Guðmundur G. Þórarinsson og Einar S. Einarsson í Skálholti.
Á 50 ára afmælishátíð Skálholtskirkju á laugardaginn kemur flytur Guðmundur G. Þórarinsson, verkfræðingur, fyrirlestur um hina fornu sögualdarskákmenn frá Ljóðshúsum, „The Lewis Chessmen“, og kenningu sína um að þeir séu að öllum líkindum íslenskir að uppruna.
Jafnframt verður efnt til sögulegs skákmóts þar sem teflt verður með eftirmyndum hinna fornu taflmanna. Tefldar verða sjö umferðir með 10 mínútna umhugsunartíma. Þátttakendafjöldi er takmarkaður.
Það er skákklúbburinn Riddarinn, sem annast mótshaldið Fyrirlesturinn hefst kl. 13.30 og skákmótið í beinu framhaldi þar af.
Af: www.sunnlenska.is
Skráð af Menningar-Staður.
Sérfræðingur
Fangelsismálastofnun óskar eftir að ráða sérfræðing við Fangelsið að Litla Hrauni. Um er að ræða fjölbreytt starf á sviði rekstrar, fjármála, starfsmannamála auk ýmissa annarra verkefna.
Hlutverk fangelsismálastofnunar ríkisins er:
- Að sjá um fullnustu refsinga og önnur verkefni í samræmi við ákvæði laga nr. 49/2005 og reglugerða sem settar eru samkvæmt þeim.
- Hafa umsjón með rekstri fangelsa.
- Að annast eftirlit með þeim sem frestað er ákæru gegn, dæmdir eru skilorðsbundið, fá skilorðsbundna reynslulausn, náðun eða frestun afplánunar.
- Að sjá um að í fangelsum sé veitt sérhæfð þjónusta.
- Umsjón og eftirlit með launamálum starfsmanna í samráði við forstöðumann Litla Hrauns og starfsmannastjóra fangelsismálastofnunar
- Aðstoð og umsjón við ráðningar starfsmanna
- Umsjón og eftirlit með fjármálum og rekstri ásamt aðstoð við gerð rekstraráætlana
- Umsjón og eftirlit með gæðamálum (verklagsreglur, fyrirmæli, viðbragðsáætlanir o.þ.h.)
- Háskólapróf á sviði viðskipta, fjármála og/eða rekstrar
- Reynsla og þekking á sviði fjármála, rekstrar og áætlanagerðar
- Þekking og reynsla af Oracle fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins er kostur
- Góð tölvukunnátta
- Mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum
- Góð íslensku og enskukunnátta, bæði í rituðu sem og töluðu máli
- Samviskusemi, vandvirkni og skipuleg vinnubrögð
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags.
Staðan hentar jafnt konum sem körlum.
Umsækjendur eru beðnir um að ganga frá umsókn um starfið á heimasíðu fangelsismálastofnunar www.fangelsi.is Merkt: Starfsumsókn:?? Sérfræðingur Litla Hrauni
Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur verða ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Starfshlutfall er 100 %
Umsóknarfrestur er til og með 26.07.2013
Margrét Sæunn Frímannsdóttir- maggafr@tmd.is - 480 9000
Jakob Magnússon- jakob.magnusson@tmd.is - 520 5000
FMS Litla-Hraun yfirstjórn
v/Hraunteig
820 Eyrarbakki
Af vef Fangelsismálastofnunar
![]() |
Skráð af Menningar-Staður
Hér má sjá hverning kortið lítur út og kort með almenningssamgöngum er svo á hinni hliðinni
Út er komið kort þar sem á einum stað eru aðgengilegar upplýsingar um reiðhjólatengda þjónustu og almenningssamgöngur landinu. Kortið er gefið út á ensku og hugsað fyrir þá sem kjósa að ferðast hjólandi um Ísland.
Félagið Hjólafærni á Íslandi er útgefandi kortsins. Á því hefur verið safnað saman margháttuðum hagnýtum upplýsingum fyrir fólk sem ferðast á reiðhjóli, svo sem um veðrið vegakerfið o.fl., ásamt upplýsingum um aðila sem þjónusta reiðhjólafólk, skipt eftir landshlutum.
Kortið er unnið í náinni samvinnu við Hugarflug og höfund Leiðalykilsins, Inga Gunnar Jóhannsson. Leiðalykill teiknaði mynd fyrir útgáfuna af öllum almenningssamgöngum í landinu á eitt kort. Kortið er svokallað beinlínukort (“túbukort") og sýnir allar ferðaleiðir almenningssamgangna sem í boði eru um landið. Þar má finna rútur, ferjur og flug og síðan tengingar inn á heimasíður þeirra sem þjónustuna bjóða, til þess að átta sig á áætlununum sem í boði eru.
Kortið er prentað í 30.000 eintökum og er dreift frítt um landið og fer á vefsíður hjólreiðasamtaka um allan heim. Verkefnið er styrkt af Umhverfisráðuneytinu, Vegagerðinni, Strætó og Ferðamálastofu.
Kortið í PDF-útgáfu má nálgast hér að neðan:
Cycling Iceland 2013 (12 MB)
Frá Ferðamálastofu
Skráð af Menningar-Staður
Mislingar bárust til landsins í fyrsta sinn þann 18. júlí 1644, með skipi sem kom til Eyrarbakka.
Í Skarðsárannál var sagt að sóttin hefði gengið yfir allt landið og verið mjög mannskæð.
Morgunblaðið 18. júlí 2013 - Dagar íslands - Jónas Ragnarsson
Skráð af Menningar-Staður
Sveitarfélagið Árborg óskar eftir ábendingum frá íbúum bæjarins varðandi fallegasta garðinn, fallegustu götuna og snyrtilegasta fyrirtækið.
Verðlaunin verða veitt seinna í þessum mánuði og afhending þeirra verður tilkynnt síðar.
Sveitarfélagið Árborg tekur við ábendingum og tilnefningum frá íbúum til 26. júlí nk. í gegnum netfangið marta@arborg.is eða í gegnum þjónustuverið í síma 4801900.
Skráð af Menningar-Staður
Bakkinn ~ Alþýðutónlistarhátíð Eyrarbakka
Skráð af Menningar-Staður |
F.v.: Vilbergur Prebensson, Kristinn Þórir Einarsson og Gunnlaugur Einar Ragnarsson
Fjöldi gesta og gangandi kom í morgun í Félagsheimilið Stað á Eyrarbakka.
Flestir komu inn og allir fóru upp á sjóvarnagarðinn og margir voru myndaðir mað Atlantshafið í bakgrunni.
Menningar-Staður færði til myndar
Myndaalbúm komið á Menningar-Stað.
Smella á þessa slóð hér: http://menningarstadur.123.is/PhotoAlbums/249949/
Nokkrar myndir hér:
F.v.: Snorri Ólafsson, Siggeir Ingólfsson, Sævar Logi Ólafsson og Þorsteinn Másson.
F.v.: Jóhann Jóhannsson og Siggeir Ingólfsson.
Skráð af Mennimngar-Staður
Hrúturinn Gorbaschev tekur á móti gestum með starfsfólki í Upplýsingamiðstöðinni að Stað á Eyrarbakka.
83% landmanna ætla að ferðast innanlands í sumarfríinu samkæmt niðurstöðum könnunar MMR. Litlar breytingar reyndust á ferðaáætlunum Íslendinga frá því árið áður.
MMR kannaði á tímabilinu 13. til 19. júní hvort Íslendingar ætluðu að ferðast innanlands eða utan í sumarfríinu. Af þeim sem tóku afstöðu til spurningarinnar sögðust 54,7% eingöngu ætla að ferðast á Íslandi í sumarfríinu nú borið saman við 52,8% í júní 2012, 28,1% ætla að ferðast bæði innan- og utanlands í sumarfríinu borið saman við 27,3% í júní 2012, 7,1% sögðust eingöngu ætla að ferðast utanlands borið saman við 7,1% í júní 2012 og 10,1% sögðust ekki ætla að ferðast neitt í sumarfríinu borið saman við 11,9% í júní 2012.
Spurt var: Ætlar þú að ferðast innanlands eða utan í sumarfríinu? Svarmöguleikar voru: Já, innanlands, Já, utanlands, Já, bæði innanlands og utanlands, Nei, ætla ekki að ferðast neitt og Veit ekki/vil ekki svara. Samtals tóku 95,8% afstöðu til spurningarinnar.
Frá Ferðamálastofu.
Skráð af Menningar-Staður
Siggeir Ingólfsson, staðarhaldari í Félagsheimilinu Stað - Menningar-Stað.
Aftan við hann má sjá hvar búið er að merkja fyrir undirstöðum skábrautar upp á sjóvarnargarðinn fyrir hjólastóla.
Framkvæmdir eru nú í fullum gangi við útsýnispallinn á sjóvarnargaðinum við Félagsheimilið Stað á Eyrarbakka – Menningar-Stað.
Í gær var Siggeir Ingólfsson, staðarhaldari á Stað, við störf á sjóvarnargarðinum.
Búið er að koma fyrir og festa dregurum og flest þverböndin komin þar ofan á. Efni til klæðningar er komið á staðinn.
Í gær var Þórður Grétar Árnason að mæla fyrir undirstöðum skábrautar upp á sjóvarnargarðinn fyrir hjólastóla.
Menningar-Staður færði til myndar.
Skráð af Menningar-Staður
Litla-Hraun á Eyrarbakka.
Aldrei fyrr hafa jafn margir fangar setið á skólabekk samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismálastofnun. Samtals lögðu 66 fangar stund á nám samhliða fangelsisvist inni á Litla-Hrauni og Sogni á síðustu önn. Þetta eru tæplega 70% fanga í þessum tveimur fangelsum.„Við leggjum mjög mikið upp úr menntun hér á Litla-Hrauni og Sogni og hvetjum fanga mikið til að sækja námið og það er einfaldlega að skila sér,“ segir Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður á Litla-Hrauni.Fjölgun nemenda í þessum tveimur fangelsum hefur verið jöfn og þétt síðustu ár að mati Margrétar. Árið 2008 voru til að mynda 20 fangar skráðir í nám á Litla-Hrauni en í dag eru þeir rúmlega 50.
Almennt séð fara fangar ekki út af fangelsissvæðinu til að komast í skóla og því fer kennsla Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu) fram innan fangelsa í sérstökum skólastofum. Kennarar frá FSu koma nokkrum sinnum í viku til að kenna. Alls voru 59 nemar við nám í FSu og einn fangi lagði stund á nám við annan framhaldsskóla. Sex fangar lögðu stund á fjarnám við þrjá íslenska háskóla og einn var í fjarnámi við erlendan háskóla.
Fangarnir bera meira og minna sjálfir ábyrgð á háskólanámi að sögn Önnu Fríðu Bjarnadóttur, náms- og starfsráðgjafa, en hún telur fangana ná undraverðum árangri þrátt fyrir lélega aðstöðu. „Þeir fá oft á tíðum ekki aðstoð frá kennurum og eru ekki með jafngóðan aðgang að tölvu og bókum líkt og aðrir háskólanemar,“ segir Anna. „Einn af okkar strákum var að útskrifast frá HR með gríðarlega góðar einkunnir þrátt fyrir að hafa verið nánast í sjálfsnámi allan tímann.“
Almennt var námsárangur góður hjá þeim föngum sem luku áföngum og Margrét telur tilkomu náms- og starfsráðgjafa við fangelsin hafa stuðlað að bættum námsárangri. „Námsráðgjafinn tekur fanga í viðtöl og metur getu þeirra áður en nám hefst því margir fangar ætla sér um of eftir langa fjarveru frá skólakerfinu.“ Þá tóku fangelsin einnig upp sveigjanlegri kennsluhætti sem hafa hjálpað mikið til að hennar mati. „Fangar sem koma inn í fangelsið á miðri önn geta nú hafið nám strax við innkomu í staðinn fyrir að bíða eftir næstu önn.“
Námið eflir bæði sjálfstraust og sjálfsmynd fanga að mati Margrétar. Hún bendir á að þeir fangar sem nýta fangelsisvistina til að mennta sig séu ólíklegri til að skila sér aftur í fangelsið. „Við trúum því að skólastarfið sé langbesta og jákvæðasta endurhæfingin sem við getum boðið föngum upp á,“ segir Margrét og bendir á að endurkomum fanga í íslensk fangelsi hafa snarfækkað á síðustu árum. „Áður fyrr vorum við með mjög háa endurkomutíðni en núna erum við að nálgast það sem er með því betra sem gerist á Norðurlöndunum.“ Hún er sannfærð um að aukin áhersla á nám í íslenskum fangelsum eigi stóran þátt í þessum árangri.
„Það er gígantískur mismunur á aðgengi karla og kvenna að námi í íslenskum fangelsum,“ segir Anna Fríða Bjarnadóttir, náms- og starfsráðgjafi.
„Þær hafa ekki sama aðgang að interneti og námsúrvalið er takmarkaðra en hjá körlum,“ segir Anna og bendir á að allur námsstuðningur við karla er meiri í fangelsiskerfinu.
„Það þarf verulega að bæta afplánunarvist kvenna. Þær eru með einhæf og fá verkefni og námsmöguleikar þeirra eru mjög takmarkaðir.“
Hún segir ýmsa þætti orsaka þetta en almennt séð telur hún mjög sláandi hvað aðstaða kvenna er miklu verri en aðstaða karla.
„Það eru til fullt af útskýringum á þessari stöðu en það er spurning hvort við sættum okkur við slíkar útskýringar á 21. öldinni.“
Anna Fríða Bjarnadóttir.
Margrét Frímannsdóttir ásamt fangavörðunum Birni Hilmarssyni og Gunnari Erlingssyni.
Morgunblaðið þriðjudagurinn 16. júlí 2013
Skráð af Menningar-Staður
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is