Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2013 Nóvember

14.11.2013 23:00

Mynd dagsins

Kiriyama Family í Hörpunni á dögunum.Mynd dagsins

 

Kiriyama Family í Hörpunni á Iceland airwaves

 

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

 

14.11.2013 22:43

Þetta verður helg stund

Sir John Tavener's  lengst til hægri.

 

Þetta verður helg stund

Kammerkór Suðurlands frumflytur verk eftir John Tavener í dómkirkjunni í Southwark í London á föstudag, þrátt fyrir sviplegt andlát tónskáldsins.

 

"Við munum flytja prógrammið okkar en flutningurinn verður dýpri vegna andláts okkar kæra Johns Tavener," segir Hilmar Örn Agnarsson, stjórnandi Kammerkórs Suðurlands, um tónleika kórsins í dómkirkjunni í Southwark í London á morgun föstudaginn 15 nóvember.

Þar frumflytur kórinn meðal annars Three Shakespeare Sonnets eftir sir John Tavener, eitt fremsta tónskáld Breta sem lést í fyrradag 69 ára að aldri.

 

"Við Tavener vorum miklir vinir og hann samdi fyrir okkur sérstaklega," heldur Hilmar Örn áfram. "Við buðumst til að fresta tónleikunum en vorum hvött til að halda áfram með þá og fengum bréf í kjölfarið þess efnis að fjölskyldan ætlaði öll að mæta. Þetta verður helg stund og það er svo merkilegt að allt sem valið var fyrir þessa tónleika er líkast sálumessu."

 

Samstarf Tavener við Kammerkór Suðurlands hefur staðið í um áratug eða frá 2004. Verkið Three Shakespeare Sonnets samdi hann þegar hann dvaldi hér á landi í kjölfar veikinda. Fleiri verk eftir hann verða flutt á tónleikunum í London.

 

Nokkur íslensk verk verða á tónleikunum, þar á meðal kórverk eftir Kjartan Sveinsson, kenndan við Sigur Rós, einnig Báru Grímsdóttur, Völu Gestsdóttur og Eyrbekkinginn Örlyg Benediktsson. Einnig er á efnisskránni nýtt lag eftir Jack White, eitt efnilegasta ungtónskáld Breta í dag. Hluti textans er byggður á ljóði eftir Eyrbekkinginn Sjón.

 

Það er viðeigandi að frumflytja Three Shakespeare Sonnets í sóknarkirkju Shakespears í Southwark sem skartar kirkjuglugga eftir Leif Breiðfjörð, sá gluggi var vígður á 50 ára krýningarafmæli Elísabetar drottningar á síðasta ári.

 

Fréttablaðið fimmtudagurinn 14. nóvember 2013.

 

Kammerkór Suðurlands. Eyrbekkingurinn Örlygur Benediktsson er annar frá hægri.

 

Skráð af Menningar-Staður.

14.11.2013 21:15

Bækurnar að vestan 2013

Meðal bóka Vestfirska forlagsins 2013 eru:

-Allskonar sögur- eftir Jón Hjartarson á Selfossi og Ásu Ólafsdóttur

og  Hjólabókin - Suðvesturland eftir Rangæinginn Ómar Smára Kristinsson.

 

Bækurnar að vestan 2013

 

Við leyfum okkur að vekja athygli á nýju bókunuð að vestan en þær eru 11 og 3 endurprentanir.

 

Bækurnar að vestan eru allar prentaðar á Íslandi.

 

Þær fóst í bókaverslunum um land allt.

Einnig er hægt að panta þær beint frá okkur í síma 456-8181.

Eða sendið okkur bara tölvupóst; jons@snerpa.is 

 

Þá er hægt að kaupa bækurnar í netverslun okkar; www.vestfirska.is
 

Hallgrímur Sveinsson - Brekku Dýrafirði

Vestfirska forlagið

 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

14.11.2013 18:22

Surtsey 50 ára

Surtsey.

 

Surtsey 50 ára

 

Í dag. 14. nóvember 2013, eru liðin 50 ár frá því að neðansjávargos hófst við Vestmannaeyjar og Surtsey myndaðist.

Surtseyjargosið stóð yfir í þrjú og hálft ár og er því lengsta samfellda eldgos Íslandssögunnar. Strax í upphafi hlaut Surtsey mikla athygli almennings og vísindamanna, jafnt hérlendis sem erlendis.

Sú ákvörðum um að friðlýsa Surtsey árið 1965 var mikil framsýni og veitti náttúruvísindamönnum einstakt tækifæri til að fylgjast með hvernig eyja verður til og þróast án áhrifa mannsins. Friðlýsingin og samfelldar rannsóknir náttúruvísindamanna stuðluðu að því að í dag er Surtsey viðurkennd sem einstakt náttúruminjasvæði á heimsmælikvarða.

 

50 ára rannsóknarsaga og vöktun Surtseyjar hefur aukið þekkingu manna á þróun eldfjallaeyja, sérstaklega hvað varðar eldvirkni neðansjávar, myndun móbergs, landnám lífvera og þróun vistkerfa. Starfsmenn Náttúrufræðistofnunar Ísland hafa tekið þátt í rannsóknum á Surtsey frá upphafi goss 1963 og árlega er farið í rannsóknarleiðangur út í Surtsey.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

14.11.2013 10:38

Af mannlífi í Vesturbúðinni

F.v.: Gísli Kristjánsson og Ingólfur Hjálmarsson.

.

 

Af mannlífi í Vesturbúðinni


Vitringar komu til spjalls í Vesturbúðinni á Eyrarbakka í morgun samkvæmt venju.

Stemmningin var sérlega góð eins og ætíð á fimmtudögum þegar  Bændablaðið kemur út.Menningar-Staður færði til myndar þegar nokkrir starfsmenn Sveitarfélagsins Árborgar komu í morgunkaffi enda skulu lög nr. 46. frá 1981 virka.

 

F.v.: Trausti Sigurðsson, Siggeir Ingólfsson, Björn H. HIlmarsson, Björgvin Magnússon, Finnur Kristjánsson, Birna Kjartansdóttir, Gísli Axelsson og Sesselja Sumarrós Sigurðardóttir.

Skráð af Menningar-Staður

14.11.2013 06:38

Danadrottning skoðaði handritasýningu

 

Danadrottning skoðaði handritasýningu

 

Margrét Þórhildur Danadrottning fékk í gærmorgun fyrsta eintakið af bókinni Kaupmannahöfn - höfuðborg Íslands í 500 ár þegar hún skoðaði handritasýninguna í Þjóðmenningarhúsinu. Sagnfræðingarnir Guðjón Friðriksson og Jón Þ. Þór eru höfundar bókarinnar.

Í gær var haldið upp á að 350 ár eru síðan Árni Magnússon handritasafnari fæddist.

Viðamikil dagskrá var vegna afmælisins í gær en eftir hádegi hlýddi Danadrottning meðal annars á fyrirlestur Annette Lassen í hátíðasal Háskóla Íslands um arfleifð Árna Magnússonar.

Hún skoðaði síðan tónlistarhúsið Hörpu en síðdegis var opnuð sýning í Gerðarsafni í Kópavogi um Íslensku teiknibókina.

Hápunktur dagskrár í tilefni þess að 350 ár eru liðin frá fæðingu Árna Magnussonar handritasafnara var í Þjóðleikhúsinu í kvöld að viðstaddri Danadrottningu. Svanhildur Óskarsdóttir, handritafræðingur á Árnastofnun, segir arf Árna aldrei vera mikilvægari, skemmtilegri og öflugari en í dag.

Fjöldi prúðbúinna gesta kom á afmælishátíðina í Þjóðleikhúsinu. Rithöfundar, leikarar og tónlistarmenn komu fram í fjölbreyttri dagskrá. Og Margrét Þórhildur Danadrotting gekk síðust í salinn í fylgd forseta Íslands.

 

Af www.ruv.is

Séð yfir Kaupmannahöfn. Norðurbryggja í forgrunni.

 

Skráð af Menningar-Staður

13.11.2013 20:26

Sviðaveisla á Stað

F.v.: Jón Reynir Jónsson og Björn H. Hilmarsson.

 

Sviðaveisla á Stað

 

Fangaverðir á Litla-Hrauni héldu sína árvissu Sviðaveislu og að þessu sinni í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka laugardagskvöldið 9. nóvember.

 

Það er Björn H. Hilmarsson í Smiðshúsum á Eyrarbakka sem hefur haft veg og vanda af Sviðaveislunum undanfarin ár með aðstoð vinnufélaga. Hjálparkokkur í ár var Jón Ingi Jónsson á Gamla-Hrauni við Eyrarbakka.

 

Sviðaveislan fór hið besta fram og sagði Elías Baldursson, frá Tjörn á Stokkseyri en nú búandi á Selfossi, að sviðin hefðu verið þau bestu sem hann hafi borðað til þessa.

 

Nokkrar myndir hér:

.

.F.v.: Ingvar Sigurðsson, Björg Elísabet Ægisdóttir og Reynir Jóhannsson.

.

.F.v.: Sigurður Rúnar Hafliðason, Bjarkar Snorrason, Sigurlína Eiríksdóttir, Elías Baldursson og Gunnar Már Kristjánsson.

.

.F.v.: Björg Þorkelsdóttir, Elín Ósk Hölludóttir, Brynja Sverrisdóttir, Sigurbjörn Tryggvi Gunnarsson, Ásmundur Sigurgíslason og Valgerður Þóra Elfarsdóttir.

.

.F.v.: Örn Magnússon, Þórarinn Ólafsson, Sigurlína Eiríksdóttir, Sigurður Steindórsson og Elías Baldursson.

.

.F.v.: Súsanna Björk Torfadóttir, Jón Ingi Jónsson, Björg Elísabet Ægisdóttir, Helga Björg Magnúsdóttir, Björg Þorkelsdóttir, Valgerður Þóra Elfarsdóttir, Jóhann Páll Helgason og Þórir Ólafsson.

.

.F.v.: Victor Gunnarsson,  Gunnar Már Kristjánson, Ólafur Jónsson og Sigurður Rúnar Hafliðason.

.

.F.v.: Ásgerður Tinna Jónsdóttir, Þórarinn Ólafsson, Jón Reynir Jónsson og Reynir Jóhannsson.

.

.F.v.: Elín Ósk Hölludóttir, Örn Magnússon, Björn H. Hilmarsson og Brynja Sverrisdóttir.

.

.F.v.: Sigurllína Eiríksdóttir, Þóra Bjarney Jónsdóttir Elías Baldursson og Sigurður Steindórsson.

 

Skráð af Menningar-Staður

13.11.2013 09:59

Í fimmtu heimsókn sinni til Íslands

Margrét Danadrottning á Bessastöðum í kvöld ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni forseta. <em>Golli / Kjartan Þorbjörnsson</em>
Margrét Þórhildur drottning Danmerkur og Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands á Bessastöðum í gærkveldi.

.

Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, Ólafur Ragnar, Margrét Danadrottning og Sigmundur Davíð forsætisráðherra.

.

Í fimmtu heimsókn sinni til Íslands

 

Margrét II Þórhildur Danadrottning og Hinrik prins komu fyrst hingað til lands 4. júlí 1973 

Ströng dagskrá hjá drottningu í dag í tilefni af 350 ára afmæli Árna Magnússonar handritasafnara

 

Margrét II Þórhildur Danadrottning kom til landsins í gær til að taka þátt í viðburðum sem helgaðir eru 350 ára afmæli Árna Magnússonar handrita safnara. Drottning sat hátíðar kvöldverð í boði Ólafs Ragnars Gríms sonar, forseta Íslands, á Bessa stöðum í gærkvöldi. Dagurinn í dag hefst í Þjóðmenningarhúsinu þar sem Margréti Þórhildi verður afhent fyrsta eintakið af tveggja binda verki Guðjóns Friðrikssonar og Jóns Þ. Þór um Kaupmannahöfn sem höfuðborg Íslands í 500 ár. Þar mun drottning jafnframt skoða handrita sýninguna. Eftir hádegi, kl. 13:30, hlýðir drottning á afmælisfyrirlestur dönsku fræðikonunnar Annette Lass en í hátíðarsal Háskóla Íslands og í kjölfar þess heimsækir hún tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu. Síðdegis verður hún viðstödd opnun sýningarinnar Íslenska teiknibókin - 350 ára afmæli Árna Magnússonar í Gerðar safni í Kópavogi. Dagskrá vegna 350 ára afmælis Árna Magnússonar handritasafnara lýkur með viðamikilli hátíðardagskrá í Þjóðleikhúsinu í kvöld.

Danadrottning heldur aftur heimleiðis til Kaupmannahafnar í fyrramálið. Með í föruneyti drottningar er Manu Sareen, samstarfsráðherra Norðurlanda í dönsku ríkisstjórninni, auk embættismanna úr dönsku hirðinni.

 

Var viðstödd lýðveldisafmælið

Þetta er í fimmta sinn sem Margrét Þórhildur kemur í heimsókn til Íslands. Hinn 4. júlí 1973 kom hún í fyrstu opinberu heimsókn sína hingað og var þá eiginmaður hennar, Hinrik prins, með í för. Þau dvöldu hér í fjóra daga og gistu í Ráðherra bústaðnum. Það var danska drottningarsnekkjan Dannebrog sem flutti þau hingað til lands og lagðist hún að Miðbakka í Reykjavíkurhöfn þar sem forseti Íslands, dr. Kristján Eldjárn, og frú tóku á móti þeim ásamt mannfjölda. Margrét Þórhildur og Hinrik ferðuðust víða um Ísland, skoðuðu meðal annars Þingvelli, Skálholt, Gullfoss og Geysi, Dimmuborgir, Ystahver og Mývatn, þá flutti drottningin ræðu í Lystigarðinum á Akur eyri. Í Reykjavík skoðuðu þau bæði Þjóðminjasafnið og Listasafn ríkisins og á síðasta degi heimsóknarinnar heimsótti Margrét Þórhildur Barnaspítala Hringsins og Stofnun Árna Magnússonar í Árnagarði og skoðaði þar handritin.

 

Danadrottning kom næst til landsins vegna hálfrar aldar afmælis lýðveldisins, 17. júní 1994, og var þá viðstödd hátíðardagskrá á Þingvöllum ásamt fleiri þjóðhöfðingjum Norðurlandanna.

Næst komu Margrét Þórhildur og Hinrik prins í opinb

era heimsókn til landsins 14. maí 1998 og stóð hún til 18. maí. Þau dvöldu í drottningar skipinu Dannebrog, sem var við bryggju í Reykjavík meðan á heimsókninni stóð. Við komuna til landsins héldu þau beint til Vestfjarða en það var þá eini landshluti Íslands sem drottningin hafði ekki áður heimsótt. Fór þau m.a. til Flateyrar og að minningarsteini um þá 20 sem fórust í snjóflóðinu á Flateyri þann 26. okt. 1995.  Þau fóru líka í sjóstangaveiði og hvalaskoðun og heimsóttu Eyrarbakka. Margrét Þórhildur var viðstödd opnun Listahátíðar í Reykjavík og opnaði sýningu á Þjóðminjasafninu í tengslum við hátíðina á kirkjuklæðum sem hún sjálf hannaði.

 

Danadrottning kom aftur til Íslands í október það sama ár, 1998, til að vera viðstödd útför Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur forseta frúar sem gerð var frá Hallgrímskirkju.

 

Í júlí 2004 millilenti Margrét Þórhildur á Akureyri á leið sinni frá Grænlandi til Danmerkur og stoppaði í um 40 mínútur á flugvellinum, það stutta stopp telst ekki til heimsóknar.

 

Morgunblaðið miðvikudagurinn 13. nóvember 2013.

 


Margrét Þórhildur á Flateyri í maí 1998 við minningarsteininn um þá sem fórust í snjóflóðinu á Flateyri 1995

 

.

Mynd: - Morgunblaðið laugardagurinn 16. maí 1998

.

Skráð af Menningar-Staður

13.11.2013 07:39

Gítardeildartónleikar fimmtud. 14. nóv. kl. 18.15 í safnaðarheimili Selfosskirkju


Selfosskirkja.

 

Gítardeildartónleikar fimmtud. 14. nóv. kl. 18.15 í safnaðarheimili Selfosskirkju

 

Gítardeildartónleikar Tónlistarskóla Árnesinga verða fimmtud. 14. nóv. kl. 18.15 í safnaðarheimili Selfosskirkju.

Á tónleikunum koma fram gítarsveitir og Suzuki-gítarnemendur tónlistarskólans. 

Tónleikarnir er öllum opnir og Sunnlendingar hvattir til að nýta sér þetta góða tækifæri til að kynnast öflugu starfi gítardeildar tónlistarskólans. 

Aðgangur er ókeypis.

 

Um Tónlistarskóla Árnesinga 

Eyravegi 9, 800 Selfoss 
Sími 482 1717, 861 3884 - Fax 482 3016 
Netfang: tonar@tonar.is  
Heimasíða: www.tonar.is

 
Kennslustaðir skólans eru 12: 

Eyrarbakki - Félagsheimilið Staður - 483 1415 
Flóaskóli - 486 3460 
Flúðir – Flúðaskóli – 480 6610
Hveragerði – Grunnskólinn - 483 5040 
Kerhólsskóli - 482 2618 

Laugarvatn – Grunnskólinn - 486 1224 
Reykholt – Grunnskólinn – 486 8830 
Selfoss – Eyravegur 9 - 482 1717, 861 3884 

Selfoss – Sunnulækjarskóli – 480 5400
Stokkseyri – Barnaskólinn – 480 3204
Þjórsárskóli - Gnúpverjaskóli - 486 6000          
Þorlákshöfn – Grunnskólinn – 480 3851

 

Skólastjóri: Róbert A. Darling 
Aðstoðarskólastjóri: Helga Sighvatsdóttir 
Deildarstjórar:  Edit Anna Molnár, Jóhann I. Stefánsson, María Weiss og Miklós Dalmay 
Ritari: Ragnhildur Magnúsdóttir

Skólanefnd skipa: 
Drífa Kristjánsdóttir, formaður 
Sandra Dís Hafþórdóttir, varaformaður 
Sigríður Lára Ásbergsdóttir, ritari

 

Skólinn var stofnaður árið 1955 og hét þá Tónlistarskóli Árnessýslu. Þá voru í skólanum 50 nemendur frá 9 sveitarfélögum í Árnessýslu. Skólinn hefur síðan vaxið og dafnað og fer kennsla nú fram á vegum tónlistarskólans í flestum grunnskólum og þéttbýlisstöðum í sýslunni.

Kennarar skólans eru um 30 talsins í misstórum stöðugildum. Nemendur skólans eru um 500 talsins auk barna í forskóla 2. bekkjar.

Af www.tonar.is

Tónlistarskóli Árnesinga er m.a. með kennslu í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka.

 

Skráð af Menningar-Staður

 

13.11.2013 06:36

Mikilvæg upplýsingalind

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Hjá Oddi Helgasyni sem situr.

F.v.: Hrafn Sveinbjarnarson, Gunnar Marel Hinriksson, Þorsteinn Tryggvi Másson, Sævar Logi Ólafsson og Sigríður Halldóra Gunnarsdóttir.

 

Mikilvæg upplýsingalind

• Héraðsskjalasafn Árnesinga er eitt þeirra safna sem vinna með Ættfræðiþjónustu ORG

• Fyrirspurnir að utan

 

Við þurfum upplýsingar til að uppfylla ákveðna staðla vegna skráningar skjala- og ljósmyndasafna. Oddur Helgason hefur stóran ættfræðigrunn og það er gott fyrir okkur að geta leitað til hans,“ segir Þorsteinn Tryggvi Másson, héraðsskjalavörður á Héraðsskjalasafni Árnesinga á Selfossi. Nokkur héraðsskjalasöfn hafa samið við Ættfræðiþjónustu ORG um gagnkvæma miðlun upplýsinga.

Þorsteinn Tryggvi segist vera reglulega í sambandi við starfsfólk Ættfræðiþjónustunnar. Hann segir einnig nauðsynlegt að hafa aðgang að góðu handbókasafni við skráningu safnanna.

Vísa fólki til ORG

Héraðsskjalasöfnin fá fyrirspurnir frá öðrum löndum um ættfræði og staði hér á landi og stundum kemur fólk í heimsókn í sömu erindagjörðum. Segir Þorsteinn að því sé gjarnan vísað til Ættfræðiþjónustunnar. Nefnir hann sem dæmi að dönsk hjón hafi komið á safnið á Selfossi í sumar. Maðurinn fæddist hér á landi en vissi engin deili á móður sinni. Með upplýsingum frá Ættfræðiþjónustunni og úr héraðsskjalasafninu var hægt að finna út frændgarð mannsins og meira að segja í hvaða húsi hann fæddist. Segir Þorsteinn að þetta hafi verið viss opinberun fyrir manninn.

Morgunblaðið miðvikudagurinn 13. nóvember 2013

 

Héraðsskjalasafn Árnesinga í Ráðhúsinu á Selfossi.
 


Skráð af Menningar-Staður