Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2013 Október

03.10.2013 05:38

Merkir Íslendingar - Stephan G. Stephansson

 

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Stephan G. Stephansson

 

Merkir Íslendingar - Stephan G. Stephansson

 

Stephan G. Stephansson skáld fæddist á Kirkjubóli við Víðimýri í Skagafirði 3. október 1853. Foreldrar hans voru Guðmundur Stefánsson, bóndi á Kirkjubóli, og k.h., Guðbjörg Hannesdóttir frá Reykjarhóli.

Stephan kvæntist í Bandaríkjunum náfrænku sinni, Helgu Jónsdóttur. Þau eignuðust átta börn og komust sex þeirra til fullorðinsára.

Á æsku- og unglingsárum þráði Stephan að komast til mennta, en foreldrar hans bjuggu við sára fátækt. Hann sagði síðar þá raunasögu, að þegar hann var unglingur hefði hann horft á eftir skólapiltum ríða til Reykjavíkur og hefði þá fleygt sér niður í laut og kjökrað.

Hann var búsettur í Skagafirði til 15 ára aldurs en var eftir það vinnumaður í Þingeyjarsýslu þar til hann fór með foreldrum sínum og systur til Vesturheims árið 1873. Þar vann Stephan fyrst verkamannastörf, einkum við járnbrautarlagnir og skógarhögg, en einbeitti sér síðan alfarið að bústörfum á eigin býlum.

Hann bjó fyrst í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum í fimm ár, var síðan búsettur að Görðum í Norður-Dakóta í 10 ár, flutti síðan í Alberta-fylki í Kanada árið 1889 og bjó þar til dauðadags.

Stephan var orðinn fertugur er fyrsta ljóðabók hans kom út, Úti á víðavangi, útg. 1894. Ljóðabækur hans urðu fjölmargar og flestar gefnar út í Reykjavík. Meginverk hans eru þó Andvökur I-VI sem komu út á árunum 1909-38. Þær draga heiti sitt af því að hann var oft andvaka og orti því helst á nóttunni.

Stephan var sósíalisti og raunsæis- og ádeiluskáld. Hann orti um margvísleg hugðarefni samtímans og deildi gjarnan á styrjaldir, auðvald og kirkjuvald en orti einnig hárómantísk ættjarðarljóð og sótti yrkisefni í fornbókmenntirnar. Málfar hans var fjölskrúðugt en hann hefur einnig verið gagnrýndur fyrir tyrfinn stíl.

Minnisvarði um Stephan var reistur á Arnarstapa í Skagafirði 1953, er öld var liðin frá fæðingu hans.

Stephan lést  9. ágúst 1927.

 

Morgunblaðið miðvikudagurinn 3. október 2013 - Merkir Íslendingar.

 

Minnisvarði um Stephan G. Stephansson var reistur á Arnarstapa í Skagafirði árið 1953, í tilefni af aldarafmælis skáldsins. Árið 1945 reifaði Eyþór Stefánsson tónskáld hugmyndina um byggingu minnisvarðans á skemmtun í Litla-Garði í Hegranesi. Í kjölfarið var stofnuð nefnd sem vann að því að þessi hugmynd yrði að veruleika. Nefndarmenn voru Guðjón Ingimundarson, formaður UMSS, Óskar Magnússon, bóndi í Brekku og Eyþór Stefánsson. Ríkarður Jónsson myndhöggvari var fengin til að gera hugmyndir um minnisvarðan og hannaði hann og gerði lágmyndir á varðann. Staðsetning var ákveðin á Arnastapa, skammt frá fæðingarstað skáldsins og í alfaraleið. Hróbjartur Jónasson múrarameistari á Hamri hafði yfirumsjón með byggingu varðans og hófust framkvæmdir 23. júní 1953. Þann 19. júlí 1953 var minnisvarðinn afhjúpaður að viðstöddu miklu fjölmenni í góðu veðri.

Arnarstapi er fallegur útsýnisstaður sem fer fram hjá fæstum sem keyra um Skagafjörð. Við minnisvarðann hefur verið gerður áningarstaður og upplýsingaskilti um leiðir og ferðaþjónustu í Skagafirði og er staðurinn því vinsæll áningarstaður fyrir ferðamenn.

