Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2013 Október

29.10.2013 06:49

Markaður að Stað á Eyrarbakka 3. nóv. 2013

 

Markaður að Stað á Eyrarbakka sunnudaginn 3. nóv. 2013

 

Það verður markaður í Samkomuhúsinu Stað  á Eyrarbakka SUNNUDAGINN 3. nóv n.k frá kl 13 -18 margt til sölu þar nýtt og notað,endilega kíkið við.

Ath enginn posi á markaðnum.

Það verður ljósmyndasýning á Stað og einnig vöfflukaffi.

Ný búið að vígja glæsilegan útsýnispall við sjóvarnargarðinn :-)

Söfnin á Bakkanum verða líka opinn þennan dag :-)

Megið endilega deila þessum viðburð og bjóða vinum ykkar :-)

ATH ATH -  BREYTT VERÐUM SUNNUDAGINN 3. NÓV FRÁ 13-18.

 

Elín Birna Bjarnfinnsdóttir - Siggeir Ingólfsson - Helga Kristín Böðvarsdóttir

 

Myndir frá markaði að Stað á Eyrarbakka þann 22. júní 2013

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

28.10.2013 23:29

Mynd dagsins á Menningar-Stað

F.v.: Jón Hákon Magnússon og Andrés Valdimarsson. 

 

Mynd dagsins á Menningar-Stað

 

Mynd dagsins á Menningar-Stað er af þeim Jóni Hákoni Magnússyni á Seltjarnarnesi og Norðurkoti á Eyrarbakka og Andrési Valdimarssyni í Hveragerði.

Andrés er fyrrverandi sýslumaður á Selfossi og á hann ræturnur á Eyrarbakka.

 

Þéir félagar litu við í Vesturbúðinni á Eyrarbakka í gær og urðu þar fyrir myndavélinni hjá Menningar-Stað.

 

F.v.: Jón Hákon og Andrés.

 

Skráð af Menningar-Staður

 

28.10.2013 05:24

Ljósmyndasýning að Stað á Safnahelgi 3. nóv.: -Af mannlífi og menningu á Eyrarbakka 2013-

Siggeir Ingólfsson, Staðarhaldari á Stað.

 

Ljósmyndasýningar að Stað á Safnahelgi sunnud. 3. nóv.:  

-Af mannlífi og menningu á Eyrarbakka 2013

 

Á ljósmyndasýningunni eru 160 myndir frá mannlífi og menningu á Eyrarbakka á árinu 2013 með sérstakri tengingu við Félagsheimilið Stað og framkvæmdirnar við útsýnispallinn allt frá upphafi framkvæmda til loka á dögunum.

 

Ljósmyndasýningin er unnin í Prentmeti  á Selfossi og er hluti þess mannlífs  sem Menningar-Staður hefur fært til myndar síðustu mánuði.

 

Siggeir Ingólfsson, staðarhaldari að Stað á Eyrarbakka, hefur sett upp sérstakar sýningarplötur vegna sýningarinnar. Þessi aðstaða mun auðvelda til framtíðar allt sýningahald af þessum toga. 

 

Myndirnar 160 á sýningunni eru nánast allar úr ljósmyndasafni Björns Inga Bjarnason að Ránargrund á Eyrarbakka.

 

Þá eru einnig sýning 20 gamalla mynda í Upplýsingamiðstöðinni sem er í anddyri Félagsheimilisins Staðar og vakið hefur mikla athygli síðustu mánuði.

 

 

Siggeir Ingólfsson.

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

27.10.2013 22:16

Menningarráð Hrútavina í Menningarkakói í Sunnlenska Bókakaffinu

Kristján Runólfsson með Eyrarbakkakönnuna góðu sem hann gaf forseta Hrútavinafélagsins.

 

Menningarráð Hrútavina í Menningarkakói í Sunnlenska Bókakaffinu

 

Nokkrir Hrútavinir komu saman föstudaginn 25. október sl. , eins og þeirra er taktföst venja, í Sunnlenska bókakaffinu við Austurveg á Selfossi  til mannblöndunar og drekka menningarkakó.

