Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2013 Október

11.10.2013 06:06

Skemmtileg nýjung hjá Rauða húsinu á Eyrarbakka

viskymatsedill_rauda_husid

.

 

Skemmtileg nýjung hjá Rauða-Húsinu á Eyrarbakka

 

Rauða húsið á Eyrarbakka ætlar að bjóða uppá nýjungar í haust og hefur sett saman nýjan þriggja rétta matseðil sem er sérstaklega hannaður með viskí í huga. 

Boðið verður uppá viskí smakk á undan þar sem gestir fá að smakka mismundi gerðir af eðalvískum aðallega frá Chivas Brothers í skotlandi.

Viskýin og matseðillinn: Tvíreykt Svínalund carpaccio style Scapa 16 ára Nautalund með Chivas Regal, soðsósu og snöggsteiktu rótargrænmeti Chivas Regal 18 ára Engifer viskí ís Aberlour 10 ára.

 

Þeir félagar Stefán Ólafsson og Stefán Kristjánsson eru nýir rekstraraðilar á hinu rómaða Rauða húsi , en þeir munu taka vel á móti gestum og ekki skemmir verðið á þessari matar og vískí veislu eða aðeins 8900 krónur á manninn, en herlegheitin byrjaði núna í vikunni og verður matseðillinn í boði næstu vikurnar.

Til gamans má geta að Stefán Ólafsson er barþjónn og lærði þau fræði í Hannover í Þýskalandi árið 1997 og hefur unnið til margra verðlauna bæði á sviði kokkteil gerðar og sem viskí sérfræðingur.  Stefán Kristjánsson er matreiðslumaður að mennt.

 

Af www.veitingageirinn.is

 

Rauða-Húsið á Eyrarbakka

 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

 

 

10.10.2013 21:39

Hellulögn við Félagsheimilið Stað

Siggeir Ingólfsson, Staðarhaldari á Stað, á útsýnispallinum við Stað skömmu fyrir sólaruppkomu í morgun.

 

Hellulögn við Félagsheimilið Stað

 

Siggeir Ingólfsson,  Staðarhaldari við Félagsheimilið Stað á Eyrarbakka, -Menningar-Stað,  hófst handa við hellulögn við Stað skömmu fyrir sólarupprás í morgun.

 

Hellur verða lagðar frá skábrautinni  sem liggur upp á útsýnispallinn á sjóvarnargarðinum og vestur með gömlu hleslunni í sjóvarnargarðinum og að  tröppunum upp á garðinn.

 

Menningar-Staður færði til myndar í morgun.

 

Einnig er komið myndaalbúm hér á Menningar-Stað frá morgunstundinni

Smella á þessa slóð:http://menningarstadur.123.is/photoalbums/253441/

 

Nokkrar myndir hér:

Siggeir Ingólfsson að störfum í morgun

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

10.10.2013 20:53

Innanríkisráðherra heimsótti Fangelsismálastofun og Litla-Hraun

Innanríkisráðherra heimsótti Litla-Hraun og Fangelsismálastofnun í dag.

Innanríkisráðherra heimsótti Litla-Hraun og Fangelsismálastofnun í dag.

 

Innanríkisráðherra heimsótti Fangelsismálastofun og Litla-Hraun

 

Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, heimsótti í dag Fangelsismálastofnun ríkisins í Reykjavík og fangelsið að Litla-Hrauni á Eyrarbakka ásamt nokkrum samstarfsmönnum.

Páll E. Winkel fangelsismálastjóri og samstarfsmenn hans og Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður Litla-Hrauns, skýrðu frá starfseminni og því sem framundan er í starfinu.

Fangelsi landsins eru í dag 6 að tölu og alls eru fangarýmin 165. Litla-Hraun er aðal fangelsi landsins og þar eru rými fyrir 87 fanga en starfsmenn á Litla-Hrauni og að Sogni eru nærri 70. Mikill árangur hefur náðst í endurhæfingu fanga og er Ísland nú annað í röðinni á Norðurlöndunum yfir lægstu endurkomutíðni fanga. Páll sagði að frá hruni 2008 hefði fjárveiting til stofnunarinnar lækkað um 20% en hann kvaðst stoltur af því að tekist hefði að halda rekstrinum innan fjárheimilda. Hann kvaðst horfa björtum augum til framtíðarinnar og að menn horfðu til þess að hægt yrði að leggja af tvö löngu úr sér gengin fangelsi með tilkomu nýs fangelsis á Hólmsheiði.

Margrét Frímannsdóttir sýndi ráðherra húsakostinn á Litla-Hrauni og lýsti hún ánægju sinni með að ráðherra skyldi heimsækja staðinn og kynna sér starfsemina. Fangar á Litla-Hrauni geta sinnt margs konar störfum en nokkuð hefur dregið úr umfangi verkefna meðal annars á sviði númeragerðar fyrir bíla. Þá sagði hún að æ fleiri fangar stunduðu nám meðan á refsisvist stæði og  það væri mjög ánægjuleg þróun en þar nytu fangar góðrar þjónustu frá Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi.

Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði augljóst að starfsfólk á Litla-Hrauni ynni gott og mikilvægt starf undir stjórn Margrétar sem hún sagði eiga miklar þakkir skildar fyrir. Hún sagði breytingar og uppbyggingu framundan í málefnum fanga meðal annars með tilkomu fangelsis á Hólmsheiði. Hún lagði einnig áherslu á að starfsemin á Litla-Hrauni yrði jafn mikilvæg eftir sem áður og nauðsynlegt væri að halda áfram að styrkja hana í hvívetna.

Innanríkisráðherra kynnti sér starfsemina á Litla-Hrauni í dag.

 

Af www.stjornarrad.is

 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

10.10.2013 20:35

73 þúsund ferðamenn í september

 

Siggeir Ingólfsson í Upplýsingamiðstöðinni í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka - Menningar-Stað-

 

 73 þúsund ferðamenn í september

 

sept 13Samkvæmt talningum Ferðamálastofu fóru um 73 þúsund erlendir ferðamenn frá landinu um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í september í ár eða 8.500 fleiri ferðamenn en í september í fyrra. Aukningin nemur 13,2% milli ára.

Fjöldi ferðamanna hefur þrefaldast á því tólf ára tímabili (2002-2013) sem Ferðamálastofa hefur haldið úti talningum. Ferðamannafjöldinn hefur farið úr 24.533 árið 2002 í 73.189 árið 2013.

Aukningin hefur verið að jafnaði 10,9% milli ára en miklar sveiflur hafa verið í fjölda milli ára sbr. myndir hér til hliðar gefa til kynna. Hér má annars vegar sjá fjölda ferðamanna hvert ár og hins vegar hlutfallslega breytingu á milli ára.

 

Bandaríkjamenn, Bretar, Þjóðverjar og Norðmenn tæplega helmingur ferðamanna

skipting ferðamannaAf einstaka þjóðernum voru flestir ferðamenn í september frá Bandaríkjunum (15,8), Bretlandi (11,0%), Þýskalandi (10,5%) og Noregi (9,2%). Þar á eftir komu Danir (6,7%), Svíar (5,3%), Frakkar (5,3%) og Kanadamenn (4,0%). Samtals voru þessar átta þjóðir um tveir þriðju (67,8%) ferðamanna í september.

Af einstaka þjóðum fjölgaði Bretum, Bandaríkjamönnum og Þjóðverjum mest milli ára í september. Þannig komu 1.774 fleiri Bretar í september ár, 1.727 fleiri Bandaríkjamenn og og 1.251 fleiri Þjóðverjar.

Hlutfallsleg auking frá öllum mörkuðum nema Norðurlöndum

Þegar aukning er skoðuð eftir einstaka markaðssvæðum milli ára má sjá að Norðurlandabúum fækkar. Aukning er hins vegar frá öðrum mörkuðum, 28,1% frá Bretlandi, 11,7% frá N-Ameríku, 11,6% frá Mið- og S-Evrópu og 25,2% frá löndum sem flokkuð eru undir annað.

Um 640 þúsund ferðamenn frá áramótum

Frá áramótum hefur 639.951 erlendur ferðamaður farið frá landinu, um 103 þúsund fleiri en á sama tímabili í fyrra. Aukningin nemur 19,2% milli ára. Um 40% fleiri Bretar hafa heimsótt landið, fjórðungi fleiri N-Ameríkanar, fjórðungi fleiri ferðamenn frá löndum sem flokkast undir annað og um 15% fleiri Mið- og S-Evrópubúar. Norðurlandabúum hefur hins vegar fjölgað mun minna eða um 2,9%.

Ferðir Íslendinga utan

Um 33.500 Íslendingar fóru utan í september eða um 1200 fleiri en í fyrra. Frá áramótum hafa um 274 þúsund Íslendingar farið utan eða um 1.300 færri en á sama tímabili árið 2012. Fækkunin nemur hálfu prósenti milli ára.

Nánari upplýsingar

Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð. Skiptingu milli landa má sjá í töflunni hér að neðan og nánari upplýsingar undir liðnum Tölur og útgáfur / Fjöldi ferðamanna hér á vefnum.

Tafla um fjölda ferðamanna

Af www.ferdamalastofa.is

 

Skráð af Menningar-Staður

10.10.2013 06:35

Menningarmánuðurinn OKTÓBER 2013

Kjartan Björnssson í ræðustól í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka þann 7. júlí 2013.Menningarmánuðurinn OKTÓBER 2013

 

Þetta mun vera í fjórða sinn sem íþrótta og menningarnefnd sveitarfélagsins stendur fyrir menningarmánuðinum október, þar sem ýmsum menningarviðburðum í Sveitarfélaginu Árborg eru gerð skil. Í ár verða 4 meginviðburðir á vegum nefndarinnar og einnig höfum við gefið einkaaðilum og félögum tækifæri á að fljóta með í kynningu og þannig orðið hluti af menningarmánuðinum. Með nokkru stolti kynnum við fyrir ykkur íbúunum eftirfarandi dagskrárliði og minnum við á að inn á alla viðburði menningarnefndar er frír aðgangur:

 

Laugardagur 12.október á Stokkseyri120 ára afmælis Páls Ísólfssonar minnst með tvennum hætti. Stytta af Páli verður afhjúpuð að nýju við Þuríðarbúð á Stokkseyri klukkan 15.00. Stokkseyrarkirkja klukkan 16.00, „Blítt er undir björkunum“ kvartett Kristjönu Stefánsdóttur leikur og syngur lög eftir skáldið. Frír aðgangur.    

 

Fimmtudagur 17. október á Selfossi KÁ smiðjurnar – Öllum eru í fersku minni sem komnir eru að miðjum aldri gömlu KÁ smiðjurnar og verður á einu kvöldi í Hótel Selfossi klukkan 20.00 sögu smiðjanna minnst með lifandi frásögnum starfsmanna úr smiðjunum, ljósmyndum og sagnfræðilegri yfirferð ásamt öðru léttu efni frá þessum eftirminnilegu tímum. Kvöldið er í umsjá Guðna Ágústsonar og Gríms Thorarensen Arnarsonar. Frír aðgangur.

 

Sunnudagur 20. október á Eyrarbakka Staður – Sögur af Bakkanum, sagðar verða sögur af Bakkanum, gamlir Eyrbekkingar munu ganga í lið með Geira Ingólfs Staðar-haldara og segja sögur frá liðnum dögum. Einnig verður vígður rampur, göngubraut við Stað. Kirkjukór Eyrarbakka syngur nokkur lög og boðið verður upp á kaffisopa. Dagskráin hefst að stað klukkan 15.00 og er í umsjón Sigurgeirs Ingólfssonar. Aðgangur frír.

 

Fimmtudagur 24. október á Selfossi  Menningarsalurinn okkar – Nýverið eignaðist sveitarfélagið menningarsalinn að nýju og er hann nú að bíða síns framtíðarhlutverks sem okkur vonandi tekst með samstilltu átaki að koma í gagnið á næstu árum. Það er því viðeigandi að unga fólkið okkar eigi þar fyrstu sporin. Því verða ungu hljómsveitirnar okkar í sveitarfélaginu Árborg með tónleika í menningarsalnum klukkan 20.00 og fram eftir kvöldi. Margar hljómsveitirnar okkar hafa þegar vakið mikla athygli á landsvísu og aðrar eru á þeirri leið, spennandi kvöld. Aðgangur frír.

 

Miðvikudagur 30. október á Selfossi Blítt er undir björkunum, tónleikar kvartetts Kristjönu Stefánsdóttur í minningu Páls Ísólfssonar í tilefni af 120 ára afmælis skáldsins í Tryggvaskála, frítt inn.

 

Fleiri viðburðir eru nánar auglýstir að heimasíðu sveitarfélagsins arborg.is en svo dæmi séu tekin er 12.okt súputónleikar í barnaskólanum á Stokkseyri, 13 okt. Saga til næsta bæjar, tónleikar í Tryggvaskála með mörgum af okkar bestu sonum, 3 nóvember tónleikar í Tryggvaskála og svo er rúsínan í pylsuendanum í boði Sveitarfélagsins og íþrótta og menningarnefndar sem lokahnykkur í menningarmánuðinum október 4-8 nóvember, heimsókn Eyþórs Inga eurovisionfara í alla leik og grunnskóla Sveitarfélagsins Árborgar sem endar svo með tónleikum hjá Eyþóri.

 

Kjartan Björnsson, formaður íþrótta og menningarnefndar Árborgar

 

Kjartan Björnsson tekur lagið með Hljómsveitinni GRANÍT frá Vík í Mýrdal í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka þann 7. júlí 2013.

Skráð af Menningar-Staður

09.10.2013 15:23

Sunnlenskur kórsöngur við tendrun friðarsúlunnar í Viðey

Eyrbekkingurinn Örlygur Benediktsson leikur hér á orgel Eyrarbakkakirkju sem byggt er af Björgvini Tómssyni á Stokkseyri.

 

Sunnlenskur kórsöngur við tendrun friðarsúlunnar í Viðey

 

Kammerkór Suðurlands mun flytja tónlist eftir John Lennon og John Tavener við tendrun friðarsúlunnar í Viðey í kvöld kl. 20, m.a. Give Peace a Chance sem útsett hefur verið í stíl Taveners af Örlygi Benediktssyni tónskáldi á Eyrarbakka.

Kórinn mun einnig flytja tvö nýleg verk eftir Kjartan Sveinsson.

 

Yoko Ono mun tendra friðarsúluna í kvöld, 9. október 2013, á fæðingardegi John Lennon 73 ára

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

 

 

Morgunblaðið miðvikudagurinn 9. október 2013

 

 

Skráð af Menningar-Staður

09.10.2013 06:31

Gunnar Gränz sýnir hjá TM á Selfossi

Gunnar Gränz við tvö af verkum sínum.

 

Gunnar Gränz sýnir hjá TM á Selfossi

 

Gunnar Gränz, myndlistamaður, sýnir verk sín í húsnæði Tryggingarmiðstöðvarinnar að Austurvegi 6 á Selfossi undir nafninu „Ágrip í dag : Á árum áður!“

Flestar myndirnar eru málaðaðar með Ágrips léttleika í huga og lífsgleði. Nokkrar myndir eru frá árum áður.

Gunnar hefur haldið fjölda einkasýninga í gegnum árin auk þess að taka þátt í samsýningum með Myndlistarfélagi Árnesinga sem einn af stofnendum MFÁ .   

Sýningin er opin á afgreiðslutíma TM, klukkan 9 til 16.                                                                                                

Lítið við, sjón er sögu ríkari. Verið velkomin  :  Kaffi á könnunni.

 

Af www.sunnlenska.is

 

Skráð af Menningar-Staður

 

09.10.2013 06:27

Nýr ritstjóri hjá Dagskránni og dfs.is

Örn Guðnason

 

Nýr ritstjóri hjá Dagskránni og dfs.is

 

Örn Guðnason hefur tekið við starfi sem ritstjóri hjá Dagskránni og DFS.IS af Magnúsi Hlyni Hreiðarssyni. 

Magnús Hlynur, sem hefur verið í 100% starfi hjá félaginu, hefur látið af störfum hjá Dagskránni og DFS.is og þakkar Prentmet honum fyrir farsælt samstarf í rúm 20 ár hjá Dagskránni.

Örn Guðnason tekur við starfinu fyrst um sinn sem ritstjóri Dagskráinnar og DFS. Hann vann hjá fyrirtækinu í sumar sem blaðamaður í afleysingum hjá Dagskránni og DFS.is og stóð sig mjög vel. Örn er menntaður viðskiptafræðingur og grafískur hönnuður og er með fjölbreytta og góða starfsreynslu úr viðskiptalífinu. Hann vann síðast sem framkvæmdastjóri Ungmennafélags Selfoss. 

 

Af www.dfs.is

 

Skráð af Menningar-Staður

08.10.2013 07:01

Mælt fyrir Lottóvelli við Menningar-Stað

Á Menningar-Stað í gærmorgun.  F.v.: Ole Simonsen, Siggeir Ingólfsson og Jens Hansen.

 

Mælt fyrir Lottóvelli við Menningar-Stað

 

Danirnir frá Borgundarhólmi,  sem þessa dagana eru í heimsókn á Eyrarbakka,  komu í Félagsheimilið Stað, -Menningar-Stað- í  gærmorgun.

 

Voru þeim sýndar framkvæmdir við útsýnispallinn á sjóvarnargarðinum sem er mögnuð og margþætt framkvæmd.

 

Síðan var mælt fyrir „Lottóvelli“  en Danirnir frá Borgundarhólmi eru sérfræðingar í „Hænsnalottói“ sem er mjög vinsælt á Borgundarhólmi og fulltrúar frá Eyrarbakka upplifðu í heimsókn þangað í fyrra.

 

Lottóvöllurinn verður tilbúinn í vor og víst er að hann verður kærkomin viðbót við hænsnalífið og menninguna á Eyrarbakka  eins og fólk þekkir berlega frá Aldamótahátíðunum og víðfrægt er.

Útsýnispallurinn mun nýtast sem stúka við Lottóvöllinn.

 

Nánar um Hænsnalottó á Borgundarhólmi síðar.

 

Myndaalbúm frá mælingunni er komið hér á Menningar-Stað.

Smella á þessa slóð hér: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/253338/

 

Nokkrar hyndir hér:

 

VIð mælingar fyrir Lottóvellinum í Hænsnalottói.

F.v.: Jens Hansen, Ole Simonsen og Siggeir Ingólfsson.

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

08.10.2013 06:30

Merkir Íslendingar - Björn Jónsson

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Björn Jónsson

 

Merkir Íslendingar - Björn Jónsson

 

Björn Jónsson, ritstjóri og ráðherra, fæddist í Djúpadal í Gufudalssveit 8. október 1846. Foreldrar hans voru Jón Jónsson, bóndi í Djúpadal, og Sigríður Jónsdóttir húsfreyja.

 

Eiginkona Björns var Elísabet Sveinsdóttir, systir Hallgríms biskups, og Sigríðar, móður Haraldar Níelssonar prófessors. Elísabet var dóttir Sveins, prófasts á Staðarstað Níelssonar, en meðal barna hennar og Björns voru Sveinn, fyrsti forseti lýðveldisins, og Ólafur, stofnandi og ritstjóri Morgunblaðsins.

Björn lauk stúdentsprófi og stundaði laganám en lauk ekki prófi. Hann stofnaði blaðið Ísafold 1874, fékk konungsgleyfi fyrir prentsmiðjurekstri hér á landi og pantaði prentsmiðju frá Danmörku. Blaðið Ísafold var fyrst prentað í þessari prentsmiðju 16.6. 1877 og er stofnun Ísafoldarprentsmiðju miðuð við þann dag.

Björn var ritstjóri Ísafoldar til 1909 og starfrækti jafnframt prentsmiðjuna, frá 1886, í húsi sínu við Austurstræti, Ísafoldarhúsinu, sem nú stendur við Aðalstræti.

Á heimastjórnarárunum var Björn forsprakki Landvarnarmanna, síðar sjálfstæðismanna eldri, og því helsti andstæðingur Hannesar Hafstein. Eftir stórsigur Uppkastsandstæðinga í kosningunum 1908 varð Björn annar ráðherra Íslands 1909. Sem ráðherra stenst hann ekki samanburð við Hannes Hafstein. Björn gerði m.a. þau pólitísku mistök að reka bankastjóra Landsbankans, Tryggva Gunnarsson, móðurbróður Hannesar, og í mars 1911 hrökklaðist Björn frá völdum.

Björn var alþm. 1878-80 og 1908-1912 og bæjarfulltrúi í Reykjavík 1885-91. Hann var áhrifamikill ritstjóri, eindreginn góðtemplari og stuðingsmaður Einars H. Kvaran í umdeildum sálarrannsóknum Tilraunafélagsins á fyrstu árum aldarinnar. Hann var beittur penni en ákafamaður og líklega stundum heldur tilfinningaríkur.

Björn lést 24. nóvember 1912.

 

Morgunblaðið þriðjudagurinn 8. október 2013 - Merkir Íslendingar

 

Skráð af Menningar-Staður