Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2013 Nóvember

03.11.2013 22:41

Atvinnumálaráðstefna í Árborg fyrir miðjan nóvember 2013

 

Eyrbekkingurinn Ari BJörn Thorarensen er forseti bæjarstjórnar Árborgar og sat síðasta fund í bæjarráðinu sem varamaður þar.

.

Eyrbakkingurinn Sandra Dís Hafþórsdóttir er varaformaður bæjarráðs og stýrði síðasta fundi.

 

Atvinnumálaráðstefna í Arborg fyrir miðjan nóvember 2013

 

 

Bæjarráð Árborgar, sem jafnframt gegnir hlutverki atvinnumálanefndar sveitarfélagsins samþykkti á síðasta fundi,  sem var fimmtudaginn 31. október 2013, að halda ráðstefnu um atvinnumál í sveitarfélaginu fyrir miðjan nóvember n.k.

 

Á ráðstefnunni verði farið yfir fyrirhugaðar framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins á næsta ári og fulltrúar fyrirtækja sem standa að uppbyggingu á svæðinu fengnir til að kynna framkvæmdir á þeirra vegum.

 

Bæjarráð felur framkvæmdastjóra að leita til atvinnuráðgjafa SASS varðandi undirbúning ráðstefnunnar.

 

Af www.arborg.is

 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

03.11.2013 07:02

Beitningaskúrinn og Húsið á Eyrarbakka

.

Beitingaskúrinn við Óðinshús á Eyrarbakka.

 

Beitningaskúrinn og Húsið á Eyrarbakka

 

Byggðasafn Árnesinga vekur athygli á nýjum og nýlegum sýningum sínum á Safnahelgi á Suðurlandi 2013.

 

Húsið á Eyrarbakka verður opið þar sem andi kaupmanna og faktora svífur yfir.

Í Húsinu eru sýningar sem opnuðu vorið 2013,Ljósan á Bakkanum og Handritin alla leið heim.

 

Beitningaskúrinn við Óðinshús verður opnaður upp á gátt.  Hann var byggður 1925 á blómaskeiði Vélbátaútgerðar á Eyrarbakka. Skúrinn var nýttur sem geymsla og saltfiskshús og voru aðgerðarstíur fyrir framan hann. En einnig var beitt í beitningaskúrnum þar sem beitt var í bala.  Beitningaskúrinn var gefin Sjóminjasafninu á Eyrarbakka árið 1991 og gerður upp. Útflattur bátur kom í ljós á vesturhlið skúrsins þegar bárujárnið var rifið af.  Ákveðið var að hafa bátinn sem ystu klæðingu. Komið hefur verið upp sýningu í Beitningaskúrnum þar sem frásagnir þeirra sem þar unnu fá að njóta sín.

 

Húsið á Eyrarbakka og Beitningaskúrinn

eru opin kl. 14-17  laugardaginn 2. nóv. og sunnudaginn 3. nóv.

 

Allir velkomnir

og ókeypis aðgangur.

 

.

.

Í beitingaskúrnum við Óðinshús.

02.11.2013 22:22

Markaður að Stað á Eyrarbakka sunnudaginn 3. nóv. 2013 kl. 13 - 18

Siggeir Ingólfsson staðarhaldari á Stað var í kvöld að stilla upp fyrir markaðinn á morgun.

 

Markaður að Stað á Eyrarbakka sunnudaginn 3. nóv. 2013 kl. 13 - 18 

 

Það verður markaður í Samkomuhúsinu Stað  á Eyrarbakka á morgun SUNNUDAGINN 3. nóv n.k frá kl 13 -18 margt til sölu þar nýtt og notað,endilega kíkið við.

Ath enginn posi á markaðnum.

Það verður ljósmyndasýning á Stað og einnig vöfflukaffi.

Ný búið að vígja glæsilegan útsýnispall við sjóvarnargarðinn :-)

Söfnin á Bakkanum verða líka opinn þennan dag :-)

Megið endilega deila þessum viðburð og bjóða vinum ykkar :-)ATH ATH -  BREYTT VERÐUM SUNNUDAGINN 3. NÓV FRÁ 13-18.

 

Elín Birna Bjarnfinnsdóttir - Siggeir Ingólfsson - Helga Kristín Böðvarsdóttir

 

 

Myndir frá markaði að Stað á Eyrarbakka þann 22. júní 2013

.

.

.

.

.

.

.

,

Skráð af Menningar-Staður

02.11.2013 22:03

Mynd dagsins - Kiriyama Family í Hörpunni í kvöld

.

 

Mynd dagsins - Kiriyama Family í Hörpunni í kvöld

.

Iceland Airwaves

.

.

 

Skráð af Menningar-Staður

02.11.2013 21:49

Ljósmyndasýningar að Stað á Safnahelgi sunnud. 3. nóv. kl. 13-18

Siggeir Ingólfsson er hér við ljósmyndasýninguna frá mannlífi og menningu á Eyrarbakka 2013.

Hann heldur á sýningaraukanum sem eru 110 ljósmyndir frá hátíðinni að Stað þann 20. okt. 2013.

 

Ljósmyndasýningar að Stað á Safnahelgi sunnud. 3. nóv. kl. 13-18  

-Af mannlífi og menningu á Eyrarbakka 2013

 

Á ljósmyndasýningunni eru 160 myndir frá mannlífi og menningu á Eyrarbakka á árinu 2013 með sérstakri tengingu við Félagsheimilið Stað og framkvæmdirnar við útsýnispallinn allt frá upphafi framkvæmda til loka á dögunum.

 

Ljósmyndasýningin er unnin í Prentmeti  á Selfossi og er hluti þess mannlífs  sem Menningar-Staður hefur fært til myndar síðustu mánuði.

 

Siggeir Ingólfsson, staðarhaldari að Stað á Eyrarbakka, hefur sett upp sérstakar sýningarplötur vegna sýningarinnar. Þessi aðstaða mun auðvelda til framtíðar allt sýningahald af þessum toga. 

 

Myndirnar 160 á sýningunni eru nánast allar úr ljósmyndasafni Björns Inga Bjarnason að Ránargrund á Eyrarbakka.

 

Þá eru einnig sýning 20 gamalla mynda í Upplýsingamiðstöðinni sem er í anddyri Félagsheimilisins Staðar og vakið hefur mikla athygli síðustu mánuði.

 

Sérstakur sýningarauki er einnig sem eru 110 ljósmyndir frá hátíðinni að Stað þann 20. okt. 2013 þegar skábrautin uppá útsýnispallinn á sjóvarnargarðinum var vígð og samkoman á Stað á eftir -Sögur af Bakkanum-

 

Kjartan Már Hjálmarsson hefur haft veg og vanda af vinnslu myndanna hjá Prentmeti á Selfossi. Hér flettir hann sýningaraukanum.

 

Skráð af Menningar-Staður

02.11.2013 21:40

Morgunblaðið 100 ára í dag - 2. nóvember 2013

Atli Guðmundsson á Eyrarbakka kemur á hverjum morgni í Vesturbúðina og kaupir Morgunblaðið.

 

Morgunblaðið 100 ára í dag - 2. nóvember 2013

 

Morgunblaðið er hundrað ára í dag en það kom fyrst út 2. nóvember 1913. Með blaðinu fylgir rúmlega hundrað síðna afmælisblað þar sem stiklað er á stóru í viðburðaríkri sögu blaðsins. Samanlagt er aukablaðið og laugardags- og sunnudagsblaðið 248 blaðsíður.

Meðal efnis í afmælisblaðinu eru viðtöl við Matthías Johannessen og Styrmi Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóra blaðsins, sem líta um öxl.

Haraldur Johannessen, ritstjóri Morgunblaðsins, segir útlitið bjart á aldarafmæli blaðsins.

„Afmælisárið hefur verið viðburðaríkt og gott á Morgunblaðinu. Blaðið býr að einstakri sögu sem nýtist því vel og það er nú að eflast á ný eftir erfiðleika um hríð. Dæmi um mikinn þrótt blaðsins er 100 daga ferð þess um landið þar sem því hefur hvarvetna verið vel tekið og það hefur getað flutt lesendum sínum áhugavert efni um þann fjölbreytileika og kraft sem er að finna um allt land. Morgunblaðið er nú sem fyrr blað allra landsmanna og hefur á þessu stórafmæli ástæðu til að horfa björtum augum til framtíðar,“ segir Haraldur.

 

Morgunblaðið laugardagurinn 2. nóvember 2013

 

Skráð af Menningar-Staður

02.11.2013 06:04

Sigurður Ingólfsson - Fæddur 31. okt 1947 - Dáinn 25. okt. 2013 - Minning

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Sigurður Ingólfsson.

 

Sigurður Ingólfsson

-Fæddur 31. okt. 1947 - Dáinn 25. okt. 2013 - Minning

 

Sigurður Ingólfsson fæddist á Landspítalanum í Reykjavík 31. október 1947. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi 25. október 2013.

Foreldrar hans voru Ingólfur E. Guðjónsson, f. 28.6. 1920, d. 22.10. 2012, og Ingibjörg Halldórsdóttir, f. 8.12. 1926, d. 30.10. 2011. Systkini Sigurðar eru Ólafur, f. 22.6. 1941, maki Svanhildur Guðmundsdóttir, Lára Valgerður, f. 13.6. 1946, maki Jón Leifur Óskarsson, stúlka, f. 17.4. 1953, d. 17.4. 1953, drengur, f. 17.4. 1953, d. 18.4. 1953, Halldór Kristján, f. 31.10. 1954, maki Hrönn Jónsdóttir, Guðjón, f. 24.2. 1956, maki Harpa Snorradóttir, Þórhildur Hrönn, f. 19.8. 1960, maki Guðmundur J. Jónsson.

Árið 1978 kynntist Sigurður eftirlifandi eiginkonu sinni, Ingunni Hinsriksdóttur, f. 12.9. 1944, og ári síðar hófu þau sambúð á Eyrarbakka. Ingunn fæddist á Eyrarbakka og er elst fimm barna hjónanna Halldórs Jónssonar, f. 30.9. 1927, d. 16.7. 2005, og Valgerðar Pálsdóttur, f. 5.5. 1926, d. 26.10. 2006. Systkini Ingunnar eru Jón, f. 14.6. 1950, Stefán Anton, f. 14.6. 1950, d. 27.5. 2011, Páll, f. 22.10. 1953, og Anna Oddný, f. 19.7. 1955. Börn Sigurðar og Ingunnar eru: 1) Sigríður Guðlaug Björnsdóttir, f. 25.7. 1966, maki Jón Birgir Kristjánsson. Börn þeirra eru a) Inga Berglind, maki Guðmundur G. Guðnason, dætur þeirra eru Íris Lilja og Eva Sóley, b) Andri Björn og c) Ása Kristín. 2) Halldór Björnsson, f. 21.4. 1972, maki Hafdís Edda Sigfúsdóttir. Dætur þeirra eru a) Ísabella Sara og b) Thelma Sif. 3) Sævar Sigurðsson, f. 5.2. 1982.

Sigurður ólst upp á Eyri við Ingólfsfjörð og gekk í Barnaskólann á Finnbogastöðum. Árið 1970 flutti fjölskyldan suður. Hann bar alltaf miklar tilfinningar til æskuslóðanna á Ströndunum og sveitunga sinna. Siggi hóf sjómennsku á unglingsárum og var það hans starf allt til ársins 1989 en þá hóf hann eigin atvinnurekstur með vinnuvélar, vörubifreið og sandsölu. Meðal áhugamála hans var að ferðast um landið og þá sérstaklega afskekkta staði og ekki skemmdi fyrir ef hægt var að koma við á bryggjunum. Segja má að hann hafi þekkt Ísland vel bæði frá sjó og landi.

Útför Sigurðar fer fram í Eyrarbakkakirkju í dag, 2. nóvember 2013, og hefst athöfnin kl. 14.

Eyrarbakkakirkja.

 

Morgunblaðið laugardagurinn 2. nóvember 2013.

 

Skráð af Menningar-Staður

02.11.2013 05:49

Er Selfoss sögulaus bær?

Guðni Ágústsson.

 

Er Selfoss sögulaus bær?

 

Margir hafa spurt mig að þessari spurningu er Selfoss sögulaus bær? En Selfoss á einhverja merkilegustu sögu allra bæja á Íslandi. Enn eru menn á lífi sem muna hana nánast alla. En þegar þú kemur á Selfoss finnur þú ekkert,ekkert safn engin sögusetur um upprunann og tilurð þessa merka bæjar. Hinsvegar hefur Guðmundur Kristinsson skrifað sögu Selfoss frá landnámi til 1960 mjög lifandi og merkilegar bækur. Jafnframt skráði hann sögu staðarsmiðsins föður síns Kristins Vigfússonar og bók um Hernámsárin.

 

Flest héruð þorp og bæir um allt land hafa söguna aðgengilega. Þórður í Skógum hefur bjargað Rangæingum og Vestur-Skaftfellingum og mörgum munum og sögum og gert Skóga að mið-punkti ferðalaga í landinu. Við eigum bæði á Eyrarbakka og Stokkseyri söfn og Héraðssafn Árnesinga og vel varðveitta menningarsögu.

Selfoss getur ef vilji vaknar
Gæfa Selfoss er þessi að allt er hægt að gera til að ráða bót á þessu og óþarfi að rífast um fortíðina „vilji er allt sem þarf.“ Hversvegna reis byggðin á Selfossi? Jú það var byggð brú yfir Ölfusá, Flóaáveitan var gerð, Mjólkurbú Flóamanna og Kaupfélag Árnesinga  tóku til starfa og Egill Thorarensen kaupfélagsstjóri í Sigtúnum varð okkar Óðinn og talaði úr Hliðskjálf en bjó í Sigtúnum.

Selfoss er svo heppið að það á ósnortið land sem fellur vel að bæjargarði, sögugarði, skrúðgarði. Háu turnarnir eða áformin um þá uppá 17 eða 20 hæðir runnu út í sandinn. Og það tókst að varðveita og byggja Tryggvaskála upp. En hvað nú? Á sögukvöldi um KÁ-smiðjurnar afhenti ég Kjartani Björnssyni að gamni mínu tillögu og bað hann að færa bæjarstjórninni um eftirfarandi gestastofur sem ættu að vera í einu veglegu safnahúsi í bæjargarðinum. Þar kæmi Sigtún Egils til greina ef menn bæru gæfu til að kaupa húsið af núverandi eigendum.

Selfoss á sér lifandi sögu. Það ber að stofna á næstu árum lifandi sögusöfn um stóru gerendurna og áhrifavaldana sem réðu úrslitum um að bærinn reis og bújörðin við Ölfusárbrú breyttist í borg. Gera þarf gestastofur um Ölfusárbrú og Tryggva Gunnarsson. Um Flóaáveituna, eitt mesta mannvirki í Evrópu þá á því sviði. Um Mjólkurbú Flóamanna og mjólkuriðnaðinn sem nú er verið að undirbúa á vegum Árborgar með stuðningi Mjólkursamsölunnar. Um Kaupfélag Árnesinga með sérstakri gestastofu Egils Thorarensen. Um Laugardælaferju og smíða síðasta ferjubátinn og flytja fólk yfir Ölfusá á ferjustaðnum. Um Árflóðasafn, Hernámssafn, Ásu Wrighdsafn, konu þriggja eyja sem fæddist í gamla Laugardælahúsinu og var dóttir Guðmundar læknis. Bobby Fischerssafn sem þegar er stofnað. Öll þessi söfn staðsett í bæjargarðinum aðgengileg í góðu húsi og hægt að reka þau undir einum hatti er mjög mikilvægt rekstrarlegt atriði og hagkvæmt.

Svo á að reisa styttu af Tryggva Gunnarssyni gengt Ölfusárbrú og af Agli Thorarensen sem vísaði Árnesingum veginn í áratugi. Nú var að finnast mikið vatn í Stóra-Ármótslandi öllum til hagsbóta. En Egill fann jarðhitann í Þorleifskoti og Laugardælum og hitavæddi Selfoss. Kaupfélagið átti hitaveituna allt til ársins 1968. Sagt er að svo vel hafi tekist til nú að 20 milljónir hafi sparast vegna góðra aðstæðna og heppni við borunina. Enn vakir Egill yfir vötnunum og heita vatninu og væri vel til fundið að verja þessum peningum til menningarinnar. Og stíga fyrsta skrefið í að stofna Sagnasetur Selfoss með mörgum gestastofum.

Að hugsa stórt
En upp á hvað býður þessi bæjargarður svo að auki? Þar væri hægt að segja og setja á svið Norræna goðafræði sem er áhugamál milljónamanna um víða veröld, háskóla og fræðistofnana. Ölfusárbrúin gæti verið regnbogabrúin Bifröst sem liggur inn í Ásgarð sem væri þá nafnið á bæjargarðinum. Þar með hefði Snorra-Edda, Snorra Sturlusonar sem er merkast allra fornrita eignast fræðasetur í hjartastað Selfoss. Við hliðina á Fjölbrautaskólanum sem kenndur er við Odda á Rangárvöllum þar sem snillingurinn Snorri nam fræðin forðum. Egill flutti Iðnskólann á Selfoss og Kaupfélagið rak hann fyrstu árin en Iðnskólinn er grunnurinn að Fjölbrautaskólanum. Þessi hugmynd er ekki mín eign hún er almenningseign og ég hef numið hana af vörum manna sem eiga sér „draum.“

Guðni Ágústsson

f.v. alþingismaður og landbúnaðarráðherra og er heiðursforseti Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi.

 

 

 

Guðni Ágústsson.

Skráð af Menningar-Staður

____________________________________________________________________________________________________________

01.11.2013 20:54

Gönguferð að flóðgáttinni á Brúnastaðaflötum

Flóagátt - ÖJ og GÁ

Ögmundur Jónasson og Guðni Ágústsson þann 1. júní 2012 þegar nýr vegur var opnaður að flóðgáttinni.

 

Gönguferð að flóðgáttinni á Brúnastaðaflötum

 

Á morgun, laugardaginn 2. nóvember kl. 11 verður boðið til gönguferðar að flóðgátt Flóaáveitunnar vegna frumsýningar á upplýsingaskilti.

 

Flóaáveitan er net skurða, víðsvegar um Flóann. Þetta stórvirki síns tíma samanstóð af 300 km löngum skurðum, sem að mestu voru handgrafnir og 900 km af flóðvarnargörðum. Flóaáveitan mun hafa náð yfir 12 þúsund hektara land. Með tilkomu áveitunnar urðu mikil umskipti í búskap og atvinnuháttum á svæðinu þegar hún var vígð 1927.

 

Gangan hefst við áveituskurðinn við Brúnastaðaveg. Við Þjóðveg 1 (Flóaveg) er beygt út af veginum þar sem merkt er Miklholtshellir (303) og keyrt áleiðis upp að Brúnastöðum.

 

Gangan er um 4 km báðar leiðir. Göngustjóri verður Guðni Ágústsson.

 

Nokkrar myndir frá hátíð við flóðgáttina við opnun vegarins þann 1. júní í fyrra:

 

F.v.: Ásgeir Logi Ásgeirsson, Guðni Ágústsson, Hannes Sigurðsson, Ögmundur Jónasson og Jón M. Ívarsson. 

.

F.v.: Ásgeir Logi Ásgeirsson, Hannes Sigurðsson og Jóhann Ágústsson.

.

F.v.: Guðni Ágústsson og Eiður Guðnason og frú.

.

F.v.: Þór Vigfússon, Hannes Sigurðsson og Ásgeir Logi Ásgeirsson.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

 

 

01.11.2013 07:16

Tónleikar til heiðurs Páli Ísólfssyni

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Kristjana Stefánsdóttir sem á ræturnar á Eyrarbakka.

 

Tónleikar til heiðurs Páli Ísólfssyni

 

Í ár eru 120 ár liðin frá fæðingu tónskáldsins Páls Ísólfssonar og af því tilefni verða haldnir tónleikar honum til heiðurs í Dómkirkjunni í kvöld, föstudagskvöld 1. nóvember 2013,  kl. 20.30.

 

Á þeim mun kvartett Kristjönu Stefáns flytja valin lög eftir Pál.

 

Auk Kristjönu skipa tríóið Kjartan Valdemarsson, Tómas R. Einarsson og Matthías Hemstock.

 

Páll Ísólfsson var fæddur á Stokkseyri 12, október 1893.

 

Morgunblaðið föstudagurinn 1. nóvember 2013.

 

Skráð af Menningar-Staður.

____________________________________________________________________________________________