Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka.
Hrútavinafélagið Örvar gjörir kunnugt:
100 ára afmælishátíð á Stað
Björn Ingi Bjarnason á Eyrarbakka fyllir 60 lífárin 7. júlí 2013
Hann hefur verið í félagsmála-forystu í 40 ár. Fyrst á Flateyri til 1984,
síðan í Hafnarfirði og svo í þorpunum Stokkseyri og Eyrarbakka
og víðar frá 1999. Vegna þessara 100 ára heldur Hrútavinafélagið Örvar
og fleiri samstarfsmenn Björns Inga afmælissamkomu,
laugardagskvöldið 6. júlí 2013 kl. 20:00
í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka,
þar sem þessum áföngum verður fagnað í tali og tónum.
Fram koma m.a. hljómsveitirnar; Æfing og Siggi Björns frá Flateyri,
Granít frá Vík í Mýrdal og Kiriyama Family frá Eyrarbakka, Stokkseyri og Selfossi.
Á borðum verður þjóðleg kjötsúpa með öllu tilheyrandi
að hætti Hrútavina ásamt límonaði og lageröli.
Veislustjórar verða Guðmundur Jón Sigurðsson og Hendrik Tausen
sem átt hafa margþætta félagsmálasamleið með afmælisbarninu í þessi 40 ár
Síðan verður pokaball með hljómsveitinni Granít fram á nótt.
Afmælisbarnið afþakkar allar gjafir en framlög
í Menningarsjóð Hrútavina er kr. 2.500 sem aðgangseyrir.
Þátttaka tilkynnist á bibari@simnet.is
eða í síma 897-0542
Skráð af Menningar-Staður |
Tékklendingar á Menningar-Stað 30. júní 2013
Meðal þeirra fjölmörgu gesta sem komu við í Félagsheimilinu Stað, Menningar-Stað á Eyrarbakka í gær var hópur Tékklendinga.
Fóru þeir í göngu eftir sjóvarnargarðinum og nutu Atlantshafsins. Spurðu mikið um varnargarðana og sögðu frá því að gríðarleg flóð hefðu verið á þeirra heimasvæði í vor.
Hópurinn þáði kaffi og verslaði hjá Siggeiri Ingólfssyni sem tók á móti hópnum og fræddi af sinni alþýðlegu glaðværð sem gestirnir kunnu vel að meta.
Menningar-Staður færði til myndar.
Myndaalbúm er komið hér á Menningar-Stað
Smella á þessa slóð hér:http://menningarstadur.123.is/PhotoAlbums/249349/
Nokkrar myndir hér:
.
.
Eyrarbakki í beinni útsendingu
Vefmyndavélin á Rauða-húsinu
Skráð af menningar-Staður
Tæp sextíu prósent þjóðarinnar eru frekar eða mjög hlynnt veiðum á langreyðum en átján prósent eru andvíg veiðunum. Mestur er stuðningurinn meðal fylgismanna Sjálfstæðisflokksins eða 73 prósent. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri skoðanakönnun sem unnin var fyrir Stöð 2 og Fréttablaðið dagana 26. til 27. júní. Alls voru 802 spurðir um viðhorf sitt til veiða á langreyðum.
Könnunin leiddi meðal annars í ljós að stuðningur við veiðarnar er meiri meðal íbúa á landsbyggðinni en íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Þannig er rúmur helmingur borgarbúa hlynntur veiðunum en 21 prósent er frekar eða mjög andvígt þeim. 68 prósent íbúa á landsbyggðinni voru hlynnt veiðunum en 13 prósent andvíg.
Þá er lítill munur á viðhorfi eftir aldri. Meðal fólks á aldrinum 18 til 49 ára voru 54 prósent hlynnt veiðunum en 61 prósent af 50 ára og eldri.
Stuðningur við veiðar á langreyðum er mestur meðal stuðningsmanna ríkisstjórnarinnar; 72 prósent framsóknarmanna og 73 prósent sjálfstæðismanna eru hlynnt veiðunum. 39 prósent samfylkingarmanna eru hlynnt veiðunum og 40 prósent vinstri grænna.
Fréttablaðið mánudagurinn 1. júlí 2013.
30 júní 2013. Hvalur 9 kom við á olíubryggjunni í Örfirisey um miðjan dag í dag og tók olíu eftir löndun í Hvalfirði. Hann hélt strax aftur á miðin.
Ljósm.: Jón Steinar Sæmundsson.
Skráð af Menningar-Staður
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is