Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2013 September

08.09.2013 20:35

Bókasafnsdagurinn verður haldinn hátíðlegur mánudaginn 9. september 2013

Frá 80 ára afmæli Bókasafns Ungmennafélags Eyrarbakka 23. apríl 2007.

 

Bókasafnsdagurinn verður haldinn hátíðlegur mánudaginn 9. september 2013

 

Að þessu sinni er dagurinn tengdur degi læsis sem er haldinn 8. september ár hvert. Yfirskrift dagsins er ,,Lestur er bestur – spjaldanna á milli“.

Tilgangur dagsins er að vekja athygli á mikilvægi bókasafna fyrir þjóðfélagið. Bókasöfn gegna mikilvægu hlutverki sem miðstöð fræðslu og þekkingar, fyrir framboð á tónlistar- og myndlistarefni, yndislestri og afþreyingu, fyrir aðstoð við upplýsingaöflun og gagnaleit. Bókasöfn eru auk þess samkomuhús, menningarmiðstöðvar og góður staður til að vera á.

Yfir 100 bókasöfn munu taka á móti gestum sínum eins og vanalega þennan dag. Bókasöfnin eru mjög ólík – almenningsbókasöfn, hljóðbókasafn, skólabókasöfn, Landsbókasafn og ýmis sérsöfn sem eru til á stofnunum svo sem spítölum, Alþingi, söfnum eins og Þjóðminjasafni og víðar. Mörg þeirra verða með dagskrá eða tilbreytingu í starfsemi sinni eins og sjá má á eftirfarandi dæmum:

  • Í tilefni dagsins mun menntamálaráðherra, Illugi Gunnarsson, opna síðuna www.bokasafn.is með upplýsingum um bókasöfnin í landinu.
  • Kynntur verður listi yfir bestu handbækurnar að mati þeirra sem starfa á bókasöfnunum.

Hvert og eitt bókasafn skipuleggur eigin dagskrá í tilefni dagsins.

 

 

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

08.09.2013 07:17

Síðasti opnunardagar Laugabúðar í sumar er í dag

Laugabúð á Eyrarbakka.

Sigríður Hannesdóttir og Kristjana Kjartansdóttir voru þar við störf um tíma í sumar.

 

Síðasti opnunardagur Laugabúðar í sumar er í dag

 

Nú er runnin upp síðasta opnunardagur að þessu sinni í Laugabúð á Eyrarbakka, sunnudagurinn 8. september 2013.

Sumarið hefur verið skemmtilegt og margt góðra gesta lagt leið sína í þessu gömlu búð á Bakkanum.

Fyrir það erum við þakklát og hlökkum til að sjá ykkur öll við fyrsta tækifæri.

 

Væntanlega verður opið safnahelgina í nóvember og svo verður auðvitað opið í desember - mikið úrval af jólagjöfum og tækifæriskortum þá.

 

Af Facebooksíðu Laugabúðar.

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

08.09.2013 05:12

Eyrarbakkaarkitektúrinn skorar hátt: - Hallgrímskirkja önnur áhugaverðasta kirkja heims

Hallgrímskirkja í Reykjavík sem teiknuð var af Eyrbekkingnum Guðjóni Samúelssyni.

 

Eyrarbakkaarkitektúrinn skorar hátt: - 

Hallgrímskirkja önnur áhugaverðasta kirkja heims

 

Að mati danska dagblaðsins Politiken er Hallgrímskirkja í hópi fimm áhugaverðustu kirkna heims. Hún er í öðru sæti þeirra kirkna sem blaðið hvetur lesendur sína til að heimsækja, á eftir klettakirkjunni Saint-Michel d’Aiguilhe í Suðvestur Frakklandi sem reist var fyrir rúmum 1000 árum. Sem rökstuðning fyrir vali sínu á Hallgrímskirkju nefnir blaðamaðurinn hinn einstaka arkitektúr kirkjunnar en einnig útsýnið úr turninum.

Þetta kennileiti Reykjavíkur, fjórða hæsta bygging Íslands, teygir sig í 74 metra hæð og á björtum degi ætti að vera hægt að horfa alla leið til Snæfellsjökuls í 120 kílómetra fjarlægð, segir í Politiken. Einnig kemur fram að arkitektúr Guðjóns Samúelssonar frá Eyrarbakka sækir innblástur sinn í náttúruna og úr honum má fá innsýn í sagnaarf eldfjallaeyjarinnar. Sjónræn áhrif kirkjunnar minna á jökla, hveri og eyðifjöll, allt til fínustu smáatriða, að mati blaðamannsins.

Aðrar kirkjur á þessum lista eru hin ævintýralega Vasilij dómkirkja í Moskvu, Panagia Paraportiani, ein úr hópi 365 hvítkalkaðra kirkna á grísku eyjunni Mykonos, og dómkirkjan í Lundi, elst norræna erkibiskupakirkna. Þá gefur blaðamaður einnig fimm dönskum kirkjum rými í hópi áhugaverðra kirkna, en þær eru dómkirkjan í Árósum, kirkjan á Venø við Limafjörð, Hover kirkja við Ringkøbing á Jótlandi, Grundtvigskirkjan í Kaupmannahöfn og Horne kirkja á Fjóni.

Nánar

Frétt á vef Politiken

 

Hallgrímskirkja á Skólavörðuholti í Reykjavík.

 

Guðjón Samúelsson frá Eyrarbakka (1887-1950)

 

Af: www.kirkjan.is

 

Skráð af Menningar-Staður.

07.09.2013 21:15

Messa í Eyrarbakkakirkju sunnudaginn 8. september

Eyrarbakkakirkja.

 

Messa í Eyrarbakkakirkju sunnudaginn 8. september 2013

 

Guðsþjónausta verður í Eyrarbakkakirkju á morgun sunnudaginn 8. september 2013 kl. 11:00

Prestur séra Sveinn Valgeirsson.

Kirkjukór Eyrarbakkakirkju syngur.

Organisti er Haukur A. Gíslason

Meðhjálpari er Guðmundur Guðjónsson.

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

07.09.2013 07:13

Frá Kristjáni Runólfssyni skáldi í Hveragerði

Kristján Runólfsson í ræðustól í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka 6. júlí s.l.

 

Frá Kristjáni Runólfssyni skáldi í Hveragerði

 

Elskulegi Eyrarbakki.

Allt er gott á Eyrarbakka,
ungum þar mér veittist skjól,
ljúfust árin þar ég þakka,
þar mitt snérist lukkuhjól.

 

Eyrarbakki árið 1973. Ljósm.: Mats Wibe Lund.

 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

07.09.2013 06:04

Merkir Íslendingar - Sigfús Halldórsson

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Sigfús Halldórsson

 

Merkir Íslendingar - Sigfús Halldórsson

 

Sigfús Halldórsson tónskáld fæddist í Reykjavík 7. september 1920. Foreldrar hans voru Halldór Sigurðsson úrsmiður og Guðrún Eymundsdóttir húsfreyja.

Halldór var sonur Sigurðar, hreppstjóra í Skarðshlíð undir Eyjafjöllum, bróður Ingunnar, langömmu Þorsteins Thorarensens rithöfundar, föður Bjargar Thorarensen lagaprófessors. Sigurður var sonur Halldórs, b. í Álfhólum í Landeyjum Þorvaldssonar, bróður Björns, föður Þorvalds, ríka á Þorvaldseyri.

Guðrún var dóttir Eymundar Eymundssonar, b. á Skjaldþingsstöðum, bróður Sigfúsar bóksala og Sigríðar, langömmu Gríms Helgasonar, forstöðumanns handritadeildar Landsbókasafnsins, föður Vigdísar rithöfundar.

Eftirlifandi eiginkona Sigfúsar er Steinunn Jónsdóttir og eignuðust þau tvö börn.

Sigfús lauk prófi í leiktjaldahönnun og málaralist við Slade Fine Art School í

Lundúnaháskóla 1945, stundaði nám í Stokkhólmsóperunni 1947-48, lauk prófi í uppeldis- og kennslufræði, stundaði nám í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og við Tónlistarskóla Reykjavíkur.

Sigfús var afkastamikill málari og hélt fjölda málverkasýninga. Hans verður þó fyrst og fremst minnst sem eins ástsælasta tónskálds þjóðarinnar á síðustu öld. Sigfús samdi fjölda frábærra sönglaga sem mörg hver slógu í gegn sem dægurlög á sínum tíma. Mörg þessara laga hafa elst svo vel að þau hafa orðið sífellt vinsælli með hverri kynslóð og eru nú klassískar perlur. Lög Sigfúsar eru melódísk og mörg hver angurvær, ekki síst lög hans við ljóð Tómasar Guðmundssonar.

Meðal þekkustu laga Sigfúsar eru Litla flugan, Dagný, Við eigum samleiö, Tondeleyó og Vegir liggja til allra átt. Síðastnefnda lagið er fyrsta íslenska kvikmyndalagið, samið fyrir myndina 79 af stöðinni.

Sigfús lést 21. desember 1996.

Morgunblaðið laugardagurinn 7. september 2013 - Mrkir Íslendingar

 

Skráð af Menningar-Staður

06.09.2013 21:48

Dagsferð til Dala laugardaginn 7. sept. 2013

 

Sigurður Sigurðarson í pontu í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka - Menningar-Stað,  þann 6. júlí 2013.

 

Dagsferð til Dala laugardaginn 7. sept.  2013

 

Góðir Félagar í Árgala,

 

Kvæðamannafélagið Iðunn efnir í dagsferð til Dala laugardag 7. sept. 2013

Þetta er söguferð. - Heimsóttir verða sögustaðir og fræðst um Dali í fortíð og nútíð. Dalasýsla er sögufræg.

Sögustaðirnir fjölmargir. 

Nokkrir  þeirra verða sóttir heim.Laxdæla er góður grunnur fyrir slíka för en ekki nauðsynleg.

 

Það eru nokkur laus sæti í rútunni okkar.

Velkomnir séu þeir, sem fýsir að fara með. Fargj verður 5000kr  á mann og þar í er innifalið skoðunargjald á viðkomustöðum. Ódýrt.

 

Brottför frá Umferðamiðstöð (BSÍ) kl 1/9 eða 8:30 á laugardagsmorgni Rúta frá Jónatan Þórissyni Mosfellsbæ verður úti fyrir (líkl. hvít TREX)

 

VIÐKOMUSTAÐIR:

-Borgarnes aftöppun og átöppun

-Eiríksstaðir í Haukadal, fæð.st. Leifs heppna. Leiðsögn Sig.Jök Vatni -Hjarðarholt kirkjustaður, bær Ólafs Pá. Leiðs. sr.Anna Eiríks -Búðardalur. Svo til Sælingsdals og um Fellsströnd -Laugar, bær Guðrúnar Ósvífursdóttur, Tungustapi skammt undan -Krosshólaborg, bænastaður Auðar Djúpúðgu -Hvammur, Bær Auðar, Hvamm-Sturlu og fæð st Snorra Sturlusonar(1179) -Sumarhöll Ragnars Inga Aðalsteinssonar formanns Iðunnar -Vogur  Kjötsúpa og heimabakað brauð  kr. 2000.- -Svo um Klofning og Skarðsströnd Himsótt Ólöf ríka. gengið í kirkju -Um Nípurhlíð og Tjaldaness að Staðarhóli og hugsað til  skáldanna 3ja: Sturlu Þórðar, Stefáns í Hvítadal og Steins St.

-Ólafsdalur, búnaðarskóli Torfa Ólafssonar og Guðlaugar Zakarías -Um Saurbæ, Svínadal, Búðardal, Skógaströnd, Heydal til Borgar -Heilsað upp á Kjartan Ólafsson frá Hjarðarholti. jarðaður 1002.

-Til Rvk líkl kl 8:00

 

....... Menn þurfa ekki að kveða og ekki að yrkja en munu samt

       njóta ferðarinnar er mín trú. Panta má hjá mér eða Þorvaldi

       Þorvaldssyni: vivaldi@simnet.is, s. 895 9564

 

  Bestu kveðjur,

  Sigurður Sigurðarson

  sigsig@hi.is s. 892 1644

 

 

Frá 100 ára afmælisfagnaði Björns Inga Bjarnasonar og Hrútavina í Félagsheimilinu Stað þann 6. júlí 2013.

F.v.: Hrúturinn Gorbasjev, Sigurður Sigurðarson flytur kvæði og Ólafur Bragason.

 

Skráð af Menningar-Staður.

06.09.2013 20:53

Dagur kartöflunnar á Eyrarbakka 14. september 2013

 

Húsið á Eyrarbakka.

 

Dagur kartöflunnar á Eyrarbakka 14. september 2013

 

Erfðanefnd landbúnaðarins og Byggðasafn Árnesinga í Húsinu á Eyrarbakka munu þann 14. sept. nk. halda málþing um kartöfluna.

Dagur kartöflunnar er haldin til að minna á mikilvægi þess að viðhalda ræktun hennar og eins til að sýna þann breytileika sem finnst í kartöfluyrkjum hér á landi.

Flutt verða fróðleg erindi um norrænt samstarf og varðveislu erfðaauðlinda, áhrif kartöflunnar á þéttbýlismyndun á Íslandi og nýtingu kartöflunnar. Tekið verður upp úr kartöflugarði byggðasafnsins og gestum gefst kostur á að sjá mismunandi kartöfluyrki. Auk þess verður kartöflurétta keppni og dómnefnd velur besta kartöfluréttinn, vegleg verðlaun í boði.

Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir, aðgangur ókeypis.

 

Af: www.dfs.is

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

06.09.2013 05:53

Göngustígurinn milli Stokkseyrar og Eyrarbakka fer hina stuttu leið

Eyrbekkingurinn Ari Björn Thorarensen,  forseti Bæjarstjórnar Árborgar,  hefur alla tíð verið þeirrar skoðunar að göngustígurinn milli Stokkseyrar og Eyrarbakka eigi að fara þá leið sem nú er verið að leggja til. 

 

Göngustígurinn milli Stokkseyrar og Eyrarbakka fer hina stuttu leið

 

Á næst síðasta fundi Bæjarráðs Árborgar, sem haldinn var fimmtudaginn  29. ágúst 2013, var samþykkt að leggja til  að göngustígurinn milli Stokkseyrar og Eyrarbakka verði á hinni stuttu leið milli þorpana eins og fyrri kynslóðir hafa gengið um aldir.

 

Smaþykktin var þannig:

Fjörustígur

 Bæjarráð leggur til að farin verði leið B skv. minnisblaði Verkfræðistofu Suðurlands og fer þess á leit við skipulags- og byggingarnefnd að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á aðalskipulagi.

 

Unnið upp af www.arborg.is

 

Göngustígurinn glæsilegi milli Stokkseyrar og Eyrarbakka er nú kominn að Hraunsá:

 

 

 

 

 

_______________________________Gamla þjóðleiðin milli Eyrarbakka og Stokkseyrar hefur orðið til vegna verksvits og reynslu fyrri kynslóða um aldir. 

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

05.09.2013 19:58

Geiri á Bakkanum tilnefndur til frumkvöðlaviðurkenningar Árborgar 2013

Í morgun á útsýnispallinum glæsilega við Félagsheimilið Stað. F.v.: Siggeir Ingólfsson -Geiri á Bakkanum- Jóhann Jóhannsson og Elías Ívarsson.

 

Siggeir Ingólfsson, -Geiri á Bakkanum- tilnefndur til frumkvöðlaviðurkenningar Árborgar 2013

 

150. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn í morgun fimmtudaginn 5. september 2013  í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.

 

Meðal mála á fundinum var:

 

Tilnefning til frumkvöðlaviðurkenningar

Bæjarráð tilnefnir eftirtalda aðila til frumkvöðlaviðurkenningar 2013:

 

Fichersetrið

Fjallkonuna – Sælkerahús

Selfossbíó

Siggeir Ingólfsson og starfsemina á Stað, Eyrarbakka

Tryggvaskála – Restaurant

 

Bæjarfulltrúar munu kjósa úr tilnefningum. Niðurstöður munu liggja fyrir á bæjarstjórnarfundi 18. september nk.

 

Unnið upp af www.arborg.is

 

F.v.: Jóhann Jóhannsson, Elías Ívarsson og Siggeir Ingólfsson staðarhaldari að Stað á Eyrarbakka.

 

Útsýnispallurinn og skábrautin við Félagsheimilið Stað. Verkinu er nánast lokið. 

F.v.: Elías Ívarsson, Siggeir Ingólfsson og Jóhann Jóhannsson.

 

 

Skábrautin og útsýnispallurinn við Félagsheimilið Stað á Eyrarbakka, Menningar-Stað.

 

 

Skráð af Menningar-Staður