun eins og venja er til.

 

Ungir menn voru helmingur gesta þegar Menningar-Staður var á svæðinu og færði til myndar.

 

F.v.: Reynir Jóhannsson, Finn Magnús Nílssen, Draupnir Már Eiríksson og Daníel Þór Reynisson sem flassið er að trufla í augun. 

 

F.v.: Björn Ingi Bragason, Ólafur Bragason, Draupnir Már Eiríksson og Rúnar Eiríksson.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

18.06.2013 22:11

Mynd dagsins

Siggeir Ingólfsson, staðarhaldari í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka, -Menningar-Stað- drekkur hér svellkalt límonaði á stefnumótunarfundi í Menningar-Sellunni á Eyrarbakka.

 

Mynd dagsins 


Fundað var í kvöld í Menningar-Sellu þeirri sem Menningar-Staður hefur komið upp á Eyrarbakka.

 

Legið var yfir mynd sem Menningar-Staður náði í dag á Eyrarbakkabryggju þar sem Bakkafossar urðu til í brimi og brotum á sjóvarnargarðinum.

 

Augljóst er að brimið myndar bókstaf!
Lesandi góður - hvað sérð þú?

Settu í álit hér að néðan.

 

Hvaða bókstafur er í brimskaflinum?

 Og eru ekki þrjár mannverur sem standa á garðinum í briminu? 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

18.06.2013 15:14

Bakkafossar við sumarsólstöður

Á Eyrarbakkabryggju.

 

Bakkafossar við sumarsólstöður

 

Aðeins þrír dagar eru í  sólstöður  hinn 21. júní  n.k. og þá er lengstur sólargangur á Íslandi.

Á sumartímum hugsa menn til þess að allt brim og boðaföll sé í lágmarki.

Svo var ekki á Eyrarbakka fyrir stundu því þá sýndi Atlantshafið smá sýnishorn af Bakkafossum sem myndast að öllu jöfnu að; vetri, vori og um haust er öldurnar falla á varnargrðinn við Eyrarbakkabryggju.

 

Menningar-Staður náði smávegis af Bakkafossum á mynd en fjöldi fólks var á Eyrarbakkabryggju að mynda þessa óvæntu brimsýningu við sólstöður.

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

18.06.2013 06:31

19. júní 2013 - Nú er komið að því!

Gleðistund hjá Kvenfélagi Eyrarbakka fyrir nokkrum árum.

 

19. júní 2013 - Nú er komið að því!

 

Hittumst í Húsinu á Eyarrbakka kl. 17:45 á morgun, 19. júní 2013

Skoðum sýningu um Þórdísi ljósmóður sem starfaði á Eyrarbakka og fáum okkur fordrykk í boði Kvenfélags Eyrarbakka.

Í Húsinu 19. júní verður skrafað, sungið og trallað.

Heimir Guðmundsson leikur undir á píanó.

Kl. 19:00 förum við yfir í Rauða-húsið og þar verður snæddur kvöldverður. Þar velur hver fyrir sig og sína pyngju.

 

Skráning hjá Ingu Eir. S: 897-2413 og Kristínu Eir. s: 848-1611

 

Ferðanefnd Kvenfélags Eyrarbakka 

 

Eyrarbakkakonur rifja rét austan við Húsið.

Þær munu væntanlega rifja ýmislegt upp í Húsinu annað kvöld.

 

Kaffinefnd Lvenfélags Eyrarbakka eftir hátíðarkaffið í Félagsheimilinu Stað þann 1. maí sl.

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

17.06.2013 06:47

17. júní hátíðardagskrá á Eyrarbakka og Selfossi

Lýðveldisdagurinn 17. júní verður haldin hátíðlegur á Eyrarbakka og Selfossi nk. mánudag með hefðbundinni hátíðardagskrá sem og nýjum viðburðum.

Á Eyrarbakka fer formleg hátíðardagskrá fram í félagsheimilinu Stað og hefst hún kl. 14:00 með ávarpi fjallkonunnar.

 

Hátíðarhöldin 17. júni verða haldin á Stað Eyrarbakka og hefjast  kl. 14.00 

Dagskrá 

1. Ávarp fjallkonunnar 
2. Hátíðarræða: Sandra Dís Hafþórsdóttir í Silfurtúni flytur 
3. Brúðuleikur - Bernd Ogrodnik 
4. Uni og Jón Tryggvi spila og syngja 
5. Einar Th.Skúlason og Sandra Sigurðardóttir sýna spænskan dans 
6. Afhending verðlauna fyrir Hópshlaupið 2013 
7. Söngur barna 


Kaffiveitingar og hressing fyrir börnin. 
Andlitsmálun í boði. 
Glæsilegar gasblöðrur verða til sölu á 300 kr. 

Verið öll hjartanlega velkominn. 
Kvenfélag Eyrarbakka 

Hátíðarhöldin eru styrkt af Sveitarfélaginu Árborg.

 

Myndir frá 17. júní árið 2010 eru komnar í myndaalbúm hér á Menningar-Stað.

Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/PhotoAlbums/248596/

 

Nokkrar myndir hér:

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

17.06.2013 06:18

Íslenski þjóðhátíðardagurinn - 17. júní

Jón Sigurðsson á Austurvelli.

 

Íslenski þjóðhátíðardagurinn - 17. júní

 

Íslenski þjóðhátíðardagurinn er haldinn hátíðlegur 17. júní ár hvert en það var fæðingardagur Jóns Sigurðssonar

Fæðingardags hans var fyrst minnst með opinberum samkomum árið 1907 en fyrst var haldinn almennur þjóðminningardagur á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar 17. júní 1911. Þá var Háskóli Íslands settur í fyrsta sinn. Eftir það héldu íþróttasamtök upp á daginn.

Árið 1944 var 17. júní valinn stofndagur lýðveldisins. Síðan hefur hann verið opinber þjóðhátíðardagur og almennur frídagur.

Þjóðhátíðarsöngvarnir „Hver á sér fegra föðurland“ og „Land míns föður“ eru gjarnan sungnir þegar ættjarðarinnar er minnst. Textarnir fjalla á hátíðlegan hátt um ættjörðina.

 

Fæðingarstaður Jóns Sigurðssonar, Hrafnseyri við Arnarfjörð.

 

 

Skráð af Menningar-Staður