Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2013 Ágúst

21.08.2013 06:40

Bjartsýnir á að rætist úr veiðum

Máni II ÁR 7 frá Eyrarbakka á veiðum í Keflavíkinni, rétt við Vatnsnesið. Ljósm.: Emil Páll.

Sjá: http://emilpall.123.is/

 

Bjartsýnir á að rætist úr veiðum

 

Smábátasjómenn komust í feitt við Voga á Vatnsleysuströnd í gær þar sem greinilega mátti sjá gríðarstórar spriklandi makríltorfur í sjávarborðinu. Veiðarnar hafa gengið hægt fram að þessu og mikill tími farið í að leita uppi makrílinn.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, menn engu að síður bjartsýna á að úr sé að rætast. Hann segir ljóst að miðað við þann fjölda báta sem stundi veiðarnar þurfi að bæta í færapottinn, sem nú er 3.200 tonn, en makrílveiðar smábátasjómanna séu mikil lyftistöng fyrir dreifðar byggðir.

Vinnsluskipum sem frysta makrílinn um borð hefur fjölgað út af Snæfellsnesi og Breiðafirði síðustu daga, þar sem vel hefur veiðst af góðum og óblönduðum makríl.

Morgunblaðið miðvikudagurinn 21. ágúst 2013.

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

21.08.2013 06:23

Ellen og Eyþór syngja og spila saman í Merkigili

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Samstíga.

Hjónin og tónlistarfólkið Ellen og Eyþór hafa átt samleið í áratugi, í einkalífi og tónlistinni.

 
 

Ellen og Eyþór syngja og spila saman í Merkigili

 

 

Söngvaskáldin Uni & Jón Tryggvi bjóða til tónleika á heimili sínu Merkigili á Eyrarbakka næstkomandi föstudagskvöld 23. ágúst kl 20.

 

Þá ætla hjónin og tónlistarfólkið Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson að kíkja í heimsókn í Merkigil og þau ætla að halda uppi notalegri stemningu á sumarkvöldtónleikum fyrir gesti og gangandi.

 

Ellen og Eyþór þarf vart að kynna, svo lengi hafa þau starfað að tónlist sinni og verið með þjóðinni. Tónleikarnir hefjast kl. 20 og frítt er inn, en frjáls framlög vel þegin.

 

Nánari upplýsingar á netfanginu unijon@unijon.com og á heimasíðunni http://unijon.com/

 

Morgunblaðið miðvikudagurinn 21. ágúst 2013

 

 

Frá tónleikum í Merkigili á dögunum.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

20.08.2013 22:08

Tíu umsækjendur um embætti sóknarprests í Hafnarfjarðarprestakalli - þar á meðal séra Sveinn

Hafnarfjarðarkirkja

Hafnarfjarðarkirkja.

 

Tíu umsækjendur um embætti sóknarprests í Hafnarfjarðarprestakalli

- þar á meðal séra Sveinn á Eyrarbakka

 

Tíu umsækjendur eru um embætti sóknarprests í Hafnarfjarðarprestakalli, Kjalarnessprófastsdæmi. Þeir eru:

  • Cand. theol. Davíð Þór Jónsson
  • Séra Gunnar Jóhannesson
  • Séra Hannes Björnsson
  • Séra Ingólfur Hartvigsson
  • Séra Jón Helgi Þórarinsson
  • Séra Skúli Sigurður Ólafsson
  • Séra Stefán Már Gunnlaugsson
  • Mag. theol. Sveinn Alfreðsson
  • Séra Sveinn Valgeirsson
  • Séra Þórhildur Ólafs

Umsóknarfrestur var til 15. ágúst. Embættið veitist frá 1. september 2013.

Biskup Íslands skipar í embættið að fenginni umsögn valnefndar. Valnefnd skipa níu manns úr prestakallinu auk prófasts í Kjalarnessprófastsdæmi.

Af: http://kirkjan.is/

Sigurður Steindórsson t.v., formaður sóknarnefndar á Eyrarbakka, býður sér Svein Valgeirsson velkomin til starfa á Eyrarbakka þann 1. desember 2008.

 
 
Skráð af Menningar-Staður

 

20.08.2013 06:58

Hólmsheiði hagkvæmasti kosturinn

Jarðvegsframkvæmdum á Hólmsheiði er lokið. Alþingi hefur varið um 700 milljónum til framkvæmda að nýju fangelsi. Innanríkisráðherra segir að niðurstaðan sé sú að hagkvæmast sé að byggja á Hólmsheiði.

Hanna Birna Kristjánsdóttir

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra.

Alþingismaður Reykvíkinga og fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík

 

Hólmsheiði hagkvæmasti kosturinn

• Innanríkisráðherra segir að nýtt fangelsi á Hólmsheiði sé hagkvæmasti kosturinn í fangelsismálum

• Málið var skoðað ítarlega í sumar

• Hægt hefur verið á framkvæmdum sem hefjast árið 2014

 

Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, segir að í sumar hafi verið farið yfir alla kosti í fangelsismálum. Niðurstaðan hafi verið sú að hagkvæmast sé að halda áfram með framkvæmdir að nýju fangelsi á Hólmsheiði. ,,Eftir yfirlegu sumarsins komumst við að þeirri niðurstöðu að það sé farsælla að halda verkinu áfram en að velja aðra kosti. En að hægt verði talsvert á því og lagt verði til þess um helmingi minna fjármagn á næsta ári en fyrirhugað var. Með þessu næst fram mikil hagræðing,“ segir Hanna Birna. Bendir hún á að þegar hafi verið varið rúmum hálfum milljarði króna í jarðvegs- og hönnunarvinnu við fangelsið en jarðvegsframkvæmdum lauk nýverið.

 

Fóru yfir alla kosti

Skiptar skoðanir hafa verið um fyrirhugað fangelsi á Hólmsheiði sem áætlað er að kosti um tvo milljarða króna. Hanna Birna bendir á að þingið eigi alltaf síðasta orðið. Framkvæmdum verði haldið áfram í samræmi við samþykkt þess efnis á síðasta þingi. Sé vilji til þess að hætta við bygginguna þurfi til þess samþykki núverandi þings.

Um liðna helgi hófst útboð þar sem innanríkisráðuneytið óskaði eftir tilboðum í sjálfa bygginguna.

„Við drógum útboðið fram til þessa tíma til þess að vera alveg viss um að hafa farið yfir alla kosti í stöðunni,“ segir Hanna Birna. Hún segir að útboðsferlið taki sex mánuði áður en gengið verður að samningum um framkvæmdirnar. „Það munu engar framkvæmdir hefjast fyrr en í fyrsta lagi í upphafi nýs árs,“ segir Hanna Birna.

Sitt sýnist hverjum um fyrirhugaðar framkvæmdir. Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags og viðskiptanefndar, hefur lýst yfir efasemdum um að rétt sé að hefja byggingu nýs fangelsis á Hólmsheiði og meðal annars velt því upp hvort nýta megi betur þau húsakynni sem þegar eru til staðar og að þeim verði breytt í fangelsi. „Það hafa verið skrifaðar margar skýrslur um aðra kosti. Enginn þeirra er talinn vera jafn hagkvæmur og þessi,“ segir Hanna Birna. „Það ræðst líka af því að þegar hafa farið rúmar 500 milljónir króna í verkefnið sem þýðir að ef þú ætlar að finna hagkvæmari kost þá þarft þú að geta varið þann kostnað sem þegar er búið leggja í,“ segir Hanna Birna.

 

Allt er undir

Á sama tíma eru málefni fangelsisins til umræðu hjá hagræðingarhópi skipuðum þeim Ásmundi Einari Daðasyni og Vigdísi Hauksdóttur úr Framsóknarflokki og Guðlaugi Þór Þórðarsyni og Unni Brá Konráðsdóttur úr Sjálfstæðisflokki.

Aðspurð hvort enn sé sá valmöguleiki fyrir hendi að hópurinn leggi til að framkvæmdir verði slegnar út af borðinu vill Unnur Brá Konráðsdóttir ekki tjá sig um málið en segir þó að „allt sé undir“.

Fangelsi á Hólmsheiði

» Innanríkisráðherra segir að hagkvæmasti kosturinn í fangelsismálum sé að byggja nýtt fangelsi á Hólmsheiði.
» Farið var ítarlega yfir alla kosti í sumar.
» Framkvæmdir að fangelsisbyggingunni hefjast ekki fyrr en á næsta ári.
» Útboðsferli tekur sex mánuði.

