Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2013 Ágúst

12.08.2013 15:38

Þrjár vinkonur gómaðar á Litla-Hrauni

 

Þrjár vinkonur gómaðar á Litla-Hrauni

 

Lögreglan á Selfossi gómaði tvær konur með fíkniefni og þá þriðju undir áhrifum fíkniefna á Litla-Hrauni í síðustu viku.

Konurnar þrjár voru samferða á Hraunið og var ein þeirra stöðvuð eftir að fíkniefnaleitarhundur merkti hana og framvísaði hún þá ætluðum fíkniefnum sem hún hafði falið í leggöngum og hugðist koma þeim til fangans sem heimsækja átti.

Þá var leitað á vinkonu hennar og reyndist hún hafa lítilræði af efnum í vasa sínum.

Lögreglumenn sem komu til að vinna úr fíkniefnamálunum ráku þá augun í þriðju konuna úti á hlaði en sú hafði ekið hinum tveimur á Hraunið. Konan kannaðist við að hafa ekið úr Reykjavík og reyndist, við prófun, svara jákvætt við fíkniefnum.

Einn ökumaður til viðbótar var tekinn undir áhrifum fíkniefna í liðinni viku og fjórir voru stöðvaðir grunaðir um ölvunarakstur.

 

 

Af: www.sunnlenska.is

 

Skráð af Menningar-Staður

 

12.08.2013 13:39

Hænsnfuglabrúðkaup á Eyrarbakka

F.v.: Siggeir Ingólfsson, Ólöf Helga Haraldsdóttir og Óðinn Andersen.

 

Hænsnfuglabrúðkaup á Eyrarbakka

 

Meðal atriða á Aldamótahátíðinni á Eyrarbakka á laugardeginum 10. ágúst  2013 var fegurðarsamkeppni hænsnfugla.

Sigurvegarar voru haninn  Tóti  sem Ólöf Helga Haraldsdóttir á og hænan  Dorrit  sem Óðinn Andersen á.

 

Sigurvegararnir voru síðan gefin saman í borgaralegt hjónaband hænsnfugla og það gerði Siggeir Ingólfsson, hreppstjóri Eyrbekkinga, samkvæmt sérstöku leyfi sóknarprestsins, séra Sveins Valgeirssonar.

 

Þessu voru gerð góð skil á fréttum Stöðvar-2 eins og hér má sjá:

Smella á þessa slóð: http://www.visir.is/section/MEDIA99&fileid=VTVEC33A5B7-DB76-4EFD-AA13-BE487F26A102

 

F.v.: Magnús Hlynur Hreiðarsson, Anna Árnadóttir, Ólöf Helga Haraldsdóttir, Siggeir Ingólfsson og Óðinn Andersen.

 

Skráð af Menningar-Staður

12.08.2013 10:44

Vitringafundur í Veturbúðinni á Eyrarbakka

 

F.v.: Elías Ívarsson, Rúnar Eiríksson og Siggeir Ingólfsson.

 

Vitringafundur í Veturbúðinni á Eyrarbakka

 

Vitringarnir komu saman til morgunfundar í Vesturbúðinni á Eyrarbakka í morgun samkvæmt venju.

 

Sakir blíðviðris á Bakkanum í morgun fór hluti morgunstarfa fram utandyra.Myndaalbúm komið hér á Menningar-Stað:

Smella á þessa slóð:http://menningarstadur.123.is/PhotoAlbums/251299/

 

Nokkra myndir:

 

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður


 

12.08.2013 06:31

Söguskilti afhjúpað við Félagsheimilið Stað á Eyrarbakka

Kjartan Björnsson að afhjúpa söguskiltið við Félagsheimilið Stað á Eyrarbakka.

 

Söguskilti afhjúpað við Félagsheimilið Stað á Eyrarbakka

 

Sveitarfélagið Árborg í samstarfi við Héraðsskjalasafn Árnesinga svipti hulunni af fjórum nýjum söguskiltum í sveitarfélaginu á laugardaginn 10. ágúst 2013. Skiltin bætast í safn nokkurra skilta sem fyrir eru í Árborg.

 

Skiltið á Eyrarbakka var afhjúpa af Kjartani Björnssyni, formanni Íþrótta- og menningarnefndar Árborgar, kl. 13:00 á laugardaginn  og var hluta af dagskrá Aldamótahátíðarinnar.  

Skiltin eru þrjú á Selfossi sýna myndir frá Ölfusá og lífinu utan ár, en skiltin á Eyrarbakka sýna myndir frá höfninni á Eyrarbakka og útgerð og aðgerð.

 

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

11.08.2013 21:04

250 manns gengu um slóðir Þórdísar ljósmóður á Eyrarbakka á Aldamótahátíðinni

Lýður Pálsson og Eyrún Ingadóttir

 

250 manns gengu um slóðir Þórdísar ljósmóður

á Eyrarbakka á Aldamótahátíðinni

 

 

Söguganga var um slóðir Þórdísar Símonardóttur ljósmóður á Eyrarbakka á Aldamótahátíðinni laugardaginn 10. ágúst.

 

Farið frá Húsinu á Eyrarbakka, sem reist var árið 1765, og lagt var upp með að hafa gönguna létta og skemmtilega.

 

Það var sagnfræðingurinn Eyrún Ingadóttir, höfundur bókarinnar Ljósmóðurinnar, sögulegrar skáldsögu um Þórdísi Símonardóttur, sem var leiðsögumaður.

Gríðarlega góð þátttaka var í göngunni og telur Lýður Pálsson, forstöðumaður Byggðasafns Árnesinga í Húsinu á Eyrarbakka, að það hafi verið  um 250 manns.

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

11.08.2013 20:35

Heimsmeistarinn Magnús Skúlason frá Eyrarbakka ver báða titla á Hraunari frá Efri-Rauðalæk

Eyrbekkingurinn Magnús Skúlason.

 

Heimsmeistarinn Magnús Skúlason frá Eyrarbakka

ver báða titla á Hraunari frá Efri-Rauðalæk

 
 

Eyrbekkingurinn Magnús Skúlason varði heimsmeistartitil sinn á Hraunari frá Efri-Rauðalæk í dag með 7,93 í aðaleinkunn.

Þeir félagar skoruðu hæst fyrir skeið, 8,50, og aðrar gangtegundir einnig jafnar og góðar.

 

Magnús keppir fyrir Svíþjóð enda búsettur þar lengi. Hann hefur hins vegar verið þjálfari hjá þýska liðinu síðustu tvö ár.

 

Í öðru sæti varð Sigursteinn á Skugga frá Hofi og Julie Christiansen þriðja. Jakob og Alur frá Lundum duttu niður í fjórða sæti.

 

 

Magnús Skúlason.

 

Skráð af Menningar-Staður

11.08.2013 07:13

Gorbachev í Aldamótagöngunni á Eyrarbakka

Það voru Ólöf Helga Haraldsdóttir og Erna Gísladóttir sem voru fylgdarkonur Gorba í aldamótagöngunni í gær.   

 

Gorbachev í Aldamótagöngunni á Eyrarbakka

 

Meðal þátttakenda í göngunni við upphaf Aldamótahátíðarinnar á Eyrarbakka í gær var Hrúturinn Gorbachev frá Brúnastöðum.

Hann var í æsku  lamb á Brúnastöðum  og þá í eigu Guðna Ágústssonar, heiðursforseta Hrútavinafélagsins og f.v. landbúnaðarráðherra til nær áratugs. Síðan varð Gorbi forystuhrútur af bestu gerð.

 

Bróðir Gorba á Brúnastöðum var Jeltsin. Báðir voru þér stoppaðir upp við starfs- og ævilok.

 

Jeltsin fór í Eden í Hveragerði og brann þar inni. Gorbi varð eign Kaupfélags Árnesinga og sat þar tignarlega á skrifstofunni á Selfossi. Við lok KÁ gaf stjórn félagsins síðan Hrútavinafélaginu Örvari Gorba og hefur hann þar mikilvægum hlutverkum að gegna eins og myndin að ofan sýnir glögglega.

 

Gorbi hefur fasta viðveru í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka,  Menninga-Stað,  í upplýsingamiðstöðinni hjá Siggeiri Ingólfssyni. Það var einmitt Siggeir sem smíðaði vagninn sem Gorbi ferðast nú um á eins og sjálfur páfinn í Róm á ferðalögum.

 

Það voru Ólöf Helga Haraldsdóttir og Erna Gísladóttir sem voru fylgdarkonur Gorba í aldamótagöngunni í gær.   

 

Skráð af Menningar-Staður

10.08.2013 21:30

Skrúðganga við upphaf Aldamótahátíðar á Eyrarbakka laugardaginn 10. ágúst 2013

 

 

Skrúðganga við upphaf Aldamótahátíðarinnar á Eyrarbakka

laugardaginn 10. ágúst 2013

 

Ingvar Magnnússon á Sæbergi myndaði Skrúðgönguna við upphaf Aldamótahátíðarinnar á Eyrarbakka kl. 11 í morgun.

 

Myndaalbúm frá göngunni er komið hér á Menningar-Stað.

 

Smella á þessa slóð:  http://menningarstadur.123.is/PhotoAlbums/251226/

 

Nokkrar myndir hér:

 

 

 

 

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

10.08.2013 20:41

Vefmyndavél á Rauða-Húsinu á Eyrarbakka

Eyrarbakki

 

 

Vefmyndavél á Rauða-Húsinu á Eyrarbakka

10.08.2013 07:08

Aldamótahátíð á Eyrarbakka í dag, laugardaginn 10. ágúst 2013

 

Aldamótahátíð á Eyrarbakka í dag, laugardaginn 10. ágúst 2013

Velkomin

 

Nokkrar myndir frá Aldamótahátíð 2009

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður