Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2013 Nóvember

21.11.2013 20:46

Kirkjukórarnir æfa

Kirkjukórarnir á Eyrarbakka og Stokkseyri fyrir æfingu í kvöld í Eyrarbakkakirkju.

Haukur A. Gíslason situr lengst til hægri við pípuorgelið.

 

 

Kirkjukórarnir æfa

 

Kirkjukórarnir á Eyrarbakka og Stokkseyri æfa þessar vikurnar fyrir aðventukvöld sem verða í Eyrarbakkakirkju og Stokkseyrarkirkju  2.  og  3. desember n.k.

 

Organisti og kórstjóri er Haukur A.Gíslason.

 

Æfing var í kvöld í Eyrarbakkakirkju og Menningar-Staður færði til myndar.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

21.11.2013 15:07

Guðni segir sögur í Tryggvaskála

 

Guðni segir sögur í Tryggvaskála

 

Guðni Ágústsson kynnir bók sína, Guðni léttur í lund, í Tryggvaskála í kvöld kl. 20. Þar mun hann segja gamansögur úr bókinni af ýmsum samferðamönnum sínum og einnig af sjálfum sér. Bókin hefur fengið góðar viðtökur hjá landsmönnum og er ekki ósennilegt að hún verði á meðal mest seldu bókanna fyrir þessi jól. 

 

Á bókarkápu má lesa eftirfarandi texta um efni bókarinnar: Fram á sviðið stíga óþekktir bændur úr Flóanum jafnt sem þjóðkunnir stjórnmálamenn af öllu stærðum og gerðum. Í bókinni eru sögur af kynlegum kvistum og vammlausum embættismönnum, skagfirskum indíána, mögnuðum draugagangi, flótta út um þakglugga, manndrápsferð til Kína, afdrifaríku fallhlífarstökki og eftirminnilegar vísur – svo eitthvað sé nefnt.

 

Skráð af Menningar-Staður

21.11.2013 07:21

Einvala lið í Bókakaffinu í kvöld

Hafliði heitinn Magnússon les í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi í desember 2008.

 

Einvala lið í Bókakaffinu í kvöld

 

Það verður fjölskipað og vel skipað í upplestri vikunnar í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi í kvöld kl. 20.

Þá mæta til leiks Guðmundur Andri Thorsson sem kynnir skáldsögu sínaSæmd, Sigríður Jónsdóttir með ljóðabókina Undir Ósýnilegu tré, Óskar Magnússon með skáldsöguna Látið síga piltar, Andrés Eiríksson með bók sína Í Tötraskógi sem hefur að geyma ljóðaþýðingar Yeats, Housman, Byrons og fleiri. Einnig kynnir Gísli Sigurðsson bók sína Leiftur frá horfinni öld sem fjallar um fornbókmenntir Íslendinga. 

 

Húsið verður opnað klukkan 20 og lestur hefst um klukkan 20:30.

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. 

 

.

.

 

Skráð af Menningar-Staður.

20.11.2013 21:17

Hrútaskráin komin út

Til vinstri situr Hrútavinurinn Baldur Gauti Tryggvason og Gluggar í Hrútaskránna. Hann er ættaður frá Brúnastöðum í Flóa.

 

Hrúatskráim komin út

Bændur á Suðurlandi biðu óþreyjufullir eftir nýju hrútaskránni en hún kom glóðvolg úr prentun hjá Prentmeti Suðurlands í morgun. Hrútaskráin var síðan afhent á haustfundi Búnaðarsambands Suðurlands sem haldinn var í Þingborg í dag. Annar fundur verður í kvöld kl. 20 að Heimalandi í Rangárþingi eystra þar sem hrútaskráin verður einnig  afhent.

 

Á fundinum í dag var farið yfir ýmsar upplýsingar er tengjast sauðfjárrækt og sauðfjársæðingum. Sveinn Sigurmundsson frá Búnaðarsambandi Suðurlands og Eyþór Einarsson og Fanney Ólöf Lárusdóttir frá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins voru með framsöguerindi á fundinum. Hjá þeim kom m.a. fram að 15.490 ær voru sæddar á landinu öllu árið 2012. Á Suðurlandi voru flestar ær sæddar í Biskupstungum eða 601, í Gnúpverjahreppi 591, í Hrunamannahreppi 511 og í Fljótshlíð 455. Þá má einnig geta þess að nest notaði hrúturinn var Birkir 10-893, en sæði úr honum var notað í 2.500 ær. Því miður er Birkir ekki lifandi lengur því hann drapst eftir að hafa lent í slagsmálum. Í lok fundarins voru veitt verðlaun fyrir góðan árangur í sauðfjárrækt. Að því loknu voru almennar umræður.

Af www.dfs.is

Frægastur allra fallina hrúta, og enn eru í mannheimum, er hrúturinn Gorbaslev frá Brúnastöðum. Hann er uppstoppaður í Upplýsingamiðstöðinni í Menningar-Stað á Eyrarbakka.

Guðni Ásgústsson, f.v. landbúnaðarráðherra, átti Gorba sem lamb á Brúnastöðum. Kaupfélag Árnesinga gaf Hrútavinafélaginu Örvari á Suðurlandi Gorbasjev við fall KÁ á sínum tíma að tillögu Guðna Ágústssonar - Heiðursforseta Hrútavinafélagsins. 

 

Skráð af Menningar-Staður

19.11.2013 17:34

Jóla-villibráðarhlaðborð Rauða Hússins 2013

Rauða-húsið á Eyrarbakka.

 

Jóla-villibráðarhlaðborð Rauða Hússins 2013

 

Alla föstudaga og laugardaga frá 15. nóvember til 14. desember

Forréttir

Gæsasúpa með rósmarín brauði, Lamb í púrtvínshlaupi, Hráskinka, Grafin gæs, Heimalöguð jólasíld, Heitt hreindýra paté, Kókos-karrý marineraður lax, Púðursykursgrafinn lax, Reyktur og grafinn lax, Heimagerð íslensk lamba hráskinka.
Ásamt meðlæti.

Aðalréttir

Létt-reyktur lambahryggur, Appelsínugljáð andabringa, Hrossalund, Purusteik, Kalt hangikjöt.
Ásamt meðlæti.

Eftirréttir

Heimalagaður Bailey’s ís, Ris á’la mande, Heit súkkulaðikaka, Dönsk eplakaka, Smákökur.


Hlaðborðið verður alla föstudaga og laugardaga frá 15. nóvember til 14. desember.

Verð er 8.700 kr. á mann.
Verðtilboð í hópa stærri en 20.

Bjóðum upp á rútuferðir milli Reykjavíkur, Hveragerði, Selfoss og Eyrarbakka fyrir hópa stærri en 20.

Minnum á fjölbreytt skötuhlaðborð okkar á Þorláksmessu.

Borðapantanir í síma 483 – 3330, á netfangið raudahusid@raudahusid.is eða beint hér á vefnum:

 

Skráð af Menningar-Staður

19.11.2013 12:31

Styrkveitingar SASS verða afgreiddar eigi síðar 22. nóvember 2013

Frá kynningarfundi SASS á Eyrarbakka þann 18. apríl 2013.

 

Styrkveitingar SASS verða afgreiddar eigi síðar 22. nóvember 2013

 

Stjór SASS fundaði þann 8. nóvember sl. og var m.a. rætt um styrkumsóknir til SASS vegna seinni úthlutunar ársins 2013.

 

Þórður Sigurðsson, ráðgjafi hjá SASS, kynnti á fundinum að alls hefðu borist 142 umsóknir.  Þar af hafa um 100 umsóknir verðið metnar gildar og fullnægja þeim skilyrðum sem voru sett.  Styrkveitingar munu nema samtals um 50 milljónum króna. Stefnt er að því að sameiginleg úthlutunarnefnd SASS og VSS komi  saman fljótlega. 

 

Tillaga nefndarinnar verður lögð fyrir stjórnir  eigi síðar en 22. nóvember nk.

Af www.sass.is

 

Dorothee Lubecki, menningarfulltrúi Suðurlands en hún býr á Eyrarbakka og Þorvarður Hjaltason, framkvæmdastjóri SASS

 

 

Skráð af Menningar-Staður

19.11.2013 08:26

Félag skipa- og bátaáhaugamanna fundar í Víkinni kvöld 19. nóv. 2013

Kaffihús safnsins

Varðskipið Óðinn er hluti af Sjóminjasafninu -Víkinni- Grandagarði í Reykjavík.

Frontur

 

Félag skipa- og bátaáhugamanna fundar í Víkinni í kvöld 19. nóvember 2013

 

Þriðjudagskvöldið 12. febrúar 2013 var haldinn stofnfundur Félags skipa- og bátaáhugamanna  í sjóminjasafninu Víkinni við Grandagarð í Reykjavík. Um fimmtíu manns mættu á fundinn og skráðu sig í félagið, en auk þeirra höfðu rúmlega hundrað manns skráð sig í félagið á netinu þegar tilkynnt var um fyrirhugaða stofnun þess mánuði fyrr. Tilgangur félagsins er að efla áhuga og umræðu um skip og báta af öllum stærðum og gerðum, flytja kynningarefni, fræðsluefni og stunda sögulegar rannsóknir tengdar skipum og siglingum í víðu samhengi. 


Á fundinum voru samþykkt lög félagsins, ákveðið árgjald og fyrsta stjórn þess kosin en hana skipa: Hilmar Snorrason skólastjóri Slysavarnarskóla sjómanna, formaður, Anna K. Kristjánsdóttir vélfræðingur, ritari, Sverrir Konráðsson hjá Siglingastofnun, gjaldkeri og meðstjórnendurnir Helgi Laxdal fyrrverandi formaður Vélstjórafélags Íslands og VM og Steinar Magnússon skipstjóri á Herjólfi.

 

Aðild að félaginu er öllum opið og  er árgjaldið aðeins 2000 krónur á ári fyrir almenna félagsmenn en 1000 krónur fyrir lífeyrisþega, en allir félagsmenn sem skrá sig og greiða félagsgjald á árinu 2013 teljast vera stofnfélagar.
 

Þeir sem vilja vera félagar get sent tilkynningu um slíkt til iceship@heimsnet.is eða annakk@simnet.is þar sem koma fram nafn, heimilisfang,símanúmer, netfang og kennitala viðkomandi og verður hann þá skráður félagi og fær senda greiðslubeiðni á árgjaldi í heimabanka.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

19.11.2013 07:03

Mjólkursafn opnað á Selfossi á næsta ári

 Mjólkuriðnaðarsafn sem fyrirhugað er að opna að Eyravegi 3 á Selfossi næsta vor. 

Mjólkuriðnaður er enn í dag ein stærsta atvinnugreinin á Selfossi.

 

Mjólkursafn opnað á Selfossi á næsta ári

 

Til stendur að opna safn um sögu mjólkuriðnaðar á Selfossi í maí á næsta ári. Safnið verður byggt í samvinnu sveitarfélagsins Árborgar og Mjólkursamsölunnar en í vikunni verður auglýst eftir rekstraraðila. „Selfoss verður mjólkurbær Íslands með tilkomu safnsins,“ segir Kjartan Björnsson, formaður menningarnefndar Árborgar, í samtali við Morgunblaðið.

Að sögn Kjartans verður safnið í húsinu þar sem áður var gamla bakarí Kaupfélags Árnesinga. „Við ætlum að byrja þar. Báðir aðilar hafa lagt áherslu á að byrja smátt og leyfa safninu að vaxa og dafna,“ segir hann. Vinnsla mjólkur hófst fyrst á Selfossi fyrir 84 árum, eða árið 1929, með stofnun Mjólkurbús Flóamanna, sem sameinaðist Mjólkursamsölunni í Reykjavík árið 2005.

 

Vinnan vel á veg komin

Árborg og Mjólkursamsalan skrifuðu undir viljayfirlýsingu um uppbyggingu safnsins í aprílmánuði í fyrra og var vinnuhópur skipaður í kjölfarið til að vinna meðal annars að útfærslu og staðsetningu. Kjartan segir vinnuna vera vel á veg komna og að stefnan sé sett á að opna safnið í maí á næsta ári.

Í seinustu viku samþykkti bæjarráð Árborgar að auglýsa eftir rekstraraðila að safninu, en að sögn Kjartans er leitað eftir góðum tungumálamanni með „sjarma“. Sveitarfélagið mun leggja til húsnæði fyrir safnið en gert er ráð fyrir að rekstraraðilinn afli styrkja til rekstrarins, auk tekna af aðgangseyri. Þá mun sveitarfélagið, í samvinnu við MS og rekstraraðila, koma að kynningu þess.

Kjartan segir að safnið sé liður í því að efla ferðaþjónustuna á svæðinu. „Við höfum ekki átt mörg söfn hér á Selfossi og viljum eftir fremsta megni bæta úr því.“

Þá finnur hann fyrir miklum meðbyr frá bæjarbúum sem hafi tekið áformunum fagnandi.

 

Mjólkursafn

 

» Nýtt safn um sögu mjólkuriðnaðar á Íslandi verður opnað á Selfossi næsta vor.

» Vinnsla mjólkur hófst fyrst á Selfossi árið 1929 með stofnun Mjólkurbús Flóamanna.
» Vinnuhópur var skipaður í apríl á síðasta ári.
» Safnið er liður í því að efla ferðaþjónustuna á svæðinu.
» Leitað er að rekstraraðila.

 

Morgunblaðið þriðjudagurinn 19. nóvember 2013

 

Kjartan Björnsson syngur með hljómsveitinni Granít frá Vík í Mýrdal í Félaghsheimilinu Stað á Eyrarbakka þann 7. júlí 2013. 

.

Kjartan Björnsson þann 20. október í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka.

.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

18.11.2013 14:29

Kaffifundur Melkorku flautuleikara og Vilhjálms þingmanns og Eyrarbakkakleinurnar

Melkorka Ólafsdóttir og Vilhjálmur Árnason og á borðum eru Eyrarbakkakleinurnar góðu.

 

Kaffifundur Melkorku flautuleikara og Vilhjálms þingmanns og Eyrarbakkakleinurnar

 

Þau Vilhjálmur Árnason alþingismaður og Melkorka Ólafsdóttir flautuleikari hittust á laugardaginn var, drukku saman te og gæddu sér á kleinum frá dularfullum aðdáanda.

 

Þau fóru yfir ýmis málefni, ræddu um Sinfóníuhljómsveit Íslands og lögregluna, niðurskurð, fjárfestingar og stöðu ríkisins. Einnig ræddu þau um mikilvægi öryggismála og heilbrigðismála og hlutverk menningar í samfélaginu. 

Þau voru sammála um að menning og listir skili miklu til samfélagsins og sé nauðsynlegt, rétt eins og lögregla og heilbrigðisstofnanir. Þau voru líka sammála um mikilvægi þess að forgangsraða fjármunum ríkisins. Fjármunum þarf að verja þannig að þeir nýtist sem flestum á sem hagkvæmastan máta.

Allir málaflokkar eiga að þola að skoðað sé hvort fjármunum sé varið skynsamlega eða hvort hagræða megi innan þeirra. Það ætti að gera án þess að efast sé um mikilvægi hvers málaflokks eða þeim sé att hver gegn öðrum. Það er von þeirra beggja eftir uppbyggilegan fund að hann hvetji til frekari málefnalegra og heilbrigðra umræðna til að komast að niðurstöðu um málefni sem skipta alla Íslendinga máli.

Af www.dfs.is

 

Menningar-Staður - hin margslungna mannlífs- og menningarsíða upplýsir hér með að kleinurnar frægu á borði Melkorku og Vilhjálms eru Eyrarbakkakleinur að vestfirskri uppskrift.

Þær bakaði Júlía B. Björnasdóttir að Ránargrund á Eyrarbakka og var það fært til myndar eins og hér má sjá:

Júlía B. Björnsdóttir.

.

Júlía B. Björnsdóttir og kleinurnar verða til.

.

.

Skráð af menningar-Staður

18.11.2013 11:48

Farandsýningin 2. áfangi - Vesturbúðin á Eyrarbakka

Sölumaðurinn Hersir Freyr Albertsson var gríðaðrlega ánægður með ljósmyndasýninguna.

 

Farandsýningin  2. áfangi – Vesturbúðin á Eyrarbakka

 

Ljósmyndasýningin  -Mannlíf og menning á Eyrarbakka 2013-  sem var í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka dagana 20. okt. og 3. nóv.  og breytt  var á dögunum  í  farandsýningu  var í morgun færð yfir götuna frá  Dvalarheimilinu Sólvöllum í Veturbúðina á Eyrarbakka.

 

Það voru Siggeir Ingólfsson og Björn Ingi Bjarnason sem komu með sýninguna í morgun. Sýningin verður þar í rúma viku og mun næstu vikurnar færast frá einum stað til annars. Sýningunni  verður fylgt eftir hér á Menningar-Stað.

 

Gríðarleg ánægja var meðal íbúa og starfsfólks á Sólvöllum með ljósmyndasýninguna og voru gestir í Vesturbúðinni strax byrjaðir að fletta möppunum með sýningunni.

 

Á ljósmyndasýningunni eru 270 ljósmyndir frá mannlífi og menningu á Eyrarbakka á árinu 2013 með sérstakri  tengingu við Félagsheimilið Stað og framkvæmdirnar við útsýnispallinn allt frá upphafi framkvæmda til loka á dögunum. Sýningin er í 9 myndamöppum og mjög meðfærileg fyrir fólk til skoðunar.

 

Myndaalbúm er komið hér á Menningar-Stað.

Smella á þessa slóð:  http://menningarstadur.123.is/photoalbums/254927/

 

Nokkrar myndir hér:

 

F.v.: Siggeir Ingólfsson, Arnþór BJörgvinsson, Finnur Kristjánsson og Björn H. Hilmarsson.

.

Finnur Kristjánsson.

.

F.v.: Finnur Kristjánsson, Eiríkur Runólfsson og Sigurjón Rúnar Jónsson.

.

F.v.: Finnur Kristjánsson og Hersir Freyr Albertsson.

.

Í Vesturbúðinni á Eyrarbakka.

.

Skráð af Menningar-Staður