 

Morgunblaðið þriðjudagurinn 20. ágúst 2013

 

Unnur Brá Konráðsdóttir, alþingismaður Sunnlendinga (Suðurkjördæmi), á fundi í Hvíta-Húsinu á Selfossi 23. apríl s.l.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

 

19.08.2013 21:57

26. ágúst 2003 - Hljómsveitin Nilfisk tók eitt lag á tónleikum Foo Fighters

David Grohl kunni greinilega vel við sig í æfingahúsnæði Nilfisk á Stokkseyri.David Grohl kunni greinilega vel við sig í æfingahúsnæði Nilfisk á Stokkseyri.

Nilfisk og Foo Fighters á æfingu.

 

26. ágúst 2003 - Hljómsveitin Nilfisk tók eitt lag

á tónleikum Foo Fighters

 

Áhorfendur á tónleikum Foo Fighters í Laugardalshöllinni vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið þegar forsprakki sveitarinnar, Dave Grohl, hóf tónleikana á því að lýsa heimsókn sinni á Stokkseyri. Við svo búið kynnti hann á svið hljómsveitina Nilfisk, sem Foo Fighters hafði heimsótt á æfingu á mánudagskvöldið. Nilfisk spilaði eitt lag við góðar undirtektir áhorfenda en áður höfðu hljómsveitirnar Vínyll og My Morning Jacket hitað upp.

Jóhann Vignir Vilbergsson, 16 ára söngvari og gítarleikari Nilfisk, segir þetta hafa verið einstaka upplifun. "Þetta var bara besta stund í lífi mínu hingað til. Ég var samt með bullandi kvef en það reddaðist," segir Jóhann en lagið sem þeir tóku heitir "Checking around". Hann segir að strákarnir í hljómsveitinni hafi "verið í sæluvímu" eftir þetta en fjórmenningarnir eru allir 15 eða 16 ára frá Stokkseyri og Eyrarbakka.

"Mér fannst áhorfendur bara taka vel á móti okkur," segir Jóhann aðspurður, sem var mættur aftur í skólann, Fjölbrautaskólann á Suðurlandi á Selfossi, "eins og ekkert hafi í skorist". Hann segir að Nilfisk stefni á að vera dugleg við æfingar á næstunni og nýta meðbyrinn og hvatninguna.

 

Kynnti Foo Fighters á svið

"Við mættum svona fyrir fjögur og fengum passana. Svo tókum við eitt lítið "sándtékk" á eftir þeim," segir Jóhann um aðdragandann í Laugardalshöll.

Jóhann fekk líka þann heiður að kynna Foo Fighters á svið en Nilfisk-liðar fylgdust síðan grannt með tónleikunum. "Þetta var frábært. Ég hef aldrei farið á eins góða tónleika," segir hann og ætlar að fylgjast vel með Foo Fighters í framtíðinni. "Við vonum að þeir komi aftur."

Það er ekki ólíklegt miðað við yfirlýsingar Grohl um kvöldið um "besta dag lífs síns". Hann talaði fjálglega um upplifun hljómsveitarinnar af landinu og þakkaði góðar viðtökur. Hann sagði Ísland vera uppáhaldsland sitt eftir heimsóknina og er þar með kominn á toppinn á óskráðum lista yfir Íslandsvini.

Smella á þessa slóð:  http://www.youtube.com/watch?v=lOyrxMCwQRQ

Morgunblaðið 28. ágúst 2003

NilFisk með Dave Grohl hjá veitingastaðnum Fjöruborðið á Stokkseyri þann 4. júlí 2005. Þá lékuk NilFIsk og Foo Fighters saman á tónlékum á Draugabarnum. Ljósm.: Guðmundur Karl Sigurdórsson.

 

 

Skráð af Menninga-Staður

19.08.2013 20:58

1.841 gestur kom á útsýnispallinn við Stað

Gestir við ústsýnispallinn sem verið er  að byggja á sjóvarnagarðinum við Félagsheimilið Stað á Eyrarbakka.

 

1.841 gestur komu á útsýnispallinn við StaðUpplýsingamiðstöðin sem starfrækt er í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka,  Menningar Stað -  framkvæmdi á dögunum talningu á fjölda þeirra gesta sem fóru upp á útsýnispallinn sem verið er að byggja á sjóvarnargarðinn.

