Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2013 Ágúst

14.08.2013 20:58

Skólasetning á Eyrarbakka og Stokkseyri

Magnús J. Magnússon skólastjóri Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri.

 

Skólasetning á Eyrarbakka og Stokkseyri

 

Grunnskólar Sveitarfélagsins Árborgar verða settir fimmtudaginn 22. ágúst  2013

 

Skólasetning fer fram á Stokkseyri í 1. – 6. Bekk, f. 2002 – 2007, kl. 9:00.  Skólaakstur verður frá Eyrarbakka kl. 8:45.

Skólasetning fer fram á Eyrarbakka í 7. – 10. Bekk, f. 1998 – 2001, kl. 11:00.  Skólaakstur verður frá Stokkseyri kl. 10:45.

 

Það er söknuður í hjarta okkar allra við fráfall Svanborgar Oddsdóttur, kennara hér við skólann, og sendum við fjölskyldu hennar okkar innilegustu samúðarkveðjur.

 

Af heimasíðau Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri.  http://www.barnaskolinn.is/

 

Skóalslit Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri fóru fram í Samkmuhúsinu Stað á Eyrarbakka þann 4. júní s.l.

Myndaalbúm er frá athöfninni hér á Menningar-Stað.

Smella á þessa slóð:http://menningarstadur.123.is/photoalbums/248189/

 

Nokkrar myndir hér:

 

 

 

 

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

14.08.2013 06:58

Hollur er heimafenginn baggi til heimsfrægðar

Hljósveitin NilFisk í Samkomuhúsini Gimli á Stokkeyri þangað sem Foo Fighters heimsóttu þá og buðu svo með sér í Laugardagshöllina þann 26. ágúst 2003.

F.v.: Sigurjón Dan Vilhjálmsson, Stokkseyri, Jóhann Vignir Vilbergsson, Eyrarbakka, Sveinn Ásgeir Jónsson, Stokkseyri og Víðir Björnsson, Eyrarbakka.

 

Fyrir framan Laugardalshöllina 26. ágúst 2003. 

F.v.: Sigurjón Dan, Víðir, Jóhann Vignir og Sveinn Ásgeir.

 

 

Hollur er heimafenginn baggi til heimsfrægðar

 

Hinn 25. ágúst n.k. eru nákvæmlega 10 ár frá því bandaríska hljómsveitin Foo Fighters og Dave Ghrol hittu hljómsveitina NilFisk í Samkomuhúsinu Gimli á Stokkseyri og tóku lagið saman. Daginn eftir fór NilFisk með Foo Fighters á sviðið í Laugardalshöll og léku fyrir 6.000 manns.

 

Þessa verður minnst í tali, tónum og kvikmyndum sunnudaginn 25. ágúst kl. 17:00 á hátíðartónleikum hljómsveitarinnar Kiriyama Family í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka.

Það er Menningarráð Hrútavinafélagsins Örvars sem stendur fyrir samkomunni. Samstrafsaðilar eru; Búnaðarfélag Stokkseyrarhrepps hins forna sem fagnar 125 ára afmælinu í ár með þessu. Einnig Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri sem setur punktinn aftan við afmælishald vegna 160 ára afmælis skólans á síðasta skólaári með aðkomu sinni að tónleikunum nú.

 

Hljómsveitina NilFisk skipuðu fimm drengir úr Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri; Jóhann Vignir Vilbergsson á Eyarrbakka, Víðir Björnsson á Eyrarbakka, Sveinn Ásgeir Jónsson á Stokkseyri, Sigurjón Dan Vilhjálmsson á Stokkseyri og Karl Magnús Bjarnarson á Stokkseyri. NilFisk strafaði nákæmlega í fimm ár; frá 10. mars 2003 til 10. mars 2008. Þeir léku á ferlinum á um allt land og fóru tónleikaferðir til Danmerkur. Samstarf NilFisk og Foo Fighters í Laugardalshöll í ágúst 2003 og síðan aftur þann 4. júlí 2005 á Draugabarnum á Stokkseyri eru merkileg og víðfræg atriði í poppsögu Íslands.

 

 Á grunni NilFisk var síðan til hljómsveitin Kiriyama Family haustið 2008 en hana skipa; Jóhann Vignir Vilbergsson á Eyrarbakka, Víðir Björnsson á Eyrarbakka, Karl Magnús Bjarnarson, Stokkseyri, Bassi Ólafsson á Selfossi og Guðmundur Geir Jónsson á Selfossi.

Upphafið var samkoma Hrútavina og Búnaðarfélags Stokkseyrarhrepps í Hafinu bláa í september 2008. Þá söng Karen Dröfn Hafþórsdóttir frá Eyrarbakka með hljómsveitinni og mætir hún til leiks að nýju með strákunum á tónleikunum hinn 25. ágúst þar sem upphafið verður rifjað upp.

Kiriyama Family hefur ekki fyrr verið með tónleika á Eyrarbakka eða Stokkseyri og mun m.a. leika lög af plötu sinni sem kom út í fyrra þar sem lagið Weekends ná því að vera hæst skorandi lagið á vinsældalista Rásar 2 árið 2012 og einnig frá upphafi listans.

 

Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir með húsrúm leyfir.

 

Hér má sjá myndband er hljómsveitin NilFisk er á sviðinu í Laugardalshöll 26. ágúst 2003. Á myndbandinu er líka þegar Foo Fighters og félagar eru í leik á Stokkseyrarbryggju.

Smella á þessa slóð:  http://www.youtube.com/watch?v=lOyrxMCwQRQ

 

 

 

NilFisk í Laugardalshöll 26. ágúst 2003 fyrir framan rúmlega 6000 manns.

 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

14.08.2013 06:16

Almenn ánægja með söguskiltin

 

Hilmar Andrésson við söguskiltin hjá Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka.

 

 

Almenn ánægja með söguskiltin

 

Þeir fjölmörgu gesta og gangandi sem koma við hjá Félagsheimilinu Stað, - Menningar-Stað á Eyrarbakka, skoða flestir söguskiltin tvö sem sett voru þar upp á Aldamótahátíðinni um síðustu helgi.

Almenn ánægja er með þetta framtak sem fellur vel að þeirri heildar framkvæmd sem er í gangi þarna á svæðini að frumkvæði Siggeirs Ingólfssonar, Staðarhaldara á Stað.Hilmar Andrésson á Sólvöllum var færður til myndar í sinni morgunvissu göngu eftir sjóvarnargarðinum þegar hann kom niður og skoðaði söguskiltin.

 

Í sumar var sett malarlag á sjóvarnargarðinn frá Stað og vestur að höfninni. Þar með er komin greiðfær gönguleið allt frá gamla Slippnum við Vesturbúðina og vestur að höfninni. Eyrbekkingurinn Ari Björn Thorarensen, forseti bæjarstjórnar í Sveitarfélaginu Árborg, hafði orð á því á dögunum að nauðsynlegt og rétt væri að malarbera sjóranargarðinn allt austur fyrir Barnaskólann.

 

 

Hilmar Andrésson í morgungöngunni á sjóvarnargarðinum. Hann ber mikla virðingu fyrir frakvæmdum á og við sjóvarnagarðinn.

 

Skráð af Menningar-Staður

 

13.08.2013 22:34

Menntarmálaráðherra eflir fiskitækni

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra t.h. og Ólafur Þór Jóhannsson, formaður stjórnar Fisktækniskóla  Íslands, takast í hendur.

 

Menntarmálaráðherra eflir fiskitækni

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra og Ólafur Þór Jóhannsson, formaður stjórnar Fisktækniskóla  Íslands, undirrituðu samning til eins árs um kennslu í fisktækni í tilraunaskyni. Um er að ræða kennslu í fiskvinnslu, fiskveiðum og fiskeldi samkvæmt námsbrautarlýsingum í skólanámskrá, sem samþykkt var af ráðuneytinu 2012. Kennslan fer að mestu fram í Grindavík en einnig er unnið að uppbyggingu náms í fisktækni víða um landið í samstarfi við heimamenn á hverjum stað. Jafnframt er í samningnum gert ráð fyrir að skólinn þrói námsbrautir á sviði fisktækni og standi að kynningum á námi í fisktækni í samstarfi við framhaldsskóla og framhaldsfræðsluaðila.  30 nemendur munu stunda nám við skólann í Grindavík í haust.

Fisktækniskóla Íslands  í Grindavík var komið á fót á vordögum 2010 og hefur það að markmiði að bjóða grunnnám á sviði veiða (hásetanám), fiskvinnslu og fiskeldi á framhaldsskólastigi ásamt endurmenntun fyrir starfandi fólk. Þá mun skólinn bjóða nám í netagerð (veiðafæragerð) á grundvelli samstarfssamnings við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Skólinn er afurð samstarfs Grindavíkurbæjar, fyrirtækja og stéttarfélaga á Suðurnesjum á sviði veiða, vinnslu og fiskeldis.  Einnig Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, fræðsluaðila og einstaklinga á Suðurnesjum sem tóku sig saman og stofnuðu félag til að efla menntun og fræðslu á Íslandi á sviði veiða, vinnslu og fiskeldis.

 

Skráð af Menningar-Staður

 

13.08.2013 17:27

Óperan Ragnheiður frumflutt í Skálholti

Kirkja Brynjólfs biskups Sveinssonar, frá Holti í Önundarfirði,  í Skálholti.

 

Það er glæsilegur hópur einsöngvara sem flytur óperuna um Ragnheiði

 

Óperan Ragnheiður frumflutt í Skálholti

 

Á föstudaginn, 16. ágúst n.k. kl 20, verður óperan Ragnheiður eftir Gunnar Þórðarson frumflutt í Skálholti af 50 manna sinfóníuhljómsveit, níu einsöngvurum og Kammerkór Suðurlands, en stjórnandi þess kórs frá upphafi er Hilmar Örn Agnarsson, fyrrverandi organisti í Skálholti.

Hljómsveitarstjóri í þessari uppsetningu er finninn Petri Sakari, en hann er íslendingum vel kunnur fyrir frábær störf sem aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands árin 1988-1993 og aftur frá 1996-1998.

Óperan byggir á ástar- og örlagasögu Ragnheiðar Brynjólfsdóttur í Skálholti, en saga hennar hefur snert dýpri streng í þjóðarsálinni en flestir atburðir úr Íslandssögunni. Óperan er síðrómantískt verk, melódískt og við alþýðuskap, eins og segir í auglýsingu um verkið og tekur um 2,5 klst í flutningi. Friðrik Erlingsson frá Eyrarbakka samdi textann við óperuna, en flutningurinn í Skálholti verður á tónleikaformi.

Meðal einsöngvaranna eru Þóra Einarsdóttir sem Ragnheiður Brynjólfsdóttir, Eyjólfur Eyjólfsson sem Daði Halldórsson og Viðar Gunnarsson sem Brynjólfur biskup. Bergþór Pálsson syngur hlutverk sr Hallgríms Péturssonar.

Sýningar verða föstudaginn 16., laugardaginn 17. og sunnudaginn 18. ágúst í Skálholti kl 20 og fást miðar keyptir á midi.is - Miðaverð er kr. 9.800

Sæti í Skálholtskirkju eru ekki mörg, svo það er um að gera að tryggja sér miða í tíma. Aðstandendur geta lofað mögnuðum viðburði.

 

Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson frá Eyrarbakka


Skráð af Menningar-Staður.

13.08.2013 13:31

Vill hafa kanínur frjálsar í náttúrunni

skuli.JPG

Skúli Steinsson hestamaður á Eyrarbakka

 

Vill hafa kanínur frjálsar í náttúrunni

 

Hesthúsaeiganda á Eyrarbakka þykir gaman að kanínum sem lifa frjálsar í náttúrunni og vill ekki að þeim verði fækkað um of. Til að sporna við offjölgun veiðir hann þó sjálfur nokkrar á ári og nýtir til matar.

Í hesthúshverfinu á Eyrarbakka er að finna ýmis dýr eins og páfagauka, hænur og dúfur. Þeim til viðbótar hafa líka kanínur, sem lifa frjálsar, gert sig heimakomnar við hesthúsin. „Mér finnst það besta byrjun á deginum þegar ég kem hingað á morgnana, að gefa kanínunum, dúfunum og hænunum og sit síðan í miðjunni í slökun. Það er alveg yndislegt,“ segir Skúli Steinsson, hesthúsaeigandi á Eyrarbakka. 

Unnið hefur verið að fækkun kanína í Árborg og hafa um 130 verið drepnar nýverið. Skúli segir að sjálfsagt geti kanínurnar valdið óskunda í þéttbýlinu en öðru máli gegni með hesthúsahverfið. Hann segir að þær skemmi ekkert, grafi kannski eina og eina holu. 

Skúli vill alls ekki að kanínurnar hverfi alveg, þó líklega sé rétt að halda þeim í skefjum. „Til dæmis í haust þá tókum við á milli tíu og tuttugu og síðan voru þær bara réttur kvöldsins svona af og til, mikið góður matur. Mjög góður matur. Ég líka ét allt sem að kjafti kemur og vill prófa allt og hef gaman að því,“ segir Skúli. Eins segir hann að kanínum fækki talsvert í kuldanum á veturna. „Þær fjölga sér á vorin og það er ægilega gaman þegar ungarnir koma skríðandi undan kofunum hingað og þangað, ægilega gaman að því.“

 

Hér má sjá frétti RUV:  http://www.ruv.is/frett/vill-hafa-kaninur-frjalsar-i-natturunni

 

Skráð af Menningar-Staður

 

13.08.2013 10:38

Bakkinn - Alþýðutónlistarhátíð á Eyrarbakka

 

 

Bakkinn - Alþýðutónlistarhátíð á Eyrarbakka

 

 

Haldin verður alþýðu- og hljómbær tónlistarhátíð á Eyrarbakka 15 .- 18. ágúst nk.

 

Koma munu fram hinir ýmsu alþýðutónlistarmenn þessa lands sem og erlendis frá.

Tónleikar verða haldnir á nokkrum stöðum á Eyrarbakka, og má búast við nánu og notalegu andrúmslofti um allan bæ. Einnig verður andlegur markaður í Óðinshúsi í boði Kailash og Tehússins.

 

Tónleikar verða í Merkigili, Eyrarbakkakirkju, Húsinu, Sjóminjasafninu og á Rauða húsinu.  

Tónlistarfólkið sem kemur fram eru: Ragnheiður Gröndal, Hafdís Huld, Svavar Knútur, UniJon, Kristjana Stefáns, Owls of the swamp(Au), Phia(Au), Mez Medallion(Au), Róa, Ómar Diðriks & Sveitasynir, Kiss the Coyote, My Sweet Baklava, Aragrúi, Skúli Mennski, Þjóðlagasveitinn Korka, Halli Reynis, Jakob Viðar, Blágresi, Bellstop, Hjalti Þorkelsson, Jóhannes Erlingsson, Jónína Aradóttir, Kítón, Ragnheiður Blöndal og Jón Ágúst, Blokkflautukvartett Rangæinga og Karítas og Kallarnir.

Aðgangur er ókeypis en frjáls framlög eru vel þegin. Allar nánari upplýsingar má nálgast á: http://bakkinn.com/

 

Dagskrá:

Dagskraloka

13.08.2013 08:19

Sveitarstjórnarkosningar verða 31. maí 2014

F.v.: Rúnar Eiríksson og Elías Ívarsson

 

Sveitarstjórnarkosningar verða 31. maí 2014

 

Almennar sveitarstjórnarkosningar fara fram síðasta laugardag í maímánuði sem ekki ber upp á laugardag fyrir hvítasunnu.

Af þessu leiðir að næstu sveitarstjórnarkosningar verða haldnar laugardaginn 31. maí 2014.

 

Vitringarnir í Vesturbúðinni á Eyrarbakka hafa haldið vakandi kosningaumræðu allt kjörtímabilið og eru því klárir í vangaveltur og annað sem fylgir kosningum.

Vitringarnir eru ein deilda   Hrútavina-SAMBANDSINS  en Hrútavinir eru Guðfeður hins hreina meirihluta D-lista í Sveitarfélaginu Árborg.

Í gær var formlegur kosningagjörningur með því að menn bættu kaffið með D-vítamínbættri mjólk og líkaði vel.....að því er virðist á Vitringamynd.


Skráð af Menningar-Staður

13.08.2013 07:18

123 þúsund ferðamenn í júlí

Svanir voru með glæsilega siglingu fyrir ferðamenn framan við Félagsheimilið Stað á Eyrarbakka í gær.

 

123 þúsund ferðamenn í júlí

 

Um 123 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í nýliðnum júlí eða 11.400 fleiri en í júlí í fyrra. Um er að ræða 10,2% aukningu milli ára.Þegar litið er til fjölda ferðamanna í júlí á því tólf ára tímabili (2002-2013) sem Ferðamálastofa hefur haldið úti talningum má sjá umtalsverða fjölgun erlendra ferðamanna. Þeim hefur fjölgað úr 46 þúsund árið 2002 í um 123 þúsund árið 2013 eða um 77 þúsund ferðamenn. Aukningin milli ára hefur verið að jafnaði 9,7% en sveiflur milli ára hafa hins vegar verið talsvert miklar. Þessa þróun má nánar sjá á myndunum hér til hliðar, annars vegar fjölda ferðamanna hvert ár og hins vegar hlutfallslega breytingu á milli ára.

Bandaríkjamenn og Þjóðverjar fjölmennastir

þjóðerniAf einstaka þjóðernum voru flestir ferðamenn í júlí frá Bandaríkjunum (14,9%) og Þýskalandi (12,2%). Þar á eftir komu Frakkar (8,2%), Bretar (8,1%), Danir (7,2%), Norðmenn (5,1%), Svíar (4,3%), Hollendingar (3,4%) og Svisslendingar (3,4%). Samtals voru þessar níu þjóðir um tveir þriðju (66,8%) ferðamanna í júlí.

Af einstaka þjóðum fjölgaði Bandaríkjamönnum, Frökkum og Bretum mest milli ára í júlí. Þannig komu 3.492 fleiri Bandaríkjamenn í júlí ár, 1.729 fleiri Frakkar og 1.448 fleiri Bretar. Færri Svíar, Þjóðverjar og Norðmenn komu hins vegar í júlí í ár en í fyrra.

 

júli 2013

Auking frá öllum mörkuðum nema Norðurlöndum

Þegar aukning milli ára er skoðuð eftir einstaka markaðssvæðum má sjá 22,3% aukningu N-Ameríkana, 17,0% aukningu Breta, 5,9% aukningu Mið- og S-Evrópubúa og 19,4% aukningu þeirra sem koma frá löndum sem flokkuð eru undir annað. Norðurlandabúum fækkar hins vegar um 4,4%.

Um 435 þúsund ferðamenn frá áramótum

Frá áramótum hafa 434.930 erlendir ferðamenn farið frá landinu eða um 78 þúsund fleiri en á sama tímabili í fyrra. Aukningin nemur 21,8% milli ára. 42,6% fleiri Bretar hafa heimsótt landið, 27,7% fleiri N-Ameríkanar, 17,8% fleiri Mið- og S-Evrópubúar og 25,3% fleiri ferðamenn frá löndum sem flokkast undir ,,annað“. Norðurlandabúum hefur hins vegar fjölgað minna eða um 4,9%.

Utanferðir Íslendinga

Um 33 þúsund Íslendingar fóru utan í júlí eða 1.700 færri en í júlí í fyrra. Frá áramótum hafa um 203 þúsund Íslendingar farið utan, um 2.200 færri en á sama tímabili árið 2012. Fækkunin nemur 1,1% milli ára.

Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð. Skiptingu milli landa má sjá í töflunni hér að neðan og nánari upplýsingar undir liðnum Tölur og útgáfur / Fjöldi ferðamanna hér á vefnum.

 

Nánari upplýsingar veitir Oddný Þóra Óladóttir, rannsóknastjóri oddny@ferdamalastofa.is

 

Ferðamenna á sjóvarnargarðinum við Félagsheimiæið Stað á Eyrarbakka í gær.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

12.08.2013 17:44

Frá framkvæmdum við útsýnispallinn hjá Menningar-Stað á Eyrarbakka

F.v.: Siggeir Ingólfsson og Elías Ívarsson.

 

Frá framkvæmdum við útsýnispallinn hjá Menningar-Stað á Eyrarbakka

 

Framkvæmdir ganga vel við útsýnispallinn á sjóvarnargarðinum við Félagsheimilið Stað,  Menningar-Stað á Eyrarbakka.

 

Það er Siggeir Ingólfsson, staðarhaldari við Félagsheimilið Stað, sem stendur fyrir þessum miklu framkvæmdum með aðstoð góðra manna.

 

Hluti framkvæmdarinnar margþættu er að byggja skábraut upp á útsýnispallinn fyrir hreyfihamlaða og verður því auðvelt að fara upp á sjóvarnargarðinn í hjólastólum.

 

Siggeir var að störfum í morgun, 12. ágúst 2013, og með honum var Elías Ívarsson á Eyrarbakka. Þeir voru að setja niður staura fyrir handrið á sjálfan útsýnispallinn. 

 

Menningar-Staður færði til myndar og er komið myndaalbúm hér á Menningar-Stað

 

Smella á þessa slóð:http://menningarstadur.123.is/PhotoAlbums/251311/

 

Nokkrar myndir hér:

 

 

 

 

 

 

 

Jón Gunnar Gíslason er ánægður með framkvæmdirnar við Stað þar sem hann var staðarhaldari til margra ára.

 

 

Skráð af Menningar-Staður