Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2013 Nóvember

11.11.2013 05:43

Frábær innsýn í heim stjórnmálamannsins

Össur Skarphéðinssson að árita  -Ár drekans-  Ljósm.: Sigtryggur Ari Jóhannsson

 

 Frábær innsýn í heim stjórnmálamannsins

 

Var að ljúka við lestur á  Ári drekans  eftir Össur Skarphéðinsson.

 

Frábær innsýn í heim stjórnmálamannsins. Þetta er bók bókanna í samanburði við aðrar bækur þar sem stjórnmálamenn fjalla um störf sín.

 

Tímamótabók og leiðarstika fyrir aðra þá sem vilja skrifa af alúð. Mér sýnist karlinn vera einlægur í lýsingum sínu. Ég ýmist gapti af undrun eða skellihló.

 

Dæmi um harðar deilur æðstu manna Samfylkingar og ríkisstjórnar:

Jóhanna: Þá er ríkisstjórnin dauð. Össur: Steindauð.Reynir Traustason, ritstjóri DV

 

Reynir Traustason í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka þann 7. júlí 2013

 

Skráð af Menningar-Staður
 

10.11.2013 21:06

Hátíðasamkoma til heiðurs Ásgeiri Sigurðssyni áttræðum

Ásgeir Sigurðsson.
Hann er Dýrfirðingur að ætt og uppruna.

 

Hátíðasamkoma til heiðurs Ásgeiri Sigurðssyni áttræðum

 

Mánudaginn 11. nóvember 2013 verður Ásgeir Sigurðsson fyrrverandi skólastjóri Tónlistarskóla Árnesinga áttræður.

Af því tilefni verður haldin hátíðarsamkoma í Sunnulækjarskóla honum til heiðurs þetta kvöld kl. 20.30

Þar koma m.a. fram hljóðfæraleikarar, söngvarar og kennarar sem starfað hafa með Ásgeiri í þau tæpu sextíu ár sem  hann hefur  búið á Selfossi.

Ásgeir stofnaði Lúðrasveit Selfoss og stjórnaði henni í fimmtíu ár, stjórnaði Karlakór Selfoss í rúman áratug og var skólastjóri Tónlistarskóla Árnesinga í rúma tvo áratugi. Ásgeir lék í hljómsveit Óskars Guðmundssonar í rúman áratug.

Það var mikill fengur að fá Ásgeir Sigurðsson til starfa hér austur fyrir fjall og njóta leiðsagnar hans. Hann hefur haft stórkostleg áhrif á tónlistaruppeldi Sunnlendinga í þennan tíma og verið samfélaginu ómetanlegur með störfum sínum.

Fyrir það viljum við þakka með því að halda honum heiðurssamkomu á afmælisdagi hans 11. nóv. kl. 20.30. í Sunnulækjarskóla á Selfossi. 

 

Björn Ingi Gíslason

Selfossi    

                                                                     

Af www.dfs.is

 

Séð inn Dýrafjörð, átthaga Ásgeirs Sigurðssonar á Selfossi.

 

Skráð af Menningar-Staður

 

10.11.2013 15:51

Guðni hefur lést um 15 kíló

Auðmjúkur „Ég fékk miklu meira en ég átti skilið,“ segir Guðni Ágústsson auðmjúkur um störf sín í þágu þjóðar.

Mynd. Sigurjón Sigurjónsson.

 

Guðni hefur lést um 15 kíló

Guðni hætti að borða sykur og byrjaði að hreyfa sig

Fimm ár eru liðin síðan Guðni sagði af sér þingmennsku, hann vinnur í dag sem framkvæmdastjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði. Hann hefur nýverið gefið út bókina, Guðni – léttur í lund, þar sem hann segir gamansögur af litríkum samferðamönnum sínum. 
„Ég eyddi þessu rigningasumri í að skrifa þessa bók. Þetta er ljóðabók sagnanna. Ég vona að þær séu meiðingarlausar. Ég hef grætt á því að þekkja skemmtilegt fólk því ­sögurnar hefðu aldrei orðið til hefði það ekki orðið á vegi mínum.“

Hér að neðan er birt örstutt brot úr viðtalinu-sem er aðgengilegt áskrifendum DV.is

Það eru engar ýkjur eða skjall að Guðni líti vel út eftir að hann hætti í stjórnmálum. Hann hefur fengið meiri tíma til að sinna heilsu og hamingju og hefur lést um heil 15 kíló. 
„Ég fer í World Class, það er jafn mikilvægt fyrir manninn og hestinn að að vera í þjálfun. Ef maður ­reynir ekki á vöðvana og svitnar þá verður maður gamall og stirður. Það er allt annað líf að vera léttur en of þungur. 
Ég er búin að létta mig um 15 kíló á árinu, bara með því að sleppa sykri og hreyfa mig.“

Af www.dv.is

Guðni Ágústsson, heiðursforseti Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi, tekur hér mynd af Hrútnum Gorbasjev þann 7. júlí 2013 þegar hann kemur til dvalar í Upplýsingamiðstöðinni í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka.

Guðni átti Gorba sem lamb þegar Guðni var ungur drengur á Brúnastöðum í Flóa.

Hrútavinirnir Bjarkar Snorrason í Brattsholti og Sævar Jóelsson í Brautartungu hornhalda Gorba.

 

Skráð af Menningar-Staður

 

10.11.2013 14:15

Sviðaveisla í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka

Sviðamessumeistararnir. F.v.: Jón Ingi Jónsson á Gamla-Hrauni og Björn H. Hilmarsson í Smiðshúsum.

.

F.v.: Elías Baldursson, Þóra Bjarney Jónsdóttir, Sigurlína Eiríksdóttir og Sigurður Steindórsson.

.

Sviðaveisla í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka

 

Fangaverðir á Litla-Hrauni héldu sína árvissu Sviðaveislu í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka í gærkveldi.


Það er Björn H. Hilmarsson í Smiðshúsum á Eyrarbakka sem hefur haft veg og vanda af Sviðaveislunum undanfarin ár með aðstoð vinnufélaga. Hjálparkokkur í ár var Jón Ingi Jónsson á Gamla-Hrauni við Eyrarbakka.

 

Sviðaveislan fór hið besta fram og sagði Elías Baldursson, frá Tjörn á Stokkseyri en nú búandi á Selfossi, að sviðin í gær hefðu verið þau bestu sem hann hafi borðað til þessa.

Hrúturinn Gorbasjev frá Brúnastöðum heilsaði Sviðamessugestum með stæl við komun að Stað eins og hér var fært til myndar.

 

F.v.: Victor Gunnarsson, Sigurbjörn Tryggvi Gunnarsson og Jóhann Páll Helgason.

.

.
Skráð af Menningar-Staður

10.11.2013 13:29

Uppskeruhátíð Markaðsstofu Suðurlands 2013

Ragnheiður Elín Árnadóttir.

 

Uppskeruhátíð Markaðsstofu Suðurlands 2013

 

Markaðsstofu Suðurlands býður ferðaþjónustufyrirtækjum sem eru aðilar að Markaðsstofunni

á Uppskeruhátið 21. nóvember n.k. að Hótel Örk í Hveragerði

 

Uppskeruhátíðin er vettangurinn að hittast efla samstöðu innan ferðamála hópsins á Suðurlandi. Mætum nú öll og skemmtum okkur saman.

 

Dagskrá:

Um tvöleytið á fimmtudag ætlum við að sameinast við Hótel Örk og fara í ferð, óvissuferð á vegum Upplýsingamiðstöðvar Suðurlands og ferðaþjónustuaðila um Hveragerði. 

Heimkoma á hótel um sexleytið.

Fordrykkur í boði Markaðsstofu Suðurlands kl. 20.00           

Kl. 20.30 sest að borðum og frameftir nóttu skemmtum við okkur og borðum saman.

Heiðursgestur kvöldsins verður Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála                                      

Veislustjóri verður Bessi hressi, skemmtikraftur frá Hvolsvelli, Ari Eldjárn verður með gamanmál, tónlistaratriði  og eftir borðhald heldur ,,Hljómsveit hússins“ uppi stuðinu fram eftir nóttu.

 

Lagt er til að gestir gisti og njóti þess að sitja frameftir morgni á föstudeginum að morgunverðasnæðingi og spalli við samstarfsfélaga.

 

Skráning ragnhildur@south.is eða í síma 560 3044

 

Matur og skemmtun kr. 5.500 pr. per

Verð á gistingu og morgunverð kr. 4.500 pr. per

 

Hótel Örk í Hveragerði.

 

Af www.markadsstofa.is

 

Skráð af Menningar-Staður

10.11.2013 13:07

53 þúsund ferðamenn í október

Ferðamenn á útsýnispallinum við Félagsheimilið Stað á Eyrarbakka.

 

53 þúsund ferðamenn í október

 

Fjöldi ferðamannaUm 53 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í október í ár samkvæmt talningum Ferðamálastofu eða um 7.900 fleiri en í október í fyrra. Um er að ræða 17,6% aukningu ferðamanna milli ára.

Frá því Ferðamálastofa hóf talningar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar árið 2002 hefur árleg aukning í október verið að jafnaði 10,9% milli ára. Sveiflur hafa þó verið miklar í brottförum milli ára eins og myndir hér til hliðar gefa til kynna.

Fjórðungur ferðamanna frá Bretlandi

ÞjóðerniAf einstaka þjóðernum voru flestir ferðamenn í október frá Bretlandi (24,6%) og Bandaríkjunum (13,5%). Þar á eftir komu Norðmenn (8,9%), Danir (7,5%), Þjóðverjar (6,0%), Svíar (4,8%), Kanadamenn (3,7%) og Frakkar (3,2%). Samtals voru þessar átta þjóðir 72,2% ferðamanna í október.

Af einstaka markaðssvæðum fjölgaði Bretum, N-Ameríkönum og ferðamönnum frá öðrum mörkuðum mest. Þannig komu 3.542 fleiri Bretar í október ár, 1.526 fleiri N-Ameríkanar og 2.581 fleiri ferðamenn frá öðrum markaðssvæðum. Norðurlöndin og Mið- og S- Evrópa standa hins vegar í stað.

Tæp 700 þúsund ferðamenn frá áramótum

Frá áramótum hafa 692.877 erlendir ferðamenn farið frá landinu eða um 111 þúsund fleiri en á sama tímabili í fyrra. Aukningin nemur 19,1% milli ára. Um 40% fleiri Bretar hafa heimsótt landið, fjórðungi fleiri N-Ameríkanar, ríflega fjórðungi fleiri frá löndum sem flokkast undir annað og um 14% fleiri Mið- og S-Evrópubúar. Norðurlandabúum hefur hins vegar fjölgað mun minna eða um 3,0%.

Ferðir Íslendinga utan

Um 38 þúsund Íslendingar fóru utan í október eða um 2.300 fleiri en í fyrra. Frá áramótum hafa um 312 þúsund Íslendingar farið utan eða svipaður fjöldi og árið 2012.

Nánari upplýsingar

Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð. Skiptingu milli landa má sjá í töflunni hér að neðan og nánari upplýsingar undir liðnum Tölur og útgáfur / Fjöldi ferðamanna hér á vefnum.

Október tafla

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Af www.ferdamalastofa.is

 

Skráð af Menningar-Staður.

10.11.2013 10:45

Karlakórinn Ernir heldur tónleika í Hafnarfirði í dag


Karlakórinn Ernir.

 

Karlakórinn Ernir heldur tónleika í Hafnarfirði í dag

 

Vestfirski karlakórinn Ernir heldur tvenna tónleika í Reykjavík um helgina.

Kórinn söng í Guðríðarkirkju í Grafarholti í gær  og verður með tónleika í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í dag sunnudaginn 10. nóvember kl. 15:00  

Aðgangseyrir er 2500 krónur. 

Efnisskráin að þessu sinni er alfarið eftir vestfirsk tónskáld og tónskáld sem bjuggu á Vestfjörðum og sömdu verk sín þar.

 

Þetta kemur fram á  heimasíðu  karlakórsins.  

Sjá: http://www.ernir.it.is/frettir/Tonleikar_Ernis_i_Reykjavik_og_Hafnarfirdi_9_og_10_november/

Skráð af Menningar-Staður
 

10.11.2013 07:38

Af mannlífi og náttúru við Menningar-Stað í gærmorgun


Sólin sá um náttúrulega lýsingu af bestu gerð við Menningar-Stað í gærmorgun.Af mannlífi og náttúru við Menningar-Stað í gærmorgun

laugardaginn 9. nóvemver 2013Fjöldi gesta og gangandi lagði leið sína í Upplýsingamiðstöðina í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka - Menningar-Stað- í gærmorgun.

Sólin sá um að náttúruleg lýsing væri af bestu gerð.Þessir urði fyrir myndavélinni hjá Menningar-Stað:

 

F.v.: Siggeir Ingólfsson, Haukur Jónsson og Hallur Karl Hinriksson.

.

 

F.v.: Siggeir Ingólfsson og Karl Ágúst Andrésson.

Skráð af Menningar-Staður

 

 

09.11.2013 18:08

Sólarlag á Eyrarbakka 9. nóvember 2013

Við Eyrarbakkafjöru um sólarlag laugardaginn 9. nóvember 2013

 

Sólarlag á Eyrarbakka

 

séð frá Eyrarbakkaflötum laugardaginn 9. nóvember 2013

 

Myndalabúm komið hér á Menningar-Stað

 

Smella á þessa slóð:   http://menningarstadur.123.is/photoalbums/254633/

 

Nokkrar myndir hér:

 

.

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

09.11.2013 15:27

Í fótspor Guðjóns Samúelssonar í Hafnarfirði

Flensborgarskólinn í Hafnarfirði eftir teikningu Eyrbekkingsins Guðjóns Samúelssonar.

 

Í fótspor Guðjóns Samúelssonar í Hafnafirði

 
Hafbarborg, -  Menningar- og Listamiðstöð Hafnarfjarðar sunnudaginn 10. nóvember 2013 kl. 15 - 16
 

Pétur H. Ármannsson arkitekt fjallar um Eyrbekkinginn Guðjón Samúelsson, arkitekt og húsameistara ríkisins til langs tíma. Pétur gerir sérstaklega skil þeim byggingum sem Guðjón teiknaði og finna má í Hafnarfirði, en þar á meðal eru Sankti Jósefsspítali, fyrsti áfangi Flensborgarskólans og elsti hluti húss Hafnarborgar, menningar- og listamiðstöðvar Hafnarfjarðar.

 

Erindi Péturs er hluti af dagskrá í tengslum við verkefnið Þinn staður – okkar umhverfi, opna vinnustofu um bæjarskipulag sem umgjörð daglegs lífs í Hafnarfirði.

 

Pétur H. Ármannsson er fæddur í Hafnarfirði 1961. Hann stundaði nám í arkitektúr í Kanada og Bandaríkjunum og lauk meistaraprófi í þeirri grein 1991. Pétur hefur meðal annars starfað sem deildarstjóri byggingarlistardeildar við Listasafn Reykjavíkur, gestakennari við Listaháskóla Íslands, arkitekt hjá Glámu–Kím arkitektum ehf. og er nú sviðsstjóri við Minjastofnun Íslands. Hann er höfundur greina, bóka, fyrirlestra og dagskrárefnis um íslenska byggingarlist á 20. öld.

 

Eyrbekkingurinn Guðjón Samúelsson.

 

Skráð af Menningar-Staður