Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2013 Ágúst

07.08.2013 19:39

Af karlpeningi í slipp á Selfossi

Kjartan Björnsson klippir.
 

Af karlpeningi í slipp á Selfossi

 

Mynda-vélmenni Menningar-Staðar var á Selfossi í morgun og kom við á Rakarastofu Björns og Kjartans við Austurveginn og var tekinn í slipp eins og oft er sagt um gjörning sem þennan....

 

Meðal þeirra sem fóru í slipp í morgun voru:

Vigfús Helgason á Stokkseyri, Gísli Felix Bjarnason á Selfossi og Páll Leó Jónsson f.v. skólastjóri Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri.

 

Menningar-Staður færði til myndar:

 

Björn Ingi Gíslason með Vigfús Helgason í slippnum.

 

Sælir og ánægðir, Vigfús Helgason og Björn Ingi Gíslason.

 

Björn Daði Björnsson með Gísla Felix Bjarnason í slipp.

 

Björn Ingi Gíslason og Páll Leó Jónsson kominn í slippinn.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

07.08.2013 09:25

Frá framkvæmdum við skábrautina hjá Menningar-Stað á Eyrarbakka

Siggeir Ingólfsson og Sigmar Ólafsson sem leit við í morgun og tók þátt í alþýðlegri stefnumótun..

 

Framkvæmdir við skábrautina hjá Menningar-Stað á Eyrarbakka

 

Framkvæmdir ganga vel við útsýnispallinn á sjóvarnargarðinum við Félagsheimilið Stað,  Menningar-Stað á Eyrarbakka.

 

Það er Siggeir Ingólfsson, staðarhaldari við Félagsheimilið Stað, sem stendur fyrir þessum miklu framkvæmdum með aðstoð góðra manna.

 

Hluti framkvæmdarinnar margþættu er að byggja skábraut upp á útsýnispallinn fyrir hreyfihamlaða og verður því auðvelt að fara upp á sjóvarnargarðinn í hjólastólum.

 

Siggeir var að störfum í morgun og Menningar-Staður færði til myndar:

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

07.08.2013 08:33

Alþýðutónlistarhátíð á Eyrarbakka helgina 15. - 18. ágúst 2013

 

 

Alþýðutónlistarhátíð á Eyrarbakka

helgina 15. - 18. ágúst 2013

 

 

Haldin verður Alþýðu og hljómbær tónlistarhátíð á Eyrarbakka 15. - 18. ágúst 2013


Koma munu fram hinir ýmsu alþýðutónlistarmenn þessa lands sem og erlendis frá.
Á næstu vikum má fylgjast með hvaða listamenn munu leika af fingrum fram og hvaða fleiri uppákomur verða í boði.
Það verður töfrandi og notaleg stemning á Eyrarbakka um miðjan ágúst – og mælum við með því að tónlistaráhugafólk sem og aðrir fylgjist vel með næstu vikurnar!

 

Hér er um að ræða frumkvöðlastarf nokkurra einstaklinga sem elska tónlist, mannlíf og Eyrarbakka.

 

ATH! Að ekkert kostar að koma og njóta hátíðarinnar en frjáls framlög eru vel þegin á hverjum tónleikastað.

 

Sjá heimasíðu hátiðarinnar:  http://bakkinn.com/

 

Dagskrá:

Dagskraloka

07.08.2013 06:33

ÓLAFSDALSHÁTÍÐ - sunnudaginn 11. ágúst 2013

 

ÓLAFSDALSHÁTÍÐ - sunnudaginn 11. ágúst 2013

„upphitun“ 10. ágúst

ÓKEYPIS aðgangur og skemmtiatriði

10. ágúst Undanfari hátíðar – „upphitun“

10:00 Gönguferð: hringur um Ólafsdal

Gengið upp úr skálinni ofan við skólahúsið, farinn hringur um dalinn á fjallsbrúnum og niður Taglið gegnt bænum (erfiðleikastig - tveir skór).

14:00 Námskeið: Vinnsla ullar og tóvinna

Námskeið fyrir börn og ungmenni í samstarfi við Heimilisiðnaðarfélag Íslands.

