Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

Færslur: 2013 Desember

02.12.2013 06:23

Aðventukvöld í Eyrarbakkakirkju

Kórarnir á æfingu í Eyrarbakkakirkju á dögunum.

 

Aðventukvöld í Eyrarbakkakirkju

 

Í kvöld, mánudaginn 2. desember 2013, verður aðventukvöld í Eyrarbakkakirkju kl 20:00

Sameiginlegur kór Eyrarbakkakirkju og Stokkseyrarkirkju syngja undir stjórn Hauks A. Gíslasonar organista.

Einsöngvarar eru; Kolbrún Hulda Tryggvadóttir, Ásgerður Tinna Jónsdóttir og Hafþór Gestsson.

Barnakórar syngja undir stjórn Kolbrúnar Huldu Tryggvadóttur.

Haukur A. Gíslason og dóttursonur hans 10 ára, Pétur Nói Stefánsson, leika saman á orgel og píanó.

Séra Karl Matthíasson flytur jólahugvekju.

 


Allir hjartanlega velkomnir.

 

Á morgun þriðjudaginn 3. desember kl. 20:00 verður síðan aðventukvöld í Stokkseyrarkirkju með sömu dagskrá.

Allir hjartanlega velkomnir.

 

.

Skráð af Menningar-Staður
 

01.12.2013 21:01

1. desember 2008 - Kirkjufyllir á aðventukvöldi og séra Sveini tekið fagnandi

1. desember 2008 - Séra Sveinn Valgeirsson.

1. desember 2008 - Haukur Gíslason, organisti, Karen Dröfn Hafþórsdóttir og Hafþór Gestsson.

 

1. desember 2008 -

Kirkjufyllir á aðventukvöldi og séra Sveini tekið fagnandi

Séra Sveinn  var formlega settur í embætti í Eyrarbakkakirkju sunnudaginn 7. desember 2008

 

Kirkjufyllir var á aðventukvöldi í Eyrarbakkakirkju þann 1. desember 2008.

Þar vann séra Sveinn Valgeirsson, hinn nýi prestur í Eyrarbakkaprestakalli, sín fyrstu prestverk í kirkjunni er hann flutti jólahugvekju og stjórnaði aðventusamkomunni.

Sameiginlegur kór Eyrarbakka- og Stokkseyrarkirkna söng ásamt barnakór og einsöngvurum.

Þá sungu feðginin á Eyrarbakka þau Karen Dröfn Hafþórsdóttir og Hafþór Gestsson tvísöng.

 

Frétt af  www.eyjafrettir.is  - þann 1. desember 2008

Skráð af Menningar-Staður

 

Fleiri myndir úr Eyrarbakkakirkju 1. desember 2008.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður