Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2013 Júní

16.06.2013 17:22

Eyrarbakki í beinni útsendingu

Eyrarbakki

 

Eyrarbakki í beinni útsendingu

 

Vefmyndavélin á Rauða-húsinu

 

 

Skráð af Menningar-Staður

16.06.2013 12:13

FORYSTUFÉ MEÐ HEIMASÍÐU

Trúlega er frægastur allra af forystufé - Gorbachev- frá Brúnastöðum sem er í eigu Hrútavinafélagsins Örvars.

 

FORYSTUFÉ MEÐ HEIMASÍÐU

Ný heimasíða Fræðaseturs um forystufé fór í loftið á dögunum.  Síðunni er ætlað að efla áhuga á forystufé og leyfa öllum að fylgjast með gangi félagsins, slóðin er forystusetur.is

Fræðafélag um forysturfé var stofnað 13.4.2010 og er með aðsetur á Svalbarði í Þistilfirði.  Í stjórn Fræðaseturs um forystufé eru Daníel Hansen, Svalbarðsskóla formaður, Fjóla Runólfsdóttir, Gunnarsstöðum gjaldkeri, Guðmundur Þorláksson, Svalbarði ritari og meðstjórnendur eru Jakobína Ketilsdóttir, Kollavík og Eggert Stefánsson, Laxárdal.

Grétar Zóphoníasson og Gorbachev á þorrablóti.

Í bakgrunni er Sigurður Sigurðarson, f.v. yfirdýralæknir og frú.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

16.06.2013 11:39

Fuglaskoðun í Friðlandinu í dag

Í dag, sunnudaginn 16. júní 2013,  mun Fuglavernd bjóða upp á fuglaskoðun í Fuglafriðlandinu í Flóa.

Örn Óskarsson mun leiða gesti um svæðið en fuglaskoðunin hefst klukkan 16:30 við fuglaskoðunarskýlið sem er við bílastæðið í Friðlandinu.

Votlendisfuglar einkenna svæðið og eru bein tengsl við nálæg fuglarík svæði eins og fjöruna, Ölfusárós og Ölfusforir. Fuglalífið er sérstaklega auðugt og tegundaríkt á varptíma en nærri 25 tegundir verpa þar að staðaldri.

Mikilvægt er að vera í stígvélum því það er mjög blautt á og muna eftir sjónaukanum og fuglahandókinni

 

Fuglafriðlandið í Flóa.

Flói

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

16.06.2013 07:41

JÓNSMESSUHÁTÍÐ Á EYRARBAKKA 22. JÚNÍ 2013

 

JÓNSMESSUHÁTÍÐ  Á  EYRARBAKKA  22. JÚNÍ  2013

 

09:00

Fánar dregnir að hún

Eyrbekkingar flagga íslenska fánanum eða Bakkafánanum og ganga frá skreytingum í hverfalitunum.

10:30-17:00

Laugabúð í Sjónarhóli

Opið í Laugabúð – Fjölbreyttar Eyrarbakkavörur  – alltaf eitthvað nýtt í boði, m.a. rúgbrauðspeningar frá Lefolii kaupmanni. Bókamarkaður í kjallaranum með nýjum, gömlum bókum! Mikið úrval góðra bóka um fjölbreytt efni á hlægilegu verði.

11:00-18:00

Byggðasafn Árnesinga í Húsinu og Sjóminjasafnið á Eyrarbakka                  Ókeypis aðgangur.

Fjölbreyttar sýningar og sagan við hvert fótmál. Alltaf heitt á könnunni.

Í borðstofu er sýningin Ljósan á Bakkanum – um ævi og störf Þórdísar Símonardóttur ljósmóður á Eyrarbakka 1883–1926.

Í Assistentahúsinu er sýning helguð Árna Magnússyni (1663-1730) handritasafnara og til sýnis skinnhandrit.

Í forsal Sjóminjasafnsins rúlla gamlar bátamyndir á skjá. Skjárinn er gjöf Mána ÁR 70 ehf. til Sjóminjasafnsins á Eyrarbakka. Gamli slökkvibíllinn verður svo á rúntinum eftir hádegi.   

11:00

Unga kynslóðin skemmtir sér

Brúðubíllinn kemur í heimsókn að Sjóminjasafninu. Leikir, kassaklifur, hoppukastali og fleira og fleira. Krakkar – komið með góða skapið og endilega takið pabba og mömmu með í fjörið!

11:00-14:00

15:30-17:00

Bútasaumssýning Eyju

Eygerður Þórisdóttir sýnir bútasaumsverk sín í Simbakoti – Túngötu 28.

13:00-18:00

Menningarmarkaður á Stað

Í samkomuhúsinu Stað verður menningarmarkaður með margs konar handverki og hvers kyns alþýðu-afurðum.  Og standandi vöfflukaffi allan daginn. Upplýsingarmiðstöðin opin 9:00-20:00.

13:00-18:00

Gallerí Regínu Eyrargötu 36 - Ásheimum

Gallerí Regína verður opið á hefðbundinn hátt með spjalli á palli.

14:00

Afhending gjafar til byggðasafnsins

Skautbúningur sem Þórdís Símonardóttir saumaði upp úr 1880 verður afhentur safninu til eignar í borðstofu Hússins. 

14:00-16:00

Heimboð á Bakkanum

Sæmdarhjónin Þórey og Guðmundur á Sandi, Túngötu 68, bjóða gestum og gangandi í rabb og huggulegheit. Kannski verður rætt um veðurfar og uppskeruhorfur eða eitthvað allt annað – kemur í ljós!

Þau Stefán og Arnfríður í Nýjabæ, Eyrargötu 8B, taka á móti gestum í nýuppgerðu íbúðarhúsi sínu, sem byggt var um aldamótin 1900 - og hefur bæði hýst prentsmiðju og pöntunarfélag og nú ýmislegt handverk.

Að Háeyrarvöllum 14 hjá Hafdísi og Jóhannesi verður gamla skátaheimið opið með myndum og munum frá skátastarfinu á Bakkanum á síðari hluta síðustu aldar.

15:30

Tónleikar á palli

Erlingur Bjarnason & Co. býður upp á tónleika á palli eða bílskúr í Simbakoti - Túngötu 28.

16:00

Viltu koma í kýló?

Áfram halda menn að rifja upp gamla takta af Háeyrartúninu. Hugsanlega koma nýir kýlósnillingar fram!

16:30

Eyrarbakki á tímum Þórdísar ljósmóður

Söguganga um Eyrarbakka þar sem hugað verður að sögu húsa og sagt frá mannlífi á þeim tíma þegar Þórdís Símonardóttir var ljósmóðir á Bakkanum. Lagt af stað frá Húsinu þar sem stendur sýning um ævi og störf Þórdísar, en fetað verður í fótspor hennar í göngunni. Magnús Karel Hannesson leiðir gönguna.

20:15

Raddböndin þanin í Húsinu

Heimir Guðmundsson, sem fæddur er í Húsinu árið 1944, leiðir fjöldasöng í stássstofunni og spilar á elsta píanóið á Suðurlandi. Skólasöngvarnir og fleiri kvæði dregin fram og hver syngur með sínu nefi.

22:00

Jónsmessubrenna

Jónsmessubrenna í fjörunni vestan við Eyrarbakkaþorp.   Listfræðingurinn Eyrún Óskarsdóttir frá Hjallatúni flytur stutt ávarp.  Hið frábæra Bakkaband heldur svo uppi fjörinu meðan menn endast.

 

 

00:00

Rauða húsið

Opið í kjallaranum – Grétar í Sólvangi spilar og syngur.

 

Í Vesturbúð fæst margt af því sem hugurinn girnist, bæði til sálar og líkama.

Tjaldsvæðið vestan þorpsins, sem Björgunarsveitin Björg rekur, hefur verið stækkað – ÖLL ÞÆGINDI OG NÓG PLÁSS.

 

Jónsmessuhátíðin er styrkt af Sveitarfélaginu Árborg

 

 

 

 

 

 

Skráð af menningar-Staður

16.06.2013 06:34

Garðaþjónusta Friðsældar

Friðsæld ehf. á Eyrarbakka býður upp á alhliða garðaþjónustu. 

 

Það er Siggeir Ingólfsson sem stendur að fyrirtækinu en hann býr yfir mikilli þekkingu og langri reynslu í garðyrkju- og tengdum málum. Hann er útskrifaður frá Landbúnaðarháskóla Ísland, skrúðgarða- og garðyrkjudeild. Þá var hann um árabil yfirverksdtjóri Umhverfisdeildar hjá Sveitarfélaginu Árborg.

 

Allar nánari upplýsingar hjá Siggeiri í síma: 898-4240

 

Siggeir Ingólfsson var að störfum í gær í garðinum að Hátúni hjá Eiríki Guðmundssyni.

 

Menningar-Staður var á ferðinni og færði til myndar:

 

Við Hátún á Eyrarbakka.

 

F.v.: Eiríkur Guðmundsson og Siggeir Ingólfsson.

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

15.06.2013 14:40

Blíðviðri á Bakkanum

Mikil blíða er nú á Eyrarbakka.

 

Hægur vest-suð-vestan vindur - heiðskírt og hiti allt að 15 stigum.

 

Fjöldi fólks hefur komið á Eyrarbakka í dag.

Nokkrar rútur komu í morgun að Félagsheimilinu-Stað og gekk fólkið um þorpið og leit á Atlantshafið af sjóvarnagarðinum.

 

Þá eru margir á einkabílum; bæði útlendingar á bílaleigubílum og síðan Íslendingar á sínum eigin bílum.

Þá eru alltaf fjöldi manna sem ferðast um gangandi.
 

Þeir sem mesta athygli vöktu í dag var stór hópur vélhjólafólks sem kom við í Rauða-húsinu um hádegisbil.

Rauða-húsið vefmyndavél:

http://raudahusid.is/webcam/

 

Eyrarbakki

 

Mennningar-Staður var á staðnum og færði til myndar:

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

15.06.2013 11:47

Einars Ben og Hlínar minnst í Herdísarvík

Herdísarvík.

Einars Ben og Hlínar minnst í Herdísarvík

 

Í dag kl. 14, laugardaginn 15. júní 2013, verður afhjúpað minningarskilti um þjóðskáldið Einar Benediktsson og Hlín Johnson, sem voru síðustu ábúendur í Herdísarvík í Selvogi.

Nemendafélagið Grimmhildur, félag H-nemenda (e. mature students) á Hugvísindasviði við Háskóla Íslands, hefur með stuðningi hollvina Herdísarvíkur látið útbúa minningarskiltið. Þá verður einnig afhjúpað örnefnaskilti sem áhugamannafélagið Ferlir hefur haft veg og vanda að. Á því er að finna margvíslegan fróðleik sem Ferlir hefur aflað um staðhætti, tóftir sjóbúða og búskap á jörðinni. 

Einar Benediktsson ánafnaði Háskóla Íslands jörðina Herdísarvík, sem í hans tíð var afskekkt. Með tilkomu Suðurstrandarvegar er Herdísarvík komin í alfaraleið. Í tilkynningu frá forsvarsmönnum atburðarins segir að við það opnist nýir möguleikar til að sinna verndun viðkvæmra sögu- og menningarminja sem þar eru. Uppbygging Herdísarvíkur geti þannig orðið mikilvægt skref í átt til þess að minningu skáldsins sé haldið betur á lofti en hingað til.

Athöfnin er öllum opin og í lok formlegrar afhjúpunar mun Ferlir leiða stutta göngu um svæðið og kaffihressing verður í húsi skáldsins og Hlínar. 

 

Hlín Johnson og Einar Benediktsson.

Einar bjó síðasta áratug ævi sinnar í Herdísarvík ásamt Hlín, sem annaðist hann í ellinni, og þar lést hann árið 1940. Hlín bjó áfram í Herdísarvík eftir andlát Einars en hún lést árið 1965.

Af: www.sunnlenska.is

 

Frá Herdísarvík.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

15.06.2013 08:24

Saga bátanna á Eyrarbakka kemur út á Jónsmessuhátíðinni

Ný bók Vigfúsar Markússonar um bátana á Eyrarbakka

 

Saga bátanna á Eyrarbakka kemur út á Jónsmessuhátíðinni

 

 

 

Vigfús Markússon.

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður

 

 

15.06.2013 07:02

Dagur ferskra vinda laugardaginn 15. júní

Vindmyllurnar voru reistar í vetur en þær eru engin smá mannvirki. Ljósmynd/LV

 

Dagur ferskra vinda  laugardaginn 15. júní 2013

 

Alþjóðadagur vindsins er haldinn hátíðlegur um heim allan í dag,  laugardaginn 15. júní.

Tekið verður á móti gestum við vindmyllur Landsvirkjunar á Hafinu fyrir norðan Búrfell kl. 12-16.

Markmið dagsins, sem er skipulagður af Alþjóðlegu vindorkusamtökunum, er að hvetja fólk til að kynnast vindorku og möguleikum hennar til að auka hlut endurnýjanlegra orkugjafa í heiminum.

Í tilefni dagsins tekur Landsvirkjun á móti gestum við rannsóknarvindmyllur fyrirtækisins á Hafinu fyrir norðan Búrfell við þjóðveg 32. Starfsfólk Landsvirkjunar mun taka á móti gestum við vindmyllurnar milli klukkan 12 og 16.

Einnig verður opið í gestastofum Landsvirkjunar í Búrfellsstöð, Kröflustöð og í Végarði við Fljótsdalstöð en upplýsingar um opnunartíma og staðsetningu eru á vef Landsvirkjunar.

 

Af: www.sunnlenska.is

 

Við Búrfell. Ljósm.: Gunnar Karl Granz

 

Listaverkið á Búrfellsstöð er eftir Eyrbekkinginn Sigurjón Ólafsson, myndhöggvara.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

15.06.2013 06:01

Vitringahittingur í Vesturbúðinni á Eyrarbakka

Vitringar komu saman til morgunspjalls samkvæmt venju i Vesturbúðinni á Eyrarbakka í gærmorgun.

 

Menningar-Staður leit við og færði eitt augnablikið til myndar.

 

 

F.v.:  Björn Ingi Bragason, Siggeir Ingólfsson, Rúnar Eiríksson og Reynir Jóhannsson.

 

F.v.: Sigeir Ingólfsson, Rúnar Eiríksson Már Michelsen og Björn Ingi Bragason.

 

Skráð af Menningr-Staður