Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2013 Júní

10.06.2013 08:10

Gríðarleg ánægja með tónleika Jethro Tull í Hofi á Akureyri

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Akureyrarmærin og tengdadóttir Eyrarbakka, Unnur Birna Björnsdóttir. lék á fiðlu og söng í nokkrum lögum með Ian Anderson félögunum.

Gríðarleg ánægja með tónleika Jethro Tull í Hofi á Akureyri

Skoski rokkarinn goðsagnakenndi Ian Anderson, og núverandi samherjar hans í Jethro Tull, héldu tónleika í Hofi á Akureyri á föstudagskvöldið við frábærar undirtektir. 

Vinsælustu lögin frá 45 ára ferli hljómsveitarinnar hljómuðu og Anderson var í banastuði; dansaði um sviðið eins og 65 ára unglamb og lék sem engill á þverflautuna.

Unnur Birna Björnsdóttir og Egill Ólafsson voru sérstakir gestir á tónleikunum og flutti hópurinn m.a. eitt laga Þursaflokksins sem var magnað.

 

Hér má sjá myndband fra tónleikunum:

https://www.facebook.com/photo.php?v=4874310656158&set=vb.1249176717&type=2&theater

 

Skráð af Menniungar-Staður

10.06.2013 06:16

Ferðamenn í maí 54 þúsund talsins

Hópur starfsmanna frá Menningar- ráðstefnustrinusetri Íslendinga, Færeyinga og Grænlendinga á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn kom í heimsókn á Eyrarbakka á dögunum.

Siggeir Ingólfsson og Lýður Pálsson tóku á móti gestunum frá Kaupmannahöfn og eru hér með farastjóranum, Ástu Stefánsdóttur, sem dásamað hefur heimsóknina á Eyrarbakka í bréfi til skipuleggjenda á Bakkanum.

 

 

Ferðamenn í maí 54 þúsund talsins

Um 54 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í nýliðnum maímánuði eða um átta þúsund fleiri en í maí 2012. Um er að ræða 18,6% aukningu milli ára.

Nærri þreföld aukning á 12 ára tímabili

Þegar litið er til fjölda ferðamanna í maímánuði á tólf ára tímabili (2002-2013) má sjá nærri þrefalda aukningu en ferðamönnum hefur fjölgað úr um 19 þúsundum í um 54 þúsund. Um er að ræða 10,9% aukningu milli ára að jafnaði þó svo miklar sveiflur séu milli ára (sjá mynd).

Helmingur ferðamanna frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Noregi og Þýskalandi

Af einstaka þjóðernum voru flestir ferðamenn í maí frá Bandaríkjunum (16,5%), Bretlandi (12,6%), Noregi (10,8%) og Þýskalandi (9,6%). Þar á eftir komu Svíar (6,9%), Danir (6,4%), Frakkar (5,6%), Kanadamenn (4,2%) og Hollendingar (3,2%). Samtals voru þessar níu þjóðir 75,8% af heildarfjölda ferðamanna í maí.

Af einstaka þjóðum fjölgaði Bretum, Bandaríkjamönnum, Þjóðverjum og Norðmönnum mest milli ára í maí. Þannig komu 2.411 fleiri Bretar en í fyrra, 1.395 fleiri Bandaríkjamenn, 1.118 fleiri Þjóðverjar og 976 fleiri Norðmenn,

Aukning frá öllum markaðssvæðum

Þegar aukning milli ára er skoðuð eftir einstaka markaðssvæðum má sjá umtalsverða aukningu milli ára í maí frá Bretlandi eða um 55,4%. N-Ameríkönum fjölgaði síðan um 20,9%, Mið- og S-Evrópubúum um 17,4% og Norðurlandabúum um 13,4%. Aukning ferðamanna frá löndum sem eru flokkuð undir annað var hins vegar í minna mæli eða um 6,9%.

Um 222 þúsund ferðamenn frá áramótum

Frá áramótum hafa 221.550 erlendir ferðamenn farið frá landinu eða um 51 þúsund fleiri en á sama tímabili í fyrra. Um er að ræða 29,9% aukningu milli ára. Bretum hefur fjölgað um 51,7%, N-Ameríkönum um 33,7%, ferðamönnum frá Mið- og S-Evrópu um 25,1% og ferðamönnum frá löndum sem flokkast undir ,,annað” um 23,9%. Brottförum Norðurlandabúa hefur hins vegar fjölgað mun minna eða um 9,5%.

Utanferðir Íslendinga

Um 34 þúsund Íslendingar fór utan í maí eða þrjú þúsund fleiri en í maí í fyrra Frá áramótum hafa um 134 þúsund Íslendingar farið utan, um 2.500 fleiri en á sama tímabili árið 2012. Aukningin nemur 1,9% milli ára.

Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð. Skiptingu milli landa má sjá í töflunni hér að neðan og nánari upplýsingar undir liðnum Talnaefni / Fjöldi ferðamanna hér á vefnum.

 

Ferðamenn í maí. Smellið á myndina til að sjá hana stærri.

 

fjöldi ferðamanna tafla

 

Af:  www.ferdamalastofa.is

Skráð af Menningar-Staður

09.06.2013 11:42

Menningar-markaður á Stað

Félagsheimilið  Staður á Eyrarbakka  verður með nokkrar markaðshelgar í sumar

Menningar-markaði   -  handverk og hverskyns alþýðuafurðir

 

Fyrsta markaðshelgin verður um jónsmessuhelgina  22. og  23. júní 2013

20 borð verða í boði hverja helgi á kr. 5.000 borðið eða kr. 3.000 annan daginn

 

Frekari upplýsingar gefur:

Siggeir Ingólfsson í síma  898-4240

 

Mannlífið var fjölbreytt í anddyrinu að Félagsheimilinu Stað í morgun.

Voru það bæði gestir og gangandi. Meðal gesta voru Færeyingar frá Fuglafirði og tóku þeir Siggeir Ingólfsson og Jóhann Gíslason þá tali en Jóhann var við störf í Fuglafirði í mánuð nú í vor.

 

Jóhann Gíslason og Siggeir Ingólfsson.

 

Jóhann Gíslason, Siggeir Ingólfsson og Elfar Guðni Þórðarson.

 

Guðjón Kristinsson.

 

 

 

Meðal gesta voru Færeyingar frá Fuglafirði og tóku þeir Siggeir Ingólfsson og Jóhann Gíslason þá tali en Jóhann var við störf í Fuglafirði í rúman mánuð nú í vor.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

09.06.2013 06:26

Grillhátíð á Brimveri

Grillhátíð var á Leikskólanum Brimveri á Eyrarbakka þann 28. júní 2007 fyrir börnin og foreldra.

 

Menningar-Staður var á staðnum og færði til myndar.

69 myndir eru komnar í albúm hér á Menningar-Stað.

 

Smella á þessa slóð hér: http://menningarstadur.123.is/PhotoAlbums/248347/

 

Hér eru nokkrar úr myndasafninu:

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

08.06.2013 16:52

Vefmyndavél við Rauða-húsið á Eyrarbakka

http://raudahusid.is/webcam/

 
Eyrarbakki
 
 
Vefmyndavél hefur verið sett upp fyrir nokkru við Rauða-húsið á Eyrarbakka.
 
Vélin snýr í austur sýnir Húsið og garðinn þar, norðurhlið Eyrarbakkakirkju og byggðina til austurs....eða annað eftir því sem vélin er færð til.
 
Vefmyndavélin er af bestu gerð eins og sjá má á myndsendingunni hér.


Skráð af Menningar-Staður

08.06.2013 12:53

Morgunspjall á Menningar-Stað

Í morgun komu meðal annara í spjall í afdrepinu í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka Rauða-hússmennirnir;

Haukur Jónsson, Jóhann Jóhannsson og  Vestfirðingurinn austan af Hellu, Stefán Ólafsson, sem kominn er til starfa við Rauða-húsið .

 

Menningar-Staður færði til myndar.

 

Sjá þessa slóð hér: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/

 

 

F.v.: Elís Ívarsson, Haukur Jónsson og Siggeir Ingólfsson.

 

 

F.v.: Stefán Ólafsson og Siggeir Ingólfsson

 

 

F.v.: Haukur Jónsson, Stefán Ólafsson og Siggeir Ingólfsson.

 

 

F.v.: Jóhann Jóhannsson og Siggeir Ingólfsson.

 

F.v.: Hakur Jónsson, Stefán Ólafsson, Jóhann Jóhannsson og Siggeir Ingólfsson sem heldur á mynd af forvera Rauða-hússins eins og það var í upphafi.

 

Skráð af Menningar-Staður

08.06.2013 08:24

Fimmtungur sveitanna afboðaði

• Miklar afboðanir á Keflavik Music Festival

• Óánægja með skipulags- og tæknimál

• Erfitt að ná í skipuleggjendur

• Norska sveitin Röyksopp hætt við

 

„Við treystum ekki á að fá borgað en Óli Geir [Jónsson skipuleggjandi] skuldar okkur líka fyrir annað gigg,“ segir Víðir Björnsson gítarleikari hljómsveitarinnar Kiriyama Family sem bættist í hóp fjölmargra hljómsveita sem hættu við að stíga á svið á Keflavik Music Festival.

Hljómsveitin átti að koma fram í Jagermaster tjaldinu svokallaða í gærkvöldi. Alls eru tónleikastaðirnir átta talsins.

„Vinir okkar úr öðrum böndum og nokkrir sem spiluðu þarna í gær hafa varað okkur við að spila þarna. Það er bara allt í rugli þarna, tæknilega og skipulagslega.“

Tónleikastaðirnir eru átta talsins. 53 hljómsveitir eru skráðar á Keflavík Music Festival og hefur a.m.k. fimmtungur afboðað komu sína. Tilkynningar frá hljómsveitum og listamönnum þess efnis hafa borist m.a. á samskiptasíðunni Facebook.

Flestar tilkynningarnar eiga það sameiginlegt að tilgreina að hljómsveitirnar muni ekki koma fram á hátíðinni m.a. vegna óánægju með skipulagningu hennar. Þá hafa margir kvartað undan því að erfitt hafi reynst að ná tali af skipuleggjendum. Morgunblaðið náði hvorki tali af Óla Geir Jónssyni né Pálma Þór Erlingssyni, skipuleggjendum hátíðarinnar, í gærkvöldi.

Á meðal þeirra hljómsveita sem hafa afboðað sig eru: Hvanndalsbræður, Bubbi Morthens, Samúel Jón Samúelsson Big Band og fleiri innlendir tónlistarmenn.

Norska hljómsveitin Röyksopp bættist í hópinn þeirra hljómsveita sem afboðuðu sig. Tilkynning þess efnis kom fram á Facebook-síðu hljómsveitarinnar. Þar segir að hljómsveitinni hafi verið ráðlagt að spila ekki á hátíðinni, sökum þess að ekki hafi verið staðið við samninga. Röyksopp, sem átti að koma fram í Túborgtjaldinu, segist harma niðurstöðuna.

 

Víðir Björnsson.

 

 

Kiriyama Family mun koma fram fyrsta sinn á sinni heimaslóð á Eyrarbakka laugardagskvöldið 6. júlí n.k. með hljómsveitunum; Æfingu frá Flateyri og Granít frá Vík í Mýrdal.

Þá verður haldin 100 ára afmælis- og félagsmálahátíð Björns Inga Bjarnasonar í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka.

 

Hljómsveitin Granít frá Vík í Mýrdal með Hlín Pétutsdóttur er hér í Samkomuhúsinu Gimli á Stokkseyri sumarið 2011 á Bryggjuhátíð.

 

Hljómsveitin Æfing frá Flateryi á sviðinu í Félagsheimilinu á Flateyri 18. maí 2013.

 

Hljómsveitin Kiriyama Family á sviði í sínum gamla skóla, Fjölbrautaskóla Suðurlands, þann 28. ágúst 2012.

 

Skráð af Menningar-Staður

 

08.06.2013 06:20

Opið í Laugabúð í dag - 8. júní 2013

Laugabúðin á Eyrarbakka gjörir kunnugt:

 

Heilt og sælt veri fólkið.
Það verður svo sannarlega opið í Laugabúð laugardaginn 8. júní. Kaupmaðurinn og lagerstjórinn eru löglega afsökuð - mikil opnun á Þjóðminjasafninu kl. 15:00.
En það eru komnir gestakaupmenn frá höfustaðnum og ætla að standa vaktina þennan daginn.

Endilega kíkið á þau - nýr varningur - og skemmtilegheit.

 

Af Facebooksíðu Laugabúðar.

 

 

Magnbús Karel Hannesson í Laugabúð á Eyrarbakka.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

08.06.2013 05:36

Hvað verður um litla Ísland?

Jón Hákon Magnússon

Jón Hákon Magnússon í Norðurkoti á Eyrarbakka

 

Hvað verður um litla Ísland?

 

Það vakti mikla athygli þegar það fréttist nýverið að Bandaríkin (BNA) og Evrópusambandið (ESB) hefðu vaxandi áhuga á að gera með sér fríverslunarsamning hið fyrsta. Það virðist sem mikil alvara sé hér á ferðinni og nýlega hafði breska fréttaritið Economist það eftir embættismanni í Brussel að ef allt gangi að óskum þá geti samningar orðið að veruleika innan 18 mánaða eða áður en Obama lætur af embætti. Ef þessar vestrænu valdablokkir ná samkomulagi um fríverslunarsamning sín á milli er ljóst að verslun og viðskipti í heiminum munu breytast verulega. Slíkur samningur mun minnka viðskiptavægi Kína, Indlands, Brasilíu og annarra ríkja sem eru á uppleið í heimsviðskiptum.

Gangi samningur eftir vaknar spurningin sem snýr að okkur Íslendingum: Hvað verður um litla Ísland? Ný ríkisstjórn vill ekkert með ESB hafa og hefur hætt viðræðum um hugsanlega aðild. Það setur okkur eflaust út í kuldann í Brussel. Hvað dugir EES-samningur þá langt? Norsk stjórnvöld eru sögð hafa haft áhyggjur af því að fyrrverandi ríkisstjórn hefði haft lítið sem ekkert samráð við Norðmenn um framtíð og endurbætur á EES. Sama ríkisstjórn hefði nánast engin samskipti haft við stjórnvöld í Washington sem leiddi til að hún var sambandslaus við ráðamenn þar og í raun verið úti í kuldanum. Vonandi breytist það til batnaðar með nýrri ríkisstjórn. Viðskipti við BNA eru orðin hverfandi og minnka m.a. vegna þess að eftirlitsiðnaður landsmanna gerir sitt besta til að beina viðskiptum landsins til ESB, sem við ætlum ekki að semja við í nánustu framtíð. Fari svo að ESB og BNA geri með sér fríverslunarsamning þá bendir margt til þess að Ísland lokist í raun úti og verði einangrað og sambandslítið hér norður við heimskautsbaug.

Talið er að Angela Merkel, kanslari Þýskalands, eigi stærstan þátt í því að sannfæra Obama, forseta, um mikilvægi slíks samnings sem brýnt sé að ganga frá. Fríverslunarsamningur milli Evrópu og BNA mun koma til með að endurnýja og styrkja mikilvægi vestrænna ríkja í heimsviðskiptum, tækniþróun og framförum. Auk þess munu Evrópu og BNA eignast sameiginlegan markað fyrir fleiri hundruð milljónir neytenda beggja vegna Atlantsála. Obama hefur mikinn áhuga á að styrkja útflutning BNA umtalsvert, auka framleiðslu á útflutningsvarningi og skapa fjölda nýrra starfa í framleiðslu, verslun og viðskiptum. Obama notaði árlegt ávarp sitt til þjóðarinnar (State of the Union) til að tilkynna að samningaviðræðurnar, sem á ensku nefnast Transatlantic Trade and Investment Partnership (TTIP), væru komnar af stað. Í sömu ræðu hvatti hann einnig til þess að gerðir yrðu svipaðir samningar milli BNA og ýmissa Asíulanda.

Vonandi áttar íslenska ríkisstjórnin sig á því hversu mikilvægt það er að styrkja á ný áratuga gömul viðskiptatengsl við N-Ameríku. Ekki bara það heldur stórauka menningar-, menntunar- og stjórnmálatengsl við Bandaríkin og Kanada. Í áratugi vorum við í hópi þjóða sem seldu Bandaríkjunum ómælt magn af sjávarafurðum, en nú er hún Snorrabúð stekkur. Vörumerkið Icelandic er ekki lengur í eigu Íslendinga, heldur er nú notað á endurunnar sjávarafurðir frá Kína, sem kanadískt fyrirtæki selur á bandarískum markaði, sem er niðurlægjandi fyrir okkur Íslendinga.

Eimskip og Icelandair standa sig mjög vel í viðskiptum í N-Ameríku, það gera Össur, Marel og mörg fleiri íslensk fyrirtæki líka. Vinstri stjórnin gerði lítið sem ekkert á kjörtímabilinu til að styrkja og bæta viðskiptatengslin við Bandaríkin sem voru fyrst ríkja til að viðurkenna sjálfstæði Íslands. Það má segja að vinstri stjórnin hafi í raun slegið upp ósýnilegum Kínamúr umhverfis Ísland í utanríkismálum. Nýja ríkisstjórnin hefur mikið verk að vinna við að styrkja á ný samskipti Íslands við bandamenn í Evrópu og N-Ameríku.

Með nýjum herrum koma ný vinnubrögð. Það gladdi mig mikið þegar nýr untanríkisráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson, sagði fréttamanni RÚV að ríkisstjórnin stefndi að því að styrkja tengslin við fjarlæg ríki en bætti svo við: „Síðan hef ég mikinn áhuga á að endurvekja og styrkja samband [okkar] aftur til vesturs og eins að sjálfsögðu að horfa til þeirra ört vaxandi markaða sem eru í vestrinu.“

Ríkisstjórnin verður að gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir það að Ísland lokist úti ef og þegar ESB og BNA gera með sér fríverslunarsamning. Tíminn er knappur. Litla Ísland má ekki verða hornreka þegar umræddur fríverslunarsamningur verður að veruleika.

 

Jón Hákon Magnússon í Norðurkoti á Eyrarbakka.

Höfundur er framkvæmdastjóri KOM almannatengsla

Morgunblaðið laugardagurinn 8. júní 2013

 

 

Jón Hákon Magnússon og Siggeir Ingólfsson ræða málin á Menningr-Stað

 

 

Skráð af Menningar-Staður

08.06.2013 05:24

Morgunspjall á Menningar-Stað

Í gærmorgun tóku menningarspjall á morgunstund, í afdrepinu fyrir gesti og gangandi í Félagsheimilinu Stað á Eyarbakka, þeir Elías Ívarsson og Siggeir Ingólfsson.

 

Menningar-Staður færði til myndar.

 

 

F.v.: Elías Ívarsson og Siggeir Ingólfsson.

 

 

Skráð af Menningar-Staður