Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2013 Ágúst

18.08.2013 07:32

Drjúg dagsverk við Menningar-Stað í gær

Siggeir Ingólfsson - Geiri á Bakkanum.

 

Siggeir Ingólfsson og Ottó Rafn Halldórsson.

 

Drjúg dagsverk við Menningar-Stað í gær

 

Framkvæmdir við útsýnispallinn á sjóvarnargarðinn við Félagsheimilið-Stað, Menningar-Stað á Eyrarbakka gengu glimrandi vel í blíðunni á Eyrarbakka í gær.

 

Siggeir Ingólfsson, staðarhaldari á Stað, var kominn til verka við fyrsta hanagal á Bakkanum.

Síðan komu til verka:

Ottó Rafn Halldórsson úr Þorlákshöfn, Elías Ívarsson á Eyrarbakka og SigurðurJörundsson úr Reykjavík.

 

Mjög góður gangur var í verkinu og er búið að klæða hálfa leið upp skábrautina og millipallinn þar sem jafnframt er svið fyrir opinn og skjólgóðan sal sem þarna verður til í húskverkinni. Þá er handriðið á útsýnispallin langt komið.

Siggeir Ingólfsson þakkar kærlega þessa frábæru aðstoð í gær og einnig þeirra annara sem lagt hafa nálinu lið á undanförnum vikum með einum eða öðrum hætti.

 

Menningar-Staður færði til myndar síðdegis í gær:

 

F.v.: Elías Ívarsson, Siggeir Ingólfsson og Ottó Rafn Halldórsson.

 

Elías Ívarsson.

 

Siggeir Ingólfsson og Sigurður Jörundsson.

 

Siggeir Ingólfsson og Sigurður Jörundsson við millipallinn á skábrautinni.

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

18.08.2013 06:44

Húsfyllir í Húsinu á Eyrarbakka

 

 

 

Húsfyllir í Húsinu á EyrarbakkaÓmar Diðrikssynir og Sveitasynir voru með tónleika í Húsinu í gær.
Þetta var eitt atriða á Alþýðutónlistarhátíðinni sem nú stendur á Eyrarkakka.


Húsfyllir var í Húsinu eins og sjá má á myndum sem komnar eru í myndalabúm hér á Menningar-Stað.

Smella á þessa slóð :http://menningarstadur.123.is/photoalbums/251513/

 

Nokrar myndir hér:

 

 

 

 

Skráð af menningar-Staður

17.08.2013 17:42

Eyrarbakkasystur við afgreiðslu í Laugabúð

Eyrarbakkasystur framan við Laugabúð

 

Eyrarbakkasystur við afgreiðslu í Laugabúð

 

Laugabúð á Eyrarbakka var opin í dag í hinni miklu blíðu sem var og er á Bakkanum.

 

Fjöldi gesta leit við í búðinni en við afgreiðslu voru Eyrarbakkasysturnar, eins og þær kalla sig; þær Sigríður Hannesdóttir og Kristjana Kjartansdóttir. Þeim til aðstoðar var búðardrengurinn Sigurður Jónsson.

 

Menningar-Staður færði til myndar:

 

 

F.v.: Kristjana Kjartansdóttir, Sigríður Hannesdóttir og Sigurður Jónsson.

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

17.08.2013 14:53

Alþýðutónlistarhátíð á Eyrarbakka nú um helgina

Uni og Jón Tryggvi í Eyrarbakkakirkju í dag.

 

Alþýðutónlistarhátíð á Eyrarbakka nú um helgina

 

Alþýðu- og hljómbær tónlistarhátíð stendur nú á Eyrarbakka dagana 15. - 18. ágúst

Þar koma fram hinir ýmsu alþýðutónlistarmenn þessa lands sem og erlendis frá. 

Tónleikar verða í Merkigili, Eyrarbakkakirkju, Húsinu, Sjóminjasafninu og á Rauða húsinu.
Tónlistarfólkið sem kemur fram eru: Ragnheiður Gröndal, Hafdís Huld, Svavar Knútur, UniJon, Kristjana Stefáns, Owls of the swamp(Au), Phia(Au), Mez Medallion(Au), Róa, Ómar Diðriks & Sveitasynir, Kiss the Coyote, My Sweet Baklava, Aragrúi, Skúli Mennski, Þjóðlagasveiting Korka, Halli Reynis, Jakob Viðar, Blágresi, Bellstop, Hjalti Þorkelsson, Jóhannes Erlingsson, Jónína Aradóttir, Kítón, Ragnheiður Blöndal og Jón Ágúst, Blokkflautukvartett Rangæinga og Karítas og Kallarnir.

