Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2013 September

19.09.2013 19:52

Byggja frystigeymslu í Flóanum

Í Flóahreppi. Ljósm.: Mats Wibe Lund.

 

Byggja frystigeymslu í Flóanum

 

Fóðurstöð Suðurlands hefur sótt um lóðir í Flóahreppi og hyggst reisa þar frystigeymslu. Að sögn Bjarna Stefánssonar, stjórnarformanns Fóðurstöðvarinnar, hefur aukin starfsemi kallað á meiri frystigeymslur.

 

Til þessa hefur félagið þurft að treysta á leiguhúsnæði sem hefur verið erfiðara að fá undanfarið. Gert er ráð fyrir að frystigeymslan verði um 250 fermetrar að stærð.

 

Bjarni sagði aðspurður að rekstur síðasta árs hefði gengið ágætlega og afkoma félagsins verið jákvæð.

 

Fóðurstöðin hefur einnig ráðið Torfa Áskelsson sem framkvæmdastjóra og hefur hann tekið til starfa. Torfi hefur undanfarin ár starfað hjá Ístak en starfaði áður við kjötmjölsverksmiðjuna í Flóanum.

 

Torfi Áskelsson, framkvæmdastjóri Fóðurstöðvarinnar.

 

Skráð af Menningar-Staður

19.09.2013 16:59

Fjallkonurnar. F.v.: Sigrón Óskarsdóttir og Elín Una Jónsdóttir.

 

Fjallkonan – Sælkerahús fékk frumkvöðlaviðurkenningu

Árborgar 2013

 

Fjallkonan – Sælkerahús við Austurveginn á Selfossi fær frumkvöðlaviðurkenningu Svf. Árborgar fyrir árið 2013 samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar sveitarfélagsins. 

Fyrirtækið hóf starfsemi í sumar og hefur gengið gríðarlega vel síðan.

Eigendurnir eru þær Elín Una Jónsdóttir og mágkona hennar, Sigrún Óskarsdóttir.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

19.09.2013 07:14

Menningarmánuðurinn október 2013

Skábrautin og útsýnispallurinn við Stað á Eyrarbakka.

F.v.: Jóhann Jóhannsson, Elías Ívarsson og Siggeir Ingólfsson staðarhaldari að Stað á Eyrarbakka.

 

 

Menningarmánuðurinn október 2013

 

Dagskrá:

 

12. október

Tónleikar með lögum Páls Ísólfssonar í Stokkseyrarkirkju kl. 16:00
Kristjana Stefáns ásamt hljómsveit spila lög eftir Pál Ísólfsson af tilefni 120 ára afmælis 
skáldsins. Frítt inn.

 

17. október

KÁ smiðjurnar – Hótel Selfoss kl.20:00
Hátíðarkvöld til minningar um KÁ smiðjurnar sem settu stóran svip á bæjarlífið á Selfossi 
allt fram undir aldamótin 2000. Guðni Ágústsson stýrir kvöldinu. Húsið opnar 19:30. Frítt 
inn.


20. október

Sögur af Bakkanum á Stað á Eyrarbakka kl. 15:00
Formleg vígsla skábrautarinnar og útsýnispallsins á sjóvarnargarðinum við Stað. Sögur og 
tónlist í salnum á Stað. Boðið upp á kaffiveitingar að athöfn lokinni. Frítt inn.

 

24. október

Tónleikar ungra hljómsveita – Menningarsalurinn Hótel Selfoss kl. 20:00
Ungar hljómsveitir af svæðinu spila frumsamið efni sem og annað vel valið efni. Frítt inn.

 

30. október

Tónleikar með lögum Páls Ísólfssonar í Tryggvaskála kl. 20:00
Kristjana Stefáns ásamt hljómsveit spila lög eftir Pál Ísólfsson af tilefni 120 ára afmælis 
skáldsins fyrr í mánuðinum. Frítt inn.

 

4. - 8. nóv.

Tónlistarvika með Eyþóri Inga Gunnlaugssyni
Eyþór Ingi mun fara í heimsókn í leik- og grunnskóla sveitarfélagins sem og halda 
fyrirlestur í ungmennahúsinu, Pakkhúsinu. 
Endar vikuna á stórtónleikum í íþróttahúsinu IÐU í samstarfi við Íþróttafélag Fsu. 
Aðgangseyrir. 


Íþrótta- og menningarnefnd Sveitafélagsins Árborgar.

 

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

19.09.2013 06:18

Einstakur tónlistarviðburður í Þorlákshöfn 5. okt. 2013

Fjallabræður.

 

Einstakur tónlistarviðburður í Þorlákshöfn 5. okt. 2013

 

Laugardaginn 5. október 2013 verða stórtónleikarnir „Popphornið“ haldnir í íþróttahúsinu í Þorlákshöfn. Þar munu þrjár risastórar lúðrasveitir leika með þremur popphljómsveitum.

Tónleikarnir eru hluti af landsmóti Sambands íslenskra lúðrasveita en skipulag þess er í höndum Lúðrasveitar Þorlákshafnar að þessu sinni.

Á tónleikunum koma fram Jónas Sigurðsson, 200.000 naglbítar og Fjallabræður ásamt Sverri Bergmann en þeir eiga það allir sameiginlegt að hafa unnið með lúðrasveitum undanfarin ár. Að sögn Ásu Berglindar Hjálmarsdóttur, framkvæmdastjóri verkefnisins, verða lúðrablásararnir sem koma fram um tvöhundruð talsins svo það verður mikill gjörningur á hápunkti tónleikanna þegar allir munu að spila saman.

„Þegar stjórn Lúðrasveitar Þorlákshafnar fór af stað í að undirbúa landsmótið fannst okkur það þurfa að endurspegla á einhvern hátt þann mikla uppgang sem hefur verið hjá lúðrasveitum landsins síðustu misseri. Sá uppgangur hefur meðal annars einkennst af samstarfi lúðrasveitanna við ýmsa popptónlistarmenn,“ segir Ása Berglind. 

Hún segir að niðurstaðan hafi því orðið sú að öllum lúðrasveitameðlimum landins yrði blandað saman og skipt í þrjár risastórar lúðrasveitir. „Þessar lúðrasveitir æfa svo með þremur popphljómsveitum og afraksturinn verður svo sýndur á stórtónleikum.“

Ása Berglind segir að þó að Lúðrasveit Þorlákshafnar standi fyrir tónleikunum og sjái um að skipuleggja þá, þá sé hún aldeilis ekki ein að verki. „Það hafa ótrúlega margir verið tilbúnir að leggja hönd á plóg. Allt frá því að baka pönnukökur til þess að eiga með kaffinu fyrir tónlistarmennina, setja upp svið á stærð við fjögurra herbergja íbúðarhús, bera stóla og svo margt fleira sem þarf að gera til þess að láta svona tónleika verða að veruleika. Svo er Rás 2 samstarfsaðili okkar og ætla að hljóðrita tónleikana,“ segir Ása Berglind.

„Þetta er einstakur viðburður og vil ég vil hvetja alla Sunnlendinga til þess að láta þessa tónleika alls ekki framhjá sér fara. Við í Lúðrasveit Þorlákshafnar erum stolt af því að geta boðið Sunnlendingum að sækja tónleika af þessari stærðagráðu heima í hlaði og sýnum það að þó svo Harpan sé stórkostlegt tónleikahús þá getum við litið okkur nær og notað það sem við eigum til þess að hrinda svona viðburðum í framkvæmd,“ segir Ása Berglind.

Tónleikarnir verða sem fyrr segir laugardaginn 5. október kl. 19:00 en húsið opnar kl. 18:30. Tónleikarnir verða í íþróttahúsi Þorlákshafnar og fer miðasala fram á midakaup.is.

 

Skráð af Menningar-Staður

19.09.2013 06:04

Úthlutun úr Myndlistarsjóði 16. september 2013

Hannes Lárusson, myndlistarmaður.

 

Úthlutun úr Myndlistarsjóði 16. september 2013

 

Þann 16. september 2013 var úthlutað í fyrsta sinn úr nýstofnuðum myndlistarsjóði. 
Úthlutað var 20 milljónum til myndlistarmanna og fagaðila á sviði myndlistar. 


Alls bárust sjóðnum 83 umsóknir sem skiptust þannig að 66 sóttu um 
verkefnastyrki og 17 undirbúningsstyrki. Heildarupphæð umsókna hljóðaði upp 
á 121 milljón króna. Úthlutað var 2.500.000 króna í undirbúningsstyrki til 8 
verkefna og hins vegar 17.500.000 króna í verkefnastyrki sem fara til 20 
verkefna.


Mikill fjöldi umsókna sýnir þá grósku sem einkennir íslenskt myndlistarlíf og 
endurspeglar mikilvægt framlag þess til samfélags um leið og mikilvægi 
myndlistarsjóðs er undirstrikað. Hlutverk sjóðsins er að efla íslenska myndlist 
með fjárhagslegum stuðningi og stuðla þannig að framgangi listsköpunar, 
kynningu og aukinni þekkingu á íslenskri myndlist. Myndlistarsjóður heyrir 
undir myndlistarráð og starfar samkvæmt myndlistarlögum og eftir reglum sem 
menntamálaráðherra setur.

Að jafnaði verður veitt úr sjóðnum tvisvar á ári og 
verður næst auglýst eftir umsóknum um miðjan október.


Eftirfarandi verkefni hlutu undirbúningsstyrki :
Bryndís Björnsdóttir 500.000 kr. v. Occupational Hazard 
Hulda Rós Guðnadóttir 200.000 kr. v. Keep Frozen – útgáfa um rannsókn í 
myndlist

Kristinn E. Hrafnsson 200.000 kr. v. Bogasalurinn 
Nýlistasafnið 400.000 kr. v. Arkíf um listamannarekin rými –handbók 
Ólafur Sveinn Gíslason 250.000 kr. v. Fangaverðir 
Sequences myndlistahátíð 450.000 kr. v. Sequences 2015
Þóra Sigurðardóttir 300.000 kr. v. Dalir og hólar 2014 
Þórdís Jóhannesdóttir 200.000 kr. v. Árátta 


Eftirfarandi verkefni hlutu verkefnastyrki:
Áhugamannafélagið Fríðfríð 1.000.000 kr. v. Lusus Naturae 
Birna Bjarnadóttir 500.000 kr. v. Könnunarleiðangur á Töfrafjallið 
Crymogea 500.000 kr. v. Hrafnkell Sigurðsson – Ljósmyndaverk 
Einar Garibaldi 500.000 kr. v. Chercer un forme 
Elín Hansdóttir 1.500.000 kr. v. ONE ROOM ONE YEAR 
Ferskir vindar 1.000.000 kr. v. Ferskir vindar í Garði – Alþjóðleg  listahátíð 
Finnur Arnar Arnarsson 500.000 kr. v. Menningarhúsið Skúrinn 
Gjörningaklúbburinn 1.000.000 kr. v. Hugsa minn – Skynja meira 
Hannes Lárusson 1.300.000 kr. v. Íslenski bærinn/Turf House 
Íslenski skálinn KÍM 2.500.000 kr. v. Íslenski skálinn á Feneyjatvíæring 
Jón Proppe 1.000.000 kr. v. Íslensk samtímalistfræði 
Katrín Elvarsdóttir 500.000 kr. v. Dimmumót 
Kristín Gunnlaugsdóttir 500.000 kr. v. “Sköpunarverk” 
Kristinn E. Hrafnsson 500.000 kr. v. Hverfisgallerí 
Listasafn Reykajvíkur 2.000.000 kr. v. Grunnur 
Menningarfélagið Endemi 500.000 kr. Endemi – aukið samtal, sameiginlegur vettvangur myndlistar- og fræðimanna 
Pétur Thomsen 700.000 kr. v. Imported Landscape/Aðflutt landslag – útgáfa 
Steinunn Gunnlaugsdóttir  Snorri Páll 500.000 kr. v. SLEGIÐ-SLEIKT-BEYGT 
Vasulka 500.000 kr. v Vasulka stofa 
Æsa Sigurjónsdóttir 500.000 kr. v. En Thule froiduleuse. Aspects de la 
scene artistique islandaise contemporaine

 

Skráð af Menningar-Staður

18.09.2013 06:33

Boð í verklokasamkvæmi 27. sept. 2013 - hagkvæmt tilraunahús, Eyrarbakka

Suðurhliðin að Túngötu 9 á Eyrarbakka

 

Boð í verklokasamkvæmi  27. sept. 2013 - hagkvæmt tilraunahús, Eyrarbakka

 

Ykkur er boðið á opnun hagkvæms tilraunahúss föstudaginn 27. september n.k. Húsið sameinar ýmsar tækninýjungar og er byggt með vistvæn sjónarmið og  „algilda hönnun“ að leiðarljósi. Hér er um að ræða framfaraskref á sviði umhverfisvænnar og hagkvæmrar hönnunar og framkvæmda. 

 

Í húsinu reynir á ýmsar nýjungar, m.a. nýja tegund af undirstöðum, aðferðir við einangrun og óloftræst þak. Húsið er loftræst með svokölluðum loft-í-loft varmaskipti, þarfnast mjög lítils viðhalds og notar ekki nema um 1/3 af rafmagni venjulegs íbúðarhúss til lýsingar.

 

Byggingarþjónustan ehf stendur fyrir verkinu með styrk frá Íbúðalánasjóði og í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands, sem hefur annast mælingar á húsinu, auk þátttöku Mannvirkjastofnunar.

               

Opnunin fer fram föstudaginn 27. september n.k. milli kl. 17 og 19 að Túngötu 9, Eyrarbakka og eru allir áhugasamir boðnir velkomnir. Farið verður yfir tilurð verkefnisins og framkvæmd, möguleikar hússins kynntir og boðið upp á léttar veitingar.

 

f.h. Byggingarþjónustunnar ehf,

Gestur Ólafsson ath mynd kom ekki

Gestur Ólafsson, frkvstj.

Skipulags- arkitekta- og verkfræðistofan ehf Garðastræti 17, 101 Rvk.

Iceland
sími/telephone: (354) 561-6577 

17.09.2013 21:03

Fuglar á Suðurlandi

Guðríður Ester Geirsdóttir á Stokkseyri, verkefnisstjóri fuglaklasans.

 

Fuglar á Suðurlandi

 

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga hefur styrkt stofnun klasans Fuglar á Suðurlandi. Verkefnið snýr að uppbyggingu fuglatengdrar ferðaþjónustu á Suðurlandi. Markmiðið með því er að bæta og byggja upp aðstöðu til fuglaskoðunar á Suðurlandi sem og innviði ferðaþjónustunnar með tilliti til fuglatengdrar ferðaþjónustu.

"Með verkefninu verður leitast eftir að tengja saman aðila sem koma að fuglatengdri ferðaþjónustu á einn eða annan hátt og byggja þannig upp klasa sem hefur það að markmiði að efla og markaðssetja Suðurland sem áhugavert fuglaskoðunarsvæði á alþjóðavísu", sagði Guðríður Ester Geirsdóttir, verkefnisstjóri klasans.

Stofnfundur klasans verður miðvikudaginn 25. september 2013 klukkan 12.00 í salnum á þriðju hæð á Austurvegi 56 á Selfossi (húsakynnum Bárunnar) og eru allir aðilar sem hafa hagsmuna að gæta velkomnir á fundinn. Eru þeir vinsamlega beðnir að staðfestið þátttöku, fyrir klukkan 12:00, mánudaginn 23. september, með tölvupósti á netfangið gudridur@sudurland.is

Guðríður Ester er með meistarapróf í umhverfis- og auðlindafræði frá Háskóla Íslands og er búsett  á Stokkseyri. Hún  er með aðstöðu hjá Samtökum Sunnlenskra sveitarfélaga á Selfossi.

 

Af: www.dfs.is

Skráð af Menningar-Staður

17.09.2013 05:27

Af afmælisbörnum dagsins - 17. september 2013

F.v.: Eiríkur Runólfsson, 85 ára í dag, Þórður Grétar Árnason og Siggeir Ingólfsson sem er 61 árs í dag.

 

Af afmælisbörnum dagsins - 17. september 2013

 

Meðal afmælisbarna dagsins í dag, 17. september 2013  eru Eyrbakkingarnir; Eiríkur Runólfsson f.v. fangavörður á Litla-Hrauni og nú býr á Sólvöllum á Eyrarbakka og Siggeir Ingólfsson, staðarhaldari í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka sem er 61 ár.

 

Eiríkur Runólfsson, lengst til hægri,

að flytja skýrslu gjaldkera á aðalfundi Félags eldri borgara á Eyrarbakki í vor.

 

Hamingjuóskir.

 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

17.09.2013 05:02

Fyrirlestur um Sigfús Eymundsson

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Inga Lára Baldvinsdóttir á Eyrarbakka.

 

Fyrirlestur um Sigfús Eymundsson

 

Inga Lára Baldvinsdóttir flytur fyrsta hádegisfyrirlestur haustmisseris á vegum Þjóðminjasafns Íslands í dag, þriðjudaginn 17. september 2013,  kl. 12:00

Þar mun hún fjalla um sýninguna „Sigfús Eymundsson myndasmiður - Frumkvöðull íslenskrar ljósmyndunar“ sem nú stendur yfir í Myndasal Þjóðminjasafnsins, en Inga Lára er jafnframt höfundur samnefndrar bókar sem Þjóðminjasafnið gaf út í tengslum við sýninguna. Aðaláhersla fyrirlestrarins verður hugleiðingar um varðveislu, skráningu og samstarf við gerð sýningar og bókar.

 

Fyrirlesturinn fer fram í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

 

Inga Lára Baldvinsdóttir

 

Þjóðminjasafn Íslands við Suðurgötu í Reykjavík.

 

 

Skráð af Menningar-Staður.

 

17.09.2013 04:54

Stórmeistari kennir skólakrökkum skák

Helgi Ólafsson skoðar Fischersetrið við opnun þess í sumar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

 

Stórmeistari kennir skólakrökkum skák

 

Fischersetrið á Selfossi mun í samstarfi við Sveitarfélagið Árborg og Skákskóla Íslands standa fyrir skákkennslu fyrir grunnskólabörn í Fischersetrinu á laugardögum frá kl. 11.00 til 12.30.

Yfirumsjón með kennslunni hefur Helgi Ólafsson, stórmeistari og skólastjóri Skákskóla Íslands. 

Alls verða þetta tíu laugardagar og fyrsti tími verður laugardaginn 21. september nk. Samstarfsverkefnið snýr að eflingu skákíþróttarinnar meðal barna og stefnt er að enn fleiri verkefnum í framtíðinni.

Þeir sem hafa áhuga á skákkennslunni eru beðnir um að mæta u.þ.b. 30 mínútum áður en fyrsta æfing hefst til að ganga frá skráningu og greiðslu nemendagjalds sem er kr. 4.500 fyrir þessi tíu skipti.  

 

Fischersetrið við Austurveg á Selfossi.

 

Skráð af Menningar-Staður