Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2013 September

03.09.2013 07:20

25 ár frá opnun Óseyrarbrúar við Eyrarbakka

Óseyrarbrú. Hún er 360 metra löng og stytti leiðina frá Eyrarbakka til Þorlákshafnar úr 45 kílómetrum í 15 kílómetra.

 

25 ár frá opnun Óseyrarbrúar við Eyrarbakka

 

Óseyrarbrú skal hún heita Mikill mannfjöldi fylgdist með opnun brúarinnar yfir Ölfusárósa Selfossi. 

TIL hamingju Árnesingar með Óseyrarbrú, Óseyrarbrú skal hún heita," sagði Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra og fyrsti þingmaður Sunnlendinga í upphafi máls síns þegar hann opnaði brúna yfir Ölfusárósa formlega fyrir umferð á laugardag, 3. september. Mikill mannfjöldi var saman kominn við eystri brúarsporðinn til að fylgjast með opnun brúarinnar og fagna tilkomu hennar.

Snæbjörn Jónsson vegamálastjóri lýsti mannvirkinu og afhenti það formlega til Matthíasar Á. Mathiesens samgöngumálaráðherra. Matthías flutti ávarp, lýsti mikilvægi brúar gerðarinnar fyrir Árborgarsvæðið, rifjaði upp brúargerðina yfir Ölfusá við Selfoss og lagði áherslu á mikilvægi samgöngumála við mótun byggðastefnu í landinu.

Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra minnti á það meðalannars í ávarpi sínu að mikilvægt væri að byggðarlögin næðu að hagnýta sér brúna sem best. Þannig næði framkvæmdin markmiði sínu.

Með tilkomu Óseyrarbrúar hefst umferð um Ölfusárósa eftir að hafa legið niðri í hartnær hundrað ár. Við Óseyrarnes var ferjustaður sem lagðist af með tilkomu Ölfusárbrúar við Selfoss.

Margir baráttumenn fyrir brúargerðinni höfðu á orði á opnunardaginn að lokið væri fjörutíu ára baráttu og þetta væri því mikill hátíðisdagur. Reyndar er mun lengra síðan fyrst var haft á orði að brúar væri þörf yfir ósinn. Opnuð var sýning í Stað á Eyrarbakka þarsem saga baráttunnar fyrir brúnni var rakin. Þar var einnig borið fram hátíðakaffi í tilefni dagsins.

Sjómenn á Eyrarbakka og Stokkseyri hafa lagt áherslu áað brúin geri þeim auðveldara um vik að sækja sjóinn frá Þorlákshöfn. Áhersla þeirra undirstrikar þýðingu brúarinnar fyrir Árborgarsvæðið sem atvinnulegrar heildar.

Að lokinni opnun brúarinnar bauð samgönguráðherra til hófs í Hótel Selfossi. Þar voru gestir ríflega þrjú hundruð. Flutt voru ávörp þar sem þýðing brúarinnar var undirstrikuð og tilkoma hennar lofuð. Brúarverktakarn ir þökkuðu fyrir sig með því að afhenda vegamálastjóra litmynd af brúnni og einnig oddvita Eyrarbakkahrepps. Í hófinu var tveggja baráttumanna sérstaklega getið, þeirra Sigurðar Óla Ólafssonar fyrrum alþingismanns og Vigfúsar Jónssonar fyrrum oddvita á Eyrarbakka.

Eftir opnun brúarinnar var strax mikil umferð um hana og stöðugur straumur bifreiða var með ströndinni fram eftir degi. Þýðing brúarinnar í hugum manna er mikil og möguleikarnir margir sem hún er talin opna íbúum svæðisins í félagslegu og atvinnulegu tilliti. Hringvegurinn um Árborgarsvæðið er 3 kílómetrar og nú er jafn langt til Reykjavíkur frá Eyrarbakkaog frá Selfossi.

- Sig. Jóns.

Morgunblaðið mánudagurinn 6. september 1988 - Sigurður Jónsson á Selfossi

 

 

Skráð af Menningar-Staður

03.09.2013 06:16

Bjarni Guðnason, prófessor emeritus - 85 ára

Lágmynd af föður Bjarni og systkini hans saman komin við lágmynd af föður þeirra, Guðna Jónssyni prófessor, við Leirubakka í Landsveit.

Talið frá vinstri: Bjarni, Gerður, Þóra, Jónína Margrét og Bergur.

 

Bjarni Guðnason, prófessor emeritus - 85 ára

Hafnaði atvinnutilboði frá Chelsea árið 1950

 

Bjarni fæddist í Reykjavík 3.9. 1928 og ólst upp við Stýrimannastíginn í Vesturbænum. Hann var auk þess í sveit flest sumur, var í vegavinnu á Vatnsskarði og á Langadalsströnd við Ísafjarðardjúp og eitt sumar á síld á Skógafossi frá Vestmannaeyjum.

Bjarni lauk stúdentsprófi frá MR 1948, prófi í forspjallsvísindum 1949, MA-prófi í íslenskum fræðum frá HÍ 1956 og varði doktorsritgerð í íslenskum fræðum við HÍ 1963, en ritgerðin fjallaði um Skjöldungasögu. Þá stundaði hann enskunám við University College í London 1949-50.

Bjarni var stundakennari við Gagnfræðaskóla Vesturbæjar og Iðnskólann í Reykjavík, lektor í íslenskri tungu og bókmenntum við Uppsalaháskóla 1956-62, kennari við MR 1962-63, stundakennari 1964-66, og prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda við HÍ 1963-98.

Bjarni æfði og keppti í handknattleik og knattspyrnu með knattspyrnufélaginu Víkingi, keppti með liðinu sem landaði fyrsta Íslandsmeistaratitli Víkings í handknattleik og var þá í fremstu röð íslenskra handknattleiksmanna. Hann lék í meistaraflokki í báðum þessum greinum og lék fjóra landsleiki í knattspyrnu á árunum 1951-53 er landsleikir voru mun færri en nú tíðkast.

 

Lék frægasta landsleik Íslands

Fyrsti landsleikur Bjarna er jafnframt sá sögufrægasti í íslenskri knattspyrnu, gegn Svíum á Melavellinum 29.6. 1951, er Íslendingar unnu 4-3. Sama dag vann landslið Íslands í frjálsum íþróttum Norðmenn og Dani á móti á Bislett-leikvanginum í Osló.

Ríkarður Jónsson skoraði öll fjögur mörk Íslands í þessum leik en auk hans var Bjarni almennt talinn einn besti leikmaður íslenska liðsins.

Árið 1950 fékk Bjarni formlegt tilboð frá framkvæmdastjóra Chelsea um þjálfun og atvinnumennsku í knattspyrnu á vegum félagsins, en hafnaði boðinu kurteislega.

 

Pólitíkus og prófessor

Bjarni var kjörinn á þing fyrir Samtök frjálslyndra og vinstri manna er Samtökin felldu Viðreisnarstjórnina 1971, sat á þingi fyrir Samtökin til 1974 og sat m.a. í utanríkismálanefnd og Norðurlandaráði, og sat þing Alþjóða þingmannasambandsins 1971. Hann var frambjóðandi Alþýðuflokksins í Austurlandskjördæmi 1978 og 1979 og vþm. Alþýðuflokksins í Reykjavík 1983-87. Hann var varaformaður Samtaka frjálslyndra og vinstri manna frá stofnun og til 1972 og formaður Frjálslynda flokksins 1973.

Bjarni var forseti heimspekideildar HÍ 1967-69 og 1975-77, fyrsti formaður Félags háskólakennara 1969-70 og sat í stjórn Happdrættis HÍ 1971-74.

Bjarni er félagi í Vísindafélagi Íslendinga. Hann hefur ritað um íslenskar fornbókmenntir í íslensk og erlend tímarit og haldið fyrirlestra við erlenda háskóla og fræðistofnanir, gaf út Danakonungasögur á vegum Hins íslenska fornritafélags og sendi frá sér skáldsöguna Sólstafir, 1987.

 

Fjölskylda

Eiginkona Bjarna er Anna Guðrún Tryggvadóttir, f. 14.6. 1927, kennari. Hún er dóttir Tryggva Þórhallssonar, f. 9.2. 1889, d. 31.7. 1935, forsætisráðherra, og k.h., Önnu Guðrúnar Klemensdóttur, f. 19.6. 1890, d. 27.1. 1987, húsfreyju.

Börn Bjarna og Önnu Guðrúnar eru Tryggvi Bjarnason, f. 5.10. 1955, lögfræðingur og fulltrúi á Akranesi en kona hans er Erna Eyjólfsdóttir, f. 4.6.1956, starfsmaður VR og eru synir þeirra Bjarni, f. 23.11. 1981, Steindór, f. 16.1. 1987, og Trausti, f. 30.10. 1988; Gerður Bjarnadóttir, f. 3.5. 1958, kennari en maður hennar er Jón Steindór Valdimarsson, f. 27.6. 1958, lögfræðingur og eru dætur þeirra Gunnur, f. 2.10. 1982, Halla, f. 5.3. 1986, og Hildur, f. 19.8. 1988; Auður Bjarnadóttir, f. 25.9. 1961, bankastarfsmaður en börn hennar eru Bjarni Tryggvason, f. 3.5. 1993, og Anna Guðrún Þorsteinsdóttir, f. 28. 3.1996; Unnur Bjarnadóttir, f. 1.7. 1963, bankastarfsmaður en dóttir hennar er Steinunn Helga Sigurðardóttir, f. 8.3. 1986.

Alsystkini Bjarna: Gerður, f. 4.3. 1926, fyrrv. skrifstofumaður; Jón, f. 31.5. 1927, d. 25.1. 2002, prófessor í sögu við HÍ; Þóra, f. 17.2. 1931, fyrrv. móttökuritari; Margrét, f. 30.11. 1932, d. 13.5. 1952.

Hálfsystkini Bjarna, samfeðra: Einar, f. 13.4. 1939, d. 20.12. 2005, viðskiptafræðingur; Bergur, f. 29.9. 1941, d. 5.11. 2009, lögfræðingur; Jónína Margrét, f. 17.3. 1946, útgáfustjóri hjá Landlæknisembættinu; Elín, f. 14.10. 1950, d. 8.4. 2009.

Foreldrar Bjarna voru Guðni Jónsson, f. á Gamla-Hrauni við Stokkseyri 22.7. 1901, d.. 4.3. 1974, prófessor við HÍ, og f.k.h., Jónína Margrét Pálsdóttir, f. á Eyrarbakka 4.4. 1906, d. 2.10. 1936, húsfreyja.

 

Morgunblaðið þriðjudagurinn 3. september 2013

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

02.09.2013 21:46

Dönsum á Selfossi - stofnfundur

Guðleif Steingrímsdóttir og Jón Karl Haraldsson á Stokkseyri.

 

Dönsum á Selfossi - stofnfundur

 

Félagsskapurinn "Dönsum á Selfossi" hefur ákveðið að stofna félag í kringum dansinn og hefur því verið boðað til stofnfundar í Hlíðskjálf, félagsheimili hestamanna á Selfossi þriðjudagskvöldið 3. september 2013 kl. 20:00. 

Eftir fundinn verður blásið til stuðdansleiks, sem stendur til kl. 23:00.

Allir velkomnir.

 

Af: www.dfs.is

 

Skráð af Menningar-Staður

02.09.2013 21:12

Stefnir eindregið að ánægjulegu afmæli

Ólafur Helgi Kjartansson í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka þann 25. ágúst s.l. á tónleikum Kiriyama Family.

Hann er hér að segja frá deilum Nilfisk ryksuguframleiðenda við Hljómsveitina NIlFisk frá Stokkseyri og Eyrarbakka á sínum tíma. Ólafur Helgi leiddi þau mál fyrir hljómsveitini og hafði fullan sigur.

 

Stefnir eindregið að ánægjulegu afmæli

Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður er sextugur og byrjar daginn í sundlauginni á Selfossi klukkan hálf sjö. Síðan tekur við góð morgunstund með vinnufélögunum.

 

"Ég get víst ekki neitað því að þetta er að gerast en það er betra en hinn kosturinn," segir Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður um hækkandi aldur sinn en kappinn er sextugur í dag. Hann kveðst hafa hitt nánustu ættingja og vini á laugardaginn í tilefni þessara tímamóta og í dag ætlar hann að eiga góða morgunstund með vinnufélögunum á sýsluskrifstofunni á Selfossi. "Reyndar vill svo til að ég ætla að gifta líka í dag," upplýsir hann og efast ekki um að sú stund verði hátíðleg. "Daginn byrja ég samt í sundlauginni að venju, klukkan hálf sjö, um leið og hún er opnuð. Ég er oftast fyrsti gestur þar á morgnana," bætir hann við.

 

Ólafur Helgi er á ferðinni í bíl í rysjóttu veðri á meðan þetta spjall fer fram, vonandi með handfrjálsan búnað, og sambandið er svolítið slitrótt. Samt er hann krafinn um einhvern fróðleik um eigin ævi til þessa. "Ég byrjaði á því, eins og aðrir, að fara í barnaskóla og endaði námsferilinn á því að verða lögfræðingur fyrir, hvað? 35 árum. Síðan hef ég unnið hjá íslenska ríkinu," upplýsir hann.

 

En hvaðan er maðurinn? "Ég er fæddur í Reykjavík og alinn upp í Árnessýslunni en er hreinræktaður Vestfirðingur."

Það rifjast einmitt upp fyrir blaðamanni að Ólafur Helgi tók þátt í spurningakeppni átthagafélaganna síðasta vetur fyrir Sléttuhrepp, við norðanvert Ísafjarðardjúp. Hann kannast við það. "Það vill svo sérkennilega til að ég hef, frá því ég lauk námi, bara unnið í þeim tveimur héruðum sem tengjast uppruna mínum mest. Hér á Selfossi byrjaði ég sem fulltrúi sýslumanns, fór svo vestur á Ísafjörð 1984 til að gerast þar skattstjóri. Það dugði í rúm sjö ár, þá varð ég sýslumaður á sama stað. Var það rúm tíu ár og kom svo hingað í sama embætti og hef verið hér í tólf ár. Þetta er einfaldur ferill en það þýðir ekki að hann hafi alltaf verið sléttur og felldur, þó ég sé ættaður úr Sléttuhreppi," segir hann en kveðst þó ekki muna neinar svæsnar sögur að segja.

 

Hápunktana í lífinu telur Ólafur Helgi hafa verið að giftast og eignast börnin fjögur, Kristrúnu Helgu, Melkorku Rán, Kolfinnu Bjarney og Kjartan Thor. "Það er náttúrulega skemmtisaga út af fyrir sig að þau tvö síðasttöldu eru tvíburar en eiga ekki sama afmælisdaginn, því þau lentu hvort sínum megin við miðnættið. Það olli einhvern tíma þeim misskilningi úti í bæ á Akureyri að ég hefði eignast börnin hvort með sinni konunni," segir hann hlæjandi.

Þegar honum er þakkað fyrir spjallið og óskað ánægjulegs afmælisdags svarar hann hress:

"Þakka þér fyrir. Ég stefni eindregið að því."

 

Fréttablaðið mánudagurinn 2. september 2013

 

Skráð af Menningar-Staður

02.09.2013 07:17

Elín Birna á Eyrarbakka er 40 ára í dag

Elín Birna Bjarnfinnsdóttir.

 

Elín Birna á Eyrarbkka er 40 ár í dag

 

Elín Birna Bjarnfinnsdóttir að Háeyrarvöllum 46 á Eyrarbakka er 40 ára í dag, mánudaginn 2. september 2013.

 

Eiginmaður Elínar Birnu er Halldór Páll Kjartansson.

 

Börn þeirra eru:  Arnar,  Jóhanna Elín og Halldór.

 

Hamingjuóskir

 


F.v.: Halldór, Halldór, Jóhanna Elín og Elín Birna.

 

Skráð af Menningar-Staður
 

 

02.09.2013 06:34

Björn Ingi Gíslason. rakari á Selfossi er 67 ára í dag

F.v.: Vigfús Helgason á Stokkseyri og Björn Ingi Gíslason.

 

Björn Ingi Gíslason. rakari á Selfossi er 67 ára í dag

 

Kjartan Björnsson, rakari á Selfossi skrifar á Facebook:

Þessi ungi herramaður á hægri hönd (sjá mynd að ofan) er hann Bjössi rak sem tók við rakarastofunni af föður sínum árið 1968. 
Hann hefur síðan rekið rakarastrofuna með okkur bræðrum alla tíð síðan. Þessi síungi piltur hjólar af krafti og sækir Sundhöll Selfoss flesta virka daga og er í daglegri virkni eins og fimmtugur maður.
En í dag, mánudaginn 2. september 2013, á kallinn afmæli og tekur við kossum og knúsi á rakarastofunni eftir hádegi. Hann er 67 ára í dag karlinn og óskum við honum við bræður innilega til hamingju með daginn.
Hann er okkur góð fyrirmynd og til eftirbreytni á marga vegu, við elskum þig kæri lærifaðir.

Kjartan Björnsson.

 

Nokkrar myndir frá Rakarastofu Björns og Kjartans á Selfossi í tilefni dagsins:

 

Björn Ingi Gíslason og Páll Leó Jónsson kominn í slippinn. Fjær eru synirnir; Kjartan og Björn Daði einnig að klippa.

 

Rakarafeðgarnir.  F.v.: Björn Daði Björnsson, Kjartan Björnsson og Björn Ingi Gíslason.

 

Björn Ingi Gíslason með Vigfús Helgason í slippnum.

 

 

Skráða f Menningar-Staður

 

 

 

02.09.2013 05:57

Rokkaður sýslumaður - Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi - 60 ára

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Hrútavinurinn Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður á Selfossi.

 

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Á brúðkaupsdegi Melkorku.  Frá vinstri: Þórdís, Kjartan, Melkorka, afmælisbarnið, Kristrún og Kolfinna.

 

Rokkaður sýslumaður - Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi - 60 ára

 

Ólafur Helgi fæddist í Reykjavík 2.9. 1953. Hann gekk í Barnaskólann á Ljósafossi, Héraðsskólann á Laugarvatni, Gagnfræðaskólann á Selfossi, lauk stúdentsprófi frá MR 1972, embættisprófi í lögfræði við HÍ 1978, námi í opinberri stjórnsýslu og stjórnun við Endurmenntunarstofnun HÍ 1999 og er stjórnsýslufræðingur MPA frá HÍ.

Ólafur var í sveit í Arnarbæli í Grímsnesi, starfsmaður Landsvirkjunar, var í Þýzkalandi sumarið 1973 og vann á bílaþvottastöð í nokkra mánuði og hefur ekki þvegið bíl síðan. Á háskólaárunum starfaði hann í Landsbankanum og hjá sýslumanninum og bæjarfógetanum á Ísafirði.

Ólafur var dómarafulltrúi sýslumanns Árnesinga og bæjarfógetans á Selfossi 1978-84, settur bæjarfógeti á Siglufirði 1983, skattstjóri Vestfjarðaumdæmis 1984-91, sýslumaður Ísafjarðarsýslu og bæjarfógeti á Ísafirði 1991-1992, sýslumaður þar 1992-2002, og hefur verið sýslumaður á Selfossi frá ársbyrjun 2002. Ólafur var stundakennari við Gagnfræðaskóla Selfoss, FSU og MÍ og hefur haldið fyrirestra fyrir útlendinga um almannavarnir, snjóflóð og jarðskjálfta. Meistaraprófsritgerð hans fjallaði um stjórnsýslu almannavarna.

Hann sat í stjórn Vöku 1973-74, í flokksráði Sjálfstæðisflokksins 1978-85, í stjórn FUS í Árnessýslu 1978-85 og formaður 1979-81, í stjórn SUS 1979-85, í bæjarstjórn Selfosskaupstaðar 1982-84, í bæjarráði 1982-83 og 1984, sat í bæjarstjórn og bæjarráði Ísafjarðar 1986-91, var forseti bæjarstjórnar og formaður bæjarráðs þar 1990-91, sat í stjórn Orkubús Vestfjarða 1986-91, var formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga 1990-91, sat í héraðsnefnd og héraðsráði Ísafjarðarsýslu á sama tíma, en hefur ekki haft afskipti af stjórnmálum síðan.

Ólafur var formaður skólanefndar MÍ 1996-2001, situr í stjórn Blóðgjafafélags Íslands frá 2002, er formaður félagsins frá 2004, er í stjórn International Federation of Blood Donor Organization frá 2005 og virkur blóðgjafi um langt árabil.

Ólafur hefur setið í stjórn Sýslumannafélags Íslands, í stjórn Lögreglustjórafélags Íslands og er formaður þess.

 

30 Rolling Stones-tónleikar

Ólafur er þekktur áhugamaður um hljómsveitina Rolling Stones og hefur sótt 30 tónleika hennar í Bandaríkjunum, Englandi, Skotlandi, Hollandi, Þýzkalandi og síðast á Glastonbury í sumar. Þeir hittust á Ísafirði, Ólafur og Mick Jagger, 1999, og urðu þar fagnaðarfundir.

Ólafur er áhugamaður um stjórnsýslu, almannavarnir, rokk- og blústónlist, ferðalög og fjölskylduna. Hann hefur verið Rótarýmaður í nærri 35 ár, var forseti tveggja klúbba, á Selfossi og Ísafirði, umdæmisstjóri íslenzka Rótarýumdæmisins 1994-95, sat í stjórn Rotary Norden tímaritsins 1999-2012, hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir alþjóðahreyfinguna og er mjög annt um útrýmingu lömunarveiki í heiminum, átak Rótarý – Polio Plus.

Ólafur syndir á hverjum degi og gengur talsvert, er ekki áhugamaður um líkamsrækt en les mikið, einkum sögulegan fróðleik, starfstengt efni og um rokktónlist. Hann hefur sent frá sér smásagnasafnið Von að morgni.

 

Fjölskylda

Ólafur Helgi kvæntist 3.10. 1976 Þórdísi Jónsdóttur, f. 3.10. 1958, húsmóður, stúdent og hárgreiðslukonu. Hún er dóttir Jóns Magnúsar Magnússonar, fyrrum yfirverkstjóra í Reykjavík, og Kristrúnar Bjarneyjar Hálfdánardóttur húsmóður.

Börn Ólafs Helga og Þórdísar eru Kristrún Helga, f. 29.10. 1980, félagsráðgjafi hjá Hafnarfjarðarbæ en maður hennar er Ómar Freyr Ómarsson lögfræðinemi og er sonur þeirra Ríkharður Helgi, f. 2008; Melkorka Rán, f. 7.6. 1983, sjálfstætt starfandi en maður hennar er Scekin Erol hótelstarfsmaður og er sonur þeirra Volkan Víkingur, f. 2011; Kolfinna Bjarney, f. 5.7. 1992, verzlunarstjóri; Kjartan Thor, f. 6.7. 1992, nemi í sagnfræði við HÍ.

Hálfbróðir Ólafs Helga, sammæðra, er Jökull Veigar, f. 21.12. 1948, rafvirki á Álftanesi.

Alsystkini Ólafs Helga eru Skúli, f. 1.9. 1954, viðskiptafræðingur og MBA, búsettur í Colorado í Bandaríkjunum; Hjálmar, f. 1.3. 1958, viðskiptafræðingur og MBA í Reykjavík, starfsmaður sérstaks saksóknara; Bergdís Linda, f. 1.8. 1963, BA í íslensku, starfsmaður Tollstjórans.

Foreldrar Ólafs Helga: Kjartan T. Ólafsson, f. 24.7. 1924, fyrrv. vélfræðingur við Sogsvirkjanir, nú á Selfossi, og k.h., Bjarney Ágústa Skúladóttir, f. 26.10. 1926, d. 4.8. 2008, húsfreyja.

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Tveir frægir. Ólafur Helgi og Mick Jagger er þeir hittust á Ísafirði árið 1999.

Morgunblaðið mánudagurinn 2. september 2013

 

Rolling Stones-sveitin Granít frá Vík í Mýrdal og sýslumaðurinn á sviðuni í Hótel Selfossi á 10 ára afmælisfagnaði Hrútavinafélagsins Örvars haustið 2009. 

F.v.: Hróbjartur Vigfússon, Sveinn Pálsson, Ólafur Helgi Kjartansson, Guðmundur Pétur Guðgeirsson, Kristinn J. Níelsson og Bárður Einarsson

 

Ólafur Helgi Kjataransson og Kristinn J. Níelsson.

 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

 

 

01.09.2013 23:25

Fjöldi fólks og frábært kvöld hjá Kiriyama Family

Kiriyama Family eru hér að flytja aftur fyrsta lagið sem þér léku opinberlaga fyrir 5 árum,  Við gengum tvö.  F.v: Guðmundur Geir Jónsson, Víðir Björnsson, Karen Dröfn Hafþórsdóttir, gesta söngkona, Bassi  Ólfsson, Björn Kristinsson sem er gestaleikari sveirarinnar á saxafón, Karl Magnús Bjarnarson og Jóhann Vignir VIlbergsson.

 

Fjöldi fólks og frábært kvöld hjá Kiriyama Family

 

Hljómsveitin Kiriyma Family voru með tónleika í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka sunnudaginn 25. ágúst sl. Fjöldi fólks sótti tónleikana og var frábær stemmning.

Meðal tónleikagesta voru 30 Norðmenn frá Vestfold fylki  sem voru á Suðurlandi í menningarferð og höfðu áður komið á sýningu til Elfars Guða Þórðarsonar listmálara á Stokkseyri. Í upphafi var farið yfir feril hljómsveitarinnar NilFisk í myndum, tónum og  tali en grunnur Kiriyama Family liggur að 3/5 þar.

Dagsetning tónleikana nú var vegna þess að 10 ár voru frá samfundum NilFisk og Foo Fighters á Stokkseyri eins og frægt er í poppsögunni Kiriyama Family léku m.a. lög sem eru á geisladiski þeirra er kom út á síðasta ári og skoraði hátt.

Einnig nýtt efni sem verður á næsta geisladiski þeirra sem er í mótun. Þetta kemur m.a. fram í tilkynningu frá ánægðum tónleikagesti.

Dagskráin - Fréttablað á Suðurlandi greinir frá.

 

 Skráð af Menningar-Staður

01.09.2013 06:44

Góðir gestir á Menningar-Stað

Geiri á Bakkanum og Gorbi taka á móti Ingva Rafni Sigurðssyni.

 

Góðir gestir á Menningar-Stað

 

Meðal þeirra gesta sem komu við í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka, Menningar-Stað í gærmorgun var Ingvi Rafn Sigurðsson í Húsasmiðjunni á Selfossi.

 

Ingvi Rafn var m.a. að kanna aðstæður á Menningar-Stað vegna starfsmannateitis Húsasmiðjunnar um kvöldið.

Húsasmiðjan á Selfossi hefur stutt kröftuglega við framkvæmdirnar á útsýnispallinum á sjóvarnargrðinum við Félagsheimilið Stað. Fögnuður fylgir því komu starfsmanna Húsasmiðjunnar á Selfossi til Eyrarbakka.

 

F.v.: Siggeir Ingólfsson og Ingvi Rafn Sigurðsson. Hrúturinn Gorbi fylgist með.

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður.