Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2013 Júlí

21.07.2013 10:55

Gestir og gangandi að morgni 20. júlí 2013 í og við Félagsheimilið Stað * Menningar-Stað

F.v.: Sigurður Egilsson og Siggeir Ingólfsson

 

Gestir og gangandi að morgni 20. júlí 2013 í og við Félagsheimilið Stað *

Menningar-Stað

 

Fjöldi gesta og gangandi kom í gærmorgun, laugardaginn 20. júlí 2013,  í Félagsheimilið Stað á Eyrarbakka.

Flestir komu inn og allir fóru upp á sjóvarnagarðinn og margir voru myndaðir mað Atlantshafið í bakgrunni.

 

Menningar-Staður færði til myndar:

 

 

Meðal þeirra sem komu að Stað í gær var hópur frá Ferðajónustu bænda. Slíkir hópar koma tvisvar í mánuði.

 

 

F.v.: Finnur Kristjánsson í Vesturbúðinni og Siggeir Ingólfsson staðarhaldari að Stað.

 

Skráð af Menningar-Staður

 

21.07.2013 06:46

Leiðsögn um sýninguna Sigfús Eymundsson myndasmiður

Þjóðmynjasafn Íslands við Suðurgötu  í Reykjavík.

 

Leiðsögn um sýninguna Sigfús Einarsson myndasmiður

 

Inga Lára Baldvinsdóttir leiðir gesti um fyrstu yfirlitssýningum á ljósmyndum Sigfúsar Eymundssonar í Þjóðminjasafni Íslands við Suðurgötu í Reyljavík.

Leiðsögnin hefst kl. 14, í dag sunnudaginn 21. júlí 2013 og er ókeypis.

 

Allir velkomnir.

Eyrbekkingurinn Inga Lára Baldvinsdóttir.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

20.07.2013 23:17

920 skrúfur á bólakaf í morgun

F.v.: Sigurðuir Jörundsson og Siggeir Ingólfsson á útsýnispallinum við Stað í morgun.

 

920 skrúfur á bólakaf í morgun

 

Lýðkall til laghentra á Bakkanum með borvélar til starfa við ústsýnispallinn á Stað var sent út í gær. Náðist lýðkallið víðar svo sem í Reykjavík enda er vefurinn Menningar-Staður lesinn um  allan heim.

 

Sigurður Jörundsson í Reykjavík, hinn brottflutti Eyrbekkingur frá Steinsbæ, las Menningar-Stað í gær eins og alla aðra daga. Hann mætti síðan með borvél af bestu gerð til starfa á útsýnispallinum kl. 10 í morgun til þess að skrúfa niður klæðninguna.

 

Sigurður setti 920 skrúfur með glæsibrag á bólakaf í gegnum klæðninguna og í þverböndin og er komin föst klæðning á stóran hluta útsýnispallsin með þessum hinum morgunverkum Sigurðar Jörundssonar og Siggeirs Ingólfssonar staðarhaldara á Stað.

 

Menningar-Staður færði til myndar:

 

 

 

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

20.07.2013 08:07

Ingibjörg Magnúsdóttir er 90 ára í dag 20. júlí 2013

Klappað fyrir afmælisbarninu Ingibjörgu Magnúsdóttur frá Eystri-Grund á Sólvöllum á Eyrarbakka í gær.

 

Ingibjörg Magnúsdóttir er 90 ára í dag 20. júlí 2013

 

Ingibjörg Magnúsdóttir frá Eystri-Grund á Stokkseyri er 90 ára í dag, laugardaginn 20. júlí, á Þorláksmessu að sumri.

 

Ingibjörg er fædd í Meðalholtum í Gaulverjabæjarhreppi hinum forna þann 20. júlí 1923 en fluttist 4 ára að Litlu-Sandvík þar sem hún ólst upp. Hún var síðan húsmóðir og á Eystri-Grund á Stokkseyri þar til hún flutti þann 16. júní 2007 að Dvalarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka þar sem hún býr.

 

Ingibjörg Magnúsdóttir hélt í gær ásamt dóttur sinni Sigríði Ástmundsdóttur og tengdasyni, Sigmari Eiríkssyni, veglaga afmælisveislu fyrir íbúa á Sólvöllum og starfsfólk.

 

Menningar-Staður var á staðnum og færði til myndar.
Myndaalbúm með 44 myndum er komið á Menningar-Stað.

Smella á þessa slóð hér:http://menningarstadur.123.is/photoalbums/250106/

 

Nokkrar myndir úr safninu:

 

 

 

Afmælissöngurinn fluttur.

 

Ingibjörg Magnúsdóttir ásamt tengdasyni og dóttur, Sigmari Eiríkssyni og Sigríði Ástmundsdóttur

 

 

 

 

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

20.07.2013 06:51

Þorláksmessa að sumri 20. júlí

 

Þorláksmessa að sumri 20. júlí

 

Þorláksmessa á sumri 20. júlí, lögleidd 1237 í minningu þess að þann dag 1198 voru upp tekin bein Þorláks biskups helga Þórhallssonar í Skálholti. Ein mesta hátíð ársins fyrir siðaskipti.  

Þorláksmessa 23. desember, dánardagur Þorláks biskups 1193. Messa lögleidd 1199.

 

Skötuát fylgir Þorláksmessu

Á Þorláksmessu að sumri þann 20. júlí 2005 og var haldin skötuveisla að vestfirskum hætti í Lista- og menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokksaeyri með sama brag og á Þorlaksmessu að vetri 23. desember. 


Líklegt er að þetta hafi verið eini staðurinn á landinu þar sem svo fjölmenn skötuveisla var í tilefni Þorláksmessu á sumri. Um þrjátíu manns sátu þessa veislu sem samanstöð af nokkrum Vestfirðingum, Sunnlendingum, Vestmanneyingum og Suðurnesjamönnum. 

Árni Johnsen var upphafsmaður þessa nýja skötusiðar að sumri enda er hann einn mesti skötumaður landsins.

Að loknu skötuáti fluttu skötutölu þeir; Árni Johnsen,  Ólafur Helgi Kjartansson á Selfossi og ræddi um vestfirskar skötuhefðir, síðan Magnús Karel Hannesson á Eyrarbakka um sunnlenskar hefðir og síðast Sigurjón Vilhjálmsson um hefðir í skötu á Suðurnesjum.

 

Menningar-Staður var á staðnum og færði til myndar og er 31 mynd í myndasafni hér á Menningar-Stað.

Smella á þessa slóð hér:http://menningarstadur.123.is/photoalbums/243576/

 

Nokkrar myndir hér:

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

20.07.2013 06:32

Þór Hafdal á Menningar-Stað

F.v.: Þór hafdal og Siggeir Ingólfsson

 

Þór Hafdal á Menningar-Stað


Meðal þeirra fjölmörgu sem litu við í gær hjá Siggeiri Ingólfssyni á sjóvarnargarðinum við Félagsheimilið Stað,  Menningar-Stað og skoðuðu framkvæmdir við útsýnispallin sem þar er verið að byggja var Þór Hafdal f.v. deildarstjóri á Litla-Hrauni.

 

Menningar-Staður færði til myndar.

 

F.v.: Siggeir Ingólfsson og Þór Hafdal.

 

F.v.: Þór Hafdal og Siggeir Ingólfsson.

 

Skráð af Menningar-Staður

19.07.2013 17:29

Lýðkall til laghentra á Bakkanum

 

Lýðkall til laghentra á Bakkanum

 

Eins og mörgum er kunnugt á Eyrarbakka og víðar standa nú yfir framkvæmdir við útsýnispall á sjóvarnargarðinum við Félagsheimilið Stað á Eyrarbakka – Menningar-Stað.

Það er Siggeir Ingólfsson, staðarhaldari að Stað, sem stendur fyrir verkinu með aðstoð góðra manna.

Í dag var Siggeir að ljúka við að leggja út klæðningu á töluverðan hluta að útsýnispallinum. Klæðningin var fest lauslega.

 

Nú er óskað eftir aðstoð laghentra Bakkamanna með góðar batterýsborvélar til þess að skrúfa klæðninguna fasta.

Verktími er kl. 10 – 12 í fyrramálið, laugardaginn 20. júlí.

 

Kaffi, kaldur límonaði og lageröl léttir verk og lund þessa stund.

Komið í fagnandi framkvæmd.

 

Gjört kunnugt í nafni Geira á Bakkanum -  simi hans er  898-4240

 

Siggeir Ingólfsson við störf á sjóvarnargarðinum við ústsýnispallinn í morgun.

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

19.07.2013 16:54

Mynd dagsins á Menningar-Stað

 

 

Mynd dagsins á Menningar-Stað

 

Mynd dagsins hér á Menningr-Stað var tekin við Bráðræði á Túngötunni á Eyrarbakka fyrir augnabliki

þegar höndlari myndavélarinnar á Menningar-Stað átti þar rúnt um.

 

Eyrarbakka-ættgrunnurinn þeirra á myndinni er öllum ljós.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

19.07.2013 10:55

Hafliðadagurinn í Sunnlenskabókakaffinu á Selfossi 16. júlí 2013

 

 

Hafliði Magnússon framan við Sunnlenska bókakaffið árið 2008.

 

Þriðjudaginn 16. júlí s.l.  minntist Hrútavinafélagið Örvar á Suðurlandi og Sunnlenska bókakaffið þess að þá var fæðingardagur Hafliða Magnússonar rithöfundar og alþýðulistamanns frá Bíldudal sem bjó síðustu 15 árin á Selfossi.

 

Efnt var til dagskrár í Bókakaffinu  þar sem lesið var úr verkum Hafliða og sagðar sögur af honum og rithöfundar og skáld komu fram. Forseti Hrútavinafélagsins, Björn Ingi Bjarnason á Eyrarbakka, leiddi samkomuna.

 

Þau sem stigu á stokk:

Skagfirðingurinn Kristján Runólfsson í Hveragerði

Ingibjörg Elsa Björnsdóttir, þýðandi, ljóðskáld og sagnahöfundur

Benedikt Jóhannsson ljóðskáld frá Stóru-Sandvík

Kristján Árnason sveitungi Hafliða frá Bíldudal

Siggeir Ingólfsson, staðarhaldari að Stað á Eyarrbakka

og Bjarni Harðarson vert í Bókakaffinu

 

Kristján Runólfsson orti á staðnum:

Sálin fer á sífellt rand,
siglir í alheimsgeimi.
Andinn byggir annað land,
ekki af þessum heimi.

 

Bókalottó var frá Vestfirska forlaginu og Sunnlenska bókakaffinu.

 

Myndalbúm frá Hafliðadeginum er komið hér á Menningar-Stað.
Smella á þessa slóð hér: http://menningarstadur.123.is/PhotoAlbums/250066/

 

Nokkrar myndir úr safninu:

 

 

Benedikt Jóhannsson.

 

 

Ingibjörg Elsa Björnsdóttir.

 

Krtistján Runólfsson.

 

Siggeir Ingólfsson segir Hafliðasögur.

 

Bókalottó frá Vestfirska forlaginu og Sunnlenska bókakaffinu. Þórður Guðmundsson og Guðbjörg Runólfsdóttir.

 

Til hægri eru hjónin Baldvin E. Albertsson frá Bíldudal og Elna Þórarinsdóttir.

 

Hjörtur Þórarinsson var einn þeirra sex vinningshafa í bókalottóinu og gladdist mjög.

 

Kristján Árnason frá Bíldudal segir frá Hafliða Magnússyni sveitunga og skólabróður sínum á Bíldudal.

 

Bjarni Harðarson fer með gamanmál.

 

Mikil ánægja ver með Hafliðadaginn og verður haldinn aftur 16. júlí að ári. 

 

Skráð af Menningar-Staður

19.07.2013 06:44

Gáfu 1,3 milljónir til fatlaðra

Ásmundur Friðriksson og frú enn hann er drifkraftur skötumessunnar sem sækir fyrirmynd til Hrútavina.

 

Gáfu 1,3 milljónir til fatlaðra

Um 400 manns mættu í skötumessu í Garðinum í gær og gæddu sér á skötu og öðrum kræsingum. Eins og í hin skiptin sex sem messan hefur verið haldin safnaðist töluvert fé sem rennur m.a. til einstaklinga, félags geðfatlaðra og fatlaðra. Að þessu sinni söfnuðust 1,3 milljónir króna.

„Meðal þeirra einstaklinga sem við styrktum var kona sem er að mennta sig í ráðgjöf fyrir geðfatlaða og geðfötluð stúlka sem við gáfum borðtölvu, þá afhentum við blindri stúlku sem er hrifinn af tónlist ipod. Við styrktum fatlaða konu sem hefur misst tvo drengi og verður sextug seinna í sumar og ætlaði að halda uppá daginn með myndlistarsýningu. Við styrktum sýninguna um 100 þúsund krónur,“ segir Ásmundur.Friðriksson alþingismaður og fyrrum bæjarstjóri í Garði í samtali við blaðamann. Ásmundur var mjög ánægður með hvernig til tókst en hann stendur að veilsunni ásamt góðu fólki.

Sjá má veglegt myndasafn frá Garðinu á ljósamyndavef Víkurfrétta með því að smella hér.

Meðal Hrútavina í veislunni voru Jón Hákon Magnússon og Karl Steinar Guðnason.

Af: www.vf.is

 

Skráð af Menningar-Staður