Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2013 Október

22.10.2013 07:51

Leitinni að fegursta orði íslenskrar tungu lýkur í dag en 6.400 tillögur hafa borist

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

 

Leitinni að fegursta orði íslenskrar tungu lýkur í dag

en 6.400 tillögur hafa borist

 

Leitinni að fegursta orði íslenskrar tungu lýkur í dag. Rúmlega 6.400 tillögur höfðu borist í gær samkvæmt mbl.is.

Það er Hugvísindasvið Háskóla Íslands sem stendur fyrir leitinni sem hófst fyrir mánuði. Að sögn Ástráðs Eysteinssonar, forseta Hugvísindasviðs, eru tillögurnar sem hafa borist fjölbreyttar.

„Það er gaman að sjá að fólk leitar víða fanga, allt frá venjulegum hversdagslegum orðum yfir í sjaldgæfari orð,“ segir Ástráður í samtali við mbl.is.

Hægt verður að senda inn orð út daginn í dag. Sjö manna starfshópur hefur þegar hafist handa en hann mun velja nokkur orð af þessum rúmlega 6.400 sem þykja bera af. Hinn 5. nóvember er síðan stefnt að því að kynna tíu orð í hverjum aldursflokki. Vefkosning mun standa yfir í viku þar sem fólki gefst kostur á að kjósa fegursta orðið.

 

Skráð af Menningar-Staður

22.10.2013 02:04

Sunnlensk ferðaþjónusta - tölum saman - Hótel Hekla 23. október

Overview

Hótel Hekla á Skeiðum.

 

Sunnlensk ferðaþjónusta – tölum saman – Hótel Hekla 23. október

Miðvikudaginn 23. október verður haldið málþing um sunnlenska ferðaþjónustu.

Málþingið verður haldið í tengslum við ársþing SASS og haldið á Hótel Heklu. Áhersla verður á samræðu milli hagsmunaaðila í ferðaþjónustu á Suðurlandi.

Með erindi á málþinginu verða Sandra Brá Jóhannsdóttir, verkefnisstjóri Friðar & Frumkrafta, Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri á Höfn og Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði.Fundarstjóri verður Ásborg Arnþórsóttir, ferðamálafulltrúi uppsveita Árnessýslu.

Pallborðsumræður verða í lok málþingsins.

Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.

Dagskrá ferðamálaþings

Af www.sass.is

 

Skráð af Menningar-Staður

21.10.2013 13:52

Húsfyllir á -Sögum af Bakkanum-

Siggeir Ingólfsson, staðarhaldari að Stað á Eyrarbakka.

 

Húsfyllir á -Sögum af Bakkanum-

 

Húsfyllir var í gær á menningarhátíðinni –Sögur á Bakkanum- sem haldin var í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka eftir vígslu skábrautarinnar upp á nýja útsýnispallinn við Stað. 

Um 200 manns fylgdust með dagskrá og þáðu kaffiveitingar sem voru í boði Sveitarfélagsins Árborgar.

 

Siggeir Ingólfsson, Staðarhaldari á Stað, setti hátíðina og stjórnaði.

Kjartan Björnsson, formaður Íþrótta- og menningarnefndar Árborgar, ávarpaði samkomuna.

Kirkjukór Eyrarbakkakirkju söng tvö lög við undirleik Hauks A. Gíslasonar. Lögin voru;  Eyrarbakki, lag Hauks A. Gíslasonar við ljóð Óskars Magnússonar og Fuglinn, lag og ljóð Rutar Magnúsdóttur.

 

Sögur af Bakkanum sögðu:

Óskar Magnússon fyrrverandi skólastjóri á Eyrarbakka, Eyrbekkingurinn og skáldið Kristján Runólfsson í Hveragerði, Eyrbekkingurinn ungi Sverrir Björnsson og síðan Ásmundur Friðriksson alþingismaður.

Hljómsveit hússins  lék á milli atriða.

 

Menningar-Staður færði til myndar.

Tvö myndaalbúm,  með 90 myndum samtals,  eru komin inn á Menningar-Stað.

 

Smella á þessar slóðir:   http://menningarstadur.123.is/photoalbums/253960/

http://menningarstadur.123.is/photoalbums/253962/

 

Nokkrar myndir hér:

 

.

.

.

.

.

.

.

.

 

.

.

.

.

 

.
Skráð af Menningar-Staður

 

21.10.2013 07:47

Merkir Íslendingar - Sigurjón Ólafsson frá Eyrarbakka

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Sigurjón Ólafsson myndhöggvari frá Eyrarbakka.

 

Merkir Íslendingar - Sigurjón Ólafsson frá Eyrarbakka

 

Sigurjón Ólafsson myndhöggvari fæddist á Eyrarbakka 21. október 1908, sonur Ólafs J. Árnasonar, verkamanns í Einarshöfn á Eyrarbakka, og Guðrúnar Gísladóttur. Hann var bróðir Guðna apótekara í Reykjavík og Gísla bakarameistara, föður Erlings leikara, föður Benedikts, leikara, leikstjóra og leikritahöfundar.

Fyrri kona Sigurjóns var Tove Ólafsson myndhöggvari en seinni og eftirlifandi kona hans er Inga Birgitta Spur sem hafði veg og vanda af listasafni hans í Laugarnesinu.

Sigurjón lauk sveinsprófi í málaraiðn frá Iðnskólanum í Reykjavík 1927, stundaði nám hjá Ásgrími Jónssyni listmálara og síðar Einari Jónssyni myndhöggvara, nám í höggmyndalist hjá prófessor E. Utzon-Frank við Listaháskólann í Kaupmannahöfn 1928-35 og dvaldi við nám í Róm. Hann var búsettur í Kaupmannahöfn 1928-46 en síðan á Laugarnestanga við Reykjavík.

Sigurjón var í hópi brautryðjenda abstraktlistar á Íslandi og er meðal virtustu myndhöggvara þjóðarinnar. Standmyndir og veggskreytingar eftir hann má víða sjá í Reykjavík, s.s. líkön af Friðriki Friðrikssyni, Héðni Valdimarssyni og Ólafi Thors. Þá gerði hann brjóstmyndir af séra Bjarna Jónssyni dómkirkjupresti og Tómasi Guðmundssyni skáldi. Af öðrum verkum hans sem prýða höfuðborgina má nefna Klyfjahest sem fyrst var fyrir ofan Hlemm og síðar milli Miklubrautar og Suðurlandsbrautar; Öndvegissúlurnar sem settar voru upp við Höfða, og minnismerki um stofnun lýðveldis á Íslandi 1944 sem sett var upp við Hagatorg, að ógleymdri veggmynd á stöðvarhúsi Búrfellsvirkjunar. Hann gerði auk þess um tvö hundruð mannamyndir af ýmsum þekktum Íslendingum.

Sigurjón var sæmdur heiðurspeningi úr gulli af Listaháskólanum í Kaupmannahöfn og sæmdur hinum virta heiðurspeningi Eckersbergs. Verk hans er að finna á virtum listasöfnum víða um heim.

Sigurjón lést 20. desember 1982 og hvílir í kirkjugarðinum á Eyrarbakka.

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

21. október 1988

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara í Laugarnesi var opnað, en þennan dag hefði hann orðið áttræður. 

 

Er 100 ár voru frá fæðingu Sigurjón Ólafssonar þann 21. október 2008 stóð Hrútavinafélagið Örvar og Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri fyrir blysför að listaverkinu Kríjunni austan við Eyrarbakka.

 

Myndaalbúm frá blysförinnu: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/245975/

 

.Einarshöfn á Eyrarbakka. Æskuheimili Sigurjóns Ólafssonar er húsið í miðjunni.

 

Listaverkið Grettir eftir Sigurjón Ólafsson sem stendur í Einarshöfn á Eyrarbakka.

 

 

Skráð af Menningar-Staður.

21.10.2013 07:32

Fyrrverandi formenn sæmdir gullmerki

(F.v.) Víglundur Guðmundsson, Guðjón Pálsson, Erlingur Bjarnason, Jón Sigurðsson, Gísli Nilsen, Gísli Sigurðsson, Einar  Nilsen og Guðjón Guðmundsson. sunnlenska.is/Halldór Páll Kjartansson

 

Fyrrverandi formenn sæmdir gullmerki

 

Í gær voru fyrrverandi formenn Björgunarsveitarinnar Bjargar á Eyrarbakka sæmdir gullmerki Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.

 

Björgunarsveitin Björg varð sjálfstæð eining árið 1967 en hafði fram að því verið nefnd innan slysavarnardeildarinnar á svæðinu.  Frá árinu 1967 hafa níu formenn verið yfir sveitinni.

Þeir eru: Guðjón Pálsson, Sigurður Guðjónsson (látinn), Gísli Sigurðsson, Jón Sigurðsson, Erlingur Bjarnason, Gísli Nilsen, Einar Nilsen, Guðjón Guðmundsson og núverandi formaður er Víglundur Guðmundsson.

 

Af www.sunnlenska.is

 

Skráð af Menningar-Staður

20.10.2013 21:27

Fjölmenni á Stað við vígslu skábrautarinnar á útsýnispallinn

.

.

.

Fjölmenni á Stað við vígslu skábrautarinnar á útsýnispallinn

 

Klukkan  15 í dag,  sunnudaginn 20. október 2013, var vígsla skábrautarinnar og útsýnispallsins á sjóvarnargarðinum við Félagsheimilið Stað á Eyrarbakka.

Guðlaug Jónsdóttir sem er bundin við hjólastól og er íbúi á Eyrarbakka klippti á borðann og fór fyrst upp skábrautin ameð aðstoð Hlöðvers Þorsteinssonar.

Séra Sveinn Valgeirsson sóklnarprestur á Eyrarbakka blessaði  síðan pallinn og alla þá sem um hann eiga eftir að fara.

 

Kaffiveitingar  voru síðan í Félagsheimilinu Stað í boði Sveitarfélagsins Árborgar.

Þá var einnig fjölþætt  dagskrá í Félagsheimilinu Stað og var húsfyllir eða um 200 manns.  Meira um það síðar.

 

Myndaalbúm er komið inn á Menningar-Stað frá vígslu skábrautarinnar.

Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/253930/

 

Nokkrar myndur hér:

 

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

20.10.2013 12:24

Velkomin að Stað á Eyrarbakka kl. 15:00 í dag 20. okt. 2013

Siggeir Ingólfsson býður upp á kaffi og með því í dag.

 

Sögur af Bakkanum á Stað á Eyrarbakka

Menningarmánuðurinn október 2013

 

Sunnudagurinn 20. október kl. 15:00

Dagskrá:

kl. 15:00 Vígsla skábrautarinnar og útsýnispallsins á sjóvarnargarðinum við Félagsheimilið Stað. Siggeir Ingólfsson býður alla velkomna og ávarpar.

Guðlaug Jónsdóttir sem er bundin við hjólastól og er íbúi á Eyrarbakka klippir á borðann og séra Sveinn Valgeirssonblessar pallinn. 

Kl. 15:20 Kaffiveitingar hefjast í boði Sveitarfélagsins Árborgar og hljómsveit hússins spilar í salnum.

Kl. 15:35 Dagskrá hefst á sviði

Siggeir Ingólfsson,(( Geiri á Bakkanum)) kynnir dagskrá


1. Kjartan Björnsson, formaður ÍMÁ (5-10 mín)
2. Óskar Magnússon, fyrrv. skólastjóri BES (10 mín)
3. Kristján Runólfsson, uppalinn Eyrbekkingur (10 mín)
4. Sverrir Björnsson fulltrúi yngri kynslóðarinnar (10 mín
5. Ásmundur Friðriksson, alþingsimaður (5-10 mín)
6. Kirkjukórinn með tvö lög (10 mín)


Hljómsveit hússins, spilar í upphafi og yfir kaffinu

 

Siggeir Ingólfsson

 

.

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

20.10.2013 10:20

Velkomin að Stað á Eyrarbakka kl. 15:00 í dag 20. okt. 2013

Siggeir Ingólfsson býður upp á kaffi og með því í dag.

 

Sögur af Bakkanum á Stað á Eyrarbakka

Menningarmánuðurinn október 2013

 

Sunnudagurinn 20. október kl. 15:00

Dagskrá:

kl. 15:00 Vígsla skábrautarinnar og útsýnispallsins á sjóvarnargarðinum við Félagsheimilið Stað. Siggeir Ingólfsson býður alla velkomna og ávarpar.

Guðlaug Jónsdóttir sem er bundin við hjólastól og er íbúi á Eyrarbakka klippir á borðann og séra Sveinn Valgeirssonblessar pallinn. 

Kl. 15:20 Kaffiveitingar hefjast í boði Sveitarfélagsins Árborgar og hljómsveit hússins spilar í salnum.

Kl. 15:35 Dagskrá hefst á sviði

Siggeir Ingólfsson,(( Geiri á Bakkanum)) kynnir dagskrá


1. Kjartan Björnsson, formaður ÍMÁ (5-10 mín)
2. Óskar Magnússon, fyrrv. skólastjóri BES (10 mín)
3. Kristján Runólfsson, uppalinn Eyrbekkingur (10 mín)
4. Sverrir Björnsson fulltrúi yngri kynslóðarinnar (10 mín
5. Ásmundur Friðriksson, alþingsimaður (5-10 mín)
6. Kirkjukórinn með tvö lög (10 mín)


Hljómsveit hússins, spilar í upphafi og yfir kaffinu

 

Siggeir Ingólfsson

 

.

.

.

.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

20.10.2013 08:03

Útsýnispallurinn á Stað séð úr lofti

Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka. Ljósm.: Einar Elíasson.

 

Útsýnispallurinn á Stað séð úr lofti

 

Tvær nyjar myndir af Bakkanum í tilefni Geiradags -

 

Til hamingju með pallinn Siggeir.

 

Einar Elíasson.

 

Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka. Ljósm.: Einar Elíasson.

 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

20.10.2013 06:17

Þórir Atli Guðmundsson á Eyrarbakka er 80 ára í dag - 20. okt. 2013

Þórir Atli Guðmundsson við lestur í Vesturbúðinni á Eyrarbakka.

 

Þórir Atli Guðmundsson á Eyrarbakka er 80 ára í dag - 20. okt. 2013

 

Þórir Atli Guðmundsson er frábær sögumaðr og er meðfylgjandi saga gott dæmi þess:

 

 22. nóvember 1963  “Guð minn góður – hvað get ég gert”

 

Hópur Eyrbekkinga hittist reglulega í Vesturbúðinni á Eyrarbakka á hverjum morgni í kaffi og spjall. Í hópnum eru m.a. eldri borgarar og vaktavinnumenn. Einn í hópi eldri borgara sem býr á Eyrarbakka og mætir í kaffi og spjall er Þórir Atli Gðmundsson sem lengi var stýrimaður á togurum Bæjarútgerðar Reykjavíkur. Faðir hans var Guðmundur Pétursson frá Eyrarbakka en hann var loftskeytamaður á togurum BÚR og feðgarnir stundum samskipa.

 

Forseti Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi, sem á það til að mæta í kaffið í Vesturbúðinni, spurði Þóri Atla á dögunum hvort hann hefði verið með Önfirðingnum Marteini Jónassyni sem skipstjóra á togurum frá Bæjarútgerðinni. Hann hélt það nú og ætti ekkert nema góðar minningar frá samverunni með þeim mikla heiðusrmanni. Í ljósi þessa og hins mikla mannkærleika Marteins Jónassonar sagði hann eftirfarandi sögu.

 

“Við voru þann 22. nóvember 1963 á togaranum Þormóði goða á Flugbrautinni undan Jökli á karfaveiðum. Marteinn var skipstjóri, faðir minn var loftskeytamaður og ég var annar stýrimaður. Seinni part dagsins er ég í borðsalnum ásamt fleiri skipverjum, Marteinn er í brúnni en faðir minn var sofandi. Útvarpið í borðsalnum er í gangi eins og venjulega. Þá kemur fréttin um að John F. Kennedy, forseti Bandaríkjanna, hafi verið skotinn í borginni Dallas í Texas. Ég fer strax upp í brú og segi Marteini þessar slæmu fréttir. Honum bregður við og hrópar upp. “Guð minn góður hvað get ég gert, - Guðmundur, Guðmundur” og vakti loftskeytamanninn föður minn."

 

 

Skráð af Menningar-Staður.