Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2013 September

16.09.2013 21:15

Verðlaunahafar á Degi íslenskrar náttúru

Ráðherra ásamt verðlaunahöfum. 

Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra ásamt verðlaunahöfunum, Vigdísi Finnbogadóttur og Páli Steingrímssyni.

 

Verðlaunahafar á Degi íslenskrar náttúru

 

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, veitti í dag í tilefni af Degi íslenskrar náttúru, Páli Steingrímssyni, kvikmyndagerðarmanni, fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Við sama tækifæri veitti hann Vigdísi Finnbogadóttur, Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti.

Tilnefndir til fjölmiðlaverðlaunanna voru: 

  • Guðbjörg Gissurardóttir, ritstjóri tímaritsins Í boði náttúrunnar fyrir vandað og fallegt tímarit sem m.a. hefur að augnmiði að færa náttúruna nær fólki.
  • Páll Steingrímsson, kvikmyndagerðarmaður, fyrir heimildamyndagerð sína þar sem megináhersla hans hefur verið á náttúrulífsmyndir.
  • Svavar Hávarðsson, blaðamaður á Fréttablaðinu, fyrir víðtæk og fjölbreytt skrif og fréttaskýringar um náttúruverndarmál. 

Í rökstuðningi dómnefndar fjölmiðlaverðlauna segir:

Páll Steingrímsson Heimildamyndir Páls Steingrímssonar skipta mörgum tugum frá Vestmannaeyjagosinu 1973 og fram á þennan dag. Megináhersla hans hefur verið á náttúrulífsmyndir, svo sem fuglasögurnar sem hann hefur fengist við hin síðustu ár, og áhrif manna á umhverfið. Starf Páls að fræðslu og vernd íslenskrar náttúru er langt og farsælt og hefur borið hróður hans og landsins um heimsbyggðina. Páll hefur enda hlotið viðurkenningar bæði hér á landi og erlendis fyrir störf sín, m.a. heiðursverðlaun Eddu.

Í rökstuðningi ráðherra vegna Náttúruverndarviðurkenningar Sigríðar í Brattholti segir: 

Vigdís Finnbogadóttir hefur í gegn um tíðina lagt áherslu á landgræðslu, skógrækt og náttúruvernd og hefur hún veitt þessum málefnum ómetanlegan stuðning með því að halda þeim á lofti á opinberum vettvangi. Hún hefur hvatt þjóð sína til að huga að uppeldislegu gildi þess að kenna börnum ræktun og að vernda náttúruna. Hún hefur líkt jarðyrkju við uppeldi barna og sagt að ræktun landsins sé nátengd mannyrkju. Þá lagði Vigdís í forsetatíð sinni mikla áherslu á að græða upp landið og gróðursetja tré. Skógræktarfélag Íslands stofnaði árið 1990, henni til heiðurs og gleði, Vinaskóg í landi Kárastaða við Þingvelli. Hún hefur sameinað þjóð sína, ýtt undir virðingu hennar fyrir íslenskri náttúru, tungu og menningu og þannig verið þjóðinni góður uppalandi.

 

Skráð af Menningar-Staður

16.09.2013 20:53

Friðrik og Áskell unnu í lokaumferðinni - enduðu í 2.-4. sæti

Áskell og Friðrik

Áskell Örn Kárason og Friðrik Ólafsson.

 

Friðrik og Áskell unnu í lokaumferðinni - enduðu í 2.-4. sæti

 

Stórmeistarinn Friðrik Ólafsson (2407) og Áskell Örn Kárason (2205) unnu báðir sínar skákir í níundu og síðustu umferð Norðurlandamótsins í skák en mótið fór fram á Borgundarhólmi. Þeir hlutu 6½ og urðu í 2.-4. sæti ásamt danska FIDE-meistaranum og fráfarandi Norðurlandameistara Jörn Sloth (2322). Friðrik fær annað sætið á stigum en Áskell það fjórða.

 

Danski stórmeistarinn Jens Kristansen (2403) sigraði á mótinu og er því bæði í senn heimsmeistari og Norðurlandameistari öldunga!

Sigurður Kristjánsson (1922) tapaði í lokaumferðinni, hlaut 5 vinninga, og endaði í 24.-26. sæti. 

 

32 skákmenn tóku þátt í mótinu frá öllum Norðurlöndunum nema Færeyjum. Þar af voru þrír stórmeistarar og fjórir FIDE-meistarar. Friðrik var stigahæstur keppenda, Áskell var nr. 7 í stigaröðinni og Sigurður nr. 18.

 

Nordisk Senior Mesterskab 2013 - Turneringstabel 
Se også Stilling, præmieliste

  = ratinggruppe A     = ratinggruppe B  
  Navn og klub   Rat ELO  1  2  3  4  5  6  7  8  9 Total # Fv Dif ELO-Dif
1 GM Fridrik Olafsson Iceland/Island   2407   ½ 9 8 1     1 21 2 ½   3 ½     1 4 12 ½   7 ½     1 5 2 - 4     -0,60
2 GM Jens Kristiansen
BMS Skak
Denmark/Danmark 2405 2403 10 1     1 4 3 ½     ½ 1 7 1     1 12   ½ 5 16 1     ½ 11 7 1 6,55 5 4,20
3 FM Jørn Østergaard Sloth
Nordre Skakklub
Denmark/Danmark 2322 2330   1 11 6 1     ½ 2 22 1     ½ 1 21 1     0 7 12 ½     1 4 2 - 4 5,95 11 7,50
4 GM Heikki M.J. Westerinen Finland   2281 12 1   2 0     ½ 15   1 14 19 1   1 0     1 9   ½ 5 3 0   5 7 - 13     -4,60
5 FM Bent Sørensen
Nørresundby Skakklub
Denmark/Danmark 2238 2257   ½ 13 15 ½     1 18   1 20 12 0     1 10 2 ½   4 ½   1 0   5 7 - 13 5,45 -9 -9,90
6 FM Nils-Åke Malmdin Sweden/Sverige   2230 14 1     0 3 16 ½     0 19 17 ½     1 23 18 ½     1 21 25 0   14 - 23     -39,45
7 Askell O Karason Iceland/Island   2205   ½ 15 13 ½     1 24 26 1     0 2 11 1   3 1     ½ 1   1 12 2 - 4     19,35
8 FM Peder Berkell Sweden/Sverige   2201 16 ½     0 1 28 1     0 21 29 ½     1 26 25 0     ½ 19 23 1   14 - 23     -41,85
9 Gunnar Johnsen Norway/Norge   2171 1 ½     ½ 16 14 ½     ½ 25 23 ½     1 19 4 0   15 ½     1 18 5 7 - 13     -15,45
10 Gösta Petersson Sweden/Sverige   2167   0 2 21 ½     1 29 15 ½     1 18 5 0     ½ 13 22 1     ½ 16 5 7 - 13     -16,50
11 Pouelsten Holm Grabow
Skakklubben Evans
Denmark/Danmark 2132 2157 3 0     1 23 25 ½     ½ 16 20 1     0 7 17 1     1 14 2 ½   5 - 6 5,45 1 -0,00
12 Ulf Nyberg Sweden/Sverige   2130   0 4 24 1     1 27 13 1     1 5 2 0     ½ 1   ½ 3 7 0   5 7 - 13     17,10
13 FM Jørgen Hvenekilde
Nørrebro Skakklub
Denmark/Danmark 2109 2120 5 ½     ½ 7 23 1     0 12 16 0     1 28 10 ½     ½ 25 26 ½   14 - 23 5,80 -26 -19,05
14 Per-Olof Gromark Sweden/Sverige   2118   0 6 25 1     ½ 9 4 0     1 26 22 1     ½ 15 11 0     ½ 24 14 - 23     -15,60
15 Lars-Åke Svensson Sweden/Sverige   1977 7 ½     ½ 5 4 ½     ½ 10 25 1     ½ 16 14 ½     ½ 9 17 ½   5 7 - 13     29,25
16 Lars Grahn Sweden/Sverige 1994 1968   ½ 8 9 ½     ½ 6 11 ½     1 13 15 ½     1 21   0 2 10 ½   5 7 - 13 2,95 43 35,70
17 Eero Patola Finland   1956   0 25 29 ½     ½ 30 24 ½     ½ 6 27 1     0 11 28 1     ½ 15 14 - 23     -13,80
18 Sigurdur Kristjansson Iceland/Island   1912 26 0     1 31 5 0     1 27 10 0     1 32   ½ 6 24 ½   9 0   4 24 - 26     8,55
19 Tarras Flodmark Sweden/Sverige   1900   1 27 26 ½     0 22 6 1     0 4 9 0     ½ 24 8 ½   31 1   14 - 23     9,90
20 John Zachariassen
Allerød Skakklub
Denmark/Danmark 1831 1900 28 ½     1 30   ½ 26 5 0     0 11 24 0     1 31 27 ½     1 22 14 - 23 5,10 -18 -9,60
21 Arne Walther Larsen
Hvidovre Skakklub
Denmark/Danmark 1788 1873   1 29   ½ 10 1 0   8 1     1 22   0 3 16 0   6 0     1 32 14 - 23 2,65 56 34,95
22 Hans Richard Thjømøe Norway/Norge   1862 30 ½     1 28 19 1     0 3 21 0     0 14 23 1     0 10 20 0   27 - 29     -4,05
23 Jens Holm Nielsen
Amager Skakforening
Denmark/Danmark 1704 1847   1 31 11 0     0 13 30 1     ½ 9 6 0     0 22 32 1     0 8 27 - 29 3,30 6 12,15
24 Jan Arne Bjørgvik Norway/Norge   1840 32 1     0 12 7 0     ½ 17 28 ½     1 20 19 ½     ½ 18 14 ½   14 - 23     27,15
25 Margarita Baliuniene
Skakklubben Evans
Lithuania/Lithauen 1825 1834 17 1     0 14   ½ 11 9 ½     0 15 30 1     1 8 13 ½     1 6 5 - 6 2,30 117 50,85
26 Bengt Wihlborn Sweden/Sverige   1811   1 18   ½ 19 20 ½     0 7 14 0   8 0     1 30 29 1     ½ 13 14 - 23     23,70
27 Søren Rud Ottesen
Silkeborg Skakklub Af 1930
Denmark/Danmark 1665 1768 19 0     1 32 12 0   18 0     1 31   0 17 29 1     ½ 20   0 28 27 - 29 3,95 -13 3,60
28 Hans Haagen Larsen
Nørrebro Skakklub
Denmark/Danmark 1575 1704   ½ 20 22 0     0 8 31 1     ½ 24 13 0     1 32   0 17 27 1   4 24 - 26 2,80 44 25,50
29 René Kraft
Bornholms Skakklub
Denmark/Danmark 1599 1696 21 0     ½ 17 10 0   32 1     ½ 8 31 0     0 27   0 26 30 0   2 30 3,55 -70 -8,40
30 Niels Jørgen Christiansen
Helsinge Skakklub
Denmark/Danmark 1423 1669   ½ 22 20 0   17 ½     0 23 32 1     0 25 26 0     1 31   1 29 4 24 - 26 2,25 79 21,30
31 Lars Brogård
Helsingør Skakklub
Denmark/Danmark 1220 1567 23 0   18 0     ½ 32   0 28 27 0     1 29 20 0   30 0     0 19 31 1,05 20 -7,80
32 Hans-Christian Lykke
Enkeltmedlem 1. HK
Denmark/Danmark 1252     0 24 27 0   31 ½     0 29   0 30 18 0   28 0     0 23 21 0   ½ 32 1,25 -34 0,00
 

 

Skráð af Menningar-Staður

16.09.2013 06:32

Jarðfræðiganga um Búrfellsgjá á degi íslenskrar náttúru - 16. sept. 2013

Búrfellsgjá. Ljósmynd Inga Kaldal.

 

Jarðfræðiganga um Búrfellsgjá á degi íslenskrar náttúru 16. sept. 2013

 

Í tilefni af degi íslenskrar náttúru, 16. september 2013, býður ÍSOR til jarðfræðigöngu um Búrfellsgjá og Búrfell.

Gengið er um hrauntröðina og á Búrfell. Á leiðinni verður rýnt í jarðfræðina með aðstoð nýútkomins jarðfræðikorts af Suðvesturlandi þar sem hraun, sprungur, misgengi, grunnvatn og mannvistarleifar koma við sögu. 

Leiðsögn er í höndum jarðfræðinganna Árna Hjartarsonar og Sigurðar G. Kristinssonar.

 

Brottför kl. 17.30 frá bílastæðinu Hjöllum við Vífilsstaðahlíð í Heiðmörk (ekið meðfram Vífilsstaðahlíð í átt að Hjöllum. Stuttu eftir að malbiki sleppir er brött beygja á veginum. Þar á hægri hönd er varða og örfáum metrum frá henni er bílastæði á vinstri hönd).

Áætluð heimkoma kl. 20.00

Þægileg ganga sem hentar öllum aldurshópum. Mælt er með því að hafa með sér gott nesti.

 

Fjölbreytt dagskrá er í boði á þessum degi og hægt er að kynna sér hana á sérstöku vefsvæði umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.

 

Skráð af Menningar-Staður

15.09.2013 21:46

Vísnagerðin í gær að Skarði eftir réttarsúpuna

Sigurvegari kvöldsins, Sigurjón Erlingsson á Selfossi og Skarðsbóndinn, Björgvin G. Sigurðsson. 

Sigurlaunin voru -100 ára heiðursrit Hjartar Hjálmarssonar á Flateyri - hins magnaða hagyrðings.

 

Vísnagerðin í gær að Skarði eftir réttarsúpuna

 

Tíu ára hefð er fyrir réttarsúpu Björgvins G. Sigurðssonar og Maríu Rögnu Lúðvígsdóttur að Skarði þar sem félagslega þenkjandi Sunnlendingar koma saman hjá þeim laugardagskvöld réttarhelgarinnar miklu í uppsveitum sem nú var í gær laugardaginn 14. sept.  2013.

 

Til gamans er keppt um besta seinn-partinn (botninn).

Fyrri-parta höfundar síðustu ára voru fjarri góðu gamni; þeir Karl Th Birgisson og Gylfi Þorkelsson en heimilisfólkið á Skarði reddaði málum núna.

 

Hér fer vinningsvísan þetta árið.  Seinni-partur (botn)

eftir Sigurjón Erlingsson múrarameistara á Selfossi og f.v. bæjarfulltrúa:

 

Eftir heljarbyl og haugasjó,

hillir í land að nýju.

Númer átta á einum skó,

en öðrum númer tíu.

 

Í 2. sæti er botninn eftir Róbert Hlöðversson:

 

Fokið er í flest öll skjól,

Framsókn ræður öllu.

En upp brátt kemur kratasól,

og kátt verður í höllu.

 

Í 3-4  sæti er botninn eftir Gísla Hermannsson;

 

Fokið er í skjólin flest,

Framsókn ræður öllu.

Með lúinn reiða og lasinn hest,

lötrar Hrifluvöllu.

 

Í 3-4 sæti er botninn eftir eftir Jón Inga Sigurmundsson;

 

Eftir hörkubyl og haugasjó,

hillir í land að nýju.

Senn mun verða af sólu nóg,

í Samfylkingarhlýju.

 

Menningar-Staður færði til myndar - 53 myndir eru komnar í myndaalbúmi hér á Menningar-Stað

Smella á þessa slóð:  http://menningarstadur.123.is/photoalbums/252463/

 

Nokkrar myndir hér:

 

 

 

 

 

 

 

Sigurvegarar í vísnagerð.

F.v.: Björn Ingi Bjarnasona á Eyrarbakka, sigurvegari 2012 og Sigurjón Erlingsson á Selfossi, sigurvegari 2013.

 

Skráð af Menningar-Staður 

15.09.2013 07:51

Réttarsúpa að Skarði

 

Fjölskyldan að Skarði við súpugerðina í gærkvöldi sem var að hágæðum.

 

 

 

Réttarsúpa að SkarðiHjónin Björgvin G. Sigurðsson og María Ragna Lúðvígsdóttir buðu til réttarsúpu að Skarði að köldi réttardagsins í Skeiðaréttum, sem var í gær laugardaginn 14. september 2013,  eins og þau hafa gert um árabil.

 

Fjöldi vina þeirra og samstarfsaðilar komu til réttarsúpunnar; þar á meðal voru gamalgrónir Hrútavinir frá strandþorpunum í Flóanum sem og nýir Hrútavinar víða að.

 

Menningar-Staður var að Skraði og færði til myndar.

Mun fleiri myndir síðar hér og sögð úrslit í vísna-botna-keppni kvöldsins.


 

Nokkrar myndir hér:

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

14.09.2013 15:57

Friðrik Ólafsson og Áskell Örn við toppinn á Borgundarhólmi

Friðrik Ólafsson t.h. að tafli á Borgundarhólmi í dag.

 

 

Áskell Örn Kárason að tafli á Borgundarhólmi í dag.

 

Friðrik Ólafsson og Áskell Örn við toppinn á Borgundarhólmi

 

Stórmeistarinn Friðrik Ólafsson (2407) vann finnska stórmeistarann Heikki Westerinen (2281) í sjöttu umferð NM öldunga sem fram fór í fyrradag á Borgundarhólmi. 

 

Í dag, laugardag, tefldi Friðrik við Svíann Ulf Nyberg (2130) og gerðu þeir jafntefli.

 

Friðrik hefur 5 vinninga og er í 2-4 sæti. Hann er hálfum vinningi á eftir heimsmeistaranum Jens Kristiansen (2403) og jafn Norðurlandameistaranum Jörn Sloth (2330) sem einnig er með 5 vinninga sem og Áskell Örn Kárason er vann í dag  Sloth (2330) og í fyrradag Danann Poulsten Holm Grabow (2157)

Þriðji Íslendingurinn Sigurður Krsitjánsson er í 11-20 sæti með 3.5 vinninga.

 

 

Nordisk Senior Mesterskab 2013 - Turneringstabel 
Se også Stilling, præmieliste

  = ratinggruppe A     = ratinggruppe B  
  Navn og klub   Rat ELO  1  2  3  4  5  6  7  8  9 Total # Fv Dif ELO-Dif
1 GM Fridrik Olafsson Iceland/Island   2407   ½ 9 8 1     1 21 2 ½   3 ½     1 4 12 ½               5 2 - 4     -1,00
2 GM Jens Kristiansen
BMS Skak
Denmark/Danmark 2405 2403 10 1     1 4 3 ½     ½ 1 7 1     1 12   ½ 5             1 4,80 7 6,50
3 FM Jørn Østergaard Sloth
Nordre Skakklub
Denmark/Danmark 2322 2330   1 11 6 1     ½ 2 22 1     ½ 1 21 1     0 7             5 2 - 4 4,70 6 4,95
4 GM Heikki M.J. Westerinen Finland   2281 12 1   2 0     ½ 15   1 14 19 1   1 0     1 9             5 - 8     0,00
5 FM Bent Sørensen
Nørresundby Skakklub
Denmark/Danmark 2238 2257   ½ 13 15 ½     1 18   1 20 12 0     1 10 2 ½               5 - 8 4,80 -6 -5,85
6 FM Nils-Åke Malmdin Sweden/Sverige   2230 14 1     0 3 16 ½     0 19 17 ½     1 23 18 ½               11 - 20     -27,30
7 Askell O Karason Iceland/Island   2205   ½ 15 13 ½     1 24 26 1     0 2 11 1   3 1               5 2 - 4     9,45
8 FM Peder Berkell Sweden/Sverige   2201 16 ½     0 1 28 1     0 21 29 ½     1 26 25 0               3 21 - 27     -38,25
9 Gunnar Johnsen Norway/Norge   2171 1 ½     ½ 16 14 ½     ½ 25 23 ½     1 19 4 0               11 - 20     -14,40
10 Gösta Petersson Sweden/Sverige   2167   0 2 21 ½     1 29 15 ½     1 18 5 0     ½ 13             11 - 20     -14,70
11 Pouelsten Holm Grabow
Skakklubben Evans
Denmark/Danmark 2132 2157 3 0     1 23 25 ½     ½ 16 20 1     0 7 17 1               4 9 - 10 4,70 -14 -11,40
12 Ulf Nyberg Sweden/Sverige   2130   0 4 24 1     1 27 13 1     1 5 2 0     ½ 1             5 - 8     19,20
13 FM Jørgen Hvenekilde
Nørrebro Skakklub
Denmark/Danmark 2109 2120 5 ½     ½ 7 23 1     0 12 16 0     1 28 10 ½               11 - 20 4,15 -13 -8,55
14 Per-Olof Gromark Sweden/Sverige   2118   0 6 25 1     ½ 9 4 0     1 26 22 1       15             11 - 20     -11,40
15 Lars-Åke Svensson Sweden/Sverige   1977 7 ½     ½ 5 4 ½     ½ 10 25 1     ½ 16 14                 11 - 20     18,45
16 Lars Grahn Sweden/Sverige 1994 1968   ½ 8 9 ½     ½ 6 11 ½     1 13 15 ½     1 21             5 - 8 2,60 40 33,00
17 Eero Patola Finland   1956   0 25 29 ½     ½ 30 24 ½     ½ 6 27 1     0 11             3 21 - 27     -17,10
18 Sigurdur Kristjansson Iceland/Island   1912 26 0     1 31 5 0     1 27 10 0     1 32   ½ 6             11 - 20     12,75
19 Tarras Flodmark Sweden/Sverige   1900   1 27 26 ½     0 22 6 1     0 4 9 0     ½ 24             3 21 - 27     2,85
20 John Zachariassen
Allerød Skakklub
Denmark/Danmark 1831 1900 28 ½     1 30   ½ 26 5 0     0 11 24 0     1 31             3 21 - 27 3,95 -28 -13,65
21 Arne Walther Larsen
Hvidovre Skakklub
Denmark/Danmark 1788 1873   1 29   ½ 10 1 0   8 1     1 22   0 3 16 0               11 - 20 1,60 57 21,60
22 Hans Richard Thjømøe Norway/Norge   1862 30 ½     1 28 19 1     0 3 21 0     0 14 23 1               11 - 20     4,80
23 Jens Holm Nielsen
Amager Skakforening
Denmark/Danmark 1704 1847   1 31 11 0     0 13 30 1     ½ 9 6 0     0 22             28 2,30 6 -1,20
24 Jan Arne Bjørgvik Norway/Norge   1840 32 1     0 12 7 0     ½ 17 28 ½     1 20 19 ½               11 - 20     20,70
25 Margarita Baliuniene
Skakklubben Evans
Lithuania/Lithauen 1825 1834 17 1     0 14   ½ 11 9 ½     0 15 30 1     1 8             4 9 - 10 2,05 59 31,95
26 Bengt Wihlborn Sweden/Sverige   1811   1 18   ½ 19 20 ½     0 7 14 0   8 0     1 30             3 21 - 27     13,20
27 Søren Rud Ottesen
Silkeborg Skakklub Af 1930
Denmark/Danmark 1665 1768 19 0     1 32 12 0   18 0     1 31   0 17 29 1               3 21 - 27 3,05 -1 9,75
28 Hans Haagen Larsen
Nørrebro Skakklub
Denmark/Danmark 1575 1704   ½ 20 22 0     0 8 31 1     ½ 24 13 0     1 32             3 21 - 27 2,35 28 19,50
29 René Kraft
Bornholms Skakklub
Denmark/Danmark 1599 1696 21 0     ½ 17 10 0   32 1     ½ 8 31 0     0 27             2 29 - 30 2,60 -27 4,80
30 Niels Jørgen Christiansen
Helsinge Skakklub
Denmark/Danmark 1423 1669   ½ 22 20 0   17 ½     0 23 32 1     0 25 26 0               2 29 - 30 1,20 36 7,80
31 Lars Brogård
Helsingør Skakklub
Denmark/Danmark 1220 1567 23 0   18 0     ½ 32   0 28 27 0     1 29 20 0               31 0,80 32 6,60
32 Hans-Christian Lykke
Enkeltmedlem 1. HK
Denmark/Danmark 1252     0 24 27 0   31 ½     0 29   0 30 18 0   28 0               ½ 32 1,15 -29 0,00
 

 

 

Skráð af Menningar-Staður  - sjá: http://www.skakturnering.dk/turnering/nsm2013/hjemmeside/index.asp

14.09.2013 13:16

Stefnumótun í Svartakletti í morgun

Elfar Guðni Þórðarson hefur hér lagt á borð stefnumótandi næringarefni og vökva fyrir Geira á Bakkanum.

 

Stefnumótun í Svartakletti í morgunSiggeir Ingólfsson - Geiri á Bakkanum- staðarhaldari í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka,  Menningar-Stað,  hélt í morgun, laugardaginn 14. september 2013,  við annan mann í heimsókn á sína gömlu upprunaslóð á Stokkseyri eins og hann gerir oft.
 


Komið var m.a. við í Svartakletti hjá Elfari Guðna Þórðarsyni, hinum fjölhæfa listmálara, sem var að störfum og gerði smá kaffihlé til stefnumótunar með gestunum og varð hún árangursrík -  stefnumótunin sú.Menningar-Staður færði til myndar:

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

14.09.2013 08:11

Dagur kartöflunnar í dag í Húsinu á Eyrarbakka

Frá heyönnum við Húsið á Eyrarbakka.

 

Dagur kartöflunnar í dag, 14. september 2013,  í Húsinu á Eyrarbakka

 

 

Í dag, laugardaginn 14. september 2013,  kl. 14-16 standa Erfðanefnd landbúnaðarins og Byggðasafn Árnesinga fyrir málþingi um kartöfluna í Húsinu á Eyrarbakka

 

Dagur kartöflunnar er haldinn til að minna á mikilvægi þess að viðhalda ræktun hennar og eins til að sýna þann breytileika sem finnst í kartöfluyrkjum hér á landi. Flutt verða fróðleg erindi um norrænt samstarf og varðveislu erfðaauðlinda, áhrif kartöflunnar á þéttbýlismyndun á Íslandi og nýtingu kartöflunnar.

Tekið verður upp úr kartöflugarði byggðasafnsins og gestum gefst kostur á að sjá mismunandi kartöfluyrki. 

Þá verður samkeppni um besta kartöfluréttinn. Allir geta tekið þátt og komið með sýnishorn af kartöflurétti. Dómnefnd velur besta réttinn og veitt verða vegleg verðlaun.

 

Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir, aðgangur ókeypis.

 

Dagskrá:

14:00-14:15      Áslaug Helgadóttir - Norrænt samstarf

14:20-14:40      Hildur Hákonardóttir - Áhrif kartöflunnar á þéttbýlismyndun á Íslandi

14:45-15:05      Brynhildur Bergþórsdóttir - Nýting kartöflunnar

15:15-16:00      Tekið upp úr kartöflugarðinum og úrslit í kartöfluréttarkeppni kynnt

 

Heyannir við Húsið á Eyrarbakka.

 

Skráð af Menningar-Staður

14.09.2013 07:40

Eyrarbakkamorgun 14. september 2013

Náttúruleg lýsing í -sólstöfum- við Kríuna. Listaverk eftir Eyrbekkinginn Sigurjón Ólafsson.

 

 

Eyrarbakkamorgun 14. september 2013

 

 

Menningar-Staður færði til myndar í morgun:

 

 

Skráð af Mennningar-Staður

13.09.2013 13:48

Degi íslenskrar náttúru fagnað um allt land 16. sept. 2013

Hrútavinir við Gullfoss í sumarferð í júní 2012.

F.v.: Ófeigur Jónsson, Rúnar Ásgeirsson, Þórður Guðmundsson, Gísli Rúnar Guðmundsson og Jón Björn Ásgeirsson. 

 

Degi íslenskrar náttúru fagnað um allt land 16. sept. 2013

 

Örnefni, stjörnur, náttúruljóð, jarðfræði, jurtalitun, útikennsluapp, laxalíf, skipulagsuppdrættir,  náttúruratleikur og kvikmyndafrumsýning er meðal þess sem almenningi gefst kostur á að kynna sér og njóta á Degi íslenskrar náttúru, sem fagnað verður um allt land á mánudag, 16. september.

Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfis- og auðlindaráðherra mun í tilefni dagsins veita fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti á sérstakri hátíðarsamkomu við Elliðavatnsbæinn sem hefst klukkan 13:30 á mánudag.

Eftirtaldir eru tilnefndir til Fjölmiðlaverðlaunanna nú:

  • Guðbjörg Gissurardóttir, ritstjóri tímaritsins Í boði náttúrunnar
  • Páll Steingrímsson, kvikmyndagerðarmaður
  • Svavar Hávarðsson, blaðamaður á Fréttablaðinu

Náttúruverndarviðurkenning Sigríðar í Brattholti er veitt einstaklingi sem hefur unniðmarkvert starf á sviði náttúruverndar.  

Fjölbreytt dagskrá

Meðal annarra viðburða má nefna að ÍSOR (Íslenskar orkurannsóknir) bjóða til jarðfræðigöngu um Búrfellsgjá og Búrfell. Á leiðinni verður rýnt í jarðfræðina með aðstoð nýútkomins jarðfræðikorts af Suðvesturlandi þar sem hraun, sprungur, misgengi, grunnvatn og mannvistarleifar koma við sögu. Landmælingar Íslands bjóða til örnefnagöngu á Akranesi og á sunnanverðum Vestfjörðum býður sérfræðingur Umhverfisstofnunar til göngu um Surtarbrandsgil.  Þá býður Náttúrustofa Austurlands og Fjarðabyggð upp á fjölskyldugöngu um Hólmanes og á Mývatni verður ný gönguleið frá Dimmuborgum opnuð.

Víða verða söfn opin almenningi og má þar nefna Náttúrugripasafnið í Neskaupstað, Surtseyjarstofu í Vestmannaeyjum og Sagnagarð fræðslu- og kynningarsetur Landgræðslu ríkisins í Gunnarsholti. Þá býður Náttúrustofa Suðausturlands til stjörnuskoðunar í stjörnuverinu í Nýheimum á Höfn.

Grænfánar verða einnig afhentir á Degi íslenskrar náttúru; í Hjallastefnuleikskólanum Velli í Reykjanesbæ og í Háskólanum á Akureyri sem þar með verður fyrstur íslenskrar háskóla að fá Grænfánann.

Saga Mývatns verður rakin í fyrirlestri forstöðumanns RAMÝ og Skipulagsstofnun verður með opið hús og leiðsögn Péturs H. Ármannssonar arkitekts um gamla skipulagsuppdrætti.

Veiðimálastofnun býður upp á stutta kynningu á lífríki vatnsins á tveimur stöðum á landinu, umhverfisnefnd Garðabæjar býður upp á fuglaskoðun í friðlandi Vífilsstaðavatns og umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur býður til náttúruskoðunar í Öskjuhlíð undir yfirskriftinni „Lífríkið er allt um kring".

Loks má nefna að afmælisbarn dagsins, Ómar Ragnarsson, frumsýnir þrjár kvikmyndir í Bíó Paradís: Heimilda- og fræðslumyndina „Akstur í óbyggðum“ og tvö tónlistarmyndbönd.

Ítarlega dagskráDags íslenskrar náttúru er að finna á vef umhverfis- og auðlindaráðuneytisins á slóðinni: http://www.umhverfisraduneyti.is/dagur-islenskrar-natturu-2013/dagskra

 

Sumarferð 2008.

Hrútavinirnir Rúdólf Jens Ólafsson og Hlynur Gylfason hjá bænum Kleifum í botni Gilsfjarðar og séð að Gullfossi. 

 

Skráð af Menningar-Staður