Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2013 Júlí

05.07.2013 14:19

Hótel Hlíð opnar aftur

Í dag tekur Hótel Hlíð í Ölfusi til starfa á ný. Hótelið hefur á að skipa 21 herbergi, morgunverður er innifalinn í verði og boðið er upp á einfaldan og góðan kvöldverðarmatseðil.

Hótel Hlíð er fallegt sveitahótel í hlíðum Heillisheiðar um 7 km frá Hveragerði og Þrengslavegamótum, mitt á milli Þorlákshafnar og Hveragerðis. Góður veislusalur fyrir 100 manns er í hótelinu sem hentar vel fyrir veislur, ráðstefnur og vinnustaðaferðir. 

Hótel Hlíð er góður kostur fyrir einstaklinga og smærri hópa sem vilja gista á fallegum stað stutt frá höfuðborgarsvæðinu fyrir sanngjarnt verð.

Í tilefni opnunar Hótel Hlíðar verður opið hús um helgina frá kl 11-18. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti, húsakynni sýnd og stafsemin kynnt.

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

05.07.2013 06:51

Frá framkvæmdum við Félagsheimilið Stað

F.v.: Elías Ívarsson, Ari Hrafn Elíasson og Siggeir Ingólfsson.

 

Frá framkvæmdum við Félagsheimilið Stað

 

Framkvæmdir eru nú í fullum gangi við útsýnispallinn á sjóvarnargaðinum við Félagsheimilið Stað  á Eyarrbakka – Menningar-Stað.

 

Í gærmorgun í blíðunni á Bakkanum voru  við störf á sjóvarnargarðinum þeir

Siggeir Ingólfsson og Elías Ívarsson.

 

 

Menningar-Staður færði morguninn til myndar.
Myndaalbúm er komið hér inn á Menningar-Stað

Smella á þessa slóð hér.http://menningarstadur.123.is/PhotoAlbums/249497/

 

Nokkrar myndir hér.

 

 

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

04.07.2013 17:34

Selur inn á afmæli forsetans til styrktar menningunni

 

Frá Hrútasýningu á Tóftum í Stokkseyrarhreppi hinum forna um síðustu aldamót.

 

Hrútavinafélagið Örvar heldur 100 ára afmælishátíð á Eyrarbakka:

 

Selur inn á afmæli forsetans til styrktar menningunni

 

Það verður vegleg veisla á Eyrarbakka laugardagskvöldið 6. júlí í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka

sem menningaráð Hrútavinafélagsins Örvars stendur fyrir. Kalla Hrútavinir þetta 100 ára afmæli

en sú tala er fengin  með smá reikningskúnstum sem hvaða útrásarvíkingur sem er gæti verið fullsæmdur af.

Tilefnið er að menningarvitinn og forseti félagsins, Björn Ingi Bjarnason á Eyrarbakka, fyllir 60 lífárin hinn 7. júlí n.k.

Að auki hefur hann verið í félagsmálaforystu í 40 ár. Samtals gera þetta 100 ár.

 

Selt inn á afmælið!

 

Hrútavinir hafa margoft verið í fréttum  á síðum Bændablaðsins fyrir margvísleg uppátæki. Nú skal halda veislu í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka með mjög þjóðlegum hætti. Þar verður þessum tveim áföngum fagnað í tali og tónum. Skemmtunin byrjar klukkan átta. Á borðum verður rammíslensk kjötsúpa með öllu tilheyrandi að hætti Hrútavina, ásamt límonaði og lageröli. Fram koma m.a. hljómsveitirnar; Æfing og Siggi Björns frá Flateyri, Granít frá Vík í Mýrdal og Kiriyama Family frá Eyrarbakka, Stokkseyri og Selfossi.

Á eftir verða svo tónleikar með hljómsveitinni Granít sem á fagmáli kallast flöskuball sem standa mun fram á nótt. Þangað verður hver og einn að koma með sína vökvun eins og félagarnir orða það og síðast enn ekki síst verða vinir sigtaðir frá viðhlæjendum með því að hafa 2.500 króna aðgangseyri. Rennur hann af einstakri góðmennsku óskiptur til styrktar þessum menningarviðburði.

Veislustjórar verða Guðmundur Jón Sigurðsson og Hendrik Tausen sem átt hafa margþætta félagsmálasamleið með afmælisbarninu í þessi 40 félagsmálaár.

 

 

Toppurinn á ferlinum

 

Björn Ingi starfaði fyrst að félagsmálum á Flateyri á sinni gömlu heimaslóð til 1984, síðan í Hafnarfirði og svo í þorpunum Stokkseyri og Eyrarbakka og víðar á Suðurlandi frá 1999. Toppurinn á félagsmálaferli Björns Inga hlýtur þó að teljast Hrútavinafélagið Örvar á Suðurlandi. Félagið var stofnað 1999 og hefur hann verið forseti félagsins frá upphafi. Félagsmenn segja Björn eitt helsta félagsmálatröll Suðurlands enda þurfi meira en meðalmann til að veita forystu hinu margundarlega en áhrifamikla Hrútavinafélagi. Hann féllst á það með miklum eftirgangsmunum og semingi að veita Bændablaðinu örstutt viðtal um ferilinn.

 

Frá Hrútavinaskemmtun þegar Hafþór Gestsson (í miðju) varð Krossgátumeistari Suðurlands efir keppnin við Bjarkar Snorrason (til vinstri) Björn  Ingi Bjarnason heldur á sigurlaununum og er að mæra meistarann.


Sjá Bændablaðið sem kom út í dag fimmtudaginn 4. júlí 2013.

 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

 

 

04.07.2013 08:57

Vitringafundur í Veturbúðinni á Eyrarbakka

Vitringarnir komu saman til morgunfundar í Vesturbúðinni á Eyrarbakka í gærmorgun samkvæmt venju.

 

Sérstakir gestir í gærmorgun voru Eyrbekkingar og púkar frá Kaupmannahöfn; þeir Ólafur Bragason og Björn Ingi Bragason sem rætur eiga að Ránargrund á Bakkanum.

 

Menningar-Staður færði til myndar.

 

 


 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

03.07.2013 23:37

Árborgarbúar flaggi um helgina

Íslenska fánanum er flaggað reglulega á Eyrarbakka eins og hér má sjá.

Árborgarbúar flaggi um helgina

 

Héraðssambandið Skarphéðinn hvetur íbúa Árborgar til að flagga íslenska fánanum á meðan á Landsmóti UMFÍ stendur.

Mótið mun standa yfir um helgina, frá fimmtudegi til sunnudags.

Búist er við fjölmenni enda keppendafjöldi mikill í flestum greinum. HSK hvetur íbúa til að flagga fyrir þessari glæsilegu íþróttahátíð og keppendum hennar.

 

Slkráð af Menningar-Staður

03.07.2013 08:10

Fornminjar fundust við Eyrargötu 36

Við Ásheima í gær.

 

Fornminjar fundust við Eyrargötu 36

 

Framkvæmdir við gangstéttir á Eyrargötu vestan Sólvalla standa nú yfir.

Í þessum áfanga verður farið vestur fyrir Ásheima. Þar var brotinn niður garðveggur sem byggður var fyrir 73 árum til þess að fá pláss fyrir gangstéttina þarna. Byggður verður nýr veggur nær húsinu.

 

Í gær þegar verið var grafa fyrir nýja veggnum fundust fornminjar. Það er forláta vatns- eða mjólkurfata sem þarna hefur allavega verið í jörðu í 73 ár. Saga hennar er trúlega mun lengri.

 

Þegar Mennningar-Staður var á svæðinu og færði til myndar  voru heimamennirnir; Lýður Pálsson, forstöðumaður Byggðasafns Árnesinga, Jóhann Jóhannsson og Siggeir Ingólfsson að spá í þessa óvæntu en skemmtilegu stöðu við fornminjafundinn.

 

Það eru smiðirnir Björgvin Gíslason og Elías Högnason úr Hveragerði sem vinan viða aða slá upp fyrir nýja garðveggnum. Þeir létu vel að því að vera í verkefnum á Eyrarbakka en það er Arnar Ingi Ingólfsson verktaki í Hveragerði sem er með verkið.

 

Myndaalbúm er komið hér inn á Menningar-Stað
Smella á þessa slóð hér: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/249437/

 

Nokkrar myndir hér:

 

 

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

03.07.2013 06:03

3. júlí 1973 - Eldgosinu í Haimaey lauk

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

 

3. júlí 1973 - Eldgosinu í Heimaey lauk

Vísindamenn tilkynntu formlega að eldgosinu í Heimaey væri lokið.

Það hófst 23. janúar og stóð til 26. júní eða í 155 daga.

Um 240 milljón rúmmetrar af hrauni og ösku komu upp í gosinu og á fjórða hundrað hús eyðilögðust. Sums staðar eru allt að 150 metrar niður á leifar húsanna.

 

Morgunblaðið miðvikudagurinn 3. júilí 2013 - Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson

 

Skráð af Menningar-Staður

_____________________________________________________________________________


 

 

 

 

02.07.2013 22:56

Timbrið steymir til strandar

Gunnar Þórmundsson

 

Timbrið steymir til strandar

 

Fyrsti timburfarmurinn frá Húsasmiðjunni á Selfossi, sem fer í útsýnispallinn á sjóvarnargarðinn við Félagsheimilið stað á Eyrarbakka, kom til strandar í dag.

Það var Gunnar Þórmundsson bílstjóri hjá Húsasmiðjunni sem kom með þennan fyrsta farm af nokkrum sem fara í úrsýnispallinn.

Siggeir Ingólfsson, staðarhaldari á Stað, tók á móti tibrinu en fyrrverandi staðarhaldarinn, Jón Gunnar Gíslason, var einnig á svæðinu og fylgdist með.

 

Menningar-Staður færði til myndar. 

 

 

Siggeir Ingólfsson og Jón Gunnar Gíslaason.

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

02.07.2013 09:48

Handaflið í hávegum haft

Siggeir Ingólfsson og Elías Ívarsson.

 

Handaflið í hávegum haft

Framkvæmdir eru nú í fullum gangi við útsýnispallinn á sjóvarnargaðinum við Félagsheimilið Stað  á Eyarrbakka – Menningar-Stað.

Handaflið er í hávegum haft við framkvæmdir á garðinum því stórvirkar vinnuvélar komast illa að. Þá er sjóvarnargarðurinn að innanverðu frá því um 1870 og því um miklar mennigarminjar að ræða sem skal nálgast skal af virðingu og varfærni.

 

Í morgun voru í blíðunni á Bakkanum voru  við störf á sjóvarnargarðinum þeir Siggeir Ingólfsson og Elías Ívarsson.

 

Þegar þeir voru í kaffihléi kom á Menningar-Stað ferðamaðurinn Gísli Sigurjónsson. Hann er frá Ekkjufelli við Egilsstaði fyrir austan en hefur búið í Luxemburg í 25 ár þar sem hann er flugmaður hjá Cargolux.

Gísli er í sumarfríi á Íslandi og er á tjaldstæðinu á Eyrarbakka. Hann var í vandræðum með vatnsdælu í húsbílnum.  Hringt var í Halldór Jónsson, rafvirkja á Eyrarbakka, sem ætlaði að líta á dæluna von bráðar.

 

Menningar-Staður færði morguninn til myndar.
Myndaalbúm er komið hér inn á Menningar-Stað

Smella á þessa slóð hér.http://menningarstadur.123.is/photoalbums/249410/

 

Nokkrar myndir hér.

 

 

 

Gísli Sigurjónsson.

 

 

 

 

 

 

Skráð af menningar-Staður

 

02.07.2013 07:45

Íslenski safnadagurinn verður haldinn sunnudaginn 7. júlí

 Íslenski safnadagurinn verður haldinn sunnudaginn 7. júlí

 

Hugmyndin að baki deginum má rekja til alþjóða safnadags ICOM sem haldinn er 18. maí ár hvert. Vegna íslenskra aðstæðna hefur verið samkomulag um að færa safnadaginn til hér á landi og halda hann í júlí.  Markmiðið með safnadeginum er að vekja athygli á afar fjölbreytilegri starfsemi íslenskra safna. sem standa sum hver fyrir sérstakri dagskrá í tilefni dagsins.

 Dagskrá safnanna á Eyrarbakka og Stokkseyri 7. júlí 2013
Húsið á Eyrarbakka – Byggðaafn Árnesinga: Opið 11-18.  Ókeypis á safnadaginn
Sjóminjasafnið á Eyrarbakka:   Opið 11-18.  Ókeypis á safnadaginn
Rjómabúið á Baugsstöðum:   Opið 13-18.  Aðgangseyrir
Þuríðarbúð á Stokkseyri:   Opin allan daginn.  Ókeypis alltaf.  

 

Dagskrá á Eyrarbakka  og Stokkseyri

 

11-18 Húsið á Eyrarbakka – Byggðasafn Árnesinga.
Grunnsýning um sögu Hússins og valda þætti úr mannlífi héraðsins.  
Sérsýning í borðstofu: Ljósan á Bakkanum. Sýningin fjallar um Þórdísi Símonardóttur ljósmóður á Eyrarbakka 1883-1926, kjör ljósmæðra og aðstæður fæðandi kvenna. 
Sérsýning í Assistentahúsi: Handritin alla leið heim, Skáldskaparfræði. Sýning í samvinnu við Árnastofnun í tilefni af 350 ára afmæli Árna Magnússonar handritasafnara. 

 

11-18 Sjóminjasafnið á Eyrarbakka.  
Grunnsýning um sögu Eyrarbakka með áherslu á sjósókn. 
Sérsýning:  Ljósmyndasýningin Vélbátar frá Eyrarbakka. 

 

13-18: Rjómabúið á Baugsstöðum.
Skammt austan Stokkseyrar er Rjómabúið á Baugsstöðum, hið eina sem varðveist hefur frá fyrri tíð.  Vélar bússins eru gangsettar fyrir gesti. Leiðsögn. Aðgangsseyrir.  Rjómabúið á Baugsstöðum er opið um helgar í júlí og ágúst kl. 13-18.

 

 

Skráð af Menningar-Staður