Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2013 September

24.09.2013 09:58

Merkir Íslendingar - Bergur Jónsson

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Bergur Jónsson.

 

Merkir Íslendingar - Bergur Jónsson

 

Bergur fæddist í Reykjavík 24. september 1898 og ólst þar upp Hann var sonur Jóns Jenssonar, dómstjóra, amtmanns og alþm. Reykvíkinga, og Sigríðar Thorberg Hjaltadóttur húsfreyju.

 

Bergur var af þekktum ættum stjórnmálamanna og fræðimanna. Faðir hans var þingmaður sem og föðurbróðir hans, Sigurður Jensson, prófastur í Flatey á Breiðafirði, sem var mjög eindreginn landvarnarmaður og þjóðfrelsissinni.  Afi Bergs og faðir Jóns og Sigurðar, Jens Sigurðsson, var þjóðfundarmaður 1851, kennari á Eyrarbakka 1845-1846,  kennari við Lærða skólann í Reykjavík og síðar rektor skólans. Bróðir Jens var Jón Sigurðsson forseti.  Amma Bergs og móðir Jóns var Ólöf, dóttir Björns Gunnlaugssonar stjörnufræðings og kennara við Lærða skólann en hann er talinn merkasti stærðfræðingur Íslendinga á 19du öld.

Móðir Bergs var Sigríður Hjaltadóttir Thorberg, bróðurdóttir Bergs Thorberg, alþm. og síðar landshöfðingja.

Fyrri kona Bergs var Guðbjörg Lilja Jónsdóttir sem lést 1932 en síðari kona hans var Ólafía Valdemarsdóttir. Bergur og Guðbjörg Lilja eignuðust þrjú börn.

Bergur lauk stúdentsprófi frá MR 1919, embættisprófi í lögfræði frá HÍ 1923. öðlaðist hdl-réttindi 1947 og hrl-réttindi 1953.

Bergur var fulltrúi lögreglustjórans í Reykjavík 1923-27, sýslumaður Barðastrandarsýslu 1927-35, sýslumaður Gullbringu- og Kjósarsýslu og bæjarfógeti í Hafnarfirði 1935-45, var sakadómari í Reykjavík 1945-47 og starfrækti lögfræðiskrifstofu í Hafnarfirði og Reykjavík frá 1947 og til æviloka.

Bergur var alþm. fyrir Framsóknarflokkinn í Barðastrandarsýslu á árunum 1931-42. Hann var formaður milliþinganefndar í kjördæmaskipunarmálinu 1931, formaður lögfræðinefndar um réttarfarslöggjöf 1934 og átti sæti í milliþinganefnd til að rannsaka hag og rekstur togaraútgerðarinnar 1938.

Bergur lést 18.október 1953.

 

Morgunblaðið þriðjudagurinn 24. september 2013 

 

Skráð af Menningar-Staður

24.09.2013 06:25

Sumarið var vel undir meðallagi

 

 

Sumarið var vel undir meðallagi

 

• Sunnlendingar að ljúka heyskap í seinna lagi

 

Bændur á Suðurlandi keppast við að klára heyskap þessa dagana, en ágætlega viðraði til þeirra verka í gær og um helgina. Kulda- og vætutíð fyrr í sumar kom niður á sprettunni og hafa fæstir bændur náð þriðja slætti. Flestir eru að ljúka seinni slætti og er það í seinni kantinum, að sögn Sveins Sigurmundssonar, framkvæmdastjóra Búnaðarsambands Suðurlands. Mikil vætutíð í lok ágúst og byrjun september olli töfum í heyskapnum.

Sveinn segir heyskaparsumarið á Suðurlandi vel undir meðallagi og fara þurfi mörg ár aftur í tímann til að finna lakara ár. „Menn líkja þessu sumri mikið við sumarið 1983 hvað sprettuna varðar. Elstu menn muna þó versta árið nokkur sinni, eða 1955, en það er þó ljóst að 2013 fer líka í sögubækurnar,“ segir Sveinn.

Hann segir marga bændur hafa orðið fyrir tjóni þegar hey fauk burtu í hvassviðrinu á dögunum. „Það sem búið var að slá, og var aðeins farið að þorna, bara fauk í burtu. Á sumum stöðum fauk allt að helmingur af heyinu,“ segir Sveinn en rokið hafði einnig slæm áhrif á kornuppskeruna. Fyrstu niðurstöður heysýna benda hins vegar til þess að hey séu óvenju gæðamikil og það megi rekja til hægari sprettu en áður.

 

Morgunblaðið þriðjudagurinn 24. september 2013.

 

Heyannir fyrir nokkrum árum. F.v.: Einar Helgason, Ólafur Auðunsson og Ólafur Már Ólafsson.

 

Skráð af Menningar-Staður

23.09.2013 06:29

Séra Sveinn ekki í Hafnarfjarðarkirkju

Séra Sveinn Valgeirsson þegar hann komm til starfa í Eyrarbakkakirkju.

 

Séra Sveinn  ekki í Hafnarfjarðarkirkju

 

Biskup Íslands hefur ákveðið að skipa sr. Jón Helga Þórarinsson í embætti sóknarprests í Hafnarfjarðarprestakalli frá 1. október nk. Frestur til að sækja um embættið rann út 15. ágúst síðastliðinn. Tíu sóttu um embættið þar á meðal séra Sveinn Valgeirsson á Eyrarbakka.

Valnefnd prestakallsins fjallaði um valið en náði ekki samstöðu um einn umsækjanda. Hún vísaði málinu þá til biskups sem tók ákvörðun um skipa sr. Jón Helga í embættið.

Sr. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, vék sæti við afgreiðslu málsins. Séra Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup, var settur biskup í málinu og skipar í embættið.

Af: www.kirkjan.is

 

 

Hafnarfjarðarkirkja

Hafnarfjarðarkirkja.

 

Skráð af Menningar-Staður

22.09.2013 07:24

22. september 2013 - haustjafndægur

Sólaruppkoma séð frá Eyrarbakka 22. september 2013

 

22. september 2013 - haustjafndægur

 

Sólarupprás 7:07
Sólsetur 19:24

 

Veður 22.09.13 kl 7:19
Hiti: 5.9°C 
Aust norð austan 1.8 m/s 
Úrkoma dagsins 0.0 mm 

 

 

Um kl. 07:07 í morgun 22. september 2013 - haustjafndægur

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

21.09.2013 20:37

Haustjafndægur á morgun 22. september 2013

Sólaruppkoma á Suðurlandi við haustjafndægur séð frá Eyrarbakka. Fjallið Hekla fyrir miðju í morgun-eldhafinu.

 

Haustjafndægur á morgun 22. september 2013

 

Jafndægur á hausti eru á morgun 22. september 2013 en þá er sólin beint yfir miðbaug jarðar og dagurinn um það bil jafnlangur nóttunni alls staðar á hnettinum.

 

Þess er stutt að bíða að myrkrið nái yfirhöndinni og styttist dagurinn nú um 6-7 mínútur á sólarhring.

Á vetrarsólstöðum (sólhvörf) fer daginn svo aftur að lengja og tekur hann völdin á ný eftir vorjafndægur.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

21.09.2013 06:03

Uppvakningar á ferðinni

Frá tökum á Eyrarbakka. Ljósm.: Sigmundur Sigurgeirsson.

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

 

 

Uppvakningar á ferðinni

 

 

Eyrarbakki  hefur verið undir lagður kvikmyndagerðarfólki undanfarið þar sem farið hafa fram upptökur á atriðum í norsku kvik myndinni  Død Snø 2.   Í fyrri myndinni fengu sjö norskir stúdentar sem fóru í páskafrí í afskekktan fjallakofa illilega að kenna á uppvakningunum úr SS-liðssveitum nasista sem höfðu frosið í hel undir lok seinni heimsstyrjaldar.

 

Tökum á að ljúka í dag en í gær var þar á ferð forláta skriðdreki í grennd við þekkt bæjareinkinni eins og Húsið og kirkjuna.

Vel á annað hundrað manns hafa verið við tökurnar og því augljóslega vakið athygli bæjarbúa, ekki síst uppvakningar í blóðugum hermannabúningum.

 

Fulltrúar Saga Film, sem er í samstarfi við framleiðendur myndarinar, heimsóttu leikskólann Brimver í gær og færðu skólanum fimm hjól að gjöf, en með gjöfinni vildu aðstandendur myndarinnar þakka fyrir góðar móttökur heimamanna á meðan á tökum hefur staðið.

 

Morgunblaðið laugardagurinn 21. september 2013

 

...

 

 

Skriðdrekinn á leið frá Eyrarbakka eftir tökurnar.

 

Höfuðstöðvar kvikmyndatökufólksins hafa verið í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka,  Menningar-Stað.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

20.09.2013 21:47

Norskt kvikmyndafyrirtæki færði Brimveri höfðinglega gjöf

Frá afhendingu hjólanna í leikskólanum í morgun. Ljósmynd/arborg.is

 

 

Norskt kvikmyndafyrirtæki færði Brimveri höfðinglega gjöf

 

Börn og starfsfólk í leikskólanum Brimveri á Eyrarbakka fengu frábæra heimsókn að morgni föstudagsins 20. september.

Þau Arnbjörg Hafliðadóttir og Ragnar Agnarsson frá Sagafilm komu fyrir hönd norska fyrirtækisins Tappeluft Terje Strömstad og færðu Brimveri fimm Rabo hjól. En Sagafilm hefur verið í samstarfi við þetta norska fyrirtæki í kvikmyndaverkefninu Ded Snowd “red vs.dead“ og stóðu tökur yfir í heilan mánuð á Eyrarbakka.

 

Verkefnið setti skemmtilegan  svip á bæjarlífið og eru norsku stjórnendurnir og allt starfsfólk afar þakklátt fyrir þær góðu móttökur sem þau fengu. Í kjölfarið vildu þau láta gott af sér leiða til samfélagsins og varð leikskólinn Brimver fyrir valinu. Börn og starfsfólk leikskólans þakka kærlega fyrir höfðinglega gjöf sem á eftir að koma sér vel.

 

Af: www.arborg.is

 

Skráð af Menningar-Staður

20.09.2013 05:53

Uppvakningar meðal Vitringanna

Kvikmyndakonur milli Finns Kristjánssonar vesrlunarmanns í Vesturbúðinni og Siggeirs Ingólfssonar staðarhaldara í Félagsheimilinu Stað.

 

Uppvakningar meðal VitringannaVitringarnir funda reglulega árdegis í Vesturbúðinni á Eyrarbakka eins og venja er til.

Fundað var í gær og litu margir gestir við í Vesturbúðinni á meðan fundur stóð.

Voru þar áberandi kvikmyndagerðarfólk og uppvakningar en allt að 250 manns vinna nú við tökur á Eyrarbakka og setja mikinn og skemmtilegan svip á þorpslífið.

 

 

 

 

Úr Vesturbúðinni á Eyrarbakka.

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

20.09.2013 05:09

Fé verði veitt í vitagarð á Garðskaga

Frá Garðskaga.

 

Fé verði veitt í vitagarð á Garðskaga

 

Ferða-, safna- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Garðs leggur til að bæjarráð samþykki fjármuni á fjárhagsáætlun ársins 2014 til áframhaldandi uppbyggingar Vitagarðs á Garðskaga. Segir að verkefnið eigi eftir að vekja mikla athygli verði það að veruleika verður segull fyrir ferðamenn og á vel heima á þessum stað þar sem fyrsta leiðarljós fyrir sæfarendur var byggt árið 1847 af Helga á Lambastöðum.

Stefnt skal að því að verkefninu ljúki á næsta kjörtímabili og ráð fyrir því gert í 3ja ára fjárhagsáætlun bæjarfélagsins.

Nefndin varpaði einnig fram þeirri hugmynd að einnig verði gert ráð fyrir fjármagni til að láta teikna og hanna eftirmynd fyrstu vitavörðunnar sem áður er getið um. Stefnt verði að byggingu hennar á næsta kjörtímabili og ráð gert fyrir fjármunum í 3ja ára fjárhagsáætlun bæjarfélagsins.

 

Elfar Guðni Þórðarson og listaverkið "Brennið þið vitar" með ljós á öllum vitum landsins. Verkið er í Menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri.

 

 

Skráð af Menningar-Staður.

20.09.2013 04:47

Björgunarsveitin BJörg Björg byggir aðstöðuhús

Víglundur Guðmundsson og Ásta Stefánsdóttir handsala samkomulagið. Ljósmynd/arborg.is

 

Björgunarsveitin Björg byggir aðstöðuhús

 

Sveitarfélagið Árborg hefur samið við björgunarsveitina Björg á Eyrarbakka um að sveitin byggi aðstöðuhús fyrir tjaldsvæðið á Eyrarbakka.

Ráðgert er að húsið verði tilbúið í lok þessa árs og tekið í notkun næsta vor, þegar tjaldsvæðið opnar.

 

Björgunarsveitin Björg hefur haft umsjón með tjaldsvæðinu á Eyrarbakka í nokkur ár og hefur aðstaðan þar batnað ár frá ári.

Aðsókn í sumar var með ágætum þrátt fyrir vætutíð.

 

 

Skráð af Menningar-Staður