Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2013 Október

04.10.2013 22:35

Vestfirsk orka í Þorlákshöfn

Ófá hjörtu slá örar þegar Fjallabræður mæta á svið.

Hinir vestfirsku Fjallabræður.

 

Vestfirsk orka í Þorlákshöfn

 

Hinir vestfirsku Fjallabræður þenja raddböndin á landsmóti Sambands íslenskra lúðrasveita sem verður haldið í Þorlákshöfn 4.-6. október.

 

Söngvarinn Sverrir Bergmann verður skrautfjöður Fjallabræðra á tónleikum sem lúðrasveit Þorlákshafnar stendur fyrir laugardaginn 5. október í samstarfi við Rás 2, en auk þeirra flytja 200.000 Naglbítar og Jónas Sigurðsson og ritvélar framtíðarinnar sín vinsælustu lög. Þá munu allar lúðrasveitirnar mynda þrjár stórar lúðrasveitir sem munu sameina krafta sína með þessum frábæru listamönnum. Búast má við því að um tvö hundruð manns verði á sviðinu þegar mest er. 

Þeir sem á þennan káta, auðmjúka kór hafa hlýtt segja að hægt sé að finna fyrir hinni alltumlykjandi vestfirsku orku þegar þeir syngja. Það væri því ekki vitlaust fyrir þá sem eiga heimangengt að mæta, fylla sig af orku og njóta góðrar og kraftmikillar tónlistar. Þeir sem ekki eru svo heppnir að sjá sér fært að mæta geta þó verið rólegir því Rás 2 hljóðritar tónleikana og útvarpar þeim síðar. 

 

Af www.bb.is

 

fjallabraedur

Halldór Gunnar Pálsson kórstjóri Fjallabræðra.

 

Skráð af Menningar-Staður

04.10.2013 07:14

Hláturinn lagar og lengir lífið

F.v.: Siggeir Ingólfsson og Kristján Runólfsson hinir hláturmildu.

 

Hláturinn lagar og lengir lífið

 

Brosandi á  bæði  vik

bræður Hrúta-vina

Hláturmildir hvergi hik

heimsins vanda lina.

 

Hrútavina-vísa - höfundur ókunnur

 

Þarna var spjallað um þjóðlega siði,
þorskhausa, beitingu, sögur og kvæði,
umræður spunnust hjá léttlyndu liði,
um líkamans þarfir, með andlegu fæði.

 

Kristján Runólfsson

 

F.v.: Siggeir Ingólfsson, Linda Ásdísardóttir og Kristján Runólfsson.

 

Skráð af Menningar-Staður

04.10.2013 06:58

Tónahátíð félagsheimilanna í Flóahreppi

Félagslundur í Flóahreppi.

 

Tónahátíð félagsheimilanna í Flóahreppi

 

Þrír glæsilegir tónlistarviðburðir verða í félagsheimilunum í Flóahreppi í október og nóvember.

 

Félagslundur 12. okóber:

Gissur Páll Gissurarson, tenor, mun syngja af sinni alkunnu snilld. 

Þjósárver 26. október:

Söngkvöld í umsjón Inga Heiðmars Jónssonar.  Sagnaþulan Ragnheiður Þóra Grímsdóttir frá Akranesi segir sögur og Bakkatríóið frá Hvolsvelli mun spila nokkur lög.

Þingborg 2. nóvember:

KK og Maggi Eiríks munu flytja tónlist eins og þeim einum eru lagið.

 

Miðaverð  á viðurðina í Félagslundi og Þjósárveri er  aðeins kr. 2.000 en í Þingborg kr. 3.000. Hægt er að kaupa miða á alla viðburðina og kostar sá pakki kr. 5.000.  Miðapantanir í síma 691-7082. Einnig er hægt að kaupa miða við innganginn.

Húsin opna kl. 20:30 og viðburðirnir hefjast kl. 21:00. 

 

Af www.floahreppur.is

 

Skráð af Menningar-Staður

04.10.2013 06:33

...Skreppið á Selfoss

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Sjálfsmynd.  Það kennir ýmissa grasa á ljósmyndasýningu Páls Jökuls.
 

...Skreppið á Selfoss

 

Suðurlandið verður í forgrunni á ljósmyndasýningunni Frá fjöru til fjalls, sem verður opnuð í Eldhúsinu að Tryggvagötu 40 á Selfossi.

Myndirnar á sýningunni eru eftir Pál Jökul Pétursson sem býr á Selfossi en er frá Litlu-Heiði í Mýrdal. Hann hefur stundað ljósmyndun um árabil og eru helstu viðfangsefni hans landslag, ljós og skuggar og í raun allt frá fjöru til fjalls.

Opnunin er frá klukkan 14-17 á laugardaginn en sýningin verður opin fram í janúar. Það verður hauststemning í Eldhúsinu á laugardaginn með haustdrykk og rjóma.

 

Morgunblaðið föstudagurinn 4. október 2013

 

Skráð af Menningar-Staður

04.10.2013 06:10

Frá Konubókastofunni á Eyrarbakka

10. október klukkan 19.30 verður fundur hjá Hagsmunasamtökum Konubókastofu í Rauða Húsinu á Eyrarbakka. Ljósm.: Linda Ásdísardóttir.

 

Frá Konubókastofunni á Eyrarbakka

 

Konubókastofan á Eyrarbakka var formlega opnuð á sumardaginn fyrsta 2013. Þá hafði Sveitarfélagið Árborg lagt til húsnæði undir starfsemina.

Núna á haustmánuðum er það húsnæði að verða fullt enda hafa fjölmargir, frá öllum landshlutum, verið duglegir að gefa bækur til safnsins. Það hefur meira að segja komið sending frá útlöndum. Rithöfundar hafa margar gefið sín verk og eins hafa Háskólaútgáfan, Forlagið og  Bókaútgáfunni Sæmundi gefið bækur. Í hverri viku hringir fólk sem vill gefa bækur og eins hefur verið áhugi á að koma og skoða safnið. Þetta hefur allt gerst án þess að Konubókastofan hafi auglýst. Því miður hamlar plássleysið því að hægt sé að taka á móti stærri hópum.

Umfjöllun um Koubókastofu hefur verið töluverð í vefmiðlum, ríkissjónvarpinu og útvarpi, dagblöðum og tímaritum. Það er gaman að segja frá því að ég er oft stoppuð þar sem ég er á ferðinni vegna þess að fólk vill lýsa ánægju sinni yfir verkefninu.

Næstu skref eru að opna heimasíðu og auka kynningu þar sem óskað verður eftir bókum. Fastur afgreiðslutími verður settur á en fólk er alltaf velkomið að koma í heimsókn utan þess tíma. Hringja bara fyrst. Konubókastofa verður með opið á safnahelgi í nóvember. Fleiri viðburðir verða síðar í vetur.


Hinn 10. október 2013 klukkan 19.30 verður fundur hjá Hagsmunasamtökum Konubókastofu í Rauða Húsinu á Eyrarbakka og eru allir velkomnir, bæði þeir sem hafa skráð sig í samtökin og þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með. Þar verður farið yfir starfsemi samtakanna. Framtíðin rædd og spáð í spilin.  Björg Einarsdóttir sagnfræðingur flytur erindi.F. h. Konubókastofnunar, Anna Jónsdóttir, Eyrarbakka

 

 

 

Skráð af menningar-Staður

 

03.10.2013 22:40

Stuð við stefnumótun á Bakkanum

F.v.: Siggeir Ingólfsson og Kristján Runólfsson.

 

Stuð við stefnumótun á BakkanumEyrbekkingarnir nú-búandi; Siggeir Ingólfsson í Ásheimum og Björn Ingi Bjarnason að Ránargrund og Eyrbekkingurinn/Skagfirðingurinn Kristján Runólfsson, frá Káragerði, nú-búandi í Hveragerði, voru í spjalli síðdegis um sólsetursbil við húshornið hjá Ásheimum á Eyrarbakka.

 

Slíkt spjall er að hætti Hrútavina skilgreint sem stefnumótun og var eitt og annað tekið fyrir.

 

Fljótlega bættist í hópinn Linda Ásdísardóttir á Eyrarbakka. Stefnumótunin færðist þá nokkuð; til Grænlandsmála, félagsstarfs vísnafólks og síðan að mannlífi og menningu beitustráka og beitustúlkna. Linda er liðtæk í slíku eftir vertíð á Mána ÁR frá Eyrarbakka þar sem vanir beitustrákar að vestan voru líka við balana. 

 

Komið í myndaalbúm hér á Menningr-Stað

Smella á þessa slóð:http://menningarstadur.123.is/photoalbums/253184/

 

Nokkrar myndir hér:

 

F.v.: Siggeir Ingólfsson og Kristján Runólfsson.

 

 

F.v.: Siggeir Ingólfsson Linda Ásdísardóttir og Kristján Runólfsson.

 

 

F.v.: Linda Ásdísardóttir, Siggeir Ingólfsson og Kristján Runólfsson.

 

F.v.: Siggeir Ingólfsson Linda Ásdísardóttir og Kristján Runólfsson.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

03.10.2013 16:09

Kynningarfundur vegna styrkveitinga á vegum SASS

Austurvegur 56 á Selfossi.

 

Kynningarfundur vegna styrkveitinga á vegum SASS

 

Kynningarfundur verður haldinn í tilefni af síðari úthlutun ársins á styrkjum til eflingar atvinnulífs og nýsköpunar á Suðurlandi.

Fundurinn fer fram á Austurvegi 56 á Selfossi, 3. hæð kl. 12:00, föstudaginn 4. október.

Vinsamlegast tilkynnið um þátttöku á netfangið thordur@sudurland.is.

 

Allir velkomnir.

 

Skráð af Menningar-Staður

03.10.2013 15:59

Hagkvæma húsið á Eyrarbakka

Húsið á Eyrarbakka

Haldið var upp á formleg verklok „Hagkvæma hússins“ sl. föstudag. Frá vinstri: Ástráður Guðmundsson, byggingarstjóri hússins, Gestur Ólafsson, frumkvöðull og framkvæmdastjóri Byggingarþjónustunnar ehf.,  Hákon Ólafsson, fyrrum forstjóri Rannsóknastofnunar byggingaiðnaðarins, Sigurður Jónsson, skipulags- og byggingarfulltrúi sveitarfélagsins Ölfus, Björn Marteinsson, verkfræðingur, arkitekt og verkefnisstjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð, sem stýrt hefur rannsóknum og prófunum, sem fram hafa farið við byggingu hússins,  og Þorsteinn Ingi Sigfússon,  forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.

 

Hagkvæma húsið á Eyrarbakka

 

Haldið var upp á verklok „Hagkvæma hússins“ á Eyrarbakka síðastliðinn föstudag að viðstöddu fjölmenni.  

Hagkvæma húsið er staðsett að Túngötu 9 á Eyrarbakka. Það sameinar ýmsar tækninýjungar og er byggt með vistvæn sjónarmið og  „algilda hönnun“ að leiðarljósi. Vonir eru bundnar við að tilraunahúsið á Eyrarbakka geti verið framfaraskref á sviði umhverfisvænnar og hagkvæmrar hönnunar og framkvæmda.  Í sól og blíðu við opnun hússins var tækifærið notað til að fara yfir tilurð verkefnisins og framkvæmd auk þess sem möguleikar hússins voru kynntir áhugasömum gestum. Byggingarþjónustan ehf. stendur að verkefninu með styrk frá Íbúðalánasjóði og í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands og með þátttöku Mannvirkjastofnunar.

 

Húsið er framlag til bættrar húsagerðar

Segja má að bygging þessa húss sé framlag Byggingarþjónustunnar  ehf. til bættrar húsagerðar á Íslandi á 21. öldinni, að sögn Gests Ólafssonar, frumkvöðuls, arkitekts og framkvæmdastjóra Byggingarþjónustunnar ehf.  „Í mörg ár hefur verið bent á fjölmörg  atriði, sem betur mættu fara  í íslenskum húsbyggingum án þess að þau atriði hafi komist til framkvæmda og betrumbætur gerðar í byggingum.  Þótt árlegar fjárfestingar í íslenskum byggingariðnaði séu um 200 milljarðar á ári, er litlu sem engu fé varið til rannsókna á þessu sviði og mjög lítið um að verið sé að þróa og innleiða nýjungar,“ segir Gestur, sem segir húsið til sölu, fáist viðunandi tilboð.

Vistvæn „algild“ hönnun að leiðarljósi

„Verkefnahugmyndin hefur legið á teikniborðinu hjá okkur í mörg ár án þess að viðskiptavinir okkar hafi sýnt henni nokkurn áhuga. Því ákvað Byggingarþjónustan ehf. að ríða á vaðið og byggja húsið til að sýna hvernig hægt væri að byggja einfalt, notadrjúgt og tæknilega vel gert hús án þess að það yrði alltof dýrt. Húsið er hannað með vistvæna „algilda“ hönnun að leiðarljósi og er vel aðgengilegt hreyfihömluðum. Í húsinu reynir á ýmsar nýjungar og tæknilausnir, m.a. nýja tegund undirstaða, aðferð við einangrun og óloftræst þak. Húsið er loftræst með svokölluðum loft-í-loft varmaskiptum, það þarfnast mjög lítils viðhalds og notar ekki nema um þriðjung þess rafmagns sem hefðbundið íbúðarhús notar til lýsingar.  Í húsinu eru tvö hjónaherbergi, sem eykur notagildi þess auk þess sem það hentar þá vel fólki, sem komið er á efri ár og vill fresta því að flytja á elliheimili,“ segir Gestur.

 

Af www.nmi.is

 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

03.10.2013 13:01

Ný sýning í Listagjánni á Selfossi

 

 

Ný sýning í Listagjánni á Selfossi

 

Ólafur Th Ólafsson sýnir olíu- og vatnslitamyndir í Listagjánni í október.

Ólafur útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1979 og hefur síðan þá haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum á Selfossi og í Reykjavík.

Sýningin er opin á opnunartíma Bókasafnsins og er jafnframt sölusýning.

 

Skráð af Menningar-Staður

03.10.2013 05:53

Útivistardagur BES og haustþing kennara

Magnús J. Magnússon, skólastjóri Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri við skólaslitin í byrjun júní 2013.

 

Útivistardagur BES og haustþing kennara 2013

 

Fimmtudaginn 3. október er útivistardagurinn 2013.  Að þessu sinni verður hann haldinn á Stokkseyri.  Allir Stokkseyringar koma í skólann á Stokkseyri og Eyrbekkingar taka rútuna frá Eyrarbakka sem fer hringinn á Eyrarbakka og fer rútan frá skólanum kl. 8:15

Eins og nafn dagsins gefur til kynna verða nemendur úti og eru þeir beðnir að klæða sig miðað við veður.  Ekki þarf að taka skóladót með sér þennan dag en þeir sem eru vanir að hafa með sér nesti gera það. 

Skólahaldi lýkur þennan dag kl. 13:15 hjá öllum bekkjum.  Fara þá allir heim og mæta aftur samkv. stundaskrá mánudaginn 7. okt.

 

Haustþing kennara 2013

 

Hið árlega haustþing kennara verður haldið á Hvolsvelli fimmtudaginn 3.  og föstudaginn 4. október. 

Vegna þessa verða eftirtaldar breytingar gerðar á kennslu nemenda:

Fimmtudaginn 3. október lýkur skólastarfi kl. 13:15

Föstudaginn 4. október fellur kennsla niður vegna haustþingsins.

 

Skólavistin verður opin frá kl. 7:45 – 17:00 fyrir þau börn sem eru skráð í skólavistun.

Bestu kveðjur

Skólastjóri og starfsfólk BES

 

 

 

 

 

 

 

Skráð af menningar-Staður