 

Þetta efni er frá:
Héraðsskjalasafni Skagfirðinga

 

 

Skráð af Menningar-Staður

03.10.2013 05:31

Bessastaðir.

 

Opnað fyrir umsóknir um Eyrarrósina

 

Eyrarrósin, viðurkenning til framúrskarandi menningarverkefna á starfssvæði Byggðastofnunar, verður veitt í tíunda sinn sinn í febrúar 2014. Það eru Byggðastofnun, Flugfélag Íslands og Listahátíð í Reykjavík sem staðið hafa saman að verðlaununum frá upphafi.

 

Handhafi Eyrarrósarinnar hlýtur 1.650.000 krónur og flugferðir frá Flugfélagi Íslands. Aðrir tilnefndir hljóta 300.000 krónur auk flugferða.

Umsækjendur  um Eyrarrósina geta meðal annars verið stofnun, tímabundið verkefni, safn eða menningarhátíð.

Valnefnd tilnefnir þrjú verkefni og hlýtur eitt þeirra Eyrarrósina. Dorrit Moussaieff forsetafrú er verndari Eyrarrósarinnar.

 

Eyrarrósin beinir sjónum að og hvetur til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar á sviði menningar og lista. Viðurkenningin er mikilvæg enda um veglega upphæð að ræða, og tilnefning til Eyrarrósar er einnig mikilsverður gæðastimpill fyrir þau afburða menningarverkefni sem hana hljóta.

 

 Fyrri Eyrarrósarhafar eru:

Skaftfell, miðstöð myndlistar á Austurlandi, Safnasafnið á Svalbarðsströnd, Sumartónleikar í Skálholtskirkju, Bræðslan, Landnámssetrið í Borgarnesi, Aldrei fór ég suður, Strandagaldur á Hólmavík, LungA, listahátíð ungs fólks á Austurlandi og Þjóðlagahátíðin á Siglufirði.

 

Umsóknarfrestur um Eyrarrósina 2013 er til miðnættis þann 15. nóvember 2013 og skulu umsóknir sendar rafrænt á eyrarros@artfest.is

Allar nánari upplýsingar eru á vef Listahátíðar í Reykjavík, www.listahatid.is.

 

 

 

Skráð af menningar-Staður

02.10.2013 21:45

Sólarlag séð frá Menningar-Stað

 

Siggeir Ingólfsson og sólarlagið við Stað á Eyrarbakka í kvöld.

 

 

Sólarlag séð frá Menningar-Stað

 

Menningar-Staður færði til myndar sólarlagið séð af útsýnispallinum við Félagsheimilið Stað á Eyrarbakka, Menningar-Stað,  á sjöunda tímanum í kvöld.

 

Næstu ellefu vikurnar mun sólin setjast í sjóinn frá vestri sé frá Eyrarbakka þar til við vetrarsólhvörf í desember að sólin fellur í sjóinn beint fram af Bakkanum nær því í suð-suð vestri.

 

Á þessum vikum má búast við mörgum frábærum sólarlagskvöldum og í framhaldi þeirra í björtu veðri mögnuðum norðurljósasýningum.

Til viðbótar þessu verða síðan magnaðar brimsýningar þegar hafið er í ham.

 

Allt þetta er í boði á besta stað af nýja útsýnispallinum á sjóvarnargarðinum frábæra við Stað en hann verður vígður á mikilli hátíð sem verður að Stað sunnudaginn hinn 20 október nk. og hefst kl. 15:00

 

 

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

02.10.2013 10:20

Rimlarnir björguðu á Bakkanum

Siggeir Ingólfsson, staðarhaldari á Stað, innan við rimlana sem björguðu og brotnu rúðurnar.

 

Rimlarnir björguðu á BakkanumÍ nótt var gerð tilraun til innbrots í Félagsheimilið Stað á Eyrarbakka. Rúður voru brotnar í tveimur gluggum á suðurhliðinni sem sjást ekki frá þorpinu.

Þegar innbrotsþjófarnir hafa ýtt gluggatjöldum til hliðar tóku við leikfimisrimlar. Við það hafa þjófarnir þurft frá að hverfa.

 

Málið var tilkynnt lögreglu og starfsmenn Sveitarfélagsins Árborgar, sem er eigandi hússins, komu strax á staðinn til lagfæringa.

 

Myndaalbúm er komið hér á Menningar-Stað.

Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/253107/

 

Nokkra myndir hér:

Siggeir Ingólfsson.

 

 

 

F.v.: Guðmundur, Siggeir,Óðinn og Valli.

 

 

 

 

 

Skráð af menningar-Staður

02.10.2013 07:25

Markaðsátak, samstarf og kynning

Tékklendingar við Félagsheimilið Stað á Eyrarbakka, -Menningar-Stað-  í sumar.

 

Markaðsátak, samstarf og kynning

 

Út er komin framvinduskýrsla Markaðsstofu Suðurlands. Þar er greint frá hinum fjölmörgu verkefnum sem Markaðsstofan hefur átt frumkvæði að.

Menningar-Staður á Eyrarbakka er þátttakandi í Markaðsstofunni. 

 

Stærsta verkefni markaðstofunnar síðasta ár hefur líklega verið verkefnið og vefurinn www.winterwonderland.is.

Verkefnið er liður í því að lengja ferðamannatímabilið. Á vefnum er athygli á því sem boðið er upp á yfir vetrarmánuðina og einnig eru ferðamenn hvattir til að senda inn myndir.

Þá stendur Markaðsstofan fyrir margvíslegu samstarf og hefur fengið aðila úr ferðaþjónust til að hittast og þróa pakkaferðir.

 

Síðast en ekki síst er stöðugt unnið að kynningar- og markaðsmálum svo sem með útgáfu suðurlandsbæklings, en honum er dreift um allt land.

 

Hægt er að skoða skýrslu markaðsstofunnar  HÉR

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

02.10.2013 05:38

Halldóra Bjarnadóttir á Eyrarbakka er 95 ára í dag - 2. okt. 2013

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Halldóra Bjarnadóttir

 

Halldóra Bjarnadóttir á Eyrarbakka er 95 ára í dag - 2. okt. 2013

 

Halldóra Bjarnadóttir frá Öndverðarnesi, lengst af búsett á Selfossi, nú að Sólvöllum á Eyrarbakka, er 95 ára í dag, 2. október.

 

Hún tekur á móti vinum og vandamönnum á Hótel Selfossi sunnudaginn 6. október kl. 15.

Gjafir vinsamlegast afþakkaðar.

 

Morgunblaðið þriðjudagurinn 2. október 2013.

 

Sólvellir á Eyrarbakka.

 

Skráð af Menningar-Staður

02.10.2013 05:31

Merkir Íslendingar - Sigfús Blöndal

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Sigfús Blöndal.

 

Merkir Íslendingar - Sigfús Blöndal

 

Dr. Sigfús Benedikt Björnsson Blöndal orðabókarhöfundur fæddist á Hjallalandi í Vatnsdal 2.10. 1874. Hann var sonur Björns Blöndal sundkennara í Reykjavík, sonar Lúðvíks Blöndal, trésmiðs og skálds, sonar Björns Auðunssonar, sýslumanns í Hvammi og ættföður Blöndalsættar. Móðir Sigfúsar var Guðrún Sigfúsdóttir, pr. á Tjörn á Undirfelli í Vatnsdal Jónssonar, og Sigríðar Björnsdóttur Blöndal.

Björn lauk stúdentsprófi 1892 og cand.mag.-prófi í málfræði með latínu sem aðalgrein við Kaupmannahafnarháskóla. Hann dvaldi í Englandi og Frakklandi skamma hríð en var síðan búsettur í Kaupmannahöfn til æviloka.

Björn starfaði lengst af við Konunglega bókasafnið í Kaupmannahöfn, var skipaður bókavörður þar 1914 en fékk lausn 1939. Þá var hann lektor í íslensku nútímamáli við Kaupmannahafnarháskóla.

Björn var virtur fræðimaður og prýðilega skáldmæltur. Þekktastur er hann fyrir sína miklu íslensk-dönsku orðabók sem hann vann að ásamt eiginkonu sinni, Björg Caritas Þorláksson. Vinna þeirra við orðabókina stóð í tæp tuttugu ár og mun Björg hafa unnið að verkinu samfellt á þeim tíma, ekki síður en hann. Orðabókin kom fyrst út á árunum 1920-24 og hefur síðar tvisvar verið ljósprentuð eftir frumútgáfunni. Viðbætir við bókina var gefinn út 1963 en ritstjórar hans voru Halldór Halldórsson og Jakob Benediktsson. Orðabók Blöndals er gífurlega mikilvæg heimild um íslenska tungu.

Þá samdi Sigfús rit um þætti úr íslenskri menningarsögu og sendi frá sér ljóðabækur.

Dr.phil. Björg C. Þorláksdóttir, fyrri kona Sigfúsar og systir Jóns Þorlákssonar, verkfræðings, borgarstjóra og forsætisráðherra, var fyrsti íslenski kvendoktorinn og mikill fræðimaður. Ævisaga hennar var skráð af Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur og kom út um aldamótin síðustu.

Sigfús lést 19. mars 1950.

Morgunblaðið miðvikudagurinn 2. október 2013.

Kaupmannnahfanarháskóli.

 

Skráð af menningar-Staður

02.10.2013 05:16

Björgvin og Frederik sigruðu í Malmö

Björgvin efstur á verðlaunapalli ásamt Frederik. Númi Snær er lengst til hægri. Ljósmynd/Mikael Stiller

 

 

Björgvin og Frederik sigruðu í Malmö

 

 

Stokkseyringurinn Björgvin Karl Guðmundsson heldur áfram að gera það gott á CrossFit mótum en um síðustu helgi sigraði hann í parakeppni á sterku móti í Svíþjóð.

 

Liðsfélagi Björgvins Karls á mótinu var Frederik Ægidius en mótið kallaðist Frontline 2013 og fór fram í Malmö. Tveir og tveir voru saman í liði og var sigur þeirra Björgvins og Frederik nokkuð öruggur frá upphafi.

 

Björgvin Karl vakti mikla athygli á mótinu fyrir frábæra frammistöðu og er ljóst að hann er að stimpla sig inn sem einn af bestu CrossFitturum í Evrópu. 

 

Annar Stokkseyringur komst á pall á mótinu en Númi Snær Katrínarson, CrossFit-þjálfari í Stokkhólmi, varð í 3. sæti ásamt liðsfélaga sínum, Lukas Högberg.

 

Af www.sunnlenska.is

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

01.10.2013 21:24

Ferðamálaþing sent út á netinu

 

 

Ferðamálaþing sent út á netinu

 

Talsvert á þriðja hundrað þátttakendur eru skráðir á Ferðamálaþing 2013 á Selfossi á morgun, 2. október. Því miður er salurinn sprunginn og ekki hægt að taka við fleiri skráningum en ákveðið hefur verið að senda þingið út beint á netinu fyrir þá sem ekki komast á staðinn.

Að fylgjast með útsendingu á netinu

Leiðbeiningar til að tengjast útsendingu á netinu eru hér að neðan:

1. Uppsetning á nýjustu útgáfu Java:
Til að byrja með er nauðsynlegt að tryggja að tölvan sé með nýjustu útgáfu af Java forritinu (er á öllum tölvum en ekki víst að þið séuð með það nýjasta). Þannig að best er að byrja á að fara inn á www.java.com, hlaða þar niður nýjustu útgáfu (áberandi hnappur á miðjum skjánum) og setja upp. Þetta getur tekið nokkrar mínútur.

2. Tengjast fundinum:
Til að tengjast fundinum er farið inn á þessa vefslóð sem verður virk skömmu áður en málþingið hefst:

https://fundur.thekking.is/startcenter/Join.xhtml?sinr=445218253&sipw=nv64

Athugið að samþykkja þau skilaboð sem upp koma en í flestum tilfellum kemur tvívegis upp gluggi þar sem smellt er á "Run". Eftir það á fundur að hefjast.

 

Af: www.ferdamlastofa.is

 

Skráð af Menningar-Staður

 

01.10.2013 05:43

Sunnudagsbíltúr í september

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Sigurður Bogi Sævarsson

 

Sunnudagsbíltúr í september

 

Bíltúr. Já, það er merkilegt hvað lítil orð geta stundum fengið mikla merkingu og sveipast ævintýraljóma þegar litið er til baka. Úr heimasveit minni á Selfossi ég margar góðar minningar um ýmsar skemmri ferðir, til dæmis í þorpin niðri við ströndina, rúnt um Flóann eða austur í Fljótshlíð. Í hverri ferð var eitthvað nýtt og spennandi að sjá og ég trúi að margir geti svipaða sögu sagt.

En eru svona lystireisur komnar úr tísku? Stundum birtast í minningargreinum svipmyndir úr bíltúrum fjölskyldna í Reykjavík til dæmis austur í Hveragerði. Margir fóru þangað til að kaupa ís í Eden eða skoða apann í gróðurskála Michelsen. En það ber að taka fram að aldingarðurinn brann og sirkusdýrið er dautt en þá ætti að vera auðvelt að finna eitthvað annað áhugavert til að skoða.

Dagur um liðna helgi var afskaplega ljúfur. Tólf ára gamall frændi fór með mér í bíltúr og fyrsti áfangastaðurinn var Gljúfrasteinn í Mosfellsdal. Falleg málverk og ljósmynd af Auði og Halldóri Laxness eftir Ragnar Axelsson vöktu athygli stráksa, sem og sérkennilegur talandi skáldsins í hljóðleiðsögn um húsið. Á Þingvöllum fórum við yfir fjallanöfnin og litum á blátærar gjárnar, þar sem álfur aðskiljast. Svo var gengið að bústað forsætisráðherra og velt upp þeirri spurningu hvaða góðum málum við myndum reyna að koma til leiðar fyrir fólkið í landinu fengjum við að vera Sigmundur Davíð – og með veldissprota í hendi, þótt ekki væri nema brot úr degi. Á leiðinni yfir Lyngdalsheiði var rifjuð upp sagan af Kóngsveginum, brautinni sem lögð var árið 1907 þegar Friðrik VII. Danakonungur heimsótti Ísland. Heimsókn á sveitabæ, hvar voru kýr, kálfar og svín, var áhugaverð og eins orkuverið á Nesjavöllum, en þar var staldrað við á leiðinni í bæinn.

Bensín, samlokur, kakómjólk og pylsa á N1. Jú, ætli ferðin leggi sig ekki á fjögur þúsund krónur. Velja má öllum útgjöldum viðmið og sannarlega rífur í þegar bensínlítrinn kostar um 240 krónur og snatt og snúningar innanbæjar eru bensínfrekir í meira lagi. Bíllinn er hins vegar ekki jafn frekar á fóðrum í langkeyrslum svo þetta ferðalag varð ódýrt gaman. Verður samt í dýru gildi haft, því krakkar eru að upplagi forvitnir og vilja fræðast um umhverfi sitt og fá frekari svör t.d. við því sem bryddað er upp á í skólanum.

Bíóferð, tölvuleikir, íþróttaleikur, keila, tívolí í Smáralind, pítsa, Hamborgarafabrikkan á afmælisdegi og fleira viðlíka er góð dægradvöl, sem kostar barnafjölskyldur ekki mikið. Þetta sem nefnt er hér að framan er hins vegar allt tilbúinn veruleiki. Ferðalag um raunheima náttúru, sögu og merkra atburða getur svo sannarlega höfðað til krakka og er uppbyggileg afþreying. Því finnst mér svo sannarlega kominn tími til að aftur verði til virðingar haft þetta skemmtilega fyrirbæri sem kallað er sunnudagsbíltúr. sbs@mbl.is

 

Sigurður Bogi Sævarsson

 

Morgunblaðið þriðjudagurinn 1. október 2013

 

Frá Eyrarbakka.

 

 

Skráð af Menningar-Staður