Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2013 Október

26.10.2013 06:02

26. október 1986 - Hallgrímskirkja í Reykjavík vígð

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Hallgrímskirkja sem Guðjón Samúelsson frá Eyrarbakka teiknaði.

 

26. október 1986 - Hallgrímskirkja í Reykjavík vígð

Hallgrímskirkja í Reykjavík var vígð. Hún hafði verið í smíðum í 41 ár.

Við vígsluna gengu um tvö þúsund kirkjugestir til altaris, fleiri en nokkru sinni áður hér á landi.

 

Arkitekt kirkjunnar var Guðjón Samúelsson frá Eyrarbakka.

Guðjón Samúelsson frá Eyrarbakka.

 (16. apríl 1887 – 25. apríl 1950)

 

Morgunblaðið laugardagurinn 26. október 2013 - Dagar Íslands - Jónas Ragnarsson.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

25.10.2013 11:00

Stefnumótun að Stað

Á Stað í morgun. F.v.: Haukur Jónsson, Elías Ívarsson, Siggeir Ingólfsson og Reynir Jóhannsson. 

Fleiri komu á svæðið í morgun en urðu ekki fyrir myndavélinni.

 

Stefnumótun að Stað

 

Gangandi og bílandi af Bakkanum komu saman í Upplýsingamiðstöðinni í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka í morgun.

Létt var yfir mönnum og farið farið nokkuð yfir framkvæmdir síðustu mánaða við Stað. 

 

Þá glöddust menn yfir hinni glæsilegu og fjölsóttu Menningarhátíð á Stað um síðustu helgi þar sem skábrautin og útsýnispallurinn var vígður og síðan samkoma innandyra. Mikil umfjöllun hefur verið í netheimum og nú í þessari viku eru bæði héraðsfréttablöðin með góðar umfjallanir og myndir.

 

Hinir framkvæmdaglöðu, eins og verkin sýna undir forustu Siggeirs Ingólfssonar, voru strax komnir í marktæka stenumótun með næstu atriði og mun það verða ljóst á næstu vikum og mánuðum.

 

En næstu dagar verði dagar gleðinnar með þessa  góðu hluti sem gerst hafa.

 

Menningar-Staður færði til myndar:

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

24.10.2013 23:34

Ungar hljómsveitir í Menningarsalnum í kvöld

Kiriyama Family á sviðinu í Menningarsalnum í kvöld.

 

Ungar hljómsveitir í Menningarsalnum í kvöld

 

Í kvöld, fimmtudaginn 24. október voru  tónleikar ungra hljómsveita af svæðinu í Menningarsalnum svokallaða í Hótel Selfoss.

 

Á tónleikunum komu fram Waveland, Wicked Strangers, Aragrúi, RetRoBot og Kiriyama Family.

 

Fjölmenni var og frábær stemmning.

 

Kiriyama Family og fjölmenni.

Kiriyama Family

.

RetRoBot

.

Aragrúi.

.

Waveland

.

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

24.10.2013 06:49

Stórtónleikar í "hráum" sal á Selfossi

Kiriyama Family er ein af fimm hljómsveitum sem koma fram á tónleikunum.

Lag ársins 2012 - Weekends - Kiriyama Family -  http://www.youtube.com/watch?v=D8o-USkv_EM

 

Stórtónleikar í „hráum“ sal á Selfossi

 

Í kvöld verða tónleikar ungra hljómsveita af Árborgarsvæðinu í Menningarsalnum í Hótel Selfoss.

 

Tónleikarnir hefjast kl. 20:00 en á þeim koma fram Waveland, Wicked Strangers, Aragrúi, RetRoBot og Kiriyama Family.

 

Allt eru þetta ungar hljómsveitar sem hafa staðið sig vel á síðustu árum hver á sínum vettvangi.:

 

RetRoBot unnu til að mynda Músíktilraunirnar 2012

 

Kiriyama Family átti vinsælasta lagið á Rás 2 árið 2012

með lagið Weekends - http://www.youtube.com/watch?v=D8o-USkv_EM

 

Wicked Strangers hafa verið að kynna sig erlendis og Aragrúi og Waveland eiga framtíðina fyrir sér enda mjög hæfileikaríkir einstaklingar þar á ferð.

 

Frítt er inn á tónleikana en tónleikagestum er bent á að Menningarsalurinn er ennþá mjög „hrár“ og því er gott að hafa góða yfirhöfn með sér.

 

Kiriyama Family og lagið Hael sem einnig var vinsælt á árinu 2012:

http://www.youtube.com/watch?v=UBsMPpU3ko0

 

Skráð af Menningar-Staður

24.10.2013 06:23

Merkir Íslendingar - Karl Ottó Runólfsson

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Karl Ottó Runólfsson

 

Merkir Íslendingar - Karl Ottó Runólfsson

 

Karl Ottó Runólfsson tónskáld fæddist í Reykjavík 24. október árið 1900. Hann var sonur Runólfs Guðmundssonar, sjómanns og verkamanns í Reykjavík, og k.h., Guðlaugar M. Guðmundsdóttur húsfreyju.

Fyrri kona Karls var Margrét Kristjana Sigurðardóttir sem lést kornung, 23 ára, eftir skamma sambúð þeirra hjóna. Seinni kona Karls var Helga, dóttir Kristjáns Þorkelssonar, hreppstjóra í Álfsnesi við Kjalarnes.

Karl lærði prentiðn í Gutenberg, lauk sveinprófi 1918 og starfaði við prentverk til 1925. Hann fór þá til Kaupmannahafnar, lærði þar á trompet hjá Lauritz Sörensen, lærði á fiðlu hjá Axel Jörgensen og lærði að útsetja lög fyrir lúðrasveitir hjá Dyring. Þá stundaði hann nám við Tónlistarskólann í Reykjavík 1934-39, lærði þar tónsmíðar hjá Frans Mixa og að útsetja lög fyrir hljómsveitir hjá Victor Urbancic.

Karl kenndi og stjórnaði Lúðrasveit Ísafjarðar 1920 og 1922-23, Lúðrasveit Hafnarfjarðar 1924-25 og 1928-29, Lúðrasveit og Hljómsveit Akureyrar 1929-34, var hljómsveitarstjóri hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1934-35 og meðlimur Lúðrasveitar Reykjavíkur frá stofnun og stjórnandi hennar 1941-42. Lengst af stjórnaði Karl þó Lúðrasveitinni Svani eða í 21 ár, auk þess sem hann stjórnaði Lúðrasveit barna- og unglingaskóla Reykjavíkur. Þá lék hann með danshljómsveitum, víða um land, á sínum yngri árum.

Karl kenndi hljómfræði og trompetleik við Tónlistarskólann í Reykjavík 1939-64, stundaði einkakennslu á fiðlu og trompet og lék sjálfur á trompet í Útvarpshljómsveitinni og Sinfóníuhljómsveit Íslands 1950-55.

Karl var stofnandi og síðar formaður Lúðrasveitar Reykjavíkur í mörg ár og formaður Landssambands íslenskra lúðrasveita í tíu ár. Hann var mikilsvirt tónskáld sem samdi flestar tegundir tónsmíða, þ.á m. nokkur ástsæl sönglög og raddsetti mikinn fjölda þjóðlaga.

Karl lést 29. móvember 1970.

Morgunblaðið fimmtudagurinn 24. október 2013 - Merkir Íslendingar.

 

Í fjarlægð eftir Karl Ottó Runólfsson: Úr myndinni Karlakórinn Hekla

http://www.youtube.com/watch?v=ySGQ3e1GgeI

 

Í fjarlægð - Björgvin Halldórsson - http://www.youtube.com/watch?v=3uiM-n4YwE8

 

Skráð af Menningar-Staður

24.10.2013 06:19

Kvennafrídagurinn 24. október 1975

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

 

Kvennafarídagurinn 24. október 1975

 

Kvennafrídagurinn. Íslenskar konur tóku sér frí á degi Sameinuðu þjóðanna á alþjóðlegu kvennaári, til að sýna fram á mikilvægi starfa kvenna í þjóðfélaginu.

Athafnalíf í landinu lamaðist að miklu leyti.

Á Lækjartorgi í Reykjavík var haldinn fundur sem 25 þúsund manns sóttu, flest konur.

 

Morgunblaðið 24. október 2013 - Dagar Íslands - Jónas Ragnarsson

 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

23.10.2013 21:07

Hvernig sæki ég um í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða? - Ókeypis námskeið í Reykjavík og á Akureyri

 

Hvernig sæki ég um í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða?

- Ókeypis námskeið í Reykjavík og á Akureyri

 

 

Við minnum á námskeiðin fyrir þá sem hafa hug á að sækja um styrki í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Námskeiðin verða bæði í Reykjavík og á Akureyri.

Umsóknarfrestur fyrir næstu úthlutun styrkja rennur út 5. nóvember næstkomandi. Námskeiðin hafa að markmiði að leiðbeina umsækjendum í gegnum umsóknarferlið og svara spurningum sem upp kunna að koma. Nánar um styrkumsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamananstaða

Nauðsynlegt að skrá sig

Námskeiðin verða haldin hjá Ferðamálastofu, Geirsgötu 9 í Reykjavík og Strandgötu 29 á Akureyri.

  • Reykjavík 24. október kl. 13-15
  • Akureyri 25. október kl. 13-15

Námskeiðin eru án endurgjalds en nauðsynlegt er að skrá sig.

Skráning á námskeið

Sent út á netinu

Námskeiðið á Akureyri verður sent út á netinu og einnig tekið upp. Leiðbeiningar til að tengjast útsendingu eru hér fyrir neðan. Athugið að þeir sem ætla að fylgjast með útsendingu í gegnum netið þurfa ekki að skrá sig á námskeiðið heldur er bara nóg að tengjast.

1. Til að tengast fundi er farið á neðangreinda slóð:
https://global.gotomeeting.com/meeting/join/519457021  
Samþykkja þarf þau skilaboð sem koma upp á skjáinn. Þátttakendur eiga að vera leiddir áfram í gegnum einfalt ferli til að tengast en ef í einhverjum tilfellum er beðið um fundanúmer (Meeting ID) þá er það: 519457021

2. Þátttakendur munu tengjast hljóðinu í gegnum hljóðnema og hátalara í tölvum sínum (VoIP). Mælt er með því að nota heyrnartól (headset).

http://www.ferdamalastofa.is/

Skráð af Menningar-Staður

23.10.2013 04:44

Stórtónleikar fimmtudaginn 24. október í Menningarsalnum á Selfossi

 

 

Stórtónleikar fimmtudaginn  24. október í Menningarsalnum  á Selfossi 

 

Menningarsalurinn okkar – Nýverið eignaðist Sveitarfélagið Árborg  Menningarsalinn í Hótel Selfossi  að nýju og er hann nú að bíða síns framtíðarhlutverks sem okkur vonandi tekst með samstilltu átaki að koma í gagnið á næstu árum.

Það er því viðeigandi að unga fólkið okkar eigi þar fyrstu sporin. Því verða ungu hljómsveitirnar okkar í sveitarfélaginu Árborg með tónleika í Menningarsalnum fimmtudaginn 24. október 2013 klukkan 20.00 og fram eftir kvöldi.

 

Margar hljómsveitirnar okkar hafa þegar vakið mikla athygli á landsvísu og aðrar eru á þeirri leið, spennandi kvöld.

 

Þessar hljómsveitir leika:

Waveland – Wicked Strangers – Aragrúi – RetRoBot – Kiriyama Family

 

Aðgangur frír.

 

Íþrótta og menningarnefnd Sveitarfélagsins Árborgar - Menningarmánuðurinn október

 

Af www.arborg.is

 

Kiriyama Family á tónleikum í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka þann 25. ágúst sl.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

23.10.2013 04:29

Helgi og Íris gefa kost á sér áfram hjá Framsókn

Þau skipa þrjú efst sæti Framsóknar þetta kjörtímabil. F.v.: Björn Harðarson í Holti á Stokkseyri í þriðja sæti, Íris Böðvarsdóttir á Eyrarbakka í öðru sæti og Helgi S. Haraldsson á Selfossi í fyrsta sæti. Framsókn hefur einn bæjarfulltrúa í Árborg.

 

Helgi og Íris gefa kost á sér áfram hjá Framsókn

 

Á almennum félagsfundi í Framsóknarfélagi Árborgar í byrjun október var ákveðið að stilla upp á lista fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fara 31. maí 2014.

Á fundinum var jafnframt kjörin fimm manna uppstillingarnefnd undir forystu Gissurar Jónssonar. Við sama tækifæri tilkynntu Helgi S. Haraldsson, núverandi bæjarfulltrúi flokksins, og Íris Böðvarsdóttir, varabæjarfulltrúi, að þau gefi áfram kost á sér til starfa fyrir Sveitarfélagið Árborg í kosningunum næsta vor.

 

Nefndin leitar nú að áhugasömu og hæfileikaríku fólki með brennandi áhuga á málefnum sveitarfélagsins til að taka sæti á lista Framsóknarflokksins í Árborg. Hægt er að koma framboðum og ábendingum á framfæri í gegnum netfangiðxb.arborg@gmail.com. Stefnt er að því að samþykkja framboðslista á félagsfundi í lok nóvember.

 

Af www.dfs.is

 

Skráð af Menningar-Staður

 

22.10.2013 20:01

Kjördæma-vika hjá alþingismönnum

Í Vesturbúðinni á Eyrarbakka í morgun. F.v.: Ásmundur Friðriksson, Vilhjálmur Árnason og Finnur Kristjánsson.

 

Kjördæma-vika hjá alþingismönnum

 

Kjördæmavika er dagana  21. - 24. október. Næsti þingfundur verðu haldinn samkvæmt starfsáætlun Alþingis miðvikudaginn 30. október.

 

Tveir af þingmönnum Hrútavina úr röðun Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi  litu við á ströndinni í morgun. Þetta voru þeir Ásmundur Friðriksson í Garði og Vilhjálmur Árnason í Grindavík. Þeir eru að koma í annað sinn í þessar viku á Eyrarbakka en þeir voru á Menningarhátíðinni að Stað á sunnudaginn.

 

Fyrir þessa góðu nálgun við grasrótina á svæðinu voru þeir Ásmundur og Vilhjálmur leystir út með vestfirskum gjöfum í Vesturbúðinni á Eyrarbakka í morgun . Ásmundur fékk nýja diskinn með hljómsveitinni Æfingu frá Flateyri sem gott er að hlusta á þegar farið er um hið víðfema Suðurkjördæmi. Vilhjálmur fékk bókina Frá Bjargtöngum að Djúpi sem Vestfirska forlagið á Þingeyri gefur út. Hann er með vestfirskar rætur til Skálmarnesmúla og að Suðureyri í Tálknafrði.

 

 

Eftir stundina góðu í Vesturbúðinni var farið í hrúts-hornavinnsluna til Ríkharðs Gústafssonar á Eyrarbakka og litið á lager og vinnslu.

Síðan var komið við hjá  kántrýsöngvaranum þjóðkunna Jonny King sem nú býr á Eyrarbakka. Hann tók lagið fyrir alþingismennina.

Að lokum var haldið á Stokkseyri og komið við í Orgelverkstæði Björgvins Tómassonar í Menningarverstöðinni Hólmarsöst og fræðst um stöðu mála þar. Nú um helgina var verið að vígja nýtt og glæsilegt orgel frá Björgvini í Vídalínskirkju í Garðabæ.

 

Myndaalbúm er komið hér á Menningar-Stað.

Smella á þessa slóð:   http://menningarstadur.123.is/photoalbums/254010/

 

Nokkrar myndir hér:

 

.

.

.

.

.

.

.

.

 

Skráð af Menningar-Staður