Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2013 Ágúst

04.08.2013 17:33

Kristján Runólfsson til Björns Inga Bjarnasonar 60 ára

Kristján Runólfsson í 100 ára afmælisfagnaði Hrútavina og Björns Inga Bjarnasonar

í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka 6. júlí s.l.

Björn Ingi Bjarnason - 60 lífár og 40 ár í félagsmálaforystu.

 

 

Kristján Runólfsson til Björns Inga Bjarnasonar 60 ára

7. júlí 2013

 

Sextíu árin svifin eru að baki,

söm er lundin, gleði prýðir fas,

þó áfram líði tíminn taumaslaki,

sem telur korn í lífsins stundaglas.

 

Það er mælt að miklu ætíð varðar,

að mega ganga farsældar um veg,

og vera sannur vinur fósturjarðar,

þá verður æviferðin dásamleg.

 

Þú  átt gleði í gáskafullu sinni,

og geðprýði sem ávallt fylgir þér.

Allir sem að eiga við þig kynni,

af þér geyma mynd í hjarta sér.

 

Þakkir eiga skilið þjóðarhlynir,

þú ert slíkur, eins og fjöldinn sér,

undir þetta taka allir vinir,

einum rómi og skála fyrir þér.

 

Kristján Runólfsson, Skagfirðingur og skáld í Hveragerði.

 

Björn Ingi Bjarnason og stór-fjölskylda.

 

Guðmundur Jón Sigurðsson og Hendrik Tausen. Samstarfsmenn BIB í félagsmálum til 40 ára.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

04.08.2013 11:06

KGB á Menningar-Stað í morgun

Kristján Guðmundsson hjá KGB-tours við Félagsheimilið Stað á Eyrarbakka.

 

KGB á Menningar-Stað í morgun

 

Fjöldi gesta og gangandi hefur komið við síðustu daga í Félagsheimilinu Stað, Menningar-Stað á Eyrarbakka enda verslunarmannahelgin og margir á ferð.

 

Meðal gesta í morgun var hópur blindra Breta sem Kristján Guðmundsson hjá KBG-tours kom með. Voru allir aðstoðaðir upp á útsýnispallinn á sjóvarnargarðinum sem verið er að byggja. Lýsti Kristján mikilli ánægju með þessar framkvæmdir og sérstaklega skábrautina sem mun liggja upp á pallinn. Verður hún væntanlega komin í gagnið í næstu ferð KGB á svæðið í lok ágúst.

 

Menningar-Staður færði aðeins til myndar í morgun:

 

F.v.: Kristján Guðmundsson farstjóri og eigandi KGB-tours, Hrúturinn Gorbashjef og Siggeir Ingólfsson.

 

F.v.: Erlendur gestur, Guðlaug Jónsdóttir, fararstjóri, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, bílstjóri og Siggeir Ingólfsson.

 

 

Við Félagsheimilið Stað, Menningar-Stað á Eyrarbakka í morgun.

 

 

 

Skráð af: Menningar-Staður

04.08.2013 07:56

Vefmyndavél við Rauða-húsið á Eyrarbakka

Eyrarbakki

 

 

Vefmyndavél við Rauða-húsið á Eyrarbakka

 

 

04.08.2013 06:24

Fetað í slóð Þórdísar ljósmóður á Eyrarbakka

Frá sýningunni Ljósan á Bakkanum.

Skautbúningur sem Þórdís Símonardóttir ljósmóðir saumaði fyrir Ólöfu systur sína í forgrunni. 

 

Fetað í slóð Þórdísar ljósmóður á Eyrarbakka

 

Söguganga um slóðir Þórdísar ljósmóður verður farin frá Húsinu á Eyrarbakka laugardaginn 10. ágúst kl. 15.00. Gangan er framlag Byggðasafns Árnesinga til Aldamótahátíðar á Eyrarbakka, sem stendur allan þann dag frá morgni til kvölds.

Það er Eyrún Ingadóttir sagnfræðingur og höfundur bókarinnar Ljósmóðurinnar, sögulegrar skáldsögu um Þórdísi Símonardóttur, sem mun rölta með föruneyti um Bakkann og segja frá húsum og fólki sem tengdist lífi ljósmóðurinnar.

 

Þórdís ljósmóðir bjó á Eyrarbakka 1883-1933 og tók á móti hátt í tvö þúsund börnum. Hún lét sig meira varða ýmis samfélagsmál en konur gerðu almennt á þeim tíma og hlaut oft bágt fyrir.

Lagt er upp frá Húsinu kl. 15 og tekur gangan um klukkutíma. Fyrir eða eftir gönguna er svo upplagt að skoða sýninguna sem nú stendur yfir í borðstofu Hússins. Sýningin ber yfirskriftina Ljósan á Bakkanum og fjallar um líf og störf Þórdísar ljósmóður, aðstæður fæðandi kvenna og kjör ljósmæðra á þeim tíma sem Þórdís var ljósmóðir á Eyrarbakka. Höfundur sýningarinnar er Margrét Sveinbjörnsdóttir menningarmiðlari.

 

Allir eru velkomnir í gönguna og er ókeypis.  Boðið er upp á aldamótaafslátt í tilefni dagsins. 

 

Lýður Pálsson

safnstjóri

Byggðasafn Árnesinga

Húsinu, 820 Eyrarbakki

Símar 483 1082 og 891 7766

www.husid.com

 

Frá sýningunni um Ljósuna á Bakkanum

Lýður Pálsson veitir Kvenfélaginu á Eyrarbakka leiðsögn þann 19. júní s.l.

Sjá enn frekar hér: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/248862/

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

03.08.2013 06:16

Sigldu frá Færeyjum á Þjóðhátíð í Eyjum

 

Sigldu frá Færeyjum á Þjóðhátíð í Eyjum

 

Hópur eldri manna sigldi á gamalli tréskútu frá Færeyjum til að upplifa Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Meðalaldurinn um borð er 65 ára og mennirnir eru komnir til að skemmta sér um helgina áður en þeir halda aftur til Færeyja á þriðjudaginn.

 

"Við byrjuðum að sigla frá Færeyjum á þriðjudaginn klukkan sex og lentum hérna í Vestmannaeyjum klukkan eitt þarsíðustu nótt," segir Guðmundur Kárason Jakobsen í samtali við Fréttablaðið.

 

Guðmundur er í hópi Færeyinga sem tók sig til og sigldi á gamalli skútu frá Færeyjum til að upplifa stemninguna á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.

"Sjórinn var fínn en okkur vantaði vind alla leiðina. Það var of lítill vindur en það var ofsalega fallegt veður. Veðrið var eiginlega allt of gott til að sigla," segir Guðmundur.

 

"Við ætlum að skemmta okkur eins mikið og við getum með öllu fólkinu hérna. Þetta er í fyrsta sinn sem við gerum þetta," bætir hann við.

Hann segir alla vera búnir að haga sér vel í ferðinni en meðalaldur skipverja er 65 ár. Flestir þeirra hafa sótt sjó frá Vestmannaeyjum í gegnum tíðina.

 

"Klukkan fjögur í dag fáum við stóra og góða máltíð um borð og svo förum við í dalinn og ætlum að skemmta okkur með öllum hérna í Vestmannaeyjum. Það sem er ofsalega gaman fyrir mig er að ég er hálfur Vestmannaeyingur líka svo að ég hitti alla í fjölskyldunni núna," segir Guðmundur.

 

Skútan liggur í höfninni í Vestmannaeyjum þar sem hópurinn gistir. "Skútan liggur við höfn með færeyska fánann að aftan og þann íslenska að framan," segir hann. "Við förum aftur til Færeyja eftir hádegi á þriðjudaginn. Við sjáum til hvernig veðrið verður," segir Guðmundur Kárason Jakobsen.

 

Fréttablaðið laugardagurinn 3. ágúst 2013

 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

 

03.08.2013 05:56

Áhugaverð safnbúð á Eyrarbakka

Guðrún og Melkorka kaupa staur hjá Magnúsi Karel.

 

Áhugaverð safnbúð á Eyrarbakka

 

Á Eyrarbakka rak Guðlaugur Pálsson í áratugi þorpsverslun sem jafnan var kölluð Laugabúð. Guðlaugur keypti húsið sem búðin er í árið 1919 og breytti því í verslun sem hann rak samfellt í 74 ár eða til ársins 1993 en Guðlaugur lést það ár. 

Árið 1998 keypti Magnús Karel Hannesson og fjölskylda húsið. Þau hafa síðan standsett húsið og komið því í upprunalegt horf. Árið 2011 var opnuð í því ferðamannaverslun. Verslunin er opin á laugardögum og sunnudögum á sumrin. Einnig hefur hún verið opin á vorin í kringum helgidaga og í jólamánuðinum.

Í versluninni er hægt að fá ýmsa skemmtilega muni sem tengjast Eyrarbakka. Að sögn Magnúsar Karels er megin tilgangurinn með því að hafa búðina opna sá að leyfa fólki að sjá gömlu búðina eins og hún  var.

 

Af: www.dfs.is

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

02.08.2013 17:41

Frosti vill fresta byggingu nýs fangelsis á Hólmsheiði

Teikning að nýju fangelsi á Hólmsheiði en þar hefur verið gert ráð fyrir eldhúsum í öllum göngum fangelsisins og í miðjunni verða aðskildir garðar.mynd/alex poulsen arkitekter
Frosti Sigurjónsson telur það einkennilega forgangsröðun að reisa nýtt fangelsi nú.
Frosti Sigurjónsson telur það einkennilega forgangsröðun að reisa nýtt fangelsi nú.
 

Frosti Sigurjónsson formaður efnahags- og viðskiptanefndar, telur skynsamlegt og líklega óhjákvæmilegt að fresta byggingu nýs fangelsis á Hólmsheiði.

Búið er að taka fyrstu skóflustunguna og innanríkisráðherra hefur samið við fjármálaráðherra um að farið verði í verkið. Frosti segist reyndar ekki vita hvort það sé rétt, vissulega varðandi grunn byggingarinnar en ekki liggi fyrir endanleg ákvörðun um að ráðist verði í að reisa bygginguna sjálfa. Það stangast á við yfirlýsingar Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra sem segir að fangelsið muni rísa þó hægja verði á framkvæmdum.

 

Samkvæmt áætlun fjárlaga ætti heildarkostnaður við bygginguna að verða um 2 milljarðar króna; 36 milljónir á klefa. Er gert ráð fyrir að sá kostnaður skiptist á tvö ár. Frosti telur forgangsröðina út í hött, arfleifð frá fráfarandi ríkisstjórn sem núverandi yfirvöld eigi ekki og séu ekki bundin af.

 

"Mín skoðun sem þingmanns, almennt, er sú að við verðum að gæta okkar gríðarlega vel við forgangsröðun núna, akkúrat núna, þegar svona lítið er til, eða ekkert, í ríkissjóði. Það eru svo brýn mikilvæg verkefni í heilbrigðiskerfinu, og það sem við þurfum að gera í velferðarkerfinu gagnvart öryrkjum og gamla fólkinu, að þá skuli sett í forgang að byggja nýtt fangelsi meðan standa tómar byggingar, til dæmis á Miðnesheiði, sem hægt er að breyta með litlum tilkostnaði þannig að þar gæti fólk afplánað. Þetta er nú ekki allt hættulegir fangar. Þetta er bara fólk sem þarf að klára sína afplánun og er búið að bíða lengi eftir því," segir Frosti.

Frosti segir að eflaust verði Íslendingar einhvern tíma að eignast slíkt fangelsi sem að er stefnt. En þetta er ekki rétti tíminn; að ráðast í fjárfestingu sem ekki sparar gjaldeyri, ekki skapar gjaldeyri, né lækkar skuldir ríkissjóðs né auki þjónustu við almenna borgara. Lengi hafa heyrst neyðarköll úr fangelsisgeiranum, á 4. hundrað fangar eru á biðlista, gæsluvarðhaldsfangelsi skortir og þannig má lengi telja. "Það er erfitt að bíða með þetta en það er ennþá erfiðara að bíða með aðra hluti sem kosta líka mikla peninga. Þetta er alltaf val. Við eigum að forgangsraða í þessum málum í þágu þeirra sem eiga um sárt að binda, við erum að missa úr landi lækna, getum ekki borgað þeim samkeppnishæf laun, við erum ekki með nógu góð tæki, spítalinn liggur undir skemmdum og á slíkum tímum getum við ekki sett tvo milljarða í svona fínerí."

 

Frosti segir þessa ákvörðun tekna af fyrri ríkisstjórn. Ný ríkisstjórn verður að leggja mat á þetta uppá nýtt.

 

Af: www.visir.is

 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

02.08.2013 09:07

Skábrautin við Menningar-Stað á Eyrarbakka

Siggeir Ingólfsson við undirstöður skábrautarinnar upp á utsýnispallinn við Félagsheimilið Stað.

 

Skábrautin við Menningar-Stað á Eyrarbakka

 

Framkvæmdir ganga vel við útsýnispallinn á sjóvarnargarðinum við Félagsheimilið Stað,  Menningar-Stað á Eyrarbakka.

 

Það er Siggeir Ingólfsson, staðarhaldari við Félagsheimilið Stað, sem stendur fyrir þessum miklu framkvæmdum með aðstoð góðra manna.

Hluti framkvæmdarinnar margþættu er að byggja skábraut upp á útsýnispallinn fyrir hreyfihamlaða og verður því auðvelt að fara upp á sjóvarnargarðinn í hjólastólum.

Siggeir Ingólfsson var í blíðunni í morgun að vinna við undirstöður skábrautarinnar sem mun liggja í tveimur hallandi brautum upp á sjóvarnargarðin með tveimur millipöllum.


Menningar-Staður færði til myndar:

 

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

02.08.2013 06:07

Jónína H. Jónsdóttir, leikkona og sjúkraþjálfi, er sjötug í dag, 2. ágúst

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Jónína H. Jónsdóttir á Eyrarbakka

 

Jónína H. Jónsdóttir, leikkona og sjúkraþjálfi, er sjötug í dag, 2. ágúst 2013 

Hún tekur á móti gestum í Samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka á  afmælisdaginn.

 

Morgunblaðið föstudagurinn 2. ágúst 2013

 

 

Skráð af Menningar-Staður

_______________________________________________________________________________
 

       Cafe Catalina - Hamraborg 11 - Kópavogi - um helgina

 

Eyrbekkingurinn Sigríður Ingibjörg Hannesdóttir á Cafe Catalina í Hamraborginni í Kópavogi.