Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2013 Október

31.10.2013 21:52

Af mannlífi og nátturu við Menningar-Stað í morgun

Frá Eyrarbakkafjöru við Menningar-Stað í morgun.

 

Af mannlífi og nátturu við Menningar-Stað í morgunFjöldi gesta og gangandi kom við í upplýsingamiðstöðinni í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka í morgun,  -Menningar-Stað.

 

Þá var hafið í ham og sýndi mörg sín bestu brot.

 

Þessir urðu fyrir myndavélinni og voru færðir til myndar:

 

F.v.: Trausti Sigurðsson og Jón Gunnar Gíslason.

.

F.v.: Eiríkur Runólfsson, Siggeir Ingólfsson og Jón Gunnar Gíslason.

.

F.v.: Eiríkur Runólfsson, Trausti Sigurðsson, Jón Gunnar Gíslason, Siggeir Ingólfsson, Eva Björk Kristjánsdóttir, Páll Egilsson og Ásgeir G. Hilmarsson.

.

 

Skráð af Menningar-Staður

31.10.2013 09:29

Eyrarbakkamorgun þann 31. október 2013

Að morgni 31. okt. 2013

 

Eyrarbakkamorgun

þann 31. október 2013

 

Er nú myrkrið úti svart,
oft það kælir sinni,
samt er í minni sálu bjart,
sólin skín þar inni.

 

Kristján Runólfsson,

Eyrarbakkaskáld í Hveragerði.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

31.10.2013 06:12

Safnahelgi á Suðurlandi - Fjölbreytt dagskrá í Sveitarfélaginu Árborg

Dorothee Lubecki er menningarfulltrúi á Suðurlandi og býr á Eyrarbakka.

Hún er hér með Siggeiri Ingólfssyni í Félagsheimilinu Stað.

 

 Safnahelgi á Suðurlandi – Fjölbreytt dagskrá í Sveitarfélaginu Árborg

 

Dagana 31. okt. – 3. nóvember 2013  er Safnahelgi á Suðurlandi haldin í sjötta sinn undir yfirskriftinni „Matur og menning úr héraði“.  Hátíðin hefur vaxið og dafnað frá upphafi og er orðin fastur punktur í menningarlífi Sunnlendinga fyrstu helgina í nóvember ár hvert. Í Sveitarfélaginu Árborg er fjölbreytt dagskrá líkt og áður með föstum árlegum viðburðum í bland við nýja. Allir ættu að finna sér eitthvað til fróðleiks og skemmtunar og vonandi tvinnað þetta tvennt saman.  

 

 Mataruppskriftir í sundlaugunum.

Sundlaugar Árborgar á Selfossi og Stokkseyri verða með uppskriftir í pottunum eins og undanfarin ár. Gestir geta skoðað gómsætar uppskriftir frá starfsmönnum sundlauganna í heitu pottunum. Verkefnið er skemmtilegt, hefur vakið verðskuldaða athygli gesta en þeir geta fengið uppskriftir með sér heim að heimsókn lokinni.

 

Bókasöfn Árborgar á Selfossi og Stokkseyri

Í bókasafninu á Selfossi verða tvær sýninga uppi en Óli Th. Ólafsson sem hefur sýnt í Listagjánni núna í október lokar sinni sýningu fim. 31. okt. Í framhaldinu opnar sýningin „Litbrigði“ með vatnslitamyndum eftir Rósu Traustadóttur.

Draugasögur eiga stóran þátt í helginni og mun Sigurgeir Hilmar segja sögur í bókasafninu á Stokkseyri fimmtudagskvöldið kl. 20:00 og aftur á Selfossi á föstudeginum kl. 18:00. Bókasöfnin verða skreytt á mismunandi vegu en skólabörn á Stokkseyri skreyta safnið þar og á Selfossi verður draugaþema.

 

Tónleikar í Tryggvaskála, Sunnlenska bókakaffið og Héraðskjalasafnið opið

Í Tryggvaskála á Selfossi sunnudaginn 3. nóvember kl. 21:00 verða stórtónleikar Mugison, Jónasar Sig. og Ómars en þeir spila loksins saman á Selfossi. Sunnlenska bókakaffið verður með ljóða og prjónakaffi föstudaginn 1.nóv. milli 17:00 og 18:00. Valgerður Jónsdóttir kynnir bók sína „Vettlingar frá Vorsabæ“ og Bjarki Karlsson les úr nýrri ljóðabók.

