Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2013 Ágúst

23.08.2013 22:36

Hollur er heimafenginn baggi til heimsfrægðar

Hljósveitin NilFisk í Samkomuhúsini Gimli á Stokkeyri þangað sem Foo Fighters heimsóttu þá og buðu svo með sér í Laugardagshöllina þann 26. ágúst 2003.

F.v.: Sigurjón Dan Vilhjálmsson, Stokkseyri, Jóhann Vignir Vilbergsson, Eyrarbakka, Sveinn Ásgeir Jónsson, Stokkseyri og Víðir Björnsson, Eyrarbakka.

 

Fyrir framan Laugardalshöllina 26. ágúst 2003. 

F.v.: Sigurjón Dan, Víðir, Jóhann Vignir og Sveinn Ásgeir.

 

Á meðan NilFisk voru allir nemendur í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri þá voru allir meðlimir Kiriyama Family nemendur Fsu. Hér  eru þeir eftir tónleika í Fsu 28. ágúst 2012 með skólameistaranum. F.v.:  Guðmundur Geir Jónsson, Karl Magnús Bjarnarson, Jóhann Vignir Vilbergsson, Bassi Ólafsson, Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari og Víðir Björnsson. Á sviðinu með saxafón er gestaleikari hljómsveitarinnar Björn Kristinsson.

 

 

Hollur er heimafenginn baggi til heimsfrægðar

 

Hinn 25. ágúst n.k. eru nákvæmlega 10 ár frá því bandaríska hljómsveitin Foo Fighters og Dave Ghrol hittu hljómsveitina NilFisk í Samkomuhúsinu Gimli á Stokkseyri og tóku lagið saman. Daginn eftir fór NilFisk með Foo Fighters á sviðið í Laugardalshöll og léku fyrir 6.000 manns.

 

Þessa verður minnst í tali, tónum og kvikmyndum sunnudaginn 25. ágúst kl. 17:00 á hátíðartónleikum hljómsveitarinnar Kiriyama Family í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka.

Það er Menningarráð Hrútavinafélagsins Örvars sem stendur fyrir samkomunni. Samstrafsaðilar eru; Búnaðarfélag Stokkseyrarhrepps hins forna sem fagnar 125 ára afmælinu í ár með þessu. Einnig Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri sem setur punktinn aftan við afmælishald vegna 160 ára afmælis skólans á síðasta skólaári með aðkomu sinni að tónleikunum nú.

 

Hljómsveitina NilFisk skipuðu fimm drengir úr Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri; Jóhann Vignir Vilbergsson á Eyarrbakka, Víðir Björnsson á Eyrarbakka, Sveinn Ásgeir Jónsson á Stokkseyri, Sigurjón Dan Vilhjálmsson á Stokkseyri og Karl Magnús Bjarnarson á Stokkseyri. NilFisk strafaði nákæmlega í fimm ár; frá 10. mars 2003 til 10. mars 2008. Þeir léku á ferlinum á um allt land og fóru tónleikaferðir til Danmerkur. Samstarf NilFisk og Foo Fighters í Laugardalshöll í ágúst 2003 og síðan aftur þann 4. júlí 2005 á Draugabarnum á Stokkseyri eru merkileg og víðfræg atriði í poppsögu Íslands.

 

 Á grunni NilFisk var síðan til hljómsveitin Kiriyama Family haustið 2008 en hana skipa; Jóhann Vignir Vilbergsson á Eyrarbakka, Víðir Björnsson á Eyrarbakka, Karl Magnús Bjarnarson, Stokkseyri, Bassi Ólafsson á Selfossi og Guðmundur Geir Jónsson á Selfossi.

Upphafið var samkoma Hrútavina og Búnaðarfélags Stokkseyrarhrepps í Hafinu bláa í september 2008. Þá söng Karen Dröfn Hafþórsdóttir frá Eyrarbakka með hljómsveitinni og mætir hún til leiks að nýju með strákunum á tónleikunum hinn 25. ágúst þar sem upphafið verður rifjað upp.