 

Tónleikarnir í dag hófust í Eyrarbakkakirkju.

Fyrst lék Jóhannes Erlingsson og síðan Uni og Jón Tryggvi.

 

Menningar-Staður var í Eyrarbakkakirkju og færði til myndar.

Myndalabúm er komið hér inn á mMenningar-Stað.
Smella á þessa slóð:http://menningarstadur.123.is/photoalbums/251499/

 

Nokkra myndir hér:

 

 

 

 

 

 

Nánar á http://bakkinn.com/

Dagskrá:

Dagskraloka

 

Skráð af Menningar-Staður

17.08.2013 10:11

Frá framkvæmdum við útsýnispallinn hjá Menningar-Stað á Eyrarbakka

Siggeir Ingólfsson að saga niður lerkið í réttar lengdir í klæðninguna á skábrautina upp á útsýnispallinn

 

Frá framkvæmdum við útsýnispallinn hjá Menningar-Stað á Eyrarbakka

 

Framkvæmdir ganga vel við útsýnispallinn á sjóvarnargarðinum við Félagsheimilið Stað,  Menningar-Stað á Eyrarbakka.

 

Það er Siggeir Ingólfsson, staðarhaldari við Félagsheimilið Stað, sem stendur fyrir þessum miklu framkvæmdum með aðstoð góðra manna.

 

Hluti framkvæmdarinnar margþættu er að byggja skábraut upp á útsýnispallinn fyrir hreyfihamlaða og verður því auðvelt að fara upp á sjóvarnargarðinn í hjólastólum.

 

Siggeir var að störfum í morgun, 17. ágúst 2013, og með honum var Ottó Rafn Halldórsson í Þorlákshöfn. Þeir voru að byrja verkþáttinn að skrúfa niður klæðninguna á skábrautina upp á sjálfan útsýnispallinn. 

 

Menningar-Staður færði til myndar og er komið myndaalbúm hér á Menningar-Stað

Smella hér: http://menningarstadur.123.is/PhotoAlbums/251480/

 

Nokkrar myndir hér:

 

 

F.v.: Siggeir Ingólfsson, Tristan Rafn Ottósson og Ottó Rafn Halldórsson.

 

 

..og fyrsta skrúfan í klæðninguna rennur inn í lerkið og í plankann.

 

 

Ottó Rafna Halldórsson.

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

17.08.2013 08:50

Vitringahittingur í Vesturbúðinni á Eyrarbakka í gær

F.v.: Finnur Kristjánsson og Jón Helgi Kristmundsson.

 

 

Vitringahittingur í Vesturbúðinni á Eyrarbakka í gær

 

 

Vitringar komu saman til morgunspjalls samkvæmt venju i Vesturbúðinni á Eyrarbakka í gærmorgun,

föstudaginn 16. ágúst 2013.

 

 

Menningar-Staður leit við og færði eitt augnablikið til myndar.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

F.v.: Haukur Jónsson, Finnur Kristjánsson, Siggeir Ingólfsson og Jóhann Jóhannsson.

 

16.08.2013 18:09

Svanborg Oddsdóttir - Fædd 12. maí 1948 - Dáin 30. júlí 2013 - Minning

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Svanborg Oddsdóttir.

 

Svanborg Oddsdóttir -  Fædd 12. maí 1948 - Dáin 30. júlí 2013 - Minning

 

Svanborg Vigdís Oddsdóttir fæddist 12. maí 1948 á Akranesi. Hún lést á Spáni 30. júlí 2013.

Foreldrar hennar voru Vigdís Þorgerður Runólfsdóttir, f. 23. september 1920, d. 12. apríl 1985, og Oddur Óskar Magnússon, f. 28. júní 1907, d. 14. júní 1967.

Systkini Svanborgar eru Magnús, f. 4. apríl 1947, Rún Elfa, f. 13. júní 1951, Þórunn Drífa, f. 13. júní 1951, og Gerður Ósk, f. 16. janúar 1960.

Svanborg giftist Jóni Bjarna Stefánssyni, f. 29. nóvember 1945, 15. ágúst 1970. Börn þeirra eru; 1) Oddrún Bylgja, f. 10. ágúst 1967. Börn hennar eru Teitur, f. 5. maí 1989, sonur hans er Ingvi, f. 12. september 2010, og Svanborg, f. 19. október 2004. 2) Stefán Þór, f. 20. júlí 1971, kvæntur Evu Bryndísi Helgadóttur, f. 19. maí 1972. Börn þeirra eru Oddur, f. 14. október 2001, og Ari, f. 1. ágúst 2006. 3) Vignir, f. 5. september 1973, kvæntur Maríu Fjólu Harðardóttur, f. 25. desember 1975. Börn þeirra eru Hörður Óli, f. 15. september 2004, og Patrekur Logi, f. 16. júní 2008.

Eftir uppvaxtarár á Akranesi fór Svanborg í Kennaraskólann og lauk þaðan prófi árið 1970. Það ár fluttist hún á Eyrarbakka og hóf störf sem kennari við Barnaskólann á Eyrarbakka. Hún starfaði sem kennari við skólann nánast óslitið til dauðadags. Samhliða kennarastarfinu tók Svanborg virkan þátt í rekstri þeirra fyrirtækja sem Jón Bjarni stýrði auk þess sem hún var virk í ýmiss konar félagsstörfum s.s. fyrir Kvenfélag Eyrarbakka og Sóknarnefnd Eyrarbakkakirkju. Svanborg var auk þess kosin til ýmissa trúnaðarstarfa s.s. í kjörstjórn kjördeildarinnar á Eyrarbakka sem hún átti sæti í um langt árabil.

Útför Svanborgar fór fram frá Eyrarbakkakirkju í dag, 16. ágúst 2013

Morgunblaðið föstudagurinn 16. ágúst 2013

 

Kjörstjórnin á Eyrarbakka við alþingiskosningarnar þann 27. apríl 2013.

F.v.: Lýður Pálsson, Svanborg Oddsdóttir og María Gestsdóttir.

Um dyravörslu sá Siggeir Ingólfsson sem stendur að baki kjörstórnar á myndinni.

 

Skráð af Menningar-Staður 

 

15.08.2013 07:19

Alþýðutónlistarhátíðin Bakkinn hefst á Eyrarbakka í dag

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Ragnheiður Gröndal

 

Alþýðutónlistarhátíðin Bakkinn hefst á Eyrarbakka í dag

 

Í dag hefst Alþýðutónlistarhátíð á Eyrarbakka og stendur hún alla helgina. Fram koma hinir ýmsu alþýðutónlistarmenn þessa lands sem og frá útlöndum.

Tónleikar verða haldnir á nokkrum stöðum á Eyrarbakka. Einnig verður andlegur markaður í Óðinshúsi í boði Kailash og Tehússins.

Tónleikar verða í Merkigili, Eyrarbakkakirkju, Húsinu, Sjóminjasafninu og í Rauða húsinu.

Tónlistarfólkið sem kemur fram er ekki af verri endanum: Ragnheiður Gröndal, Hafdís Huld, Svavar Knútur, UniJon, Kristjana Stefáns, Owls of the swamp(Au), Phia (Au), Mez Medallion (Au), Róa, Ómar Diðriks & Sveitasynir, Kiss the Coyote, My Sweet Baklava, Aragrúi, Skúli Mennski, Þjóðlagasveiting Korka, Halli Reynis, Jakob Viðar, Blágresi, Bellstop, Hjalti Þorkelsson, Jóhannes Erlingsson, Jónína Aradóttir, Kítón, Ragnheiður Blöndal og Jón Ágúst, Blokkflautukvartett Rangæinga og Karítas og Kallarnir.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Nánar á http://bakkinn.com/

Uni og Jón Tryggvi í Merkigili.

 

Dagskrá:

Dagskraloka

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

 

15.08.2013 07:13

Merkir Íslendingar - Ólafur Ketilsson

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Ólafur Ketilsson.

 

Merkir Íslendingar - Ólafur Ketilsson

 

Ólafur Ketilsson sérleyfishafi fæddist á Álfsstöðum á Skeiðum 15. ágúst 1903, og ólst þar upp.

Foreldrar hans voru Ketill Helgason, bóndi á Álfsstöðum, og k.h., Kristín Hafliðadóttir húsfreyja. Ketill var sonur Helga, b. í Skálholti og Drangshlíð undir Eyjafjöllum Ólafssonar, og Valgerðar Eyjólfsdóttir, frá Vælugerði í Flóa. Kristín var dóttir Hafliða Jónssonar b. á Birnustöðum, frá Auðsholti í Biskupstungum, og Sigríður Brynjólfsdóttir frá Bolholti á Rangárvöllum.

Systkini Ólafs urðu níu en átta þeirra komust á legg. Meðal þeirra voru Brynjólfur, lengi starfsmaður hjá Reykjavíkurborg; Valgerður, húsfreyja á Álfsstöðum; Helgi, bóndi á Álfsstöðum: Sigurbjörn, skólastjóri í Ytri-Njarðvík; Kristín Ágústa, húsfreyja í Forsæti; Hafliði, bóndi. á Álfsstöðum, og Guðmundur, mjólkurfræðingur hjá Mjólkurbúi Flóamanna.

Kona Ólafs var Svanborg Þórdís Ásmundsdóttir, húsfreyja, frá Neðra-Apavatni í Grímsnesi, og eignuðust þau þrjár dætur og einn kjörson.

Ólafur var á togurum nokkrar vetrarvertíðir og eftirsóttur háseti enda þrekmaður, rammur að afli. Hann tók bílpróf 1928, festi kaup á vörubifreið sama vor og ók um skeið fyrir kaupfélagið á Minni-Borg í Grímsnesi.

Ólafur fékk sérleyfi fyrir fólksflutninga til Laugarvatns, Gullfoss og Geysis 1932 og hélt uppi áætlunarferðum milli Reykjavikur og Laugarvatns í marga áratugi. Hann varð með tímanum góðkunn þjóðsagnapersóna fyrir hnyttin tilsvör og sérlega gætilegan akstur. Þá átti hann stundum í útstöðum við embættismenn kerfisins sem honum fannst svifaseint og stirt.

Ólafur var lengst af búsettur í Svanahlíð á Laugarvatni en síðustu árin bjó hann í íbúð sinni í Sunnuhlíð í Kópavogi.

Árið 1988 komu út æviminningar Ólafs, Á miðjum vegi í mannsaldur.

Ólafur lést 9. júlí 1999.

 

Morgunblaðið fimmtudagurinn 15. ágúst 2013 - Merkir Íslendingar

 

Skráð af Menningar-Staður

 

15.08.2013 06:50

Rakarastofa Björns og Kjartans 65 ára í dag - 15. ágúst 2013

Björn Ingi Gíslason klippir Rúnar Eiríksson á Eyrarbakka þann 19. júní 2005.

 

 

Rakarastofa Björns og Kjartans 65 ára í dag - 15. ágúst 2013

Í dag 15 ágúst eru liðin 65 ár síðan faðir fjölskyldunnar Gísli Sigurðsson rakari frá Króki í Ölfusi steig það heillaspor að flytjast á Selfoss og opna rakarastofu, sem enn starfar með giftu og gleði afkomenda hans, gamla ref honum Bjössa rak og sonunum tveimur.

Þökkum frábærum viðskiptamönnum samleiðina og trygg viðskipti, án ykkar væri þetta allt saman ómögulegt.

Góðar stundir.

Rakarastofa Björns og Kjartans á Selfossi.

 

 

Rúnar Eiríksson í slipp á Selfossi

Í málfari Hrútavina og Vitringa er talað um að fara í slipp þegar farið er í klippingu. Grunnur þessa liggur í beitingaskúramenningu vestur á Flateyri.

Þegar Rúnar Eiríksson fór í klippingu bjá Birni Inga Gíslasyni á Selfossi þann 19. júni 2006 var Björn Ingi Bjarnason á staðnum og færði til myndar.

Þetta mun vera fyrsta stefnumótunarstund Rúnars Eiríkssonar og Björns Inga Bjarnasonar en þær hafa verið margar og farsælar síðan.

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður