Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2013 September

13.09.2013 08:36

Auglýst eftir umsóknum um styrki úr Þróunarsjóðnum Ísland allt árið

Frá stefnumótunarstund í Upplýsingamiðstöðinni í Félagsneimilinu Stað á Eyrarbakka, Menningar-Stað

 

Auglýst eftir umsóknum um styrki úr Þróunarsjóðnum Ísland allt árið

 

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og Landsbankinn auglýsa eftir umsóknum um styrki úr Þróunarsjóði  ferðamála í tengslum við markaðsátakið Ísland allt árið. Markmið sjóðsins er að styrkja þróun verkefna sem auka framboð utan háannatíma ferðaþjónustu og auka þannig arðsemi fyrirtækja í greininni. Til úthlutunar að þessu sinni eru samtals 35 milljónir króna.

Sjóðurinn hefur á undanförnum árum úthlutað 70 milljónum króna til 32 verkefna og lögð hefur verið áhersla á að styðja við samstarfsverkefni fyrirtækja sem lengt geta ferðamannatímann á tilteknum svæðum,  en einnig hafa afbragðsverkefni stakra fyrirtækja notið stuðnings sjóðsins.

Í umsókn þurfa að koma fram skýrar hugmyndir um hvernig verkefni er ætlað að skila í senn aukinni atvinnu og varanlegum verðmætum. Miðað er við að verkefnið verði að vera vel á veg komið innan þriggja ára frá styrkveitingu.
Umsóknarfrestur er til 23. október nk. og er gert ráð fyrir að styrkirnir verði afhentir í desember.


Nánar um Þróunarsjóðinn

 

Af www.stjornarrad.is

 

Skráð af Menningar-Staður

13.09.2013 08:24

Víðir Óskarsson nýr yfirlæknir bráðamóttöku HSu á Selfossi

Víðir Óskarsson

Víðir Óskarsson.

 

Víðir Óskarsson nýr yfirlæknir bráðamóttöku HSu á Selfossi

 

Víðir Óskarsson hefur tekið að sér hlutverk yfirlæknis á bráðamóttöku HSu á Selfossi. Víðir hefur starfað við heilsugæslustöðina og sjúkrahúsið á Selfossi  frá árinu 2000 og er sérfræðingur í heimilislækningum.

 

Með þessari verkaskiptingu er aðskilin læknisfræðileg stjórnun heilsugæslunnar á Selfossi og bráðamóttökunnar. Arnar Þ Guðmundsson verður áfram yfirlæknir á heilsugæslustöðinni á Selfossi.

 

Af: www.hsu.is

 

Skráð af Mernningar-Staður

13.09.2013 07:24

Ferðamálaþing 2013 á Selfossi 2. okt.: Ísland - alveg milljón!

 

Hótel Selfoss

 

Ferðamálaþing 2013 á Selfossi 2. okt. : Ísland – alveg milljón!

 

Ferðamálaþing 2013 verður haldið á Hótel Selfossi 2. október næstkomandi. Yfirskrift þingsins er Ísland – alveg milljón! -Skipulag, fyrirhyggja og framtíðarsýn í íslenskri ferðaþjónustu.

Að þessu sinni er undirbúningur og framkvæmd ferðamálaþings samstarfsverkefni Ferðamálastofu og Skipulagsstofnunar.

Erlendir og innlendir fyrirlesarar

Þingið stendur frá kl. 10:00-16:15 og verða flutt á annan tug fróðlegra erinda. Fyrirlesarar eru bæði erlendir og innlendir og koma úr ýmsum greinum, líkt og sjá má á dagskránni hér að neðan.

Kjörið tækifæri

Á þinginu gefst kjörið tækifæri til að fræðast og bera saman bækur sínar um það málefni sem brennur hvað heitast á ferðaþjónustunni um þessar mundir. Allir þeir sem starfa við ferðaþjónustu, náttúruvernd, hönnun og skipulag áfangastaða ásamt sveitastjórnarfólki eru hvattir til að mæta.

Kvöldverður, gisting og gleði

Að þingi loknu er skoðunarferð í boði heimamanna. Dagurinn endar svo með kvöldverði og gleði á Hótel Selfossi. Er hótelið með sértilboð á gistingu af þessu tilefni.

Skráning

Dagskrá þingsins má sjá hér að neðan. Skráning fer fram hér á vefnum en skráning á þingið er án endurgjalds.

Dagskrá:

10:00 Setning - Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri
10:10 Ávarp - Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála.
10:30 Geological time, social time, political time - planning for the "long term" in a tourist destination 
  – Dr. Julie Scott, anthropologist and co-founder and director of Touch TD.
11:00     Kaffihlé
11:10 Er sveitarfélagið stærsti ferðaþjónustuaðilinn?
  - Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar.
11:30 Borg á tímum breytinga - Áhrif ferðamennsku á þróun Reykjavíkur
  - Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar.
11:50 Að segja það sem segja þarf við þann, sem þarf að heyra það - þannig að hann heyri það
  – Guðrún Helgadóttir, deildarstjóri ferðamáladeildar Háskólans á Hólum.
12:10     Hádegishlé
13:15 Cars, Parks and Visitors Capacity: Lessons Learned from U.S. National Parks Relevant to Iceland Today
  - Ethan Carr, Ph.D., landslagsarkitekt FASLA og prófessor í landslagsarkitektúr við University of Massachusetts
 13:40  Hard choices: Planning for sustainable tourism
  - Eric Holding, Director of Strategy, JTP cities, Bretlandi.
14:05 Landsskipulag – sóknarfæri í ferðaþjónustu?
  – Sigríður Auður Arnardóttir, skrifstofustjóri Umhverfis-og auðlindaráðuneytis.
14:20 Samvinna í samkeppni – Svæðisgarðurinn Snæfellsnes
  - Ragnhildur Sigurðardóttir, umhverfisfræðingur og bóndi Álftavatni Staðarsveit.
14:35 Andi Snæfellsness – auðlind til sóknar. Svæðisskipulag Snæfellsness sem verkfæri til verðmætasköpunar
  - Matthildur Kr. Elmarsdóttir, skipulagsfræðingur hjá Alta.
14:50     Kaffihlé
15:05 Jökulsárlón og hvað svo?
  Sigbjörn Kjartansson, arkitekt hjá Glámu - Kím.
15:20 Glöggt er gests augað – Viðhorf ferðamannsins
  – Erindi frá Ferðamálastofu.
15:30 Landinu virðing - lífinu hlýja
  - Örvar Már Kristinsson, formaður félags leiðsögumanna.
15:40 Ferðast fram í tímann – vitum við hvert við erum að fara og viljum við fara þangað?
  - Andri Snær Magnason rithöfundur. 
16:00 Þetta helst
  – Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar. 
   
  Fundarstjóri - Ásborg Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi Uppsveita Árnessýslu
   
16:20 Skoðunarferð í boði heimamanna 
19:30 Fordrykkur
20:00

 

Kvöldverður og gleði.

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

13.09.2013 07:18

Konubókastofan á Eyrarbakka einnig tilnefnd

Konubókastofan var opnuð á sumardaginn fyrsta síðastliðinn.

 

Konubókastofan á Eyrarbakka einnig tilnefnd

 

Bæjarráð Árborgar tilnefndi í gær Konubókastofuna á Eyrarbakka til frumkvöðlaviðurkenningar Árborgar, til viðbótar við þá aðila sem áður höfðu verið tilnefndir.

 

Í síðustu viku tilnefndi bæjarráð Fischersetrið, Fjallkonuna-Sælkerahús, Selfossbíó, Siggeir Ingólfsson og starfsemina á Stað og Tryggvaskála-Restaurant.

Þetta er í fyrsta sinn sem viðurkenningin er veitt en bæjarfulltrúar Árborgar munu kjósa úr tilnefningunum og munu niðurstöður liggja fyrir á bæjarstjórnarfundi í næstu viku.

 

Af: www.sunnlenska.is

 

Skráð af Menningar-Staður

 

12.09.2013 21:26

Merkir Íslendingar - Límonaðidrengurinn 12. september - Freymóður Jóhannsson

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Freymóður Jóhannsson.

 

Merkir Íslendingar - Límonaðidrengurinn 12. september

- Freymóður Jóhannsson

 

Freymóður Jóhannsson, málarameistari, listmálari og tónskáld, fæddist 12. september 1895, enda notaði hann höfundarnafnið -Tólfti september- á lög sín. Freymóður fæddist í Stærra-Árskógi, sonur Jóhanns T. Þorvaldssonar og Hallfríðar Jóhannsdóttur.

Freymóður lauk gagnfræðaprófi á Akureyri, stundaði málaranám hjá Ástu málara, framhaldsnám í Kaupmannahöfn, nám við Teknisk Selskabs Skole og í Kunstakademiet, listmálaranám á Ítalíu og í Danmörku og nám í leiktjaldagerð við Konunglega leikhúsið i Kaupmannahöfn. Hann var málarameistari á Akureyri, listmálari í Óðinsvéum 1936-39 og vann síðan við Hagstofuna í Reykjavík.

Málverk Freymóðs voru yfirleitt landslagsmyndir í súper-realískum stíl enda var honum meinilla við aðrar stefnur, einkum abstraktverk. Sem fyrsti sérmenntaði leiktjaldamálari Leikfélags Reykjavíkur vann hann mjög raunsæjar útimyndir á sviði. Margir lofuðu Freymóð fyrir vikið, en aðrir gagnrýndu hann fyrir glansmyndir sem drægju athygli frá leiknum. Deilur um leiktjöld LR hörðnuðu síðan er Lárus Ingólfsson kom heim frá leiktjaldanámi með nýjar hugmyndir árið 1933.

Freymóður var bindindismaður  (límonaðidrengur)  og frumkvöðull að hinum frægu dægurlagakeppnum SKT sem haldnar voru í Gúttó og Austurbæjarbíói á sjötta áratugnum.

Freymóður samdi texta og melódísk og grípandi dægurlög sem sum hver urðu afar vinsæl. Meðal þekktustu laga hans eru Frostrósir; Draumur fangans; Litla stúlkan við hliðið og Litli tónlistarmaðurinn.

Freymóður og Kristján Albertsson gagnrýndu harkalega sænsku kynlífsfræðslumyndina Táknmál ástarinnar, sem sýnd var í Hafnarbíói um 1970. 68-kynslóðin kunni ekki að meta þessa siðvendni og hafði skoðanir þessara öldnu menningarforkólfa í flimtingum. En þeir voru hins vegar ýmsu vanir á langri og stormasamri ævi.

Freymóður lést 6.mars 1973.

Draumur fangans eftir Freymóð Jóhannsson -  http://www.youtube.com/watch?v=z899zGn_R1c

Litli tónlistarmaðurin eftir FreymóðJóhannsson - http://www.youtube.com/watch?v=R-zi21ibN0g

 

Morgunblaðið fimmtudagurinn 12. september 2013 - Merkir Íslendingar

 

Skráð af Menningar-Stður

10.09.2013 06:44

Bókasafnsdagurinn 2013: "Lestur er bestur - spjaldanna á milli"

Bókasafnsdagurinn 2013:

Illugi Gunnarsson  mennta og menningarmálaráðherra.

 

Bókasafnsdagurinn 2013: „Lestur er bestur - spjaldanna á milli“

 

Í gær, mánudaginn 9. september 2013, var Bókasafnsdagurinn. Af því tilefni opnaði Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra nýjan upplýsingavef um bókasöfn í landinu, www.bokasafn.is á fundi Upplýsingar, sem haldinn var í bókasafni Landsvirkjunar. Á vefnum eru upplýsingar um staðsetningu, afgreiðslutíma og þjónustu rúmlega 50 bókasafna á Íslandi og á næstu vikum verður upplýsingum um fleiri söfn bætt á vefinn en alls eru bókasöfn á Íslandi yfir 100.

 Yfirskrift Bókasafnsdagsins að þessu sinni er: Lestur er bestur - spjaldanna á milli.

Upplýsing, félag bókasafns- og upplýsingafræða stendur að Bókasafnsdeginum og markmið hans er annars vegar að vekja athygli á mikilvægi bókasafna í samfélaginu og hins vegar að vera dagur starfsmanna safnanna.

Skráð af Menningar-Staður

10.09.2013 06:05

Stefán Runólfsson fyrrv. framkvæmdastjóri - 80 ára í dag 10. sept. 2013

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Stefán Runólfsson.

Var framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Stokkseyrar 1988-1992

 

Með hugann við verðmæti aflans í 66 ár

Stefán Runólfsson, f.v. framkvæmdastjóri, er 80 ára í dag - 10. sept. 2013

 

Stefán fæddist í Vestmannaeyjum 10. september 1933 og ólst þar upp. Skömmu eftir fermingu hóf hann störf í fiskvinnslu sem varð síðan starfsvettvangur hans alla tíð.

Stefán varð aðstoðarverkstjóri hjá Einari Sigurðssyni 16 ára og yfirverkstjóri þar 19 ára. Hann var síðan framkvæmdastjóri Hraðfrystistöðvar Keflavíkur árin 1962 og 1963, yfirverkstjóri hjá Fiskiðjunni hf. 1964-74, var ráðinn framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar hf. 1974-88 og var framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Stokkseyrar 1988-92. Löngum starfsferli sínum tengdum fiskvinnslu lauk Stefán hjá Frumherja sem skoðunarmaður og ráðgjafi. Hann er þó enn kallaður til þegar mikið liggur við varðandi skoðun á sjávarafurðum.

 

Heilsan, staðfesta og jákvæðni

Starfsferill Stefáns spannar nú 66 ár en þennan langa tíma þakkar hann góðri heilsu, staðfestu og jákvæðu hugarfari.

Stefán valdist snemma til starfa í félögum tengdum störfum hans og rekstri í Eyjum. Hann sat m.a. í stjórnum SÍF, Samlags skreiðarframleiðenda, Umbúðamiðstöðvarinnar, Félags síldarsaltenda á Suður- og Vesturlandi og var fulltrúi á fjölmörgum þingum Fiskifélags Íslands. Hann var formaður bygginganefndar Íþróttamiðstöðvar Vestmannaeyja, sat í undirbúningsnefnd að stofnun Herjólfs hf. í Vestmannaeyjum og í stjórn Herjólfs. Hann var formaður Sjálfstæðisfélags Vestmannaeyja í átta ár og sat í stjórn þess í 15 ár, sat í bæjarstjórn Vestmannaeyja sem vara- og aðalbæjarfulltrúi og sat í ýmsum nefndum bæjarins.

Stefán varð félagi í Oddfellowstúkunni Herjólfi IOOF í Vestmannaeyjum 1961. Hann var stofnfélagi Oddfellowstúkunnar Hásteins IOOF á Selfossi og er þar heiðursfélagi. Hann hefur verið sæmdur æðsta heiðursmerki Oddfellowreglunnar á Íslandi. Þá var Stefán félagi í Rotaryklúbbi Vestmannaeyja, sat í stjórn klúbbsins og var forseti hans um eins árs bil.

 

Traustur bakhjarl íþróttanna

Stefán er mikill Þórari, sat í stjórn íþróttafélagsins í mörg ár og var formaður ÍBV um árabil. Hann var sæmdur gullmerki íþróttafélagins Þórs og er þar heiðursfélagi. Hann hefur verið sæmdur gullmerki ÍSÍ, gullkrossi ÍSÍ og er nú heiðursfélagi ÍSÍ. Hann var sæmdur gullmerki KSÍ og gullkrossi ÍBV. Þá var hann sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 17. júní 2003 fyrir störf sín að félags- og sjávarútvegsmálum.

Stefán var sá gæfumaður að bjarga tveimur börnum frá drukknun í höfninni í Vestmannaeyjum, árið 1968 og 1972, og var af þeim tilefnum heiðraður af Sjómannadagsráði Vestmannaeyja.

Stefán var vel liðinn yfirmaður og tók þátt í lífi fólksins í gleði þess og sorg. Hann er staðfastur í skoðunum og lítið gefinn fyrir að sveigja af leið. Hann skiptir ekki um lið í miðri á, mætir á fótboltavöllinn hjá ÍBV, lætur vel í sér heyra og hefur alltaf skoðanir á leiknum.

 

Fjölskylda

Stefán kvæntist 19.11. 1966 Helgu Víglundsdóttur, f. 15.8. 1944, húsfreyju. Foreldrar Helgu voru Víglundur Arnljótsson, f. 18.5. 1916, d. 18.5. 1996, verkamaður á Akureyri, og Hermína Marinósdóttir, f. 24.9. 1919, d. 21.12. 2002, húsfreyja.

Börn Stefáns og Helgu eru Sóley Stefánsdóttir, f. 13.8. 1967, kennari, búsett í Grafarvogi en maður hennar er Þorsteinn H. Kristvinsson, eigandi Mariconnect, og eru börn þeirra Hlynur Logi, Helgi Sævar og Birkir Örn; Smári Stefánsson, f. 21.6. 1970, skrifstofustjóri, búsettur í Kópavogi en kona hans er Guðrún Jóna Sæmundsdóttir skrifstofumaður og eru dætur þeirra Bertha María og Eva María; Guðný Stefanía Stefánsdóttir, f. 12.9. 1976, íþróttafræðingur, búsett á Ísafirði og er maður hennar Jón Hálfdán Pétursson íþróttafræðingur og börn þeirra Stefán Freyr, Pétur Þór og Hálfdán Breki.

Hálfbróðir Stefáns, sammæðra, var Einar Ólafsson, f. 13.3. 1921, d. 2.12. 1984, húsvörður í Hafnarfirði.

Albróðir Stefáns var Ólafur Runólfsson, f. 2.1. 1931, d. 7.12. 2009, síðast húsvörður í Reykjavík.

Foreldrar Stefáns voru Runólfur Runólfsson, f. 29.5. 1892, d. 16.1. 1979, verkamaður í Vestmannaeyjum, og Guðný Petra Guðmundsdóttir, f. 28.2. 1900, d. 30.12. 1976, húsfreyja í Vestmannaeyjum.

Stefán og Helga taka á móti gestum í Oddfellowhúsinu í Vonarstræti 10, laugardaginn 14. september kl. 17-19.

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

 

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

 

Morgunblaðið þriðjudagurinn 10. september 2013

 

Skráð af Menningar-Staður

09.09.2013 17:08

Góðir gestir frá Hvolsvelli í heimsókn á Eyrarbakka

F.v.: Ingvar Jónsson, bílstjóri hjá ÞÁ-bílum á Selfossi og Kristín Sigurðardóttir strafsmaður á Kirkjuhvoli.

Kristín er tengdamóðir Eyrarbakka þar sem tendasonur hennar er Eyrbekkingurinn Þórir Erlingsson.

 

Góðir gestir frá Hvolsvelli í heimsókn á Eyrarbakka

 

Íbúar á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu –Kirkjuhvoli-  á Hvolsvelli komu í heimsókn á Eyrarbakka í dag.

 

Það var Siggeir Ingólfsson, staðarhaldari í Félagsheimilinu Stað sem hafði veg og vanda af móttöku gestanna ásamt  Gerðu Ingimarsdóttur.

 

Gestirnir komu í rútu frá ÞÁ-bílum á Selfossi og bílstjóri var Ingvar Jónsson.

Siggeir Ingólfsson fór með hópnum í söguferð um Eyrarbakka og Stokkseyri og allt austur að Rjómabúinu að Baugsstöðum.

 

Heimsókninni lauk með kaffi, kleinum og tertum í Félagsheimilinu Stað , Menningar-Stað.

 

Menningar-Staður færði til myndar og myndalabúm  frá heimsókninni að Stað er komið hér í myndalbúm á Menningar-Stað.

Smella á  þessa slóð:  http://menningarstadur.123.is/photoalbums/252315/

 

Nokkrar myndir hér:

 

 

 

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

09.09.2013 08:04

Mesti fjöldi ferðamanna frá upphafi

Fjöldi ferðamanna kemur við í Upplýsingamiðstöðinni í Félagsheimilinu Stað á Eyarrbakka

 

 

Mesti fjöldi ferðamanna frá upphafi

ferðamenn ágústUm 132 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í nýliðnum ágústmánuði eða 16.500 fleiri ferðamenn en í ágúst í fyrra. Aukningin nemur 14,4% milli ára og er þetta metfjöldi ferðamanna í einum mánuði.

Ef litið er til fjölda ferðamanna í ágúst á því tólf ára tímabili (2002-2013) sem Ferðamálastofa hefur haldið úti talningum má sjá umtalsverða fjölgun ferðamanna. Þannig hefur ferðamönnum fjölgað um 81 þúsund á tímabilinu, farið úr 50 þúsundum árið 2002 í 132 þúsund árið 2013. Aukningin hefur verið að jafnaði 9,3% milli ára en sveiflur hafa hins vegar verið talsvert miklar milli ára sbr. myndir hér til hliðar gefa til kynna. Hér má annars vegar sjá fjölda ferðamanna hvert ár og hins vegar hlutfallslega breytingu á milli ára.

Bandaríkjamenn, Þjóðverjar, Frakkar og Bretar tæplega helmingur ferðamanna

þjóðerni í ágústAf einstaka þjóðernum voru flestir ferðamenn í ágúst frá Bandaríkjunum (14,7%), Þýskalandi (14,0%), Frakklandi (9,8%) og Bretlandi (7,7%). Þar á eftir komu Ítalir (4,8%), Norðmenn (4,6%), Spánverjar (4,6%), Danir (4,2%) og Svíar (3,8%). Samtals voru þessar níu þjóðir um tveir þriðju (68,2%) ferðamanna í ágúst.
Af einstaka þjóðum fjölgaði Bandaríkjamönnum, Bretum og Þjóðverjum mest milli ára í ágúst. Þannig komu 3.584 fleiri Bandaríkjamenn í ágúst ár, 2.431 fleiri Bretar og 1.824 fleiri Þjóðverjar.

Hlutfallsleg auking frá öllum mörkuðum nema Norðurlöndum

Þegar aukning er skoðuð eftir einstaka markaðssvæðum milli ára má sjá að Norðurlandabúar standa í stað. 31,2% aukning er á Bretum, 27,8% aukning frá löndum sem flokkuð eru undir annað, 18,3% aukning á N-Ameríkönum og 9,7% aukning á Mið- og S-Evrópubúum. Þó ber að hafa í huga að Mið- og S-Evrópa er langstærsta markaðssvæðið í ágúst, eða um 40% af heild, þannig að talið í fjölda ferðamanna er aukningin mest þaðan.

Um 567 þúsund ferðamenn frá áramótum

Frá áramótum hafa 566.762 erlendir ferðamenn farið frá landinu, um 94 þúsund fleiri en á sama tímabili í fyrra. Aukningin nemur 20,0% milli ára. 41,1% fleiri Bretar hafa heimsótt landið, 25,5% fleiri N-Ameríkanar, 15,0% fleiri Mið- og S-Evrópubúar og 25,9% fleiri ferðamenn frá löndum sem flokkast undir ,,annað“. Norðurlandabúum hefur hins vegar fjölgað mun minna eða um 3,9%.

Ferðir Íslendinga utan

Um 36 þúsund Íslendingar fóru utan í ágúst eða 250 færri en í ágúst í fyrra. Frá áramótum hafa um 240 þúsund Íslendingar farið utan, um 2.500 færri en á sama tímabili árið 2012. Fækkunin nemur 1,0% milli ára.

Nánari upplýsingar

Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð. Skiptingu milli landa má sjá í töflunni hér að neðan og nánari upplýsingar undir liðnum Tölur og útgáfur / Fjöldi ferðamanna hér á vefnum.

Nánari upplýsingar veitir Oddný Þóra Óladóttir, rannsóknastjóri oddny@ferdamalastofa.is

Af vef Ferðamálastofu.

Hrúturinn Gorbi - forystusauður frá Brúnastöðum- fagnar gestum og gangandi á Stað.

 

Skráð af Menningar-Staður

09.09.2013 06:06

Hemmi Gunn í aðalhlutverki nýrrar bókar

 

 

Hemmi Gunn í aðalhlutverki nýrrar bókar

 

Annað hefti í nýjum flokki ritraðarinnar Mannlíf og saga fyrir vestan, er komið út. Það er Vestfirska forlagið sem gefur ritröðina út.

Í fyrsta hefti ritraðarinnar voru 20 bækur. Í nýjasta heftinu er Hermann heitinn Gunnarsson, eða Hemmi Gunn, aðal söguhetjan. „Hann dvaldi mikið hér fyrir vestan eins og mörgum er kunnugt. Enda átti hann vinum að mæta á ættarslóðum, með fóstru sína í fararbroddi.

Að öðru leyti er þetta hefti stútfullt af allskonar efni. Bæði af léttara og alvarlegra tagi. Sem sagt: Vestfirðingar í blíðu og stríðu, lífs og liðnir,“ segir í bókalýsingu. 

Hallgrímur Sveinsson hjá forlaginu segir mikið í gangi hjá þeim þessa dagana og að sjálfsögðu verði forlagið með í jólabókaflóðinu sem ekki er langt í. 

 

Skráð af Menningar-Staður