11. ágúst Ólafsdalshátíð

11:00 Sala á miðum í Ólafsdalshappdrættinu hefst. Fjöldi góðra vinninga

Miðaverð kr. 500

12:00-17:00 Ólafsdalsmarkaðir og sýningar:

Lífrænt vottað Ólafsdalsgrænmeti - ostar - Erpsstaðaís - kræklingur - ber og margt fleira. Fjölbreyttur handverksmarkaður.

 • Ólafsdalsskólinn 1880-1907: fastasýning á 1. hæð skólahússins
 • Guðlaug og konurnar í Ólafsdal: ný sérsýning á 2. hæð skólahússins. Styrkt af Menningarráði Vesturlands
 • Matur- og matararhefðir við Breiðafjörð og á Ströndum: kynning á 2. hæð skólahússins í samvinnu við Þjóðfræðisetrið á Hólmavík.
13:00 HÁTÍÐARDAGSKRÁ
 • Ávarp: Fulltrúi stjórnar Ólafsdalsfélagsins
 • Ræða: Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra
 • Tónlist: Sigríður Thorlacius söngkona og Guðmundur Óskar Guðmundsson bassaleikari
 • Erindi: Kolfinna Jóhannesdóttir, skólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar. Framhaldsnám í heimabyggð
 • Erindi: Halla Steinólfsdóttir, bóndi og varaformaður Ólafsdalsfélagsins. Landbúnaður 2013. Eitthvað nýtt
 • Tónlist: Sigríður Thorlacius og Guðmundur Óskar Guðmundsson.
15:00 Leikhópurinn Lotta sýnir Gilitrutt

16:00 Erindi á Langaloftinu á 2. hæð skólahússins:
 • Torfi, verkfærin og vinnuhestarnir
 • Bjarni Guðmundsson, prófessor á Hvanneyri
16:30 Dregið í Ólafsdalshappdrættinu

Hestar teymdir undir börnum (frítt).

Einnig verður boðið uppá ½ klst reiðtúra gegn gjaldi.

Veitingar á sanngjörnu verði.

 

Hrútavinir komu við í Ólafsdal í Gilsfirði í sumarferð árið 2009.

F.v.: Friðrik Sigurjónsson, Eyrarbakka, Hafliði Magnússon, Selfossi (látinn), Bjarkar Snorrason, Brattsholt við Stokkseyri, Einar Valur Oddsson, Selfossi, Jóhann Páll Helgason, Selfossi, Gunnar Marel Friðþjófsson, Selfossi, Hlynur Gylfason, Stokkseyri, Ásmundur Sigurðsson, Selfossi og Einar Loftur Högnason, Selfossi.  Björn Ingi Bjarnason, Eyrarbakka, var með í för og tók myndina. 

 
Skráð af Menningar-Staður

 

06.08.2013 21:30

Dagskrá Sumars á Selfossi 2013

 

Dagskrá Sumars á Selfossi 2013

 

Bæjar- og fjölskylduhátíðin Sumar á Selfossi verður haldin um næstu helgi en dagskráin hefst þó miðvikudaginn 7. ágúst. Hér má sjá dagskrána í heild sinni.

Menningarlegur miðvikudagur 7. ágúst

Skreytum bæinn. Selfyssingar og gestir þeirra skreyta húsin sín litum hverfanna. Þátttakan hefur verið frábær undanfarin ár og hafa bæjarbúar keppst við skreyta húsin sín hverfalitunum.

10:00 - 00:00 Kaffi krús

Frábær matseðill og lifandi tónlist á pallinum ef veður leyfir.

10:00 - 17:30 Ljósmyndasamkeppni

Samtök verslunar og þjónustu í Árborg standa fyrir ljósmyndasamkeppni þar sem þemað er “Sumar á Selfossi”. Sendið myndir til prentunar á filmverk@filmverk.is með “Ljósmyndasamkeppni” í subject. Hægt er að kjósa sína uppáhaldsmynd við Filmverk í Miðgarði.

13:00-16:00 Fischersetrið

Fischersetrið í Gamla bankanum að Austurvegi 21 opið. Fróðleg sýning um stórmeistarann Bobby Fischer. Aðgangseyrir 500 krónur en frítt inn fyrir 12 ára og yngri.

17:00 Sunnlenska bókakaffið

Kynning í Sunnlenska bókakaffinu, Austurvegi 22, á bókum sem koma út á þessu hausti hjá bókaútgáfunni Sæmundi og Útgáfuþjónustunni Selfossi.

17:00 Listsýningar á Bókasafninu

Listakonan Sigrún H Rosenberg opnar sýningu áolíumyndum í Listagjánni í Bókasafninu á Selfossi.Í barnadeildinni er sýning á klippimyndum eftir Rakel Sif Ragnarsdóttur og Aniku Bäker. Þar er Torbjörn Egner í hávegum hafður og meðal annars má sjá Karíus og Baktus, Lilla klifurmús og ræningjana úr Kardimommubænum á veggjum deildarinnar. Boðið upp á poppkorn í barnadeildinni og kaffi og smákökur í Listagjánni. Bókamarkaður í lesstofu bókasafnsins þar sem hægt er að gera rífandi góð kaup.

17:00 - 21:00 Opið hús

Opið hús í vinnustofu Myndlistarfélags Árnesinga á 2. hæð að Austurvegi 35. Listamenn við vinnu sína (Gengið inn vestanmegin).

18:00 Setningarathöfn

Formleg setning Sumar á Selfossi 2013 á tröppum Ráðhússins við Austurveg. Fjörugur lúðrablástur, skátar draga fána að húni, ávarp Eyþórs Arnalds,formanns bæjarráðs, grillaðar pylsur og kókómjólk. Allir

glaðir.

21:00 Kósýtónleikar

Söngdúllurnar Svavar Knútur og Kristjana Stefáns gleðja kaupstaðarbúa með dásamlegum dúettatónleikum í Tryggvaskála. Á efnisskránni er fjölbreytt dagskrá dúetta, sem rúmar allt frá Abba til Dolly Parton með viðkomu hjá Nick Cave og Páli Ísólfssyni, auk frumsamdra laga og hinna ýmsu gleði- og tregabomba. Kántrý, Evróvisjónpoppsmellir, blágresi og íslensk sígræn skólaljóð eru í fyrirrúmi. Miðaverð 2.500 krónur.

Fjörugur fimmtudagur 8. ágúst

10:00 - 00:00 Kaffi krús

Frábær matseðill og lifandi tónlist á pallinum ef veður leyfir.

10:00 - 17:30 Ljósmyndasamkeppni

Samtök verslunar og þjónustu í Árborg standa fyrir ljósmyndasamkeppni þar sem þemað er “Sumar á Selfossi”. Sendið myndir til prentunar á filmverk@filmverk.is með “Ljósmyndasamkeppni” í subject. Hægt er að kjósa sína uppáhaldsmynd við Filmverk í Miðgarði.

13:00-16:00 Fischersetrið

Fischersetrið í Gamla bankanum að Austurvegi 21 opið. Fróðleg sýning um stórmeistarann Bobby Fischer. Aðgangseyrir 500 krónur en frítt inn fyrir 12 ára og yngri.

19:15 - 21:00 Selfoss - FH

Stórleikur í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu þar sem Selfyssingar taka á móti FH á Selfossvelli. Þetta verður spennandi . Áfram Selfoss!

20:00 – 23:00 Gömlu dansarnir

Dansleikur með danshljómsveitinni Klassik í betri stofunni á veitingastaðnum Eldhúsið við Tryggvagötu 40. Þema kvöldsins er gömludansarnir ásamt vinsælum lögum fyrri tíma. Klassik er mörgum af góðu kunn en hún spilar fyrir félag eldiborgara í Reykjavík og hina ýmsu dansklúbba. Hljómsveitina skipa Smári Eggertsson og Haukur Ingibergsson . Húsið opnar kl. 19:30 og ballið byrjar kl. 20:00. Dansað verður til 21:30 en þá verður boðið uppá kaffi og kökur. Aðgangseyrir er 1.499 kr á mann.

20:30 – 23:00 DJ Devil í Zelsíuz

DJ Devil þeytir skífum á balli fyrir 8.-10. bekk í félagsmiðstöðinni Zelsíuz. Húsið opnar kl. 20:30 og það kostar 200 krónur inn. Allir að mæta í ztuði!

21:00 Tryggvaskáli

Harmónikkuball í Tryggvaskála. Færustu harmónikkuspilarar Suðurlands koma saman og slá upp dansleik. Láttu þig ekki vanta á einn skemmtilegasta viðburð hátíðarinnar.

20:00 - 23:00 Suðurlandsskjálfti 2013

Sonus viðburðir í samvinnu við Vodafone og Sumar á Selfossi standa fyrir underground tónleikum í stóra tjaldinu. Margar af efnilegustu hljómsveitum landsins munu spila á tónleikunum í bæjargarðinum. Hljómsveitirnar The Vintage Caravan, Dimma, Grísalappalísa, RetRoBot, Glundroði og Vídalín munu trylla lýðinn. Í fyrra mættu 300 manns á svakalega tónleika. Tónleikarnir hefjast kl 20:00. Húsið opnar kl 19:00. Ókeypis aðgangur og veitingasala á staðnum. Láttu þig ekki vanta!

22:00 Pöbbarölt. Góð stemmning á veitingastöðum bæjarins. Happy hour kl 21-23 á 800BAR Café-Bistro. Lifandi tónlist á Fróni. Kaffi Krús í góðum gír.

Flottur föstudagur 9. ágúst

10:00 - 00:00 Kaffi krús

Frábær matseðill og lifandi tónlist á pallinum ef veður leyfir.

10:00 - 17:30 Ljósmyndasamkeppni

Samtök verslunar og þjónustu í Árborg standa fyrir ljósmyndasamkeppni þar sem þemað er “Sumar á Selfossi”. Sendið myndir til prentunar á filmverk@filmverk.is með “Ljósmyndasamkeppni” í subject. Hægt er að kjósa sína uppáhaldsmynd við Filmverk í Miðgarði.

13:00-16:00 Fischersetrið

Fischersetrið í Gamla bankanum að Austurvegi 21 opið. Fróðleg sýning um stórmeistarann Bobby Fischer. Aðgangseyrir 500 krónur en frítt inn fyrir 12 ára og yngri.

14:00 Götuball í miðbænum

Félagsskapurinn Dönsum á Selfossi stendur fyrir götuballi á Hafnarplaninu við Tryggvatorg. Línudanssýning frá danshópnum og síðan eru allir hvattir til að hoppa í strigaskóna og taka þátt í almennu götuballi í miðbænum.

14:00 Olísmótið. Drengir í 5. flokki etja kappi í knattspyrnu á Selfossvelli í Meistaradeild Olís.

17:00 Fegursta gatan í Árborg. Sveitarfélagið Árborg verðlaunar fegurstu götuna í sveitarfélaginu 2013. Íbúum götunnar verður boðið til afhjúpunar skiltis í götunni þegar úrslitin liggja fyrir.

21:00-23:00 Tónleikar með KK- bandi. Kristján Kristjánsson mætir með hljómsveit sína og spilar lög af Bein leið plötunni ásamt vel völdum gullmolum. Gætu orðið tónleikar ársins. Veitingasala á staðnum. Ekki missa af vegbúanum

á ferð sinni um kaupstaðinn. Forsala aðgöngumiða í Ozone. Forsöluverð .2000 kr. Miðaverð við tjaldið 2.900 kr.

21:00 Óskalagakvöld. Óskalagakvöld með Ingó Veðurguð og Einari úr Svörtum fötum á 800BAR Café-Bistro, Happy hour kl 21-23.

22:00 Pöbbarölt. Góð stemmning á veitingastöðum bæjarins. Lifandi tónlist á Fróni. Kaffi Krús í góðum gír.

Lifandi laugardagur 10. ágúst

7:30 Skjótum upp fána. Selfyssingar taka daginn snemma, skjóta upp fána og gera sig klára fyrir morgunmat í hátíðartjaldi.

9:00-11:00 Morgunverður. Fyrirtæki á Selfossi bjóða til morgunverðar í hátíðartjaldi við Sigtún. Guðnabakarí, Krás, HP Kökugerð, MS, Vífilfell, Samkaup, Bónus, Lýsi og Flytjandi bjóða til veislunnar. Sumar á Selfossi viðurkenningin 2013 afhent. Fjölmennum í morgunverðinn í bæjargarðinum og tökum þátt í skemmtilegri samverustund.

10:00 Umhverfisverðlaun Árborgar. Afhending viðurkenninga fyrir fegurstu garðana og snyrtilegasta fyrirtækið í Árborg fer fram í morgunverðarhlaðborðinu í hátíðartjaldinu í miðbæjargarðinum.

10:30 Hátíðartjald. Norskir frændur okkar frá Velfjord blandakor fagna 30 ára afmæli kórsins með því að koma í heimsókn til Íslands. Kórinn kemur frá Brønnøy i Nordlandfylki og munu syngja nokkur lög í hátíðartjaldinu. Stjórnandi kórsins er Harry Dypaune.

10:00 - 00:00 Kaffi krús

Frábær matseðill og lifandi tónlist á pallinum ef veður leyfir.

10:00 - 16:00 Ljósmyndasamkeppni. Samtök verslunar og þjónustu í Árborg standa fyrir ljósmyndasamkeppni þar sem þemað er “Sumar á Selfossi”. Sendið myndir til prentunar á filmverk@filmverk.is með “Ljósmyndasamkeppni” í subject. Hægt er að kjósa sína uppáhaldsmynd við Filmverk í Miðgarði.

9:40 Riðlakeppni Olísmótsins. Framtíðarlandsliðsmenn Íslands eigast við í Meistaradeild Olís á Selfossvelli

10:00 Sprell leiktæki. Leiktækjaleigan Sprell með fjölbreytt tæki fyrir krakka á öllum aldri í bæjargarðinum allan daginn.

11:00 Hlaupið í Hellisskóg. Hlaupið með hlaupahópnum Frískum Flóamönnum á opinni æfingu frá Sundhöll Selfoss út fyrir á og inn í Hellisskóg. Hlaupinu lýkur við Stóra-Helli þar sem boðið verður upp á hressingu. Allir velkomnir í hlaupaskóm og góðu skapi.

11:00 - 17:00 Opið hús. Opið hús í vinnustofu Myndlistarfélags Árnesinga á 2. hæð að Austurvegi 35. Listamenn við vinnu sína (Gengið inn vestanmegin).

13:00-16:00 Fischersetrið. Frítt inn á Fischersetrið í Gamla bankanum að Austurvegi 21. Hver var þessi merkilegi meistari, Bobby Fischer?

13:00-17:00 Handverksmarkaður. Hæfileikaríkt handverksfólk með margbreytilegt handverk til sölu og sýnis frá öllum landshornum.

13:30 Suðurlandströllið. Sterkustu menn Íslands og þó víðar væri leitað keppa í aflraunum. Keppni hefst á árbakkanum fyrir neðan Pylsuvagninn þar sem keppt verður í réttstöðulyftu. Keppni heldur svo áfram í miðbæjargarðinum kl. 14 þar sem keppt verður í sirkushandlóðum og bændagöngu. Komasvo!

14:00-15:30 Dagskrá á Útisviði. Ísgerður úr Stundinni okkar er bráðskemmtileg stúlka sem hefur alltaf nóg að bauka. Ísgeður mun kynna fjölskyldudagskrána og syngja skemmtileg lög. Lalli töframaður stígur á stokk með töfra, grín og almenna vitleysu. Hvað ætli Lalli gralli núna? Ingó mun mæta á úti sviðið og hita upp fyrir kvöldið. Fimleikadeild Selfoss mun sýna meistaratakta.

15:00-17:00 Tónlist á Stórasviðinu í hátíðartjaldinu

15:00 Jóhanna Ómarsdóttir, söngkona frá Selfossi, syngur nokkur ljúf lög á stóra sviðinu í hátíðartjaldinu.

16:00 Unglingahljómsveitin Kaliber stígur á stokk með nokkur lög á stóra sviðinu í hátíðartjaldinu.

14:00 Hvað á torgið að heita? Afhjúpað verður skilti með nafninu á hringtorginu á mótum Tryggvagötu, Fossheiðar og Langholts, við Fjölbrautaskóla Suðurlands.

14:00 – 16:00 Júdókynning. Júdódeild Umf. Selfoss verður með opið hús í júdósalnum í gamla barnaskólanum við Bankaveg.

15:00 Kassaklifur. Björgunarfélag Árborgar mætir með kranann og kassana í bæjargarðinn. Hver kemst næst skýjunum?

16:00 Gengið um austurbæinn. Þorsteinn “Brósi” Þorsteinsson leiðir sögugöngu um austurbæ Selfoss. Létt ganga sem hentar öllum. Boðið upp á kaffi og kleinur í lok göngunnar. Mæting við Daddabúð, Austurvegi 34.

17:00 Sunnlenska bókakaffið. Dagskrá í Sunnlenska bókakaffinu, Austurvegi 22, tileinkuð hommum og lesbíum. Kynnt verður bókin Mennirnir með bleika þríhyrninginn eftir Heinz Heger, en í þeirri bók er lýst hlutskipti homma í Þriðja ríki Hitlers. Bókin kom fyrst út árið 1972 og hafði strax mikil áhrif víða um lönd. Bókin kemur út hjá bókaútgáfunni Sæmundi í byrjun ágúst og það er Guðjón Ragnar Jónasson þýðir.

18:00-21:00 Götugrill og garðagleði. Selfyssingar grilla og undirbúa sig fyrir sléttusönginn.

21:30 Hátíðarávarp. Kjartan Björnsson, formaður íþrótta- og menningarnefndar Árborgar, flytur ávarp í upphafi sléttusöngsins og tilkynnir um úrslit í samkeppni um nafn á miðbæjargarðinn.

21:30-22:30 Sléttusöngur. Ingó veðurguð er bráðhuggulegur knattspyrnumaður frá Selfossi og gríðarlega góður að spila á gítar og syngja. Hann mun leiða fjöldasöng við varðeldinn og fólk er hvatt til að mæta tímanlega til að ná góðu stæði. Skemmtilegt ef göturnar tækju sig saman um að hópast í garðinn. Verðlaun veitt í keppninni um skemmtilegustu götuna, flottasta hverfið og best skreytta húsið. Veitingasalan opin í tjaldinu.

22:30 Flugeldasýning. Bílverk BÁ býður upp á glæsilega flugeldasýningu. Sýningin er í öruggum höndum félaga úr Björgunarfélags Árborgar.

21:00 800BAR Café - Bistro. Stórhljómsveit Leifs Viðarssonar (Njörður, Addi og Leifur) á 800BAR - Café Bistro, Happy hour kl 21-23:00.

22:00 Pöbbarölt. Góð stemmning á veitingastöðum bæjarins. Lifandi tónlist á Fróni. Kaffi Krús í góðum gír.

23:00 Dansleikur í hátíðartjaldi. Risa dansleikur með Stuðlabandinu 18 ára aldurstakmark. Stuðlabandsmenn munu halda uppi einstakri stemmningu og hvetjum við fólk að hafa með sér dansskó í poka. Aðgangur er ókeypis - veitingasala á staðnum.

23:00-3:00 Skítamórall í Hvíta húsinu. Mórallinn mætir í Hvítahúsið þar sem stemmningin verður fram á rauða nótt.

Sællegur sunnudagur 11. ágúst

13:00 Delludagur. Frábær dagskrá fyrir bílaáhugamenn í Hrísmýri. Go kart, drift, drulluspyrna og fleira.

13:30 Fischer fyrirlestur og hraðskákmót. Helgi Ólafsson, stórmeistari, segir frá kynnum sínum af Bobby Fischer í Fischersetrinu í Gamla bankanum að Austurvegi 21. Strax að loknum fyrirlestri Helga verður þeim sem vilja boðið að taka þátt í Fischer-hraðskákmóti. Ekkert þátttökugjald. Sýningin í Fischersetrinu er opin frá 13:00 til 18:00 og frítt inn í tilefni dagsins.

14:30 Olísmóti lýkur. Mótsslit og verðlaunaafhending í Meistaradeild Olís á Selfossvelli

17:00 Selfoss - BÍ/Bolungavík. Stórleikur í 1. deild karla í knattspyrnu þar sem Selfyssingar taka á móti Djúpmönnum á Selfossvelli. Leikur upp á líf og dauða. Áfram Selfoss! Magnaður mánudagur 12.ágúst. 19:30 Árborg - AfríkaÁlfukeppnin Stórleikur í 4. deild karla í knattspyrnu þar sem lærisveinar Guðjóns Bjarna taka á móti kvikmyndastjörnunum í liði Afríku á Selfossvelli. Frítt á völlinn í boði Bílverk BÁ. Áfram Árborg!

 

Skráð af menningar-Staður

06.08.2013 06:35

Sumarið notað til að tala við fólk og fyrirtæki

Ragnheiður Elín Árnadóttir.

 

Sumarið notað til að tala við fólk og fyrirtæki

Keflvíkingurinn Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Suðurkjördæmis er og iðnaðar-og viðskiptaráðherra. Hún segir að embættið sem hún sinni sé algjört draumastarf enda séu málefnin sem heyra undir ráðuneytið mjög fjölbreytt.


„Þetta eru virkilega skemmtileg verkefni og úrlausnarefni. Þetta er klárlega það ráðuneyti sem ég helst hefði viljað fá að stýra. Þau málefni sem heyra undir ráðuneytið eru m.a. hönnun, nýsköpun, ferðaþjónusta, orka, olía, samkeppnismál og verslun. Það er í raun algjör lúxus að fá að takast á við þessi verkefni og með því góða fólki sem ég mun vinna með,“ segir Ragnheiður Elín.

Í iðnaðar-og viðskiptaráðuneytinu er sífellt verið að reyna að leita leiða til þess að byggja upp, vinna með atvinnulífinu og koma hlutum í gang. Í sumar hefur Ragnheiður verið að kynna sér allt sem viðkemur starfinu en hún segist vera spennt fyrir næsta kafla. „Ég hlakka verulega til að takast á við þau verkefni sem bíða mín og vonast til þess að fólk fái að sjá árangur sem fyrst.“
Ráðuneytið sem Ragnheiður stýrir þarf ekki að huga að niðurskurðaraðgerðum, þvert á móti snýst starfsemi ráðuneytisins heldur um að reyna að fá pening í ríkiskassann svo að ekki þurfi að skera niður á öðrum sviðum.

Innan ráðuneytisins er mikil áhersla lögð á að veita nýsköpunarfyrirtækjum góðan jarðveg til þess að vaxa og dafna. Ragnheiður hefur því verið að nýta tímann í sumar til þess að fara út og tala við fólk og fyrirtæki, og þá sérstaklega nýsköpunarfyrirtæki. „Ég tók heilan dag um daginn og heimsótti 18 nýsköpunarfyrirtæki og kynnti mér sögu og starfsemi þeirra. Ég fékk að vita hvernig opinber þjónusta til nýsköpunarfyrirtækja hefði skilað sér hingað til og hvað mætti bæta í framtíðinni.“

Af: www.vf.is

 

Skráð af Menningar-Staður

 

06.08.2013 06:22

Ný bók: - Sauðfjárrækt á Íslandi

Ný bók:  -  Sauðfjárrækt á Íslandi


Sauðfjárrækt byggir á aldagömlum merg og hefur verið samofin lífi Íslendinga frá öndverðu. Með því að nýta nánast allt sem sauðkindin gefur af sér hefur þjóðin lifað af margháttaða erfiðleika. Öflug sauðfjárrækt er stunduð á Íslandi og margvísleg nýsköpun henni tengd. Þrátt fyrir að fjárbúskapur eigi sér langa sögu sem mikilvæg atvinnugrein, er það ekki fyrr en með þessari bók að gefið er út alhliða fræðslurit um sauðfjárrækt á Íslandi.

Sauðfjárrækt á Íslandi nýtist bæði starfandi bændum og öðru áhugafólki um sauðfé, sem og nemendum í búfræði, búvísindum og á námskeiðum um sauðfjárrækt. Bókin er fróðleiksbrunnur öllum þeim sem áhuga hafa á atvinnusögu Íslands og tengslum sauðfjár við íslenska menningu. Ritið er aðgengilegt og prýtt fjölda ljós- og skýringarmynda.

Höfundar eru: Árni Brynjar Bragason, Bjarni Diðrik Sigurðsson, Emma Eyþórsdóttir, Eyjólfur Kristinn Örnólfsson, Guðmundur Hallgrímsson, Jóhannes Sveinbjörnsson, Jón Viðar Jónmundsson, Ólafur R. Dýr­mundsson, Sigurður Þór Guðmundsson og Svanur Guðmundsson. Ragnhildur Sigurðardóttir ritstýrði.

Bókin er gefin út í samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands og er 300 blaðsíður í veglegu broti.

Uppheimar gefa út.

Bókin mun koma út haustið 2013. 
Þeir sem kaupa í forsölu fá bókina senda heim 
um leið og hún kemur úr prentun,  áður en hún fer í almenna dreifingu og sölu.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

05.08.2013 20:41

Hrúturinn Gorbi á Menningar-Stað er vinsæll

Gorbi og Rúnar Eiríksson.

 

Hrúturinn Gorbi á Menningar-Stað er vinsæll

 

Hrúturinn  Gorbachev, Hrútur Hrútavinafélagsins Örvars,  sem er í upplýsingamiðstöðinni í Félagsheimilinu Stað, Menningar-Stað á Eyrarbakka nýtur gríðarlegra vinsælda.

 

Margir eru myndaðir við Gorba eins og sjá má dæmi um á meðfylgjandi mynd sem Rúnar Eiríksson eldri á Eyrarbakka tók af afastráknum sínum, Rúnari Eiríkssyni á laugardaginn.

 

Skráð af Menningar-Staður

 

05.08.2013 06:25

Sauðfjársetrið á Ströndum - Íslandsmót í hrútadómum

Í Sauðfjársetrinu í Sævangi árið 2009 er Hrútavinir komu þar í heimsókn og færðu gjafir.

F.v.: Arnar S. Jónsson sem þá var forstöðumaður Sauðfjársetursins og Bjarkar Snorrason í Brattsholti við Stokkseyri, guðfaður Hrútavinafélagsins Örvars.

 

Sauðfjársetrið á Ströndum - Íslandsmót í hrútadómum

 

Mikið hefur verið um að vera á Sauðfjársetrinu á Ströndum í sumar, margvíslegar uppákomur og viðburðir.

 

Fram undan er stærsti viðburður ársins, Íslandsmeistaramótið í hrútadómum, sem verður haldið laugardaginn 17. ágúst og hefst kl. 14.00 í Sævangi við Steingrímsfjörð.

 

Jafnan er góð þátttaka í hrútadómunum, bæði í flokki þaulreyndra hrútadómara og líka í flokki óvanra og hræddra hrútaþuklara.

 

 Að venju verður kjötsúpa á boðstólum og kaffihlaðborð allan liðlangan daginn.

 

 

Hrútavinir fóru í opinbera heimsókn í Sauðfjársetrið í Sævangi sumarið 2009.

 

Merki með nafni Hrútavina í hásætinu við gestabokina.

 

Hrútavinirnir í Sauðfjársetrinu í hinni opinberu heimsókn árið 2009.

F.v.: Einar Loftur Högnason, Selfossi, Friðrik Sigurjónsson, Eyrarbakka, Hlynur Gylfason, Stokkseyri, Jóhann Páll Helgason, Selfossi, Ásmundur Sigurðsson, Selfossi, Hafliði Magnússon, Selfossi (látinn), Bjarkar Snorrason, Stokkseyri, Einar Valur Oddsson, Selfossi og Arnar S. Jónsson, Hólmavík. Á myndina vantar Hrútavinina sem voru einnig í ferðinni; Gunnar Marel Friðþjófsson, Selfossi og Björn Ingi Bjarnason, Eyrarbakka. 

 

Skráð af Menningar-Staður