Kiriyama Family hefur ekki fyrr verið með tónleika á Eyrarbakka eða Stokkseyri og mun m.a. leika lög af plötu sinni sem kom út í fyrra þar sem lagið Weekends ná því að vera hæst skorandi lagið á vinsældalista Rásar 2 árið 2012 og einnig frá upphafi listans.

 

Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir með húsrúm leyfir.

 

Hér má sjá myndband þegar hljómsveitin NilFisk er á sviðinu í Laugardalshöll 26. ágúst 2003. Á myndbandinu er líka þegar Foo Fighters og félagar eru í leik á Stokkseyrarbryggju.

Smella á þessa slóð:  http://www.youtube.com/watch?v=lOyrxMCwQRQ

 

 

 

NilFisk í Laugardalshöll 26. ágúst 2003 fyrir framan rúmlega 6000 manns.

 

Skráð af Menningar-Staðu

22.08.2013 11:48

Gunnar Ólsen á Menningar-Stað við græðinn

F.v.: Siggeir Ingólfsson og Gunnar Ólsen.

 

Hinn gamli þulur, Gunnar Ólsen, hugsar til gamla tímans sem hann þekkir Eyrbekkinga einna best.

 

Gunnar Ólsen á Menningar-Stað við græðinn

 

Gamall þulur hjá græði -Stað

gleði var svip hans í,

hann mælti við Siggeir Ingólfsson:

„Mér líkar þín framkvæmd ný“.

 

Gunnar Ólsen.

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

22.08.2013 09:40

Af framkvæmdum við útsýnispallinn á Stað

F.v.: Siggeir Ingólfsson og Gunnar Már Kristjánsson.

 

Af framkvæmdum við útsýnispallinn á Stað

 

Í morgun hélt áfarm vinna við útsýnispallinn á sjóvarnargarðinum við Félagsheimilið Stað á Eyrarbakka, Menningar-Stað.

 

Þá kom til starfa Gunnar Már Kristjánsson sem er frá Vestmannaeyjum en býr nú á Selfossi.

 

Hann er í sumarstarfi sem fangavörður á Litla-Hrauni og er hálfnaður í guðfræðinámi við Háskóla Íslands.Menningar-Staður var á staðnum og færði til myndar morgunstundina inni á Stað og Gunnar Má og Siggeir Ingólfsson að verki á pallinum. 

 

F.v.: Siggeir Ingólfsson og Gunnar Már Kristjánsson.

 

Gunnar Már á fullu með borvélina að skrúfa niður dekkið.

 

F.v.: Siggeir Ingólfsson, Sigmar Ólafsson og Jóhann Gíslason.

 

F.v.: Gunnar Már Kristjánsson og Jóhann Gíslason.

 

Skráð af Menningar-Staður.

 

22.08.2013 06:44

"Ási grási í Grænuhlíð"

 

 „Ási grási í Grænuhlíð“.

 

Kæru vinir. 
Ég vil þakka góðar viðtökur á bókinni minni, „Ási grási í Grænuhlíð“. Bókin er til sölu í bókabúðum Eymundsson og eins hef ég bókina hér heima fyrir vini og vandamenn. Ef þið viljið tryggja ykkur eintak þá má hafa samband við mig í gegnum fésbókina á asmundurf@althingi.is eða í síma 8943900 og ég kem bókinni áritaðri til ykkar. 
Bið ykkur að deila þessum stadus á vini ykkar. 

Á Menningarnótt í Reykjavík á laugardag verður kaffisala í Oddfellowhúsinu, Vonarstræti 10, gengt Ráðhúsinu frá kl. 14.00 – 17.00 og þar verð ég með bókina til sölu og áritunar. Þangað eru allir velkomnir.


Með fyrirfram þakklæti, 
Ásmundur Friðriksson.

 

Í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka í feb. sl.

F.v.: Ásmundur Friðriksson, Júlía Björnsdóttir og Siggeir Ingólfsson.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

22.08.2013 06:35

Merkir Íslendingar - Sigurður Greipsson

Sigurður Greipsson.

 

Merkir Íslendingar - Sigurður Greipsson

 

Sigurður Greipsson skólastjóri fæddist í Haukadal í Biskupstungum 1897. Foreldrar hans voru Greipur Sigurðsson, hreppstjóri í Haukadal, og k.h., Katrín Guðmundsdóttir frá Stóra-Fljóti í Biskupstungum.

Sigurður var þekktur og dæmigerður fulltrúi aldamótakynslóðarinnar. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Flensborg 1916, varð búfræðingur frá Hólum í Hjaltadal 1917, stundaði nám við Lýðskólann í Voss í Noregi og við Íþróttaskóla Niels Bukhs í Ollerup í Danmörku.

Sigurður stofnaði íþróttaskóla í Haukadal en þar hafði einmitt Teitur Ísleifsson, ættfaðir Haukdæla, stofnað fyrsta lærdómssetrið hér á landi.

Gott orð fór af skólanum sem stóð á Geysissvæðinu. Hann var starfræktur 1927-71 og munu um 900 nemendur hafa útskrifaðst þaðan.

Sigurður hafði afnot af landi Haukadals að undanskildu því svæði sem er í eigu Skógræktar ríkisins. Hann stundaði sauðfjárbúskap á jörðinni, nýtti skólahúsið fyrir ferðaþjónustu á sumrin, stundaði ferðamannaleiðsögn og byggði upp aðstöðu á hverasvæðinu. Mun hann hafa átti stóran þátt í því hve Geysir varð vinsæll af ferðamönnum.

Sigurður var sannkallaður íþróttafrömuður. Hann varð glímukappi Íslands fimm sinnum og tók þátt í tveimur glímuförum til Danmerkur og Noregs. Hann ferðaðist víða á vegum UMFl og ÍSÍ til að fræða fólk um íþróttir og bindindsmál, var formaður Héraðssambandsins Skarphéðins 1921-66 og síðan heiðursformaður, sat hann í stjórn UMFÍ 1927-30 og í stjórn ÍSÍ um langt árabil.

Eiginkona Sigurðar var Sigrún, dóttir Bjarna, bónda á Bóli í Biskupstungum Guðmundssonar, og k.h., Maríu Eiríksdóttur.

Sigurður og Sigrún eignuðust sex börn en fjórir synir komust á legg.

Í bókinni Sigurður Greipsson og Haukadalsskólinn tók Páll Lýðsson saman æviferil og störf Sigurðar en Jón M. Ívarsson tók saman nemendatal skólans.

Sigurður lést 19.júlí 1985

 

Morgunblaðið fimmtudagurinn 22. ágúst 2013 - Merkir Íslendingar

 

Skráð af Menningar-Staður

22.08.2013 06:15

Hringferð á aldarafmæli

 

Hringferð á aldarafmæli

 

Í tilefni af aldarafmæli Morgunblaðsins, 2. nóvember næstkomandi, er lesendum blaðsins boðið að slást í för með blaðamönnum og ljósmyndurum Morgunblaðsins í 100 daga hringferð um landið.

Nær allir þéttbýlisstaðir landsins verða heimsóttir og þeim gerð skil á síðum Morgunblaðsins og á vef þess, mbl.is, að því er fram kemur í ítarlegri umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Fyrsta umfjöllunin birtist á morgun en þar verða mannlífi, atvinnulífi og menningu Akraness gerð skil. Keyrt verður réttsælis hringinn um landið og ferðinni lýkur í Reykjavík. Alls staðar er fólk sem segir frá, fyrirtæki sem blómstra, verk sem þarf að vinna, hugmyndir sem verða að veruleika, saga sem eitt sinn var og sögur sem á eftir að segja. Frá þessu verður sagt í hringferð Morgunblaðsins.

