Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2013 September

30.09.2013 22:14

Áform um sameiningu heilbrigðisstofnana innan heilbrigðisumdæma

Sameining

 

 

Áform um sameiningu heilbrigðisstofnana innan heilbrigðisumdæma

 

Upp eru komin áform um að fara í frekari sameiningu heilbrigðisstofnana á Norðurlandi, Vestfjörðum og Suðurlandi.  Samkvæmt vísun í lög um heilbrigðisþjónustu og reglugerð um heilbrigðisumdæmi, getur ráðherra ákveðið sameiningar með reglugerð, en þó í samráði við hlutaðeigandi sveitarfélög og Samband íslenskra sveitarfélaga.

 

Markmið sameininga er ein heilbrigðisstofnun í hverju heilbrigðisumdæmi og ennþá vantar þó nokkuð uppá að það hafi náðst. Meginávinningur sameiningar er talinn verða styrkari stjórn og aukið sjálfstæði stofnana, hagkvæmni og betri, öruggari og sveigjanlegri þjónusta við íbúana, ekki síst á jaðarbyggðum. Til að þessi markmið náist hefur núverandi heilbrigðisráðherra áform um að ljúka vinnu við sameiningar heilbrigðisstofnana og verður þar haft að leiðarljósi að hagkvæmni, gæði og öryggi þjónustunnar verði tryggð og jafn aðgangur íbúa að henni.

 

Á Suðurlandi er áformað að sameina Heilbrigðisstofnun SuðurlandsHeilbrigðisstofnun Vestmannaeyja og Heilbrigðisstofnun Suðausturlands.

 

Gert er ráð fyrir að sameinuð heilbrigðisstofnun í heilbrigðisumdæmi Suðurlands taki við samningsskyldum samkv. samningi við Sveitarfélagið Hornafjörð um rekstur Heilbrigðisstofnunar Suðausturlands.

 

 

Nánar má sjá um þetta í bréfi frá Velferðarráðuneytinu hér

 

 

 

Af: www.hsu.is

 

Skráð af menningar-Staður

30.09.2013 06:51

Hrútavinir í Menningarkakói í Sunnlenska Bókakaffinu

Í Sunnlkenska bókakaffinu á Selfossi og menningarkakó á borðum

F.v. Kristján Runólfsson, Elín Gunnlaugsdóttir og Jóhann Páll Helgason sem öll hafa búið á Eyrarbakka.

 

Hrútavinir í Menningarkakói í Sunnlenska Bókakaffinu

 

Nokkrir Hrútavinir komu saman föstudaginn 27. september sl. , eins og þeirra er taktföst venja, í Sunnlenska bókakaffinu við Austurveg á Selfossi  til mannblöndunar og drekka menningarkakó.

Þetta voru Kristján Runólfsson frá Káragerði á Eyrarbakka, Jóhann Páll Helgason frá Brennu II á Eyrarbakka, Björn Ingi Bjarnason frá Ránargrund á Eyrarbakka.

 

Venja er á þessum fundum að taka á móti gestum í menningarspjlall og var svo einnig að þessu sinnu.

 

Þeir sem komu í gestaspjall voru:

Ásbjörn Jóhannesson í Karlakórnum Fósbræðrum. Kórinn í heild sinni voru gerðir að Hrútavinum og sérstaklega Hrútafélag sem starfandi er innan kórsins.

Jón R. Hjálmarsson fræðimaður og fyrrum skólastjóri í Héraðsskólanum að Skógum sem var sérlaga glaður í samfélagi Hrútavina.

Siðan var Ívar Sigurðsson úr Vík Mýrdal, fulltrúi ungu kynslóðarinnar, og fékk fræðslu um samfélag Hrútavina.

 

Kristján Runólfsson orti:

Þar var spjallað, mætir menn,
margt um fjalla gaman,
vinir snjallir, oft og enn,
eru að bralla saman.

 

F.v.: Kristján Runólfsson, Bjarni Harðarson, Ásbjörn Jóhannesson og Jóhann Páll Helgason.

 

F.v.: Kristján Runólfsson, Jón R. Hjálmarsson og Jóhann Páll Helgason.

 

F.v.: Ívar Sigurðsson og Kristján Runólfsson.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

30.09.2013 05:59

Vinnustofa í WordPress vefsíðugerð

 

Vinnustofa í WordPress vefsíðugerð

 

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga bjóða upp á vinnustofu í WordPress vefsíðugerð.
Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa hug á að koma upp og viðhalda einfaldri WordPress vefsíðu.
Aðaláherslan er lögð á að þátttakendur geti eftir námskeiðið sinnt vefsíðu sinni sjálfir, sett inn efni og myndir. Einnig verður farið yfir hvernig nýta má vefsíðuna í markaðssetningu á Netinu með því að tengja síðuna við leitarvélar. Þá verða viðbætur skoðaðar (e.plugins), s.s. fyrir bókanakerfi. Sérstaklega hentugt fyrir ferðaþjónustuaðila og aðila í smærri rekstri. Námskeiðið hentar einnig þeim sem eru nú þegar með vefsíðu í WordPress kerfinu og vilja ná betri tökum á að sinna síðunni. Námskeiðið verður haldið á Höfn í Hornafirði, Selfossi, í Vestmannaeyjum og Vík í Mýrdal. Innritun hjá Fræðslunetinu í síma 560 2030 eða hér >>> Skráning
Lengd: 8 klst. hvor dagur.
Fjöldi: Lágmark 6 manns, hámark 15 manns á hverjum stað.
Námskeiðsgjald: 6.990 kr.
Hvenær: Höfn, 29. – 30.október, Vestmannaeyjar: 4. – 5. nóvember, Vík: 6. – 7. nóvember, Selfoss: 12 .- 13. nóvember, kl. 10 – 17.
Kennari: Elmar Gunnarsson.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

29.09.2013 16:04

Úr vísnasafni Kristjáns Runólfssonar í Hveragerði

Skagfirðingurinn Kristján Runólfsson frá Káragerði á Eyrarbakka.

 

Úr vísnasafni Kristjáns Runólfssonar í Hveragerði

 

Kristján Runólfsson hefur ort um konuna í Varsjá í Póllandi sem ætlar að ferðast um heiminn til sjálfum- og sveinagleði.

 

Sú er glöð að sofa hjá,

sýnist mér helst öllum,

hún vill prófa hreðjar á

hundrað þúsund köllum.

 

Þessi dama finnst mér frökk,

og furðuleg í háttum,

hún mun verða hölt og skökk,

af hundrað þúsund dráttum.

 

Lúðar bíða í langri röð,

að liggja dömu þessa,

lipur pían ljúf og glöð,

liggur eins og klessa.

 

Djöflast hún í djöfulmóð,

dæmalaus er greðan,

finnst mér nýting fjári góð,

á fasteigninni að neðan.

 

Hópur lúrir hjá´enni,

og hefur margan rykkinn,

ekki vildi ég á´enni,

eiga lokahnykkinn.

 

Kristján Runólfsson.

 

Skráð af Menningar-Staður

29.09.2013 15:48

Hver var arkitektinn? -

Héraðsskólinn að Laugarvatni.

 

Hver var arkitektinn?  Sunnudagsmogginn spyr!

 

Héraðsskólinn að Laugarvatni, þar sem forystumenn núverandi ríkisstjórnar kynntu samstarf sitt sl. vor, er ein formfegurstu bygginga landsins.

Húsið var byggt um 1930 og fyrirmyndin er gamli íslenski burstabærinn.

Akitektinn var líklega þekktasti húsameistari landsins, sem teiknaði margar frægustu byggingar landsins og sótti gjarnan innblástur í íslenska náttúru og menningararf.

Hver var hann?

 

Héraðsskólinn að Laugarvatni.

 

Morgunblaðið sunnudagurinn 29. september 2013

Svarið er: Guðjón Samúelsson frá Eyrarbakka.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

29.09.2013 14:58

Lætur af störfum eftir 39 ár

Eyrbekkingurinn Ingunn Hinriksdópttir

 

Lætur af störfum eftir 39 ár

 

Fimmtudaginn 26. september sl. lét Eyrarbekkingurinn Ingunn Hinriksdóttir af störfum sem bæjargjaldkeri en Ingunn hefur sinnt því starfi frá stofnun Sveitarfélagsins Árborgar eða í 15 ár.

Þar á undan starfaði Ingunn hjá Eyrarbakkahreppi frá árinu 1974 eða í 24 ár. Samanlagður starfsaldur Ingunnar er því 39 ár.

Ingunni eru þökkuð góð störf í þágu sveitarfélagsins og óskað velfarnaðar í framtíðinni.

 

Ingibjörg Garðarsdóttir afhenti Ingunni smá þakklætisvott frá sveitarfélaginu.

Ingibjörg Garðarsdóttir afhendir Ingunni smá þakklætsivott frá Sveitarfélaginu Árborg.

 

 

 

Af:. www.arborg.is

 

Skráð af Menningar-Staður

29.09.2013 07:55

Vægi sumars og veturs breytist sáralítið í ferðaþjónustunni

 

Vægi sumars og veturs breytist sáralítið í ferðaþjónustunni

 

Tveir af hverjum þremur erlendu ferðamönnum sem heimsækja Ísland koma yfir sumarmánuðina, maí til september. Þegar rýnt er í talningar Ferðamálastofu á umferð um Leifsstöð kemur í ljós að hlutdeild þessa tímabils, af heildar ferðamannafjöldanum, hefur haldist á bilinu 63 til 66 prósent síðustu tíu ár. Um þriðjungur ferðamannanna dreifist á hina sjö mánuði ársins.

Mikil aukning frá Bretlandi

Síðastliðinn vetur heimsóttu sjötíu þúsund fleiri ferðamenn Ísland en veturinn þar á undan. Bretar stóðu undir fjörtíu prósent af þeirri aukningu og í sumar nam fjölgun þeirra hér á landi um 28 prósent. Á sama tíma hefur framboð á flugi héðan til Bretlands stóraukist og í vetur verða ferðirnar til London tvöfalt fleiri en fyrir tveimur árum síðan.

Mikilvægi beins flugs sést vel á fjölgun rússneskra ferðalanga hér á landi því þeim fjölgaði um meira en helming í sumar en Icelandair hóf að fljúga til Sankti Pétursborgar 1. júní. Það er í fyrsta skipta sem boðið er upp á áætlunarflug milli Íslands og Rússlands.

 

Af www.turisti.is

 

Skráð af Menningar-Staður

28.09.2013 07:30

Eyrir sprotar eignast 24%

Ásgeir Guðnason, framkvæmdastjóri, Sæbýlis. sunnlenska.is/Sigmundur

 

Eyrir sprotar eignast 24%

 

Gengið hefur verið frá hlutafjáraukningu hjá Sæbýli ehf. á Eyrarbakka og hefur fjárfestingafélagið Eyrir sprotar bæst í hluthafahópinn.

Þeir hafa eignast 24% í félaginu og hefur verið tekin ákvörðun um að auka framleiðsluna frá því sem fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir. Um leið hefur félagið keypt húsnæði það á Eyrarbakka sem notað hefur verið fyrir starfsemina.

Að sögn Ásgeirs Guðnasonar, framkvæmdastjóra Sæbýlis, er sérlega ánægjulegt að fá jafn reynda fjárfesta og Eyrismenn inn í hluthafahópinn. Stefnt er að því að fyrsta framleiðsla Sæbýlis fari á markað 2015.

Sæbýli ehf. hefur þróað sjálfbært eldiskerfi (SustainCycle) fyrir botnlæg sjávardýr eins og japönsk sæbjúgu, sæeyru eða ígulker. Dýrin eru seld lifandi úr landi en fyrir þau fæst mjög hátt verð á mörkuðum í Asíu. Sæbýli er nýsköpunarfyrirtæki sem byggir á ríflega 20 ára þekkingarsöfnunar á sæeyrnaeldi. „Það er ljóst að við getum þetta og horfum nú bjartsýnir fram á veginn,” sagði Ásgeir.

 

Af www.sunnlenska.is

 

Skráð af Menningar-Staður

27.09.2013 13:19

Boð í verklokasamkvæmi 27. sept. 2013 - hagkvæmt tilraunahús, Eyrarbakka

 

Suðurhliðin að Túngötu 9 á Eyrarbakka

 

Boð í verklokasamkvæmi  27. sept. 2013 - hagkvæmt tilraunahús, Eyrarbakka

 

Ykkur er boðið á opnun hagkvæms tilraunahúss í dag, föstudaginn 27. september. Húsið sameinar ýmsar tækninýjungar og er byggt með vistvæn sjónarmið og  „algilda hönnun“ að leiðarljósi. Hér er um að ræða framfaraskref á sviði umhverfisvænnar og hagkvæmrar hönnunar og framkvæmda. 

 

Í húsinu reynir á ýmsar nýjungar, m.a. nýja tegund af undirstöðum, aðferðir við einangrun og óloftræst þak. Húsið er loftræst með svokölluðum loft-í-loft varmaskipti, þarfnast mjög lítils viðhalds og notar ekki nema um 1/3 af rafmagni venjulegs íbúðarhúss til lýsingar.

 

Byggingarþjónustan ehf stendur fyrir verkinu með styrk frá Íbúðalánasjóði og í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands, sem hefur annast mælingar á húsinu, auk þátttöku Mannvirkjastofnunar.

               

Opnunin fer fram í dag föstudaginn 27. september milli kl. 17 og 19 að Túngötu 9, Eyrarbakka og eru allir áhugasamir boðnir velkomnir. Farið verður yfir tilurð verkefnisins og framkvæmd, möguleikar hússins kynntir og boðið upp á léttar veitingar.

 

f.h. Byggingarþjónustunnar ehf,

Gestur Ólafsson ath mynd kom ekki

Gestur Ólafsson, frkvstj.

Skipulags- arkitekta- og verkfræðistofan ehf Garðastræti 17, 101 Rvk.

Iceland
sími/telephone: (354) 561-6577 

27.09.2013 12:36

SASS auglýsir eftir umsóknum um styrki

Frá kynningarfundi SASS á Eyrarbakka þann 17. apríl 2013.

 

SASS auglýsir eftir umsóknum um styrki

 

SASS auglýsir eftir umsóknum um styrki til eflingar atvinnulífs og nýsköpunar á Suðurlandi. Til úthlutunar eru 50 milljónir króna

Síðari úthlutun ársins fer nú fram og er umsóknarfrestur til og með 16. október n.k. Allar umsóknir þurfa að berast rafrænt í gegnum vefinn http://sudurland.is/

Eftirfarandi forsendur og áherslur verða lagðar til grundvallar við mat á umsóknum 2013:

  • Vöruþróun og nýsköpun einkum í matvælaiðnaði og ferðaþjónustu
  • Markaðssetning ferðaþjónustu utan háannar
  • Grænmetisframleiðsla; framleiðslu- og vöruþróun, markaðssetning og sala
  • Markaðssókn fyrir vörur og þjónustu á nýja markaði
  • Fjármögnun verkefnastjórnunar í stærri rannsóknar- og þróunarverkefnum á Suðurlandi
  • Klasar og uppbygging þeirra
  • Tímabundin ráðning starfsmanna með sérþekkingu til að hagnýta möguleika fyrirtækis til vaxtar

Verkefni þar sem fyrirtæki og stofnanir vinna saman að rannsóknum, þróun og fræðslu njóta forgangs

til 2/3 hlutar ofangreinds fjármagns. Umsækjendum er því bent á að leita eftir samstarfsaðilum.

Ofangreindar áherslur eða samstarf fyrirtækja eru ekki skilyrði fyrir styrkveitingu.

Mótframlag verkefnis þarf að vera að lágmarki 50% en mótframlag getur verið í formi vinnuframlags. Ekki er veittur styrkur til fjárfestinga. Þegar áfallinn kostnaður er ekki styrkhæfur. Horft er til þess að verkefni leiði til varanlegs ábata fyrir samfélagið og séu atvinnuskapandi til lengri tíma.

Umsækjendur eru hvattir til að hafa samband við ráðgjafa SASS og þiggja aðstoð og leiðbeiningar við

gerð umsókna. Hægt er að hafa samband í síma 480-8200 eða með því að senda fyrirspurn á

netfangið sass@sudurland.is.

Umsókn um styrk

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) eru landshlutasamtök sveitarfélaga á Suðurlandi, samstarfs- og þjónustuvettvangur um hagsmunamál sveitarfélaga, íbúa og atvinnulífs á Suðurlandi.

 

Sjá:   http://www.sass.is/

 

Skráð af Menningar-Staður