Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2013 Október

19.10.2013 22:10

Sögur af Bakkanum á Stað á Eyrarbakka sunnudaginn 20. okt 2013

.

.

Gunnar Ólasen og Siggeir Ingólfsson spjalla.

 

 

Sögur af Bakkanum á Stað á Eyrarbakka

Menningarmánuðurinn október 2013

 

Sunnudagurinn 20. október kl. 15:00

Dagskrá:

kl. 15:00 Vígsla skábrautarinnar og útsýnispallsins á sjóvarnargarðinum við Félagsheimilið Stað. Siggeir Ingólfsson býður alla velkomna og ávarpar.

Guðlaug Jónsdóttir sem er bundin við hjólastól og er íbúi á Eyrarbakka klippir á borðann og séra Sveinn Valgeirssonblessar pallinn. 

Kl. 15:20 Kaffiveitingar hefjast í boði Sveitarfélagsins Árborgar og hljómsveit hússins spilar í salnum.

Kl. 15:35 Dagskrá hefst á sviði

Siggeir Ingólfsson,(( Geiri á Bakkanum)) kynnir dagskrá


1. Kjartan Björnsson, formaður ÍMÁ (5-10 mín)
2. Óskar Magnússon, fyrrv. skólastjóri BES (10 mín)
3. Kristján Runólfsson, uppalinn Eyrbekkingur (10 mín)
4. Sverrir Björnsson fulltrúi yngri kynslóðarinnar (10 mín
5. Ásmundur Friðriksson, alþingsimaður (5-10 mín)
6. Kirkjukórinn með tvö lög (10 mín)


Hljómsveit hússins, spilar í upphafi og yfir kaffinu

 

Siggeir Ingólfsson

 

Gunnar Ólsen og Siggeir Ingólfsson spjalla............og nú er tekið upp.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

19.10.2013 06:11

Ljósmyndasýning:  -Af mannlífi og menningu á Eyrarbakka 2013-

 

Siggeir Ingólfsson, Staðarhaldari á Stað, að setja upp myndirnar í gærkveldi.

 

 

Ljósmyndasýning:  - Af mannlífi og menningu á Eyrarbakka 2013-

 

Samhliða menningarhátíðinni í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka - Sögur af Bakkanum- hvar í upphafi  verður vígður útsýnispallurinn á sjóvarnargarðinum, verður ljósmyndasýningin -Af mannlífi og menningu á Eyrarbakka 2013-

 

Á ljósmyndasýningunni eru 160 myndir frá mannlífi og menningu á Eyrarbakka á árinu 2013 með sérstakri tengingu við Félagsheimilið Stað og framkvæmdirnar við útsýnispallinn allt frá upphafi framkvæmda til loka nú í vikunni.

 

Ljósmyndasýningin er unnin í Prentmeti  á Selfossi og er hluti þess mannlífs  sem Menningar-Staður hefur fært til myndar síðustu mánuði.

 

Siggeir Ingólfsson, staðarhaldari að Stað á Eyrarbakka, hefur sett upp sérstakar sýningarplötur vegna sýningarinnar. Þessi aðstaða mun auðvelda til framtíðar allt sýningahald af þessum toga. Siggeir lauk við seint í gærkveldi að setja upp sýninguna eins og fært hefur verið til myndar.

 

Myndirnar 160 á sýningunni eru nánast allar úr ljósmyndasafni Björns Inga Bjarnason að Ránargrund á Eyrarbakka.

 

 

Siggeir Ingólfsson við verklok uppsetningarinnar í gærkveldi.

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

19.10.2013 05:36

Landsmönnum fjölgaði um 1.200 á þriðja ársfjórðungi 2013

Frá Kaupmannahöfn. 

Danmörk var helsti áfangastaður brottfluttra íslenskra ríkisborgara en þangað fluttust 420 manns á 3. ársfjórðungi

 

 

Landsmönnum fjölgaði um 1.200 á þriðja ársfjórðungi 2013

 

Í lok 3. ársfjórðungs 2013 bjuggu 325.010 manns á Íslandi, 163.000 karlar og 162.010 konur. Landsmönnum fjölgaði um 1.200 á ársfjórðungnum. Erlendir ríkisborgarar búsettir á landinu voru 22.760. Á höfuðborgarsvæðinu bjuggu 208.210 manns.
 
Á 3. ársfjórðungi 2013 fæddust 1.130 börn, en 530 einstaklingar létust. Á sama tíma fluttust 620 einstaklingar til landsins umfram brottflutta. Brottfluttir einstaklingar með íslenskt ríkisfang voru 170 umfram aðflutta, en aðfluttir erlendir ríkisborgarar voru 790 fleiri en þeir sem fluttust frá landinu. Fleiri konur en karlar fluttust frá landinu.
 
Danmörk var helsti áfangastaður brottfluttra íslenskra ríkisborgara en þangað fluttust 420 manns á 3. ársfjórðungi. Til Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar fluttust 1.080 íslenskir ríkisborgarar af 1.370 alls. Af þeim 540 erlendu ríkisborgurum sem fluttust frá landinu fóru flestir til Póllands, 100 manns.
 
Flestir aðfluttir íslenskir ríkisborgarar komu frá Danmörku (380), Noregi (230) og Svíþjóð (230), samtals 830 manns af 1.200. Pólland var upprunaland flestra erlendra ríkisborgara en þaðan fluttust 400 til landsins af alls 1.330 erlendum innflytjendum. Þýskaland var næst í röðinni, en þaðan fluttust 110 erlendir ríkisborgarar til landsins.
 

Mannfjöldi, fæðingar, andlát og búferlaflutningar á 3. ársfjórðungi 2013  
  Alls Karlar Konur
Mannfjöldinn í lok ársfjórðungs 325.010 163.000 162.010
Mannfjöldinn í upphafi ársfjórðungs 323.810 162.400 161.410
Breyting 1.200 600 610
Fæddir 1.130 560 570
Dánir 530 290 250
Aðfluttir umfram brottflutta 620 330 290
Aðfluttir 2.530 1.270 1.260
Brottfluttir 1.910 940 970
Allar tölur eru námundaðar að næsta tug ef mannfjöldinn er meiri en 50 en að næsta hálfa tug ef talan er lægri. Ekki er tryggt að tölur gangi upp í samtölur vegna námundunarinnar.

 

Af www.hagstofa.is

 

Skráð af Menningar-Staður

18.10.2013 22:33

Goðsögn í lagi Unnar Birnu - tengdadóttur Bakkans

 

 

Goðsögn í lagi Unnar Birnu - tengdadóttur Bakkans

 

Ian Anderson, forsprakki rokkhljómsveitarinar goðsagnakenndu Jethro Tull og Íslandsvinur með meiru, spilaði nýlega inn á nýtt lag tónlistarkonunnar Unnar Birnu. Lagið nefnist Sunshine og kemur út á næstu dögum.

„Ég spilaði fyrst með honum árið 2009 á góðgerðartónleikum í Háskólabíói og svo aftur núna í sumar. Við höfum alltaf haldið sambandi, hittumst til dæmis á Ítalíu í fyrra og hann hafði boðist til þess að vinna að einhverju með mér,“ segir Unnur Birna um kynni sín af goðsögninni.

 Lagið varð til á Ítalíu þar sem Unnur var búsett í hálft ár árið 2012. „Ég sat bara úti á svölum með 40 evru gítar og var eitthvað að glamra. Það bjó lítil og ótrúlega krúttleg stelpa á neðri hæðinni og hún var svo mikið sólskin eitthvað - lagið spannst í raun svo bara út frá því. Mig langaði bara að gera eitthvað svona einfalt og grípandi lag.“

 Unnur segir tækifærið að fá að vinna með Anderson einstakt. „Hann er ótrúlega vinalegur og bara algjörlega frábær maður. Maður hefur alveg heyrt að hann geti verið erfiður við hljóðmenn og sviðsmenn og svo framvegis en ég hef aldrei kynnst þeirri hlið á þessu einstaka ljúfmenni.“

Lagið er tekið upp á ýmsum stöðum. Það er að stórum hluta tekið upp hjá Vigni Snæ Vigfússyni upptökustjóra í E7 stúdíó úti á Granda. Pabbi Unnar, Björn Þórarinsson, best þekktur sem Bassi í Mánum, spilaði inn Hammond-orgel á Græna Hattinum á Akureyri og meistarinn sjálfur Ian Anderson rak svo smiðshöggið á verkið og tók upp þverflautu á heimili sínu milli tónleikaferða.

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Unnur Birna. Björnsdóttir

Morgunblaðið föstudagurinn 18. okt 2013

 

Skráð af Menningar-Staður

 

18.10.2013 21:42

Afmælishóf í Listasafni Árnesinga á morgun, laugardaginn 19. okt 2013

Mynd: Bjarnveig Bjarnadóttir, teikning eftur Ásgrím Jónsson

 Bjarnveig Bjarnadóttir, teikning eftur Ásgrím Jónsson

 

Afmælishóf í Listasafni Árnesinga á morgun,

laugardaginn 19. okt. 2013

 

Laugardaginn 19. október 2013,  kl. 16-18 verður haldið afmælishóf í Listasafni Árnesinga undir yfirskriftinni Vangaveltur á tímamótum.

Fyrir fimmtíu árum eða þann 19. október 1963 var Árnesingum færð stór málverkagjöf sem lagði grunn að Listasafni Árnesinga. Gefendur voru Bjarnveig Bjarnadóttir og synir hennar, Loftur og Bjarni Markús Jóhannessynir. Afhendingin fór fram í Bogasal Þjóðminjasafns Íslands þar sem verkin voru til sýnis, en á þeim tíma var aðsetur Listasafns Íslands einnig í húsi Þjóðminjasafnsins.

Á þessum tímamótum viljum við fagna þessu framtaki og skoða hvaða þýðingu þessi gjöf hefur haft og tækifæri sem felast í safninu. Flutt verða sex stutt erindi og að þeim loknum gefst tækifæri fyrir spurningar og umræður gesta og frummælenda. Að endingu verður boðið upp á léttar veitingar. Leitað var til einstaklinga með það í huga að varpa sýn á Bjarnveigu sem listaverkasafnara, tengsl hennar við Ásgrím Jónsson og þetta svæði ásamt löngun hennar að ungt fólk fái notið góðra lista. 

Frummælendur í afmælishófinu verða:

Knútur Bruun listaverkasafnari með meiru sem fjalla mun um ástríðuna fyrir myndlist.

Dagný Heiðdal deildarstjóri listaverkadeildar Listasafns Íslands mun segja frá Safni Ásgríms Jónssonar sem er deild innan Listasafns Íslands, en Bjarnveig Bjarnadóttir var fyrsti forstöðumaður þess safns þegar það var opnað árið 1960. Hún ræðir einnig um gildi samstarfs Listasafns Íslands við önnur innlend listasöfn s.s. Listasafn Árnesinga.

Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður segir frá 150 ára afmæli Þjóðminjasafnsins í ár og ræðir um gildi og samstarf safna í samfélaginu.

Hildur Hákonardóttir myndlistarmaður og fyrsti safnstjóri Listasafns Árnesinga mun líta tilbaka og skoða hvernig safnið hefur þróast.

Ásthildur B. Jónsdóttir lektor í kennslufræðum sjónlista í Listaháskóla Íslands (og stúdent frá Menntaskólanum á Laugarvatni) ræðir um gildi safna fyrir listkennslu og tækifæri sem þar liggja. 

Margrét Elísabet Ólafsdóttir doktor í list- og fagurfæði. Margrét sem ólst upp á Selfossi mun rifja upp minningar um Listasafn Árnesinga og velta upp framtíðarsýn á starfsumhverfi listasafna.

Undir samheitinu HLIÐSTÆÐUR OG ANDSTÆÐUR eru nú tvær sýningar uppi í safninu, annars vegar Samstíga sem er um abstraktlist og svo skúlptúrar eftir Rósu Gísladóttur. Í tengslum við sýningarnar hefur einnig verið sett upp listasmiðja þar sem börn á öllum aldri fá að spreyta sig. Sunnudaginn 20. október verða börn sérstaklega boðin velkomin til þess að fagna tímamótunum í listasmiðjunni og fá blöðru að launum.

Listasafn Árnesinga í Hveragerði

 

Skráð af Menningar-Staður

18.10.2013 07:14

Ljósmyndasýning á Stað sunnudaginn 20. okóber 2013

Kjartan Már Hjálmarsson í Prentmeti á Selfossi með eina af myndunum 160 á skjánum sem verða á sýningunni.

 

Ljósmyndasýning á Stað  

sunnudaginn  20. október 2013

 

Samhliða menningarhátíðinni í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka hvar í upphafi  verður vígður útsýnispallurinn á sjóvarnargarðinum verður ljósmyndasýning.

 

Á ljósmyndasýningunni eru 160 myndir frá mannlífi og menningu á Eyrarbakka á árinu 2013 með sérstakri tengingu við Félagsheimilið Stað og framkvæmdirnar við útsýnispallinn allt frá upphafi framkvæmda til loka nú í vikunni.

 

Ljósmyndasýningin er unnin í Prentmeti  á Selfossi og er hluti þess mannlífs  sem Menningar-Staður hefur fært til myndar síðustu mánuði.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

18.10.2013 06:44

Sögur af Bakkanum á Stað á Eyrarbakka sunnudaginn 20. okt 2013

Siggeir Ingólfsson var í gær að leggja lokahönd á undirbúning fyrir samkomuna á Stað.

 

Sögur af Bakkanum á Stað á Eyrarbakka

Menningarmánuðurinn október 2013

 

Sunnudagurinn 20. október kl. 15:00

Dagskrá:

kl. 15:00 Vígsla skábrautarinnar og útsýnispallsins á sjóvarnargarðinum við Félagsheimilið Stað. Siggeir Ingólfsson býður alla velkomna og ávarpar.

Guðlaug Jónsdóttir sem er bundin við hjólastól og er íbúi á Eyrarbakka klippir á borðann og séra Sveinn Valgeirssonblessar pallinn. 

Kl. 15:20 Kaffiveitingar hefjast í boði Sveitarfélagsins Árborgar og hljómsveit hússins spilar í salnum.

Kl. 15:35 Dagskrá hefst á sviði

Siggeir Ingólfsson,(( Geiri á Bakkanum)) kynnir dagskrá


1. Kjartan Björnsson, formaður ÍMÁ (5-10 mín)
2. Óskar Magnússon, fyrrv. skólastjóri BES (10 mín)
3. Kristján Runólfsson, uppalinn Eyrbekkingur (10 mín)
4. Sverrir Björnsson fulltrúi yngri kynslóðarinnar (10 mín
5. Ásmundur Friðriksson, alþingsimaður (5-10 mín)
6. Kirkjukórinn með tvö lög (10 mín)


Hljómsveit hússins, spilar í upphafi og yfir kaffinu

 

Siggeir Ingólfsson

 

Siggeir Ingólfsson og Haukur Jónsson.

 

Skráð af Menningar-Staður

18.10.2013 06:13

Nýtt íslenskt orgel frá Stokkseyri í Vídalínskirkju

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Nýtt orgel .

Organistinn Jóhann Baldvinsson og presturinn Friðrik J. Hjartar kampakátir við nýja orgelið í Vídalínskirkju í Garðabæ.

 

Nýtt íslenskt orgel frá Stokkseyri í Vídalínskirkju

 

Nýtt orgel verður vígt í Vídalínskirkju í Garðabæ á sunnudaginn. Orgelið er íslenskt, smíðað og hannað af Björgvini Tómassyni orgelsmið. Það kostar um 45 milljónir króna.

„Þetta er gríðarleg lyftistöng fyrir tónlistar- og menningarlífið í bænum og breytir öllu messuhaldinu, ekki síst hjónavígslunum,“ segir séra Friðrik J. Hjartar, prestur í Garðaprestakalli, og bætir við: „Organistinn svífur um.“

Orgelið sem fyrir var í kirkjunni var frá Ungverjalandi. Það var fjögurra radda og til bráðabirgða þegar það var keypt fyrir tæpum tuttugu árum.

„Það er ánægjulegt að hægt sé að framleiða svona íslenskt stórvirki. Það er mál manna sem hafa litið inn að þetta er gríðarlega vel gert og fallegt handverk,“ segir Friðrik.

Hann segir þó að einn galli sé á gjöf njarðar; orgelið sé svo stórt að fækka þurfti sætum í kirkjunni til að koma því fyrir en kirkjan er iðulega fullsetin.

Orgelið verður vígt með formlegum hætti á sunnudaginn. Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, mun helga orgelið til þjónustunnar og predika. Að því loknu bjóða Lionsmenn upp á súpu í safnaðarheimilinu.

Söfnun stendur yfir til kaupa á orgelinu og hefur bæjarbúum verið kynnt sala á pípunum. „Við erum þakklát fyrir framlag bakhjarlanna og einkum bæjarstjórans Gunnars Einarssonar,“ segir Friðrik.

 

Garðbæingar áhugasamir

„Það var ánægjulegt að smíða fyrir Garðbæinga því margir komu og litu inn þegar verið var að setja orgelið upp,“ segir Björgvin Tómasson orgelsmiður.

Hann segir að hvert einasta orgel sé sérhannað inn í hverja kirkju. Það sem passi vel í eina passi ekki endilega í aðra. Björgvin segir að eitt af því skemmtilega við að starfa í litlu fyrirtæki sé að fylgja hljóðfærinu eftir alveg frá grunni; hanna, smíða og stilla.

„Það er hart í ári hjá kirkjunni. Við höfum fundið verulega fyrir því. Það er rólegt yfir þessu en sérstaklega hefur verið sárt að sjá á eftir verkefnum til útlanda.“ Í því samhengi bendir hann á að mikið hefur verið talað um að efla íslenskt atvinnulíf en slíkt sé meira í orði en á borði. Til að mynda sé smíði við eitt pípuorgel vinna í eitt ár fyrir þrjá menn.

Sem stendur bindur Björgvin vonir við að geta haldið áfram að smíða orgel í Guðríðarkirkju sem átti að vera tilbúið 2010 en hefur dregist vegna fjárskorts.

Um þessar mundir eru 25 ár frá því fyrsta orgel Björgvins var vígt í Akureyrarkirkju og er það enn í fullu fjöri.

 

 

1.150 pípur í orgelinu

Orgelið er 20 radda pípuorgel með tveimur hljómborðum, pedala og 1.150 pípum. Það var smíðað á Stokkseyri af Björgvini Tómassyni og hefur ópustöluna 34, sem segir til um fjölda þeirra orgela sem hafa verið smíðuð á verkstæði Björgvins. Búast má við að orgelin sem smíðuð eru standi í kirkjum næstu 150 árin. Björgvin segir þetta vera sannkallaða fjárfestingu til framtíðar.

Björgvin nam orgelsmíði í Þýskalandi en námið tók átta ár.

Aðrir sem komu að smíðinni ásamt Björgvini eru hagleikssmiðirnir þeir Jóhann Hallur Jónsson og Guðmundur Gestur Þórisson.

 
Morgunblaðið föstudagurinn 18. október 2013
 
Björgvin Tómasson
F.v.: Jóhann Hallur Jónsson og Guðmundur Gestur Þórisson.
 
Skráð af menningar-Staður

18.10.2013 00:06

Vefmyndavél við Rauða-Húsið á Eyrarbakka

Eyrarbakki

 

 

Vefmyndavél við Rauða-Húsið á Eyrarbakka

 

Frá Rauða-Húsinu í gær:

.

.

.

.

 

Skráð af Menningar-Staður

17.10.2013 23:54

Auglýst eftir umsóknum um styrki úr Þróunarsjóðnum Ísland allt árið

© arctic-images.com

 

Auglýst eftir umsóknum um styrki úr Þróunarsjóðnum

Ísland allt árið

 

Landsbankinn og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsa eftir umsóknum um styrki úr Þróunarsjóði ferðamála í tengslum við markaðsátakið Ísland allt árið. 

Auka framboð utan háannar

Markmið sjóðsins er að styrkja þróun verkefna sem auka framboð utan háannatíma ferðaþjónustu og auka þannig arðsemi fyrirtækja í greininni. Til úthlutunar að þessu sinni eru samtals 35 milljónir króna.

Áhersla á samstarfsverkefni

Sjóðurinn hefur á undanförnum árum úthlutað 70 milljónum króna til 32 verkefna og lögð hefur verið áhersla á að styðja við samstarfsverkefni fyrirtækja sem lengt geta ferðamannatímann á tilteknum svæðum, en einnig hafa afbragðsverkefni stakra fyrirtækja notið stuðnings sjóðsins.

Umsóknarfrestur til 23. október

Í umsókn þurfa að koma fram skýrar hugmyndir um hvernig verkefni er ætlað að skila í senn aukinni atvinnu og varanlegum verðmætum. Miðað er við að verkefnið verði að vera vel á veg komið innan þriggja ára frá styrkveitingu.
Umsóknarfrestur er til 23. október og er gert ráð fyrir að styrkirnir verði afhentir í desember.

Nánar um þróunarsjóðinn

Af www.ferdamalastofa.is

 

Skráð af Menningar-Staður