Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2013 Desember

31.12.2013 05:00

Áramótakveðja

 

 

 

Félagsheimilið Staður

 

Menningar-Staður 

á Eyrarbakka

 

Mynd

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

 

Skráð af Menningar-Staður

31.12.2013 04:16

Áramótabrennur í Árborg

Bálkösturinn vestan við Eyrarbakkaþorp er veglegur.

 

Áramótabrennur í Árborg

 

Selfyssingar munu kveikja í brennu á gámasvæðinu á Víkurheiði í Sandvíkurhreppi, kl. 16:30.

 

Á Eyrarbakka er brennan kl. 20:00  í sandgræðslunni norðan við tjaldstæðin 

og á Stokkseyri á sama tíma við Arnhólma.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

31.12.2013 04:05

Guðmunda og Egill íþróttafólk ársins

Egill og Guðmunda með verðlaun sín á uppskeruhátíðinni í kvöld. Ljósm.: sunnlenska.is/Guðmundur Karl

 

Guðmunda og Egill íþróttafólk ársins

 

Knattspyrnukonan Guðmunda Brynja Óladóttir og júdókappinn Egill Blöndal, bæði úr Umf. Selfoss, voru útnefnd íþróttafólk Árborgar 2013 á uppskeruhátíð íþrótta- og menningarnefndar Árborgar sem fram fór í kvöld.

Bæði höfðu þau nokkra yfirburði í kosningunni en Guðmunda stóð efst hjá íþróttakonunum með 237 stig, önnur varð frjálsíþróttakonan Fjóla Signý Hannesdóttir, Umf. Selfoss, með 141 stig og þriðja handknattleikskonan Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Umf. Selfoss, með 113 stig.

Hjá körlunum fékk Egill 184 stig, annar varð handknattleiksmaðurinn Einar Sverrisson, Umf. Selfoss, með 130 stig og þriðji knattspyrnumaðurinn Jóhann Ólafur Sigurðsson, Umf. Selfoss, með 72 stig.

Tólf konur og tólf karlar voru tilnefnd í kjörinu.

Uppskeruhátíðin í kvöld var fjölmenn og fjöldi íþróttamanna á öllum aldri heiðraður. Meðal annars voru allir Íslands-, bikar- og deildarmeistarar í Árborg heiðraðir en það voru 32 lið og einstaklingar sem unnu hátt í eitthundrað titla á árinu 2013.

Motocrossdeild Umf. Selfoss fékk hvatningarverðlaun íþrótta- og menningarnefndar fyrir mikið og stöðugt uppbyggingarstarf á síðustu árum og fjöldi íþróttamanna fékk úthlutað úr afreks- og styrktarsjóðum sveitarfélagsins og íþróttafélaganna.

Einnig voru atvinnumenn í íþróttum heiðraðir en þar voru á ferðinni sex Selfyssingar; handknattleiksmennirnir Guðmundur Árni Ólafsson og Þórir Ólafsson og knattspyrnumennirnir Jón Daði Böðvarsson, Guðmundur Þórarinsson, Viðar Örn Kjartansson og Sindri Pálmason.

 

Af www.sunnlenska.is

 

Skráð af Menningar-Staður

30.12.2013 19:38

Siggeir Ingólfsson Sunnlendingur ársins 2013

Siggeir Ingólfsson, Geiri á Bakkanum, uppi á útsýnispallinum við samkomuhúsið Stað.
Ljósm.: sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Siggeir Ingólfsson Sunnlendingur ársins 2013

 

Siggeir Ingólfsson, staðarhaldari í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka, var kjörinn Sunnlendingur ársins 2013 af lesendum Sunnlenska fréttablaðsins og sunnlenska.is.

Í upphafi árs tók Friðsæld ehf., fyrirtæki Siggeirs og konu hans Regínu Guðjónsdóttur við daglegum rekstri samkomuhússins á Eyrarbakka. Í kjölfarið hefur Siggeir, eða Geiri eins og hann er ávallt nefndur, sýnt mikla framtakssemi í ferða- og menningarmálum á Bakkanum þar sem hann opnaði þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn á Stað og hefur haft meira en nóg að gera.

Stærsta verkefni ársins var að byggja skábraut fyrir hjólastóla upp á útsýnispall við sjóvarnargarðinn við Stað svo að allir geti notið hins frábæra útsýnis sem er af garðinum niður í fjöruna og út á Atlantshafið. Siggeir vann ötullega að þessu verkefni frá því síðla sumars og fram á haust og var mannvirkið tekið í notkun í október síðastliðnum.

„Nei, þú ert djóka!“ sagði Geiri, hreinskilinn eins og alltaf, þegar honum voru færðar fréttirnar af kjörinu. „Ég þakka kærlega fyrir þennan heiður sem mér er sýndur en það er töluvert langt frá því að ég hafi staðið einn í því að byggja skábrautina. Það þarf einhvern einn léttklikkaðann til að standa fyrir svona verkefni, einhvern sem er á endanum á bandinu og dregur vagninn áfram en það voru margir sem hjálpuðu mér og lögðu hönd á plóg við smíðina. Það voru líka margir sem litu við og fylgdust með framkvæmdinni og hvöttu okkur til dáða og mér þótti ekki síður vænt um það,“ sagði Geiri í samtali við sunnlenska.is.

 

Tveir ungir herramenn á Selfossi fylgdu Geira fast á eftir í kjörinu á Sunnlendingi ársins, í öðru sæti varð Tómas Birgir Frímannsson sem fæddist þann 10. september síðastliðinn  fimmtán vikum fyrir tímann og útskrifaðist af vökudeild rétt fyrir jól. Þriðji varð síðan Reykdal Máni Magnússon sem knésetti íslenska ríkið í Héraðsdómi Reykjavíkur nú í desember, en héraðsdómur hrinti úrskurði mannanafnanefndar sem hafði hafnað beiðni drengsins um að bera eiginnafnið Reykdal.

Alls fengu þrjátíu Sunnlendingar atkvæði í kjörinu og var þátttakan góð eins og síðustu ár.

 

Nánar verður rætt við Sunnlending ársins í fyrsta tölublaði Sunnlenska árið 2014.

Af www.sunnlenska.is

Siggeir Ingólfsson, Sunnlendingur ársins 2013, horfir strax til ársins 2014 með athafnaþrá í happafullri samvinnu aðila í samfélaginu.

 

 

Skráð af Menningar-Staður

30.12.2013 08:47

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir umsóknum um styrki

Ferðamenn á Eyrarbakka.

 

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir

umsóknum um styrki

 

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna uppbyggingar á ferðamannastöðum árið 2014. Umsóknarfrestur er til og með 22. janúar 2014.

Verkefni verða að uppfylla amk. eitt af eftirfarandi skilyrðum

  1. Verkefnið er til uppbyggingar, viðhalds og verndunar mannvirkja og náttúru á ferðamannastöðum í eigu opinberra aðila eða á náttúruverndarsvæðum.
  2. Verkefnið er til framkvæmda sem varða öryggi ferðamanna og verndun náttúru á ferðamannastöðum í eigu opinberra aðila jafnt sem einkaaðila.
  3. Verkefnið er til undirbúnings- og hönnunarvinnu sem er nauðsynleg vegna framkvæmda á ferðamannastöðum eða á náttúruverndarsvæðum.

Áherslur og ábendingar til umsækjenda

  1. Framkvæmdasjóðurinn leggur sérstaka áherslu á verkefni þar sem horft er til heildarmyndar ferðamannastaða og ferðamannaleiða.
  2. Framlög til einkaaðila eru háð því skilyrði að um sé að ræða ferðamannastaði sem eru opnir almenningi.
  3. Að jafnaði getur styrkur ekki numið hærri upphæð en 50% af kostnaði.
  4. Við yfirferð umsókna er tekið mið af gæðum og trúverðugleika umsókna, mikilvægi verkefnis m.t.t. markmiða Framkvæmdasjóðsins og Ferðamálaáætlunar 2011-2020, sjálfbærnisjónarmiða, nýnæmis ofl

Áður en sótt er um:

Áður en ráðist er í gerð styrkumsókna er nauðsynlegt að kynna sér neðangreint efni:

Allar umsóknir skulu innihalda:

a. Verkefnislýsingu sem lýsir hugmyndinni með rökstuddum og skýrum hætti.
b. Kostnaðar- og verkáætlun
c. Ef sótt er um styrk fyrir byggingu mannvirkja eða til annarra framkvæmda þá verður
    deiliskipulag, fullnaðarhönnun og framkvæmdaleyfi að liggja fyrir.
d. Ef sótt er um styrk til skipulags- og hönnunarvinnu eða undirbúningsrannsókna þá verður að
    fylgja skriflegt samþykki sveitarstjórnar og/eða skipulagsfulltrúa viðkomandi sveitarfélags.
e. Skriflegt samþykki allra landeigenda og/eða umsjónaraðila.
 

Námskeið fyrir umsækjendur

Sérstaklega er vert að vekja athygli umsækjenda á því að nú er boðið upp á námskeið sem hafa að markmiði að leiðbeina umsækjendum í gegnum umsóknarferlið. Námskeiðin verða haldin hjá Ferðamálastofu, Geirsgötu 9 í Reykjavík og Strandgötu 29 Akureyri.

  • Reykjavík 9. janúar kl. 13-15
  • Akureyri 10. janúar kl. 13-15

Umsóknarferlið

Umsóknir um styrki í sjóðinn fara í gegnum umsóknakerfi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Þegar umsækjendur hafa skráð sig inn eru þeir leiddir í gegnum umsóknarferlið.

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur er til og með 22. janúar 2014 og umsóknir sem berast eftir það eru ekki teknar gildar.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir Björn Jóhannsson umhverfisstjóri Ferðamálastofu í síma 535-5500 eða með vefpósti bjorn@ferdamalastofa.is

Af www.ferdamalastofa.is

.

.Skráð af Menningar-Staður

30.12.2013 08:36

Áform um virkjunina Búrfell 2 kynnt


Stöðvarhús Búrfellsvirkjunar.

Listskreytingin er verk Eyrbekkingsins Sigurjóns Ólafssonar frá Einarshöfn.

.

Sigurjón Ólafsson myndhöggvari frá Eyrarbakka.

 

Áform um virkjunina -Búrfell 2- kynnt

 

Á fundi sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps sem haldinn var í nóvember var kynning á áformum um virkjunina Búrfell 2.

 

Björk Guðmundsdóttir og Helgi Bjarnason frá Landsvirkjun mættu til fundarins og sögðu frá fyrirhugaðri virkjun Búrfell 2, sem er lokaáfangi Búrfellsvirkjunar. Framkvæmdin kallar á breytingu á aðalskipulagi auk þess sem þarf að koma til deiliskipulag. Framkvæmdin er ekki talin matsskyld samkvæmt úrskurði Skipulagsstofnunar. Virkjunin getur að hámarki framleitt 140 Megawött.

Tilgangur framkvæmdarinnar er að mæta aukinni orkuþörf landsins, auk þess að létta álagið á núverandi virkjun í Búrfelli. Með framkvæmdinni nýtast þau mannvirki betur sem þegar eru til staðar í virkjuninni við Búrfell.

Af www.dfs.isSkráð af Menningar-Staður

30.12.2013 07:24

Merkir Íslendingar - Bjarni Thorarensen

Bjarni Ttorarensen.

Merkir Íslendingar - Bjarni Thorarensen

 

Bjarni Thorarensen fæddist í Brautarholti á Kjalarnesi 30. desember 1786. Foreldrar hans voru Vigfús Þórarinsson, lengst af sýslumaður Rangárvallasýslu, og k.h., Steinunn Bjarnadóttir.

Vigfús þótti með merkustu sýslumönnum á sinni tíð, sonur Þórarins Jónssonar, sýslumanns á Grund og ættföður Thorarensenættar, og Sigríðar Jónsdóttur húsfreyju.

Steinunn var dóttir Bjarna Pálssonar landlæknis og Rannveigar Skúladóttur, landfógeta Magnússonar. Systir Steinunnar var Þórunn, kona Sveins Pálssonar, læknis og náttúrufræðings í Vík.

Eiginkona Bjarna var Hildur, dóttir Boga Benediktssonar úr Hrappsey, og áttu þau fjölda barna.

Bjarni ólst upp á Hlíðarenda í Fljótshlíð, lauk stúdentsprófi 15 ára, enda fluggreindur og bráðþroska, lauk lagaprófi frá Hafnarháskóla tvítugur og starfaði í danska kansellíinu í nokkur ár. Hann varð dómari í Landsyfirréttinum 1811 og eldaði þá grátt silfur við frænda sinn Magnús Stephensen dómstjóra. Bjarni þjónaði auk þess stiftamtmanns- og amtmannsembættinu í suðuramtinu í afleysingum, var sýslumaður í Árnessýslu í tvö ár, síðan aftur dómari við Landsyfirréttinn, búsettur í Gufunesi, var skipaður amtmaður í Norður- og austuramtinu árið 1833, flutti þá að Möðruvöllum í Hörgárdal og bjó þar til dauðadags.

Bjarni var metnaðargjarn, agaður og strangt yfirvald, þjóðernis- og framfarasinnaður en íhaldssamur um stjórnarfar og konungssinni. Hann var tímamótaskáld og ásamt Jónasi Hallgrímssyni höfuðskáld Íslendinga á 19. öld. Hann var upphafsmaður rómantísku stefnunnar hér á landi og orti gjarnan undir bragarháttum Eddukvæða. Mörg þekktustu ljóð hans eru ættjarðar- eða náttúruljóð, svo sem Íslands minni. Auk þess samdi hann ástarljóð og nokkur mögnuðustu erfiljóð tungunnar, s.s. eftir Baldvin Einarsson, Sæmund Hólm og Odd Hjaltalín.

Bjarni lést 25. ágúst 1841.

Morgunblaðið mánudagurinn 30. desember 2013

Sráð af Menningar-Staður

 

29.12.2013 06:58

Hrútasýningin að Tóftum árið 2000

Einar Jóelsson með verðlaunahrútinn Bauk frá Brautartungu. Hann veitti einnig viðtöku bikar sem sauðfjársæðingastöð Suðurlands gaf.

Einar Jóelsson með verðlaunahrútinn Bauk frá Brautartungu. Hann veitti einnig viðtöku bikar sem sauðfjársæðingastöð Suðurlands gaf.

Björn Ingi Bjarnason veitti verðlaunapeninga á báða bóga. Hér hefur Bjarkar Snorrason á Tóftum tekið við einum.

 

Hrútasýningin að Tóftum árið 2000

 

Tími hrútasýninga á Suðurlandi er um þessar mundir. Fé hefur mjög fækkað hér í Flóanum og því ekki alltaf margmenni á hrútasýningum sem haldnar eru í hverjum hreppi. En fjölmenn hrútasýning fór eigi að síður fram á bænum Tóftum í Stokkseyrarhreppi hjá bændunum Bjarkari Snorrasyni og Sigurfinni, syni hans, fyrir skömmu.

Byrjað var inni í bæ með rammíslenskri kjötsúpu og tilheyrandi sem yfir 30 manns gerðu góð skil. Gestir voru sýnendur hrúta og einnig starfsmenn og stjórnendur saltfiskvinnslunnar Hólmarastar á Stokkseyri ásmat fleiri gestum víð að.

 

Að lokinni máltíð kvaddi Björn Ingi Bjarnason, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sér hljóðs. Eftir óvissuferð sem endaði á hrútasýningu fyrir ári þar sem menn heilluðust af sýningarhaldinu var ákveðið að mæta aftur að Tóftum og lýsti Björn Ingi á glettinn hátt stofnun Hrútavinafélagsins "Örvar". Hefur félagsskapurinn margvísleg markmið og koma stjórnarmenn víða að. Til dæmis að breyta orðinu "hrútleiðinlegur" í hrútskemmtilegur og fleira. Björn tók síðan til við að hengja veglega verðlaunapeninga á fólk fyrir ýmislegt sem lýtur að sauðfjárrækt. Loks upphófst kröftugur söngur. Var m.a. sungið lag við ljóð hins kunna Guðmundar Inga Kristjánssonar "Þér hrútar" ásamt fleiru.

 

Fylgdust gestir síðan andaktugir með sýningarhaldinu úti í fjárhúsi. Þar dæmdi og mældi Jón Vilmundarson frá Búnaðarsambandi Suðurlands fjölda hrúta og útskýrði helstu markmið í ræktunarstarfinu. Er nú lögð áhersla á vöðvamikla gripi á kostnað fitu. Notar Jón m.a. ómsjá sem gefur nákvæma mælingu á gripum.

1. verðlaun hlaut hrúturinn Baukur frá Brautartungu, en eigandi hans er Einar Jóelsson.

Einnig veitti hann viðtöku bikar sem sauðfjársæðingastöð Suðurlands gaf sauðfjárræktarfélagi Stokkseyrarhrepps en félagið hefur átt marga hrúta sem unnið hafa til fyrstu verðlauna þótt fjárstofn sé ekki stór.

Morgunblaðið 11.október árið 2000 - Valdimar Guðjónsson.

 

Frá Hrútasýningu að Tóftum í Stokkseyrarhreppi hinum forna árið 2001 hvar HRútavinafélagið var líka á ferð.


Skráð af Menningar-Staður

29.12.2013 06:31

Uppskeruhátíð ÍMÁ - mánudaginn 30. desember 2013

Alexandra Eir Grétarsdóttir frá Stokkseyri.

 

Uppskeruhátíð ÍMÁ - mánudaginn 30. desember 2013

 

Hin árlega uppskeruhátíð íþrótta- og menningarnefndar Árborgar verður haldin í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi mánudaginn 30. desember kl. 20:00. Þar verða afhentir styrkir úr afreks- og styrktarsjóðum Árborgar og íþróttafélaganna, þ.e. Ungmennafélags Selfoss, Íþróttafélagsins Suðra, Íþróttafélags FSU, Golfklúbbs Selfoss o.fl. Þá verða hvatningarverðlaun veitt, afhentir styrkir fyrir afburða árangur og tilkynnt um kjör íþróttakonu og íþróttakarls Árborgar 2013. Á milli atriða mun Ingó spila nokkur lög.

 

Eftirtaldin voru útnefnd í kjörinu:
 
Íþróttakona Árborgar 2013:
Alexandra Eir Grétarsdóttir, golf
Dagmar Öder Einarsdóttir, hestaíþróttir
Fjóla Signý Hannesdóttir, frjálsar íþróttir
Guðmunda Brynja Óladóttir, knattspyrna
Guðrún Hulda Sigurjónsdóttir, frjálsar íþróttir fatlaðra
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, handknattleikur
Hugrún Hlín Gunnarsdóttir, fimleikar
Ingibjörg Erla Grétarsdóttir, taekwondo
Ólöf Eir Hoffritz, sund
Rósa Birgisdóttir, kraftlyftingar
Þórdís Mjöll Böðvarsdóttir, júdó
 
Íþróttakarl Árborgar 2013:
Andri Páll Ásgeirsson, golf
Bjarni Friðrik Ófeigsson, frjálsar íþróttir fatlaðra
Daníel Jens Pétursson, taekwondo
Egill Blöndal, júdó
Einar Guðni Guðjónsson, knattspyrna
Einar Sverrisson, handknattleikur
Eysteinn Máni Oddsson, filmleikar
Jóhann Ólafur Sigurðsson, knattspyrna
Sigursteinn Sumarliðason, hestaíþróttir
Sigþór Helgason, frjálsar íþróttir
Svavar Stefánsson, körfuknattleikur
Þórir Gauti Pálsson, sund
 
Samkvæmt reglugerð sem finna má á heimasíðu sveitarfélagsins hafa eftirtaldir aðilar rétt til að greiða atkvæði í kjöri um íþróttakonu og íþróttakarl Árborgar: 
 
Bæjarstjórn Árborgar, 9 atkvæði
Íþrótta- og tómstundanefnd, 5 atkvæði
Framkvæmdastjórn Umf. Selfoss, 1 atkvæði
Knattspyrnudeild Umf. Selfoss, 1 atkvæði
Handknattleiksdeild Umf. Selfoss, 1 atkvæði
Frjálsíþróttadeild Umf. Selfoss, 1 atkvæði
Sunddeild Umf. Selfoss, 1 atkvæði
Fimleikadeild Umf. Selfoss, 1 atkvæði
Körfuknattleiksdeild Umf. Selfoss, 1 atkvæði
Júdódeild Umf. Selfoss,  1 atkvæði
Íþróttafélag FSu., 1 atkvæði
Hestamannafélagið Sleipnir, 1 atkvæði
Íþróttafélagið Suðri, 1 atkvæði
Golfklúbbur Selfoss, 1 atkvæði
Ungmennafélag Stokkseyrar, 1 atkvæði
Ungmennafélag Eyrarbakka, 1 atkvæði
Knattspyrnufélag Árborgar, 1 atkvæði
Mótorkrossfélag Árborgar, 1 atkvæði
Bæjarstjóri Árborgar, 1 atkvæði
Framkvæmdastjóri Fjölskyldumiðstöðvar, 1 atkvæði
Verkefnisstjóri íþróttamála, 1 atkvæði
Fjölmiðlar, 3 atkvæði
Samtals 36 atkvæði
 
Þegar þessi listi er skoðaður má velta því fyrir sér hvort ekki sé tímabært að endurskoða reglugerðina. Körfuknattleiksdeild Umf. Selfoss hefur ekki starfað í mörg ár og ætti því ekki að vera á listanum. Inn á listann vantar taekwondodeild Umf. Selfoss sem ætti að hafa atkvæðisrétt eins og aðrar deildir innan Umf. Selfoss. Svo má benda á að Mótokrossfélag Árborgar heitir mótokrossdeild Umf. Selfoss eftir að félagið fékk inngöngu í Umf. Selfoss. Þá vekur það spurningar hvort eðlilegt sé að sveitarfélagið fari með 17 atkvæði af 36 í þessu vali.

Af: www.dfs.is
 
Skráð af Menningar-Staður

28.12.2013 20:19

Guðrún Guðjónsdóttir - Fædd 16. mars 1913 - Dáin 15. desember 2013 - Minning

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Guðrún Guðjónsdóttir

 

Guðrún Guðjónsdóttir - Fædd 16. mars 1913

-Dáin 15. desember 2013 - Minning

 

Guðrún Guðjónsdóttir var fædd á Brekkum í Hvolhreppi, 16. mars 1913. Hún lést á dvalarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka, 15. desember 2013.

Foreldrar hennar voru Guðjón Jóngeirsson, fæddur í Neðra-Dal, Vestur-Eyjafjöllum 29.5. 1863, d. 2.2. 1943, og Guðbjörg Guðnadóttir frá Skækli í Austur-Landeyjum, f. 25.3. 1871, d. 6.8. 1961. Þau bjuggu á Brekkum í Hvolhreppi.

Guðrún var næst yngst níu systkina sem voru: Ingigerður, f. 1.5. 1897, d. 19.2. 1984, Guðni, f. 11.6. 1898, d. 14.4. 1995, Katrín Jónína, f. 10.1. 1900, d. 21.5. 1954, Guðjón, f. 5.4. 1902, d. 20.9. 1985, Guðný, f. 4.5. 1905, d. 25.4. 1974, Anna, f. 13.3. 1907, d. 4.12. 1995, Björgvin Kristinn, f. 27.12. 1910, d. 16.10. 2003, Bogi Pétur, f. 5.11. 1919, d. 5.11. 1999. Guðrún átti einnig uppeldissystur sem hét Júlía, f. 4.7. 1914, d. 19.2. 1971.

 

Árið 1934 kynntist Guðrún fyrri manni sínum, Kristni Eyjólfi Vilmundarsyni frá Vestmannaeyjum, f. 2.2. 1911, d. 24.12. 1945. Hann var alinn upp á Arnarhóli í Vestur-Landeyjum. Þau hófu sinn búskap í Vestmannaeyjum árið 1936 og um vorið 1937 fluttu þau á Eyrarbakka og bjuggu á Skúmstöðum. Börn þeirra eru: 1. Stúlka f. 7.12. 1936 og dáin sama dag, 2. Vilmundur Þórir f. 31.10. 1937. Börn hans og Hallberu Jónsdóttur, f. 4.11. 1941 eru: Kristinn Gunnar, f. 5.2. 1959, á hann fimm börn og tvö barnabörn. Jón Ólafur, f. 20.12. 1960, á hann þrjú börn, eitt fósturbarn og þrjú barnabörn. Valgeir, f. 24. 12. 1963, á hann 3 börn og eitt barnabarn. Indlaug, f. 4.7. 1968, á hún þrjú börn og tvö barnabörn. Þuríður, f. 31.1. 1976, á hún þrjú börn. Börn hans með Lísbet Sigurðardóttur, f. 15.11. 1948, eru: Guðný Ósk, f. 30.9. 1979, á hún tvö börn. Fóstursonur Rögnvaldur Kristinn, f. 2.6. 1970, á hann eitt barn. 3. Gunnbjörg Helga, f. 30.9. 1939, maki Gísli Anton Guðmundsson, f. 8.8. 1936. Börn þeirra eru: Kristinn Eyjólfur, f. 23.12. 1957, á hann tvö börn og tvö barnabörn. Anna f. 3.10. 1961, á hún þrjú börn og þrjú barnabörn. Jón Rúnar, f. 20.8. 1963, er hann einnig fóstursonur Guðrúnar og Jóns seinni maka hennar. Á hann þrjú börn og eitt barnabarn. Guðmundur, f. 27.11. 1965, á hann fjögur börn og tvö barnabörn. Guðrún Ósk, f. 1.5. 1971, á hún tvö börn. 4. Sigurður Einir, f. 30.9. 1939. Börn hans með Bergþóru Jónsdóttur, f. 28.9. 1945 eru: Jón Berg, f. 20.6. 1967, á hann þrjú börn og einn fósturson. Guðrún Kristín, f. 20.6. 1970, á hún þrjú börn. Þóra Sigríður, f. 2.11. 1979. Fósturdóttir Sigurðar Einis er Svandís, f. 2.12. 1965 og á hún þrjú börn. Sambýliskona Sigurðar Einis er Erna Albertsdóttir, f. 22.11. 1942.

 

Árið 1956 kynnist Guðrún seinni manni sínum Þorbergi Jóni Þórarinssyni frá Stigprýði, f. 10.7. 1915, d. 1.2. 1998. Guðrún ólst upp með systkinum sínum á Brekkum og sinnti þar heimilis og sveitastörfum. Hún var heimavinnandi húsmóðir eftir að hún fluttist á Eyrarbakka og héldu þar lítinn búskap fyrst um sinn. Guðrún fluttist að dvalarheimili aldraðra, Sólvöllum, árið 1997 og bjó þar þar til hún lést.

 

Útför Guðrúnar fór fram frá Eyrarbakkakirkju í dag, laugardaginn 28. desember 2013.

Morgunblaðið, laugardagurinn 28. desember 2013.

 Skráð af Menningar-Staður