 

Talningin stóð í 7 daga og var talið frá kl. 8:00 að morgni til kl. 17:00 sem er venjulegur opnunartími upplýsingamiðstöðvarinnar.

1.841 gestur fór upp á útsýnispallinn þessa 7 daga.

Þetta er að meðaltali 263 á dag eða 29 á hverri klukkustund sem talningin stóð yfir.

 

Flestir komu gestirnir síðan við í upplýsingamiðstöðinni í spjall og kaffisopa og notuðu hina ágætu WC-aðstöðu sem þarna er.

 

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

19.08.2013 06:28

Hollur er heimafenginn baggi til heimsfrægðar

Hljósveitin NilFisk í Samkomuhúsini Gimli á Stokkeyri þangað sem Foo Fighters heimsóttu þá og buðu svo með sér í Laugardagshöllina þann 26. ágúst 2003.

F.v.: Sigurjón Dan Vilhjálmsson, Stokkseyri, Jóhann Vignir Vilbergsson, Eyrarbakka, Sveinn Ásgeir Jónsson, Stokkseyri og Víðir Björnsson, Eyrarbakka.

 

Fyrir framan Laugardalshöllina 26. ágúst 2003. 

F.v.: Sigurjón Dan, Víðir, Jóhann Vignir og Sveinn Ásgeir.

 

 

Hollur er heimafenginn baggi til heimsfrægðar

 

Hinn 25. ágúst n.k. eru nákvæmlega 10 ár frá því bandaríska hljómsveitin Foo Fighters og Dave Ghrol hittu hljómsveitina NilFisk í Samkomuhúsinu Gimli á Stokkseyri og tóku lagið saman. Daginn eftir fór NilFisk með Foo Fighters á sviðið í Laugardalshöll og léku fyrir 6.000 manns.

 

Þessa verður minnst í tali, tónum og kvikmyndum sunnudaginn 25. ágúst kl. 17:00 á hátíðartónleikum hljómsveitarinnar Kiriyama Family í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka.

Það er Menningarráð Hrútavinafélagsins Örvars sem stendur fyrir samkomunni. Samstrafsaðilar eru; Búnaðarfélag Stokkseyrarhrepps hins forna sem fagnar 125 ára afmælinu í ár með þessu. Einnig Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri sem setur punktinn aftan við afmælishald vegna 160 ára afmælis skólans á síðasta skólaári með aðkomu sinni að tónleikunum nú.

 

Hljómsveitina NilFisk skipuðu fimm drengir úr Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri; Jóhann Vignir Vilbergsson á Eyarrbakka, Víðir Björnsson á Eyrarbakka, Sveinn Ásgeir Jónsson á Stokkseyri, Sigurjón Dan Vilhjálmsson á Stokkseyri og Karl Magnús Bjarnarson á Stokkseyri. NilFisk strafaði nákæmlega í fimm ár; frá 10. mars 2003 til 10. mars 2008. Þeir léku á ferlinum á um allt land og fóru tónleikaferðir til Danmerkur. Samstarf NilFisk og Foo Fighters í Laugardalshöll í ágúst 2003 og síðan aftur þann 4. júlí 2005 á Draugabarnum á Stokkseyri eru merkileg og víðfræg atriði í poppsögu Íslands.

 

 Á grunni NilFisk var síðan til hljómsveitin Kiriyama Family haustið 2008 en hana skipa; Jóhann Vignir Vilbergsson á Eyrarbakka, Víðir Björnsson á Eyrarbakka, Karl Magnús Bjarnarson, Stokkseyri, Bassi Ólafsson á Selfossi og Guðmundur Geir Jónsson á Selfossi.

Upphafið var samkoma Hrútavina og Búnaðarfélags Stokkseyrarhrepps í Hafinu bláa í september 2008. Þá söng Karen Dröfn Hafþórsdóttir frá Eyrarbakka með hljómsveitinni og mætir hún til leiks að nýju með strákunum á tónleikunum hinn 25. ágúst þar sem upphafið verður rifjað upp.

Kiriyama Family hefur ekki fyrr verið með tónleika á Eyrarbakka eða Stokkseyri og mun m.a. leika lög af plötu sinni sem kom út í fyrra þar sem lagið Weekends ná því að vera hæst skorandi lagið á vinsældalista Rásar 2 árið 2012 og einnig frá upphafi listans.

 

Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir með húsrúm leyfir.

 

Hér má sjá myndband þegar hljómsveitin NilFisk er á sviðinu í Laugardalshöll 26. ágúst 2003. Á myndbandinu er líka þegar Foo Fighters og félagar eru í leik á Stokkseyrarbryggju.

Smella á þessa slóð:  http://www.youtube.com/watch?v=lOyrxMCwQRQ

 

 

 

NilFisk í Laugardalshöll 26. ágúst 2003 fyrir framan rúmlega 6000 manns.

 

Skráð af Menningar-Staður

19.08.2013 05:59

Bakkabátar á bók

Vigfús Markússon. 

Vigfús við málverk sem sýnir hann og bræður hans og bátinn Bakkavík ÁR sem fórst í innsiglingunni á Eyrarbakka árið 1983. Vigfús bjargaðist naumlega.

 

Bakkabátar á bók

 

Vigfús Markússon skráði sögu báta frá Eyrarbakka 

Tók saman bókina á frívaktinni á sjónum 

Er örlagasaga öðrum þræði

 

»Sögu hvers byggðarlags má segja með ýmsu móti. Lengi vel snerist flest á Eyrarbakka um útgerð og fiskvinnslu og því er þetta öðrum þræði saga byggðarinnar,« segir Vigfús Markússon skipstjóri. Hann gaf á dögunum út bókina  Saga bátanna - Vélbátar smíðaðir eða gerðir út frá Eyrarbakka.

 

Þrátt fyrir erfið hafnarskilyrði var lengi umsvifamikil útgerð á Bakkanum. Nokkrir fyrstu Bakkabátanna voru smíðaðir í Danmörku, en vélbátaútgerð þar hófst af alvöru um 1920. Bátarnir voru gjarnan 10 til 15 tonn, en stærri síðar. Voru allmargir bátar smíðaðir á Eyrarbakka á tímabili, svo sem á árunum milli stríða þegar byggðarlagið blómstraði. Þá - og raunar lengur var - þar verslun, útgerð, iðnaður, þjónustustafsemi og menning. Með öðum orðum, flest sem gildir þéttbýlisstaðir þess tíma höfðu. En þetta kostaði sitt og það var aflinn sem skóp aurana.

 

Mitt hálfa líf í fjörutíu ár

 

»Sjómennskan hefur verið mitt hálfa líf. Ég munstraðist fyrst á bát fjórtán ára. Hef verið viðloðandi þetta síðan, eða í meira en fjörutíu ár,« segir Vigfús sem er fæddur og uppalinn á Eyrarbakka. Grunnurinn í bókinni góðu eru punktar frá Vigfúsi heitnum Jónssyni á Eyrarbakka. Hann var í áratugi forystumaður byggðarlagsins. Hafði þar flesta þræði í hendi sér. Skapaði söguna og skráði.

 

»Við Elínbjörg Ingólfsdóttir eigin kona mín vorum síðustu árin bakhjarlar Vigfúsar sem lést 1989. Hjálpuðum honum meðal annars með bátasöguna, efni af handskrifuðum blöðum var sett í tölvutækt form,« segir Vigfús Markússon, sem fyrir um fjórum árum fór að glugga í þetta efni að nýju.

 

»Grunnurinn var til staðar, en með því að fara í gamlar skrár, sjómannaalmanakið, leita á vefnum og tala við fólk sem þekkir til var hægt að fylla inn í eyðurnar. Alls eru bátarnir í bókinni um 100,« segir Vigfús, sem er yfirstýrimaður á Grindavíkurbátnum Tómasi Þorvaldssyni GK. Hann notaði gjarnan frívaktina á sjónum til skrifta og heimildaöflunar og útkoman er bókin góða.

 

Á sjónum er Vigfús svo jafnan með myndavélina í brúnni. »Mér finnst alltaf gaman að taka myndir af skipum. Bestar finnast mér myndirnar verða þegar er svolítil bræla; vagg og velta.«

 

»Fórst þar með öllum mönnum«

 

Saga bátanna er öðrum þræði örlagasaga, þótt framsetningin sé í einskonar skýrsluformi. Þannig segir m.a. frá bátnum Sæfara ÁR 69 sem fórst í innsiglingunni á Eyrarbakka í apríl 1927. »Inni á miðju sundi við svokallaðan Mannskaðanadd, sem er blindsker á skipaleiðinni, fékk báturinn á sig mikinn sjó og fórst þar með öllum mönnum,« segir í bókinni um slysið þar sem átta manns fórust.

 

Annað sjóslys á sömu slóðum varð árið 1983 þegar báturinn Bakkavík ÁR fórst og með honum tveir menn, Þórður og Sigfús Markússynir. Vigfús bróðir þeirra, sem hér er viðmælandi, bjargaðist.

 

»Þegar best lét voru umsvifin í útgerðinni á Eyrarbakka mikil, mest líklega milli 1970 og 1975 og svo á meðan á gosinu í Eyjum stóð og bátar þaðan voru gerðir héðan út. Það ár voru Bakkabátarnir alls ellefu og afli ársins nærri 4.800 tonn. Þegar kom fram yfir 1980 fór útgerðin að láta undan . Má segja að botninn hafi endanlega úr þessu farið þegar Óseyrarbrúin var tekin í notkun árið 1988. Með því var örstutt í góða hafnaraðstöðu í Þorlákshöfn. Aðrar ástæður voru þess svo valdandi að fáum árum síðar lögðu fiskvinnslufyrirtækin á staðnum upp laupana.«

 

Morgunblaðið sunnudagurinn 18. ágúst 2013

 

Vigfús og Elinborg héldu veglegt útgáfuteiti á Jónsmessuhátíðinni 22. júní 2013

Tvö myndasöfn frá útgáfuteitinu hafa verið sett inn á Menningar-Stað:

 

Fyrra safnið er á þessari slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/248971/

Seinna safnið er á þessari slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/248972/

 

 

Hér eru nokkara myndir:

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skráð af menningar-Staður

18.08.2013 21:14

Frá Markaðsstofu Suðurlands

 

Frá Markaðsstofu Suðurlands 

 

Ágætu samstarfsaðilar,

Við hjá Markaðsstofu Suðurlands erum farin að huga að vetri og ætlum að blása miklu lífi í vefsíðuna Winterwonderland.is.

Til stendur að efla kynningarstarf á vetrarríki Suðurlands og auka vitund fólks á ferðaþjónustu yfir vetrartímann. Vefsíðan mun taka einhverjum breytingum varðandi útlit og uppsetningu en skapa á gagnvirka vefsíðu með lifandi, fræðandi, fjölbreyttu og áhugaverðu efni sem vekur umtal og áhuga fólks. Samræma á vefsíðuna samfélagsmiðlum og skapa þannig vettvang fyrir frekari útbreiðslu á vetrarferðajónustu á Suðurlandi.

Góð heimasíða er nauðsynlegt að virkja alla og þar kemur hlutur samstarfsaðila sterkt fram. Svo hægt sé að halda úti lifandi og áhugaverðri vefsíðu þá vildum við leita til ykkar, ágætu samstarfsaðilar, um að upplýsa okkur um hvers konar viðburði og uppákomur sem eru á ykkar vegum eða standa ykkur nærri. Þannig má koma þeim viðburðum á framfæri á vefsíðunni og vekja ferkari athygli á þeim. Engar hömlur eru á hvers konar viðburði er um að ræða, þeir geta verið stórir sem smáir. Aðalatriðið er að koma viðburðinum eða uppákomununi á framfæri og vekja frekari athygli almennings á þeim.

 

Kær kveðja

Guðmundur Fannar Vigfússon

verkefnastjóri  

gudmundur@south.is

Sjá:   http://winterwonderland.is./

http://www.markadsstofa.is/

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

18.08.2013 20:40

Stefnumótun í Menningar-Sellu

Siggeir Ingólfsson á Eyrarbakka - Geiri á Bakkanum.

 

Stefnumótun í Menningar-Sellu

 

Siggeir Ingólfsson á Eyrarbakka, Elfar Guðni Þórðarson á Stokkseyri  og Vilbergur Prebensson á Eyrarbakka litu við í Menningar-Sellu hvar ritstjórn Menningar-Staðar er með aðstöðu.

 

Margvísleg stefnunótun fór fram og mun hennar verða vart á ýmsan hátt í atferli og mannlífi í fjölþættum framkvæmdum á næstunni.

 

Menningar-Staður færði til myndar:

 

Vilbergur Prebensson á Eyrarbakka og Elfar Guðni Þórðarson á Stokkseyri.

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður