Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2013 Ágúst

31.08.2013 22:05

RÉTTIR Á SUÐURLANDI HAUSTIÐ 2013

Bjarkar Snorrason í Brattsholti í Stokkseyrarrétt fyrir nokkrum árum. Þar var réttað í dag.

 

RÉTTIR Á SUÐURLANDI HAUSTIÐ 2013

Nú fer að líða að hausti og réttir ómissandi hjá mörgum, bændum og áhugamönnum um sauðfjárrækt.

Á vef Bændasamtaka Íslands hefur Ólafur R. Dýrmundsson ráðunautur tekið saman lista yfir réttir á komandi hausti, en Freyr Rögnvaldsson var honum innan handar.  Svona listar eru ekki tæmandi og geta leynst villur og því alltaf öruggara að tala við heimamenn og fá staðfestingu á réttum dögum.  

Þessi listi er í stafrófsröð og hér getur að líta réttir frá Kjósasýslu til og með Vestur-Skaftafellssýslu.  

Listann í heild sinni má sjá á bondi.is.  

 

Réttir

Dagsetningar

Brúsastaðarétt í Þingvallasveit, Árn. 

sunnudag 22. sept.

Fljótshlíðarrétt í Fljótshlíð, Rang. 

mánudag 16. sept. og sunnudag 22. sept.

Fossrétt á Síðu, V.-Skaft.

föstudag 6. sept.

Fossvallarétt v/Lækjarbotna, (Rvík/Kóp)

sunnudag 22. sept.

Grafarrétt í Skaftártungu, V.-Skaft.

laugardag 14. sept.

Haldréttir í Holtamannaafrétti, Rang.

sunnudag 22. sept.

Heiðarbæjarrétt í Þingvallasveit, Árn.

laugardag 21. sept.

Hraðastaðarétt í Mosfellsdal.

sunnudag 22. sept.

Hrunaréttir í Hrunamannahr., Árn.

föstudag 13. sept.

Húsmúlarétt v/Kolviðarhól, Árn.

laugardag 21. sept.

Kjósarrétt í Kjós.

sunnudag 22. sept.

Klausturhólarétt í Grímsnesi, Árn.

miðvikudag 18. sept

Krýsuvíkurrétt, Gullbringusýslu.

laugardag 28. sept.

Landréttir við Áfangagil, Rang.

fimmtudag 26. sept.

Reyðarvatnsréttir á Rangárvöllum,Rang.

laugardag 21. sept.

Reykjaréttir á Skeiðum, Árn.

laugardag 14. sept.

Selflatarrétt í Grafningi, Árn.

mánudag 23. sept.

Selvogsrétt í Selvogi,Árn.

sunnudag 22. sept.

Skaftárrétt í Skaftárhr., V.-Skaft.

laugardag 7. sept.

Skaftholtsréttir í Gnúpverjahreppi, Árn.

föstudag 13. sept.

Tungnaréttir í Biskupstungum, Árn.

laugardag 14. sept.

Þóristunguréttir, Holtamannaafr., Rang.

Ekki ljóst

Ölfusréttir í Ölfusi, Árn.

mánudag 23. sept.

 

 

Fleiri myndir frá Stokkseyrarrétt fyrir nokkrum árum:

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

31.08.2013 16:53

Hrútavinir litu á Vædderen í Reykjavíkurhöfn

Hrúturinn á Vædderen.

 

Hrútavinir litu á Vædderen í Reykjavíkurhöfn

 

Nokkrir Hrútavinar af Suðurlandi litu við á Reykjvíkurhöfn í dag þar sem danska eftirlitsskipið Vædderen  (Hrúturinn)  lá við bryggju.

Núverandi Vædderen ber sama nafn og eldra skip sem hefur verið lagt og var Íslendingum vel þekkt eftir að það kom með handritin á áttunda áratugnum.

 

Vedderen er af "Thetis" gerð  og smíðað hjá Svendborg í Danmörku og skipið tilheyrir 1. flotadeild danska sjóhersins.

Höfuðverkefni þessara skipa eru ýmiss konar eftirlitsstörf og björgunarstörf, ekki ólík þeim störfum sem skip íslensku Landhelgisgæslunnar sinna. Þau voru hönnuð sérstaklega til notkunar við fiskveiðieftirlit, landhelgisgæslu, verndun fullveldis, sjó- og flugbjörgun, umhverfisvernd, ískönnun og til að aðstoða yfirvöld og íbúa hinna ýmsu byggðalaga.

 

"Thetis" skipin eru sérstaklega hönnuð til notkunar á norðlægum úthöfum og hafa reynst í alla staði vel. Þau eru um 3.500 tonn að stærð, 120 metrar á lengd og 16 metra breið, og geta siglt 8.300 sjómílur án viðkomu. Um borð er 60 manna áhöfn og pláss fyrir 11 farþega.

 

Að öllu jöfnu eru skipin úbúin með vistir til 4 mánaða úthalds. Þau eru búin kafbátarleitartækjum og geta sinnt olíuleitarverkefnum einnig. Vopnabúnaður er ein stór fallbyssa sem getur skotið 120 skotum á mínútu og djúpsprengjur. Um borð er ein þyrla af Lynx-gerð. Hámarkshraði skipanna er 20 hnútar. Þau eru sérstaklega útbúin til siglingar í ís og geta haldið allt að 12 hnúta hraða í ís sem er allt að 60-80 sentimetra þykkur.

 

 

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

31.08.2013 07:50

Postularnir í Hrísholtið og MFÁ í Sandvíkurskóla

Myndlistarfélag Árnesinga fær aðstöðu í Sandvíkurskóla. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

 

Postularnir í Hrísholtið og MFÁ í Sandvíkurskóla

 

Bæjarráð Árborgar samþykkti á fundi sínum í vikunni beiðni Bifreiðaklúbbs Suðurlands og Bifhjólasamtakanna Postula um afnot af Hrísholti 8 undir starfsemi sína.

Þar var Björgunarsveitin Tryggvi með aðstöðu á sínum tíma en síðan þá hafa Skátafélagið Fossbúar og áhaldahús Árborgar meðal annars notað húsið. Klúbbarnir fá afnot af húsinu, að bílskúr undanskildum, og gerður verður samningur við klúbbana um afnotin.

Á sama fundi var tekin fyrirbeiðni Myndlistarfélags Árnesinga um afnot af húsnæði. Bæjarráð samþykkti að MFÁ fái afnot af herbergi í Sandvíkurskóla, fyrir ofan íþróttasalinn og gerður verður samningur um afnotin.

 

Af: www.sunnlenska.is

 

31.08.2013 06:39

31. ágúst 1919 - Jóhann Sigurjónsson lést

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Jóhann Sigurjónsson.

 

31. ágúst 1919 - Jóhann Sigurjónsson lést

 

Jóhann Sigurjónsson skáld og rithöfundur lést, 39 ára. Hann bjó lengst af í Danmörku og samdi leikrit, t.d. Fjalla-Eyvind og Galdra-Loft, en orti einnig ljóð, m.a. Sofðu unga ástin mín, Bikarinn og Sorg, sem er talið fyrsta óbundna ljóðið á íslensku.

Minnisvarði um Jóhann var afhjúpaður á Laxamýri í Þingeyjarsýslu á aldarafmæli skáldsins, 1980

 

Þegar 50 ár voru liðin frá andláíi Jóhanns Sigurjónssonar skálds og var afhjúpaður minnisvarði úr íslenzku stuðflabergi á Ieiði hans í Vesterkirkjugarði í Kaupmannahöfn. Minnisvarðinn er myndaður af þrem stuðlabergssteinum og mið-steinninn hæstur en tveir lægri steinar á hvora hlið honum.

Ber miðsteinninn efitirfarandi áletrun:

DIGTEREN

JOHANN SIGURJÓNSSON

LAXAMÝRI — ISLAND

F. 19.6. 1880

D- 30.8- 1919

OG HANS HUSTRU

INGEBORG

F. 30-10. 1872

D. 17.11. 1934

REJST AF DET

ISLANDSKE FOLK"

 

Jóhann Sigurjónsson (1880-1919)

 

Jóhann Sigurjónsson fæddist á Laxamýri í S-Þingeyjarsýslu 19. júní 1880. Laxamýri var stórbýli á þeim tíma og ólst Jóhann upp við góðan aðbúnað yngstur í átta systkinahópi. Eftir nám í Lærða skólanum hélt Jóhann til Kaupmannahafnar árið 1899 til að stunda nám í dýralækningum. Hann hvarf frá því námi og sneri sér alfarið að ritstörfum. Hann einbeitti sér nú að skrifa leikrit en í Lærða skólanum var hann farinn að skrifa töluvert, einkum ljóð. Þekktustu leikrit Jóhanns eru Fjalla-Eyvindur og Galdra-Loftur. 
Jóhann átti sér einnig annað áhugamál utan skáldskaparins en það var að finna upp nýja hluti. Eitt frægasta dæmið er ryklokið sem hann hannaði fyrir ölkrúsir og áttu að varna því að óhreinindi og flugur kæmust í bjórinn. Fékk hann einkaleyfi fyrir framleiðslu þeirra og framleidd voru 10 þúsund ryklok. En ekki urðu vinsældir miklar. Jóhann lést tæplega fertugur og var mörgum harmdauði. 

 

Allt sem þú gjörir

það gjör þú skjótt 

Allt sem þú gjörir það gjör þú skjótt,

gleðinnar blómrósir visna fljótt

ef hugsunin fer um þær fingrum sínum.

Og þú sem átt æskunnar afl og fjör;

óreynda kraftana og heita vör,

hugsaðu ei tímann úr höndum þínum. 

 

Jóhann Sigurjónsson (Ljóðabók, 1994) 

 

Jóhann Sigurjónsson

Það varð Jóhanni Sigurjónssyni sem skáldi mikil örvun að flytjast til Kaupmannahafnar, þar sem hann komst í snertingu við ýmsa nýjustu strauma listanna. Hann hafði ort mikið á námsárum sínum í Reykjavík og var staðráðinn að verða ljóðskáld bæði á íslensku og dönsku. Hann tók miklum framförum á fyrstu Hafnarárum sínum, en segja má að blómaskeið hans sem ljóðskálds hafi einkum verið á árunum frá 1905 til 1910.

 

Jóhann Morgunblaðið laugardagurinn 31. ágúst 2013 - Dagar Íslands - Jónas Ragnarsson  og fleira.

 

Skráð af Menningar-Staður

 

__________________________________________________________________

Hamraborgarhátíð - laugardagurinn 31. ágúst 2013

 

Eyrbekkingurinn Sigríður Ingibjörg Hannesdóttir á Cafe Catalina í Hamraborginni í Kópavogi.

31.08.2013 06:29

Merkir Íslendingar - Jón Eiríksson

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Jón Eiríksson.

 

Merkir Íslendingar - Jón Eiríksson

 

Jón Eiríksson konferenzráð náði lengst Íslendinga í metorðum innan danska ríkisins á 18du öld og var þá sá, ásamt Árna Magnússyni og Skúla fógeta, sem mestu þokaði í framfaraátt hér á landi.

Jón fæddist 31. ágúst 1728, sonur Eiríks Jónssonar, bónda í Skálafelli í Suðursveit og síðar í Hólmi á Mýrum í Hornafirði, og k.h., Steinunnar Jónsdóttur, frá Hofi í Öræfum.

Eiginkona Jóns var Christine María Lundgaard en börn þeirra sem upp komust voru Jens, sekreteri í rentukammerinu; Eiríkur, einnig sekreteri í rentukammerinu; Anna Margrét, gift Tycho Jessen sjóliðsforingja; Ludvig amtmaður; Steinunn, gift Posth kommandör; Hans, læknir í Kaupmannahöfn, og Bolli William, tollstjóri í Marstal.

Jón lærði fyrst hjá Vigfúsi Jónssyni, presti í Stöð, móðurbróður sínum. Hann var tvo vetur í Skálholtsskóla þar sem hann kynntist velgjörðarmanni sínum, Ludvig Harboe biskupi.

Jón tók stúdentsprófi í Niðarósi 1748, stundaði nám við Kaupmannahafnarháskóla, varð baccalaureus 1750 og lauk lögfræðiprófi með fyrstu einkunn 1773.

Jón varð prófessor í lögfræði við Sóreyjar skóla 1773, var skipaður skrifstofustjóri í norsku stjórnardeildinni 1771, forstjóri í toll- og verslunarstjórninni 1773 og síðan í rentukammerinu 1777. Hann varð assessor í hæstarétti Danmerkur 1779, og var yfirbókavörður í konungsbókhlöðunni 1772-81. Hann var félagi í norska og danska vísindafélaginu, varð etatsráð 1775 og konferenzráð 1781.

Jón hafði umtalsverð stjórnbótaáhrif á málefni Íslands, einkum verslunarmálin en hann skrifaði fræga ritgerð um þau 1783 og sat í fjárhags- og verslunarnefnd Íslands.

Jón var heilsuveill síðustu árin, fleygði sér fram af brú í Kaupmannahöfn 29. mars 1787 og lést af höfuðáverka sem hann hlaut í fallinu.

Sveinn Pálsson náttúrufræðingur skrifaði ritgerð um ævi Jóns sem birtist í bókaflokknum Merkir Íslendingar.

 

Kaupmannahafnarháskóli.

 

Morgunblaðið laugardagurinn 31. ágúst 2013  -  Merkir Íslendingar.

 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

30.08.2013 23:22

Skot-dagur Surtlu 30. ágúst 1952

Surtla.

 

Skot-dagur Surtlu 30. ágúst 1952

 

Sauðkindin Surtla var skotin við Herdísarvík, en Sauðfjárveikivarnir höfðu lagt fé til höfuðs henni. Vísir sagði að kindin hefði verið „elt eins og óargadýr“

 

Morgunblaðið föstudagurinn 30. ágúst 2013 - dagar Íslands - Jónas Ragnarsson.

 

Herdísarvíkur-Surtla

 

Ein frægasta ær síðari tíma er Herdísarvíkur-Surtla, sem var í eigu Hlínar Johnson frá Herdísarvík á Reykjanesi. Hlín var sambýliskona Einars Benediktssonar skálds. Surtla var svört, eins og nafnið gefur til kynna, og hafði einstakt lag á að gera menn sárfætta og reiða.

Í fjárskiptum vegna mæðiveikinnar haustið 1951 var svæðið frá Þjórsá að Hvalfirði hreinsað af fé, fyrir utan eina svarta kind og lamb hennar sem náðust ekki. Eftir áramótin náðist lambið þegar það örmagnaðist í einum eltingaleiknum en Surtla slapp ávallt burt. Hún sást nokkrum sinnum en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fulltrúa fjárskiptayfirvalda virtist engin leið að ná henni, hún ýmist stakk menn af í klettum sem voru öðrum ófærir eða þá að hún fannst ekki þegar til átti að taka.

Haustið 1952 gripu yfirvöld til örþrifaráða. Lagt var fé til höfuðs Surtlu. Hver sem næði skepnunni, dauðri eða lifandi fengi 2000 krónur í verðlaun. Eftir langan eltingaleik tveggja leitarhópa laugardaginn 30. ágúst féll Surtla fyrir byssuskoti, en þá hafði hún stokkið niður klettahamar sem var ófær öllum venjulegum skepnum. Surtla var felld í þriðja skoti og var í þremur reifum. Höfði hennar var skilað inn á skrifstofu sauðfjárveikivarna og vígalauna krafist.

Aðalfyrirsögnin á forsíðu Tímans 2. sept. 1952 hljómaði þannig: Surtla lögð að velli í Herdísarvíkurfjalli á laugardagskvöld.

 

Ekki ríkti almenn ánægja með fall Surtlu því mörgum fannst að kindin ætti skilið að fá að lifa lengur, vegna þrautseigju hennar og harðskeytni, auk þess sem greinilegt var að hún þjáðist ekki af mæðiveiki. Fjölmargir skrifuðu greinar í blöð þar sem Surtlu var minnst auk þess sem vísur og ljóð voru ort um hana og endalok ævi hennar, en í þeim flestum fengu vígamennirnir bágt fyrir verkið. Það er greinilegt að kindin hefur orðið mörgum táknmynd frelsis og áræðni hennar vakti þjóðarathygli.

 

Höfuð Surtlu er í dag í eigu Sigurðar Sigurðarsonar dýralæknis og hékk lengi uppi á Rannsóknarstöðinni að Keldum en er nú í Sauðfjársetrinu á Ströndum eins og hér má sjá:.

 

Skráð af Menningar-Staður.

 

 

 

30.08.2013 20:37

Hrútavinir í Menningarkakói í Sunnlenska Bókakaffinu

Hrútavinirnir Kristján Runólfsson og Jóhann Páll Helgason í Sunnlenska bókakaffinu í dag.

 

Hrútavinir í Menningarkakói í Sunnlenska BókakaffinuNokkrir Hrútavinir komu saman í dag, eins og þeirra er taktföst venja, í Sunnlenska bókakaffinu við Austurveg á Selfossi.

Þetta voru Kristján Runólfsson frá Káragerði á Eyrarbakka, Jóhann Páll Helgason frá Brennu II á Eyrarbakka, Björn Ingi Bjarnason frá Ránargrund á Eyrarbakka og Þórður Guðmundsson frá Hólmi á Stokkseyri.

 

Kristján Runólfsson orti:

Margt var rætt og mikið spjallað,

menning greind á ýmsan hátt,

mjög var hlegið, meira brallað,

mest þó talað opinskátt.

 

Jóhann Páll Helgason orti:

Kakó bollinn kætir oft

og kleinur allir vilja.

Strákar gleyptu sunnlenskt loft

er serveraði  Lilja.

 

Nokkuð var rætt um konuna í Varsjá í Pólandi sem ætlar að ferðast um heiminn til sjálfum- og sveinagleði.

Kristján Runólfsson hafði ort í morgun:

Sú er glöð að sofa hjá,

sýnist mér helst öllum,

hún vill prófa hreðjar á.

hundrað þúsund köllum.

 

Og Kristján Runólfsson bætti við á vettvangi Menningarkakósins:

Þessi dama finnst mér frökk,

og furðuleg í háttum,

hún mun verða hölt og skökk,

af hundrað þúsund dráttum.

 

Margt, margt fleira var rætt og margþætt stefnumótun fór fram að hætti hinna hiklausu Hrútavina.

 

Hrútavinirnir Kristján Runólfsson og Þórður Guðmundsson.

 

Hrútavinirnir; Kristján Runólfsson, sem nú býr í Hveragerði, Þórður Guðmundsson og býr á Stokkseyri og Jóhann Páll Helgason, sem býr á Selfossi.

 

Lilja Magnúsdóttir, sem bjó á Eyrarbakka, lagaði Menningarkakó af bestu gerð.

 

Menningar-Staður færði til myndar:

 

30.08.2013 19:53

Guðrún Alda Helgadóttir - Fædd 22. ágúst 1930 - Dáin 19. ágúst 2013 - Minning

Guðrún Alda Helgadóttir.

 

Guðrún Alda Helgadóttir - Fædd 22. ágúst 1930 - Dáin 19. ágúst 2013 - Minning

 

Guðrún Alda Helgadóttir fæddist í Borgarholti Stokkseyrarhreppi 22. ágúst 1930. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 19. ágúst 2013.

Foreldrar hennar voru Helgi Guðmundsson, f. 13. september 1902, d. 25. september 1932, og Steinvör Jónsdóttir, f. 18. janúar 1903, d. 27. apríl 1991. Systkini hennar voru: 1) Sigurjón, f. 1925, d. 1993. 2) Bjarni, f. 1926, d. 2007. 3) Gunnar, f. 1927. 4) Áslaug, f. 1929, d. 2010. 5) Helga, f. 1931, d. 1987.

Alda eignaðist einn son, Helga Ingvason, með Ingva Georgssyni, f. 1929, d. 1996. Eiginkona Helga var Ragnheiður Markúsdóttir, f. 1954, d. 2001. Börn þeirra eru: 1) Kjartan Þór, f. 1971. 2) Gunnar Örn, f. 1972. 3) Ómar Vignir, f. 1980, í sambúð með Eddu Linn Rise, þau eiga þrjú börn. 4) Guðrún Alda, f. 1984, í sambúð með Lúðvík Kjartani Kristjánssyni, þau eiga eitt barn. Unnusta Helga er Ingibjörg H.W. Guðmundsdóttir.

Útför Öldu fór fram frá Eyrarbakkakirkju í dag, föstudaginn 30. ágúst 2013

 

Morgunblaðið föstudagurinn 30. ágúst 2013

 

 

Skráð af Menningar-Staður

30.08.2013 19:43

Fjölmenni í sundlaugarafmæli á Stokkseyri

Birkir, Aðalbjörn, Grétar og Guðmundur voru allir mættir í afmælisveisluna. Ljósmynd/Bragi Bjarnason

 

Fjölmenni í sundlaugarafmæli á Stokkseyri

 

Í gær fimmtudaginn 29. ágúst var haldið upp á 20 ára afmæli sundlaugarinnar á Stokkeyri. Frítt var í sundlaugina í tilefni dagsins og nýtti fjöldi fólks sér tækifærið og kíkti í heitu pottana og fékk sér afmælisköku.

 

Nokkrir gamlir sundlaugarverðir sem hafa starfað við laugina í gegnum tíðina rifjuðu upp gamla takta en Birkir Pétursson og Aðalbjörn Baldursson voru fyrstu sundlaugaverðirnir í sundlauginni þegar hún var opnuð árið 1993.

Guðmundur Gestur Þórisson sá um sundlaugina til fjölda ára en hann hætti árið 2006. Birkir og Aðalbjörn komu einnig að smíði laugarinnar. Grétar Zóphaníasson var sveitastjóri Stokkseyrarhrepps á þessum tíma og studdi ákvörðun um smíði laugarinnar.

Boðið var upp á veglega afmælisköku og Anton Guðjónsson spilaði fyrir gesti á sundlaugarbakkanum.

 

 

Af: www.sunnlenska.is

 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

30.08.2013 13:06

Af löngunum Kristjáns Runólfssonar í Hveragerði

Kristján Runólfsson, Skagfirðingur og Eyrbekkingur í Hveragerði.

 

Af löngunum Kristjáns Runólfssonar

 

Langar mig að lepja öl,
læt því vel í dallinn.
hér er ætíð froðan föl,
fyrir þúsundkallinn.

 

Af Facebook-síðu Kristjáns Runólfssonar

 

 

Skráð af Menningar-Staður