Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2013 September

27.09.2013 11:58

Menningarmánuðurinn október 2013

Skábrautin og útsýnispallurinn við Stað á Eyrarbakka.

F.v.: Jóhann Jóhannsson, Elías Ívarsson og Siggeir Ingólfsson staðarhaldari að Stað á Eyrarbakka.

 

 

Menningarmánuðurinn október 2013

 

Dagskrá:

 

12. október

Tónleikar með lögum Páls Ísólfssonar í Stokkseyrarkirkju kl. 16:00
Kristjana Stefáns ásamt hljómsveit spila lög eftir Pál Ísólfsson af tilefni 120 ára afmælis 
skáldsins. Frítt inn.

 

13. október 

„Saga til næsta bæjar“ tónleikar í Tryggvaskála kl. 21:00
Ingó Tóta, Hreimur Örn, Einar Bárðar og Heimir Eyvindar spila bestu lögin sín og segja 
söguna á bak við lögin. Aðgangseyrir.


 

17. október

KÁ smiðjurnar – Hótel Selfoss kl.20:00
Hátíðarkvöld til minningar um KÁ smiðjurnar sem settu stóran svip á bæjarlífið á Selfossi 
allt fram undir aldamótin 2000. Guðni Ágústsson stýrir kvöldinu. Húsið opnar 19:30. Frítt 
inn.


20. október

Sögur af Bakkanum á Stað á Eyrarbakka kl. 15:00
Formleg vígsla skábrautarinnar og útsýnispallsins á sjóvarnargarðinum við Stað. Sögur og 
tónlist í salnum á Stað.

Boðið upp á kaffiveitingar að athöfn lokinni. Frítt inn.
 

24. október

Tónleikar ungra hljómsveita – Menningarsalurinn Hótel Selfoss kl. 20:00
Ungar hljómsveitir af svæðinu spila frumsamið efni sem og annað vel valið efni. Frítt inn.

 

30. október

Tónleikar með lögum Páls Ísólfssonar í Tryggvaskála kl. 20:00
Kristjana Stefáns ásamt hljómsveit spila lög eftir Pál Ísólfsson af tilefni 120 ára afmælis 
skáldsins fyrr í mánuðinum. Frítt inn.

 

3. nóvemb. Tónleikar í Tryggvaskála kl. 21:00
Jónas Sig, Mugison og Ómar spila loksins á Selfossi. Aðgangseyrir
.


 

4. - 8. nóv.

Tónlistarvika með Eyþóri Inga Gunnlaugssyni
Eyþór Ingi mun fara í heimsókn í leik- og grunnskóla sveitarfélagins sem og halda 
fyrirlestur í ungmennahúsinu, Pakkhúsinu. 
Endar vikuna á stórtónleikum í íþróttahúsinu IÐU í samstarfi við Íþróttafélag Fsu. 
Aðgangseyrir. 


Íþrótta- og menningarnefnd Sveitafélagsins Árborgar.

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

27.09.2013 10:00

600.000 krónur í viðbót til menningarmánaðarins október

Arna Ír Gunnarsdóttir.

 

600.000 krónur í viðbót til menningarmánaðarins október

 

Á síðasta fundi bæjarráðs Árborgar var m.a. lögð fram beiðni um viðbótarfjárveitingu vegna menningarmánaðarins október 2013. Ráðið samþykkti erindið og lagði til við bæjarstjórn að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun að fjárhæð kr. 600.000 vegna menningarviðburða á dagskrá menningarmánaðarins.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, lagði fram eftirfarandi bókun:

"Menningarmánuðurinn október hefur verið virkilega skemmtileg viðbót við hinar ýmsu menningarlegu uppákomur sem eru í Sveitarfélaginu Árborg. Hátíðin er að festa sig í sessi og í ár rennur 4.menningarmánuðurinn upp. Það er óeðlilegt að sækja þurfi um viðbótarfjármagn í menningarmánuðinn á hverju ári og ætti að vera hægt að vinna þetta innan þess fjárhagsramma sem settur er í fjárhagsáætlun eins og viðgengst í öðrum málaflokkum."

 

Af: www.dfs.is

 

Frá hátíð í októbermánuði árið 2011 í Gónhól á Eyrarbakka.

 

Skráð af Menningar-Staður

27.09.2013 08:13

Safnahelgi á Suðurlandi 1. - 3. nóvember 2013

Jón Kr. Ólafsson, söngvari á Bíldudal, var gestur á Hrútavinahátíð á Safnahelgi 2011.

Hér er Jón Kr. með   Dorothee Lubecki  menningarfulltráu Suðurlands sem býr á Eyrarbakka.

 

Safnahelgi á Suðurlandi 1. - 3. nóvember 2013

 

Undirbúningur að Safnahelgi á Suðurlandi er hafinn, en að henni standa Samtök safna á Suðurlandi.

 

Í ár verður safnahelgin haldin í fimmta sinn, helgina 1.-3. nóvember nk. Líkt og áður er það Dorothee Lubecki, menningarfulltrúi Suðurlands sem starfar að undirbúningnum ásamt nefnd sem í sitja tengiliðir af öllum svæðum á Suðurlandi, en um er að ræða starfssvæði menningarráðsins sem nær frá Ölfusi í vestri og allt til Hornafjarðar í austri. Um stærsta sameiginlega menningarviðburð svæðisins er að ræða og tóku á síðasta ári yfir sjötíu aðilar þátt með því að bjóða upp á margvíslega viðburði.

 

Vel hefur gefist að bjóða veitingaaðilum og lista- og handverksfólki að taka þátt í hátíðinni og verður svo einnig þetta árið. Tónlistarfólk og í raun allir skapandi einstaklingar eru hvattir til að vera með og er vonast til að um safnahelgi verði boðið upp á fjölbreytta viðburði um allt Suðurland.

 

Þeir sem hafa áhuga á þátttöku eru hvattir til að hefja undirbúning og ákveða upp á hvað þeir ætla að bjóða. Upplýsingar sendist síðan til Dorothee um netfangið dorothee@sudurland.is. Skráningarfrestur til 4. október.

 

Allar nánari upplýsingar um safnahelgina verða að finna á vefsíðu menningarráðsins á veffanginuwww.sunnanmenning.is

 

Hlín Pétursdóttir og Hljómsveitin Granít í Vík í Mýrdal á Hrútavinahátíð á Hótel Selfossi á Safnahelgi 2011.

 

Skráð af Menningar-Staður.

27.09.2013 05:46

Nýr bæklingur Markaðsstofunnar

 

Nýr bæklingur Markaðsstofunnar

 

Á hverju hausti í tengslum við Vest Norden kaupstefnuna gefur Markaðsstofa Suðurlands út veglegan kynningarbækling um Suðurland þar sem þjónusta fyrirtækja og sveitarfélaga í landshlutanum er kynnt ásamt áhugaverðum stöðum.

Núna eru fjórtán sveitarfélög og rúmlega 160 fyrirtæki á Suðurlandi aðilar að Markaðsstofunni. Bæklingurinn er gefinn út í 35.000 eintökum og er honum dreift á upplýsingamiðstöðvar um allt land og á Keflavíkurflugvöll. Í sumar var einnig gefið út aksturskort af Suðurlandi. 

Útgáfa þessa bæklings er mikilvægur þáttur í kynningarstarfi fyrir Suðurland en í dag er ekki síður mikilvægt að halda úti öflugri kynningu á netinu. Markaðsstofa Suðurlands heldur úti vefsíðum ásamt því að vera með síður á Facebook og Twitter auk þess sem fyrirtækið tekur á móti átta til tíu hópum sölu- og umboðsmanna í ferðaþjónustu á ári hverju. 

 

Bæklinginn er m.a. hægt að nálgast í Upplýsingamiðstöðinni í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka.

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

27.09.2013 05:33

Óskar Guðmundsson - Fæddur 5. maí 1929 - Dáinn 21. september 2013 - Minning

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Óskar Guðmundsson.

 

Óskar Guðmundsson - Fæddur 5. maí 1929 - Dáinn 21. september 2013 - Minning

 

Óskar Guðmundsson fæddist á Blesastöðum 5. maí 1929. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 21. sept. 2013.

 

Foreldrar hans voru Kristín Jónsdóttir, f. 16. maí 1886, d. 2. september 1971, og Guðmundur Magnússon, f. 11. maí 1887, d. 20. október 1972. Kristín og Guðmundur giftu sig 9. júlí 1910. Þau eignuðust 15 börn. Auk þess átti Guðmundur dótturina Laufeyju, f. 20. mars 1920, með Sigríði Eiríksdóttur, f. 1. október 1886, d. 23. janúar 1966. Systkini Óskars eru: Jón, f. 14. mars 1911, d. 26.2. 2003, Magnús, f. 17. september 1912, d. 29.6. 1997, Hermann, f. 23. ágúst 1913, d. 18.10. 1980, Guðrún, f. 17. desember 1914, d. 22.3. 1997, Elín, f. 10. janúar 1916, Helga, f. 17. maí 1917, Þorbjörg, f. 1. júlí 1918, Magnea, f. 20. júlí 1919, d. 9.1. 2000, Ingigerður, f. 1. febrúar 1921, stúlka f. 10. febrúar 1922, lést í fæðingu, Óskar, f. 1. júlí 1923, d. 1924, Svanlaug, f. 8. júlí 1924, d. 14.4. 2007, Ingibjörg f. 2. september 1925, Hrefna, f. 5. júlí 1927.

Óskar kvæntist Helgu Kristjánsdóttur árið 1950. Helga var frá Merki í Vopnafirði, f. 17. júní 1929, d. 24. febrúar 1982. Óskar og Helga eignuðust þrjú börn. Þau eru: 1) Esther, f. 1949, gift Sigurði Jónssyni og eiga þau fjögur börn og níu barnabörn. 2) Guðmundur Kristinn, f. 1958, giftur Ingu Dóru Sverrisdóttur og eiga þau fjórar stúlkur. 3) Díana, f. 1967, hún á þrjú börn með Sigurjóni Bjarnasyni. Sambýlismaður Díönu er Hannibal Óskar Guðmundsson. Hannibal á þrjú börn.

Óskar ólst upp hjá foreldrum sínum á Blesastöðum á Skeiðum – yngstur í systkinahópnum. 16 ára gamall fór hann á Selfoss í iðnskólann og lærði járnsmíði. Óskar hóf fyrst störf hjá KÁ við járnsmíðar en vann síðar við pípulagnir. Fljótlega eftir að hann kom á Selfoss fór hann að spila í hljómsveit og var hann hljómsveitarstjóri til fjölda ára. Árið 1952 stofnaði Óskar Hljómsveit Óskars Guðmundssonar. Óskar hlaut menningarverðlaun Árborgar árið 2007 fyrir framlag sitt til tónlistarlífs Sunnlendinga.

Óskar fluttist til Svíþjóðar með fjölskyldu sinni árið 1969 og hóf þá störf við skipasmíðastöðina Kockums í Malmö. Fjölskyldan bjó í Svíþjóð í mörg ár en eftir lát Helgu fluttist Díana til Íslands á heimili systur sinnar.

Óskar fluttist aftur til Íslands árið 1987 og hóf þá störf hjá Olís í Reykjavík. Óskar kynntist Maríu Gísladóttur sem hefur verið sambýliskona hans í 22 ár. Þau voru búsett á Eyrarbakka þar sem þau hafa búið í tæplega 20 ár. María á einn son.

 

Útför Óskars fer fram frá Selfosskirkju í dag, föstudaginn 27. september 2013, og hefst athöfnin kl. 14.

 

Morgunblaðið föstudagurinn 27. september 2013

 

Skráð af Menningar-Staður

26.09.2013 21:24

Stofnfundur klasans Fuglar á Suðurlandi

Guðríður Ester Geirsdóttir.

 

Stofnfundur klasans Fuglar á Suðurlandi

 

Miðvikudaginn 25. september var haldinn stofnfundur klasans Fuglar á Suðurlandi. Markmiðið með klasanum er að bæta og byggja upp innviði ferðaþjónustunnar á Suðurlandi, með tilliti til fuglatengdrar ferðaþjónustu og möguleikum á að markaðssetja Suðurland sem fuglaskoðunarsvæði á alþjóðavísu.

Ráðinn var klasastjóri, tímabundið til verkefnisins, Guðríði Ester Geirsdóttir. Verkefnastjóri er Þórður Freyr Sigurðsson, ráðgjafi hjá SASS.

Upplýsingar þær sem nú þegar eru til um fuglaskoðunarsvæði á Suðurlandi verða dregnar saman og lokið verður kortlagningu áhugaverðra svæða á Suðurlandi. Út frá þeim upplýsingum verður unnt að leggja fram tillögur um endurbætur eða uppbyggingu á aðstöðu, aðgengi og merkingum á svæðum innan tiltekinna sveitarfélaga.

Stefnt er að því að halda námskeið í fuglaleiðsögn á vordögum 2014. Markmið með námskeiðinu er að efla vitund rekstraraðila í ferðaþjónustunni á þeim tækifærum sem liggja í fuglatengdri ferðaþjónustu.

Jóhann Óli Hilmarsson, formaður Fuglaverndar og fuglaljósmyndari, hélt erindi um Suðurland sem fuglaskoðunarsvæði. Davíð Samúelsson, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Suðurlands, fór yfir tækifæri í markaðssetningu fuglatengdrar ferðaþjónustu og Ari Páll Pálsson, verkefnastjóri Fuglastígs Norð-austurlands hélt erindi.

 

 

Af: www.sudurland.is

 

Skráð af Menningar-Staður

26.09.2013 06:55

Fyrsta sjónvarpsþulan ættuð frá Eyrarbakka

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Sigríður Ragna Sigurðardóttir og Hákon Ólafsson.

 

 

Fyrsta sjónvarpsþulan ættuð frá Eyrarbakka

Sigríður R. Sigurðardóttir, fyrrv. yfirm. barnaefnis RÚV – 70 ára í gær 25. september 2013

 

Sigríður Ragna fæddist 25. september 1943 í Höfn á Selfossi og ólst þar upp. Hún lauk stúdentsprófi frá MR 1964, kennaraprófi frá KÍ 1965 og sótti fjölda kennslunámskeiða.

Sigríður Ragna var kennari við Álftamýrarskóla 1965-74 og við Melaskólann 1981-84, var önnur af tveimur fyrstu þulunum við Sjónvarpið 1966-72, vann við kynningar og gerð barnaefnis fyrir Sjónvarpið 1978-79 og var yfirmaður barnaefnis þar 1985-2011.

Sigríður Ragna sat í samnorrænni nefnd um barnamenningu á vegum norrænu ráðherranefndarinnar 1983-87, starfaði í Children and Youth Expert Group samstarfsnefnd evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, og stóð fyrir framleiðslu fjölda íslenskra barnamynda sem margar hverjar hlutu verðskuldaða viðurkenningu á kvikmyndahátíðum víða um heim.

Sigríður Ragna stóð fyrir kynningu á íslenskri ull og heimilisiðnaði, víðs vegar um Bandaríkin og Kanada, á vegum Rammagerðarinnar, Módelsamtakanna, Hótel Loftleiða, Hildu og Útflutningsmiðstöðvar iðnaðarins 1976-84.

Sigríður Ragna sat í stjórn Foreldrafélags Melaskóla 1980-82, var formaður Barn og kultur, nefndar á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar, sat í Skólasafnanefnd Reykjavíkurborgar 1982-86, í skólanefnd Fjölbrautaskólans við Ármúla frá 1994 og formaður 2004-2012, í stjórn Miðskólans í Reykjavík 1992-96. formaður Þjóðhátíðarsjóðs 2002-2005, formaður nefndar um Hvatningarverðlaun Menntaráðs Reykjavíkur 2006-2010, sat í Pisa nefnd Reykjavíkurborgar 2008-2010, í stjórn Neytendasamtakanna 2010-11, í stjórn Hverfisráðs Vesturbæjar 2006-2008 og var varaformaður Prýðifélagsins Skjaldar, hverfafélags Skerfirðinga, sunnan flugvallar.

Sigríður Ragna var varaformaður Hvatar um skeið, formaður Félags sjálfstæðismanna í Nes- og Melahverfi 1995-2000, sat í kjörnefndum Sjálfstæðisflokksins vegna framboðslista í borgarstjórnar- og alþingiskosningum, situr í stjórn Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík frá 2009. Hún sat í stjórn Alfa-deildar Delta-Kappa-Gamma, félags kvenna í mennta- og fræðslustörfum frá 1999, var formaður deildarinnar frá 2001-2005 og var forseti Delta-Kappa-Gamma á Íslandi 2011-2013.

Sigríður Ragna hefur áhuga á öllu milli himins og jarðar: „Nær væri að spyrja hverju ég hef ekki áhuga á. Ég hef t.d. ekki áhuga á bílategundum og horfi nánast ekkert á sjónvarp.“

Fjölskylda

Sigríður Ragna giftist 8.2. 1969 Hákoni Ólafssyni, f. 21.9. 1941, verkfræðingi og fyrrv. forstjóra Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins. Hann er sonur Ólafs Þorsteins Þorsteinssonar, yfirlæknis á Siglufirði, og k.h., Kristine, dóttur Haakons Glatved Prahl, verksmiðjueiganda í Alversund í Noregi.

Börn Sigríðar Rögnu og Hákonar eru Kristín Martha Hákonardóttir, f. 27.4. 1973, verkfræðingur C.Sc,, M.Sc. í hagnýtri stærðfræði og Ph.D í straumfræði og starfar hjá Verkís verkfræðistofu en maður hennar er Bjarni Páll Ingason, B.Sc. og M.Sc. í lífefnafræði, hjá Actavis. og er dóttir þeirra Ragnhildur Una, f. 4.12. 2012; Sigurður Óli Hákonarson, f. 2.10. 1975, B.Sc. í hagfræði, M.Sc. í fjármálum fyrirtækja og verkefnastjóri í fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka, en kona hans er Sveinbjörg Jónsdóttir, félagsfræðinemi við HÍ, og eru börn þeirra Sigríður Ragna, f. 9.11. 1996, Jón Helgi, f. 23.2. 2000, Friðrika, 4.9. 2007, og Ólafur, 21.6. 2011; Hrefna Þorbjörg, f. 21.1. 1984, B.Sc. í sjúkraþjálfun í framhaldsnámi við The University of Melbourne í Ástralíu en maður hennar er Björn Björnsson, B.Sc. í tölvunarfræði, M.Sc. í vélaverkfræði og í MBA-námi við Melbourne Buisness School.

Systur Sigríðar Rögnu: Þorbjörg, f. 24.3. 1927, húsfreyja á Selfossi; Ragnheiður, f. 3.5. 1929, d. 22.7. 1929; Sigríður, f. 18.3. 1931, d. 24.7. 1932.

Foreldrar Sigríðar Rögnu voru Sigurður Óli Ólafsson, f. 7.10. 1896, d. 15.3. 1992, kaupmaður, fyrsti oddviti Selfosshrepps og alþm., og k.h., Kristín Guðmundsdóttir, f. 8.2. 1904, d. 9.6. 1992, húsfreyja.

 

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Morgunblaðið miðvikudagurinn 25. september 2013

 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

25.09.2013 20:45

Skýrsla um íslenskar tónlistarhátíðir

 

Skýrsla um íslenskar tónlistarhátíðir

 

Út er komin skýrsla þar sem úttekt er gerð á íslenskum tónlistarhátíðum og möguleikum þeirra til frekari þróunar. Skýrslan byggir á niðurstöðum úttektar sem unnin var í samstarfi ÚTÓN og Ferðamálastofu.

Meta styrkleika og veikleika

Tómas Young hafði umsjón með verkefninu og er jafnframt höfundur skýrslunnar. Verkefnið miðaði að því að kortleggja íslenskar tónlistarhátíðir og meta styrkleika þeirra og veikleika, en liður í þeirri kortlagningu var könnun meðal forsvarsmanna íslenskra tónlistarhátíða. Í könnuninni var leitast við að varpa ljósi á rekstur hátíðanna, auk þess sem kallað var eftir mati á hugsanlegu samstarfi milli tónlistarhátíða hér á landi.

Aðdráttarafl fyrir ferðamenn

Á Íslandi eru starfræktar margar góðar tónlistarhátíðir sem eiga kost á því að þróast og verða aðdráttarafl fyrir innlenda sem erlenda ferðamenn. Það er margreynt að tónlistarhátíðir um allan heim laða að fólk hvaðanæva af og hafa jákvæð efnahagsleg áhrif á hagkerfi viðkomandi staða eða svæða.

Aldrei fór ég suður á Ísafirði, Eistnaflug á Egilsstöðum, Þjóðlagahátíð á Siglufirði, Myrkir Músíkdagar, Jazzhátíð Reykjavíkur og Iceland Airwaves eru aðeins nokkrar af mörgum frambærilegum tónlistarhátíðum hér á landi. Margar hátíðirnar eiga það sameiginlegt að vera reknar meira og minna í sjálfboðaliðastarfi eða með mjög fáu starfsfólki sem bitnar á kynningarþættinum í kringum þær og vöruþróunarvinnu.

Hagkvæmni með auknu samstarfi

Margar þeirra hátíða sem hér er fjallað um eiga möguleika á að þróast áfram og eflast. Líklegt er að hægt sé að finna hagkvæmar lausnir með auknu samstarfi og samnýtingu á fólki, þekkingu og reynslu. Kanna þarf hvaða hátíðir eru tilbúnar í frekari vöruþróun og hvernig best er hægt að aðstoða þær um leið og skoðað er hvaða reynsla og þekking er til hjá mismunandi aðilum.

Með þetta að leiðarljósi lagði ÚTÓN til við Ferðamálastofu að farið yrði í athugun, greiningarvinnu og tillagnagerð á þessu sviði. Niðurstaðan var samstarfssamningur sem var undirritaður í maí 2012 og er skýrsla þessi útkoma samstarfsins.

Tónlistarhátíðir á Íslandi - Greining og yfirlit

Af: www.ferdamalastofa.is

Kiriyama Family á Bræðslunni 2012 - sjá mydband:

http://www.youtube.com/watch?v=cQJ6XH2I-Tk

Skráð af Menningar-Staður

 

24.09.2013 15:09

Bakka-bekkirnir á Eyrarbakka

F.v.: Elías Ívarsson, Einar Ingi Magnússon og Siggeir Ingólfsson.

 

 

Bakka-bekkirnir á Eyrarbakka

 

Siggeir Ingólfsson, staðarhaldari  við Félagsheimilinð Stað á Eyrarbakka,  -Menningar-Stað-  fékk nokkra morgun-gesti og gangandi til þess að að reynslusitja með sér bekki sem hann hefur smíðað og sett upp á útsýnispallinn vinsæla á sjóvarnargarðinum við Stað.

 

Reynslusetan gekk mjög vel og eru Bakka-bekkirnir, eins og þeir voru strax nefndir, jafnvígir til beggja átta.

 

Myndalabúm frá reynslusetunni í morgun er komið hér á Menningar-Stað.

 

Smella á þessa slóð:  

http://menningarstadur.123.is/photoalbums/252754/

 

 

Nokkrar myndir hér:

 

 

 

 

 

F.v.: Ingólfur Hjálmarsson og Siggeir Ingólfsson.

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

24.09.2013 11:43

Yfir 100.000 flettingar á Menningar-Stað

F.v.: Ólafur Th. Ólafsson á Selfossi og Siggeir Ingólfsson á Eyrarbakka.

Ólafur segist fara daglega inn á vefinn hjá Menningar-Stað og ætið finna þar fróðleik ásamt góðum fréttum.

 

Yfir 100.000 flettingar á Menningar-Stað

 

Klukkan 09:03 að morgni þriðjudagsins  17. september 2013 náðu flettingar á vef Menningar-Staðar á Eyrarbakka  www.menningarstadur.123.is  fjöldanum  100.000  (nú 104.500).

 

Svo skemmtilega vildi til að þetta var einmitt á afmælisdegi Siggeirs Ingólfssonar, staðarhaldara í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka , Menningar-Stað,  sem heldur úti þessum víðlesna vef.

Vefurinn fór í loftið síðla í febrúar 2013 og gerðu áætlanir ráð fyrir að ná 100.000 markinu eftir eitt ár en þetta náðist eftir aðeins sjö mánuði.

 

Á vefinn koma að meðaltali um 100 fréttir á mánuði eða 3.3. fréttir á dag.

Efnistökin og ritstjórnarstefnan eru með þeim hætti að fjalla um flest það sem tengist Félagsheimilinu á Stað, Menningar-Stað  eða mannlífi og menningu svæðisins með einum og öðrum hætti í víðu sögulegu samhengi.

 

Vefurinn hefur fengið hrós víða sem þakkað er hér.

 

 

Skráð af Menningar-Staður