Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2013 Júlí

25.07.2013 07:00

25. juli 1510 - Gríðarlegt gos hefst í Heklu

File:Hekla and horse.jpg

Hekla

 

25. juli 1510 - Gríðarlegt gos hefst í Heklu

 

Þennan dag árið 1510 hóf Hekla að gjósa eftir 120 ára hlé. Þetta var kraftmikið gos sem hófst með gríðarlegum jarðskjálfta og dynkjum. Logarnir teygðu sig til lofts og ösku og glóandi grjóti rigndi yfir nálægar sveitir.

Gosið olli miklum skaða um allt Suðurland, meðal annars mannskaða. Heimildir herma að fjórir menn hafi farist í Rangárvallasýslu og einn hafi rotast af steinkasti í Skálholti. Vindur stóð af norðaustri og askan barst yfir Rangárvelli og Landeyjar en einnig yfir Landsveit og Holt og allt vestur í Flóa. Í jarðvegi á Suðurlandi er askan frá 1510 langþykkasta og grófasta Heklulagið frá sögulegum tíma.

Mikið hraunrennsli varð einnig í gosinu. Megnið rann til suðurs milli Trippafjalla og Vatnafjalla og samkvæmt heimildum virðist sem fá gos hafi orðið afdrifaríkari fyrir byggðaþróun á Suðurlandi.

 

Skrað af Menningar-Staður

24.07.2013 10:51

Eyrarbakki að morgni 24. júlí 2013

Birna Kjartansdóttir og Siggeir Ingólfsson framan við Menningar-Stað í morgun.

 

Eyrarbakki að morgni 24. júlí 2013

 

Mikið logn var á Eyrarbakka í morgun og þoka yfir öllu til að byrja með.

Hægur andvari færði þokuna á braut og nú er sól og blíða um allt. Ládautt til hafsins og mikið fuglalíf í fjörum.

 

Menningar-Staður færði nokkuð mannlíf til myndar og komið albúm hér á Menningar-Stað.


Smella á þessa slóð:http://menningarstadur.123.is/PhotoAlbums/250285/

 

Nokkrar myndir hér:

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

24.07.2013 08:32

Gamla Seljavallalaugin meðal 10 bestu sundlauga heims

 

Gamla Seljavallalaugin meðal 10 bestu sundlauga heims

 

Enn einu sinni hefur sannast að í Rangárþingi eystra eru þær margar perlurnar, bæði náttúrulegar og uppbyggðar.

Í breska blaðinu The Guardian í gær var gamla Seljavallalaugin valin meðal 10 bestu sundlauga í heimi og er þar í hópi heldur stærri lauga eins og Ólympíulaugarinnar í Sydney.

Seljavallalaugin er staðsett í Laugarárgili, innan við bæinn Seljavelli og er þar byggð utan í klett þar sem heitt vatn kemur niður.

Björn J. Andrésson, í Berjaneskoti, var aðalhvatamaður þess að sundlaug yrði byggð á þessum stað. Hann fékk leyfi og stuðning bænda undir Eyjafjöllum með því að lofa þeim sundkennslu þegar laugin yrði tilbúin. Árið 1922 var hafist handa, laugin hlaðin með grjóti og torfi og mældist 9 m. löng og 4-5 m. á breidd. Það tók tvo heila daga að klára hleðsluna. Þremur dögum eftir að laugin var fullgerð hófst sundkennsla, 25 manns voru skráð á fyrsta námskeiðið og gisti fólk í tjöldum við hlið laugarinnar meðan á námskeiðinu stóð. Árið 1923 var svo ráðist í að byggja steinsteypta sundlaug, og var kletturinn þar sem heitt vatnið kemur niður, notaður sem einn af veggjum laugarinnar. Seljavallalaug er um 25 m. á lengd og 10 m. á breidd og var stærsta sundlaug landsins allt til 1936.

Nú á dögum er hægt að fara í laugina sér að kostnaðarlausu en algjörlega á eigin ábyrgð. Laugin er hreinsuð einu sinni á sumri en fram að þeim tíma er Seljavallalaug þakin þykku slýi og því rétt að fara varlega.

Eftir eldgosið í Eyjafjallajökli 2010 fylltist laugin af ösku en snemmsumars 2011 kom hópur sjálfboðaliða og hreinsaði laugina með skóflum og gröfum. Seljavallalaugin er friðuð.

 

 

Af: www.hvolsvollur.is

 

Skráð af Menningar-Staður

24.07.2013 07:04

Inga Lára Baldvinsdóttir með 5 stjörnur

 

Inga Lára Baldvinsdóttir með 5 stjörnur

 

Bók Ingu Láru Baldvinsdóttur Sigfús Eymundsson myndasmiður fær 5 stjörnur í Morgunblaðinu!

Til hamingju Inga Lára ásamt Ívari Brynjólfssyni ljósmyndara og Steinari Erni Atlasyni ritstjóra.

Þjóðminjasafnið gefur bókina út og hún fæst í safnbúð Þjóðminjasafns, safnbúð Þjóðmenningarhúss og í betri bókabúðum.

 
 
 
Af Facebooksíðu Þjóðminjasafns Íslands
 
 
Skráð af Menningar-Staður

 

23.07.2013 21:20

Stokkseyringur í slipp á Selfossi

Ingi S. Ingason í slipp hjá Kjartani Björnssyni rakara á Selfossi.

 

Stokkseyringur í slipp á Selfossi

 

Mynda-vélmenni Menningar-Staðar var á Selfossi á dögunum og kom við á Rakarastofu Björns og Kjartans við Austurveginn.

 

Þá var þar í slipp Ingi S. Ingason á Stokkseyri og skólastjóri FSu á Litla-Hrauni.

 

Menningar-Staður færði til myndar:

 

 

Menningarleg stefnumótun í slippnum.

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

23.07.2013 07:13

Nýtt frá Vestfirska forlaginu: Hornstrandir og Jökulfirðir - Ýmsar frásagnir af horfnu mannlífi

 

Nýtt frá Vestfirska forlaginu: Hornstrandir og Jökulfirðir - Ýmsar frásagnir af horfnu mannlífi

 

Tvær úr Jökulfjörðum.

 

Bjarney Sólveig Guðmundsdóttir, húsfreyja á Hrafnfjarðareyri, skartbúin í söðli á færleik sínum. Hún var merkileg heimskona á sinn hátt þó hún færi sjaldan út fyrir heimasveit sína. Ljósmyndina tók þýskur maður sem var á ferð á þessum slóðum um 1930. (Sjá Grunnvíkingabók 1. Guðrún Ása Grímsdóttir. Útg. Grunnvíkingafélagið 1989)

Sonja W. Benjamínsson de Zorrilla var ættuð frá Marðareyri í Jökulfjörðum. Hún var heimskona í orðsins fyllstu merkingu og hagvön í veislusölum víða um heim og verðbréfamarkaðinum í New York. Hugur hennar leitaði oft til Vestfjarða. (Sjá Reynir Traustason: Sonja. Útg. JPV forlag Rvk. 2002)

 

     Vestfirska forlagið hefur byrjað útgáfu ritraðar um Hornstrandir og Jökulfjörðu.Verður þar dregið fram úrval úr þeim bókum og ritum sem forlagið hefur gefið út um þetta stórkostlega landsvæði og má kalla að hér sé um að ræða gamalt vín á nýjum belgjum. Einnig verður leitað fanga víðar eftir atvikum, bæði um nýtt og eldra efni. Ótrúlega mikið efni um þessar eyðibyggðir Vestfjarða er að finna vítt og breytt í Bókunum að vestan. Hér er um að ræða fjölbreyttar og áhugaverðar frásagnir sem þurfa að koma fyrir augu sem flestra. Í vestfirsku örlagasögunum er bæði spenna  og ást. Fólk hugsar oft ekki út í þetta og talar um þjóðlegan fróðleik með neikvæðum teiknum. Það er ekki síður spenna í því sem gerðist í raun og veru og stundum miklu meiri. Hvernig menn lifðu af á Vestfjörðum fyrr á tímum kostaði mikinn manndóm eins og víðar á landinu. Vestfirsku örlagasögurnar og glæpa- og spennusögurnar sem hampað er í fjömiðlum árið út og árið inn eru andstæður sem menn ættu að bera saman.

   Fyrsta bókin um Hornstrandir og Jökulfirði kom út í fyrra og fékk mjög góðar móttökur. 

Önnur bókin er að koma út þessa dagana. Þar er meðal annars sagt frá heims-og glæsikonunni Sonju Benjamínsson de Zorrilla sem ættuð var úr Dýrafirði og Jökulfjörðum. Hún var alla tíð mjög stolt af uppruna sínum. Reynir Traustason, ritstjóri, samdi mjög læsilega bók um ævi hennar fyrir nokkrum árum. Bjarney Solveig Guðmundsdóttur, húsfreyja á Hrafnfjarðareyri í Jökulfjörðum, kemur við sögu, en hún var stórkostleg manneskja eins og Sonja, þó hún kæmi aldrei í veislusali heimsins. Birtur er kafli úr Ferðabók Eggerts og Bjarna, en þeir ferðuðust um Hornstrandir 1754. Þá er löng grein eftir Guðmund Guðna Guðmundsson, fræðimann, þar sem fjallað er um bjarndýrsbana á Hornströndum og áfram er fjallað um Hall á Horni. Einsetumaður í Hornvík segir frá ótrúlegum manni og þrekvirkjum hans. Óborganlegar frásagnir í gamansömum stíl eru í bókinni af séra Magnúsi franska á Stað í Aðalvík. Þegar hann lýsti samgöngum innan sóknar hjá sér sagðist hann heldur vilja fara fótgangandi til helvítis en ríðandi norður að Horni. Séra Magnús hlýtur að hafa verið stórkostlegur persónuleiki og er svo um fleiri af umræddum slóðum.

 

Sunnlendingurinn Ómar Smári Kristinsson og kona hans , Nina Ivanova, sem er frá Garðaríki (Rússlandi). Þau eru óþreytandi starfsmenn hjá Vestfirska forlaginu og alltaf á vakt. Hér halda þau á nýju bókinni.

23.07.2013 06:38

Keflavíkurflugvöllur bætti sig mest

Mun fleiri hafa átt leið um Flugstöð Leifs Eiríkssonar á fyrri helmningi ársins en á sama tíma í fyrra.

 

Keflavíkurflugvöllur bætti sig mest

 

Á fyrri helmingi ársins fjölgaði farþegum á Keflavíkurflugvelli um nærri fimmtung. Það er miklu meiri aukningin en stóru flugvellirnir á Norðurlöndunum geta státað af.

 

Það fóru rúmlega ellefu milljónir farþega um Kaupmannahafnarflugvöll á fyrri helmningi ársins. Það er um tíu sinnum fleiri farþegar en flugu til og frá Keflavík á sama tíma.

Sá danski er vinsælasti flugvöllur Norðurlanda en Gardermoen í Osló kemur rétt á eftir eins og sjá má töflunni hér fyrir neðan. Arlanda í Stokkhólmi er í þriðja sæti og Vantaa í Helsinki er í því fjórða.

Á síðasta ári var Keflavíkurflugvöllur sá níundi stærsti á Norðurlöndum en í samanburði við þá fjóru stærstu þá hefur farþegum hlutfallslega fjölgað langmest hér það sem af er ári.

Fjöldi farþega á fyrri helmingi ársins.

Flugvöllur Fjöldi farþega Breyting milli ára
Kaupmannahöfn 11.514.594 +2,2%
Gardermoen Osló 11.004.653 +3,2%
Arlanda Stokkhólmi 9.891.293 +2%
Vantaa Helsinki 7.456.331 -0,3%
Keflavíkurflugvöllur 1.153.139 +18,4%

Hinir norrænu vellirnir sinna einnig innanlandsflugi og í Osló var t.a.m. um helmingur af farþegunum á leið til annarra áfangastaða í Noregi.

 

Af: www.turisti.is

 

Skráð af Menningar-Staður

 

22.07.2013 20:17

22. júlí 1929 - Landakotskirkja í Reykjavík var vígð

Landakotskirkja

Landakotskirkja í Reykjavík sem teiknum var af Eyrbekkingnum Guðjóni Samúelssyni.

 

22. júlí 1929 - Landakotskirkja í Reykjavík var vígð

 

22. júlí 1929 - Landakotskirkja í Reykjavík var vígð með mikilli viðhöfn, en það gerði Vilhjálmur van Rossum kardínáli og sérlegur sendimaður Píusar páfa. Kardínálinn og fylgdarlið hans gekk tvívegis kringum kirkjuna rangsælis og einu sinni sólarsinnis. Þá voru 55 manns í kaþólska söfnuðinum, nú eru þeir um ellefu þúsund.

 

Saga kirkjunnar

Landakotskirkja, Basilíka Krists konungs eða Kristskirkja  er dómkirkja, það er embættiskirkja biskups kaþólsku kirkjunnar á Íslandi. Kirkjan er í vesturbæ Reykjavíkur  í Landakoti.

Nafn kirkjunnar, Dómkirkja Krists konungs, Landakoti, er til heiðurs Drottni allsherjar, Guð og manni, en sérstök hátíð Krists konungs var sett á stofn árið 1925 af Píusi XI. Kirkjuklukkurnar þrjár eru tileinkaðar Kristi konungi, heilagri Maríu og heilögum Jósef.

Fyrstu kaþólsku prestarnir sem komu til Íslands eftir siðaskiptin voru Frakkarnir Bernard Bernard og Jean-Baptiste Baudoin. Þeir keyptu jörðina Landakot í Reykjavík og bjuggu í bóndabænum. Þeir byggðu litla kapellu við bæinn árið 1864. Nokkrum árum seinna var lítil timburkirkja reist við Túngötu, nálægt prestsetrinu í Landakoti. Kirkja þessi var helguð heilögu hjarta Jesú.

Eftir fyrri heimstyrjöldina fóru kaþólskir á Íslandi að ræða um nauðsyn þess að byggja nýja og stærri kirkju fyrir hinn vaxandi söfnuð. Ákveðið var að reisa kirkju í nýgotneskum stíl og var arkitektinum Guðjóni Samúelssyni falið að teikna hana. Kirkjan var vígð 23. júlí 1929 og var þá stærsta kirkja landsins.

Landakotskirkja var byggð í gotneskum stíl og vígð 23. júlí 1929. Turn kirkjunnar var aldrei fullgerður. Vilhjálmur van Rossum, kardínáli og sérlegur sendimaður Píusar páfa XI, vígði hana. Það var Guðjón Samúelsson frá Eyrarbakka, arkitekt og húsameistari ríkisins sem teiknaði kirkjuna. Hún þykir brautryðjendaverk, því hún var byggð úr steinsteypu, sem var nýung í byggingu gotneskra mannvirkja. 

Kirkjan er helguð og eignuð Jesú Kristi, eilífum Guði og konungi, undir vernd alsællar Guðsmóður Maríu meyjar, hins helga Jósefs, hins heilaga Jóns Holabiskups Ögmundssonar og Þorláks helga Skálholtsbiskups. 

Píus páfi gaf til kirkjunnar nokkra fágæta muni og er tvo þeirra að sjá í kirkjunni. Yfir háaltarinu er stytta af Kristi, þar sem hann stendur á jarðarkringlunni. Þetta er frummyndin og er hún skorin út í sedrusvið. Ekki eru fleiri eintök til í heiminum, því listamaðurinn, Gampanya frá Barcelona, bannaði að afsteypa yrði gerð af henni. Þá er fremst í kirkjunni útskorin tafla, sem Píus páfi gaf kirkjunni árið 1936. Hún sýnir kaþólsku kirkjuna, hina almennu kirkju, kalla þjóðir heims saman og leiða þær, þar sem María mey heldur á syni sínum, Jesú, yfir hvolfþaki Péturskirkjunnar. Listaverkið var gert í borginni Bozen í Tíról og var sérstök gjöf til páfa, en í tíð hans efldist trúboðsstarf kirkjunnar.

Eyrbekkingurinn Guðjón Samúelsson.

Landakotskirkja: Sumar

 

 

Morgunblaðið mándagurinn 22. júlí 2013 og af: www.kirkjukort.net

 

Skráð af Menningar-Staður

22.07.2013 07:13

Merkir Íslendingar: - Eiríkur J. Eiríksson

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Eiríkur J. Eiríksson

 

Merkir Íslendingar: - Eiríkur J. Eiríksson

 

Eiríkur Júlíus Eiríksson, prestur, skólastjóri og þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, fæddist  22. júlí 1911 að Ekru í Vestmannaeyjum en fluttist fárra vikna gamall á Eyrarbakka.

Faðir hans var Eiríkur Magnússon, trésmiður frá Ölfusi. Hann fluttist til Kaliforníu í Bandaríkjunum, um það leyti sem Eiríkur fæddist, og sneri aldrei aftur. Eiríkur ólst upp hjá einstæðri móður sinni, Hildi Guðmundsdóttur frá Iðu í Biskupstungum, og móðurforeldrum sínum, Guðmundi Guðmundssyni og Jónínu Jónsdóttur.

Eiríkur var í barnaskóla á Eyrarbakka og fór svo í MR og varð stúdent þaðan 1932. Hann tók kennarapróf 1934 og guðfræðipróf frá HÍ 1935. Hann fór svo í framhaldsnám til Basel í Sviss.

Eiríkur varð kennari á Núpi í Dýrafirði 1935, tók sér árshlé meðan hann kynnti sér skólamál á Norðurlöndunum 1936-1937, fór svo aftur að kenna á Núpi og varð skólastjóri þar 1942 til ársins 1960. Á sama tíma var hann sóknarprestur á Núpi. Árið 1960 varð hann prestur og þjóðgarðsvörður á Þingvöllum og gegndi þeim stöðum til ársins 1981. Hann hætti þó ekki að sinna skólamálum því hann hafði mikil afskipti af Ljósafossskóla og var m.a. prófdómari þar og sat í skólanefnd.

Eiríkur var einn af forustumönnum ungmennafélagshreyfingarinnar. Hann sat í stjórn UMFÍ frá 1936 og var formaður UMFÍ í um 30 ár. Landsmótin voru honum mikið hjartans mál og átti hann þátt í því að endurvekja þau með Landsmótinu í Haukadal 1940. Hann var ritstjóri Skinfaxa, málgagns UMFÍ, um árabil, skrifaði margar greinar í blöð og tímarit og var mikill ræðuskörungur.

Kona Eiríks var Kristín Jónsdóttir, f. 5. október 1917, d. 17. febrúar 1999. Foreldrar hennar voru Jón Ólafsson, bóndi á Gemlufalli í Dýrafirði og kona hans, Ágústa Guðmundsdóttir.

Eiríkur lést í Félagsheimilinu Borg í Grímsnesi 11. janúar 1987 og hafði þá nýlokið afmælisræðu yfir vini sínum.

Morgunblaðið mánudagurinn 22. júlí 2013 - Merkir Íslendingar.

 

Núpur í Dýrafirði. Þar starfaði séra Eiríkur J. Eiríksson  1935 - 1960

 

Skráð af Menningar-Staður

 

21.07.2013 17:01

Ræða Guðna Ágústssonar á 100 ára afmælishátíð Björns Inga Bjarnasonar

Guðni Ágústsson, heiðursforseti Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi.

 

Ræða Guðna  Ágústssonar á 100 ára afmælishátíð Björns Inga Bjarnasonar

 

Menningarvitinn Björn Ingi Bjarnason á Eyrarbakka fyllti 60 lífárin þann 7. júlí s.l.  Auk þess hefur hann  verið í félagsmálaforystu í  40 ár. Fyrst á Flateyri á sinni gömlu heimaslóð til 1984, síðan í Hafnarfirði  og svo í þorpunum Stokkseyri og Eyrarbakka og víðar á Suðurlandi frá 1999.

Vegna þessara 100 ára héldu Hrútavinafélagið Örvar og fleiri samstarfsmenn Björns Inga afmælissamkomu laugardagskvöldið 6. júlí s.l. í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka, þar sem þessum áföngum var fagnað í tali og tónum.

Fram komu m.a. hljómsveitirnar; Æfing og Siggi Björns frá Flateyri, Granít frá Vík í Mýrdal og Kiriyama Family frá Eyrarbakka, Stokkseyri og Selfossi.

Veislustjórar voru Guðmundur Jón Sigurðsson og Hendrik Tausen sem átt hafa margþætta félagsmálasamleið með afmlisbarninu í þessi 40 ár.

Lokaræðu afmælishófisins hélt Guðni Ágústsson, f.v. alþingismaður, landbúnaðarráðherra og heiðursforseti Hrútavinafélagsins Örvars.

Ræða Guðna var frábær að mati allra veislugesta og var hún tekin upp á myndband.
 

Sjá má ræðuna á þessari slóð hér:

http://www.youtube.com/watch?v=f1KG5WmWkGU&list=PLZdFifb7e7zeYlRgpjjZkkNG-L3LTI8XC

 

Hrútavinskáldið Kristján Runólfsson í Hveragerði orti:

Samkvæmið lífgaði Guðni með gríni,
glaður og reifur með brosi á kinn,
skemmtun var framreidd og skálað í víni,
skellihló gjörvallur mannskapurinn.

 

Nokkrar myndir af veislugestum undir Ræðu Guðna Ágústssonar:

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður