Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2013 Júní

15.06.2013 05:40

15. júní 1926 - Hornstein lagður að Landspítalabyggingunni

Landsdpítalinn í Reykjavík.

 

15. júní 1926 -  Hornstein lagður að Landspítalabyggingunni

 

Kristján tíundi Danakonungur og Alexandrína drottning lögðu hornstein að Landspítalabyggingunni, sem konur beittu sér fyrir í tilefni af kosningarétti sínum. Við athöfnina var flutt ljóð eftir Þorstein Gíslason en það hefst þannig: „Hér hófu verk af drengskap Íslands dætur.“ Spítalinn var tekinn í notkun fjórum árum síðar.

Morgunblaðið laugardagurinn 15. júní 2013 - Dagar íslands - Jónas Ragnarsson.

 

Guðjón Samúelsson húsameistari

Guðjón Samúelsson.

 

Eyrbekkingurinn Guðjón Samúelsson, húsameistari ríkisins, teiknaði bygginguna og húsið reis á árunum 1925 til 1930. Hornsteinn var lagður 15. júní 1926. Konur áttu mikinn þátt í stofnun Landspítalans, meðal annars með því að standa fyrir því að stofnaður var Landspítalasjóður Íslands og safna í hann. Spítalinn var síðan byggður fyrir fé úr þessum sjóði og með fjárveitingum Alþingis. Í Landspítalabókinni sem Gunnar M. Magnúss tók saman er ítarlega fjallað um stofnun Landspítalans og sögu.

 

Skráð af Menningar -Staður

15.06.2013 05:19

Merkir Íslendingar - Emil Thoroddsen

Emil Thoroddsen

 

Merkir Íslendingar - Emil Thoroddsen

 

Emil Thoroddsen fæddist í Keflavík 16. júní 1898, sonur Þórðar Thoroddsen, læknis og alþm., og k.h., Önnu Guðjohnsen.

Systkini Emils voru Þorvaldur, forstjóri, píanóleikari og einn stofnenda Tónlistarfélags Reykjavíkur, og Kristín Katrín, móðir Þorvalds Steingrímssonar fiðluleikara. Bróðir Þórðar var Skúli, afi Skúla Halldórssonar tónskálds. Þórður var sonur Jóns Thoroddsen skálds, bróður Jóhönnu, langömmu tónskáldanna Sigurðar Þórðarsonar og Jóns Leifs, og Bjarna Böðvarssonar hljómsveitarstjóra, föður Ragga Bjarna.

Anna var systir Kristjönu, móður Jóns, kórstjóra Fóstbræðra; systir Mörtu, ömmu Jórunnar Viðar tónskálds, og systir Kristínar Katrínar, móður Péturs nótnasetjara og Valgerðar tónskálds Lárusarbarna. Anna var dóttir Péturs Guðjohnsen, dómorganista og kórstjóra sem oft er nefndur tónlistarfaðir Reykjavíkur, og Guðrúnar, systur Kirstínar, móður Sveinbjörns Sveinbjörnssonar sem samdi þjóðsönginn. Guðrún var dóttir Lauritz M. Knudsen.

Emil lærði á píanó hjá móður sinni og Kristrúnu Benediktsson, lauk stúdentsprófum 1917, cand. phil.-prófi í listasögu við Kaupmannahafnarháskóla 1918, lærði málaralist hjá Ásgrími Jónssyni og síðar í Kaupmannahöfn en myndir eftir hann voru þá sýndar í Charlottenborg. Þá stundaði hann tónlistarnám í Leipzig og Dresden 1920-24. Eftir það dvaldi hann í Reykjavík.

Emil var brátt helsti píanóleikari í Reykjavík, aðal-píanóleikari Ríkisútvarpsins og menningarritdómari Morgunblaðsins um langt árabil.

Emil var afburðamaður sem tónskáld, píanóleikari, listmálari, leikritahöfundur og gagnrýnandi.

Tónverk hans munu þó halda nafni hans á lofti sem eins fremsta tónskálds þjóðarinnar. Meðal tónverka hans eru Alþingishátíðarkantata, 1930; Íslands Hrafnistumenn, 1939; Hver á sér fegra föðurland, frumflutt á lýðsveldishátíðinni á Þingvöllum 1944 og lögin í Pilti og stúlku.

Emil lést í Reykjavík 7. júlí 1944.

 

Morgunblaðið 15. júní 2013

 

Skráð af Menningar-Staður

14.06.2013 17:08

Eyrbekkingur í slipp á Selfossi

Mynda-vélmenni Menningar-Staðar var á Selfossi fyrir stundu og kom við á Rakarastofu Björns og Kjartans við Austurveginn.

Þá var þar í slipp Eyrbekkingurinn Brynjar Birgisson sem býr í Þorlákshöfn og er tengdasonur byggðarinnar þar.

Það var annar tengdasonur Þorlákshafnar, Kjartan Björnsson, rakari, sem sá um slipptökuna.

 

Menningar-Staður færði til myndar:

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

14.06.2013 13:06

Sjávartengd ferðaþjónusta á norðurslóðum

Frá Ferðamálasofu

Sjávartengd ferðaþjónusta á norðurslóðum

 
09:00 18. júní 2013 - 16:00 19. júní 2013

Ráðstefna og vinnusmiðjur á Akureyri, 18.-19. júní 2013

Velkomin á ráðstefnu og í vinnusmiðjur þar sem athyglinni er beint að sjávartengdri ferðaþjónustu, mannlífi og umhverfi á norðurslóðum.

Sjávartengd ferðaþjónusta nýtur sífellt meiri vinsælda og tekur á sig margbreytilegar myndir. Sumir ferðamenn vilja kynnast mannlífi sjávarplássa, upplifa náttúruna, þögnina, skoða fugl og sel og renna fyrir fisk á friðsælum firði. Aðrir vilja spennu hraðbátsins, fara á brimbretti, sjóskíði og kafa, eða leigja sér bát og láta reyna á eigin kunnáttu. Svo eru þeir sem ferðast í hópum frá höfn til hafnar og frá landi til ands á risavöxnum skemmtiferðaskipum sem oftar en ekki flykkjast öll á sömu staðina.

Hvernig samrýmist þetta menningararfinum, samfélagsþróun, mannlífi, sjálfbærni, fiskveiði- og umhverfisstefnu þjóða norðursins?

Hvernig geta þjóðir norðursins unnið saman á þessu sviði og eiga þessir ólíku þættir ferðaþjónustunnar einhvern samstarfsflöt?

Á ráðstefnunni verður fjallað um þessar áskoranir og unnið í hópum til að velta upp enn fleiri spurningum. Ef til vill finnast einhver svör og vonandi samstarfsfletir. Hvert stefnum við og hvernig tökumst við á við þessar áskoranir? Jafnframt verður farið í vettvangskönnun þar sem ferðaþjónustufyrirtæki og söfn verða skoðuð.

Í vinnusmiðjunum verður m.a. rætt um þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir:

  • Þróun sjávartengdrar ferðaþjónustu í Noregi, Íslandi, Grænlandi og Færeyjum.
  • Tækifæri og ógnir, sjálfbærni og umhverfisáhrif sjávartengdrar ferðaþjónustu og ímynd norðursins.
  • • Á hvaða sviðum getum við unnið saman?

Nánari dagskrá auglýst síðar
Nánari upplýsingar: sibba@svs.is

Af:  http://www.ferdamalastofa.is/is/um-ferdamalastofu/dagatal/item/view/sjavartengd-ferdathjonusta-a-nordurslodum

Sennilega er tískusýning (hafmeyjar) á Stokkseyrarbryggju

dæmi um sjávartendga ferðaþjónustu á norðurslóðum?

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

14.06.2013 05:32

17. júní hátíðardagskrá á Eyrarbakka og Selfossi

Lýðveldisdagurinn 17. júní verður haldin hátíðlegur á Eyrarbakka og Selfossi nk. mánudag með hefðbundinni hátíðardagskrá sem og nýjum viðburðum.

Á Eyrarbakka fer formleg hátíðardagskrá fram í félagsheimilinu Stað og hefst hún kl. 14:00 með ávarpi fjallkonunnar.

 

Hátíðarhöldin 17. júni verða haldin á Stað Eyrarbakka og hefjast  kl. 14.00 

Dagskrá 

1. Ávarp fjallkonunnar 
2. Hátíðarræða: Sandra Dís Hafþórsdóttir í Silfurtúni flytur 
3. Brúðuleikur - Bernd Ogrodnik 
4. Uni og Jón Tryggvi spila og syngja 
5. Einar Th.Skúlason og Sandra Sigurðardóttir sýna spænskan dans 
6. Afhending verðlauna fyrir Hópshlaupið 2013 
7. Söngur barna 


Kaffiveitingar og hressing fyrir börnin. 
Andlitsmálun í boði. 
Glæsilegar gasblöðrur verða til sölu á 300 kr. 

Verið öll hjartanlega velkominn. 
Kvenfélag Eyrarbakka 

Hátíðarhöldin eru styrkt af Sveitarfélaginu Árborg.

 

Myndir frá 17. júní árið 2010 eru komnar í myndaalbúm hér á Menningar-Stað.

Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/PhotoAlbums/248596/

 

Nokkrar myndir hér:

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

14.06.2013 04:53

Samkeppni um hönnun á stækkun verknámsaðstöðu við Fjölbrautaskóla Suðurlands

Í dag, föstudaginn 14. júní  2013  kl. 16:00  verða úrslit úr opinni samkeppni um hönnun á stækkun verknámsaðstöðu við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi kunngjörð í húsnæði skólans.  Alls bárust 25 tillögur í samkeppnina

Tillögurnar verða til sýnis í skólanum til kl. 18  föstudaginn 14. júní en auk þess verður hægt að skoða þær sem hér segir:

  • 15.-16. júní kl. 11-14,
  • 17. júní kl. 10-12,
  • 18.-21. júní kl. 9-15,
  • 24.-28. júní kl. 11-14.

F.h. dómnefndar,

Þórunn Jóna Hauksdóttir formaður 

 

Þórunn Jóna Hauksdóttir, tengdadóttir Eyrarbakka.

 

 

Fjölbrautaskóli Suðurlands á Selfossi.

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

13.06.2013 14:06

Jónsmessuhátíðin á Eyrarbakka 22. júní 2013

 

Jónsmessuhátíðin á Eyrarbakka 22. júní 2013

 

Kl. 09:00 Fánar dregnir að hún

Eyrbekkingar flagga íslenska fánanum eða Bakkafánanum og ganga frá skreytingum í hverfalitunum.

 

Kl. 10:30-17:00 Laugabúð í Sjónarhóli

Opið í Laugabúð – Fjölbreyttar Eyrarbakkavörur – alltaf eitthvað nýtt í boði, m.a. rúgbrauðspeningar frá Lefolii kaupmanni. Bókamarkaður í kjallaranum með nýjum, gömlum bókum! Mikið úrval góðra bóka um fjölbreytt efni á hlægilegu verði.

 

Kl. 11:00-18:00 Byggðasafn Árnesinga í Húsinu og Sjóminjasafnið á Eyrarbakka Ókeypis aðgangur.

Fjölbreyttar sýningar og sagan við hvert fótmál. Alltaf heitt á könnunni.

Í borðstofu er sýningin Ljósan á Bakkanum – um æfi og störf Þórdísar Símonardóttur ljósmóður á Eyrarbakka 1883-1926.

Í Assistentahúsinu er sýning helguð Árna Magnússyni (1663-1730) handritasafnara og til sýnis skinnhandrit.

Í forsal Sjóminjasafnsins rúlla gamlar bátamyndir á skjá. Skjárinn er gjöf Mána ÁR 70 ehf. til Sjóminjasafnsins á Eyrarbakka. Gamli slökkvibíllinn verður svo á rúntinum eftir hádegi.

 

Kl. 11:00 Unga kynslóðin skemmtir sér

Brúðubíllinn kemur í heimsókn að Sjóminjasafninu. Leikir, kassaklifur, hoppukastali og fleira og fleira. Krakkar – komið með góða skapið og endilega takið pabba og mömmu með í fjörið!

 

Kl. 13:00-18:00 Menningarmarkaður á Stað

Í samkomuhúsinu Stað verður menningarmarkaður með margs konar handverki og hvers kyns alþýðu-afurðum. Og standandi vöfflukaffi allan daginn. Upplýsingarmiðstöðin opin 9:00-20:00.

 

13:00-18:00 Gallerí Regínu Eyrargötu 36 - Ásheimum

Gallerí Regína verður opið á hefðbundinn hátt með spjalli á palli.

 

14:00 Afhending gjafar til byggðasafnsins

Skautbúningur sem Þórdís Símonardóttir saumaði um 1880 verður afhentur safninu til eignar í borðstofu.

 

Kl. 14:00-16:00 Heimboð á Bakkanum

Sæmdarhjónin Þórey og Guðmundur á Sandi, Túngötu 68, bjóða gestum og gangandi í rabb og huggulegheit. Kannski verður rætt um veðurfar og uppskeruhorfur eða eitthvað allt annað – kemur í ljós!

Þau Stefán og Arnfríður í Nýjabæ, Eyrargötu 8B, taka á móti gestum í nýuppgerðu íbúðarhúsi sínu, sem byggt var um aldamótin 1900 og hefur bæði hýst prentsmiðju og pöntunarfélag.

Að Háeyrarvöllum 14 hjá Hafdísi og Jóhannesi verður gamla skátaheimið opið með myndum og munum frá skátastarfinu á Bakkanum á síðari hluta síðustu aldar.

 

Kl. 16:00 Viltu koma í kýló?

Áfram halda menn að rifja upp gamla takta af Háeyrartúninu. Hugsanlega koma nýir kýlósnillingar fram!

 

Kl. 16:30 Eyrarbakki á tímum Þórdísar ljósmóður

Söguganga um Eyrarbakka þar sem hugað verður að sögu húsa og sagt frá mannlífi á þeim tíma þegar Þórdís Símonardóttir var ljósmóðir á Bakkanum. Lagt af stað frá Húsinu þar sem stendur sýning um ævi og störf Þórdísar, en fetað verður í fótspor hennar í göngunni. Magnús Karel Hannesson leiðir gönguna.

 

Kl. 20:15 Raddböndin þanin í Húsinu

Heimir Guðmundsson, sem fæddur er í Húsinu árið 1944, leiðir fjöldasöng í stássstofunni og spilar á elsta píanóið á Suðurlandi. Skólasöngvarnir og fleiri kvæði dregin fram og hver syngur með sínu nefi.

 

Kl. 22:00 Jónsmessubrenna

Jónsmessubrenna í fjörunni vestan við Eyrarbakkaþorp. Listfræðingurinn Eyrún Óskarsdóttir frá Hjallatúni flytur stutt ávarp. Hið frábæra Bakkaband heldur svo uppi fjörinu meðan menn endast.

 

Kl. 00:00 Rauða húsið

Opið í kjallaranum – Grétar í Sólvangi spilar og syngur.

 

Í Vesturbúð fæst margt af því sem hugurinn girnist, bæði til sálar og líkama.

Tjaldsvæðið vestan þorpsins, sem Björgunarsveitin Björg rekur, hefur verið stækkað – ÖLL ÞÆGINDI OG NÓG PLÁSS.

 

Jónsmessuhátíðin er styrkt af Sveitarfélaginu Árborg

 

 

 

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

13.06.2013 11:56

Þegar Rúnar Eiríksson fánavæddi í júní 2008

Túngatan á Eyrarbakka er en fánabesta gatan; ekki bara á Eyrarbakka heldur á öllu landinu.

Þessa dagana eru 5 ár frá því Rúnar Eiríksson fánavæddi að Túngötu 35 fyrir Jónsmessuhátíðana árið 2008.

Rúnar naut leiðsagnar Þórs Hafdal og síðan tók frúin, Auður Elín Hjálmarsdóttir út verkið.

 

Þetta er komið í myndaalbúmhér á Menningar-Stað.

Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/248560/

 

Nokkrar myndir hér:

 

 

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

13.06.2013 11:12

Áfram níu bæjarfulltrúar í Árborg

Bæjarstjórn Árborgar samþykkti nýja samþykkt fyrir sveitarfélagið á fundi sínum í gær. Rætt hafði verið um að fækka bæjarfulltrúum úr níu í sjö en hætt hefur verið við það. Bæjarfulltrúar verða því áfram níu.

Eftirfarandi var samþykkt samhljóða á fundinum:

"Nýjar samþykktir fyrir Sveitarfélagið Árborg eru unnar í samræmi við ný sveitarstjórnarlög sem tóku gildi 1. janúar 2012. Nýmæli í þeim lögum eru til dæmis fjölgun bæjarfulltrúa miðað við stærð sveitarfélaga, skýrari valdmörk og heimildir til íbúakosninga. Vinna við samþykktirnar hefur verið unnin af fulltrúum allra flokka sem sæti eiga í bæjarstjórn og er þannig reynt að ná breiðri samstöðu um meginatriði þeirra. Með samþykktunum er fest í sessi stjórnskipan sveitarfélagsins eins og hún nú er og með þeim sameiningum á nefndum sem nú hefur átt sér stað. Til að tryggja góða sátt um grunnreglur sveitarfélagsins og taka tillit til þeirra sjónarmiða sem komið hafa fram um að halda fjölda bæjarfulltrúa óbreyttum er lagt til að fjöldi þeirra verði áfram óbreyttur eða níu alls hvorki fleiri né færri en nú eru. Jafnframt er sett inn nýtt ákvæði sem tryggir að hér eftir þurfi aukinn meirihluta til að breyta samþykktunum eða 2/3 hluta greiddra atkvæða. Festir þetta í sessi þá stjórnskipan sem nú er hjá sveitarfélaginu og tryggir jafnframt að breið samstaða þurfi að vera til staðar um frekari breytingar".

 

www.dfs.is greinir frá

 

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar eins og hún var eftir kosningarnar 2010 ásamt bæjarstjóra. Ragnheiður Hergeirsdóttir og Elfa Dögg Þórðardóttir eru hættar. Í þeirra stað eru komin Arna Ír Gunnarsdóttir og Kjartan Björnsson.

 

Skráð af Menninar-Staður

13.06.2013 06:32

Að þola stjórn og bönd

Jón Sigurðsson.

 

Að þola stjórn og bönd

 

13. júní 1875

Jón Sigurðsson forseti ávarpaði skólapilta í Reykjavík. Hann sagði að eitt af skilyrðunum fyrir því að geta orðið nýtur maður væri að þola stjórn og bönd.

Frelsi án banda, án takmörkunar, væri ekki frelsi heldur agaleysi og óstjórn.

 

Morgunblaðið fimmtudagurinn 13. júní 2013 - Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.

 

Skráð af Menningar-Staður