Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2013 Október

08.10.2013 06:20

Ingólfur hefur vetursetu í Sandvíkurhreppi

Ingólfur á vörubílspalli á Lækjarmótavegi í gærkvöldi. Ljósm.: sunnlenska.is/Guðmundur Karl

 

Ingólfur hefur vetursetu í Sandvíkurhreppi

 

Húsið Ingólfur á Selfossi var flutt aftur upp í Flóa í gærkvöldi eftir að hafa gegnt hlutverki leikmyndar í norskri kvikmynd sem tekin var upp á Eyrarbakka.

Ingólfur flutti tímabundið á Eyrarbakka í byrjun september en hann var hífður aftur upp á vörubílspall í gær og ekið upp Flóann í gærkvöldi.

Að sögn Leós Árnasonar, eiganda hússins, mun Ingólfur hafa vetursetu í Nýjabæ í Sandvíkurhreppi þar sem lappað verður upp á hann áður en hann verður fluttur á nýjan sökkul á sinni gömlu lóð við Eyraveg 1 á Selfossi næsta sumar.

Flutningurinn í gærkvöldi gekk vel en starfsmenn Rarik voru með í för og var rafmagnið meðal annars tekið af öllum Sandvíkurhreppi um miðnætti þar sem lyfta þurfti rafmagnslínum sem urðu á vegi Ingólfs. Rafmagnið var komið aftur á um það bil tuttugu mínútum síðar. 

 

Af: www.sunnlenska.is

 

Skráðaf Menningar-Staður

07.10.2013 23:33

Mynd dagsins 7. október 2013

Þorleifur Björgvinsson.

 

Mynd dagsins 7. október 2013

 

Menningar-Staður brá sér til Babílon í dag og kom við á Bæjarins bestu og snæddi Clinton.

Þar var sömu erinda Þorleifur Björgvinsson frá Þorlákshöfn.

 

Fagnaðarfundir.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

07.10.2013 22:30

Myndir og erindi frá Ferðamálaþingi 2013 á Selfossi

Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, ávarpar þingið.

Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, ávarpar þingið.

 

Myndir og erindi frá Ferðamálaþingi 2013 á Selfossi

 

Metþátttaka var á Ferðamálaþing 2013 sem haldið var á Hótel Selfossi síðastliðinn miðvikudag. Um 330 manns sátu þingið og hlýddu á þá fróðlegu fyrirlestra sem fluttir voru.

Yfirskrift þingsins var Ísland – alveg milljón! -Skipulag, fyrirhyggja og framtíðarsýn í íslenskri ferðaþjónustu. Að þessu sinni var undirbúningur og framkvæmd ferðamálaþings samstarfsverkefni Ferðamálastofu og Skipulagsstofnunar. Fyrirlesarar voru bæði erlendir og innlendir og komu úr ýmsum greinum.

Flutt voru á annan tug fróðlegra erinda en glærukynningar fyrirlesara má nálgast hér á vefnum undir liðnum Tölur og útgáfur/Fundir og ráðstefnur.

Myndir frá þinginu eru á Facebook-síðu Ferðamálastofu

07.10.2013 07:28

Sunnlensk ferðaþjónusta - tölum saman - Hótel Hekla 23. október

Hótel Hekla.

 

Sunnlensk ferðaþjónusta – tölum saman – Hótel Hekla

23. október 2013

 

Miðvikudaginn 23. október 2013 verður haldið málþing um sunnlenska ferðaþjónustu.

Málþingið verður haldið í tengslum við ársþing SASS og haldið á Hótel Heklu. Áhersla verður á samræðu milli hagsmunaaðila í ferðaþjónustu á Suðurlandi.

Með erindi á málþinginu verða Sandra Brá Jóhannsdóttir, verkefnisstjóri Friðar & Frumkrafta, Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri á Höfn, Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði og Halldór Halldórsson formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fundarstjóri verður Ásborg Arnþórsóttir, ferðamálafulltrúi uppsveita Árnessýslu. Pallborðsumræður verða í lok málþingsins.

 

Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.  Skrá sig á málþingið hér

Dagskrá ferðamálaþings

 

Ásborg Arnþórsdóttir

 

Skráð af Menningar-Staður

06.10.2013 21:57

Gunnar Þór flytur frá Flúðum á Selfoss

Gunnar Þór Jóhannesson hefur starfað um árabil sem fangavörður á Litla-Hrauni og Sogni. Ljósm.: Menningar-Staður

 

Gunnar Þór flytur frá Flúðum á Selfoss

 

Gunnar Þór Jóhannesson, Á-lista, hefur beðist lausnar frá setu í sveitarstjórn og skólanefnd Hrunamannahrepps vegna búferlaflutninga úr hreppnum.

Sveitarstjórn þakkaði Gunnari Þór góð störf fyrir sveitarfélagið á fundi sínum sl. miðvikudag en það var síðasti sveitarstjórnarfundur Gunnars.

 

Hann er að flytja ásamt fjölskyldu sinni á Selfoss. Gunnar hefur starfað sem fangavörður á Litla-Hrauni og Sogni um árabil.

 

Bjarney Vignisdóttir, hjúkrunarfræðingur í Auðsholti 6, er fyrsti varamaður Á-listans og tekur hún þá sæti sem aðalmaður í sveitarstjórn og skólanefnd.

 

Af www.sunnlenska.is

 

Hér skráð af Menningar-Staður

06.10.2013 06:27

Menningarsamband Bornholm og Bakkans

Danirnir frá Bornholm á Rauða-Húsinu á Eyrarbakka í gærkvöldi. F.v.: Jens Hansen og Ole Simonsen.

 

Menningarsamband Bornholm og Bakkans

 

Þessa dagana eru í heimsókn á Eyrarbakka tveir gestir frá dönsku eyjunni Bornholm sem liggur í Eystrasalti sunnan við Svíþjóð.

Þetta eru þeir Jens Hansen og Ole Simonsen sem eru miklir veiðimenn og hafa í nokkra daga verið á veiðum sunnanlands með Bjarna Olesen og Gesti Hjaltasyni.

 

Tilgangur heimsóknarinnar er einnig að styrkja mannlífs- og menningarsamband Eyrarbakka og Bornholm sem byggir á nær 25 ára sumarveru tónlistarmannsins og Vestfirðingsins Sigga Björns á Bornholm. Siggi Björns er Sunnlendingum að góðu kunnur eftir marga tónleika hér og kraftmikla þátttöku í starfi Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi.

 

Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka, -Menningar-Staður- mun verða í lykilhlutverki í mannlífs og menningarsambandinu við Bornholm og er ljóst að menn verða varir við slíkt með afgerandi hætti á vormánuðum.

 

 

Nokkrar myndir með Sigga Björns á Bornholm í ágúst 2012. Siggi er gríðarlega vinsæll hjá sumargestum á Bornhólm sem koma víða að úr Evrópu og hann er dáður af heimamönnum:

 

 

 

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

05.10.2013 10:43

Árið er 2003 - fyrri hluti

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hljómsveitina NilFisk skipuðu fimm drengir úr Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri: Jóhann Vignir Vilbergsson, Víðir Björnsson, Sveinn Ásgeir Jónsson, Sigurjón Dan Vilhjálmsson og Karl Magnús Bjarnarson. NilFisk starfaði nákæmlega í fimm ár; frá 10. mars 2003 til 10. mars 2008

 

Árið er 2003 - fyrri hluti

 

Birgitta Haukdal segir okkur allt í Söngvakeppni Sjónvarpsins og opnar hjarta sitt í Eurovision en Botnleðja syngur Júróvísu og Dr. Gunni býður upp á snakk fyrir pakk.

Emilíana Torrini semur smell fyrir Kylie sem fer beint á toppinn í Bretlandi en Ragnheiður Gröndal syngur Ást og trónir á toppnum á tónlist.is næstu þrjú árin.200.000 Naglbítar skipta um trommara, gefa út sína þriðju plötu og biðja fólk vinsamlega um að láta sig vera en Skífan vinnur baráttuna um Brain Police.

Bubbi syngur um þúsund kossa nótt, Guðjón Rúdólf kemur frá Danmörku og slær í gegn með húfuna sína en Papar halda til hafs á ný. Hera tekur upp plötu á íslensku, alveg óvart. Lára Rúnars vekur athygli á uppskeruhátíð KKÍ en Hvannadalsbræður eru gjörsamlega út úr kú.

Á móti sól sendir frá sér plötuna Fiðrildi, Dáðadrengir sigra í Músíktilraunum og hinir ástsælu Spaðar fá Obb bobb bobb lánað hjá Guðna Ágústssyni. Unglingahljómsveitin Nilfisk spilar í Höllinni í boði Foo Fighters, Dr. Spock syngur klám en Leoncie um ást á pöbbnum.

 

Árið er 2003

Fyrri hluti tuttugasta og fyrsta þáttarins í útvarpsþáttaröðinni Árið er.... Íslensk dægurlagasaga í tali og tónum fer í loftið á Rás 2 klukkan 16.05 laugardaginn 5. október og verður endurfluttur sunnudagskvöldið 6. október kl. 22.05.

Meðal viðmælenda í fyrri hluta umfjöllunar um íslenska tónlistarárið 2003 eru Vilhelm Anton Jónsson, Bubbi Morthens, Hera Hjartardóttir, Lára Rúnarsdóttir, Emilíana Torrini, Magni Ásgeirsson, Guðmundur Andri Thorsson, Magnús Haraldsson, Ragnheiður Gröndal, Haraldur Gíslason, Birgitta Haukdal, Gunnar Lárus Hjálmarsson, Jón Björn Ríkharðsson, Dave Grohl, Víðir Björnsson og Ólafur Ragnar Grímsson.

 

Af www.ruv.is

 

Skráð af Menningar-Stað

05.10.2013 06:18

5. október 1984 - Mesta bókagjöf í sögu landsins

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Eiríkur J. Eiríksson.

 

5. október 1984 - Mesta bókagjöf í sögu landsins

 

Eiríkur J. Eiríksson og Kristín Jónsdóttir

gáfu þann 5. október 19984 Bæjar- og héraðsbókasafninu á Selfossi safn sitt sem í voru um þrjátíu þúsund bindi.

Talið er að þetta sé mesta bókagjöf í sögu landsins.

 

 

Eiríkur Júlíus Eiríksson, prestur, skólastjóri og þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, fæddist  22. júlí 1911 að Ekru í Vestmannaeyjum en fluttist fárra vikna gamall á Eyrarbakka.

Faðir hans var Eiríkur Magnússon, trésmiður frá Ölfusi. Hann fluttist til Kaliforníu í Bandaríkjunum, um það leyti sem Eiríkur fæddist, og sneri aldrei aftur. Eiríkur ólst upp hjá einstæðri móður sinni, Hildi Guðmundsdóttur frá Iðu í Biskupstungum, og móðurforeldrum sínum, Guðmundi Guðmundssyni og Jónínu Jónsdóttur á Eyrarbakka.

Eiríkur var í barnaskóla á Eyrarbakka og fór svo í MR og varð stúdent þaðan 1932. Hann tók kennarapróf 1934 og guðfræðipróf frá HÍ 1935. Hann fór svo í framhaldsnám til Basel í Sviss.

Eiríkur varð kennari á Núpi í Dýrafirði 1935, tók sér árshlé meðan hann kynnti sér skólamál á Norðurlöndunum 1936-1937, fór svo aftur að kenna á Núpi og varð skólastjóri þar 1942 til ársins 1960. Á sama tíma var hann sóknarprestur á Núpi. Árið 1960 varð hann prestur og þjóðgarðsvörður á Þingvöllum og gegndi þeim stöðum til ársins 1981. Hann hætti þó ekki að sinna skólamálum því hann hafði mikil afskipti af Ljósafossskóla og var m.a. prófdómari þar og sat í skólanefnd.

Eiríkur var einn af forustumönnum ungmennafélagshreyfingarinnar. Hann sat í stjórn UMFÍ frá 1936 og var formaður UMFÍ í um 30 ár. Landsmótin voru honum mikið hjartans mál og átti hann þátt í því að endurvekja þau með Landsmótinu í Haukadal 1940. Hann var ritstjóri Skinfaxa, málgagns UMFÍ, um árabil, skrifaði margar greinar í blöð og tímarit og var mikill ræðuskörungur.

Kona Eiríks var Kristín Jónsdóttir, f. 5. október 1917, d. 17. febrúar 1999. Foreldrar hennar voru Jón Ólafsson, bóndi á Gemlufalli í Dýrafirði og kona hans, Ágústa Guðmundsdóttir.

Eiríkur lést í Félagsheimilinu Borg í Grímsnesi 11. janúar 1987 og hafði þá nýlokið afmælisræðu yfir vini sínum.

 

Núpur í Dýrafirði. Þar starfaði séra Eiríkur J. Eiríksson  1935 - 1960

 

Þingvellir. Þar starfaði séra Eiríkur J. Eiríksson 1960 - 1981

 

Skráð af Menningar-Staður

05.10.2013 06:06

Merkir Íslendingar - Albert Guðmundsson

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Albert Guðmundsson var fæddur 5. október 1923

 

Merkir Íslendingar - Albert Guðmundsson

 

Albert Guðmundsson, knattspyrnukappi og ráðherra, fæddist í Reykjavík 5. október 1923 og ólst þar upp við Smiðjustíginn.

Hann var sonur Guðmundar Gíslasonar, gullsmiðs í Reykjavík, og k.h., Indíönu Katrínar Bjarnadóttur húsfreyju.

Albert var í Samvinnuskólanum og varð þá góðvinur Jónasar gamla frá Hriflu. Hann stundaði síðan nám við Skerry's College i Glasgow.

Albert æfði og keppti í knattspyrnu með Val, varð fyrsti atvinnumaður Íslendinga í knattspyrnu, komst í hóp fremstu knattspyrnumanna Evrópu og lék um árabil í Glasgow, London, Nancy, Mílanó, París og Nice. Þessi glæsilegi frægðarferill átti án efa eftir að setja sitt mark á framgöngu hans og viðmót er hann gerðist stjórnmálamaður. Albert var stórkaupmaður í Reykjavík frá 1956, alþm. Reykvíkinga 1974-89, fjármálaráðherra 1983-85, iðnaðarráðherra 1985-87, sendiherra í París frá 1989, var borgarfulltrúi 1970-86 og sat í borgarráði 1973-83. Þá var hann frambjóðandi í forsetakjöri árið 1980.

Albert virtist hægur í framgöngu en var í raun aðsópsmikill og geðríkur stjórnmálamaður. Hann var um margt dæmigerður fulltrúi borgaralegra gilda: ónæmur fyrir hugmyndafræðilegum skýjaborgum, sjálfmiðaður, marksækinn og harðduglegur en engu að síður hjartahlýr og einstaklega bóngóður. Stöðugar fyrirgreiðslur hans fyrir mikinn fjölda einstaklinga úr öllum flokkum varð til þess að stuðningsmannahópur hans náði langt út fyrir raðir Sjálfstæðisflokksins og varð að „Hulduher“ sem kom Albert í fyrsta sæti í prófkjöri í Reykjavík 1983, meðan formaður flokksins, Geir Hallgrímsson, lenti í sjöunda sæti. Þorsteinn Pálsson vék Albert úr ráðherraembætti 1987. Sú ákvörðun varð afdrifarík: Albert klauf þá Sjálfstæðisflokkinn með stofnun Borgaraflokksins en það veikti mjög Þorstein sem formann Sjálfstæðisflokksins og hafði umtalsverð áhrif á stjórnmálaþróun næstu ára.

Albert lést í Reykjavík 7. apríl 1994.

Morgunblaðið laugardagurinn 5. október 2013 - Merkir Íslendingar

Albert Guðmundsson sem leikmaður Arsenal 1946.

 

Skráð af Menningar-Staður

05.10.2013 05:56

Best að sjá norðurljósin í ár

 

Vetrarmyndir frá Eyrarbakka. Stjörnu- og norðurljós. Ljósm.: Halldór Páll Kjartansson á Eyrarbakka.

 

 

 

Best að sjá norðurljósin í ár

 

• Ásókn í norðurljósaferðir • Spáin hefur gefið góða raun

 

 

„Best er að sjá norðurljósin á þessu ári en þau ná toppnum núna, sé miðað við tíu til tólf ára tímabil,“ segir Grétar Jónsson, einn af eigendum Aurora Reykjavík, norðurljósaseturs sem opnaði í sumar. Mikið hefur verið að gera eftir opnun. Grétar segist ekki vera hræddur um að ferðamönnum fækki, eftir að toppi norðurljósanna hafi verið náð í ár. „Það er alltaf mikill áhugi á að fræðast um þetta náttúrufyrirbæri. Þó að líkurnar minnki þá sjást alltaf norðurljós,“ segir Grétar.

 

„Norðurljósaspáin er mikið notuð af þeim sem gera út á norðurljós, eins og ferðaþjónustunni,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um norðurljósaspá Veðurstofunnar. Hann segir hana nokkuð áreiðanlega en bendir hinsvegar á að „skýjahuluspáin sé með viðkvæmustu spáafurðum. Skýjaeðlisfræðin er flókin og þessar spár eru ekki komnar eins langt og almennar spár,“ segir Óli Þór. Að sjá norðurljósin sé alltaf „svolítið lottó“.

„Norðurljósaferðir verða vinsælli með hverju árinu. Salan á ferðum í vetur til Íslands gengur vel og hafa norðurljósin alltaf töluverð áhrif á söluna,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair.

Hann segir að yfir tugþúsundir útlendinga kaupi ferðir til landsins yfir vetrarmánuðina meðal annars vegna norðurljósanna. Ferðirnar njóta mikilla vinsælda hjá Bretum og Bandaríkjamönnum.

 

Morgunblaðið laugardagurinn 5. október 2013.

 

Norðurljós séð frá Þingvöllum. Ljósm.: Halldór Páll Kjartansson á Eyrarbakka.

 

Skráð af Menningar-Staður.