Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2013 Nóvember

09.11.2013 10:33

Sólarkaffi við Menningar-Stað í morgun

Við Félagsheimilið Stað í morgun.  F.v.:  Elizabeth Oean fra Vancuver í Kanada, Sigrún Vala Björnsdóttir úr Reykjavík og Björg Guðjónsdóttir frá Hafnarfirði.

.

F.v.: Elizabeth Oean, Björg Guðjónsdóttir og Sigrún Vala Björnsdóttir.

.

Sólarkaffi við Menningar-Stað í morgun

 

Sólaruppkoman var mögnum við suðurströndina í morgun.

 

Meðal gesta á útsýnispallinum við Félagsheimilið Stað í morgun vor þrír sjúkraþjálfarar.

Þetta voru Þær; Elizabeth Oean fra Vancuver í Kanada, Sigrún Vala Björnsdóttir í Reykjavík og Björg Guðjónsdíttir í Hafnarfirði sem voru á ferð um Suðurlandið

Þær drukku morgunkaffi við sólarupprásina á útsýnispallinum við Stað. Sögðu þær að þetta væri ein magnaðasta umgjörð með morgunkaffi sem þær hefðu upplifað.

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

09.11.2013 08:05

Hröð uppbygging og íbúafjölgun

Selfoss.

 

Hröð uppbygging og íbúafjölgun

 

Fáir staðir á landinu hafa byggst jafn hratt upp og Selfoss.

 

Það var um árið 1930 sem þar fór að myndast þéttbýli, sem óx fiskur um hrygg þegar fyrirtæki, sem síðar urðu stórveldi á sína vísu, hófu þar starfsemi sína.

 

Árið 1940 voru Selfossbúar 234, en voru orðnir um 2.400 árið 1970.

 

Árið 1990 voru bæjarbúar 3.915.

 

Nærri aldamótum þegar farið var að brjóta lönd og byggja ný hverfi varð sprenging í íbúafjölda; árið 1998 bjuggu 4.340 manns á Selfossi - en voru 2008 orðnir 6.572.

 

Fjölgunin er 51%. Selfossbúar eru nú nánast jafn margir og var á hrunárinu fræga.

 

 

Morgunblaðið laugardagurinn 9. nóvember 2013.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður

09.11.2013 07:29

Sveitabækur eru mér kærar

F.v.: Skagfirðingurinn og Eyrbekkingurinn Kristján Runólfsson í Hveragerði og Bjarni Harðarson sem bjó á Eyrarbakka.

 

Sveitabækur eru mér kærar

 

»Við höfum aldrei gefið út fleiri bækur en á þessu hausti. Bækurnar eru hver annarri ólíkar, en mér er kært að gefa út bækur úr jarðvegi íslenskrar sveitamenningar,« segir Bjarni Harðarson, bóksali á Selfossi.

Þau Elín Gunnlaugsdóttir standa að  -Sunnlenska bókakaffinu-  og undir þess merkjum gefa þau út níu bækur fyrir jólin. Af mörgum góðum má þar nefna Sýnisbók safnamanns þar sem Þórður Tómasson safnvörður segir sögu merkra muna í Byggðasafninu í Skógum. Einnig vekur eftirtekt bókin Vettlingar frá Vorsbæ eftir þær mæðgur Emelíu Kristbjörnsdóttur og Valgerði Jónsdóttur ha frá Vorsabæ á Skeiðum. Þar er að finna uppskriftir að fallegum prjónavettlingum.

 

Morgunblaðið luagardagurinn 9. nóvember 2013.

 

Hafa öll búið á Eyrarbakka. F.v.: Kristján Runólfsson í Hveragerði, Elín Gunnlaugsdóttir á Selfossi og Jóhann Páll Helgason á Selfossi.

 

Skráð af Menningar-Staður. 

09.11.2013 07:08

Margrét Kristjánsdóttir - Fædd 10. apríl 1924 - Dáin 2. nóvember 2013 - Minning

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Margrét Kristjánsdóttir.

 

Margrét Kristjánsdóttir

- Fædd 10. apríl 1924 - Dáin 2. nóvember 2013 - Minning

 

Margrét Kristjánsdóttir fæddist á Eyrarbakka 10. apríl 1924. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum, Selfossi, 2. nóvember 2013.

Hún var dóttir hjónanna Margrétar Þóru Þórðardóttur frá Hólshúsum í Gaulverjabæjarhreppi, f. 15.12. 1887, d. 10.4. 1951 og Kristjáns Guðmundssonar frá Iðu í Biskupstungum, f. 1.6. 1885, d. 26.10. 1961. Margrét ólst upp á Eyrarbakka og var hún næstyngst fimm systkina. Aldís Hugbjört, f. 14.9. 1912, d. 9.8. 1990, drengur fæddur andvana, Magnús f. 22.2. 1918, d. 3.8. 1948, Þórir, f. 17.2. 1922, d. 17.4. 1969, Guðmundur Jónatan, f. 2.8. 1929, d. 17.12. 2010.

Þann 16.10. 1943 giftist Margrét Gísla Ragnari Gíslasyni, f. 31.1. 1922, d. 10.10. 1976, frá Nesi í Selvogi. Margrét og Gísli Ragnar eignuðust þrjú börn: Þórhildi, f. 18.3. 1943, Kristján, f. 30.4. 1946 og Hrafnhildi, f. 4.10. 1959. Þá ólu þau upp dótturdóttur sína Margréti Bragadóttur, f. 21.10. 1961.

Útför Margrétar fer fram frá Eyrarbakkakirkju í dag, laugardaginn 9. nóvember 2013, kl. 14.

_________________________________________________

 

Minningarorð Ársæls Þórðarsonar

 

Hún Magga á Austurvelli hefur nú kvatt sína jarðvist en í minningunni er samt enn skært ljós á lampanum hennar Möggu. Hún fékk sinn skerf af gleði og sorg í lífinu en hún var alltaf sú sterka sem aðrir gátu leitað til. Ég man ekki eftir Möggu öðruvísi en glaðværri og gefandi. Á hverju sem gekk var hún jákvæð og jafnlynd og vildi öllum vel. Hún var svo sannarlega ljós í sínu umhverfi. Ég minnist þess að þegar mamma var orðin háöldruð kona vakti Magga mjög yfir velferð hennar. Hún var 20 árum yngri en mamma en þær urðu samt góðar vinkonur. Þegar ég var löngu fluttur frá Háeyrarvöllum 44 og Kalli bróðir að heiman kom fyrir að mamma var ein í húsinu. Magga fylgdist þá með mömmu, heimsótti hana daglega og gisti gjarnan hjá henni þætti henni ástæða til. Svona minningar um góðvild og náungakærleika skjóta rótum og varðveitast. Magga var grandvör kona og bar með sér sterkan persónuleika.

Þau voru glæsileg hjón Gísli heitinn og Margrét. Falleg í sjón og raun. Eyrarbakki átti í þeim góðan sjóð. Gísli var ljúflingur og sveitarstólpi sem öllum þótti vænt um enda tengdist atvinna hans jafnan ábyrgðarmiklum störfum. Heimilið á Austurvelli nýtur virðingar í minningu minni.

Fáein kveðjuorð segja lítið, en lampinn hennar Möggu segir mikið og hann mun lýsa um ókomin ár með einstaklega góðum minningum til eftirlifandi ættmenna hennar, afkomenda, sveitunga og vina.

Drottinn Jesús blessi vistaskipti góðrar konu.

Við Eygló, Anna systir og Gústi vottum börnum hinnar látnu og öðrum aðstandendum innilega samúð og biðjum þeim Guðs friðar.

 

Ársæll Þórðarson.

 

Morgunblaðið laugardagurinn 9. nóvember 2013

 

Eyrarbakkakirkja.

 

Skráð af Menningar-Staður

08.11.2013 13:40

Farandsýningu hleypt af stokkunum á Sólvöllum

Á Sólvöllum í morgun. F.v.: Kolbrún Hilmarsdóttir Siggeir Ingólfsson og Hafdís Óladóttir.

 

Farandsýningu hleypt af stokkunum á Sólvöllum

 

Ljósmyndasýningin -Mannlíf og menning á Eyrarbakka 2013- sem var í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka dagana 20. okt. og 3. des.  var í morgun hleypt af stokkunum sem farandsýningu á Dvalarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka.

 

Það voru Siggeir Ingólfsson og Björn Ingi Bjarnason sem komu með sýninguna í morgun. Sýningin verður þar í viku og mun næstu vikurnar færast frá einum stað til annars.

 

Gríðarleg ánægja var meðal íbúa og starfsfólks á Sólvöllum með ljósmyndasýninguna og víst er að möppunum verður margflett þar næstu daga.

 

Á ljósmyndasýningunni eru 270 ljósmyndir frá mannlífi og menningu á Eyrarbakka á árinu 2013 með sérstakri  tengingu við Félagsheimilið Stað og framkvæmdirnar við útsýnispallinn allt frá upphafi framkvæmda til loka á dögunum. Sýningin er í 9 myndamöppum og mjög meðfærileg fyrir fólk til skoðunar.

 

Myndaalbúm er komið hér á Menningar-Stað.
Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/254590/

 

Nokkrar myndir hér:

 

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður

 

 

08.11.2013 11:35

Af afmælum í Vesturbúðinni í morgun

Vesturbúðarhjónin á brúðkaupsafmælinu með barnabarnið.

F.v.: Þórunn Erla Ingimarsdóttir, Finnur Kristjánsson og Þórunn Gunnarsdóttir.

 

Af afmælum í Vesturbúðinni í morgun

Afmælisstemmning var í Vesturbúðinni á Eyrarbakka í morgun.

Vesturbúðarhjónin Þórunn Gunnarsdóttir og Finnur Kristjánsson eiga 27 ára brúðkaupsafmæli í dag 8. nóvember 2013. 

Þessu var fagnað með gestum Vesturbúðarinnar í morgun.

Meðal gesta var afmælisbarnið Stefan Ólafsson, veitingamaður í Rauða-húsinu á Eyrarbakka, en hann fagnar í dag 40 ár afmælinu.

 

Þessu var fagnað sérstaklega á Vitringafundi í Vesturbúðinni í morgun og fært til myndar.

 

Feðginin Ingimar Helgi Finnsson og Þórunn Erla Ingimarsdóttir.

.

Afmælisstemmning í Vesturbúðinni. F.v.: Gréta Skaftadóttir, Ingimar Helgi Finnsson, Eyþór Atli Finnsson, Þórunn Erla Ingimarsdóttir, Finnur Kristjánsson, Stefán Óalfsson (40 ár í dag) , Siggeir Ingólfsson og Þórunn Gunnarsdóttir.

.

F.v.: Birgir Sigurfinnsson og Finnur Kristjánsson.

.Skráð af Menningar-Staður

 

 

08.11.2013 07:58

Enginn drykkur er jafnflókinn og viskí

Uppáhaldsiðjan. Stefáni Ólafssyni finnst gaman að fara á frumlega veitingastaði og prófa nýstárlega rétti.

 

Enginn drykkur er jafnflókinn og viskí

Stefán Ólafsson í Rauða-húsinu er 40 ára í dag

 

Stefán Ólafsson fæddist í Reykjavík 8. nóvember 1973 og voru æskuslóðir hans voru Seljahverfið í Breiðholti. Stefán gekk í Seljaskóla og síðan í Menntaskólann við Hamrahlíð þar sem hann varð stúdent. Þá fór Stefán í Háskólann í Hannover í Þýskaland og tók þaðan Vordiplom í efnafræði. Hann er einnig með barþjónsgráðu.

 

Verið yfirbarþjónn víða

Stefán var barþjónn í Hannover 1997-2005. Hann flutti þá heim og var fenginn til að opna barinn á Salti sem var veitingastaðurinn á hótelinu 1919 í Pósthússtræti. Hann var yfir þjónn þar en var síðan yfir þjónn og vaktstjóri á Hereford steikhúsi 2006-2008 og barþjónn á Vox Hilton Reykjavík 2008-2010. Hann sá um barinn þar ásamt Guðmundi Sigtryggssyni. Síðan flutti hann ásamt konu sinni á Hellu og gerðist yfir þjónn á Hótel Rangá þar til í sumar. Þá tók hann við rekstrinum á veitingastaðnum Rauða húsinu á Eyrarbakka.

 

Á Rauða húsinu verða viskíkynningar og sérmatseðill er á staðnum þar sem viskí er notað í réttina og eru réttirnir útbúnir þannig að þeir henti með ákveðnum viskí tegundum.

 

Stefán hefur hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar fyrir störf sín, meðal annars náði hann 4. sæti fyrir kokteil ársins 2003 í Þýskalandi, og náði 3. sæti sem viskí-þekkjari (Kenner)  ársins í Þýskalandi 2004.

 

Með fjölbreytileg áhugamál

»Ég hef afskaplega gaman af því að vera á skíðum þótt lítill tími hafi gefist til þess að undanförnu, hef oft farið í skíðaferðir erlendis og þá til Austurríkis aðallega. Einnig finnst mér gaman að ferðast og prófa nýja og öðruvísi veitingastaði. Ég fór t.d. í haust til Tenerife og á afskaplega skemmtilegt steikhús þar sem maður velur sér sjálfur steikurnar úr stórum kæli og valdi ég mér »rib-cut« (framhrygg) af uxa. Einnig prófaði ég skelfisk sem lítið hefur verið í boði hér á landi einhverra hluta vegna.

 

Viskí er gífurlegt áhugamál hjá mér. Ef maður ætlar að fara að bera þetta saman við annað sterkt áfengi þá er svo miklu meira í boði í viskiínu, bragðmöguleikarnir eru svo miklu meiri. Þegar fólk segir að því finnist viskí vont þá segi ég að það hafi ekki fundið sitt viskí. Þetta er eins og að segja að bílar eða málverk séu ljót. Í viskíi eru um 1.600 mismunandi bragðtegundir, enginn annar drykkur er jafnflókinn. Rauðvín og kaffi, sem talin eru flóknir drykkir, ná upp í 800 bragðtegundir. Óvanir ná ekki að greina á milli bragðtegunda og heilinn svavar með því að segja að þetta sé vont.«

 

Stefán hefur einnig mikinn áhuga á eðlisfræði, stjörnufræði og vísindum almennt og er mikill bílaáhugamaður.

 

Fjölskylda

Kona Stefáns er Stefanía Björgvinsdóttir, f. 27.1. 1987. Hún rekur grillvagn á Hellu sem heitir Sveita grill Míu. Foreldrar hennar eru Björgvin Pálsson, f. 22.1. 1955, veitingamaður og fyrrv. ljósmyndari á Morgunblaðinu, og Sigrún Stella Karlsdóttir, f. 1.2. 1954, en hún sér um matseld á Skógasafni.

 

Dóttir Stefáns og Stefaníu er Sunna Stella Stefánsdóttir, f. 19.5. 2011.

 

Systkini Stefáns eru Þór Ólafsson, f. 26.6 1970, sölumaður; Anna Hulda Ólafsdóttir, f. 16.1. 1985, doktorsnemi í verkfræði; Friðrik Boði Ólafsson, f. 1.3. 1990, tölvunarfræðinemi við HÍ.

 

Foreldrar Stefáns eru Ólafur Jón Stefánsson, 19.7. 1949, fyrrverandi aðstoðarútibússtjóri og yfirmaður faktoring-deildarinnar hjá Glitni, er núna húsumsjónarmaður í Hólabrekkuskóla í Reykjavík, og

 

Guðrún Þórsdóttir, f. 28.6. 1951, d. 25.5. 2010, kennari í Hólabrekkuskóla, vann hjá Námsflokkunum og var skólastjóri Vinnuskólans í Reykjavík. Hún átti þátt í að koma Nýsköpunarkeppni grunnskólanna á laggirnar og var aðaldriffjöðrin að baki henni. Guðrúnar bikarinn, sem er veittur fyrir aukaverðlaun í keppninni, er til minningar um hana.

Morgunblaðið föstudagurinn 8. nóvember 2013.

 

Rauða-húsið á Eyrarbakka.

 

Skráð af Menningar-Staður

08.11.2013 06:44

Hef verið að syngja síðan ég var lítil


Hulda Kristín Kolbrúnardóttir.Hef verið að syngja síðan ég var lítil

 

Hulda Kristín Kolbrúnardóttir er 16 ára söngkona frá Stokkseyri. Hún syngur með hljómsveitinni Aragrúa sem m.a. spilaði á Iceland Airwaves í síðustu viku og þá var hún valin besti söngvarinn í Músíktilraunum 2013 þar sem hljómsveitin lenti í þriðja sæti. »Ég hef verið að syngja alveg síðan ég var lítil. Ég vann söngkeppni barnanna á Þjóðhátíð þegar ég var lítil, kannski kviknaði áhuginn þar,« segir Hulda.

 

Fyrir utan það að vera söngkona er Hulda í námi í Fjölbrauta skóla Suðurlands á Selfossi og tekur þangað strætó á hverjum degi. Þar í bæ fer hún líka á æfingar Aragrúa, en aðrir meðlimir sveitarinnar eru búsettir á Selfossi.

 

Aragrúi spilaði á Airwaves um daginn og segir Hulda það hafa verið mikla upplifun. »Okkur var vel tekið, þetta var rosalega skemmtilegt og allt gekk mjög vel. Svo söng ég líka bakraddir með Kiriyama Family í Hörpu á laugardaginn.«

 

Að vera 16 ára söngkona og koma fram á Airwaves, er það ekki ágætis árangur?  »Jú, ég er alveg sátt við það.«

 

Hulda Kristín Kolbrúnardóttir með hljómsveitinni Kiriyama Family frá Eyrarbakka, Stokkseyri og Selfossi.

 

Morgunblaðið föstudagurinn 8. nóvember 2013


Skráð af Menningar-Staður

_________________________________________________________________________________________

08.11.2013 06:28

Stytta tónskálds á nýjan stað

Minnismerki.   Ragnar Kjartansson myndhöggvari gerði styttuna af Páli.

 

Stytta tónskálds á nýjan stað

 

Stytta af tónskáldinu Páli Ísólfssyni var afhjúpuð á Stokkseyri 12. október síðastliðinn. Reyndar var þetta í annað skiptið sem styttan var afhjúpuð, en hún hafði áður staðið við Ísólfsskála í 40 ár. Nú stendur hún til móts við Þuríðarbúð og var flutt þangað í tilefni af 120 ára fæðingarafmæli Páls.

 

Páll fæddist á Stokkseyri 12. október árið 1893. Hann lagði stund á nám í orgel- og píanóleik í Reykjavík, Leipzig í Þýskalandi og í París og hélt orgeltónleika víða um Evrópu. Páll var einn forystumanna í íslensku tónlistarlífi, hann var t.d. stjórnandi Lúðrasveitar Reykjavíkur um áratugaskeið og skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík. Páll Ísólfsson lést árið 1974.

Páll Ísólfsson á nýja stanum við Þuríðarbúð á Stokkseyri. Séra Anna Sigríður Pálsdóttir og Kjartan Björnsson afhjúpuðu.

 

Morgunblaðið föstudagurinn 8. nóvember 2013

Skráð af Menningar-Staður

 

08.11.2013 06:17

Margir kunnir borgarar eiga rætur sínar á Stokkseyri

Margrét Frímannsdóttir fangelsisstjóri á Litla-Hrauni.

 

Margir kunnir borgarar eiga rætur sínar á Stokkseyri

 

Fjölmargir sem hafa látið að sér kveða í samfélaginu, hver með sínu móti, eru frá Stokkseyri eða eiga rætur þar. Fyrst má nefna Margréti Frímannsdóttur, fv. alþingismann og nú fangelsisstjóra á Litla-Hrauni. Hún er alin upp eystra og ættmenni hennar voru meðal annars karlar sem fyrr á tíð létu að sér kveða, til dæmis í verkalýðsfélagi staðarins. Sjálf var Margrét, sem nú býr í Kópavogi, áhrifamanneskja í þessari heimasveit sinni og varð oddviti Stokkseyrarhrepps kornung.

Frá bænum Móhúsum er Kristín Guðjónsdóttir, eiginkona Karls Sigurbjörnssonar, fyrrverandi biskups Íslands. Bróðir Kristínar er Jón Adolf, sem lengi var bankastjóri Búnaðarbanka Íslands.

Frá Ranakoti á Stokkseyri er Hinrik Bjarnason sem starfaði í áratugi hjá Sjónvarpinu og var í fyrndinni umsjónarmaður barnatíma þess.

Bærinn Holt er nokkuð ofan við Stokkseyri. Fjölmenn ætt er kennd við bæinn og meðal fólks af henni má nefna Hákon Sigurgrímsson sem lengi var framkvæmdastjóri Stéttarsambands bænda. Aðrir Holtsmenn eru t.d. Guðmundur Vernharðsson sem rekur gróðrarstöðina Mörk í Fossvogi í Reykjavík og Bjarki Sveinbjörnsson tónlistarfræðingur sem meðal annars hefur verið umsjónarmaður ýmissa útvarpsþátta.

Kunnastur Stokkseyringa fyrr og síðar er sennilega Páll Ísólfsson dómorganisti. Hann var frá Ísólfsskála en margir þekktir borgarar eru af því kyni. Þar má ýmsa tiltaka, svo sem sr. Önnu Sigríði Pálsdóttur. Hún þjónar við Dómkirkjuna í Reykjavík, en var til skamms tíma prestur í afleysingum eystra og þjónaði þá sóknunum á Stokkseyri, Eyrarbakka og í Gaulverjabæ í Flóa.

Frá bænum Grund, sem er austast á Stokkseyri, er Ásta Stefánsdóttir lögfræðingur sem sl. þrjú ár hefur verið framkvæmdastjóri sveitarfélagsins Árborgar. Fer vel á því að Stokkseyringur sinni starfinu, en árið 1998 sameinuðst Stokkseyrar-, Eyrarbakka- og Sandvíkurhreppur Selfossi. Úr varð sveitarfélagið Árborg. Íbúar þess eru í dag 7.826 og þar af eru Stokkseyringar 465.

 

Séra Anna Sigríður Pálsdóttir í Stokkseyrarkirkju.


 

Morgunblaðið föstudagurinn 8. nóvember 2013

 

Skráða f Menningar-Staður