Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2013 Júlí

29.07.2013 11:15

Gestir og gangandi að morgni 29. júlí 2013 í og við Félagsheimilið Stað * Menningar-Stað

Á Stað í morgun. F.v.: Hörður Sigurðsson, rútubílstjóri, Helga E. Jónsdóttir frarstjóri og leikkona, Siggeir Ingólfsson, staðarhaldari á Stað og Ásdís Jónína Halldórsdóttir sem starfar í upplýsingamiðstöðinni á Stað.

 

Gestir og gangandi að morgni 29. júlí 2013 í og við Félagsheimilið Stað *

Menningar-Stað

 

Fjöldi gesta og gangandi kom í morgun, mánudaginn 29. júlí 2013,  í Félagsheimilið Stað á Eyrarbakka.

Flestir komu inn og allir fóru upp á sjóvarnagarðinn og margir voru myndaðir mað Atlantshafið í bakgrunni.

 

 

Menningar-Staður færði til myndar:

 

 

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

29.07.2013 06:32

29. júlí 1979 - Afhjúpaður var minnisvarði innst í Þorskafirði um Kollabúðafundi

Fangaverðir og Hrútavinir á Kollabúðum í sumarferð þann 1. september 2009.

F.v.: Hlynur Gylfason, Stokkseyri, Ásmundur Sigurðsson, Selfossi, Gunnar Marel Friðþjófsson, Selfossi, Einar Loftur Högnason, Selfossi, Jóhann Páll Helgason, Selfossi, Bjarkar Snorrason, Brattsholti á Stokkseyri, Hafliði Magnússon, Selfossi (látinn), Einar Valur Oddssson, Selfossi og Friðrik Sigurjónsson, Eyrarbakka. Einnig var með í för Björn Ingi Bjarnason á Eyrarbakka sem tók myndirnar.  

 

29. júlí 1979 - Afhjúpaður var minnisvarði

innst í Þorskafirði um Kollabúðafundi

 

Þann 29. júlí 1979 var afhjúpaður var minnisvarði innst í Þorskafirði um Kollabúðafundi en þeir voru haldnir árlega frá 1849 til 1895.

Þar ræddu Vestfirðingar helstu framfaramál þjóðarinnar og íþróttir voru í hávegum hafðar.

 

Morgunblaðið mánudagurinn 29. júlí 2013 - Dagar Íslands - Jónas Ragnarsson.

 

Einnig var komið við í Bjarkalundi á slóð Dagvaktarinnar.

 

Skráð af Menningar-Staður.

28.07.2013 06:29

Aldamótahátíð á Eyrarbakka 10. ágúst 2013

 

 

Aldamótahátíð á Eyrarbakka 10. ágúst 2013

 

Hestar, kindur, geitur og hænur, menn, konur og börn bjóða ykkur velkomin á hina árlegu þorpshátíð sem haldin verður á Eyrarbakka hinn 10. ágúst 2013.

Íbúar og gestir klæða sig upp á í anda aldamótanna 1900.

 

Allar nánari upplýsingar um hátíðina verða á www.arborg.is - á www.eyrarbakki.is.

og á http://menningarstadur.123.is/

 

 

 

 

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

27.07.2013 21:05

Stórstjörnur á Stokkseyri

 

Hljósveitin NilFisk í Samkomuhúsini Gimli á Stokkeyri þangað sem Foo Fighters heimsóttu þá og buðu svo með sér í Laugardagshöllina þann 26. ágúst 2003.

F.v.: Sigurjón Dan Vilhjálmsson, Stokkseyri, Jóhann Vignir Vilbergsson, Eyrarbakka, Sveinn Ásgeir Jónsson, Stokkseyri og Víðir Björnsson, Eyrarbakka.

 

Fyrir framan Laugardalshöllina 26. ágúst 2003.

 

Stórstjörnur á Stokkseyri

 

Draumur hvers tánings í rokkhljómsveit rættist hjá meðlimum hljómsveitarinnar NilFisk frá Stokkseyri sumarið 2003.

Liðsmenn Foo Fighters voru í menningarferð í Árborg, gæddu sér á humri og íslensku brennivíni í veitingahúsinu Fjöruborðinu á Stokkseyri og buðu NilFisk að hita upp fyrir tónleika sína í Laugardalshöllinni.

Lögfræðingar danska ryksugufyrirtækisins reyndust ekki jafn blíðir á manninn þegar NilFisk tróð upp á Færeyingabarnum Skarfinum í Kaupmannahöfn, eins og Víðir Björnsson rakti fyrir hlustendum Pálssonar & litla í morgun laugardaginn 27. júlí 2013

Heyra má viðtalið hér á þessari slóð fyrir neðan: 

http://www.ruv.is/menning/storstjornur-a-stokkseyri

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

27.07.2013 20:20

Eyrbekkingar í veitingarekstur í Hveragerði - Grillið hjá Möggu

Eyrbekkingurinn Margrét Guðjónsdóttir og maður hennar Þór Ólafur Hammer.

 

Eyrbekkingar í veitingarekstur í Hveragerði - Grillið hjá Möggu

 

Grillið hjá Möggu er nýr veitingastaður í Hveragerði við Breiðumörk 19. Þar er boðið er upp á það helsta af grillinu, girnileg pulsu- og kjúklingamix, ásamt ís og allt sem tilheyrir hefðbundinni sjoppu. Eigendur staðarins eru þau hjónin Margrét Guðjónsdóttir frá Eyrarbakka og maður hennar Þór Ólafur Hammer, en þau reka einnig tjaldsvæðið í Hveragerði. Formleg opnun var 6. júlí sl. með hoppukastala, fríum hamborgurum, pylsum, pylsumixinu o.fl. Opnunartími er kl. 11:00 – 22:00 og lengur ef þörf krefur.

Lárus Borgar Hammer Ólafsson bakari aðstoðaði þau Margréti og Þór bróðir sinn í opnuninni og grillaði eins og herforingi fyrir gestina. Lárus lærði fræðin sín hjá Sissa í Bakarameistaranum Suðurveri, en hann byrjaði að læra kokkinn árið 1984 í fjölbraut og fór svo beint í bakarann árið 1986.

“Sérstaða veitingastaðarins eru hlýjar móttökur, fá borð og stólar og afar heimilislegt umhverfi. Við erum meðal annars með morgunmat, egg, beikon, brauð, djús og kaffi, fyrir gesti tjaldsvæðisins. Á boðstólnum eru um 20 réttir sem eru sóttir til Noregs og Danmerkur. Af grillinu er meðal annars Grísasnitsel með kartöflubátum, salati og bernaissósu”, sagði Margrét aðspurð um sérstöðu veitingastaðarins og hvað væri á boðstólnum.

Hún sagði langþráðan draum vera að rætast hjá þeim hjónum. Þau hefðu verið með þetta í maganum síðan hún var að vinna á Ferjugrillinu í Hanstholm Danmörku og þau langaði að vera með smurbrauð í framtíðinni, rautt, hvítt og bjór. Margrét er fyrrverandi smurbrauðsdama frá Hótel Sögu og hefur unnið á ýmsum stöðum hér á landi, t.a.m. á Brauðbæ, Veitingamanninum og eins í Noregi og Danmörku. Hún starfar einnig sem leiðsögumaður frá MK.

 

Ólafur Þór Hammer og Margrét Guðjónsdóttir á ætrtarmóti í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka þann 11. maí s.l.

 

Skráð af Menningar-Staður

27.07.2013 07:10

Menningarveisla á Sólheimum í dag

Sólheimakirkja.

 

Menningarveisla á Sólheimum í dag

 

Í Sólheimakirkju mætir í dag, laugardaginn 27. júlí 2013, söngkonan Ingibjörg Friðriksdóttir og flytur sönglög úr ýmsum áttum, en tónleikarnir hefjast kl 14:00.

Sýningarnar eru opnar kl 12:00-18:00 í Ingustofu og Íþróttaleikhúsinu, rétt eins og kaffihúsið, verslunin og plöntusalan.

Aðgangur er ókeypis.

 

Skráð af Menningar-Staður

26.07.2013 07:28

Af Eyrbekkingum fjarri heimaslóð

Eyrbekkingurinn Sigríður Ingibjörg Hannesdóttir á Cafe Catalina í Hamraborginni í Kópavogi.

 

Af Eyrbekkingum fjarri heimaslóð

 

Menningar-Staður á Eyrarbakka skrapp á höfuðborgarsvæðið í gær.

 

Í Cafe Catalina í Hamraborg 11 í Kópavogi hitti hann tvo Eyrbekkinga sem þar starfa.

Þau Sigríði Ingibjörgu Hannesdóttur og Stefán Björgvin Guðmundsson.

Eyrbekkingarnir Sigríður Ingibjörg Hannesdóttir og Stefán Björgvin Guðmundsson á Cafe Catalina í Kópavogi.

 

Skráð af menningar-Staður.
 

_______________________________________________________________

 

       - Cafe Catalina föstudagskvöldið 26. júlí 2013 - Velkomin-

 - Cafe Catalina laugardagskvöldið 27. júlí 2013 - Velkomin-

 

 

26.07.2013 06:15

Alþingismaður gefur út bók með gamansögun

Ásmundur Friðriksson.

 

Alþingismaður gefur út bók með gamansögun

 

Nýlega gaf alþingismaðurinn Ásmundur Friðriksson út veglega bók með gamansögum úr uppvexti sínum. 

Í bókinni sem ber nafnið Ási grási í Grænuhlið, Eyjapeyi í veröld sem var, rifjar Ásmundur upp skemmtilegar sögur frá bernsku- og æskuárum sínum í Vestmannaeyjum og undir Eyjafjöllum. Hann segir frá kúnstugum persónuleikum, prakkarastrikum sínum og annarra og dregur upp glögga mynd af mannlífinu eins og það var í Vestmannaeyjum áður en Heimaeyjargosið 1973 breytti þeirri veröld sem var.

Ásmundur er vel drátthagur og teiknaði margar skemmtilegar myndir sem eru í bókinni. Myndirnar taka oft við þar sem orðin ná ekki að lýsa sögupersónum og mannlífi.

Bókin er í glæsilegu broti en bókband og prentun fór fram hjá Prentmeti ehf.

 

Af: www.dfs.is

 

 

F.v.: Ásmundur Friðriksson, Júlía Björnsdóttir og Siggeir Ingólfsson á Menningar-Stað á Eyrarbakka.

 

í Vesturbúðinni á Eyrarbakka. F.v.: Sesselja Sumarrós Sigurðardóttir, Siggeir Ingólfsson, Ingólfur Hjálmarsson, Júlía Björnsdóttir,  Rúnar Eiríksson, Sigurjón Pálsson og Ásmundur Friðriksson.

Í Vesturbúðinni á Eyrarbakka. F.v.: Jón Bjarni Stefánsson, Trausti Sigurðsson, Snjólaug Kristjánsdóttir, Júlía Björnsdóttir, Finnur Kristjánsson og Ásmundur Friðriksson.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

25.07.2013 19:41

Þegar Hrútavinafélagið Örvar fékk Hrútinn Gorbashev frá Brúnastöðum

Guðni Ágústsson, heiðursforseti Hrútavinafélagsins, að lesa gjafabréf KÁ fyrir forseta félagsins, Björn Inga Bjarnason.

 

Þegar Hrútavinafélagið Örvar fékk Hrútinn Gorbashev frá Brúnastöðum

 

Hrútavinafélagið Örvar á Suðurlandi var stofnað að Tóftum í Stokkseyrarhreppi hinum forna árið 1999

 

Félagið hélt veglega móttökuhátíð í Lista- og menningarverstöð Hólmaröst á Stokkseyri þann 13. maí 2005.

Á hátíðinni afhenti heiðursforseti Hrútavina, Guðni Ágústsson, félaginu hrútinn Gorbashev frá Brúnastöðum uppstoppaðan sem Kaufélag Árnesinga átti en gaf Hrútavinafélaginu Örvari.

 

Hrúturinn vekur mikla athygli hvar sem hann hefur verið svo sem í Lista- og menningarverstöðinni Hólmaröst, Draugasetrinu á Stokkseyri og um tíma í verslun í Reykjavík.

Gorbashev er nú í Félagsheimilinu Stað,   Menningar-Stað  á Eyrarbakka og margir gesta þar láta mynda sig við hrútinn fræga.

 

Á hátíðinni 2005 kom m.a. fram "Hljómsveit Hins Konunglega danska Hrútavinafélags" sem ekki má nota það nafn samkvæmt sérstöku bréfi frá Margréti Þórhildi drottningu okkar fyrrum herraþjóðar Dana sem Hrútavinir bera mikla virðingu fyrir.

Hljómsveitin mun samt nota þetta upphaflega nafn sitt og vísar til túlkunar þegar við á "Að misskilja hlutina vitlaust" eins og þekkt er í fræðilegum túlkunum á andagift "Manns orðsins" meðal Hrútavina, Guðbjarts Jónssonar á Flateyri. 

 

Esben Lauresen er hljómsveitarstjóri í "Hljómsveit Hins Konunglega danska Hrútavinafélags"

 

Hrúturinn Gorbashev í blómahafi

 

Ólafur Helgi Kjartansson, lögsögumaður Hrútavina.

 

Guðni Ágústsson að afhenda Lýð Pálssyni stærstu pylsu á Íslandi til varðveislu í Byggðasafni Árnesinga

 

 

Skráð af Menningar-Staður