Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2013 Nóvember

06.11.2013 04:57

"Enginn að fara á límingunum"

Litla-Hraun.

 

„Enginn að fara á límingunum“

 

„Það er enginn að fara á límingunum. Það er ekkert svoleiðis. Við öndum rólega,“ segir Sigurður Torfi Guðmundsson, formaður Fangavarðafélags Íslands, um fréttir þess efnis að mikil reiði ríki meðal fanga á Litla-Hrauni. Hann segist ekki hafa orðið var við þá ólgu sem formaður hagsmunafélags fanga lýsir.

 

Greint var frá því á mbl.is í gærkvöldi að mikil reiði ríki meðal fanga á Litla-Hrauni og þá vegna stjórnunarhátta forstöðumanns fangelsisins og annarra stjórnenda. Rætt var við Þór Óliver Gunnlaugsson, formann Stoða sem eru hagsmunasamtök fanga. „Ef einhverjir alvarlegir hlutir gerast þá er engum öðrum um að kenna nema henni [Margréti Frímannsdóttur forstöðumanni fangelsisins] og þessum stjórnunarháttum,“ sagði Þór Óliver.

Sigurður segir menn vissulega hafa rétt á því að tjá sig um öll sín mál en hann merki ekki þessa ólgu meðal fanga sem Þór Óliver lýsi.

 

Frétt mbl.is: Mikil reiði ríkir meðal fanga á Litla-Hrauni

Af www.mbl.is

 

Litla-Hraun.

 

Skráð af Menningar-Staður

05.11.2013 21:29

Skagfirðingurinn og Eyrbekkingurinn Kristján Runólfsson yrkir

 

 

Skagfirðingurinn og Eyrbekkingurin

Kristján Runólfsson í Hveragerði yrkir

 

Skráð af Menningar-Staður

05.11.2013 21:23

Gönguferð að Flóðgátt

 

Gönguferð að Flóðgátt

 

Í tengslum við safnahelgi á Suðurlandi var farið í gönguferð að Flóðgáttinni á Brúnastaðaflötum að morgni laugardags 2. nóvember.

 

Guðni Ágústsson var göngustjóri og fræddi hópinn um þessa merku framkvæmd sem markaði tímamót í ræktun og búskaparháttum í Flóanum.

 

Gangan, sem er 4 km. fram og til baka tók um 2 klst.

 

Af www.floahreppur.is

 

Skráð af Menningar-Staður

05.11.2013 11:28

Ljósmyndasýningin -Af mannlífi og menningu á Eyrarbakka 2013- verður farand-sýning

Siggeir Ingólfsson, staðarhaldari, að taka ljósmyndasýninguna á Stað niður í morgun.

 

Ljósmyndasýningin  -Af mannlífi og menningu á Eyrarbakka 2013-

verður farand-sýning

 

Sýningin var sett upp í Félagsheimilinu Stað fyrir menningarhátíðina –Sögur af Bakkanum- þann 20. október sl. og var síðan opin aftur nú sunnudaginn 3. nóvember á Safnahelgi Suðurland.  Alls hafa yfir 500 manns séð sýninguna þessa tvo opnunardaga.

Siggeir Ingólfsson, staðarhaldari að Stað, var í morgun að taka ljósmyndasýninguna niður. Nú verður sýningin gerð að farandsýningu sem liggur í því  að hún verður  gormuð saman í átta einingar og verður þannig að myndamöppum.  Þær verða síðan lánaðar til skoðunar og flettinga á hinum ýmsu stöðum í samfélaginu næstu mánuði.

 

Á ljósmyndasýningunni eru 160 myndir frá mannlífi og menningu á Eyrarbakka á árinu 2013 með sérstakri tengingu við Félagsheimilið Stað og framkvæmdirnar við útsýnispallinn allt frá upphafi framkvæmda til loka á dögunum.

 

Ljósmyndasýningin og nú frandsýningin er unnin í Prentmeti  á Selfossi og er hluti þess mannlífs  sem Menningar-Staður hefur fært til myndar síðustu mánuði.

 

Myndirnar 160 á sýningunni eru nánast allar úr ljósmyndasafni Björns Inga Bjarnasonar að Ránargrund á Eyrarbakka.

 

Sérstakur sýningarauki er einnig sem eru 110 ljósmyndir frá hátíðinni að Stað þann 20. okt. 2013 þegar skábrautin uppá útsýnispallinn á sjóvarnargarðinum var vígð og samkoman á Stað á eftir -Sögur af Bakkanum-

.

Siggeir Ingólfsson að störfum.

.

.

Steingerður Katla Harðardóttir í Prentmeti á Selfossi í morgun að gata og gorma myndirnar sem breytist með því og verða að farandsýningu.

.

 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

05.11.2013 07:57

Jól í skókassa hluti af jólaundirbúningnum

Grunnskólinn á Stokkseyri. Ljósm.: Guðmundur Karl Sigurdórsson.

 

Jól í skókassa hluti af jólaundirbúningnum

 

Í dag býður foreldrafélag Barnaskólans á Eyrrabakka og Stokkseyri nemendum og foreldrum þeirra að koma í grunnskólann á Stokkseyri og taka þátt í verkefninu „Jól í skókassa“.

Þetta er í annað sinn sem foreldrafélagið tekur þátt í verkefninu sem er á vegum KFUM og K. Markmiðið með verkefninu er að gleðja bágstödd börn í Úkraínu með jólagjöfum og sýna þannig kærleika í verki. Gjöfunum verður svo dreift á munaðarleysingjahæli, barnaspítala og til einstæðra mæðra sem búa við sára fátækt í Úkraínu.

 

Eftir skóla svo mamma og pabbi geti verið með
Ragnheiður Eggertsdóttir er gjaldkeri í foreldrafélaginu í barnaskólanum á Eyrabakka og Stokkseyri. Hún segist hafa kynnst verkefninu í gegnum son sinn. „Sonur minn var í Þjórsárskóla sem tók þátt í að útbúa gjafir í tengslum við Jól í skókassa. Þegar við svo fluttum á Stokkseyri þá fannst honum leiðinlegt að skólinn væri ekki með í þessu verkefni vegna þess að fyrir honum var þetta hluti af jólaundirbúningnum.” Í fyrra var gjöfunum safnað saman á skólatíma en að þessu sinn var ákveðið að hafa þetta eftir skóla svo að foreldrar gætu tekið þátt.

 

57 skókassar í fyrra

Ragnheiður segir að í fyrra hafi 57 skókassar verið útbúnir á Stokkseyri og þeir sendir á vegum KFUM og K til Úkraínu. „Fólk getur komið til okkar með gjafir sem það hefur keypt eða hefur búið til sjálft. Gjafirnar eru bæði fyrir stráka og stelpur og eru merktar fyrir hvort kynið þær eru. Jafnframt er hægt að merkja þannig að sjá megi hvaða aldri gjafirnar henta,” segir Ragnheiður og bætir við að þetta verkefni sé bæði skemmtilegt og gefandi.

 

Tannbursti og tannkrem í alla skókassa 

Hún segir gjafirnar sem börnin ákveða að gefa séu allar eftirminnilegar. Þetta séu gjafir sem þau hafa valið að gefa sjálf, annað hvort leikföng eða fatnaður. „Leikföngin þurfa til dæmis ekki að vera ný heldur eitthvað sem þau geta séð af og eru ekki mikið snjáð,” segir Ragnheiður. Hún segir að á þessu ári verði bæði tannbursti og tannkrem sett í alla kassa sem útbúnir verða.

Eins og áður segir munu kassarnir verða útbúnir í grunnskólanum á Stokkseyri á þriðjudaginn og hefst samkoman kl. 17. Við sama tækifæri ætlar tíundi bekkur skólans að selja veitingar í fjáröflunarskyni.

 

Af www.sunnlenska.is

 

Skráð af Menningar-Staður

05.11.2013 05:44

Listsköpun í jóga

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Fjölhæf.  Rósa Traustadóttir er bókasafnsfræðingur, jógakennari og listmálari.

 

Listsköpun í jóga

 

Rósa Traustadóttir er bókasafnsfræðingur og jógakennari. Hún hefur sett upp sína fyrstu listasýningu en Rósa málar vatnslitamyndir.

Innblásturinn segist hún fá úr náttúrunni og litunum leyfir hún að renna saman við hugleiðslu og jóga.

Sýning hennar ber yfirskriftina Litbrigði og er í Listagjánni á Bókasafninu í Árborg við Austurveg á Selfossi.

Rósa starfar sjálf á bókasafninu og sýning hennar stendur út nóvember. Það er tilvalið að bregða sér á bókasafnið og skyggnast inn í hugarheim þessarar fjölhæfu konu.

 

Morgunblaðið þriðjudagurinn 5. nóvember 2013

 

Skráð af Menningar-Staður

 

05.11.2013 05:29

Minningargjöf um Ólaf H. Óskarsson

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Gjöf. Ingibjörg Björnsdóttir, Halldór Björn Runólfsson og Birgitta Spur, ekkja Eyrbekkingsins Sigurkóns Ólafssonar.

 

Minningargjöf um Ólaf H. Óskarsson

 

Þann 21. október sl. á fæðingardegi Eyrbekkingsins Sigurjón Ólafssonar,  færðu Ingibjörg Björnsdóttir og stjúpbörn Ólafs H. Óskarssonar, eiginmanns hennar, Listasafni Sigurjóns Ólafssonar bronsskúlptúrinn „Glímu“ sem Sigurjón Ólafsson gerði á árunum 1933-34.

Ólafur lést árið 2011 og hefði orðið áttræður á þessu ári og var gjöfin afhent safninu í tilefni af því. Halldór Björn Runólfsson safnstjóri tók við gjöfinni við hátíðlega athöfn í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar og Birgitta Spur, fyrrverandi safnstjóri Listasafns Sigurjóns Ólafssonar og ekkja listamannsins, flutti ávarp.

Verkið var fyrst sýnt í Konunglega Listaháskólanum í Kaupmannahöfn árið 1935 og hlaut Sigurjón verðlaun skólans fyrir það, að því er segir í tilkynningu.

 

Morgunblaðið þriðjudagurinn 5. nóvember 2013.

 

Sigurjón Ólafsson fæddist á Eyrarbakka 21. október 1908.

Hann lést 20. desember 1982 og hvílir í kirkjugarðinum á Eyrarbakka. 

 

Skrtáð af Menningar-Staður

04.11.2013 21:19

Skora á Alþingi að hætta ekki við Hamar

Fyrirhuguð viðbygging við verknámshúsið Hamar. Tölvumynd/TARK

 

Skora á Alþingi að hætta ekki við Hamar

 

Bæjarstjórn Árborgar skorar á Alþingi að halda áfram með viðbyggingu við verknámshúsið Hamar við Fjölbrautaskóla Suðurlands.

 

Í bókun bæjarstjórnar kemur fram að mikil þörf sé á aukinni verkmenntun eins og kemur fram í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar.

„Sveitarfélögin hafa þegar lagt til fjármuni til byggingar hússins og hafa vænst mótframlags ríkisins. Bæjarstjórn Árborgar krefst þess að stjórnvöld haldi áfram með verkefnið.“ 

 

Af www.sunnlenska.is

 

Skráð af Menningar-Staður

04.11.2013 07:28

Mynd dagsins

4. desember 2008.

F.v.: Guðmundur Einar Vilbergsson, Eyrarbakka, Karl Magnús Bjarnarson, Stokkseyri og Víðir Björnsson, Eyrarbakka.

 

Mynd dagsins

 

Hljómsveitaræfing í bílskúr á Eyrarbakka þann 4. desember.

Æft fyrir uppákomu með stórsöngvaranum Jóni Kr. Ólafssyni í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi.

 

Drengirnir eru:

 

Guðmundur Einar Vilbergsson sem nú er í hljómsveitinni RetRoBot

Karl Magnús Bjarnarson sem nú er í hljómsveitinni Kiriyama Family

Víðir Björnsson sem nú er í hljómsveitinni Kiriyama Family.

 

Skráð af Menningar-Staður

 

.

.

Í Sunnlenska bókakaffinu með Jóni Kr. Ólafssyni

 

04.11.2013 05:43

Merkir Íslendingar - Gunnar Huseby

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Gunnar Huseby

 

Merkir Íslendingar - Gunnar Huseby

 

Gunnar Huseby íþróttamaður fæddist við Kárastíginn í Reykjavík 4. nóvember 1923 en ólst upp hjá fósturforeldrum sínum í Vesturbænum, Kristjáni Huseby járnsmið og k.h., Matthildi Nikulásdóttur húsfreyju.

 

Gunnar gekk ungur í KR, æfði þar knattspyrnu frá þrettán ára aldri og keppti í 3. flokki, 2. flokki og 1. flokki, en sneri sér síðan alfarið að frjálsum íþróttum og loks að kastgreinum.

Gunnar hóf að keppa með KR í frjálsum íþróttum 1939 og setti fljótlega fjölda Íslandsmeta í drengjaflokkum í kastgreinum og hlaupum. Hann setti auk þess fjölda Íslandsmeta í kastgreinum í fullorðinsflokki og átti Íslandsmetið í kúluvarpi í 26 ár samfellt.

Gunnar setti sitt fyrsta Íslandsmet í fullorðinsflokki í kúluvarpi 1941, þá átján ára, er hann kastaði 14,31 m. Þetta met bætti hann síðan átta sinnum til 1950 er hann kastaði 16,74 m. Það kast var Íslandsmet til vorsins 1967 er Guðmundur Hermannsson bætti það.

Gunnar náði besta árangri í kúluvarpi í Evrópu 1945 er hann kastaði 15,57 m. Hann varð Evrópumeistari á Evrópumeistaramótinu í Ósló 1946, setti Norðurlandamet 1949, er hann kastaði 16,41 m og varð Evrópumeistari á Evrópumeistaramótinu í Brüssel 1950 er hann kastaði 16,74 m.

Á sama Evrópumeistaramóti varð annar KR-ingur, Torfi Bryngeirsson, Evrópumeistari í langstökki, og litlu munaði að Örn Clausen yrði Evrópumeistari í tugþraut og íslenska boðhlaupssveitin sigraði í sinni grein. Þetta var því án efa ein fræknasta keppnisför í íslenskri íþróttasögu.

Gunnar var besti drengur og vel liðinn, en var á yngri árum nokkuð baldinn með víni og háði harða glímu við Bakkus. Hann starfaði lengst af á vegum Reykjavíkurborgar, þar af í 30 ár hjá Vatnsveitu Reykjavíkur.

Gunnar lést 28. maí 1995.

 

Morgunblaðið ,ánudagurinn 4. nóvember 2013
 
Skráð af Menningar-Staður