Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2013 Nóvember

28.11.2013 07:34

Merkir Íslendingar - Ásgeir Sigurðsson

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Ásgeir Sigurðsson var beitustrákur á Eyrarbakka.

 

Merkir Íslendingar - Ásgeir Sigurðsson

 

Ásgeir Sigurðsson skipstjóri fæddist í Gerðiskoti í Flóagaflshverfi 28. nóvember 1894. Foreldrar hans voru Sigurður Þorsteinsson frá Flóagafli, bóndi í Gerðiskoti, fræðimaður og rithöfundur, og k.h., Ingibjörg Þorkelsdóttir, húsfreyja frá Óseyrarnesi.

Systkini Ásgeirs sem komust til fullorðinsára voru Árni fríkirkjuprestur, Þorkell skipstjóri, Sigrún á Rauðará, Þóra Steinunn húsfrú og Sigurður Ingi, formaður verkalýðsfélagsins Bárunnar og síðar sveitarstjóri á Selfossi.

Eiginkona Ásgeirs var Ása G.K. Ásgrímsdóttir húsfreyja og eignuðust þau fimm börn.

Ásgeir var beitustrákur á Eyrarbakka og í Þorlákshöfn fyrir fermingu en það var kalsamt og afar erfitt starf fyrir unga drengi sem oft voru rifnir upp um miðjar nætur og þurftu síðan að standa við beitukörin langt fram á kvöld. Hann var auk þess í sveit á hverju sumri en fljótlega eftir fermingu hóf hann sjóróðra á opnum áraskipum frá Eyrarbakka og Þorlákshöfn. Auk þess var hann í vegavinnu með föður sínum á sumrin.

Ásgeir flutti til Reykjavíkur með foreldrum sínum árið 1910. Hann réði sig þá á skútur og togara og var um skeið á brezkum togurum. Hann lauk prófum frá Sjómannaskólanum árið 1914 og var áfram á togurum til 1917. Hann var stýrimaður á gamla Lagarfossi 1917-21 og var síðan stýrimaður og skipstjóri á Eimskipafélagsskipum til 1930.

Við stofnun Skipaútgerðar ríkisins, í ársbyrjun 1930, varð hann skipstjóri hjá fyrirtækinu, var síðan með tvær Esjur, en hafði eftirlit með smíði Heklunnar 1949 og var síðan skipstjóri á Heklunni til dánardags.

Ásgeir stofnaði Skipstjórafélag Íslands og var formaður þess um skeið. Hann var einn af stofnendum Farmanna- og fiskimannasambands Íslands og forseti þess frá upphafi til dauðadags.

Ásgeir varð bráðkvaddur á skipi sínu MS Heklu er það var statt úti í Noregi 22. september 1961.

Morgunblaðið fimmtudagurinn 28. nóvember 2013 - Merkir Íslendingar

Hekla er hér að koma til hafnar á Ísafirði.

Skráð af Menningar-Staður

28.11.2013 07:24

Mögnuð dagskrá í Sunnlenska bókakaffinu

image

 

Mögnuð dagskrá í Sunnlenska bókakaffinu

 

Það verður þétt og mögnuð bókmenntadagskrá í Sunnlenska bókakaffinu við Austurveginn á Selfossií kvöld kl. 20:30 þegar Sindri, Valur, Heiðrún og Halla Margrét mæta til leiks.

Sindri Freysson kynnir sögu sínaBlindhríð, magnaðan sálfræðitrylli. Heiðrún Ólafsdóttir kynnir ljóðabók sína Af hjaranum sem er önnur bók höfundar. Valur Gunnarsson rithöfundur les úr bók sinni Síðasti elskhuginn. Halla Margrét Jóhannesdóttir leikari kynnir ljóðabók sína 48 sem er fyrsta bók höfundar.

 

Húsið verður opnað klukkan 20 og lestur hefst um klukkan 20:30.

 

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfi

 

Skráð af Menningar-Staður

27.11.2013 22:29

Kortlagning auðlinda ferðaþjónustunnar komin á góðan rekspöl

Frá kynningarfundinum í Vík í gær. Mynd: BJ

Frá kynningarfundinum í Vík í gær. Mynd: BJ

 

Kortlagning auðlinda ferðaþjónustunnar komin á góðan rekspöl

 

Í gær stóð Ferðamálastofa fyrir kynningarfundi á Vík í Mýrdal þar sem kynntar voru niðurstöður forverkefnis að kortlagningu auðlinda ferðaþjónustu á Íslandi. 

Byrjað á fimm sveitarfélögum

Verkefnið er meðal aðgerða sem kveðið er á um í Ferðamálaáætlun 2011-2020 og var ákveðið að byrja á fimm sveitarfélögum á Suðurlandi: Rangárþingi Ytra, Rangárþingi Eystra, Mýrdalshreppi, Skaftárhreppi og Ásahreppi og nýta reynsluna af því til að skipuleggja verkefnið fyrir landið í heild. Ferðamálastofa fjármagnar og stýrir verkefninu og var samið við Rannsóknamiðstöð ferðamála um framkvæmdina og Landmælingar Íslands fengnar til samstarfs með faglega ráðgjöf þróun vefsjár o.fl.

Landfræðileg framsetning gagna

Markmiðið með verkefninu er að búa til gagnabanka þar sem safnað er í kortagrunn upplýsingum um þjónustu, aðdráttarafl og sérstöðu hvers svæðis. Gögnin verða birt í vefsjá sem nýtist þegar kemur að uppbyggingu, skipulagi, stefnumótun, vöruþróun og markaðssetningu ferðamála á svæðinu. Með samlagningu korta og tengingu við gagnagrunn Ferðamálastofu yfir ferðaþjónustuaðila er hægt að átta sig t.d. á hvar mest aðdráttarafl er af tiltekinni tegund og hvaða þjónusta er fyrir hendi samhliða, en einnig hvar vantar að skilgreina aðdráttarafl eða byggja upp þjónustu. Þannig er mögulegt að leggja grunn að og þróa vörupakka sem byggja á sérstöðu svæðisins.

Staðir með aðdráttarafl fyrir ferðafólk

Vinnan við öflun gagna og undirbúning kortlagningar auðlinda ferðaþjónustu í sveitarfélögunum fimm fór fram í þremur áföngum. Fyrst var um að ræða undirbúning og heimildavinnu, því næst hnitsetningu gagna og að lokum rýni aðila sem sveitarfélögin skipuðu að ósk verkefnastjórnar. Áherslan var á að kortleggja staði sem með einhverjum hætti voru tilgreindir sem áhugaverðir eða sérstakir eða verkefnastjórn mat að þyrftu að vera með þar eð þeir gætu haft aðdráttarafl fyrir ferðafólk.

Í grunninum eru nú hátt í 800 staðir sem á einn eða annan hátt eru taldir áhugaverðir. Þeim er skipt í þrjá yfirflokka; landslag, manngert og vistfræði. Hver um sig er síðan skipt í undirflokka, alls 25 talsins. Við þetta tengist síðan grunnur Ferðamálastofu með upplýsingum um ferðaþjónustuaðila á svæðinu.

Framhald fyrir landið í heild

Mikil reynsla hefur þegar fengist af verkefninu sem nýtt verður fyrir framhaldið. Fyrirhugað er að halda áfram með aðra landhluta á komandi ári þannig að til verði gagnabanki fyrir allt landið. Nákvæm úrvinnsla er enn í mótun, m.a. frekari þróun vefsjár og fyrirkomulag gagnasöfnunar. Þá verða einnig gerðar notendaprófanir með þar fyrir augum að fá ábendingar um notagildi og framsetningu. Markmiðið er að verkefnið muni skila verulegum ávinningi þegar kemur að skipulagi og uppbyggingu ferðaþjónustusvæða.

Tenglar

Skýrsla um verkefnið

Af www.ferdamalastofa.is

Skrtáð af Menningar-Staður

27.11.2013 14:54

Kveikt á jólatrjám á Stokkseyri og Eyrarbakka sun. 1. desember 2013

Á Eyrarbakka

 

Kveikt á jólatrjám á Stokkseyri og Eyrarbakka sun. 1. desember 2013

 

Sunnudaginn 1. desember nk.  sem er fyrsti sunnudagur í aðventu verður kveikt á jólatrjánum á Stokkeyri og Eyrarbakka.

 

Byrjað verður á Stokkseyri kl. 17:00 en þar er tréð staðsett á túninu við Stjörnusteina. Þar sér Ungmennafélagið á Stokkseyri um að kveikja og má reikna með því að óvæntir gestir birtist á svæðinu.
 

Kl. 18:00 er síðan kveikt á jólatrénu á Eyrarbakka en það er staðsett við Álfsstétt. Ungmennafélagið á Eyrarbakka stendur fyrir skemmtun og söng.

 

Þennan sama dag opnar fyrsti jólaglugginn en hann opnar stundvíslega kl. 16:00 í Konubókastofunni á Eyrarbakka.

af www.arborg.is

 

Skráð af Menningar-Staður

27.11.2013 07:22

Jólabingó Kvenfélags Eyrarbakka í kvöld

Frá afmælisfagnaði Kvenfélags Eyrarbakka fyrir nokkrum árum.

 

Jólabingó Kvenfélags Eyrarbakka í kvöld

 

Árlegt bingó Kvenfélags Eyrarbakka verður haldið í kvöld,  miðvikudaginn 27. nóvember kl. 20:00 í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka.

Bingóið hefur lengi verið ein helsta fjáröflun kvenfélagsins og afar vel sótt enda um hina bestu skemmtun að ræða.

 

Spjaldið kostar 500 krónur.

 

Mörg fyrirtæki hafa að venju stutt félagið með góðum gjöfum. Ágóðanum verður varið til stuðnings við stofnanir og einstaklinga í sveitarfélaginu. Kvenfélagskonur vona að sem flestir sjái sér fært að mæta og skemmti sér og sínum á hollan máta þetta miðvikudagskvöld.

Afraksturinn fer á góða staði.

Allir hjartanlega velkomnir.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

26.11.2013 21:10

Íþrótta- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Árborgar veitir menningarstyrki aftur

Íþrótta- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Árborgar.

F.v.: Kjartan Björnsson, Björn Harðarson, Grímur Arnarson, Þorlákur H. Helgason og Brynhildur Jónsdóttir.Íþrótta- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Árborgar veitir

menningarstyrki aftur

 

Íþrótta- og menningarnefnd hefur aftur fengið heimild til að úthluta litlum menningarstyrkjum til einstaklinga eða félagasamtaka sem eru í ákveðnum menningarverkefnum. Styrkirnir eru settir upp með tvennum hætti eða sem verkefnastyrkir og starfsstyrkir.  Þessi styrkir voru lagðir af árið 2008 í efnahagshruninu en koma nú aftur að hluta en upphæðin sem nefndin getur úthlutað í desember nk. er 300 þúsund krónur. Nánari upplýsingar um styrkina er hægt að fá á www.arborg.is.

 

Styrkir til menningarstarfs

Íþrótta- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Árborgar auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki til menningarstarfsemi í sveitarfélaginu.

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar hefur falið íþrótta- og menningarnefnd úthlutun styrkja sveitarfélagsins til menningarstarfs. Eftirfarandi reglur gilda um úthlutun styrkjanna.

 

  1. 1.            Umsækjendur geta verið einstaklingar og félagasamtök í Sveitarfélaginu Árborg sem stunda list- og menningarstarfsemi og/eða hyggjast standa fyrir menningarviðburðum í sveitarfélaginu. Heimilt er að veita aðilum utan sveitarfélagsins styrki til að standa fyrir menningar- eða listviðburðum í Sveitarfélaginu Árborg en að öðru jöfnu skulu aðilar innan sveitarfélagsins ganga fyrir styrkveitingum.
  2. 2.            Styrkir geta verið með tvennum hætti:
    1. a.            Verkefnastyrkir sem ætlaðir eru til einstakra afmarkaðra verkefna.
    2. b.            Starfsstyrkir sem veittir eru til reglubundinnar eða fastrar starfsemi félagasamtaka.
    3. 3.      Umsóknum skal skila á þar til gerðum eyðublöðum sem fást afhent á skrifstofu Sveitarfélagsins Árborgar og eru þau einnig aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins www.arborg.is
    4.  

Úthlutun styrkja fyrir árið 2013 fer fram í desember nk.

Umsóknir vegna úthlutunar 2013 þurfa að berast til Braga Bjarnasonar, menningar- og frístundafulltrúa í tölvupósti ábragi@arborg.is eða á skrifstofu Sveitarfélagsins Árborgar, Ráðhúsinu, Austurvegi 2 á Selfossi, í síðasta lagi 6. desember nk. merkt UMSÓKN UM MENNINGARSTYRK.

Nánari upplýsingar veitir Bragi Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúi í síma 480 1900 eða á netfangið bragi@arborg.is.

 

Íþrótta- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Árborgar

 

Skráð af Menningar-Staður

 

26.11.2013 21:02

Stokkseyringurinn Björgvin Karl Íslandsmeistari í Crossfit

F.v.: Bjarni Skúlason, Björgvin Karl, Heiðar Ingi. Ljósmynd/Operation XZ

 

Stokkseyringurinn Björgvin Karl Íslandsmeistari í Crossfit

 

Um síðustu helgi fór fram Íslandsmótið í Crossfit þar sem þrjátíu bestu crossfittarar landins af hvoru kyni kepptu. Stokkseyringurinn Björgvin Karl Guðmundsson sigraði með yfirburðum í karlaflokki.

Crossfit Hengill í Hveragerði átti þrjá keppendur á mótinu, þjálfara stöðvarinnar þá Bjarna Skúlason, Björgvin Karl og Heiðar Inga Heiðarsson. 

Mótið, sem fór fram í sundlaug Kópavogs og Crossfit Reykjavík, náði yfir tvo daga og taldi tíu keppnisgreinar sem innihéldu m.s. sund, róður, fimleikaæfingar, olympískar lyftingar og kraftlyftingar. 

Björgvin Karl, sem er aðeins 21 árs, sigraði mótið með þónokkrum yfirburðum og sýndi það og sannaði að hann er besti crossfittari landsins þrátt fyrir stuttan feril í greininni. 

Heiðar Ingi, eldri bróðir Björgvins Karls, hafnaði í sjötta sæti á mótinu og Bjarni Skúla í því níunda.

 

Af www.sunnlenska.is

 

Skráð af Menningar-Staður

26.11.2013 05:13

Meirihlutinn í Árborg myndi falla

 

Meirihlutinn í Árborg myndi falla

Sjálfstæðisflokkur fengi fjóra bæjarfulltrúa - Björt framtím myndi fá einnHreinn meirihluti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Árborgar myndi falla ef gengið yrði til sveitarstjórnarkosninga á morgun. Ný könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir Morgunblaðið leiðir þetta í ljós. Könnunin fór fram dagana 7. til 21. nóvember sl. Úrtakið var 375 manns og svarhlutfallið 62%.

 

Sjálfstæðisflokkurinn fengi 33,3% atkvæða og fjóra menn kjörna, fékk 50,1% í kosningunum 2010 og fimm bæjarfulltrúa af níu. Framsóknarflokkurinn myndi bæta við sig manni þó að fylgið myndi minnka úr 19,6% í kosningunum fyrir tæpum fjórum árum í 15,9%. Björt framtíð kæmi ný inn í bæjarstjórn Árborgar með 15,1% fylgi og einn mann kjörinn, væri mjög nálægt því að taka mann af Framsókn.

 

Samfylkingin myndi tapa manni og fá 13,5% atkvæða. Vinstri-græn myndu bæta við fylgið um þrjú prósentustig, fá 13,5%, og halda sínum bæjarfulltrúa. Píratar fengju 5,6% ef kosið yrði nú.

 


Morgunblaðið þriðjudagurinn 26. nóvember 2013

 

Skráð af Menningar-Staður
 

25.11.2013 07:07

Jóla-Bingó Kvenfélags Eyrarbakka verður 27. nóvember 2013

Kaffinefnd Kvenfélags Eyrarbakka þann 1. maí 2013.

 

Jóla-Bingó Kvenfélags Eyrarbakka verður 27. nóvember 2013
 

Árlegt  „Jóla-Bingó“  Kvenfélags Eyrarbakka verður haldið miðvikudaginn  27. nóvember 2013 kl. 20:00 í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka.
 

Bingóið hefur lengi verið ein helsta fjáröflun Kvenfélags Eyrarbakka og afar vel sótt og hin besta skemmtun.

 

Mörg fyrirtæki á svæðinu hafa að venju stutt félagið með góðum gjöfum.

 

Ágóðanum verður varið til stuðnings við stofnanir og einstaklinga í sveitarfélaginu.

 

Spjaldið kostar kr. 500

 

Allir hjartanlega velkomnir 

 

25.11.2013 06:06

Aðventusúpufundur Ferðamálasamtaka höfuðborgarsvæðisins

Flateyringurinn Ásbjörn Þ. Björgvinsson er formaður Ferðamálasamtaka Íslands.

 

Aðventusúpufundur Ferðamálasamtaka höfuðborgarsvæðisins

11:30 26. nóvember 2013 - 13:00 26. nóvember 2013

Aðventusúpufundur Ferðamálasamtaka höfuðborgarsvæðisins verður haldinn á morgun. þriðjudaginn 26. nóv kl 11:30, á Grand hótel.

* Ásbjörn Björgvinsson formaður Ferðamálasamtaka Íslands kynnir hugmyndir FSÍ á gjaldtöku-sátt á ferðamannastöðum. ,,I love Iceland"
* Einar Bárðarson frá Höfuðborgarstofu kynnir ,,re-branding" Reykjavík, hátíðarmyndböndin og Vetrarhátið. 
* Bryndís Pjetursdóttur frá Höfuðborgarstofu kynnir tækifæri á www.visitreykjavik.is, 
nýjar áherslur og möguleika.

Frekari upplýsingar og skráning hér:
https://docs.google.com/spreadsheet/viewform?fromEmail=true&formkey=dHM4aEc1cXhEaTEyU2dkeUdXdjFTTVE6MA