Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2013 Nóvember

24.11.2013 22:21

Frá aðalfundi Lögreglustjórafélagsins

Frá fundi Lögreglustjórafélagsins. Ólafur Helgi Kjartansson á Selfossi talar.

 

Frá aðalfundi Lögreglustjórafélagsins

 

Aðalfundur Lögreglustjórafélags Íslands var haldinn föstudaginn 22. nóvember í Kópavogi. Ólafur Helgi Kjartansson ákvað að hætta sem formaður félagsins, en tók þess í stað að sér varaformennsku. Hann vonar að boðaðar skipulagsbreytingar muni efla lögregluna.

„Ég er hvorttveggja jafnréttissinnaður og þeirrar skoðuna að fólk eigi að skipta þessu með sér,“ segir hann, en Halla Bergþóra Björnsdóttir tók við keflinu af Ólafi Helga.

Hann segist bjartsýnn á stöðu lögreglunnar.

Ýmis mál voru rædd á fundinum, en þar var einnig kosin ný stjórn.

Nýja stjórn skipa Halla Bergþóra Björnsdóttir, Akranesi, formaður, Ólafur Helgi Kjartansson, Selfossi, varaformaður, sem ekki óskaði endurkjörs til formennsku, Bjarni Stefánsson, Blönduósi og Sauðárkróki, ritari, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, Suðurnesjum, gjaldkeri og Kjartan Þorkelsson, Hvolsvelli, meðstjórnandi.

Úr stjórn gengu, Ólafur K. Ólafsson lögreglustjóri Snæfellinga og Björn Jósef Arnviðarson, Akureyri. Voru þeim þökkuð góð stjórnarstörf. Björn Jósef var sérstaklega kvaddur á þessum tímamótum, en hann mun láta af störfum lögreglustjóra í umdæmi lögreglunnar á Akureyri um komandi áramót, en það er eitt hið stærsta á landinu og fjömennast utan suðvesturhluta Íslands. Vorum honum þökkuð farsæl störf í embætti og óskað velfarnaðar við starfslok.“

 

Lögreglustjórar á aðalfundinum á föstudaginn. Ljósm.: mbl.is

Af www.mbl.is

Skráð af Menningar-Staður

 

24.11.2013 11:12

100 ár frá fæðingu Gróu Jakobínu Jakobsdóttur - 24. nóvember 1913

Gróa Jakobína Jakobsdóttir í Vatnagarði á Eyrarbakka

 

100 ár frá fæðingu Gróu Jakobínu Jakobsdóttur 24. nóvember 1913

 

Gróa Jakobína Jakobsdóttir í Vatnagarði á Eyrarbakka fæddist í Snotrunesi  á Borgarfirði eystra 24. nóvember 1913.

 

Fyrri maður Gróu var Jón Erlingsson, f. 25. apríl 1908, d. 29. júní 1941, hann fórst með M.S. Heklu.

Seinni maður Gróu var Steinn Einarsson, f. 11. apríl 1914, d. 24. desember 1986. 

 

Gróa og Steinn bjuggu í Vatnagarði á Eyrarbakka fram til ársins 1979 en þá fluttu þau í Hveragerði.

 

Gróa Jakobína lést á Dvalarheimilinu Ljósheimum, Selfossi,  9. október árið 2000Skráð af Menningar-Staður

24.11.2013 08:10

Ari Björn Thorarensen gefur kost á sér áfram

Eyrbekkingurinn Ari Björn Thorarensen sem býr á Selfossi

 

Ari Björn Thorarensen gefur kost á sér áfram

 

Eyrbekkingurinn Ari Björn Thorarensen, forseti  bæjarstjórnar í Sveitarfélaginu Árborg, gefur kost á sér áfram á lista Sjálfstæðismanna  við sveitarstjórnarkosningarnar hinn 31. maí 2013.

 

Þetta kom fram á fundi hjá Sjálfstæðismönnum á dögunum. Aðrir bæjarfulltrúar Sjálfstæðismanna hafa ekki gefið upp hug sinn í framboðsmálum.

 

Sjálfstæðismenn eru nú með hreinan meirihluta í Sveitarfélagini Árborg  þ.e.  með fimm bæjarfulltrúa af  níu.

 

Ari Björn Thorarensen var á Eyrarbakka þann 20. október sl. og tók þátt í hátíðarhöldunum vegna vígslu skábrautarinnar á útsýnispallinn við Félagsheimilið Stað á Eyrarbakka. Ari er Eyrbekkingur og býr á Selfossi.

 

Skráð af Menningar-Staður

24.11.2013 07:42

Arna Ír og Eggert Valur áfram í framboði

image

Arna Ír Gunnarsdóttir og Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Árborg.

 

Arna Ír og Eggert Valur áfram í framboði

 

Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Árborg, þau Eggert Valur Guðmundsson og Arna Ír Gunnarsdóttir hyggjast bæði gefa kost á sér til setu lista flokksins við bæjarstjórnarkosningarnar í vor.

Þetta upplýstu þau á fundi félagsins fyrir skömmu.

 

Eggert Valur var kjörinn í bæjarstjórn vorið 2010, en Arna Ír tók sæti í bæjarstjórn um haustið sem varamaður Ragnheiðar Hergeirsdóttur.

 

Ekki voru önnur nöfn nefnd til leiks á fundinum.

 

Af www.sunnlenska.is

 

Arna Ír Gunnarsdóttir var á Eyrarbakka þann 20. október sl. og tók þátt í hátíðarhöldunum vegna vígslu skábrautarinnar á útsýnispallinn við Félagsheimilið Stað á Eyrarbakka. Arna Ír á upprunarætur á Eyrarbakka.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

24.11.2013 07:36

Kóramót í Hveragerðiskirkju í dag

Hveragerðiskirkja.

Kóramót í Hveragerðiskirkju í dag

 

Hverafuglar, kór Félags eldri borgara í Hveragerði og gestakórar halda tónleika í Hveragerðiskirkju í dag, sunnudaginn 24. nóvember 2013 kl. 16:00. 

Á tónleikunum koma fram Hverafuglar undir stjórn Örlygs Atla Guðmundssonar, Söngsveitin Tvennir tímar frá uppsveitum Árnessýslu, undir stjórni Stefáns Þorleifssonar, Vox Veritas úr Garðabæ, undur stjórn Örlygs Atla Guðmundssonar og Söngkór Miðdalskirkju undir stjórn Jóns Bjarnasonar.

Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir að hlusta á söng kóranna.

Eftir tónleikana fara kórarnir á Hótel Örk og drekka kaffi saman. Tónleikagestir eru velkomnir í kaffið með kórunum.

Kaffið kostar 1.500 krónur á mann.

 

Af www.dfs.is

 

Skráð af Menningar-Staður

23.11.2013 21:49

Bíll skíðlogaði á Stokkseyrarvegi

Logaði eftir óhapp Bíllinn logaði eftir óhappið en ekki urðu slys á fólki.

Mynd: Guðfinnur Þorvaldsson
 

Bíll skíðlogaði á Stokkseyrarvegi

Skall á umferðarskilti við Stokkseyrarveg rétt austan við Eyrarbakka

 

 

Bíll skall á umferðarskilti á Stokkseyrarvegi um hálf tólf leytið í dag. Í kjölfarið skíðlogaði í olíu úr vélarrými bílsins.

„Lögreglumenn voru skammt undan og náðu að slökkva eldinn áður en slökkvilið bar að, en það logaði töluverður eldur í vélarrýminu,“ segir varðstjóri lögreglunnar í Árnessýslu í samtali við DV. Ökumaður bílsins, eldri maður, og farþegi, sluppu án meiðsla.

www.dv.is - Símon Örn Reynisson

 

Skráð af Menningar-Staður

 

23.11.2013 07:21

Eiríkur Guðmundsson í slipp á Selfossi

Eiríkur Guðmundsson og Björn Ingi Gíslason.

 

Eiríkur Guðmundsson í slipp á Selfossi

 

Menningar-Staður var með myndavélina á Selfossi í gærmorgun.

 

Komið var m.a.  við á Rakarastofu Björns og Kjartans við Austurveginn á Selfossi.

Þá var í slipp, en svo er kallað á Hrútavinamáli að fara í klippingu, Eiríkur Guðmundsson í Hátúni á Eyrarbakka.

 

Menningar-Staður færði til myndar og myndaalbúm er komið hér á Menningar-Stað.

Smella á þessa slóð:  http://menningarstadur.123.is/photoalbums/255074/

 

Nokkrar myndir hér: 

 

.

.

.

.

.

.

.

 

Skráð af Menningar-Staður

23.11.2013 06:37

Merkir Íslendingar - Markús F. Bjarnason

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Markús F. Bjarnason.

 

Merkir Íslendingar - Markús F. Bjarnason

 

Markús Bjarnason, skólastjóri Stýrimannaskólans í Reykjavik, fæddist á Baulhúsum við Arnarfjörð 23. nóvember 1849. Hann var sonur Bjarna, útvegsb. á Baulhúsum Símonarsonar, skipstjóra á Dynjanda í Arnarfirði Sigurðssonar. Móðir Markúsar var Sigríður Markúsdóttir, pr. á Álftamýri í Arnarfirði Þórðarsonar, af Vigurætt.

Eiginkona Markúsar var Björg Jónsdóttir húsfreyja, dóttir Jóns Jónssonar, timburmanns á Tjörn á Skagaströnd, og k.h. Bjargar Þórðardóttur, b. á Kjarna við Eyjafjörð. Sonur Markúsar og Bjargar var Sigurjón stjórnarráðsfulltrúi.

Markús var einn sá merkasti af brautryðjendum í skipstjórnarmenntun hér á landi, en skortur á slíkri menntun varð mjög tilfinnanlegur með þilskipaútgerðinni hér við land. Markús var kominn af merkum sjósóknurum, vandist sjálfur sjómennsku frá barnsaldri og var munstraður á þilskip er hann var aðeins sextán ára. Um það leyti fórst faðir hans í fiskiróðri, ásamt tveimur sonum sínum.

Markús flutti til Reykjavíkur um tvítugt varð fljótlega stýrimaður á þilskipi í eigu Geirs Zoëga, lærði stýrimannafræði hjá Eiríki Briem prestaskólakennara en var síðan prófaður af sjóliðsforingjum á danska herskipinu Fyllu með ágætum vitnisburði.

Markús sigldi síðan til Kaupmannahafnar og lærði seglasaum 1873-74, enda mikill skortur á slíkri fagþekkingu við Faxaflóann.

Markús var síðan skipstjóri hjá Geir Zoëga og stundaði seglasaum en sigldi aftur til Kaupmannahafnar og lauk þar hinu minna og hinu meira stýrimannaprófi 1881.

Markús hóf að kenna stýrimannafræði í Reykjavík 1882. Ári síðar festi hann kaup á Doktorshúsinu, (síðar Ránargötu 13) þar sem hann starfrækti skóla sinn.

Stýrimannaskólinn í Reykjavík var síðan formlega stofnaður 1891 og var Markús skólastjóri hans til dauðadags.

Markús lést 28. júní 1900.

Morgunblaðið laugardagurinn 23.nóvember 2013 - Merkir ÍslendingarSkráð af Menningar-Staður

22.11.2013 23:13

Hálf öld frá morði Kennedys

Kennedyhjónin í Dallas í Texas þann 22. nóvember 1963.

 

Hálf öld frá morði Kennedys

 

Klukkan hálfsex að íslenskum tíma þann  22. nóvember 1963  keyrði bílalest Johns F. Kennedys, forseta Bandaríkjanna, inn á Dealey-torg í borginni Dallas í Texas-ríki. Við gullu þrjú skot. Tvö þeirra hæfðu forsetann, annað í hálsinn og hitt í höfuðið og var strax farið með hann á sjúkrahúsið í Dallas. Ekki tókst að vekja Kennedy aftur til lífsins þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og komst hann aldrei til meðvitundar.

Fréttin af tilræðinu fór sem eldur í sinu um alla heimsbyggðina. Til Íslands barst hún með fjarritum, sem þá voru til á fjölmiðlum landsins. Morgunblaðið fékk fyrstu áreiðanlegu fréttirnar með fréttaskeyti frá AP-fréttastofunni um sexleytið, hálftíma eftir að morðið átti sér stað. Stuttu síðar barst staðfesting á að Kennedy væri látinn.

Dagskrá Ríkisútvarpsins var rofin stuttu eftir það til þess að koma fregninni til skila og vöktu fréttirnar óhug hjá hverjum þeim sem á hlýddu.

Eru enn fjölmargir á lífi sem muna nánast eins og það hafi verið í gær hvar þeir voru og hvað þeir voru að gera þegar þeir heyrðu að banatilræðið hefði heppnast og Kennedy væri allur.

 

Morgunblaðið föstudagurinn 22. nóvember 2013

Skráð af Menningar-Staður

 

22.11.2013 22:53

Kvenfélagskonur á Eyrarbakka gáfu Brimveri leikkofa

 Kvenfélagið hefur í gegnum tíðina gefið leikskólanum á Eyrarbakka margar góðar gjafir.

 

Kvenfélagskonur á Eyrarbakka gáfu Brimveri leikkofa

Kvenfélagskonur á Eyrarbakka komu færandi hendi sl. föstudag og færðu Leikskólanum Brimveri leikkofa að gjöf sem settur hefur verið upp á lóð leikskólans.

Kvenfélagið hefur í gegnum tíðina gefið leikskólanum á Eyrarbakka margar góðar gjafir. Má þar nefna flest hljóðfæri sem leikskólinn státar af, en leikskólinn á orðið gott safn hljóðfæra. Einnig hefur kvenfélagið á hverju vori veitt stuðning til að útskriftarbörnin geti farið góða menningarferð til Reykjavíkur.

Leikskólinn Brimver á Kvennfélaginu á Eyrarbakka mikið að þakka og vildu stjórnendur leikskólans koma á framfæri þakklæti fyrir góðan stuðning. Nokkrar kvennfélagskonur komu og afhentu gjöfina 15. nóvember og var vel tekið á móti þeim. Börnin sungu og voru búin að búa til stórt þakklætiskort sem þeim var afhent.

Af www.dfs.is

 

Skráða f Menningar-Staður