Hérðasskjalasafn Árnesinga verður með kynningu á vísna- og myndavefnum fim. og fös.  en nýjum upplýsingum verður bætt inn fyrir Safnahelgina.

 

Lista- og menningarverstöðin Hólmaröst og Veiðisafnið á Stokkseyri

Elfar Guðni sýnir í Gallerí Svartakletti og Valgerður Þóra mosaic á sama stað. Herborg Auðunsdóttir opnar svo vinnustofuna sína á 1.hæð í Lista- og menningarverstöðinni Hólmaröst. Veiðisafnið á Stokkseyri er opið alla helgina á milli kl. 11.00-18.00 og er almennur aðgangseyrir.

 

Byggðasafn Árnesinga  og Konubókastofan á Eyrarbakka

Heilmikil dagskrá er í gangi yfir helgina í Húsinu og Sjóminjasafninu.  Sýningarnar „Ljósan á Bakkanum“ og „Handritin alla leið heim“ eru opnar sem og beitingarskúrinn við Sjóminjasafnið. Mjög merkilegar sýningar en ljósan fjallar um Þórdísi Símonardóttur, ljósmóður á Eyrarbakka og hennar merka starf. Handritin alla leið heim sem er tileiknað skáldskaparfræði þar sem fjallað er um hið mikla söfnunarstarf Árna Magnússonar. Opið er á safninu laugardag og sunnudag frá 14:00 – 17:00 og er aðgangur ókeypis. 

Konubókastofan verður með viðburði alla helgina og byrjar á fimmtudagskvöldinu þegar Anna býður í kaffispjall um ævisögur með yfirskilvitlegu ívafi milli 19:00 og 21:00. Á laugardeginum milli 14:00 og 16:00 mun Jósefína Friðriksdóttir fjalla um Guðrúnu frá Lundi og á sunnudeginum á sama tíma fjallar Katrín Ósk Þráinsdóttir um stelpur í barnabókum.

   

Fleiri fjölbreyttir viðburðir um allt sveitarfélagið

Á Eyrarbakka tekur Hallur Karl á móti gestum í vinnustofu sinni að Litlu-Háeyri á laugardeginum milli 13:00 og 18:00.

Á Stað verður opið sunnudag milli 11:00 og 17:00 en Siggeir hefur sett upp áhugaverða ljósmyndasýningu með gömlum og nýjum myndum frá Eyrarbakka. Einnig verður markaður á Stað á sunnudeginum.

Laugabúð Eyrarbakka verður síðan opin alla helgina frá 11:00 – 17:00 en þar er hægt að finna ýmsa hluti sem og sjá kaupmanninn í hvíta sloppnum.

Á Selfossi er Fischersafnið opið á sunnudeginum milli 13:00 og 16:00 og býður gestum frítt inn í tilefni Safnahelgarinnar. Leikfélag Selfoss sýnir leikritið Maríusögur á fim., fös., og sun. kl. 20:00 í Litla leikhúsinu við Sigtún og er hægt að kaupa miða hjá þeim gegn vægu gjaldi.

Dagskrá Safnahelgar er hægt að nálgast hér að neðan.  Góða skemmtun allir Sunnlendingar.

 

Safnahelgi á Suðurlandi 2013 – dagskrá

 

Sráð af Menningar-Staður.

______________________________________________________________________

30.10.2013 17:03

Móttökuhús við Litla-Hraun

Móttökuhúsið komið á vagninum á planið við Litla-Hraun.

.

.

Móttökuhús við Litla-Hraun

 

Í gær var sett niður móttökuhús við hliðin að fangelsinu á Litla-Hrauni. Húsið var smíðað á Selfossi og flutt á stórum vagni í fyrrinótt niður á Eyrarbakka.

 

Eyrbekkingurinn Halldór Valur Pálssson hjá Fangelsismálastofnun var spurður um móttökuhúsið.

 

„Móttökuhúsið á að nota undir aðgangseftirlit fyrir þá sem eiga erindi inn í fangelsið, ss. gesti fanga og aðra sem þangað koma. Jafnframt fer þar fram leit í sendingum til fanga. Húsið verður búið biðstofu með geymsluskápum, leitarsal fyrir gegnumlýsingartæki og málmleitarhlið, ásamt sérstöku leitarherbergi og rými til að skrá og leita í sendingum ásamt móttöku/varðstofu.“

"Með tilkomu hússins er hægt að bæta aðgangseftirlit til muna en hingað til hefur allt eftirlit með gestum og sendingum farið fram eftir að viðkomandi er kominn inn á fangelsissvæðið" segir Halldór Valur.

Þá segir Halldór Valur einnig:   „Hússið er hluti af áætlun Litla-Hrauns og Fangelsismálastofnunar í að efla öryggi og ytri umgjörð fangelsisins. Í framhaldi af tilkomu hússins er jafnframt verið að vinna að uppsetningu öflugri öryggisgirðinga utan um helstu útivistarsvæði fangelsisins sem mun einnig breyta ásýnd fangelsisins.“

 

Móttökuhúsið komið á sinn stað við hliðin á Litla-Hrauni.

 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

 

30.10.2013 14:44

Eyrbekkingur í stjórn SASS

Stjórn SASS og framkvæmdastjóri. Sandra Dís Hafþórsdóttir er lengst til vinstri í neðri röð.

 

Eyrbekkingur í stjórn SASS

 

Ársþing SASS var haldið á Hótel Heklu í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, 24. og 25. október sl. Til þingsins mættu um 60 sveitarstjórnarmenn auk framkvæmdastjóra sveitarfélaganna og gesta. Þegar flest var sátu um 90 manns þingið. Ársþingið ávörpuðu ráðherrarnir Hann Birna Kristjánsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Ragnheiður Elín Árnadóttir. Einnig Halldór Halldórsson, formaður  Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

Á þinginu voru haldnir aðalfundir SASS, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, Skólaskrifstofu Suðurlands og Sorpstöðvar Suðurlands. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa voru fluttir fyrirlestrar og starfsnefndir störfuðu. Sömdu þær m.a. drög að ályktunum þingsins sem voru samþykktar í lokin. Þær fjölluðu um atvinnumál, velferðarmál, mennta- og menningarmál, samgöngumál og umhverfis og skipulagsmál. Ályktanir og ýmislegt fleira sem tengdist þinginu má finna á heimasíðu SASS; sudurland.is.

Í lok þingsins var stjórn SASS kjörin en í henni sitja:

Gunnar Þorgeirsson formaður, Grímsnes- og Grafningshreppi, Gunnlaugur Grettisson varaformaður, Vestmannaeyjabæ, Sandra Dís Hafþórsdóttir Árborg, Reynir Arnarson Hornafirði, Jóhannes Gissurarson Skaftárhreppi, Sigríður Lára Ásbergsdóttir Ölfusi, Haukur Guðni Kristjánsson Rangárþingi eystra, Helgi Haraldsson Árborg og Unnur Þormóðsdóttir Hveragerðisbæ.

Af www.dfs.is

 

Skráða f Menningar-Staður

___________________________________________________________________________


30.10.2013 11:12

Konfekt-morgun í Vesturbúðinni á Eyrarbakka

Brynjar Indriðason bauð uppá konfekt í Vesturbúðinni á Eyrarbakka í morgun...
.

..og vildi með því þakka Vitringunum fyrir hljómdiskinn með Æfingu.
Þar er m.a. sungið um Coke og súkkulaði.

.

Konfekt-morgun í Vesturbúðinni á Eyrarbakka

 

Vitringarnir komu saman til morgunfundar í Vesturbúðinni á Eyrarbakka á dag samkvæmt venju.

 

Séstakur gestur í morgun var Brynjar Indriðason, sölumaður alheimsins hjá Sælgætisgerðinni Góu í Hafnarfirði (Garðabæ).

Bauð hann Vitringunum sem og gestum og gangandi upp á konfekt frá Lindu-Góu. Vildi hann með þessu þakka Vitringunum fyrir hljómdiskinn með Hljómsveitinni Æfingu frá Flateyri sem Vitringarnir gáfu hunum á morgunfundi þann 19. sepember sl.  Hlustar hann þessar vikurnar á Æfingu í öllum ferðum sínum á Suðurlandið og hefur mikla ánægju af.

 

Siggi Björns í hljómsveitinni Æfingu hefur verið í uppáhaldi bjá Brynjari alla tónlistartíð Sigga Björns og diskurinn því happafengur fyrir Brynjar.

 

Frá Vitringafundi í Vesturbúðinni á Eyrarbakka í morgun.

F.v.: Siggeir Ingólfsson, Brynjar Indriðason, Finnur Kristjánsson og séra Sveinn Valgeirsson.

Skráð af Menningar-Staður

_________________________________________________________________________________________________________________________________________


 

30.10.2013 05:57

Beitningaskúrinn og Húsið á Eyrarbakka

Beitingaskúrinn við Óðinshús á Eyrarbakka.

 

Beitningaskúrinn og Húsið á Eyrarbakka

 

Byggðasafn Árnesinga vekur athygli á nýjum og nýlegum sýningum sínum á Safnahelgi á Suðurlandi 2013.

 

Húsið á Eyrarbakka verður opið þar sem andi kaupmanna og faktora svífur yfir. Í Húsinu eru sýningar sem opnuðu vorið 2013, Ljósan á Bakkanum og Handritin alla leið heim.

 

Beitningaskúrinn við Óðinshús verður opnaður upp á gátt.  Hann var byggður 1925 á blómaskeiði Vélbátaútgerðar á Eyrarbakka. Skúrinn var nýttur sem geymsla og saltfiskshús og voru aðgerðarstíur fyrir framan hann. En einnig var beitt í beitningaskúrnum þar sem beitt var í bala.  Beitningaskúrinn var gefin Sjóminjasafninu á Eyrarbakka árið 1991 og gerður upp. Útflattur bátur kom í ljós á vesturhlið skúrsins þegar bárujárnið var rifið af.  Ákveðið var að hafa bátinn sem ystu klæðingu. Komið hefur verið upp sýningu í Beitningaskúrnum þar sem frásagnir þeirra sem þar unnu fá að njóta sín.

 

Húsið á Eyrarbakka og Beitningaskúrinn eru opin kl. 14-17  laugardaginn 2. nóv. og sunnudaginn 3. nóv.

 

Allir velkomnir og ókeypis aðgangur. 

 

Heyannir við Húsið á Eyrarbakka.

 

Skráð af Menningar-Staður

29.10.2013 22:44

Merkir Íslendingar - Sigurður Einarsson í Holti

Sigurður Einarsson.

 

Merkir Íslendingar - Sigurður EInarssoon í Holti

 

Sigurður Einarsson í Holti fæddist á Arngeirsstöðum í Fljótshlíð 29. október 1898, sonur Einars Sigurðssonar, bónda á Fagurhóli í Austur-Landeyjum, á Arngeirsstöðum og víðar, og Maríu, dóttur Jóns Erlendssonar á Arngeirsstöðum, en hann var afi Oddgeirs Kristjánssonar tónskálds.

Sigurður stundaði verkamannastörf og sjómennsku, braust til mennta og deildi þá um skeið herbergi með Halldóri Kiljan Laxness við Laugaveginn. Í Sjömeistarasögu lýsir Halldór hugmyndaflugi og andagift þessa hátt stemmda unga manns sem var lengi dularfull blanda af „rétttrúnaðar“-guðfræðingi og róttækum sósíalista.

Sigurður tók stúdentspróf utan skóla við MR 1922 og lauk embætsisprófi í guðfræði við HÍ 1926. Hann var prestur í Flatey á Breiðafirði næstu tvö árin en sigldi síðan til Kaupmannahafnar, hóf framhaldsnám við Hafnarháskóla, kynnti sér uppeldis- og skólamál og lagðist síðan í ferðalög um Evrópu. Eftir heimkomuna 1930 var Sigurður kennari við Kennaraskóla Íslands, var jafnframt fréttamaður við Ríkisútvarpið 1931-37 og fréttastjóri þar 1937-41. Þá átti hann sæti í útvarpsráði 1943-47 og var auk þess þingmaður fyrir Alþýðuflokkinn 1934-37.

Sigurður tók við dósentsstöðu í guðfræði við HÍ 1937 eftir einhverja umdeildustu stöðuráðningu sem sögur fara af hér á landi, svokallað Dósentsmál, og gegndi þeirri stöðu til 1944. Þá varð hann skrifstofustjóri á Fræðslumálaskrifstofunni næstu tvö árin.

Sigurður varð sóknarprestur í Holti undir Eyjafjöllum 1946, og gerðu flestir ráð fyrir að þar myndi hann gera stuttan stans eins og víðar. En Sigurður var sóknarprestur undir Fjöllunum til dauðadags við umtalsverða lýðhylli.

Helstu frumsamin rit hans eru Hamar og sigð, 1930; Undir stjörnum og sól, 1953; Fyrir kóngsins makt (leikrit) 1954, Yfir blikandi höf, 1957, og Kvæði frá Holti, 1961.

Sigurður lést 23. febrúar 1967.

 

Morgunblaðið þriðjudagurinn 29. október 2013 - Merkir Íslendingar

 

Skráð af Menningar-Staður

29.10.2013 20:37

Menningarmánuðurinn október - Tónleikar Kristjönu Stefáns í Tryggvaskála mið. 30.okt. kl. 20:00

Frá tónleikum Kristjönu Stefánsdóttur og félaga í Stokkseyrarkirkju þann 12. otóber sl. á afmælisdagi Páls Ísólfssonar.

 

Menningarmánuðurinn október – Tónleikar Kristjönu Stefáns í Tryggvaskála mið. 30.okt. kl. 20:00

 

Lokakvöld menningarmánaðarins október verður haldið nk. miðvikudag 30.október kl. 20:00 í Tryggvaskála.

 

Kristjana Stefáns ásamt kvartett stígur þar á svið og heiðrar minningu stórskáldsins Páls Ísólfssonar frá Stokkseyri sem hefði orðið 120 ára þann 12. október sl. en öll lög kvöldsins eru eftir hann.

Frítt er inn á viðburðinn líkt og aðra viðburði á vegum Íþrótta- og menningarnefndar í mánuðinum en þátttaka hefur verið frábær á öllum viðburðum sem voru með fjölbreyttara móti þetta árið.

Þakkir til allra þeirra sem hafa komið að menningarmánuðinum með einum eða öðrum hætti. 

 

Íþrótta- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Árborgar 

 

Af www.arborg.is

 

tryggvaskáli_Panorama_2

 

Skráð af Menningar-Staður

29.10.2013 20:23

Vilhjálmur Árnason alþingismaður er 30 ára í dag - 29. okt. 2013

Vilhjálmur Árnason.

Í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka á Eyrarbakka þann 20. okt. s.l. F.v.: Siggeir Ingólfsson, Ásmundur Friðriksson og Vilhjálmur  Árnason.

 

Vilhjálmur Árnason alþingismaður er 30 ára í dag - 29. okt. 2013

 

Vilhjálmur Árnason ólst upp á Sauðárkróki, er búsettur í Grindavík og er lögreglumaður að mennt og nú alþingismaður.

 

Maki: Sigurlaug Pétursdóttir, f. 1981, snyrtifræðingur.

Synir: Pétur Þór, f. 2010, og Patrekur Árni, f. 2012.

 

Foreldrar: Árni Egilsson, f. 1959, skrifstofustjóri á Sauðárkróki, og Þórdís Sif Þórisdóttir, f. 1962, stuðningsfulltrúi.

 

Morgunblaðið þriðjudagurinn 29. október 2013.

 

Í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka þann 20. okt. sl. F.v.: Þórarinn Ólafsson, Siggeir Ingólfsson, Vilhjálmur Árnason, Kjartan BJörnsson, Kristján Runólfsson og Vigdís HJartardóttir.

 

Skráð af Menningar-Staður