Þetta voru Kristján Runólfsson frá Káragerði á Eyrarbakka, Jóhann Páll Helgason frá Brennu II á Eyrarbakka, Þórður Guðmundsson að Hólmi á Stokkseyri, Einar Loftur Högnason á Selfossi,  Björn Ingi Bjarnason að Ránargrund á Eyrarbakka og Bjarni Harðarson að Sólbakka á Selfossi.

 

Venja er á þessum fundum að taka á móti gestum í menningarspjlall og var svo einnig að þessu sinnu.

 

Þeir sem komu í gestaspjall voru:

Heiðrún Dóra Eyvindardóttir, forstöðumaður Bókasafna Árborgar, var sérstakur gestur hjá Menningarráðinu og var hún upplýst um helstu leyndarheima Hrútavina hvað henni fannst margt þar áhugavert.

 

Kristján Runólfsson orti:

Hrútavinir, víðfrægt lið,

vilja öðrum kynna nafnið,

útsmognir manga alla við

og yfirtaka bókasafnið.

 

Myndasafn frá fundinum er komið hér á Menningar-Stað
Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/254179/

 

Nokkrar hyndir hér:

,

,

.

.

.

.

.

.

.

.

Brunavarnir Árnessýslu litu eftir öllu.

.

 

Sklráð af Menningar-Staður

27.10.2013 15:14

Færa -Vor í Árborg- að sumardeginum fyrsta vorið 2014

Kjartan Björnsson formaður Íþrótta- og menningarnefndar Árborgar t.h. var á menningarhátíðinni -Sögur á Bakkanum- sem var um síðustu helgi og fjölmenni sótti. Hér afhendir hann Siggeiri Ingólfsyni, staðarhaldara á Stað blóm.

 

Færa  -Vor í Árborg-  að sumardeginum fyrsta vorið 2014

 

Bæjar- og menningarhátíðin Vor í Árborg verður haldin óvenju snemma næsta vor samkvæmd ákvörðun Íþrótta- og menningarnefndar Árborgar.

Nefndin ákvað á síðasta fundi sínum að hátíðin færi fram dagana 24. til 27. apríl á næsta ári og tengist þannig sumardeginum fyrsta þann 24. apríl. 

 

Til þessa hefur hátíðin verið haldin um miðjan maí eða þá helgi sem tengist uppstignardegi.

 

Kjartan Björnsson, formaður íþrótta- og menningarnefndar segir að í ljósi þess að sveitarstjórnarkosningar séu fyrirhugaðar þá helgina hafi verið talið óheppilegt að halda hátíðina þá daga.

Einnig segir Kjartan að ný dagsetning geti fallið betur að uppgjöri kórastarfs, sem gjarnan halda tónleika sína undir lok apríl. „Með þessu geta þeir kannski tengst þessari hátíð okkar á heppilegri hátt,“ segir Kjartan.

 

__________________

 

Sveitarstjórnarkosningar fara fram laugardaginn 31. maí 2014.

Í ljósi þess að flokkar og fylkingar eru farin að huga að framboðsmálum birtum við hér til gamans prófkjörsmyndir hjá Sjálfstæðismönnum á árinu 2006.

 

 

Á Eyrarbakka. F.v.: Sigurður Steindórsson og Þór Hagalín.

.

Á Stokkseyri. F.v.: Indriði Indriðason, Helgi Ívarsson og Birgir Marteinsson.

 

Skráð af Menningar-Staður

27.10.2013 11:12

Tónleikaröð á kaffihúsinu Hendur í Höfn - Fyrstu tónleikar í dag, sunnudaginn 27. okt. 2013

Þorlákshöfn. Ljósm.: Mats Wibe Lund.

 

Tónleikaröð á kaffihúsinu Hendur í Höfn í Þorlákshöfn

– Fyrstu tónleikar í dag,  sunnudaginn 27. okt. 2013

 

Eins og Þorlákshafnarbúum er flestum kunnugt þá opnaði kaffihúsið Hendur í Höfn síðasta vor en eigandinn er Dagný Magnúsdóttir glerlistakona og sælkeri. Hún hafði um árabil rekið glervinnustofu en vegna ástríðu sinnar fyrir matargerð og fallegu leirtaui, sem hún átti svo mikið af, lét hún drauminn sinn verða að veruleika og opnaði í sama húsnæði kaffihús þar sem ástríður hennar ráða för. Viðbrögðin hafa verið ótrúlega góð og hefur gengið framar björtustu vonum allt frá því kaffihúsið opnaði.

 

 

Nú gengur sá tími í garð þar sem skammdegið er sem svartast og þá er um að gera að finna sér eitthvað sem gleðir, kætir og nærir hug og sál. Hendur í Höfn í samstarfi við Ásu Berglindi ætlar að leggja sitt af mörkum til þess að svo geti orðið og bjóða upp á tónleikaröð næstu vikurnar þar sem öllum er velkomið að koma og njóta tónlistarinnar og allra þeirra dásamlegu kræsinga sem Dagný mun töfra fram.

Þau sem ríða á vaðið eru Rósa Guðrún Sveinsdóttir og Skúli Þórðarson, oftast kallaður Skúli mennski en saman munu þau halda tónleika næsta sunnudag, 27. október kl. 17.00.

Þau eru um þessar mundir að undirbúa tónleikaferðalag um Norðurlöndin í nóvember þar sem þau ætla að kynna Skandinövum fyrir tónlist sinni. Skúli er að leggja lokahönd á sína fjórðu sólóplötu en Rósa er að vinna að sinni fyrstu. Með þeim spilar Daníel Helgason gítarleikari, en hann og Rósa eru saman í hljómsveitinni Robert the Roommate sem gaf út sína fyrstu sólóplötu fyrr á þessu ári. Skúli hefur verið iðinn við að koma fram um landið síðustu árin, ýmist einn eða með hljómsveit með sér og hefur meðal annars spilað á tónlistarhátíðum eins og Gærunni, Við djúpið og Aldrei fór ég suður. Skúli er framsækinn metnaðarfullur texta- og lagahöfundur og flytjandi. Kjörorð hans eru frelsi, virðing og góð skemmtun. Rósa hefur starfað sem tónlistarmaður um árabil og spilað og sungið með hinum ýmsu listamönnum, eins og Páli Óskari, Bubba, Lay Low, Moses Hightower o. fl. Síðustu árin hefur hún verið ein af ritvélunum hans Jónasar Sig, þar sem hún spilar á saxófón, flautu og syngur bakraddir. Um þessar mundir er Rósa að undirbúa sína fyrstu sóló plötu sem kemur út á næsta ári.

Stofubandið kemur svo fram föstudagskvöldið 1. nóvember og flytur dægurflugur úr ýmsum áttum og á ýmsum tungumálum og ekki síst lög sem allir geta tekið undir ef svo ber við.

Meðlimir Stofubandsins eru Þóra Gréta Þórisdóttir sem þenur raddböndin, Markús Guðmundsson sem spilar á 6 strengi, Sævar Þór Guðmundsson á 4 strengi og Guðmundur Fannar Markússon sem spilar á timburbassa.

Þá mun hljómsveitin Dusty Miller koma fram 16. nóvember, en hún er tiltölulega ný á nálinni.

Þrátt fyrir ungan aldur sveitarinnar hefur hún verið afkastamikil, bæði á sviði og í hljóðveri og mun fyrsta plata hennar líta dagsins ljós á næstu misserum. Þeir sem skipa hljómsveitina eru Elvar Örn Friðriksson sem sér um söng og píanó, Kári Árnason á bassa, Tómas Jónsson á hljóðgervla og hljómborð, Aron Ingi Ingvarsson á trommur og Rögnvaldur Borgþórsson á gítar. https://www.facebook.com/dustymillermusic

Að lokum verður svo notaleg stund með jólaívafi 7. desember, þar sem skötuhjúin Unnur Birna Björnsdóttir og Jóhann Vignir Vilbergsson koma fram með vel valin jólalög í bland við sín eigin lög.

Þau eiga bæði rætur sínar að rekja á Suðurlandið þar sem Jói er uppalinn á Eyrarbakka og Unnur Birna er dóttir Bassa í hljómsveitinni Mánum. Þau hafa lengi spilað sitt í hvoru lagi en ákváðu að stofna dúett til að hemja alla sköpunargleðina sem á sér stað innan veggja heimilisins.

Aðgangseyrir á tónleikana er 1500 kr. og nánari upplýsingar má finna á Facebook síðu Hendur í Höfn og á hendurihofn.is.

 

Skráð af Menningar-Staður

27.10.2013 07:15

27. október 1674 - dánardagur Hallgríms Péturssonar

Hallgrímur Pétursson.

 

27. október 1674 - dánardagur Hallgríms Péturssonar

 

Hallgrímur Pétursson (1614-1674) er eitt af höfuðskáldum Íslendinga. Foreldrar han voru Pétur Guðmundsson og Solveig Jónsdóttir að Gröf á Höfðaströnd.  

Í hugum flestra er hann fyrst og fremst trúarskáld en veraldlegur kveðskapur hans er þó einnig athyglisverður. Meðal íslenskra sálmaskálda hefur Hallgrímur Pétursson þá sérstöðu að sálmar hans hafa verið sungnir og lesnir meira en nokkurs annars skálds og merkasta verk hans, Passíusálmana, hefur þjóðin lesið og sungið á hverri föstu um aldir. Enn þann dag í dag eru sálmarnir lesnir í útvarpinu á hverju kvöldi alla virka daga föstunnar. Passíusálmarnir hafa verið gefnir oftar út á íslensku en nokkurt annað rit eða rúmlega áttatíu sinnum og verið þýddir á fjölmörg erlend tungumál.

Æviágrip

Á síðari hluta sextándu aldar og fram á þá sautjándu sat á Hólum einn merkasti biskup Íslendinga eftir siðskiptin, Guðbrandur Þorláksson, mjög afkastamikill bókaútgefandi, en í hans tíð var prentaður á Hólum fjöldinn allur af sálmum, kvæðum og guðsorðaritum, bæði þýddum og frumsömdum og hann sá um fyrstu heildarútgáfu Biblíunnar á íslensku 1584. Mjög mikilvægt var fyrir Íslendinga að fá Biblíuna svo snemma á móðurmálinu, það átti eflaust þátt í að íslenskan varðveittist sem tungumál á þeim tíma þegar Ísland var hluti af danska konungsríkinu.

Hallgrímur Pétursson var skyldur Guðbrandi Þorlákssyni biskupi á Hólum og faðir hans var hringjari þar á staðnum. Á Hólum ólst Hallgrímur að nokkru leyti upp og þar hefði honum verið auðvelt að feta menntaveginn en að loknu námi við skólana á Hólum og í Skálholti héldu ungir efnilegir menn oftast til náms við háskólann í Kaupmannahöfn og áttu síðan von um góð embætti heima á Íslandi. Af einhverjum ástæðum sem ekki eru fyllilega kunnar hraktist Hallgrímur frá Hólum og hélt til útlanda. Sagt er að hann hafi orðið óvinsæll á staðnum vegna gamansamra og jafnvel dónalegra vísna sem hann orti um þá sem þar voru hátt settir og verið rekinn, en aðrar sögur segja að hann hafi farið að eigin ósk. Hann virðist hafa tekið sér far með erlendum sjómönnum og næst fréttist af honum í Norður-Þýskalandi, í Glückstadt, þar sem hann er kominn í þjónustu hjá járnsmið sem fór heldur illa með hann. Sagt er að hann hafi einhverju sinni gengið út bálreiður og hallmælt húsbóndanum á ófagurri íslensku en þá hafi þar átt leið hjá fyrir tilviljun íslenskur maður að nafni Brynjólfur Sveinsson sem heyrði að pilturinn var íslenskur og þótti hann „heldur orðhittinn, þó ei væri orðfagur í það sinn, ávítaði hann og sagði, að ei ætti hann so sárlega að formæla sínum samkristnum. Hallgrímur tók því að sönnu vel en spurði hvort hann vildi ekki vorkenna sér nokkuð þar hann ætti allt illt og þar á ofan fyrir sakleysi barinn og laminn. Brynjólfur fann að nokkuð mundi þó neytt með þessum pilti, réði honum að skilja við þessa þjónustu og leggja annað fyrir sig, svo af hans áeggjan og tilstilli komst hann í vorfrúeskóla í Kaupinhafn.“ Brynjólfur þessi Sveinsson varð síðar biskup í Skálholti og kom aftur við sögu Hallgríms síðar.

 

Í Kaupmannahöfn hefst nýr kafli í lífi Hallgríms Péturssonar. Hann var góðum gáfum gæddur og skáldhneigður og víst er að námið í vorfrúarskóla hefur haft góð og hvetjandi áhrif á hann. Vitað er að hann náði skjótt góðum árangri og var brátt kominn í hóp bestu nemenda. Hann er um þetta leyti 22 ára gamall og þá verða örlagaríkir atburðir í lífi hans. Til Kaupmannahafnar kemur hópur af Íslendingum sem sjóræningjar frá Alsír - sem Íslendingar kölluðu Tyrki - höfðu rænt og hneppt í ánauð fyrir tæpum tíu árum síðan en höfðu nú verið keyptir lausir af Danakonungi. Hallgrímur er fenginn til þess að kenna þessu fólki kristin fræði. Í hópnum er kona sem heitir Guðríður Símonardóttir og hafði verið gift kona og móðir en orðið viðskila við mann sinn og barn. Þessi kona og Hallgrímur fella hugi saman og ekki líður á löngu þar til hún er orðin barnshafandi af hans völdum. Guðríður var þá 38 ára gömul þannig að með þeim var 16 ára aldursmunur. Þetta verður til þess að Hallgrímur hættir námi í annað sinn og þau Guðríður halda heim til Íslands. Um þetta leyti munu þau hafa frétt að eiginmaður Guðríðar var látinn. Hallgrímur gekk að eiga hana „fyrst hann varð ekki af því talinn“ eins og segir í gamalli heimild og vann fyrir sér og fjölskyldu sinni með erfiðisvinnu. Það er ljóst að þetta hafa verið erfið ár, þau hjónin voru fátæk og einnig er vitað að þau misstu nokkur börn ung að árum.

 

En það verður aftur róttæk breyting á lífi og högum Hallgríms og í annað sinn er það Brynjólfur Sveinsson sem breytir gangi máli, nú orðinn biskup í Skálholti; hann veitir Hallgrími prestsembætti og lætur vígja hann til Hvalsnesþinga á Reykjanesi. Fyrstu árin í prestsembætti hafa þó ekki verið Hallgrími beinlínis auðveld; sumir áttu erfitt með að gleyma því að hann hafði verið fátækur vinnumaður. Til er gömul heimild þess efnis að fólki hafi þótt biskupinn haga sér undarlega að vígja þennan fátækling til prests en það hafi skipt um skoðun þegar það heyrði hann predika fyrir vígsluna. Aðeins ein predikun Hallgríms, líkræða, hefur varðveist en vitað er að hann þótti frábær predikari. Það sýnir einnig glöggt að Hallgrímur hefur ekki valdið vonbrigðum í starfi heldur þvert á móti vaxið í áliti að þegar Saurbær á Hvalfjarðarströnd, sem var miklu betra prestakall, losnaði var það Hallgrímur sem hlaut það 1651. Fyrsti áratugurinn á eftir var honum frjór tími til ritstarfa. Öll mestu verk hans munu vera frá þessum árum og öll trúarleg: tveir sálmaflokkar, Samúelssálmar ortir út af Samúelsbókum Gamla testamentisins og Passíusálmarnir; og tvö guðræknisrit í lausu máli sem heita Dagleg iðkun af öllum drottins verkum og Sjö guðrækilegar umþenkingar. Efnahagsleg afkoma var þá vel viðunandi og heilsan góð.

 

Árið 1662 brann bærinn í Saurbæ og var það skiljanlega mikið áfall þótt strax væri hafist handa að byggja bæinn upp að nýju. Eftir þetta fór heilsu Hallgríms hrakandi, í ljós kom að hann var haldinn holdsveiki, úr þeim sjúkdómi lést hann sextugur að aldri 27. október 1674.

 

Margrét Eggertsdóttir

 

Hallgrímskirkja í Reykjavík sem Eyrbekkingurinn Guðjón Samúelsson teiknaði.

 

Skráð af Menningar-Staður

27.10.2013 06:26

Þingmenn í heimsókn hjá Árborg

Alþingismenn Suðurkjördæmis á fundinum í Ráðhúsi Árborgar á Selfossi.

 

Þingmenn í heimsókn hjá Árborg

 

Kjördæmavika stendur nú yfir og heimsóttu þingmenn Suðurkjördæmis bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar í vikunni.

Fundað var í Ráðhúsi Árborgar með bæjarfulltrúum og fulltrúum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.

Auk þeirra var boðið til fundarins skólameistara FSu, framkvæmdastjóra HSU og fulltrúum Fræðslunets Suðurlands og Háskólafélags Suðurlands.

Umræða snerist að mestu um fjárlagafrumvarp fyrir árið 2014, einkum þá vankanta sem heimamenn sjá á tillögum í frumvarpinu.

 

Af www.arborg.is

 

Alþingismennirnir Ásmundur Friðriksson og Vilhjálmun Árnason komu á Menningarhátíðina - Sögur af Bakkanum- síðasta sunnudag. F.v.: Siggeir Ingólfsson, Ásmundur Friðriksson og Vilhjálmur Árnason.

 

Ásmundur Friðriksson.

 

Ásmundur Friðriksson og Vilhjálmur Árnason komu í Vesturbúðina á Eyrarbakka síðasta þriðjudag.

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

 

26.10.2013 20:59

Vel heppnaðir tónleikar í Menningarsalnum í Hótel Selfoss

F.v.: Bassi Ólafsson trommari Kiriyama Family og Kjartan Björnsson formaður Íþrótta- og menningarnefndar Árborgar.

 

Vel heppnaðir tónleikar í Menningarsalnum í Hótel Selfoss

 

Það voru sáttir tónleikagestir sem fóru úr Menningarsalnum í Hótel Selfossi á fimmtudagskvöldinu 24. okt. 2013 eftir vel heppnaða tónleika ungra hljómsveita af svæðinu.

Tónleikarnir sem voru hluti að menningarmánuðinum október hófust kl. 20:00 með hljómsveitinni Waveland og þurfti að bæta við stólum í salinn svo allir gestir hefðu sæti. Næstir á svið voru Kiriyama Family sem vöktu mikla lukku meðal gesta. Aragrúi steig næst á svið en þar er á ferð mjög efnileg hljómsveit sem stóð sig vel í músíktilraunum sl. vor og var Hulda söngkona m.a. valin besti söngvarinn. RetRoBot sem unnu músíktilraunirnar 2012 spiluðu svo nokkur lög áður en The Wicked Strangers lokuðu kvöldinu með heljarinnar látum.

 

Frábært kvöld og það er ótrúlegt hvað hægt er að gera í Menningarsalnum þótt hann sé ennþá í fokheldu ástandi. 

 

Kjartan Björnsson, formaður íþrótta- og menningarnefndar afhendi svo Bassa Ólafssyni smá þakklætisvott í lok tónleikanna en hann hefur séð um mestu skipulagninguna f.h. ungmennahússins sem kom að kvöldinu ásamt nefndinni og EB kerfum sem unnu þrekvirki í að breyta fokheldum salnum í flottan tónleikasal.  

 

Af www.arborg.is

 

Kiriyama Family og fjölmenni.

 

Skráð af Menningar-Staður.

26.10.2013 06:10

26. október 1995 - Snjóflóð féll á Flateyri

Flateyri við Önundarfjörð og snjóflóðavarnirnar sem gerðar hafa verið ofan við þorpið.

 

26. október 1995 - Snjóflóð féll á Flateyri

 

Tuttugu manns fórust þegar snjóflóð féll úr Skollahvilft á byggðina á Flateyri við Önundarfjörð kl. 4.07 að nóttu.

Strax eftir að flóðið féll tókst að bjarga sex mönnum á lífi og fjórum um hádegi.

Hundruð manna tóku þátt í leit og björgun, en erfitt var að komast á staðinn vegna veðurs.

„Mannskæðustu náttúruhamfarir á landinu í manna minnum,“ sagði Tíminn.

 

Morgunblaðið laugardagurinn 26. október 2013 - Dagar Íslands - Jónas Ragnarsson.

 

.

.

Minningarsteinn við Flateyrarkirkju með nöfnum þeirra 20 sem fórust í snjóflóðinu 26. okt. 1995.

 

Skráð af Menningar-Staður.