Hringborðsumræða um landsins gagn og nauðsynjar og könnun á stöðu og horfum um allt land verður einnig á dagskrá næstu 100 daga. Ætlunin er að draga fram stöðu og horfur um allt land, jafnt í þéttbýli sem dreifbýli. Rædd verða þau vandamál sem uppi kunna að vera og leitað mögulegra lausna, enda tilgangurinn að leggja lið þeirri uppbyggingu sem vonir standa til að sé framundan hér á landi.

 

Morgunblaðið fimmtudagurinn 22. ágúst 2013

 

 

Skráð af Menningar-Staður

21.08.2013 21:20

Stefnumótun á Menningar-Stað

F.v.: Þórður Grétar Árnason, yfirsmiður og Siggeir Ingólfsson, staðarhaldari að Stað.

 

Stefnumótun á Menningar-Stað

 

Ekki viðraði til útiverka við skábrautna og útsýnispallinn við Félagsheimilið Stað,  Menningar-Stað í morgun.

 

Þess í stað fór fram stefnumótun vegna þeirra verkþátta sem eftir eru og tóku þátt í henni nokkrir úr alþýðuhópi þeirra sem að verkinu eru að koma með einum eða öðrum hætti.

 

Farið er að nota orðið Pallastefnan um þessa hönnun, stefnumótun og  framkvæmir frá A-ÖÞá var ort:

Alþýðan  er engu lík

allir leggja‘ í púkkið.

Lífsgleði og reynslu-rík

reisulegt er lúkkið.

Menningar-Staður færði til m,yndar og er komið myndaalbúm hér á Menningar-Stað.
Smella á þessa slóð:http://menningarstadur.123.is/photoalbums/251630/

 

Nokkrar myndir hér:

 

Dekkið er komið á alla skábrautina.

 

 

F.v.: Eiríkur Runólfsson, Þórður Grétar Árnason og Siggeir Ingólfsson.

 

F.v.: Elías Ívarsson, Þórður Grétar Árnason og Siggeir Ingólfsson.

 

F.v.: Siggeir Ingólfsson, Elías Ívarsson, Þórður Grétar Árnason og Ólafur Ragnarsson.

 

F.v.: Haukur Jónsson, Elías Ívarsson, Ólafur Ragnarsson. Ásdís Jónína Halldórsdóttir og Siggeir Ingólfsson.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

21.08.2013 18:45

Brotist inn á Eyrarbakka í nótt

Eyrarbakki árið 1973. Ljósm.: Mats Wibe Lund.

 

Brotist inn á Eyrarbakka í nótt

 

Lögreglan á Selfossi fékk tilkynningu um klukkan eitt í nótt að brotist  hafi verið inn í einbýlishús á Eyrarbakka.

Tveir kassar af lagerbjór og tölvubúnaði var m.a. stolið.  Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins.  

Lögreglan á Selfossi biður alla þá sem vita eitthvað um málið að setja sig í samband við sig í síma 480-1010.

 

Af: www.dfs.is

 

Skráð af Menningar-Staður

21.08.2013 13:58

Af tónleikahaldi Hljómsveitarinnar NilFisk

Hljómsveitin NIlFisk á Stöð 2. F.v.: Víðir Björnsson, Sveinn Ásgerir Jónsson, Jóhann VIgnir Vilbergsson og Sigurjón Dan Vilhjálmsson.

 

Af tónleikahaldi Hljómsveitarinnar NilFisk

 

Hljómsveitin NilFisk var stofnuð þann 10. mars 2003.

Á 4 ára afmæli NilFisk í mars 2007 var tekinn saman listi yfir tónleika hljómsveitarinnar þessi fjögur ár.

Á tónleikalistanum má sjá hversu hljómsveitin var gríðarlega afkastamikil í tónleikahaldi sem nær nánast um allt Ísland og marga staði í Danmörku þar sem þeir voru einnig hálft ár í tónlistar- og hljóðtækninámi.

 

Þetta er rifjað upp hér í tilefni afmælissamkomu á Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka nú sunnudaginn 25. ágúst kl. 17:00 þegar fagnað verðu 10 ára afmæli tónleika NilFisk og Foo Fighters í Laugardalshöll. 

Sjá fyrri fréttir hér á Menningar-Stað 

 

2007

* Draugabarinn á Stokkseyri 9. mars kl. 22:00

·              Brodway - Framsóknarþing ásamt Kalla

·              Tony´s County Ölfushöll - ásamt - von estenberg and the heartbeaters, íslenzka, pind, Beat master C-lows and the 7 dwarfs,                           Rocking chilren, Maja og Niki

·              Þorrablót Stokkseyri - ásamt Kalla (von estenberg and the heartbeaters)

·              Draugabarinn Stokkseyri

 

2006

·              Hoptrup Efterskole –DK (Danmörk)

·              Skanderup Ungd. Sk –DK

·              Balle –DK

·              Ådalen – DK

·              Brøruphus –DK

·              Studenterhuset Århus –DK

·              Teaterhuset i Toftlund –DK

·              Teaterhúsið "old students night" –DK

·              Toflund í teaterhúsinu- DK

·              Toftlund by night – DK

·              Kveðjupartý í Íþróttahúsinu á Stokkseyri

·              Draugabarnum Stokkseyri

·              Bryggjuhátíð á Stokkseyri

·              Tryggvaskáli Selfossi ásamt Sign

·              Tatto festival á Gauknum

·              Bar 11

·              Skarv - Kaupmannahöfn - DK

·              Salonen Kaupmannahöfn - DK

·              Pakkhúsið með Brain Police

·              Gaukurinn með Brain Police

·              Bar 11 ásamt Weapons

·              Hádegistónleikar FÁ

·              Vaxtarbroddur Hitt húsið

·              Dillon

·              Bar 11

·              Hitt húsið

·              TÞM - Rokk.is tónleikar

·              Kastljósið

·              Hitt húsið

 

2005

·              Vestmannaeyjar - 2 tónleikar á Prófastinum.

·              Þorláksmessu í Hljóðhúsinu

·              Gaukur á Stöng

·              Unplugged á Bar 11

·              Útgáfutónleikar á Draugabarnum Stokkseyri

·              Bar 11

·              Kaffibarnum Selfossi

·              Grand Rokk ásamt Touch og Diagon

·              Tónleikar í Tónabæ ásamt Lokbrá og Pan.

·              Styrktartónleikar UNICEF á Höfn í Hornarfirði

·              Kvöldvaka í FSU

·              TÞM Landwaves (who need air).

·              Bar 11.

·              Airwaves Gaukur á Stöng.

·              Bar 11 ásamt Weapons og Coral.

·              Grand Rokk ásamt Foghorns,Touch og Noise.

·              Bar 11 Pepsi rock ásamt CC and skítur.

·              Bar 11 ásamt Weapons

·              Dalvík á "Fiskidagurinn mikli"

·              Akureyri "Ein með öllu"

·              Þjóðhátíð Vestmannaeyjum

·              Bryggjuhátíð Stokkseyri ásamt Valgeiri Guðjónssyni

·              Draugabarnum þegar Foo Fighters og Queens of the stoneage komu...

·              Smekkleysa

·              Sirkus ásamt Big Kahuna

·              Cafe Judas Selfoss

·              Gamla bókasafnið HFJ ásamt Bertel

·              Aldrei fór ég suður - Ísafjörður

·              Bar 11 ásamt Pind

·              Gaukur á Stöng ásamt Brain police, Mínus og Dr. Spoc

·              Grand Rokk NilFisk 2 ára afmælispartý ásamt Benny crespos gangog The Telepathetics

·              Draugabarinn Stokkseyri

·              Hitt húsið ásamt Viðusrstyggð og fl.

·              Palace ásamt Touch

·              Hljómsveitakeppni á Draugabarnum

·              Palace (5 sinnum)

·              Hitt húsið

·              Stokkseyri Tónleikar á þakinu á Hólmaröst

 

2004

·              Eyarbakki – íþróttahúsinu á 17. júni hátíð

·              Sauðarkrókur - UMFÍ - unglingalandsmót

·              Bryggjuhátíð Stokkseyri

·              Draugabarinn Stokkseyri unplugged ásamt Hera

·              Flúðaballinu ásamt Botnleðju

·              Draugabarstónleikar NilFisk

·              Fsu ásamt Hölt Hóra

·              Selfoss ásamt Týr (Færeyjum) og Freak kitchen frá Svíðþjóð

·              Hveragerði á Snúllabar mini rockfest ásamt Hölt Hóra Coral og fl...

·              Hveragerði - Féló

·              Selfossi - Féló.

·              HM - café ásamt Coral og Benny Crespo´s Gang

·              Skólaballi Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri

·              Palace (3 sinnum)

·              Grandrokk ásamt Benny Crespo´s og Coral

·              Airwaves á Grandrokk

·              Hitt húsið

·              Laugardalshöll - Samfés með Rebekku

·              Vor í Árborg

 

2003

·              Sólbakkahátíð á Flateyri

·              Grænlenskum nóttum á Flateyri

·              Draugabarinn Stokkseyri

·              Fsu ásamt Brain Police

·              Laugardalshöll – NilFisk, Foo Fighters My Morning Jacket og Vynil

·              Iðnó Reykjavík - 50 ára afmæli RT

·              Selfoss Hvíta húsinu

·              Stokkseyri - 50 ára afmæli BIB

·              Rauða Húsinu á Eyrarbakka - Jónsmessunótt

·              Palace

·              Airwaves á Grandrokk

·              Hitt Húsið

·              Sjónvarpsþátturinn Ísland í bítið á Stöð 2

·              Þorlákshöfn Féló

·              Páskahátíð Hrútavina. Fyrsta gigg NilFisk

 

NilFisk. F.v.: Sveinn Ásgeir Jónsson, Sigurjón Dan Vilhjálmsson, Jóhann Vignir Vilbergsson og Víðir Björnsson.

NilFisk á Hrútavina-Sviðinu á Stokkseyrarbryggju.

F.v.: Víðir Björnsson, Karl Magnús Bjarnarson, Sveinn Ásgeir Jónsson, Jóhann Vignir Vilbergsson og Sigurjón Dan Vilhjálmsson.

 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

21.08.2013 10:23

Aðeins þrjú mál á dagskrá hjá bæjarstjórn Árborgar í dag

Bæjarstjórnin í Sveitarfélaginu Árborg við upphaf þessa kjörtímabils ásamt framkvæmdastjóra.

 

Aðeins þrjú mál á dagskrá hjá bæjarstjórn Árborgar í dag

 

Ari Björn Thorarensen, forseti bæjarstjórnar Árborgar hefur boðað til bæjarstjórafundar í dag í Ráðhúsi Árborgar við Austurveg 2 á Selfossi kl. 17:00. Þetta er fyrsti fundur bæjarstjórnar eftir sumarleyfi.

Halda mætti að nóg af málum væri að dagskrá eftir sumarfrí en svo virðist ekki vera því það eru aðeins þrjú mál á dagskrá fundarins. Þetta verður því fyrst og fremst afgreiðslufundur og því væntanlega stuttur og snaggaralegur. Öllum er velkomið að mæta á bæjarstjórnarfundi  og hlusta á umræðuna. Þeir eru líka sendir beint út á heimasíðu Árborgar.

Dagskrá fundarins:

1.

a) 1301008. Fundargerð félagsmálanefndar      28. fundur       frá   6. júní

b)   144. fundur bæjarráðs ( 1301006 )     frá 13. júní

2.

a) 1301010. Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar, 37. fundur frá 11. júní

b)   1301011. Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar, 7. fundur frá 12. júní

c)    1301009. Fundargerð fræðslunefndar, 34. fundur frá 13. júní

d)   145. fundur bæjarráðs ( 1301006 ) frá 27. júní

3.        a) 146. fundur bæjarráðs ( 1301006 ) frá  11. júlí

 

Af: www.dfs.is

 

Ari Björn Thorarensen á góðri stund í sérhannaðri Hrútavinapontu.

 

Skráð af Menningar-Staður